Heimskringla - 13.02.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.02.1935, Blaðsíða 4
4. StÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. FEB., 1935 H«ímskritt0la (Stofnuð 1886) Kemur út A hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VTKING PRESS LTD. 8S3 oa 8SS Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 S37 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. tjn viðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 8S3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utandskrift til ritstjórant: EDITOR HEIMSKRINGLA 8S3 Sargent Ave., Wmnipeg “Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 8S3-8SS Sargent Avenue, Winnrpeg Man. TelephODe: 8$ 537 WINNIPEG, 13. FEB., 1935 SKEMTILEGUR LEIKUR Yfir þrjú hundru'ð manns sóttu sjón- leikinn “Mann og konu” sem sýndur var í Sambandskirkju salnum s. 1. miðvikudag. Höfðu menn, auðsjáanlega vænst óvana- lega góðrar skemtunar og mun óhætt að fullyrða, að sú von brást ekki, því með stuttu millibili gau's upp hlátur og lófa- klapp. Ýmsir slógu sér á lær, er afkára- legustu lýsingum af lifnaðarháttum frá eldri tíð var brugðið upp, og voru það ekki síður þeir, er næstir öldinni stóðu, er sagan gerist á, en hinir yngri, eins og þeir væru með því að sýna að altaf heyrði maður eitthvað nýtt. Svona er mann- Legu eðli farið. Leikritið hefir sá er þetta ritar ekki lesið, en ef dæma má eftir því er þarna var sýnt, er ýmsum atriðum úr sögunni slept, einkum þeim er sýna aldarháttinn í því ytra. Var í einhverju blaði á íslandi haldið fram að það mætti missa sig og að sýningin í fyrsta þætti væri að nokkru leyti óþröf. Það virðist óþarfa vandfýsni og sprottið af því einu, að menn vilja ógjarna sjá sjálfa sig eins og þeir eru. Þar er um söguleg atriði að ræða, hvernig sem mönnum geðjast það. Aftur er því dramatiska að svo miklu leyti sem um það er að ræða og ástamálunum vel hald- ið til skila, og sjónleikurinn er spennandi og skemtilegur frá upphafi til enda. Sam- rýmist þetta svo vel nútíðinni, að leikur- inn ber þann blæ á sér, sem nútíðarleikir gera, en aðeins kryddaður 18 aldar þjóð- arlýsingu. Hvort sem ráð er gert fyrir því í leik- ritinu eða ekki kom þessi viðleitni að samrýma leikinn nútíðinni fram í búningi leikenda þetta kvöld. Til dæmis sáust þær Þórdís í Hlíð, Sigrún og vinnukonan aldrei nema í sparifötu'm. Sigrún má gera ráð fyrir að hafi verið ein af þeim stúlk- um, sem kallaðar voru ‘stofustáss’” heima, og er því ef til vill ekki tiltöku- mál með hana, en að húsfreyja og vinnu- konur hafi verið betur klæddar daglega út í sveit á íslandi fyrir meira en öld, en þær eru að jafnaði í Winnipeg árði 1935, er bæði erfitt að trúa og hálf ilt að verða að kannast við, ef satt skildi vera. Um hvern leikanda skal hér ekki fjölyrt. Þeir eru flestum kunnir hér á leiksviði, og leystu verkefni sín vel af hendi eins og þeir ávalt eða oftast gera og sumir á- gætlega, eins og t. d. Ragnar Stefánsson í hlutverki séra Sigvalda á Stað. Þar var lang veigamesta og lengsta hlutverkið í sjónleiknum. Er þar skemst frá að segja, að meðferð hans vakti ekki einungis á- nægju og aðdáun áhorfenda, heldur skip- ar hún Ragnari í fylkingarbrjóst íslenzkra leikenda hér vesítra, ef ekki hvar sem er. Með þessu