Heimskringla - 14.11.1934, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.11.1934, Blaðsíða 6
«. SlÐA HEIM6KRINGLA WINNIPEG, 14. NÓV. 1934 I VÍKING Eftir R. Sabatini Fyrir jólin kom bylur í nokkra daga, en Sir Oliver átti erindi í héraðinu; á fjórða degi stytti upp, gerði bjart veður með, sólskini, en hvergi sá á dökkan díl. Sir Oliver lét iþá söðla sér hest og reið þangað, sem hann ætlaði sér. Hann lauk erindinu og sneri heimleiðis eftir hádegið og reið greitt; hjam var mikið og þá losnaði skeifa undan einum fæti reiðskjótans. Sir Oliver fór af baki, teymdi um dalverpið milli Pentennis og Ar- wenack og raulaði eitt lag af öðru, því honum var skaplétt, þar til hann kom að smiðjunni í Smithick. Þar var margt manna fyrir, fiskimenn og bændur,,en þeirra venja var að hópast þangað til skrafs, því að þá var engin staupabúð nærlendis. Kaupmaður var þar staddur með lest sína og ennfremur séra Andrew Flack, sem þá þjónaði Penryn og herra Gregory Baine, einn af yfirvöldum í Truro. Sir Oliver var vel kunnugur báðum, tók þá tali og beið svo meðan hesturinn var járnaður. Þetta vildi alt saman óheppilega til, því að nú sem Sir Oliver stóð þarna, kom maður ríðandi niður flatirnar frá Arwenack, heldur hvatlega; það var herra Peter Godolphin. Þeir sögðu svo eftir á séra Andrew og herra Baine, að herra Peter hafi litið út eins og hann væri drukkinn; rauður í framan, glampalegur til augnanna, þetta hafi og heyrst á mæli hans ,fyrir utan þau heimskulegu gífur- mæli, sem hann lét út úr sér. Enginn efi getur leikið á, að svo hafi verið. Honum þótti gott brent vín og þeim Sir John Killigrew, en með honum hafði hann setið að miðdegisverði. Hann var einn af þeim, sem eru vondir við vín, sem kallað er, sem meinar það, að þegar vínið kemur inn, fer sálfstjómin burt, og þá kemur fram hvað með manninum býr. Nú sem hann reið greitt hjá smiðjunni og kemur auga á Sir Oliver, grípur hann í taumana svo hart að hesturinn prjónaði og settist á hækilbeinin, rétt eins og köttur; jungherrann datt þó ekki af baki, heldur vék hestinum til þeirra Sir Olivers, glottir á hann og segir, alveg að óþörfu: “Eg kem frá Arwenack, við vorum að tala um þig.” “Betra umræðuefni gátuð þið ekki haft,” svaraði Sir Oliver brosandi; alt um það voru augu hans hörð og snör og áhyggju eða kvíða svipur í þeim, þó engu kviði hann um sjálfan sig. “Svei því ef þú segir ekki satt; þú ert títt í mannamunni, þú Og flagarinn hann faðir þinn.” Svar Sir Oliver kom strax: “Sir, eg hefi getið þess við þig áður, að eg harma vanstilling móður þinnar.” . Orðin voru þotin útaf vörum hans, áður en hann vissi; tiltalið var svo gróft, hið háðslega glott í hinu rauða og þrútna andliti, svo egn- andi, að Sir Oliver gætti ekki stillingar, sem hann ætlaði sér. Hann iðraðist þegar og því beizklegar, að þeir sem viðstaddir voru, hlógu mikið. Þá hefði hann viljað mikið til gefa, að þau væru ósögð. t Jungherranum Godolphin varð svo við, að hann skifti um yfirbragð, varð blár í framan og eldur brann af augum hans. Hann horfði við Sir Oliver þegjandi, örlitla stund, stóð upp í stigreipunum, reiddi keyrið og hrópaði: “Hundurinn þinn! Hundspottið þitt!” Þar með lét hann svipuna ríða, en undan ólinni kom löng rák, dumbrauð á andliti Sir Olivers. Presturinn og aðrir viðstaddir hlupu þeg- ar í milli, því að Sir Oliver var alt annað en góðmannlegur á að líta, og öllum var kunnugt, að hann var háskamaður ef illa var til hans gert. Þá mælti presturinn: “Skammast máttu þín, jungherra Godol- phin. Ef ilt hlýzt af þessu, þá