Heimskringla - 27.02.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.02.1935, Blaðsíða 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. FEB. 1935 — Heimskrtn^k (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist Eyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. OIi viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla’’ is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 27. FEB. 1935 FERÐIN INN TIL FYRIRHEITNA LANDSINS Allir munu minnast, frá bernsku árun- um, hinnar fomu sögu, um föriná til Fyrirheitna landsins. Hvílík undra saga! Minnisstæðastur mun þó* maðurinn hafa orðið — foringi fararinnar, er þang- að komst alla leið, eftir að þeir sem með honum lögðu upp í ferðalagið voru allir horfnir og komnir undir græna torfu. Saga þessi er sígild og frumstæð. Hún er sigurmál mannlegrar orku og framsóknar, hún er saga mannsandans, á líkingamáli einföldu, og þó ótæmandi, er rekja má í allar áttir, er varpar ljósi yfir atburði og ákvarðanir lífsins. Kemur þetta skýrar í ljós þess oftar sem hún er endursögð eða lesin. Öllu efni sögunnar er komið fyrir í nið- urlagi hennar, þar eru allir þættimir tengdir saman í eitt. Æfi foringjans er að enda og ferðinni er lokið. Hann hafði gert drauminn að veruleika. Þarf eigi annað en að segja þenna kafla til þess að finna samhengi hennar og samræmi við lífið. Hljóðar hann á þessa leið: “Og Drottinn sagði við hann: Þetta er landið. — Og Móses Drottins þjón, andaðist þar í Móabitalandi, og hann var jarðaður í dalverpi nokkru, en enginn maður veit enn til þessa dags, hvar gröf hans er. Móses varð 120 ára gamall, þá hann lézt .honum glaptist ei sýn og ei þverraði máttur hans. En Israels böm grétu Móses í 30 daga. En aldrei síðan reis upp í Israel þvílíkur spámaður sem Móses hafði verið, sem Drottinn þekti svo augliti til auglitis, því Drottinn hafði búið hann út, til að gera svo mörg teikn og furðuverk, og svo mörg afreksverk, að aðsjáandi öllum Israels lýð.” Hver sem les þessi orð, mun naumast geta hjá því komist að finna til hlýleik- ans og virðingarinnar sem í þeim felst. Þó er saknaðarkendin öllu meiri og dýpri. Hún bergmálar hugsanir heillar þjóðar. Sameiginlegar tilfinningar þjóðarinnar falla inn í blæ orðanna, og bregða yfir hann viðkvæmum hjúpi ástúðar og sjálfs- ásökunar um að þetta hafi hún látið sér skiljast um seinan. I sögnum vorum og ritum eigum vér ekkert er kemst í saman- burð við þessi orð nema hin ógleymanlegu orð Jóns biskups Ögmundssonar hins helga, um ísleif biskup fóstra hans: — “Hans skal eg ávalt minnast er eg heyri góðs manns getið.”----------- Orð þessi eru rituð mörgum öldum eftir dauða leiðtogans. Þúsund árum seinna. Gröf hans er týnd. “Hún er í dal- verpi nokkru”, en enginn þekkir það dal- verpi. ^En minningarnar eru lifandi og virðast hafa orðið enn gleggri eftir því sem tíminn fjarlægði hann meir. Þær skáru sig úr minningunum um þá menn er verið höfðu honum samtíða, og þá er síðar komu og lýstu upp sögusviðið um augnablik, en hurfu svo eins og snælog inn í tilveruleysið út úr rás viðburðanna og æfi eftirkomandi kynslóða. Honum einum allra manna auðnast að sjá landið sem hann alla æfi var að leita að, — þetta undra land sem