er ekki sagt að hann leiki hvert smá-hlutverk öllum öðrum betur, en fái hann í hendur nógu stórt hlutverk, sem náms- og kýmnisgáfu hans samsvar- ar, því hvortveggja er afbragð, og við skap hans á, eins og t. d. að sýna valdsmenn og yfirboðara í allri sinni magt og mikil- læti og — hégómaskap, þá eigum vér eftir að sjá annan, sem honum tekur fram. Páll S. Pálsson lék Bjama, bónda á Leiti. Tókst honum svo upp í lygasög- um Bjarna, að hláturinn sauð niðri í leik- húsgestum. Framkoma hans og gervi virtist samsvara mjög vel hlutverkinu. Páll lék og Hrólf vinnumann. Hjálmar Tudda lék Bjöm Hallsson. — Hjálmar Tuddi er ekki aðlaðandi persóna og strýkur magann við hvern sopa og bita sem ofan í hann fer. Eigi að síður skorti ekkert á, að Björn færi að sumu leyti snildarlega með það hlutverk. Grím meðhjáipara lék Eiríkur Þor- bergsson. Fór hann eðlilega með hlut- verk sitt og hinar eilífu Biblíu-ívitnanir hans vöktu svo mikinn hlátur, að sumar þeirra heyrðust varla. Egil son Gríms meðhjálpara lék Tryggvi Friðriksson. Kemur hann fram sem heimskur heimalningur. Var góður róm- ur gerður að leik Tryggva einkum í fyrri hluta hlutverksins og jafnvel altaf, þó hitt virðist óeðlilegt, að gifting hans og Guðrúnar skyldi ekkert opna á honum augun og vitka hann. Tryggvi lék einnig smalann. Sigurð, bónda í Hlíð, lék Jón Ásgeirs- son, Þórarinn, tengdabróður séra Sig- valda Benedikt Ólafsson, Finn lausamann Parmes Magnússon og Hallvarð Haf- steinn Jónasson. Leystu þeir allir hlut- verk sín sómasamlega af hendi. Sigurður bóndi virtist þó lítilmannlegur ger fyrir stórbónda, enda þótt séra Sigvalda reynd- ist lítil þrekraun í að vefja honum fullum um fingur sér. Þórdísi, konu Sigurðar lék Mrs. Hall- dóra Jakobsson. Var leikur hennar góð- ur, en þó beztúr í síðari köflum hlutverks- ins. í fyrri hluta þess hefði maður getað hugsað sér Þórdísi fasmeiri þar sem hún var í raun og veru bæði húsbóndinn og húsfreyjan á heimilinu. En hlutverkið verður ekki stórt eða dramatískt fyr en á líður og þar gerði Mrs. Jakobsson því þau skil, að áhrif hafði fyrir leikinn. Sigrún, fósturdóttur Hlíðarhjónanna lék Miss Ragna Johnson. Framkoma hennar er öll hin prýðilegasta og vald hef- ir hún gott á hlutverkinu þó hún sé yngst af leikendunum. En þegar tala verður íslenzku hátt og skýrt eins og á leiksviði, heyrist dálítill ensku hreimur í röddinni. Með æfingu myndi það skjótt hverfa, því íslenzku kann hún vel. Mrs. Steinunn Kristjánsson lék Þuru, niðursetning, og prestkonuna á Stað. Ólíkari persónur getur varla. En í hvor- ugu hlutverkinu gætti þess í leik Mrs. Kristjánssonar. Hún leysti þau hvort um sig jafn-ágætlega af hendi. Er það ærín vottur um fjölhæfni ef ekki óvanalega hæfileika í leiklist. Miss Elín Hall leikur Guðrúnu, frænd- konu séra Sigvalda. Á hlutverki sínu tek- ur hún engum vetlingatökum og skap og ríkilæti ættarinnar dylst ekki í leik henn- ar. Myndin af þessari persónu sjónleiks- ins verður ekki síður glögg og heilsteypt í hugum áhorfenda enn þær beztu eins og Miss Hall brá henni upp þetta kvöld. Miss Fanny Magnússon lék vinnukon- una; h'tið hlutverk, en fór vel úr hendi. Þá er nú getið nafna þeirra, er þátt tóku í leiknum. Og það var alt sem fyrir vakti með þessum línum, því dómur áttu