skal eg votta hve freklega þú hefir látið. Hafðu þig burt héðan!” “Farðu til fjandans, séra Andrew”, svaraði hinn og þá heyrðu allir viðstaddir á mæli hans, að hann var drukkinn. “Á nafn móður minnar að vera á vörum þessa hórusonar? Viti guð, að þetta skal ekki falla hér niður. Hann skal senda votta sína til mín, ella skal eg keyra hann svipuhöggum í hvert sinn sem eg hitti hann. Þú heyrir það, Sir Oliver!” Honum var engu svarað, þá brýndi hinn raustina: “Heyrirðu það? Nú er ekki Sir John Killi- grew til að níðast á. Komdu til mín, þá skaltu fá annað og meira en svipuhögg”. Að því búnu keyrði hann hestinn sporum en hest- urinn tók svo snögt viðbragð, að prestinum og öðrum til lá við falli. Sir Oliver kallaði á eftir honum, drynjandi rómi: “Bíddu mín, flón! Þú skalt ekki fleiri ferð- ir fara, fyllirútur!” Hann var reiður, kallaði til hests síns og hratt af sér yfirvaldinu og prestinum, er reyndu til að stilla hann. En er hesturinn var leiddur fram, hljóp hann í söðulinn og hleypti eftir hinum, sem mest hann mátti. Prestur leit á dómarann en dómarinn ypti öxlum og kreisti saman varirnar. Séra Andrew hristi sína hvítu lokka og mælti: “Þetta unga flón er miður sín af víni. Hann er ekki svo á sig kominn, að geta mætt Skapara sínum.” “Til þess sýnist hann þó fúsastur,” svar- aði hinn. “Eg efast ekki um til hvers draga muni.” Hann snerist við og leit inn í smiðj- una, þar hafði blásturinn fallið niður, en smið- urinn, sótugur og svuntu girtur, stóð í dyrun- um og hlýddi til, er honum var sagt frá hvað gerst hefði. Meistari Baine hafði víst mætur á líkingum, því að hann tók svo til orða: “Staðurinn var vel yalinn, það veit mín trú. Hér var smíðað sverð í dag, sem trauð- lega verður stilt í öðrum lög en blóði.” IV. Kapítuli. t Presturinn stakk upp á, að veita Sir Oliver eftirför, en sýslumaður rendi sjónum eftir sínu langa nefi og kvað slíkt ófyrirsynju; Tressilian væri líkur sínum, til ofa gjarn og víga, að ráðlegast væri að verða ekki á vegi þeirra, er þeir væru reiðir. Séra Andrew var alls ekki áræðismaður, þótti hinn hafa ærið til síns máls, mintist og þess, að hann hefði fult í fangi með sinn usla af framgjarnri eiginkonu, þó hann sneiddi hjá annara vand- ræðum. Sýslumaður lét þess og getið, að þeir Godolphin og Sir Oliver hefðu stofnað til síns vandræðis, “semji þeir það sjálfir, nefni eg drottinn til, og ef þeir semja það með því, að skera hver annan á háls, þá væri það héraðs- bót,að losna við aðra eins ofstopa menn.” — Kaupmaðurinn lagði það til, að þeir væru báð- ir brjálaðir, annað eins háttalag væri óskiljan- legt gildum og greindum borgara. Bændur og fiskimenn, þeir er viðstaddir voru, höfðu enga reiðskjóta og gátu ekki skorist í málið, þó þeir hefðu haft vilja til. Þeir héldu nú hver til síns heima og sögðu hvað gerst hefði og spáðu allir hinu sama um afdrifin; ef Tressilian líktist sér og sínum, þá yrði honum skamt heiptar milli og hjörs, en ekki reyndust þeir sannspáir. Að vísu þeysti Sir Oliver upp með ánni Fenryn og yfir brúna í Penryn bý, sömu leið og Godol- phin, og mundi ekki til annars en svala heipt sinni. Þeir sögðu svo sem urðu á vegi hans, að hann væri nábleikur í framan með rauða rák, þrútna, um þvert andlitið, ægilegur eins sjálfur paurinn í víti. Þegar hann hleypti yfir brúna í Penryn, var sól sezt og rökkur að byrja; kalt var í veðri og má vera að blóð hans hafi kólnað aí því. Þegar hann kom á eystri bakkann, hægði hann rásina, rétt álíka og reiðirás hugsana hans slaknaði. Hann mintist eiðsins, sem hann