Heimskringla - 14.11.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.11.1934, Blaðsíða 4
4. StÐA HEIMSKRINGLA WINNEPEG, 14. NÓV. 1934 ffríntskríttgla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by I THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 14. NÓV. 1934 FRÁ RÚSSLANDI Á skömmum tíma, mánuði eða svo hafa verið haldnir fimm eða sex fyrir- lestrar í þessum bæ um Rússland. Fréttir þaðan hafa dunið eins og úrhellisrigning yfir menn. En eins og við er að búast, segja ekki allir söguna eins og mála sumir rautt en aðrir svart. Þeir eru til sem haldið hafa fram, að þar væri búið að stofna guðsríki á jörðu. Aðrir hafa ekki látið sér neitt fyrir brjósti brenna að nefna landið jarðneskt helvíti. Einstöku eru svo hófsamir, að segja blátt áfram að vel sé þar um margt, en aftur miður um sumt. Og líklegast er það mesti sannleikurinn, sem sagður verður um þetta heimkynni nýs stjórnskipulags. En eitt er það, sem öllum kemur sam- an um. Það er að nýr áhugi til umbóta og framfara sé vaknaður hjá þjóðinni, eink- um hinni uppvaxandi kynslóð. Prof. J. King Gordon, sonur prestsins og sögu- skáldsins Gordons, sem eitt sinn átti heima í þessum bæ, er s. 1. fimtudag flutti fyrirlestur um Rússland, bendir á það, að yngri kynslóðin hafi áreiðanlega öðlast hugsjón, sem hún horfi ekki í að fóm- færa sér fyrir. Hjá eldri éöa elztu kyn- slóðinni, hefir slíks ekki orðið vart, enda er margt óh'kt með ungum og gömlum. Hún vill ekki þau verk vinna, sem ekki færa henni beinan og skjótan arð, hvernig sem reynt er að sannfæra hána um, að starfið sé í þágu heildarinnar unnið. En hinir yngri eru fúsir til þess. Og það segir ávalt nokkuð. Eru allar líkur til að á þjóðinni sé að sannast það sem Þorsteinn Erlingsson kvað: -----ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framfara vegi. Fyrir stríðið mikla, voru meirf vanhöld í menningarástandi Rússlands en nokkur staðar í Norður-álfunni. Einn frjóði íbúa hins eiginlega eða evrópiska Rússlands, var talinn standa jafnfætis bezt mentuðu Evrópu-þjóðunum. Hinn hlutinn var einn og sér og var allra aftastur í menningar- listinni. Nú er þessu orðið ger breytt. Æskulýður Rússlands stendur nú jafn- öldrum sínum í öðram löndum vel á sporði. Og árangurinn af því er nú það, sem er að gerast hjá þjóðinni. Þó á verklegar framfarir verði ekki meiri bent ennþá hjá Rússum en þær, sem til eru hjá öðrum þjóðum, eru þær svo miklu fremri því er áður þektist í Rússlandi, að borið saman við það, munu ekki aðr- ar þjóðir hafa af meiru að láta. Hitt getur orkað tvímælis, hvort iðn- aðarstefna Rússlands, sem mest kveður • að, sé öllu öðru heillavænlegrL Frétta- ritari “Christian Science Monitor”, sem í Rússlandi hefir verið í 10 ár, og sem hvítt kallar hvítt og svart það sem svart er í því er hann ritar um Rússland, efast um að verksmiðjustarfsemi sé affarasælli, en það, að gefa sig meira við landbúnaði. Telur hann mikinn hluta þjóðarinnar mundi njóta sín betur við jarðyrkjuna, meðan menningarástand hennar sé eins og það er, en víraverki verksmiðjuiðnað- arins, sem húff botnar ekkert í og starir á sem naut á nýverki. Segir hann ekki efa á því, að löngun bænda til að bjargast á búnaði hafi dvínað og þó stjórain reki fyrirmyndarbú víða, hafi ekki nærri eins alment og nauðsynlegt sé, verið gert að jánbrautum landsins ,sem verið hafi til þessa í niðumíðslu svo mikilli, að bús- afurðir hafi ekki komist til markaðar. Mannféllirinn 1933 telur hann hafa átt rætur að rekja til þessa sinnuleysig um samgöngur. En á það beri að líta að verk- efni Rússlands séu mörg og að því er sam- göngur um bygðir og