Heimskringla - 27.02.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.02.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 27. FEB. 1935 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA. týrahungri og útþrá. Þó ung séu, greina þau milli hveitis og hismis, og engir lesendur eða tilheyrendur eru þakklátari. Eitthvað svipað þessu hefir vakað fyrir prófessor Georg Brandes, þegar hann sagðr “En hvað Andersen er lánsamur! — Hvaða rithöfundur á slíkan hóp lesenda sem hann!” Börnin hafa líka skipað Andersen til sætis á konungsstóli frammi fyrir 'öll- ium heimi og komandi kynslóð- um. Hann <$r fyrir löngu orð- inn hið mesta uppáhald þeirra. H. Um Andersen má segja með sanni, að hann hafi verið sonur karls í koti, sem kóngsríkið vann. Æfi þessa meistara æfin- týranna var eins æfintýraleg og nokkur af sögum hans sjálfs. Þetta gaf hann í skyn, er hann valdi sjálfsæfisögu sinni nafnið Mit Livs Eventyr (Æfintýr lífs míns); en hún byrjar á þessa leið: “Láf mitt er fagurt æfin- týri, innihaldsríkt og unaðs- legt.” En þetta var ritað, er snild höfundar hafði hlotið verð- skuldaða viðurkenning bæði heima og eriendis. Hann var i fullri sátt við heiminn. Hitt sýnir sjálfsæfisaga hans, svo engum fær dulist, að frægðar- braut hans var hvorki bein né slétt. Hann kleif margan örð- ugan hjalla, áður en hann komst upp á sigurtindinn. Þó gat Andersen sagt með sanni á fimtugsafmæli sínu, að hann væri hamingjusamur sem barn. Hann hafði séð böl snúast í blessun. Heimsfrægð hafði fall- ið honum í skaut, og það sem enn betra var: hann hafði, — eins og hann sjálfur segir — eignast vináttu margra hinna göfugustu og beztu samtíðar- manna sinna. Það er ekki að undra, þótt honum fyndist líf sitt skáldlegra og fegurra en nokkurt æfintýra sinna. En víðar en í æfisögu sinni lýsir Andersen sjálfum sér og lífsreynslu sinni; í bréfum hans og öðrum ritum, er margan fróðleik að finna um æfi hans og skapgerð. Æfintýri hans eiga ekki sjaldan rót sína að rekja til einhverra atburða í lífi hans. Hans Brix, er manna best hefir ritað um þau, kemst svo að orði: “í sérhverju þeirra er dropi af hjartablóði skáldsins.” Eg nefni eitt dæmi. Það leikur 'ekki á tveim tungum, að sagan “Ljóti andarunginn” er saga skáldsins sjálfs. Flestir kann- ast við söguna þá. “Veslings ljóti andarunginn”, sem bæði endurnar og hænsnin bitu og börðu, hröktu og hæddu, af því að hann var öðru vísi en þau. Hann átti ekki sjö dagana sæla í andagarðinum. Og lengi mátti hann þola örlög olnbogabarns- ins. En loksins kom vordagur- inn ógleymanlegi, þegar hann sá í spegilsléttu vatninu, að hann var sjálfur svanur. “Og stóru svanirnir syntu hringinn í kringum hann og struku hon- um með nefjum sínum — og gömlu svanirnir lutu honum.” Andersen varð líka að þola uiarga mæðu, áður en samtíð- armenn hans, eigi síst margir landa hans, sáu og skildu, að hann var svanur — afburða skáld. Andersen var sonur fátæks skósmiðs í Odense á Fjóni. En mjög var faðir skáldsins ólíkur öllum þorra stéttarbræðra sinna. Hann var að ýmsu leyti einkennilegur maður og óvenju- iegur: tilfinninganæmur, hug- uiyndaríkur og bókhneigður. — Bert er, að hann hefir hneigst til íhygli og þorað að fara eigin götur í skoðunum. " Mun því Andersen hafa rétt að mæla, er hann kallar föður sinn “gáfað- an, mann” (en begavet Mand). Æði var hinn síðarnefndi þó reikull í ráði; mun