Heimskringla - 09.01.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.01.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. Upp úr dúr og draum VEIT El HVAR Oft er eg í öðrum heimi Einhverstaðar. Veit ei hvar. Berst um úfið öfugstreymi. Ásjár bið. En fæ ei svar. Tel þó víst mig góður geymi Gætir lífs — sem er og var. F L U G —Vísa kveðin í draumi— Um loftið eg flaug, sem fuglinn smár. Þann fögnuð man eg lengi. Mér hurfu sorgir og harmatár, Því himininn var svo hreinn og blár, Og alt í góðu gengi. RÖKKVAR RÚNIR Raðast fram í rúmi nætur, Rúnir, sem ei þekkjum vér. Á þeim hafi gjarnan gætur, Gumnar prúðir ,lífs um ver. Þótt sé vandi þær að skilja: Þær oss boða dýpri vilja. — Gæti hver að sjálfum sér. Nóttin geymir nöfn og þætti, Nútíð sýnir töfra gnótt. Hönd sem lek um húmsins drætti Hæfir tímans ógn og þrótt. Alt sem lifir, bezt þó bætti, Brosir við þeim hreina mætti, Það í djúpið dimt er sótt. Hugur þinn um huldar leiðir: Hættir sér á dýpstu vöð, Dirfska þín og dugur eyðir, Drauma þinna vanda-kvöð. Því er mátinn, þitt að reyna, Þú átt löngun djúpa og hreina— Það er tímans rúna röð. VÖKUSTÚLKAN Stóð hún vel í stormi lífs, Styrk var lundin spaka. Örugg tók hún öldum kífs, Æfð í því að vaka. Hún var eitthvað fjórtán — fimtán ára. Og falleg þótti hún — í okkar sveit. Hún kappsöm var. Og kunni að lesa og pára, Um kosti hennar það eg gjörla veit. Það vissu fáir víst um hennar æfi. Því velja má eg henni þetta Ijóð. Og það eg vildi að yrði að hennar hæfi, Þvi hún var íslenzk — hraust og kinnarjóð. Eg kom þar að, sem hún var höfð á verði, Að hugsa um tún og akurlöndin breið, Um svala nótt. Hún sat þar undir gerði. Við sjón þá veit eg bezt, hvað stúlkan leið. En hló þó samt, er hljóður henni eg mætti. Og hlutfall var það hennar, eins og mitt: Að látast vera glöð að gömlum hætti Og geta hrundið brosi á viðmót sitt. Og stúlkan mælti: Mér var glatt í huga, Að miða för til okkar Vesturheims. En oft mér finst, sem ætli mig að buga Mín örlög hér, um svæði skógargeims. En að eins fyrir orkulyndið spaka, Sem ein mér veitti móðurjörðin kær, Þá tókst mér enn að vinna, reyta og vaka Og verjast því, sem hug minn þvingað fær. Og eg stóð hissa, að horfa á þvílíkt veldi, Að hlusta á slíkan óð og manndómshjal. Og það var eins og harmur hug minn kveldi: Af henni að vita í slíkum táradal. En hún var þarna í heimi sinna drauma Og hafði geisla skin af lífj og dáð. Og mér barst ylur æðri og fegri strauma, Sem aldrei fyr eg reyndar hafði náð. RITSTJÓRAGÆLA Eg sendi þér engan söng um jólin Þar sést mitt dofið hjartalag. En nú þegar hækkar signuð sólin: Eg sendi þér kveðju mína — í brag. Kringla þín og kappaskari Kynni þjóð sín happatök. Lán þó byrstar leiðir fari, Lög þau standi fræg og spök. ÚR BRÉFI HEIM En vísan gat borist norður oíící að síður með einhverjum herða dregiö úr því og búist við ferðamönnum vestan að ef hún blaðadeilum og svo hafi það Bændur svína brúka sið belgja vínið sinn í kvið. Skynsemd sína skerða frið skæla trínið út á hlið. Mrs. M. Benediktsson, S'eat- tle, Wash,, skrifar svo í Lögb. 7. nóv. 1912: í tilefni af hinni alkunnu vísu: “Ketil velgja kon- uraar, o. s. frv.”, sem tvisvar hefir birst í Lögbergi, leyfi. eg mér að senda þessa leiðréttingu viðvíkjandi höfundi hennar, af þeirri ástæðu að höfundur að helmingi vísunnar, er enn á meðal hinna lifenda, og eg tal- aði við hann fyrir fjórum dög- um. Vísan er þannig til orðin og eftir þessar tvær konur sem hér segir: Ursaley Gísladóttir í Sumarliðabæ í Rifi undir Jökli, var að hita á katli utan við eld- inn í hlóðunum. Maður hennar kom inn, sá ketilinn og tók að fárast um kaffieyðsluna og skuldirnar sem afleiðing henn- ar. Sigurdrif Guðbrandsdottir, frá Vígholtsstöðum í Laxárdal — nú í Tacoma, Wash. — var þar stödd og sagði: Ketil velgja konurnar kaffið svelgja forhertar. Úrsaley bætti