búlönd Rússlands áhræri, eigi þjóðin þar meira umbótaverk fyir höndum, en flestar aðrar menningar- þjóðir. Annað sem fregnritari þessi bendir á, er að mikill hluti þjóðarinnar sé í Asíu og með austurlenzkum hugsunarhætti, sem líti tortryggnisaugum alt þetta verklega bis og fjármálabraék vestlægu þjóðanna og athafnir rússnesku stjórnarinnar um leið. Austrið og vestrið mætast þarna í bók- staflegum skilningi og um erfiðleikana að sameina þetta hvorttveggja er sagan gerð. Það er margt sem til greina kemur þegar mæla á verkefnin á höndum rúss- nesku stjórnarinnar. Að hugsa sér að hún gæti nú þegar litið yfir það sem hún hefir gert sem harla gott, væri til heldur mikils ætlast. Hitt er ærið afreksverk, að hafa vakið mikinn hluta þjóðarinnar, hinn yngri að minsta kosti, til meðvitundar um þjóðlegt hlutverk. Það er ekki óhugsanlegt að samfara því sé meiri einstaklingsáreynsla, en margan grunar, en áreynsla, sem ávalt hefir laun sín átt í þroska þjóðanna. BANDARiKJA KOSNINGARNAR SÖGULEGUR VIÐBURÐUR Það verða naumast bornar brigður á sigur demókataflokksins í kosningunum, sem fóru fram 6. nóvember, þar sem tveir þriðju öldunga og þrír fjórðu full- trúa á Washington þinginu, eru nú bak- hjarl hans eða Roosevelts. En þessi mikil sigur, er ef til vill, eins og viðhorf og stefna flokksins er nú, einnig sögu- legur pólitískur viðburður. Lítum á aðaldrætti stjóramálasögunnar. Þegar birta tók í lofti eftir borgarastríðið 1865, voru tveir stjórnmálaflokkar í land- inu. Þá greindi ekki einungis á í skoð- unum, heldur bygðu hvorir sinn hluta landsins, republikar norður hlutan, en demókratar hinn syðri. í norðurhlutan- um voru fleiri ríki; hann var og mann- fleiri og iðnaður var þar lengra á veg kominn. Sem eðlilegt var unnu þeir stríðið og republikar tóku við völdum hinna sameinuðu ríkja. Og þeir voru aðalflokkur landsins um sextíu ár. Stefna þeirra reyndist farsæl og iðnaðarþroski landsins frá 1870 til 1880 og eftir það, var hinn stórkostleg- asti. í Norðurríkjunum fanst varla nokk- ur viðskiftamaður, sem ekki var republiki. Öegar Vesturríkin komu til sögunnar, bygðust þau af Norðurríkjamönnum. Og þeir fluttu þangað með sér með öðru erfðagózi stjóramálaskoðanir feðra sinna. Með iðnaðar vextinum fluttist fólk inn í landið frá Evrópu og risu þá brátt um samtök ýmiskonar á meðal verka- manna. En þeir fylgdu flestir republik- um að málum af því að með vernd iðn- aðarins frá þ§im flokki, álitu þeir mola til sín falla af borðinu í hærra vinnu- launa-gjaldi. Republika flokkurinn varð því um tvo mannsaldra að heita mátti drotnandi og menn hugsuðu í sambandi við hann um þroska og velmegun lands- ins. Fyrir demókrata flokknum stóð alt öðru vísi á. Hann gat naumast heitið landsmálaflokkur öll árin frá 1860 til 1930. Að vísu vann hann í fylkjunum syðra undantekningar lítið, en áhrifa hans gætti lítiö í Norðurríkjunum. Þó kom að því, að í stærri borgum risu upp demókrata flokkar, er frá leið og voru nýir innfleyjendur oftast helztu áhang- endur þeirra og verkalýður. Þessi brot sameinuðust demókrataflokkinum syðra og höfðu oft forsetaefni í vali við kosn- ingar. En aðeins tvisvar á sjötíu árum hepnaðist þeim að koma sínum forsetum til valda, þeim Cleveland og Wilson. — Roosevelt, sem kosinn var 1932, var þriðji forsetinn úr þeim flokki, sem völd- um hefir náð síðan 1860. Republikar hafa átt kosningar vísar, nema einhver sérstök óhöpp hafi komið fyrir eða sérstaklega hart hafi verið í ári. En jafnvel þó svo færi að þeir töpuðu, hafa þeir ávalt rétt hluta sinn svo, að þeir hafa verið kosnir næst á eftir, með yfirfljótanlegum