metnaðar- girni hans hafa valdið nokkru þar um. Skósmiðsiðjan og smáborgarlífið reyndist honum fábreytt; hann vildi kanna ó- kunna stigu. Gerðist hann þá hermaður, en hamingjan varð honum hverful. Eftir rúm tvö ár í hermensku ,sneri hann heim, þrotinn að heilsu og and- aðist eigi mjög löngu síðar. Móðir Andersens var mjög ó- lík manni sínum að skapferli. — Hún var miklu veikgerðari en hann, trúhneigð — blíðlynd og góðhjörtuð. En engin var hún gáfukona eða atkvæða; hún hafði beldur eigi neinnar ment- unar notið. Þó halda sumir því fram, að hún hafi mest áhrif haft á Andersen í æsku. Hvað sem því líður, þá er hitt víst, að í lundarfari skáldsins má sjá þess glögg merkl, að hann hefir að erfðum hlotið ýms einkenni foreldra sinna. Snemma kom það fram, að skáld bjó í Andersen. Hann var þegar í æsku gæddur taum- lausu ímyndunarafli, draum- lyndur og tilfinningaríkur. Ung- ur fór hann að yrkja kvæði og semja leikrit. Hafði hann það sér til gamans, að láta brúður sínar leika leiki, er hann sjálfur hafði sett saman eða séð leikna. Var hann því í sannleika ólíkur öðrum börnum. Og hér fór sem ofh vill verða, að margir gerðu skop að honum og töldu hann eigi með öllum mjalla. Þó voru nokkrir svo djúpskygnir, að þeir sáu ,að piltur þessi var búinn ó- venjulegum andlegum hæfileik- um. Ekki bætti það úr skák, að Andersen var ófríður í vexti og klaufalegur í limaburði. Varð hann fyrir þetta að athlægi meðal annara baraa, og höfðu jafnaldrar hans hann löngum að skotspæni. Særði þettta hinar næmu tilfinningar hans og varð til þess, að hann gaf sig eigi að öðrum börnum, en leitaði at- hvarfs í leikpum sínum og draumórum. í heimi hugmynda sinna bygði hann sér mikla kastala og háar hallir, en sjálf- ur var hann riddarinn sigri hrósandi eða konungurinn, sem víðlendum ríkjum réði. Lítillar mentunar naut And- ersen í æsku, en hann las alt sem hann fékk yfir komist; þó var hann hrifnastur af leikrit- um. í æfisögu sinni lýsir hann með miklu fjöri þeim atburði, er hann fyrst las leikrit Shake- speares. Og óðar og fljótar lét hann brúður sínar leika harm- leiki snillingsins. Segir Ander- sen svo frá: “Eg sá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum vofuna úr Hamlet, og Lear kon- ung vitskertan uppi á eyðiheið- inni.” Um þessar mundir kveðst Andersen hafa skrifað heilan sorgarleik, þar sem allar per- sónurnar lágu dauðar að leiks- lokum. Vert er að minnast þess, að faðir Andersens hafði snemma glætt bókhneigð sonar síns, með því að lesa fyrir hann í úrvalsritum, svo sem leikritum Holbergs og Þúsund og einni nótt. Ellefu ára að aldri misti And- ersen föður sinn. Er hann hafði fermdur verið, vildi móðir hans, að hann lærði skraddaraiðn, en því var Andersen algerlega mót- fallinn og grátbændi móður sína, að lofa sér að freista gæf- unnar í “kóngsins Kaupmanna- höfn”. Sumarið 1818 höfðu leik- arar frá konunglega leikhúsinu haldið samkomur í Odense. — Koma þeirra olli straumhvörf- um í lífi skósmiðssonarins, kveikti óslökkvandi útþrá í brjósti hans. Nýr heimur opn- aðist fyrir sjónum hans. Hann var ekki í minsta vafa um, hvern veg hann átti að ganga. Hann var ákveðinn í að verða leikari. Að lokum lét móöir Ander- sens undan og leyfði honum brottförina. En hún hafði haft allan vara á. Hún hafði leitað til spákonu einnar í Odense, sem lét svo um mælt, — er hún hafði leitað véfrétta í spil- um og