við: Ófrið helgar alstaðar af því félga skuldirnar. Vísan er um 40 ára gömul, og barst strax norður með ver- mönnum. S. Eiríksson segir í Lögb. 2. júlí 1925: Hjón bjuggu í Viði- gerði sem hétu Ari og Rósa, bæði vel hagmælt. Honum þótti kona sín brúka mikið kaffi, en hann var drykkjumaður. Hann kvað: Ketil velgja o. s. frv. Hún kvað á móti: Bændur svína brúka sið, o. s. frv. Eg minnist ekki að hafa séð á prenti fleira er lítur að þess- ari umræddu vísu, en nú er upptalið og því nem eg staðar til að virða fyrir mér fáein atriði. Vísuna Hans í Hvammi hefi eg kunnað frá því eg var ungl- ingur, og ef hún átti að vera gegn umræddri vísu til Hans, má segja að hún er svakalega ókvennleg, því enginn var þar í sveitum í líki Jóhönnu á Hrauni, og heyrði eg karlmann tilnefndan sem höfund. Hvort það var Jónas Pétursson Skúla- sonar, sá er orti “Nýjamóðsvís- urnar” man eg ekki, en andinn er þó fr*emur manns þess er Jó- hann hét Guðmundsson, nefnd- ur “Gillis” því hann var gull- smiður, var hann fyrir ofan Blöndu um 1870. Hann var hagmæltur, en beztur sagður á hrottlegar skammavísir. Þetta er þó engin fullyrðing. Þá koma þeir sem lagt hafa til málanna beggja megin hafs- ins, þeim ber helzt engum saman, h'elzt er þó að hugleiða þessar konur tvær undir Jöklin- um, því sterkust böndin berast að þeim. Því miður vantar allar heimiJdir. Væri hægt að rekja æfiferil þeirra eftir kirkjubók- um, mætti þó sjá hvort þær áttu báðar heima samtímis undir Jökli en þær gætu ekki sannað að þær gerðu vísuna. í Alman- aki Ól. Thorgeirssonar, er Úr- saley talin dáin 1901 þá 70 ára og 6 m. og er því fædd 1831, en iSigurdrif dáin 1915, 73 ára og þá fædd 1842. Þeir sem einbeittast eigna vísuna konunum, svo siem þau E. S. Guðmundsson og Mrs. M. Benidiktsson, ber nú heldur ekki vel saman. E. S. G. hygg- . ur að Sigurdrif hafi verið um tvítugt, er hún flutti vestur á Sandinn, eftir því gæti vísan ekki verið eldri en frá 1862. — En Mrs. Bendiktsson segir að vísan sé 40 ára 1912, en þá hafði hún fyrir 4 dögum talað við annan höfundinn og eftir þeim reikningi er vísan frá 1872 og munar þar 10 árum. Þeim ber heldur ekki saman um hvar vísan var gerð. Mrs. Bendikts- son segir það hafi verið í Rifi, en E. S. G. það værn á Sandi. Eg er fyrir handan haf, Hörpu tek eg mína; Þar við úfið öldu-kaf: Yrki um móður þína. Við, sem hér um vestræn lönd, Verðum margt að reyna, Erum burt frá eigin strönd. Ekki er því að leyna. En mér finst, sem ísland mitt: Eigi þessa haga; Þar sem Leifur leiddi sitt Llð — í fyrri daga. vermonnum. Það mun þó áreiðaniegt, að þá voru verferðir Norðlendinga Breitt á milli sund þó sé, Samt er hægt að greiða: Fögnuð vom. Þér falli í té frjófgun þinna heiða. Sendi eg út að íslands strönd: Ástar-kveðju mína. Býð þér mjúka bróðurhönd. Brigð ei máttu sýna. Hafið jafnt sem heimalönd: Hug þinn yngi og glæði. Oft er bjart við íslands strönd, á það minna kvæði. fyrir löngu, hefi eg éannar sög- ur eftir gömlum Húnvetning- um að engir fóru þangað að minsta kosti efttr 1820. Magnús Stephensen segir líka í Eftirmælum 18. aidar að mest hafi sjór verið stundaður undir Jökli um miðja 18. öld, eftir það lafi farið að draga úr henni, en það voru þorskanetin sem komu fyrir sunnan, sem beindu ver- mannastraumnum þangað fyrir aldamótin 1800, eða á síðasta fjórðungi 18 aldarinnar. á annað borð var þaðan ættuð. Undarlegt er með nafnið ann- arar konunnar Úrsaleyar. Eg hefi ekki fundið það í manna- nafnaskrá árið 1855, en 3 eru Úrsulur ails á landinu, og ein af þeim í Dalasýslu, og þaðan erj Úrsaley sögð upprunnin, og \ i mætti því vera sama konan, en ; fágætt að fólk gangi undir röngu nafni á sjálfsvitund. Úr | þessu gætu kirkjubækur skorið. í stjórnartíðindum íslands I 1895. B. deild, bls. 144, er þess i getiö í bréfi landshöfðingja til i amtmannsins í vesturamtinu meðal annars að Sigurdrif