meirihluta. Kosningarnar síðast liðna viku, bera með sér ,að á þessu er að verða gagnger breyting. Sigur demókrataflokksins frá þessu sjónarmiði skoðaö er mjög undr- unarverður, hann er nýr í sögunni. Og það er jafnvel nokkur ástæða til að spyrja, hvort að frægðarsól hins aldna og volduga landsmálaflokks republika, sé ekki gengin til viðar, og eigi aldrei eftir að skína úr þessu. Sigur Roosevelts er þakkaður mörgu. Persónuleg áhrjf hans hafa eflaust fallið þjóðinni miklu betur í geð, en áhrif and- stæðinga hans. Á hverju sem gengur, er viðmót hans og mæli glatt og hressandi og eins og ekkert sé eiginlega um að vera. En hver alvara undir niðri býr, bera störfin vitni um. Og það er eins og þjóðin kýs að það sé. Eftir demókratan- um Al. Smith frá New York, er það orð- tak haft um þessar kosningar, að það skjóti enginn á Santa Claus, og á hann með því við, að fjáraustur Roosevelts til bænda fyrir að yrkja ekki jörðina, fram færslustyrkur til atvinnulausra og á- kvæðisvinnan öll, er hann hefir veitt hundruðum þúsunda, hafi unnið Roose- velt það fylgi, er kosninga-úrslitin beri vott um. Satt mun það, að þetta hafi fjölgað vinum Roosevelts, þó reynslan virðist önnur vera í Canada með það, enda eru allar styrkveitingar syðra send- ar beina leið frá stjórninni til viðtakenda, en ekki með fylkjastjórnir að milligöngu- mönnum eins og hér. En jafnvel þó að níutíu af hundraði allra slíkra styrkþega, greiddu atkvæði með Roosevelt, eins og haldið er fram, er það ekki eitt nægilegt til að vinna slíkan sigur, sem demókratar- unnu. Styrkþegarnir eru ekki helmingur þjóðarinnar og ekkert líkt því. Úslitin virðast miklu fremur benda í þá átt, að sú stefna, sem í stjórnmálum hefir ríkt í Bandaríkjunum síðast liðin 60 ár sé dæmd og léttvæg fundin af almenningi eða miklum meiri hluta þjóðarinnar. Það lítur mjög út fyrir, að stefna sú er Coolidge og Hoover fylgdu og sem fólgin var í vernd stóriðnaðarins og “óskoraðs einstaklingsfrelsis”, eins og það var kall- að, gangi nú ekki í augu þjóðarinnar og að hún hafi reynsluna fyrir sér og sé sannfærð um, að óheill mikil hafi af henni stafað að minsta kosti eftir stríðið og eftir að utan lands viðskiftin fóru í mola. Það er einmitt skipulagning iðn- aðarins, eins og hún kemur fram í stefnu Roosevelts og viðreisnarstarfi hans, sem þjóðin aðhyllist nú, og henni virðist full alvara með að reyna til hlítar. Viðreisn- arstefna Roosevelts hefir fyrir margra hluta sakir vakið athygli almennings, af því að hún hefir náð til hans, og lítil- magninn hefir fundið eitthvað í henni fólgið, sem sér kom beinlínis við og líf hans hefir gert bærilegra en það annars hefði verið. Hin nýja stefna, sem og um er talað sem “Roosevelts New Deal”, hefir því fallið í frjóva jörð, og er, eftir kosninga- úrslitunum að dæma, líkleg til að verða eins gótgróin stjórnmálastefna fyrst um sinn og aðal-landsmálastéfnan, republika- stefnan hefir verið til þessa. Þessi straum- hvörf eða breyting á viðhorfi stjórn- málanna í Bandaríkjunum, sem kosninga- úrslitin sýna, má því réttilega sögulegan viðburð kalla. ST. LAWRENCE-SAMNINGARNIR OG MR. HEPBURN Eftir sigur Rooseveltsstjórnarinnar í nýafstöðnum kosningum þótti sigurvæn- legar en áður horfa með St. Lawrence- samningana. Kvisaðist brátt að þeir yrðu lagðir á ný fyrir Washington-iþingið í vetur, en öldungadeildin hafnaði þeim, eins og kunnugt er, síðast liðið vor. En það virðist ekki ein bára stök með þessa samninga. Um leið og ögn blæs byrlegar fyrir þeim syðra, lýsir Hepburn, forsætisráðherra Ontariofylkis því yfir, að þeir skuli aldrei verða samþyktir af Ontario-þinginu. Og það er