þær ekki að vera og geta heldur ekki orðið það. Leikurinn var aftur sýndur á fimtudagskvöldið á sama stað. Aðsókn var hin sama og fyrsta kvöldið og þeir sem leikinn hafa nú séð, eru mjög sam- mála um það, að hann sé einn af skemti- legri leikjum, sem hér hafa verið sýndir. Blaðið hefir átt tal við fjölda manns um það og hafa allir haft sömu söguna að segja, að þeir hafi skemt sér ágætlega og á aðfinslum hefir ekki svo mikið sem bólað. Yfirleitt er heldur ekki annað hægt að segja, en leikendum hafi tekist prýðis- vel. Leikfélag Sambandssafnaðar á því heið- ur og þökk skilið fyrir að ráðast í þetta starf. Það er ekki af hendi leyst fyrir- hafnarlaust, að sýna þriggja og hálfs til fjögra klukkustunda leiksýningu, eins og leikendur hér hafa gert. Hróður leikfé- lagsins hefir vaxið að verðugu við það. Steindór kaupmaður Jakobsson hefir haft umsjón og stjórn leiksins með hönd- um. Árangurinn sem af leiksýningunni hefir orðið má í drjúgum mæli þakka honum; hann hefir lagt ómælt starf og tíma í það verk. Á fimtudagskvöldið verður leikurinn sýndur í Selkirk að tilhlutun kvenfélags lúterska safnaðarins þar. Og á mánudags- kvöldið í sambandskirkjusalnum í Winni- peg. Þau tækifæri ættu íslendingar að færa sér í nyt til að sjá einn ágætasta ís- lenzka leikinn sem hér hefir verið sýndur. Og svo að endingu: Með leiksýningu þessari er unnið ómætl þjóðræknisstarf. Það væri margt fjarstæðara en að Þjóð- ræknisfélagið ætti hlut að máli um að sýna leikinn þar sem þess er ekki kost- ur sökum mannfæðar meðal íslendinga. Það mundi sameina hugi íslendinga í dreifingunni hér vestra. Og í því er verk- efni þjóðlegrar starfsemi á meðal íslend- inga hér fólgin. Vísindamaður í Cleveland segir að sjö- stirnið sé alt að leysast upp og eftir ein 50,000 ár muni enginn þekkja það. Þetta er engin undra frétt, þeir eru' margir nú á tímum, sem ekki þekkja það. NÝÁRSRÆÐA Eftir séra Guðm. Árnason Texti: Kaupið hinn hentuga tíma. Efes. 5, 16. Eg geri ráð fyrir, að einhverjum finnis1: orð textans all-einkennleg. Hvernig er unt að kaupa tímann? Tíminn líður á- fram óaflátanlega; hann kemur yfir okk- ur, án þess að við sjálfir eigum nokkurn þátt í því; árin koma og líða hjá, og ald- urinn færist yfir okkur, hvort sem við viljum það eða ekki. Við getum naumast hugsað okkur nokkuð, sem sé síður á okkar valdi en tíminn. En orð textans segja: Kaupið hinn hentuga tíma. Hvað ier hinn hentugi tími? Flestir mundu svara því þannið, að hinn hentugi tími sé sá tími sem er bezt til þess fallinn, að koma í framkvæmd þeim áformum og ætlunum, sem við höf- um í huga. Og víst er um það, að hver svo sem áformin eru, þá er framkvæmd þeirra að mjög miklu leyti undir því kom- inn, að við gefum gætur að tímanum og veljum þann tíma, sem er hentugastur fyrir hvert og eitt. En jafnvel það getur ekki kallast, að kaupa tímann . . . það getum við alls ekki gert. Tíminn kostar ekki neitt, hann verður hvorki keyptur né seldur, hann stendur öllum til boða jafnt. Og það er á allra valdi, að nota hann, nota hann vel og hyggilega, eða illa og óhyggilega. Tímanotkunin er ekki öll í því falin, að vera altaf að vinna, eða eyða ekki tímanum til ónýtis, eins og það er kallað, heldur líka í því, að nota tímann vel á þann hátt, að velja hinn