allir geyma einhverskonar mynd af inst í huga. Á deyjanda degi, er augun voru að lokast fyrir hinu ólýsanlega litskrúði lífsins, lít- ur hann, eftir hina löngu eyðimerkurför, af hæðinni, fyrirheitna landið svo að segja fótmál í burtu. Drottinn lýtur nið- ur að honum og bendir og segir: “Þetta er landið.” Þannig hljóðar sagan. Lengi hafði verið leitað, ár höfðu liðið, dagar og nætur skifst á, á bruna söndum verið tjaldað, yfir vatnslausa staði reikað; spor- in er upphaflega voru létt orðið þung, — en þetta var landið, rétt hjá, skemra frá en ætlað var, neðan við fjallshlíðina, þang- að sem vötnin féllu frjófgað regnskúrum, sveiþað gullnum roða hverfandi kveldsól- ar og liðins dags. — “Honum glaptist ei sýn og ei þverraði máttur hans”. Það var þúsund ára vitnis- burður þjóðarinnar. Höfundur frásög- unnar leit til baka, yfir uppgangs og vel- gengisárin mestu, til þeirra er komið höfðu og farið. Við sjónum hans blöstu glapskygni og glapráð. Konungar og vitr- ingar, er í hendi sér höfðu örlög þjóðar- innar, höfðu hver af öðrum gengið þessa glapastigu. Háð þeirra og framkvæmdir er skapa áttu þjóðinni gæfu og frægðar- gengi höfðu að engu orðið, leitt til örbygð- ar og ánauðar. Þeim hafði þorrið máttur er út í vandræðin kom og á kraftana reyndi. Þeir stóðu þá eigi augliti til auglitis við Drottinn, heldur augliti til auglitis vlð hégómaskap og sjálfs metnað «g mikil- ! læti sem að éngu varð en hjaðnaði eins | og bóla. Með þessar sannreyndir fyrir augum varð eftirsjáin átakanlegri, saknaðar til- finningin enn dýpri, þörfin ljósari, að ein- hver væri. honum líkur. Enginn hafði gengið á fjallið . Ljóma hafði eigi lagt af ásjónum þeirra, eins og hans er hann kom niður aftur af fjallinu. Enginn hafði með upplyftum höndum lagt blessun yfir örmagna lýð og lítilsigldan, svo honum hafði vaxið magn og megin mitt í neyð- inni. Enginn hafði þröngvað blessun drottins upp á fávísan lýðinn nema hann, er sótt hafði eldinn til himins er enn brann á orðunum: “Drottinn blessi þig og varð- veiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upp- lyfti sínu augliti yfir þig og efi þér frið.” — Gefi þéc frið, veslings fáráðu villu- merkur þjóðinni, er ekki þekti frið. Söknuðurinn stafaði af tómleikanum í samtíðinni, fátæktinni, volæðinu. Tru og von blakti á skari, unaður hugsjóna og drauma var horfinn. Þá líður öllum illa. Þá eru allir lítilmenni, með þorrinn þrótt og glapta sjón, þá er tungunum ruglað svo enginn skllur annan, ein höndin rífur niður það sem önnur byggir, allir mæla út í bláinn, á máli fávitans, fánýt orð til viðreisnar gegn vandræðum er enginn skilur. Söknuðurinn stafaði eigi af því, að samverutími hans nieð þjóðinni hefði á- valt verið misfellulaus. Samverutíminn var lengst af eyðimerkurför—ferðalag til þess staðar er þroskar þjóðarmeðvitund, þangað, þar sem þjóðarsálin er búið er að afskræma með ölmusugjöfum úr korn- pokum Egyptalands og þrælasvipum Faraós nær aftur sinni fornu mynd. Á ferðalagi þessu var oft möglað. Förin var erfið yfir þessa eyðimörk, milli heimanna tveggja, milii sjálfsákvörðunar og ánauðar. Við hverja torfæru vildi múgurinn hverfa til baka aftur. Strax og kostum þrengdi ó- skýrðist tilgangurinn, minningin