ekki talið ómögulegt að hann geti sett fyrirtækinu stólinn fyrir dyrnar. í sjálfu sér eru það Canada og Banda- ríkin, sem samninginn gera. En að On- tariofylki ,sem önnur fylki er hlut eiga þarna að máli, réðu því hverjum leyft yrði að nota orkuna Canada megin, þótti sjálfsagður hlutur. Þessvegna var það eitt fyrsta sporið, sem forsætisráðherra Canada steig, er hann byrjaði á að gera uppkast að samningunum með Roosevelt forseta, að gera samning við Ontariofylki um þetta og áskilja því réttinn til að fara með orkuna í sínu fylki eins og bezt gengdi. Og þar sem vel stæði á, að virkja um leið, átti að gera það og fylkið að greiða sinn hlut af þeim kostnaði, sem eðlilegt var. Hafði þáverandi stjóra ekkert á móti þessu, enda lítil ástæða til þess, þar sem Ontario-Hydro, er reiðu- búið að notfæra sér meiri orku, en það á nú kost á. En Hepburn segir nei, án þess að gagn- rýna samningana nokkura hlut eða finna þeim neitt til foráttu. Af fyrirtækinu má alls ekki verða. Um það er all-mikið rætt og ekki að ástæðulaus, hví Hepbum snúist þannig við þessu. Og það er misjafnlega lagt út fyrir honum. Um umhyggju fyrir Hydro- kerfinu þykir það ekki bera vott, enda er ýmsu hreyft um, að önnur orkufélög hafi staðið nærri Hepbum í fylkis-, kosningunum. Séreigna fyr-! irtæki þessarar tegund- ar í Montreal, New York, Cleve- land, Detroit og Chicago, láta aldrei á sér standa að gera | Ontario Hydro ýmsar glettur, i þegar svo ber í veiði. Og í síðustu fylkffekosningum leit út fyrir að þau væru óvanalega mikið á vakki. Það var minna en við mátti búast sagt um tilvonandi St. j Lawrence-fljóts-skipleiðina í fylkiskosningunum. Er nú ljóst, að spilin hefðu ekki stokkast einS vel fyirr orkufélögin með því, og trompið orðið minna í þeirra höndum ef svo skildi fara að öldungadeildin yrði eftir þessar kosningar syðra fúsari til samningana en áður. Ýmsir hafa spurt, hvort Hep- burn væri að vega að Hydro- fylkiskerfinu af framkomu hans að dæma. Ljóst er nú að hon- um er það ekki á móti skapi, þó hitt liggi þessa stundina sýni- lega nær, að berjast á móti að samþykkja St. Lawrence- fljóts-fyrirtækisins. — Og fái hann við það ráðið, þurfa bændur Vesturfylkjanna ekki fyrst um sinn að vonast eftir 3 —4c lækkun á burðargjaldi á hveiti sínu. LÍTIÐ LAUF Á LEIÐI INGIMARS INGJALDSONAR Að bíðum við þess ei bætur hér —þó berum við það í hljóði—. Finnum við nú, því fallinn er foringinn okkar góði. Vakti það okkur vonarhug, að var hann svo hress og glaður, sýndi í verki, vilja og dug, en var ei kyrstöðumaður. Þetta reynir á þol og kraft, að þurfa að skilja við hann. —Gott væri enn að geta haft glaðlynda fyrirliðann. Böðvar H. Jakobsson EG SÉ EFTIR AÐ EG HAFI VERIÐ “GÓÐUR DRENGUR” (Úr “Reader’s Digest) Framh. Eitt af því sem allra ósæmi- legast þótti prestssyni var það að reykja. Eg leit því með öf- und og nokkurs konar lotningar blandinni skelfingu á þá drengi sem eg vissi að reyktu vindl- inga. Þeir voru allir á hraðri ferð til glötunar, samkvæmt sið- ferðiskenningum þeirra tíma. — Svo var það einn góðan vieður- dag að djöfullinn náði haldi á mér. Nokkrir hinna óguðlegu leikbræðra minna komu með nýja vindlinga og nörruðu mig til þessa reyna-einn þeirra. Sök- um þess að eg hafði aldrei reykt áður saug eg reykinn ofan í mig; eg þurfti því ekki lengi að bíða eftir hegningunni fyrir þessa voðasynd. Eg var rétt að segja kafnaður. Ég vissi að þetta hlaut að vera vegna þess að guð hafði séð til mín og hegnt mér fyrir athæfið. Peningaspil var önnur synd, sem leiddi beina leið til glötun- ar. Mér var kent að enginn millivegur væri til í því efni; þeir sem þátt