Guð- brandsdóttir hafi átt barn utan hjónabands 8. okt. 1858 á Hall- bjarnareyri í Eyrarhreppi, og að } ún hafi ekki átt þar fast heim- i’i, og helzt hvergi, en árið áður átti hún lögheimili á Ósi í 1 Skógarstrandarhreppi. Með því hún var fædd 1842, er hún 16 ára þegar þetta skeður, og næsta sennilegt að þetta hafi verið hennar fyrsta ferð úr heimahögum, og eftir því sem þá voru erfið uppeldiskjör ungl- ings stúlkna og hún að eins farin að vinna fyrir sér, 15 ára þegar hún fatlast, hefir hún þá í því volæði komist á vonarvöl. Ekkert er hægt að segja um það hvenær fundum þeirra Úr- saleyar og Sigurdrifu bar sam- an, en ekki virðist kaffivísan mjög barnaieg; og taki maður til greina ágizkun E. S. Guð- mundssonar, þá befir Sigurdrif orðið að dvelja einhversstaðar í millitíðinni, og er býsna líklegt, að henni hafi verið snúið aftur til sveitar sinnar eftir bams- burðinn, og komið svo um tvít- ugt fram undir Jökulinn, og kynst Úrsaley. Þrátt fyrir það er þó engin sönnun fengin fyrir því, að þessar konur hafi gert umrædda vísu, aðeins líkur. Nú datt mér í hug að frétta gamalt fólk hér á Gimli og vita hvað J»að vissi um höfund þess- arar margnefndu vísu, en hér er margt af öldruðu fólki og komið að úr flestum eða fremur öllum sýslum landsins, og byrjaði á Sigurði Ingjaldssyni frá Bala- skarði, hann var hátt á nýræðu, og hafði furðu óveiklað minni, Eg spyr hvort hann kunni vís- una “Ketil velgja konurnar, o. s. frv.” Jú hann hélt það og hafi kunnað hana lengi, og jafnframt viti hann um höfund hennar, hann hafi verið gömul kona, Sigurbjörg Sölvadóttir frá Króki í Vindhælishreppi í Húna- vatnssýslu. Eg spyr hvað hann hafi fyrir sér í því. Hann svar- ar að hún hafi komið heimanað um aldamótin, og verið til húsa hjá sér fyrsta veturinn, hún hafi verið vel hagorð, og þenna vet- ur í samtali við sig sagðst hafa gert vísuna, en þá hafi hún búið í Hvammkoti í Vindhælishreppi. Með þessa skýrslu fór eg svo til dóttir Sigurbjargar, heitir hún einnig Sigurbjörg (Mrs. Thórð- arson) og búsett hér á Gimli, spyr hana spurningar og Sig- urð, og segir hún ákveðið að móðir sín hafi gert hana, og helzt skömmu eftir 1860. Mrs. Thórðarson bætir því svo við til frekari sannanna að verzl- unarmaður þeirra norðan úr Fljótum eða Siglufirði hafa komið til þeirra í kynnisferð, og móðir sín hafi sagt honum frá vísunni og haft hana yfir, en hann sagt að hún hefði átt að hafa hana svona: Ketil velgja konumar þó kaffi félgi skuldirnar; Grönn fríð helgi gefst af þar en gestir svelgja veitingar. Þegar svo vísan kom út í vísnasafni Lögbergs 1912 sem fyr segir og þar eignuð öðrum, hafi móður sinni gramist svo, að bróður sinn sem þá var kom- inn, hafi viljað skrifa leiðrétt- ingu í blaðið, en Sigurbjörg móðir þeirra sem þá var orðin fjörgömul og meira og minna veik, er dró hana til dauða árið 'eftir 1913 hafi, er á átti að farist fyrir. Guðrún Sigurðardóttir (Mrs. Magnússon) fædd í Gautadal á Laxárdal í Húnavatnssýslu 1864 kveðst aldrei hafa heyrt öðrum eignaða vísuna “Ketil velgja konurnar o. s. frv.” en Hans Natanssyni, og að hann hafi gert eftirfylgjandi vísu sem bragarbót. Ketil heita konurnar kaffið veita góðfúsar, út um sveitir alstaðar af því heita gestrisnar. Þuríður Eyjólfsdóttir frá Vogsseli í Mýrasýslu á sjötugs aldri, segist hafa lært vísuna í æsku en engan heyrt nefndan sem höfund, heldur að vísan hafi verið sveitlæg lengi, svo kendi hún mér vísu sem hér fylgir er einhver gerði fyrir hönd kvenfólksins: Frh. á 7. bls. INNKÓLLUNARMENN heimskringlu I CANADA: Árnes...................................................F. Finnbogason Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler.....................................Magnús Tait Árborg.....................................G. O. Einarsson Baldur..............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville...............