Heimskringla - 13.02.1935, Síða 7

Heimskringla - 13.02.1935, Síða 7
WINNIPEG, 13. FEB., 1935 HEIMSKRINGLA 7. SlÐA. BRÉF Frh. frá 3. bls. ferð. Póstur var ekki fluttur frá White Rock í hálfa aðra viku og svo var víðar. Umferð járnbrauta teptist í meir en viku milli Vancouver og Blaine, vegna au'rskrifðu sem hljóp á járnbrautina milli White Rock og Crescent. Barnaskólum var lokað í heila viku. Líkt þessu virðist hafa verið ástandið víð- ast á noröurströndinnni. Þetta er annars ófullkomin lýsing, því hvorki blöðum né radíóum bar saman og sögur sem fólk sagði kvað öðru voru blandaðar mis- sögnum og ágizkum. Skoðun eða ummæli MacPhersons verkamálaráðherra fylkisins er aðeins ágizku'n, hann veit ekk- ert um það enn sem komið er; það eitt er víst að þetta er það mesta flóð sem á ströndinni hefir komið, svo elztu menn muni. Hvort sem það er synd- um mannanna að kenna eða öðru virtist alt þetta óveður ó- náttúrlegt. Afkoma fólksins var fyrir þetta áfelli svipuð og áðpr, en hefir víst versnað stórum við þetta áfelli; markaður, er allur lélegur og atvinnuleysi það sama . Að vísu er talsvert unnið að skógar vinnu en það nær að- eins til tiltölulega fárra. Hér eru engin verkstæði sem telj- andi sé og á meðan ekki er séð fyrir því, verður varla um aukna atvinnu að ræða. Það er ann- ars furðulegt með öll þau skil- yrði sem hér eru fyrir verk- smiðju iðnað, að nálega engir skuli hafa komið auga á það. í fylkis kosningunum í fyrra sagðist forsætisráðherra skyldi sjá um að það sem hann lofaði yrði annað en kosningaloforð. En hann var ekki fyr búinn að ná völdum en hann lagði aftur augun og hefir sofið á loforðun- um síðan. Það hefir lítið heyrst um hann, nema þegar hann hef- ir lagt á stað til að biðja um lán, enda mun hann hafa lítið til að vinna með. En um það hefir honum tæpast verið ó- kunnugt þegar hann lofaði öll- um framkvæmdunum. Það er annars einkennilegt, að fólk skuli ekki vera farið að sjá hvaða byrði þessar bráð- ónýtu fylkisstjómir eru. Það kostar stórfé árlega að halda þeim uppi en hafa lítið annað að starfa en að sjá um vegabætur. Þær hafa ekkert að gera með mestu velferðarmál þjóðfélags- ins nema þá í sambandi við sambandsstjórnina, en era oft ómögulegar til samvinnu vegna pólitískra skoðana og ýmsra sérréttinda sem þeim voru í upphafi heimilaðar, en sem nú er orðið bráðnauðsynlegt að breyta. Fylkin hafa að mörgu leyti gerólík lög hvert út af fyrir sig, og landstjórnin hefir tekkert með þau að gera. Og meira að segja getur landstjórn- in ekki komið í gegn bráðnauð- synlegum umbótalögum, nema að brjóta sérréttindi fylkjanna eins og bezt sést á ræðu Mr. Kings í sambandsþinginu. Það getur satt verið að nauðsynlegt sé að hafa fylkisstjórnir, en þær eru svo beztar að þær kosti ekki meira, en það sem þær af- reka og að minsta kosti svo beztar að þær standi ekki í vegi fyrir eðlilegum framförum þjóð- félagsins í heild. Að endingu þakka eg Heims- kringlu fyrir að þýða ræðu Stevens í haust og svo nú ræður Hon. R. B. Bennetts. Það er alt af betra að sjá það sem sagt er í heild en að sjá það þar sem gripin er ein og ein setning á víð og dreif, með löngum at- hugasemdum frá þeim sem skrifa um það, eins og til dæmis ritstjóra blaðsins “The Vancou- ver Sun, sem er kaþólskt-liberal blað og víðlesið hér á strönd- inni. Eg hefi nú ekki séð eða talað við marga síðan Mr. Ben- nett flutti þessar útvarpsræður, en þó ætla eg að flestum líki þær vel. Þó munu margir liber - alar hafa það eitt út á þær að setja að þær eru fluttar af Ðen- nett en ekki King. Sé það rétt sem liberalar og CCF segja að það sem í boðskap Bennett er helzt sé þeirra stefna ættu þess- ir flokkar allir að geta unnið saman, nema þeir séu eins og karl sem var á Jökuldalnum og hét Jóhannes Grímsson; hann varð altaf reiður ef aðrir voru á sama máli og hann sjálfur. Ræða H. H. Stevens hefir af flestum verið vel rómuð og hann er svo kunnur hér að flestir taka eftir því sem hann segir. 