varð hugstæð um hve náðugt hafði verið og ábyrgðarlítið að sitja við soðkatlana við Níl. Moses var útburður. Hann var eigi fyr í heiminn borinn en hann var borinn út Honum er varpað burt frá þjóðinni, er eigi átti ráð á því að ala upp bömin sín. Undir slíka ánauð var hún seld, þó taldi hún kjör sín og stöðu betri en svo, að henni hugkvæmdist að slíta sig úr þeirri áþján, — þrátt fyrir fornar minningar um sjálfstæði — og leggja út í óvissa leit frekara sjálfstæðis og virðingar. Að líkindum hefir hún skipað tvenns- konar stöðu þar í þjóðfélaginu. Meginn þorrinn vann að því að hnoða leir til tígulsteinagerðar. Atvinnan þótti góð meðan lagður var til hálmur til tígul- steinagerðarinnar. En svo komu þeir tímar að enginn hálmur var lagður til en þrælarnir urðu þó að skila jafnmörgum tígulsteinum að loknum degi og áður. — Hin staðan var hærri. Nokkrum var skip- að yfir þenna almenning. Kjör þeirra voru betri að þessu, að það var gert bet- ur til þeirra, svo framt sem þeir gátu brotið samþjóð sína betur til hlýðni. — Eðlilega reyndu þeir að vinna til laun- anna og létu ekkert ósparað til þess að standa vel í stöðunni. Móses var bjargað. Um uppvaxtar áf hans veit engin neitt. En ungur og full- tíða hverfur hann aftur til sinna. Þar hafði hugurinn löngum dvalið. Dag einn sér hann Egypskan mann misþyrma ve- sölum Israelíta við vinnuna. Hann vegur þann Egypska. Landar hans horfa á og vita hverju slíkt muni varða. Næsta dag deila tveir Israelítar, vill hann þá ganga á milli þeirra með sættir og semja frið. En hjá þeim sem orðnir eru þrælar liggur þrælslundin ofarlega. “Ætlar þú að vega okkur eins og þú vógst þann Egypska í gær,” svöruðu þeir sáttatilraun hans. í annað sinn var Móses borinn út, rekinn á brott sem útlagi. Það má hugsa sér hversu slík þjóð hefði orðið, og hvað hún hefði lagt heiminum til, hefði hún setíð kyr við sömu kjör, hefði sjálfsvirðing og réttlætis tilfinning hennar haldist í sama horfi. Hitt er erf- iðara að hugsa sér að hún skyldi geta vaxið upp í öndvegis þjóð á sviði fræða og vísinda, að það skyldi eiga eftir að koma fram hjá henni spekingar og hugsjóna- menn, er öll hin síðari tíma menning stendur í stórskuld við. Það er erfitt að hugsa sér að upp úr þessari smáþjóð, svo ömurlegri og auðvirðilegri skyldi vaxa stórþjóð í heimi andans. En, hver getur um það sagt í hvað breyta má, fámenninu, fávísinni og fá- tæktinni ef stund er á það lögð? *Svo ótakmarkaðir eru framfaramöguleikar mannkynsins að öll rökfærsla um hvað s^ mögulegt og hvað ómögulegt verður aö óráðs hjali. “Auga hefir ei séð, ei eyra heyrt, í einskis huga komið hvað þeim er fyrir- búið” sem löngunin til framsóknar er kveikt lijá og trúin á það að bænir, óskir og vonir mannsins séu veittar og fái að rætast ef hann aðeins sjálfur vill vinna nógu mikið til. Engin smáþjóð hugdeig og sundurlynd stígur úr öskustónni upp í öndvegið, og það gerir enginn einstakur maður heldur. I gegnum margar raunir ber að gaaga áður en því takmarki er náð, en þangað komast þeir sem ekki þreytast, eftir langdvalir um öræfi eða.eyðimerkur. Eftir langa fjarvist kom Móses til þjóð- ar sinnar aftur. Hann óttaðist nú ekkert framar; hvorki öfund né róg eða