kaffikorg, — að Ander- sen mundi mikill maður verða og sá dagur mundi koma, að Frh. á 7. bls. Til Sveins Thorvaldsonar kaupmanns við íslendingafljót út af hans konungslegu upphefð (Empire Order), 1935 Eg ætlaöi, Sveinn minn, að senda þér ljóð, og sýna þá löngun í verki. Því nú, þar sem virðing og viðhöfn þín stóð: Þú varðst okkar Grettir hinn sterki! En gæfa þín, Sveinn, hún var greiðari en hans, Með göfgi þú ruddir þér brautir, Og öðlast nú lofstír hins merkasta manns Og minning um afstaðnar þrautir. Og þetta er nú blessað. Og virðingin vís: En valmenskan—hún er þó stærri. Og það er sú hefð, sem í hug mínum rís, Um hátt þinn og lífsmátann nærri. Vér fögnum því einu, sem gleður vort geð:. Því göfuga, fagra og stóra. Og virðingarmerkin, vér samt getum séð, Og safnað þeim týrum við ljóra. En manngildið eitt, það er minning hæzt, og menningin fær þar sitt gildt. Og það hefir, Sveinn minn, bezt göfgi þitt glæst, og gefið þér alt hvað það vildi. ISLANDS FRÉTTIR í gær var skriðan um 200 NOTIÐ TVÖFALT SJÁLFGERT BÓKARHEFTI ENOIH FINNI Tll.HCINí aðeins Passar í vasann— heldur hverju blaði í bezta ástandi. Og þarna er það komið, sem læt eg mitt ljóð, Um lofstír þinn heiminum kynna! Og verði það ávalt um æfinnar slóð, Hjá íslenzku þjóðinni að finna. Skriða spillir túni að Villinga- dal á Ingjaldssandi 24. janúar hljóp skriða úr metrar á breidd. Skriðan jókst í nótt. Bær og peningahús eru talin í hættu. * * * * Vatnsskortur í Hrísey Svo heill sé þér, Grettir, með hugrekkið mætt, Og hugðnæma mótið að vanda. Og því skal um lofstír þinn líka svo rætt: Að lifir þú hjá oss í anda! Og nú er eg búinn. Er jiorður við Fljót, Við nepjur og holskeflur daga: Þú öðlaðist, Sveinn, alt þitt menningarmót Og minning, er gleymir ei Saga. Og þökk fyrir starfið og stórmannleg ráð, Og styrkinn. og fornkappa skrúða Og frétt hefir kóngur um dug þinn og dáð Og drengskap og hátternið prúða! Jón Kernested ■Winnipeg Beach í janúar 1935. fjallinu fyrir ofan Villingadal á Ingjaldssandi. Stefndi hún fyrst á bæinn en breytti svo um stefnu og rann ekki á bæinn. Skriðan fór yfir túnið og eyddi miklu af því. Skriðan jer um tvo metra á þykt í sporðinn. Alt fólk er flutt úr bænum. Fénað- ur hefir og að mestu verið flutt- ur burt. í Hrísey eru nú alilr brunnar að þorna, sem nothæft vatn er í, svo til vandræða horfir verði ekki aðgert sem fyrst. Álitið er að þverrun vatnsins stafi af sprungum meðan jarðar, vegna jarðskjálftanna síðastliðið sum- ar, enda hafa jarðskjálftakippir fundist þar öðru hvoru langt fram á vetur. INNKÓLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Kveðja til Sveins kaupmanns Thorvaldsonar 24. janúar 1935 í kvöld vér hillum, góðan gest! glæsilegan Thorvalds-arfa. Sveinn—er maður mannval bezt mikill á velli hvar sem sézt. í framkvæmd, er þó frægð hans mest fólkinu kendi hann að starfa. Því skal heilsa góðum gest! Giftu drjúgum Thorvalds-arfa! Árla og fremst í fylking stóð framtakssamra landnámsmanna! plægði lönd, og lagði í sjóð lofsvert dæmi—sinni þjóð! breiðan múr, um bæ sinn hlóð bjartra vona—erfingjanna. honum var mæld í merg og blóð manndóms göfgi—forfeðranna. Margan hefir ísland átt óskamög í fjærstu löndum! sem af viti, og sigur mátt settu ættar merkið hátt. Vér erum óhult öll í sátt með einum slíkum, hér vér stöndum. Verði honum aldrei vinafátt í Winnipeg, né Gimli-ströndum! Að þó hallist æfi