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown.................................Thorst. J. Gíslason Calgary...............................Grímur S. Grímsson Churchbridge.....................................Magnús Hinriksson Cypress River.........................................páli Anderson úafoe.......................................s. S. Anderson Elfros..............................J. H. Goodmundsson Eriksdale.........................................ólafur Hallsson Foam Lake.............................................John Janusson Gimli.................................... K. Kjernested Geysir................................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................... G. J. Oleson Hayland.................................Sig. B. Helgason Hecla..................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................. Gestur S. Vídal Hove................................... Andrés Skagfeld Húsavík....................................John Kernested Innisfail.............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar..................................S. S. Anderson Keewatin................................Sigm. Björnsson Kristnes.............................................Rósm. Árnason Langruth..............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar....,................................Sig. Jónsson Markerville.............................Hannes J. Húnfjörð Mozart.....................................Jens Elíasson Oak Point............................. Andrés Skagfeld Oakview..............................Sigurður Sigfússon Otto........................................Björn Hördal Piney.......................................S. S. Anderson Poplar Park................................Sig. Sigurðsson Red Deer..............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.....................................Ámi Pálsson Riverton................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk...................................G. M. Jóhansson Steep Rock...................................Fred Snædal Stony Hill..................................Björn Hördal Swan River.............................. Halldór Egilsson Tantallon............................................Guðm. Ólafseon Thornhill........................... Thorst. J. Gíslason Víðir................................................Aug. Einarsson Vancouver...............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis....................................... Winnipeg Beach........................................John Kernested Wynyard....................................S. S. Anderson í BANDARfKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Belingham, Wash...........................John W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavaher.................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.....................................Jacob Hall Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson.................................Jón K. Einarsson Hensel...................................J. K. Einarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Milton................................... F. G. Vatnsdal Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................. Th. Thorfinnsson Point Roberts............................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W, Svold...................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. Ilreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba Við, sem erum úti hér, Ættland megum styðja. Það sé gert af þér og mér, það er fögur iðja. Jón Kernested í einu atriði ber þeim saman, að j vestur undir Jökul lagðar niður vísan hefir borist norður m'eð

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.