hafði svarið Rósamundu, fyrir nokkrum mánuðum, og við þá endurminning varð honum, sem lostinn væri steini. Við þá íhug- un tók frá honum erindið, hann kipti hestin- um niður á skeið, og svo var sem skjálfta setti að honum, er honum skildist hve nærri stefndi, að hann eyðilegði þá gæfu sem hann átti í vændum. Hvað var svipuhögg af hálfu pilts, að hann tæki það svo óstint upp, að hætta þar fyrir allri æfi sinni, sem hann ætti ólifaða? Jafnvel þó karlmenn brygðu honum um hugleysi, að þola slíkt refsingar- laust hvað gerði það til? Sá var til, að láta þann kenna á því heimskulega brigzli, sem bæri það upp. Sir Oliver leit augum til himins, þar blikaði skær stjama í blámanum, þá svall honum svo hugur í hjarta, að hann þakkaði guði, að Godolphin bar undan, og varð ekki fyrir honum meðan hann var sem reið- astur. Svo sem mílu vegar frá Penryn brá hann venju sinni sneri til ferjustaðar og reið svo á hæga gangi yfir hálsinn heim á leið. En sú var alla tíð venja hans annars, að fara um höfðann þar sem sjá mátti heim til Rósamundu og líta til gluggans á turnskemmu hennar. En þetta kveld fanst honum varlegra, að fara aðra leið og eiga ekki undir því, að Peter Godolphin yrði á vegi hans, þóttist hafa þreifað á því, að hann mætti ekki treysta sjálfum sér til stillingar, ef fundum þeirra bæri saman. Svo fast sótti sú aðvörun að honum og kvíði um afdrífin, eftir hina nýafstöðnu raum að hann réði með sér, að fara burt frá Penarrow, dag- inn eftir og tók að velta fyrir sér, hvert hann ætti að halda. Hann gæti farið til London — jafnvel haldið á haf, í víkingaferð, en þeirri hugsun hratt hann af sér, er hann mintist þess, að hann hafði lofað því, fyrir innilegan bænastað Rósamundu, að gera það aldrei framar. En úr héraðinu varð hann að fara og vera burtu, þangað til sú stund kæmi, er hann mætti ganga í hjúskap með Rósamundu. Betri væri átta mánaða útlegð, eða svo, en að verða neyddur til að vinna það verk, er bægði honum fá að njóta samvista við hana um ókomna æfidaga. Hann hugsaði sér, að skrifa henni til Jiún mundi skilja hann og láta sér vel líka, þegar hún vissi hvað gerst hefði þennan dag. Þetta ráð hafði hann einsett sér um það bil sem hann kom heim. Honum var létt í skapi, þóttist betri eftir en áður og gæfuvonin örugg í framtíðinni. Hann lét inn hest sinn og hirti; hesta- sveinar voru tveir, en annar hafði fengið leyfi til að vera hjá foreldrum sínum um jólin, og var að heiman farinn, hinum hafði Sir Oliver skipað í rúmið, þann sama morgun, vegna kvefkvilla, því að hann var nærgætinn við sitt þjónustu fólk. í matstofu var matur á borðum og í hlóðunum ,sem voru geysistór, með kúptu skýli, brann mikill eldur af digrum lurkum; þaðan lagði þægilegan hita um allan salinn og roða á vopn og væna gripi, er héngu á veggj- unum, svo og tjöld og myndir af framliðnum höfðingjum af ættinni Tressilian. Þegar Niku- lás heyrði til húsbóndans, kom hann inn á eftir honum, og bar háan kertastjaka með mörgum álmum. Hann mælti: “Þú kemur seint, Sir Oliver og jungherr- ann Lionel er ókominn enn.” Sir Oliver sparn fæti við skíði í hlóðun- um, lét brýn síga og kvað við. Honum datt Malpas í hug og bölvaði flónsku Lionels í hljóði; hann kastaði yfirhafnar klæðum og settist en Nick kom að draga af honum bull- urnar. Að því loknu sagði hann þjóninum að bera mat á borð. “Lionels verður ekki langt að bíða úr þessu,” mælti hann. “Og færðu mér að drekka, Nick. Þess er mér mest þörf.” “Eg hitaði handa þér könnu af víni,” -svaraði Nick. “Það er hentugt og holt á vetrar