fjötur eða líflát. Hann var öruggur, honum hafði veizt hin mikla sýn. Hann kom til þess að flytja bræðrum sínum nýjan boð- skap, heita á þá að brjóta af sér ánauð- ina flytja burtu og leita fyrirheitna lands- ins. Hvílíkum eldi hefir eigi slíkur boð- skapur slegið niður í huga þeirra. Jafn- vel þeir sem haldnir eru svefni, uppgjafar og ánauðar, geta vaknað. Allir eiga sér eitthvert fyrirheitið land, sem er fegurst allra landa og bezt þeirra sem þeir þekkja, — “nóttlausa voraldar veröld” Þegah það er nefnt hrökkva þeir við, og þegar kröftuglega er kvatt til farar þang- að rennur af þeim svefnvíman og, þeir fyllast þrótti og áræði. “Stöndum upp, förum til fyrirheitna landsins, höfum hraðann við, áður en æfin er liðin. Af stað.” Landnámshugurinn er hinn á- ræðnasti hugur sem til er. Móses fór og lýðurinn fylgdi honum. En ferðin varð torsótt, dagar og ár liðu. Þangað varð eigi stigið í fáeinum skref- um. Ferðin til fyrirheitna landsins er ekki farin á einum degi. Engir þeirra komust til landsins. Þrátt fyrir þetta varð þó dómur þjóðarinnar sá í glaðri minning liðinna alda. “Aldrei síðan reis upp því- líkur spámaður sem hann.” Nóg hafði hún til samanburðar, spekinga og spá- menn, höfðingja og konunga, er fært höfðu út landamæri hennar, safnað auði, bygt voldugar hallir og musteri, dregið saman skatta af fjarlægum löndum. — Ekkert þvílíkt hafði hann gert. Hann sagði henni frá fyrirheitna landinu, hvatti hana til umskifta, til flutnings, fylgdi henni áleiðis þangað, en ekki inn í það. — Þangað leiðir enginn annan. — Samvist hans og dvöl með henni var öll á eyði- merkur söndum; hann tók við þjóðinni sem sundurlyndum, hugsana snauðum, þjófgefnum landflótta lýð, er horfin var allri sjálfstæðislöngun, hafði ekkert fram- tíðarmið, engan tilgang með lífinu. Hann bygði engin musteri, engar hallir, sótti engar gersemar eða skatta til fjarlægra landa. Hann gaf henni frjálsræði til sjálfs á- kvörðunar, hann gaf henni sjálfa sig, hann setti henni tilgang með lífinu. Hann fékk henni lögmál, sem vakti réttlætis og sektartilfinningu, þau tvenn skilyrði sem upphaf eru alls manndóms og þekkingar, lögmál sem hvað skýrt á um það, að bölv- aður sé sá sem ófrægir föður eða móður, sá sem samanfærir landamerki náunga síns, sá sem leiðir hinn blinda af réttum vegi, sá sem hallar rétti hins útlenda, hins föðurlausa og ekkjunnar, sá sem tek- ur mútu til að fyrra lífi saklausan mann, sá sem vegur náunga sinn. Ákvæði þessa lögmáls eru víðtækari en þau virðast í fljótu bragði. Þau lýsa ekki eingöngu óblessan yfir því, að ófrægja föður og móður, að ófrægja nákomnustu ættingja, heldur og líka við því að ófrægja og lítilsvirða alt sitt kyn í þúsund liði, ætfcerni og þjóð. Að leiða blinda af rétt- um vegi, er ekki eingöngu að leiða þá sem mist hafa sjón þess ytra, af réttum vegi, heldur og líka þá, sem sjón hins innra hafa mist, eða hana hafa eigi eign- ast, smælinga og fáráða, ráðvilta og skilningsdaufa, hvort settir eru hátt eða lágt. Sögu þessa rekjum vér ekki lengra. Þess gerist ekki þörf og 1 svo leyfir tíminn það ekki held- ' ur. Hugsjóna- og líkinga-auð- ■ urinn sem í henni felst og hinar raunverulegu myndir, sem hún bregður á loft, og tilveru