Heimskringla


Heimskringla - 30.01.1935, Qupperneq 8

Heimskringla - 30.01.1935, Qupperneq 8
8. SÍÐA. WINNIPEG, 30. JANÚAR, 1935 FJÆR OG NÆR Séra Jakob Jónsson messar í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg næstkomandi sunnu- dag. , * * * Bókmentaféleg íslands gaf út söguna “Maður og kona” árið 1876, fáum árum eftir dauða höfundarins, Jóns sýslumanns Thoroddsen. Jón Sigurðsson forseti bjó bókina undir prent- un, og lýsir því yfir að þetta sé merkasta skáldsagan er samin hafi verið á voru máli. ♦ * * Munið eftir fyrirlestri séra Jakobs Jónssonar er fluttur verðu'r nú á föstudagskveldið í kirkju Sambandssafnaðar. Er- indið fjallar um það mál sem höfundurinn er gagn kunnugur, verður það því bæði fróðlegt og skemtilegt. Sem fólki er kunn- ugt er séra Jakob afburða mæl- skumaður, en jafnframt hinn skýrasti og ljósasti í orði svo unun er að fylgjast með hverju er hann segir. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis. — Hljómlistaflokkur frú Guðrúnar Helgason verður þar einnig til skemtunar. Hann er þegar orðinn þjóðkunnur. * * * Islendingadagsnefnd Winni- peg og Gimli-búa, hélt opinn fund í G. T. húsinu s. 1. mánu- dag. Lagði nefndin fram skýrsl- ur yfir starfið á liðnu ári. Báru þær með sér að nokkur tekjuaf- gangur var á rekstrinum, þó minni væri en árið áður. í sjóði eru $251.04. Ánægju létu fund- armenn í ljósi yfir skemtun dagsins og þökkuðu nefndinni vel unnið starf. Sex menn voru kosnir í nefndina eins og vanalegt er. Voru þeir þessir: G. S. Thor- valdson lögfr., Björn Pétursson HEIMSKRINGLa kennari, Jochum Ásgeirsson, Sveinn Pálmason, Steindór Jakobsson, Gísli Magnússon. — Voru þeir að Steindóri Jakobs- | syni undanskildum allir í nefnd- | inni áður og því endurkosnir. Þorleifur Hanson, sem í nefnd- I inni var baðst lausnar vegna | þess að hann yrði fjarverandi á í komandi sumri. í stað hans var kosinn Stefán Eymundsson. Kyrrir í nefndinni voru' þessir: séra Jóhann Sólmundsson,' Frið- rik Swanson, Ásbjörn Eggerts- son, Guðm. Eyford og Jón Ás- geirsson. Og þá er tala postul- anna öll komin. Á fundinum var Soffonías Thorkelsson kosinn yfirskoðun- armaður reikninga. * * * Þér munið öll eftir sögunni “Maður og kona”, íslenzkasta skáldsagan sem nokkum tíma hefir verið samin. iSvo dró hún fram þjóðlífið á sinni tíð, að í hverri sveit landsins þóttust menn þekkja aðal sögupersón- urnar, rétt í kringum sig, og var það trú manna að, höfund- urinn hefði notað þær í sögunni. Menn þektu séra Sigvalda, Hjálmar tudda, Grím meðhjálp- ara, og Bjarna frá Leiti. Sög unni hefir verið snúið í sjónleik, er verður sýndur í næstu viku í samkomusal Sambandssafnað- ar. ■— Missið ekki af þessari skemtun. * * * Fólk á Lundar og í næriiggj- andi byðum er beðið að minnast þess, að samkomunni, sem halda átti (á Lundar) 18. jan., var frestað til 8. febrúar. Séra Jakob Jónsson flytur þar ræðu. * * * Home Cooking Sale Deild nr. 1, kvenfélags fyrsta Lútherska safnaðar, efnir til sölu á heimatilbúnum mát í 1 neðri sal kirkjunnar, föstudag 1. febrúar næstk. eftir hádegi og að kveldinu. Þar verður á boð- stólum rúllupylsa, lifrarpylsa, kæfa, blóðmör og allskonar brauð, einnig kaffi með brauði. Lítið inn til konanna. Allir vel- komnir. Forstöðunenfdin. * * * GleymiS ekki! Spilakvöldunum í Goodtemp- larahúsinu á þriðjudögum og föstudögum. — Góð verðlaun! Gott músik! Inngangur 25c. Allir velkomnir. * * ¥ “Maður og kona” — Þér sem