tækju í peninga- spilum í nokkurri mynd færu beina leið til þess gamla. Um skynsamleg rök í þessu sam- bandi var ekki að ræða; pen- ingaspil var synd og laun henn- ar var eilíf glötun. — Og það var sama í hversu smáum stíl peningaspilið átti sér stað; það var sama syndin að spila fjTir eitt cent og hundrað dali. Það var jafnvel synd að spila fyrir marmarakúlur. Samt spilaði eg fyrir marm- arakúlur, en eg vissi að með því bakaði eg mér reiði guðs. Það bætti heldur ekki úr skák að þeir, sem eg varð að spila við voru forhertir syndarar, óguð- legir strákar og glataðir ræflar; um aðra var ekki að gera — alir sem spiluðu fyrir marmara- 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðui-kenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — pœr eru til sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. kúlur voru það. Þarna hafði því syndin náð haldi á mér í annað sinn; en dómsdagur var hvergi nærri sem betur fór. í fyrsta skifti sem eg verulega tók þátt í peningaspili var þegar eg spilaði “domino” og græddf 60 cents. Eg hefi varla nokk- urn tíma tekið þátt í peninga- spili síðan, aðallega vegna þess að eg hefi ekki haft peninga til þess; en eg hefi að minsta kosti náð sjálfsáliti mínu aftur og hætt að fyrirlíta sjálfan mig fyrir þessar syndir; eg gæti nú með góðri samvizku tekið þátt í þesskonar leik án þess að hugsa um alsjáandi auga sem ógnandi starði á mig niður frá himnaríki. Að því er áfengi snertir vor- um við ekki algert bindindisfólk. Við heyrðum til biskupakirkj- unni sem fór ekki eins langt í því atriði og sumar aðrar kirkj- ur, sem kölluðu áfengið brenni- vínsdjöfulinn og töldu jafnvel þann drykkjumann sem drakk eitt glas af öli. En samkvæmt okkar mælikvarða var hver sá er drukkinn varð afhrak og úr- þvætti. Þetta bygðist ekki á því að það er skaðlegt og heimskulegt að drekka áfengi eins og allir hljóta áð viður- kenna; ekki heldur á þeirri lík- amlegu og andlegu skaðsemi sem það veldur að drekka held- ur bygðist það á því að áfengis- nautn væri á móti vilja ein- hverrar vanstiltrar veru sem sæti í hásæti að skýjabaki, horfði á alt sem fram færi og reiddist þeim er drykkju. Það litla sem talað var um líkamleg áhrif áfengis var alt sett í samband við þessa trúar- bragðakenningu. Jæja, eg sleit loksins af mér hnapphelduna. Einn góðan veðurdag tók eg mig til og drakk mig blind-fullan af ásettu ráði, því mig langaði til að vita hvernig það væri. Mér geðjað- ist alls ekki að því og mig langaði aldrei til þess oftar. Hvers vegna gerði eg það? Eg held virkilega að það hafi verið vegna þess að eg vildi sjálfur sjá og finna bindindis- kenningarnar sem mér voru fluttar, beita reynslunni og skyn seminni í stað hjátrúar og vit- leysu. Einu áhrifin sem ‘synda’ kenningin hafði á mig voru þau að eg sóttist enn meira eftir því, sem talin var synd. Nú hefi eg ærlegri og skynsam- legri ástæðu en syndakenning- una fyrir því að forðast áfengi. Eins og gefur að skilja var það ekkert í mannlegu félags- lífi í þorpinu þar sem eg ólst upp, sem strangari reglur voru settar en umgengni eða sam- band pilta og stúlkna. í þessu atriði eins og í sambandi við peningaspil, reykingar, áfengis- nautn og fleira, tókst siðferðis- postulunum með framferði sínu og hégilju kenningum að hafa þau áhrif á hugarfar fólksins sem alls ekki voru heilnæm eða heilbrigð. Samband pilta og stúlkna var gert að því skrímsli sem betur var fallið til þess að leiða til hræðslublandinna, ósið- ferðis athafna; þannig fer æfin- lega þegar það er hindrað óeðli- lega sem heilbrigt náttúrulög-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.