rétta tíma fyrir framkvæmd hvers starfs og áforms. En eru þá orð textans röng og mieina þau í raun og veru ekki neitt? Ef við lítum í hina endurskoðuðu, ensku þýðingu biblíunnar, sjáum við, að þar stendur ekki: Kaupið hinn hentuga tíma, heldur: reedeeming the time. Og ef við leitum í frummálinu, sem bæði enska og íslenzka þýðingin eru gerðar eftir, finnum við orð, sem bæði þýðir, að endurleysa, eða redeem og, að nota í það ýtrasta. Þess vegna stendur líka í einni íslenzkri útgáfu: notið hverja stundina, í staðinn fyrir: kaupið hinn hentuga tíma. Hvað af þessu er réttast? Vafalaust: redeeming the time, éða endurleysið tím- ann. Við skulum athuga þetta ofurlítið nánar. Upphaflega var merking orðsins sú, að borga lausnargjald fyrir þræl . . . borga hann út, eins og við mundum segja á hversdagslegu nútímamáli. Það var iðu- lega gert, meðan þrælahald átti sér stað. Einhver viðkomandi maður borgaði eig- anda þrælsins það verð, sem á hann var sett, og þrællinn varð frjáls maður, hann var leystur aftur, endurleystur, keyptur fyrir ákveðið gjald og gerður frjáls. Þetta er réttasta og eðlilegasta merkingin í orðunum, því að hvorki, að nota til fulls, né, að nota hverja stundina nær mein- ingunni, enda þó að hvort tveggja geti kallast rétt þýðing. Sé þetta haft í huga, fá orðin aðra merkingu. Ekki bókstaflega merkingu, því að vitanlega getum við ekki endur- leyst tímann þannig, að það af honum, sem er liðið, komi nokkurn tíma til okkar aftur . . . liðni tíminn er liðinn og fæst aldrei aftur. En við getum endurheimt, eða afturkallað, eða endurleyst liðna tím- ann í þeim skilningi, að við höfum not af honum; hann er enn í vissum skilningi á okkar valdi, þó að hann sé liðinn. Það er eðlilegt, að við við hver áramót spyrjum, hvers virði lífið sé okkur. Og það er líka eðlilegt, að svarið verði ekki það sama hjá öllum. Kjör mannanna eru svo ólík. Sumir virðast ekki hafa neina ástæðu til þess að vera óánægðir með lífið, aðrir virðast háfa mikla ástæðu til þess. Það er feikilega mikill munur á því, að lifa í alsnægtum og geta veitt sér alt, sem hugur girnist, og hinu, að hafa aðeins af mjög skornum skamti það sem þarf til þess, að viðhalda lífinu; það er mikill munur á því, að lifa í ástúðlegu sambandi við fjölskyldu og vinahóp og að vera vinalaus einstæðingur, sem á hvergi höfði sínu að að halla. Matið á gildi lífs- ins hlýtur að fara nokkuð mikið eftir því, hvernig ytri aðstæðurnar eru. Þráin eftir hamingju og vellíðun er sameiginleg öll- um mönnum. Og þar sem vellíðunin er að svo miklu leyti komin undir hagstæð- um ytri kjörum, finna þeir, sem við erfið kjör eiga að búa ekki til þeirrar ánægju, sem hinir, sem betur eru settir, njóta. Að vísu er það satt, að það er til fólk, sem er gætt, eða hefir tamið sér svo mikla hug- prýði og stillingu, að það getur lifað jafn- vel við erfiðustu kjör og borið vonbrigði og sorgir, án þess að láta bug- ast eða án þess að því finnist lífið lítils virði. En það eru að- eins þeir sterkustu og hugrökk- ustu, sem geta það; flestir eru svo háðir ytri aðstæðum, að vel- líðun þeirra er að miklu leyti undir þeim komin. Þetta er ekki veikleiki, heldur eðlileg og sjálf- sögð afleiðing orsaka, sem hver maður út af fyrir sig fær ekki við ráðið. Við