sína eiga út í þjóðlífinu eru efni í óteljandi sögur, eru í raun og veru saga framsóknar og sjálf- stæðis baráttunnar í heiminum. / R. P. SAMBAND ÍSLENDINGA AUSTAN OG VESTAN HAFS Eftir séra Jakob Jónsson * Þegar eg fór að hugsa til ferðar hingað vestur um haf, rifjaðist hvað eftir annað upp fyrir mér atvik, sem móðir mín sagði mér fyrir löngu síðan úr barnæsku sinni. Það er ekki stórfeld eða mikilfengleg mynd, en hún grópaði sig svo fast inn í barnshuga minn, að hún hefir aldrei máðst út aftur. Móðir mín er uppalin á austurfirskum bóndabæ, sem liggur í þjóð- braut. Eins og vant er á slík- um bæjum, bar þar margan ó- kendan gest að garði, jafnt á nótt sem degi. — Eitt kvöld síðla sumar, þegar farið er að bregða birtu, kemur all-löng lest heim að bænum. Hver á eftir öðrum koma hest- arnir út úr rökkrinu og skeif- urnar glamra í grjótinu á hlað- inu, þegar þeir stíga til jajðar, þungt og þreytulega eftir langa dagleið. Á tveim hestunum sitja menn, karl og kona. Hinir eru með farangri, nokkrir með laup- um, þ. e. a. s. djúpir trékassar eru hengdir sinn á hvora hlið. Þegar lestin nemur staðar fram undan bæjardyrunum, kemur ó- vænt hreyfing á í laupunum. Upp úr hverjum kassa kemur barnshöfuð. Þau bera við kvöld- himininn, eins og undarlegar, ó- skiljanlegar þústur og veikar, skærar raddir hrópa með titr- andi ákafa og eftirvænting: “Mamma, mamma! Erum við nú komin til Ameríku?” Hin íslenzka sumamótt hefir að stuttri stundu liðinni vafið litlu bömin örmum svefnsins og svifið með þau inn á hin fyrir- heitnu lönd draumanna, þar sem vonir smælingjanna rætast. Og morguninn eftir settust þau aftur í trékassana sína og héldu áleiðis til hafsins — þessa breiða, blikandi hafs, sem á þeim tímum var vegur svo margra íslands bama inn í land fjarlægra og furðulegra drauma, landsins mikla í vesturátt. Þegar eg var sjálfur lítill drengur, hugsaði eg oft um litlu, íslenzku börnin, sem voru á ferð í trékössunum og ætluðu lengra í burtu en þau sjálf höfðu hugmynd um. Eg reyndi að stara á eftir þeim út í rökkr- ið, svo lengi sem mynd þeirra gat borið við himinn minnar innri sjónar. Hvað varð af þeim? Hvert fóru þau? Urðu þau miklir menn eða konur, sem unnu stórvirki einhvers- staðar langt í burtu^ Langaði þau að koma aftur? Áttu þau kanske eftir að stíga á land af einhverju skipinu, sem kom utan úr bláum sjóndeildar- hringnum. Eða voru þau týnd? Voru þau horfin út í haust- myrkrið, sem dregur hjúp sinn fyrir hvert sjáandi auga? Ef til vill hefi eg sjálfur, án þess að vita af því, þráð að mega fylgja þessum æfintýrs- börnum út í heiminn, miklu, miklu lengra en eg hafði hug- mynd um? Eg veit það ekki. En hvað sem um það er, þá hefi eg nú siglt í kjölfarið þeirra. Eg veit ekki hvort þau eru lifandi eða dáin. Ef til vill eru leiðin þeirra týnd í ein- * Að efni til, erindi er höf. flutti á þjóðræknissamkomum íslendinga við Wynyard og Leslie, Sask., á síðasta hausti. hverju skógarþykninu eða þau eru varðveitt í einhverjum kirkjugarðinum innan um ótal mörg önnur. Hver veit líka, nema þessi börn séu enn að starfa og strita og færa líf sitt sem fðrn á altari þess lands, sem hefir fóstrað þau upp? — Þetta fæ eg líklega aldrei að vita. En þó svo