1930 hélt hann ræðu í Cloverdale. Daginn eftir spurði stúlka, sem heyrði ræðuna, föð- ur sinn, sem er sterkur liberal, að hvernig stæði á því að Mr. Stevens skýrði máþn á alt annan hátt en Mr. Reid, en gamli maðurinrf var fljótur að svara, að Mr. Stevens væri svo á ræðupalli að hann neyddi mann til að trúa, og þess vegna væri bezt að hlusta ekki á hann. Og þetta er það sem margir munu hugsa. En hvað sem þessu líður, þá hefir hann sýnt svo rækilega fram á sví- virðinguna, að varla tekst að þegja það fram af sér til lengd- ar hér eftir. Þó fylgi-fiskum auðvaldsins geti tekist að tefja fyrir framkvæmdum nokkur ár ennþá, og það geta allir reitt sig á að eins lengi og verslun- ar valdinu verður ekki með öfl- ugúm lögum markaður bás, mun það herða á þrælatökunum enn til muna, lánfélög og yfir- höfuð verslunarvaldið hefir alt af verið sterkasti hlekkurinn í pólitísku stríði þjóðfélaganna og þau hafa sjaldan hætt fyr en þau hafa haft sitt fram að gera þjóðfélögin að þrælum sín- um. Jósef Jakobsson safnaði í kornhlöður Faraós og seldi svo aftur meðan gull og silfur var til, en síðan lánaði hann á með- an jarðir vorú til, en þegar alt var komið í eign Faróas tók hann fóikið sjálft í þrældóm. — Hann er sá fyrsti sem lánverzl- un rekur svo sögur fari af, en það hafa margir gert síðan og flestir kept að því sama að gera fólkið að þrælum, þó sá tími sé liðin að það sé eða verði skoðað guðs ráðstöfun. Eg ætla nú að hætta og óska þér og Heimskringlu og öllum MAIL THIS COUPON TO-DAY! To tKe 5ecret*ry : Dominion Business College Winnipeg, Manitobe Without obligation, please send me full perticulars °f yo^r courses on‘*Streamline” business training. ^6cDominion BUSINESS COLLEGE '‘Ol'IINE MMl » '* *’INMIPEG Æfiminning Guðbjörg Einarsdóttir Pálsson Hún andaðist 3 ágúst 1934 frá Reykjavíkur, P.O., Man., á almennaspítalanum í Dauphin, Man. Guðbjörg sál. var fædd 24. maí 1882 í Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu. Faðir hennar var af merkri bændaætt, sem lengi var í Mýrasveit í Hornafirði. Einn föðurbróðir hennar, Þorsteinn að nafni, er á lífi hér vestra, og á heima að Leslie, Sask. Móðir hennar var af Hlíðarenda ætt, en móðir hennar, amma Guðbjargar, var Guðrún Bergsdóttir prests og Katrínar, dóttur séra Jóns Steingrímssonar, hins merkasta manns á sinni tíð. Var Katrín dóttir Jóns og fyrri konu hans er var dóttir Steins biskups á Hólum. Móður sína mist Gúðbjörg, er hún var kornung, og var hún þá tekin í fóstur af móðurömmu sinni og fluttist með henni aust- ur á Fljótsdalshérað. Þar ólst hún upp og fluttist með fjöl- skyldunni vestur um haf. Þegar hingað kom, fór hún að vinna í vistum hjá ensku fólki, og það starf stundaði hún að mestu leyti, unz hún giftist fyrri manni sínum, Allan Carr, sem féll í stríðinu árið 1916. Með honum eignaðist hún tvö börn, sem bæði dóu kornung. 22. apríl 1926 giftist hún Sigfúsi Pálssyni Sigfússonar, ættuðum úr Borgarfirði eystra. Hafði Sigfús lengi átt heima í Winni- peg og var einn af duglegustu og framkvæmdasömustu íslend- ingum þar. Var hann þá ekkju- maður, fyrri kona hans látin fyrir nokkrum árum. Bjuggu þau svo í Winnipeg hálft annað ár, en fluttust til San Diego í Califoraíu haustið 1927. Bygði Sigfús þar upp heimili og stóðu þau hjónin framarlega í öllum félagssamtökum íslendinga þar í borginni. En sökum fámennis vorú öll slík samtök erfið og kröfðust mikillar vinnu af hálfu þeirra, sem beittu sér fyrir. — Mun Sigfús, sem var vanur meiri og fjölbreyttari félags- skap meðal Islendinga í Winni- peg, aldrei hafa unað sér rétt vel þar syðra. Meðan þau dvöldu í San Diego, var heimili þeirra griðastaður öllum íslend- ingum, sem þar voru á ferð, og voru þau hjón mjög vinsæl meðal allra landa þar. Áður en þau fóru burt þaðan var þeim haldið veglegt skilnaðarsam- sæti. Þau komu til Winnipeg síðastliðið vor, dvöldu nokkurn tíma hjá ýmsum vinum sínum í Winnipeg og í grendinni og fóru svo norður á Bluff, eða Reykjavíkur, P.O., til Árna. bróður Sigfúsar, þar sem að þau ætluðu að dvelja sumar- langt. ; Þegar þaú höfðu verið nokk- urn tíma þar nyðra, veiktist Guðbjörg skyndilega. Hafði hún áður kent sjúkdóms þess, sem dró hana til dauða, en ekki verið til muna þjáð af honum fyr en nú. Var hún flutt. á spítala í Dauphin og andaðist þar nokkrum klukkustundum eftir að hún kom þangað. Hún var jörðuð