kvöldum.” Hann kom þvínæst inn með rjúkandi ketil, sem sterkan ilm lagði af. Þá sat húsbóndinn frammi fyrir eldinum og horfði þungbrýnn á glóðina. Hann hugsaði til bróður síns og Malpas, og svo áleitnar voru þær hugsanir, að hann hvarf frá sínum vanda og íhugaði, hvort honum bæri ekki skylda til, að reyna enn á ný að fá hann af uppteknum hætti. Loksins stóð hann upp, varpaði öndinni og settist að borð- um. Þá mundi hann eftir hestasveiniríum veika og spurði eftir honum. Þar næst tók hann ibikar og helti barmafullan af heitu víni, bað Nick færa honum og mælti: “Betra meðal er ekki til við þeim kvilla.” Nú heyrðust hófaskellir og að einhver reið í hlað. “Hér er jungherrann kominn, loksins,” sagði Nikulás. “Svo mun víst vera. Óþarfi að bíða hans. Hér er alt sem hann þarf með. Færðu Tom þetta, aður en það kólnar.” Hann ætlaði þjóninum að vera f jarverandi, þegar Lionel bæri að, með því að hann hafði fastráðið, að setja ofan í við bróður sinn, fyrir hans heimskulega háttalag. Honum þótti sú skylda því brýnni, sem hann sjálfur yrði að heiman í meir en misseri, og hann hugsaði sér að bróður hans væri það fyrir beztu, að hann gengi í berhögg við hann og hlífðist ekki við hann. Hann drakk af víninu mikinn teig og er hann setti frá sér kerið, heyrði hann fótatak Lionels. Síðan var hurðinni lokið upp; Sir Oli- ver leit við óhýrlega, hann hafði hugsað vandlega hvernig hann skyldi orða ofanígjöf- ina og ætlaði ekki að láta standa á henni, en hann kom ekki upp orðunum, heldur spratt á fætur og varð þetta að orði: “Lionel!” Hinn ungi maður skjögraði inn, skelti aftur hurðinni skaut fyrir annari slánni, studdi svo baki að hurðinni. Hann var nábleikur í iframan, Jdökkblár kringum augun, ''studdi hendinni að síðunni og út um greipina sitraði blóð, svo að öll höndin var blóðug, svo var og treyja hans, heiðgul og tvíhnept, að þeirra tíma sið, hægra megin. Sir Oliver þurfti ekki að spyrja, hvað til kæmi, hann mælti, er hann snaraðist til bróður síns. “Drottinn minn! Hvað gerðist í, Lal? — Hver er valdur að þessu?” “Peter Godolphin,” svaraði hinn og þá var ekki trútt um, að glott léki um varir hans. Ekki mælti Sir Oliver orð, hann beit á jaxlinn og krepti hnefana, svo að neglurnar skárust í lófana. Þar næst tók hann utan um sveininn, sem honum þótti vænna um en allar aðrar manneskjur, að einni undantekinni, leiddi hann til sætis við eldinn og spurði með mikilli áhyggju: “Hvemig er sárinu farið? Er það djúpt, drengur?” “Það er ekki neitt — lítið meir en skinn- spretta, en mér hefir runnið blóð; eg hélt eg myndi tæmast áður en eg næði heim.” Sir Oliver brá hnífi á klæði hans, þar til sá holdið með sárinu, þá létti honum; hann mælti: “Barn máttu vera, Lal. Að ríða leiðar þinnar, án þess að hugsa til að reifa svo litla und, missa svo alt þetta blóð — þó aldrei sé nema spilt Tressilian ættar blóð.” Hann hló við, honum létti svo mikið. “Vertu kyr meðan eg kalla á Nick að hjálpa til að reifa þessa skeinu.” “Nei, nei”, mælti sveininn og tók felmts- fullur í ermi hins, “Nick má ekki vita um þetta ,né nokkur annar, annars er mér voði vís.” Sir Oliver horfði á hann forviða. Hinn brosti aftur, undarlegu glotti og hræðslu fullu, og segir: “Eg galt betur en greitt var, Noll, Peter Godolphin er nú álika kaldur og snjórinn, þar sem hann lá þegar eg skildi við hann.” Lionel sá hve -bróður hans brá, að hann skifti litum og varð hvítur í framán, og að þá var dumbrauð rák, upphlaupin, á andliti hans, en sveininum var svo mikið niðri fyrir, að hann hugsaði ekki eftir að