erum flestir hvorki í tölu þeirra, sem af litlum eða engum erfiðleikum hafa að segja, né heldur í tölu þeirra, sem eiga við svo mikla erfiðleika að búa, að þrek þeirra lamast, svo að lífið verður þeim ein langdregin barátta, sem lítils eða einskis sigurs von er í. Og vegna þess að við heyrum til hvorugum þessum flokki, getum við litið á lífið án þeirrar hlutdrægni, sem svo oft er að finna í lífsskoðun- um sumra manna. Sá, sem býr á hæsta tindi hamingjunnar, sér ekki lífið eins og það er í raun og veru, og ekki heldur sá, sem ávalt er neðst í dalnum. Bezta útsýnið er í miðri hlíðinni, því að þaðan sést bæði niður í dal- inn og upp til hæðanna. Lífið er í sjálfu sér mjög undravert, það er það undra- verðasta af öllu, sem er til. Við undrumst, er við horfum á hina tindrandi skara stjarnanna á kyrru kvöldi, og vissulega eru þeir undraverðir; hið ómælan lega djúp geimsins fyllir hugi okkar með lotningu. Við fyll- umst hrifningu, þegar við stöndum á sjávarströnd og sjá- um öldur úthafsins skella með heljarafli á klettóttri ströndinni; og vissulega er það stórfeld og fögur sjón. Þegar okkur er sagt, að jörðin, sem við stönd- um hér á, haff einu sinni verið botn á stöðuvatni, sem náði vestan frá Klettafjöllum þúsund mílur eða meira austur yfir hina frjóu sléttu, þá undrumst við hinar miklu byltingar nátt- úrunnar, sem hafa gert yfirborð jarðar að hæfilegum bústað manna. En undraverðara en alt þetta er lífið, alla leið neðan frá hinni smæstu lífsmynd, sem ekki verður séð með berum augum, og upp til mannsins, sem er fullkomnastur og æðstur allra lifandi vera. Þegar við hug- leiðum það, hversu fjölþætt og fögur þróun lífsins er á þessari jörð, þá verður oss ljósast, að heimurinn er fullur af óendan- legum mætti og óendanlegri vizku. Þróunarferill hins ó- ásjálegasta skordýrs er svo undraverður, að mann skórtir orð til að lýsa honum. Tréð, sem hefir staðið um hundruð ára og dregið næringu úr mold- inni og loftinu, er undravert lífsfyrirbrigði, og það er líka blómið, sem lifir aðeins nokkrar vikur. En undraverðastur af öllu er þó maðurinn, því að hann einn kemst til meðvitund- ar um þetta; hann rannsakar regindjúp geimsins og furðu- verk hins skapandi lífsmáttar á jörðinni og í djúpi sævarins; hann skygnist inn í sitt eigið sálarlíf og sundurliðar hugar- hræringar sínar. Maðurinn er skapaður til að gera þetta; og frá því að hann fæðist og fram á elliár ber hann í sér möguleik- ana til meiri og meiri andlegs þroska. Jesús sagði eitt sinn, er hann var að tala við menn um það, að þeir ættu ekki að bera of miklar áhyggjur fyrir framtíðinni: Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meiri en klæðnaðurinn? Þessi orð hafa stundum verið skilin svo, að menn ættu alls ekki að bera umhyggju fyrir því, hvað þeir heíðu til fæðis og klæðis næsta dag, en slíkt er auðvitað mis- skilningur. Það, sem hann átti við, var það, að menn ættu ekki að verða svo niðursokknir í störf sín, hversu áríðandi sem þau væru, að þeir gleymdu því, að þeir sjálfir eru meiri en' starfið, meiri en alt þetta, sem þeir þurfa tU þess að viðhalda lífi sínu og láta sér líða vel. En það er einmitt þetta, sem mörg- um hættir svo mjög við að gleyma. Menn eru svo önnu'm kafnir við einhver störf, sum þarfleg og