ekki hafið lesið söguna ættuð að horfa á leikinn sem saminn hefir verið upp úr henni, og verður sýndur á miðvikudags- og fimtudagskveldið kemur. — Sagan var á sinni tíð og er enn vinsælasta skáldsagan er samin hefir verið á íslenzku. MESSUR og FUNDIR { kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kL 7. e. h. Safnaðarnefndin: Funáir 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsía mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagiö: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldj. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. The Falcon Athletic Associa- tion are holding a Bridge on Friday evening February 1, at the Jón Bjarnason Academy. A pleasant get-together is assu'red. 25c per person. Suitable prizes. Bill Goodman, Sect. Phone 21900 I beinu verzlunarsambandi við stærsta fisksölufélagið í Vestur- Kanada, Booth Fisheries (Winnipeg Fish Division) hefi eg opnað fisksölubúð að 544 Ellice Ave.,Winnipeg. MODERN FISH MARKET 544 Ellice Ave. Talsími 33 300 Jón J. Sigurðsson, eigandi FJÆR OG NÆR Bókasafnið Það er bæði sjálfsagt og vel viðeigandi að opinbert þakklæti sé birt í íslenzku blöðunum til þeirra sem gefið hafa bækur á árinu til bókasafns Þjóðræknis- félagsins. Nöfn gefenda hafa verið birt við og við en nú þegar heldarskrá er fengin er tilhlýðilegt að listinn komi allur í einu. Deildin Frón er þessu fólki innileg þaklát fyrir þann góð- vilja og sjálpsemi við bóka- TAXI? Phone us— PHONE 34 555 SARGENT TAXI Day og Night Service “If you we satisfy, Others please notify” Minimum by-law rates . safnið. Ef slíkar gjafir koma á hverju ári verður bókasafnið ís- lendingum bæði til gagns og sóma, í náinni framtíð. Eg vil endurtaka þakklæti nefndarinn- ar og mitt persónulega sem for- seta Fróns á þessu ári til allra sem stutt hafa bókasafnið með gjöfum á árinu. í listanum eru aðeins tilgreindar þær bækur sem í bandi eru þó margt af þessu fólki gæfi talsvert óbund- ið. Sigurður Antoniuson 86 Margrét Gíslason 54 Sigurbjörn Sigurjónsson 27 Egill Erlendson 24 Mrs. Jósephína Jóhannson 21 Mrs. Jóhanna Thorkelsson 21 Jóhannes og Guðlaug Freeman 18 Soffanías Thorkelsson 12 Mrs. Helga Stephanson 14 Stefán Jóhannson 2 Friðrik Kristjánson 2 Ólafur Pétursson 2 Árni Egegrtson 1 Bergthpr Emil Johnson iois GOOD REASONS Why You Should Train at Success BusinessSCollege - Winnipeg 1. Through superior service, the Success Business College of Winni- peg became the largest private Commercial College in Westem Canada. 2. More than 43,000 young men and women have enrolled for Success Courses. Hundreds of these are now employers and their preference for “Success-trained” office help creates an ever increasing demand for Success Graduates. 3. The Success is the only Business College in Winnipeg that has been accredited by the Business Educators’ Association of Canada. This Association admits only the best Commercial Colleges into its membership. 4. Students of the Success Business College are entitled to the privilege of the B. E. A. examination system. B. E. A. standards represent the highest degree of efficiency in Canadian Commercial education. 5. The Success Business College employs only teachers of advanced Scholarship and long successful teaching experience. The Success system of individual and group instruction insures quick and thorough results. 