í grafreit Bluff-bygð- arinnar að viðstöddu flestu bygðarfólki. Gúðbjörg var góð kona, á- stundarsöm og skyldurækin í öllu starfi; vinsæl og vel látin af öllum, sem kyntust henni; í umgengni var hún vingjarnleg, glaðlynd og ljúf við alla. Manni sínum var hún ágæt eiginkona og var sambúð þeirra hin ást- úðlegasta; og var fráfall hennar honum harmsefni hið mesta. — Með henni er til moldar gengin ein hinna mætustu íslenzkra kvenna hér um slóðir, og mun minning hennar lengi geymast í þakklátum huga ajlra, sem ein- hver kynni höfðu af henni. G. Á. lesendum hennar og yfirleitt öllum Islendingum, f jær og nær, árs og friðar. þinn einlægur, P. G. fsdal Ungur maður kom í blóma- búð og ætlaði að kaupa rauðar rósir. Alt í einu féll hann í þungar hugsanir. — Þér ætlið auðvitað að segja henni það með rósum, sagði kaupmaðurinn brosandi. Þá duga ekki minna en þrjár tylft- ir. — Nei, nei, sagði ungi mað- urinn. Það er nóg að hafa þær sex. Eg vil ekki segja of mikið. Margir Svisslendingar hafa ráðist sem málaliðsmenn í þjón- ustu erlendra ríkja, og barist þar af sömu hreysti og þeir væru að vinna fyrir sitt fagra föðurland. — Einhverju sinni lenti frönskum og svissneskum hermanni saman í orðasennu. Frakkinn mælti þá: — Við Frakkar berjumst til heiðursins, en þið Svisslending- arnir til peninganna. — Það berst hver til þess, sem hann hefir ekki, svaraði Svisslend- ingurinn stillilega. * * * — Anna, þú ert sól lífs míns. Bros þitt er fagurt eins og morgunroðinn og augu þín blá eins og himininn. Við hlið þína NAFNSPJOLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. G. S. THORVALDSON Skrifstofusími: 23 674 B.A., LL.B. Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Lögfrœöingur Er að finni á skrifstofu kl. 10—1T f. h. og 2—6 e. h. 702 Confederation Life Bldg. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími 97 024 Talsími: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kenhedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miövikudag i hverjum mánuði. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Darae Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur útl meðöi i viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. Dr. S. J. Johannesson 218 Sherburn Street Talsfml 30 877 A. S. BARDAL selur likklstur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaðiu- sá bestl. — Ennfremur Iselur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 RAGNAR H. RAGNAR Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Píanisti oo kennari Oftice Hours: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 VIKING BILLIARDS og Hárskuröar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstoía, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendlngar skemta sér. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegnt pósthúsinu / Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG—Winnlpeg Jacob F. Bjamason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 762 VICTOR ST. SlMI: 24 500 Annast allskonar flutninga fram og aítur um bseinn. Svanhvít Jóhannesson, LL.B. tslenekur "lögmaöur" Vlðtalssitfa: 609 McArthur Bldg. Portage Ave. (1 skrifstofum McMurray & Greschuk) Sími 95 030 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifstoía: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Helmlll: 218 Sherburn St. Síml 30 877 Sími: 92 755 r MAKE YOUR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The JUarlborougí) ^otel A Service to Suit Everyone LADIES MEZZANINE FLOOR 11.30 to 2.30 Special Luncheon 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte COFFEE ROOM (Men & Woment SPECIAL LUNCH, 12-3______40c SPECLAL DINNER, 6 to 8....50C mundi eg standast öll hretviðri lífsins. — Heyrðu Ottó, er þetta bón- Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL T ANKLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG orð eða veðurlýsing? —Dvöl. * * * “Er það satt að þú hafir ráð- stafað að lík þitt verði krúfið þegar þú deyrð?” “Já, eg vil vita úr hverju eg dó.” Dr. A. B. Ingimundson T ANNLÆKNIR 602 MEDICAL ARTS BLDG. Wml: 22 296 Helmllia: 48 054

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.