spyrja. hvað til kæmi. Loksins segir Sir Oliver háSum rómi: “Mikið fól ertu!” Hinn leit undan, þoldi ekki að horfa í augu Sir Olivers, svo ægileg voru þau, segir síðan, svo sem til að verjast álasi er lagði af hverjum spentum vöðva í líkama hins: “Hann mátti sjálfum sér um kenna. Eg var búinn að vara hann við, að verða á vegi mínum. En í kveld hljóp eitthvert brjálæði á hann, fanst mér. Hann formælti mér Noll, hann sagði það sem engum manni verður þolað ...” “Nú, nú,” sagði Sir Oliver lágt. “Fyrst skulum við ganga frá þessu sári þínu.” ' “Kalla þú ekki á Nick,” mælti hinn á- fjáður. “Sérðu ekki þetta, Noll?” sagði hann til skýringar, þegar hinn horfði á hann forviða. “Við börðumst í ljósaskiftunum og vottalaust. Það . . .” honum svelgdist á “það verður kallað morð, þó ekki hefði eg rangt við; og ef það kæmist upp, að eg . . .” Hann tók að skjálfa og ögra augum og var- irnar að titra. “Nú skil eg”, mælti Sir Oliver, og lagði við, beizklega: “Fólið þitt!” “Eg átti ekki annars kost,” svaraði Lionel. “Hann réðist á mig með reiddu sverði. Eg hugsa, satt að segja, að hann hafi verið drukkinn. Eg bað hann gæta þess, hvað verða myndi af þeim okkar sem lifði, ef annar hvor félli, en hann bað mig ekki hugsa fyrir sér. Hann jós úr sér formælingum og ó- kvæðis orðum um mig 0g um þig og alla sem okkar nafn bæru. Hann sló mig með sverðinu flötu og hótaði að reka mig í gegn, þar sem eg stóð, nema eg brygði sverði til að verja mig. Hvers átti eg kost? Eg ætlaði mér ekki að drepa hann — eg nefni guð til vitnis, Noll, að eg ætlaði ekki að vega hann.” Oliver mælti ekki orð frá vörum, sótti skál og könnu með vatni, er báðar voru úr málmi, helti vatni í skálina og tók að þvo sárið, stein- þegjandi. Hann átti ómögulegt með að setja ofan í við bróður sinn; hann mátti minnast sjálfs sín, þeirrar reiði er knúði hann til eftir- reiðar með þeim ásetningi, að vega Godolphin, og að hann lét það fyrir farast, vegna Rósa- mundu, og í rauninni vegna framtíðarhags sjálfs sín. Þegar hann hafði þvegið sárið sótti hann borðdúk í farg, skar hann í ræmur með rýting sínum, rakti þræðina úr einni og lagði þvert yfir undina, því að vopnið hafði skorið vöðv- ann inn að -beini, svo að sást í rifin; þræðirnir voru til þess hafðir að valda storku og með því móti stöðva blóðrás. Eftir það lagði hann margfalt lín yfir sárið og batt um með því að hringvefja upp um herðarnar og um búkinn, en þetta hafði hann oft orðið að gera í h-em- aði og vann það skjótt og fimlega. Þegar því var lokið, opnaði hann glugga og skvetti út vatninu, er var blóði litað; dúk- ana sem hann hafði ibrúkað til að þvo og hreinsa sárið, lét hann á eldinn og öll önnur vegssummerki, er vakið gætu grun Nikulásar. Hann bar fult traust til hins gamla þjóns, en þetta efni var svo alvarlegt, að engu mátti hætta til. Hann sá glögt, að hversu ærlega sem þessi vopna viðskifti hefðu fram farið, þá var enginn votturinn, og vígið myndi verða skoðað sem morð og sótt að lögum. Eftir þetta sótti Sir Oliver nærklæði og annan klæðnað upp á loft, handa bróður sínum, sendi þjónustu fólk, sem varð á vegi hans, til erinda og nú færði hann þann særða úr hinum blóðugu fötum og snaraði þeim á eldinn, og hjálpaði honum í hin hreinu. Þegar Nikulás kom í stofuna, skömmu síðar, sátu bræðumir að máltíð, en á hinum yngra sá ekki neitt, nema að hann var bleikur í framan. Ekki tók, þjónninn eftir því, enda stóð ekkl lengi við, því að húsbóndinn kvað ekkert skorta og kvaddi hann á burt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.