6. The Employment Department of the Success Business College places more office help than any other Employment Agency in the City of Winnipeg. The service of this Department is available only to Success students. » 7. The Success Business College admits only students of advanced education and favorable personal characteristics. 8. The Success Business College premises are well equipped and comfortable. The College is located in the heart of the business section of Winnipeg, where employers can conveniently step into our office and empioy “Success Graduates.” 9. The Success Business College has no branches; it operates one efficient College in which the principal and his staff devote their best efforts and all their time to thorough instruction and careful supervision of students. 10. The majority of Commercial teachers in Winnipeg received their business training at the Success Business College. It pays to at- tend the College that is known as “The Teacher of Teachers.” Our high standards attract the best young people in Westem Cana4a. Write For Free Prospectus Individual Home Instruction V—y Study At X,' — Courses The BUSINESS COLLEGE By College Portage Ave. at Edmonton St. Mail WINNIPEG Ársfundur í stúkunni “Isa- fold” 1048 I. O. F. verður hald- inn í Jón Bjamason Academy fimtudagskv. 31. janúar kl. 8. Áríðandi störf liggja fyrir fund- inum —i fjölmennið. * * * iSystra kvöld verður á fundi stúkunnar “Heklu” 31. janúar. Ræður o. fl. Kaffi á eftir. — Allir Goodtemplarar velkomnir. * * * Jón Sigurðsson, I.O.D.E. fé- lagið mætiT að heimili Mrs. J. F. Kristjánsson, 788 Ingersoll St., mánudagskveldið 11. febr. kl. 8. * * * Mrs. Andrea E. Johnson, Ár- borg, Man., var nýlega gerð að “lífstíðar félaga” í Bændafélag- inu í Manitoba í minninguf um starf bróður hennar, Ingimars heitins Ingjaldsonar og starf hennar sjálfrar í kvennadeild fé- lagsins. Þau systkini hafa ver- ið ótrauðustu starfsmenn fé- lagsins frá byrjun. The Co- Operative Livestock Producers Association veitti viðurkenning- una. * * * Guðm. Verzlunarstjóri Einars- son frá Árborg var staddur í bænum fyrir helgina. Hann sat veizlu' þá er Mr. S. Thorvaldson var haldin hér nýlega. ÁVARP FRÁ “HELGA MAGRA” Samskotasöfnun í “Jarð- skjálftasjóð Eyfirðinga” af hálfu klúbbsins er nú lokið og nam sjóður um 15. þ. m. $1,267.14 og hefir nú verið sendur til for- sætisráðherra Hermanns Jónas- sonar í Reykjavík sem er for- maður nefndar þeirrar ier stjórn íslands skipaði til að meðhöndla jarðskjálfta samskotin og nam sú upphæð er send var heim 6,000 kr. Vér viljum nú að endingu votta öllum er gáfu í þennan sjóð vorar hjartans þakkir, ekki sízt þeim er svo drengilega gengust fyrir að safna samskot- um í hinum ýmsu bygðum fólks vors hér vestra. Vér viljum einnig þakka ísl. vikublöðunum Heimskringlu og Lögberg fyrir stuðning og hlý- leg ummæli og fyrir að birta gjafalistann endurgjaldslaust og ritgerðir þessu máli viðkomandi. Vér fórum á stað með þetta mál með hálfum huga, og tók- um það nærri oss að biðja um fé á þessum erfiðu kreppu tím- um, og vorum fremur vonlitlir um árangurinn, því meira gleði- efni varð það oss hve þátttakan varð almenn og árangurinn vonum fremur góður og ber það að voru áliti fagurlega vótt um ást og trygð gefendanna til ætt- jarðarinnar. Þessi sjóður er engin ölmusugjöf heldur vina- gjöf og samúðarvottur til þeirra er urðu fyrir svo sviplegu tjóni af völdum náttúru aflanna. Megi þessi gjöf verða til þess að treysta þjóðræknisböndin og samúð milli lýðs vors hér og heimaþjóðarinnar. Með þakklæti til allra ter réttu oss hjálparhönd í þessu máli, fyrir hönd “Helga Magra”. Soffonias Thorkelsson Páll Hallson Friðirk Sveinsson (Söfnunarnefndin) —Winnipeg 28. jan. 1935. Áður auglýst ........