sé, finst mér eg altaf vera að mæta þeim. Þau hafa komið í hug mér aftur og aftur, síðan eg kom hingað til landsins; þau ej*u orðin að einskonar ímynd eða tákni allra íslands barna, sem eiga upp- runa sinn í fjarlægum fjalldöl- um eða fjörðum gamla landsins, en hafa vaxið upp og tekið út þroska sinn í hinum nýja heimi. Og enn verða spurningarnar srvipaðar og. forðum. Hvað verð- ur af þeim? Hvert eru þau að fara? Eru þau að týnast? Eiga þau eftir að verða aðeins óljós minning og rökkurmynd í huga þeirra, sem heima sitja? Og á gamla landiö eftir að verða þeim að einskonar gamalli þjóð- sögu eða fjarlægum og hálf- gleymdum draum? Eða — halda þau áfram að finna, hve “röm er sú taug er rekka dregur fööurtúna til”? Halda þau áfram að vinna gagn landi forfeðra sinna? Geta þau, búandi í framandi landi, lagt steina í musteri íslenzkrar menningar, svo að það verði gróði að því fyrir íslendinga heima að eiga þau að frændum og vinum? Og getur þeim orðið gróði að því sjálfum, að þau varðveiti og haldi í heiðri þjóðerni sínu og hafi samband við heimalandið með einhverj- um hætti í lengstu lög? Eg geri ráð fyrir því, að það sé engin ný bola, og sízt hér í þessum félagsskap, þótt því sé haldið fram, að Austur-íslend- ingum sé gróði að því að ís- j lenzkt þjóðerni sé varðveitt hér vestra. Þess er því varla að vænta, að eg komi með neitt nýtt í því efni. Eg hefi ein- hversstaðar rekið mig á það álit meðal Vestur-íslendinga, að vér heima lítum niður á þá og skoð- um það, sem frá þeim kemur, harla lítils virði yfirleitt. Þetta ier áreiðanlega misskilningur. — Þvert á móti virðist almennings- álitið vera á þá leið, að landarn- ir hafi dugað vel hér vestra í hinni fjölþættu lífsbaráttu og margir hverjir notið krafta sinna betur en ef þeir hefðu setið heima. Og þarf 'ekki ann- að en að sjá dagskrá íslenzka útvarpsins til þess að komast að raun um, að til er áhugi I heima á því að kynnast málefn- ; um yðar, starfi og lífernishátt- j um. En fróðleikur, sem vér höfum haft aðgang að, um ! Vestur-íslendinga, er að mestu j leyti dreifður í blaðagreinum og ! tímaritum, sem erfitt er fyrir al- þýðu manna að týna saman og alls ekki eru nothæf í skólum. Það er hvergi til, svo eg viti, sérpentað ágrip af sögu Vestur- íslendinga, þar sem gerð sé | grein fyrir því hvernig félagslíf þeirra hefir þróast eða hvemig einstakir menn hafa rutt sér braut til frægðar og frama. Eða séu slíkar bækur til, eru þær ó- þektar af almenningi heima. Hið sama má segja um bók- mentir yðar. Það verður ekki annað sagt, en að vestur-ís- lenzka þjóðarbrotið hafi lagt merkilega mikið af mörkum til ísl. bókmenta, þegar tillit er tekið til mannfjöldans. Nöfn sumra hinna vestur-íslenzku skálda verðskulda að geymast jafn-lengi og þeirra, sem bezt hafa ritað heima. En það er ekki fyr en nú fyrir fáum árum, að gefin er út sýnisbók, sem veitir yfirlit yfir það, sem hér hefir verið skráð í bundnu og óbundnu máli. Á eg þar við bókina “Vestan um haf”, sem vafalaust hefir vakið og eflt á- liuga og skilning á ritstörfum V e stur-lslendinga. En svo að eg snúi mér aftur að því, sem fyr var frá horfið, þeim gróða, sem Austur-íslend-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.