sum ekki þarfleg, að þeir gera sér enga rétta grein fyrir því, að það æðsta og full- komnasta hér á jörð er þó mannssálin eða maðurinn sjálf- ur, getum við sagt, því að í því lífi, sem við lifum hér, eru lík- ami og^sál svo nátengd hvort öðru, að á þeim verður ekki gerður greinarmunur, nema með orðunum einum. En ef við sæjum þetta ávalt í réttu ljósi, þá yrði líka hæsta mark- mið okkar meiri fullkomnun lífsins, meiri fullkomnun hvers okkar út af fyrir sig, og þá um leið þess hluta mannfélagsins, sem við lifum í og höfum af- skifti af. Við hver áramót horfir maður með nokkrum söknuði yfir liðna árið. Það er ekki vegna þess að það hafi verið betra og hag- stæðara en við búumst við að næsta ár verði. Það fylgir því að eldast, að manni finst, að maður sé að missa af einhverju, sem maður geti ekki fengið aftur. Þess vegna eru flestar endurminningar aldraðs fólks frá yngri árunum ávalt orfurlft- ið blandnar söknuði, ,hversu skemtilegar sem þær kunna að vera. Inn í allar okkar endur- minningar blandast sú tilfinning að liðni tíminn hafi ekki fært manni alt það, sem maður ósk- aði eftir, og, að maður hafi ekki notað hann eins vel og hefði átt að vera. Menn hugsa sér, að ef þeir gætu orðið ungir í annað sinn, þá mundu þeir taka ein- hverja aðra stefnu í lífinu en þeir hafa tekið, og þeir halda, að sú stefna, sem þeir mundu taka, ef þeir settu kost á því. mundi verða heillavænlegri en sú, sem þeir hafa tekið í raun og veru. Hjá sumu fólki getur þetta orðið að sjúklegri eftir- sjá liðinna daga og tapaðra tækifæra. Skáldið Longfello'w lýsir þessu þunglyndi endur- minninganna vel í kvæði, sem hann kallar “The Rainy Day”: The day is cold and dark and dreary; It rans, and the wind is never weary; The vine still clings to the mould- ering wall, But at every gust the dead leaves fall. And the day is dark and dreary. My life is cold, and dark, and dreary; It rains, and the wind is never weary; My thoughts still cling to the mould- ering past, But the hopes of youth fall thick in the blast, And the days are dark and dreary. Slík eftirsjá hinna liðnu daga og ára er óheilbrigð. Vitanlega er margt, sem er gott og hug- ljúft að minnast, bundið við hina liðnu daga, en það, að minnast þess með sífeldri eftir- sjá og söknuði er, fyrst og fremst, að gera það fegurra og glæsilegra en það í raun og veru var, og í öðru lagi, að setja rangt mat á það, sem er, með því að setja það hlið við hlið þess liðna, sem, er vafið í heill- andi ljóma endurminninganna. Ef við heimtum aftur liðna tím- ann aðeins til þess að sakna hans, aðeins til þess að láta okkur finnast, að nútíminn sé fátæklegri en hann var, þá er betra að gleyma honum. Liðni tíminn var ekki betri en nútím- inn er, okkur bara finst það; þegar við erum óánægð með eitthvað, sem heyrir nútímanum til. Nei, að endurheimta tímann til þess að hafa not af honum, verður ekki gert með því að sakna hins liðna, heldur með því, að gera viðburði liðna tím- ans og reynslu að undirstöðu viðburða ókominna ára. Og í þeim skilningi er endurköllun tímans ekki aðeins gagnleg, hieldur líka nauðsynleg. Ef að það á að vera markmið hvers manns, að lifa vel, eins vel og honum er framast unt, ef ekk- « /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.