$1,236.49 Margrét P. Johnson Selkirk, Man............2.00 Mrs. G. A. Vivatson Svold, N. D............1.00 E. Johnson Steep Rock, Man.........1.00 Ragnar Eyjólfsson Steep Rock, Man.........1.00 Safnað af H. Danielson, Otto, Man. Bjöm Thorsteinsson .......1.00 H. Danielsson ............ 50 Safnað af próf. Th. Thorvaldson Saskatoon, Sask. Guðrún A. Jóhannson ......1.00 K. J. Matthieson .........1.00 V. A. Vigfússon ..........1.00 Thorbergur og Margrét Thorvaldson ......... 5.00 Brennið kol og sparið Premier Cobble (Sask. Lignite) ....$6.50 perton Dominion Cobble (Sask. Lignite) .. 5.90 “ Wildfire Lump (Drumheller) ........11.35 “ Western Gem Lump (Drumheller) .....11.35 “ Foothills Lump ....................12.75 “ Bighorn Lump (Saunders Creek) .....13.25 “ Michel Koppers Coke ...............14.00 Semet-Solvay Coke .................14.50 “ All coal stored in Weatherproof sheds and delivered by our own trucks Phones: 94 309—94 300 McCurdy Supply Co. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. Mrs. Inga Johnson Winnipeg, Man...........5.00 Þjóðræknisdeildin “Frón” Winnipeg,- Man.........10.00 Ónefndur .................1.15 Alls ..............$1,267.14 KaupmaðuT nokkur úti á landi leyfði sonum sínum að skreppa til Reykjavíkur og lit- ast um í höfuðstaðnum. Tím- inn leið og ekki komu synirnir heim aftur. — Kunningi kaup- mannsins hittir hann að máli og spyr hvort synir hans hafi nokkuð að gera í höfuðstaðn- um. — Svaraði kaupmaður því á þessa leið: — Já, já. Nóg að gera. Á kvöldin eru þeir í bíó og kaffi- húsum, en á daginn síma þeir eftir peningum. * * * Fúsi: Það segir í blaðinu að ræninginn hafi verið dæmdur itil æfilangs fangelsis. Siggi: Það er ekki nóg, hann ætti að fá lengri fangelsisvist en það.” Phones: 95 328—91166 H0TEL C0R0NA NOTRE DAME Ave. East at Main Street J. F. BARRIEAU Manager Winnipeg Ársfundur Sambandssafnaðar Hinn almenni ársfundur Sambandssafnaðar verður hald- inn sunnudaginn 3. febrúar 1935, kl. 8.15 í kirkju safn- aðarins. Á fundinum verða tekin fyrir hin venjulegu ársfundarstörf, lagðir fram reikning yfir starf safnaðar- ins á hinu liðna ári, kosnir embættismenn fyrir hið næsta ár o. fl. Félagsfólk og styrktarmenn safnaðarins er sérstaklega beðið að fjölmenna. í umboði forstöðunefndarinnar. Winnipeð 22. janúar 1935. J. B. Skaptason J. F. Kristjánsson forseti ritari “MAÐUR OG K0NA” eftir Jón sýslumann Thoroddsen verður sýndur MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 6. FEBRÚAR og FIMTUDAGSKVÖLDIÐ, 7. FEBRÚAR í samkomusal Sambandskirkju Aðgangur 50c Byrjar kl. 8. Almenn skemtisamkoma verður haldin í fundarsal kirkjunnar á föstudagskveldið kemur 1. febrúar. Þar flytur: Undir uinsjá forstöðunefndar Sambandssafnaðar Séra Jakob Jónsson fyrirlestur Efni: Trúarlif meðal ungmenna á fslandi Þá verður þar ennfremur til skemtunar ungmenna hljómsveitin góðkunna, “The CJRC Radio Kiddies” undir stjórn Mrs. G. S. Helgason Leikur hljómsveitin nokkur lög, sýngur skemtisöngva bæði á undan og á eftir fyrirlestrinum. Aðgangur ó- keypis. Samskota leitað. Samkoman byrjar kl. 8. Safnaðarnefndin.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.