kvöld! enn í lyfting kempan stendur. Bjartur á svip, með brynju og skjöld! Frá “Bretanum” fékk sín oturgjöld— fyrir að reisa á r^stum tjöld, og ryðja skóg á báðar hendur. Að verðleikum, á vorri öld! var honum “Georg” titill sendur. Vér í þessum vinahring viljum allir hringja skálum! þessum úrvals íslending! Okkar bezta frumbýling. Frægð hans hleypur heiminn kring hugfró er það vorum sálum. Óskum vér, að öll vor þing eignist slíkan Svein, að málum! Þórður Kr. Kristjánsson Kveðja til húsfrú Kristínar Thorvaldson frá Riverton, Man. 24. janúar 1935 Mig langar að syngja þér svolítin brag— þó Sveinn heyri til mín, hann verður ei hissa því hann á þig alla, hvern einasta dag fyrir alls engan “titil” hann vildi þig missa og þó að eg bindi þér brúðkranz í lag; er brúðguminn einn, sem á rétt, til að kyssa! Þú sórst honum eiða við altaris-stall.— og ást þína gafst honum sanna og hreina og trygð þín er enn—eins og órofið f jall! Með ófægða töfrandi, huldumáls-steina. Þú hittir ei neinn, sem var honum jafn snjall því hann var frá barnæsku, fríðastur sveina. Og ennþá um vanga þér, sólbrosið sézt því Sveinn hefir reynst þér svo fágætur drengur! Og eg þykist viss um hann meti þig mest og muni þér ást þína, hvar sem hann gengur Og þið starfið samhent, að því sem er bezt í þjóðrækt, og búsæld, þá geymist það lengur. Hann veit að þú enn ert sín ímynd og sól, með ylgeisla vorsins, í sérhverju spori með þér, séhver hátíð, er honum sem—jól! og hússtjórn þín, fyllir hann djörfung og þori —hann—blessar þá móðir, sem börnin hans ól, og brQsmildu augun, sem sólskin á vori. Þórður Kr. Kristjánsson I CANADA: Árnes................................. F. Finnbogason Amaranth....................................J. B. Halldórsson Antler.....................................Magnús Tait Árborg....................................G. O. Einarsson Baldur..............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville...............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury.................................H. O. Loptsson Brown................................Thorst. J. Gíslason Calgary.................................Grímur S. Grímsson Churchbridge.......................................Magnús Hinriksson Cypress River.............................Páll Anderson Dafoe....................................S. S. Anderson Elfros..............................J. H. Goodmundsson Eriksdale............................... ólafur Hallsson Foam Lake.............................................John Janusson Gimli...................................... K. Kjernested Geysir................................................Tím. Böðvarsson Glenboro.....................................G. J. Oleson Hayland................................Sig. B. Helgason Hecla...................................Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Hove..............................................Andrés Skagfeld Húsavík.............................................John Kernested Innisfail............................Hannes J. Húnfjörð Kandahar..................................S. S. Anderson Keewatin............................................Sigm. Björnsson Kristnes............................................Rósm. Ámason Langruth...................................B. Eyjólfsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar..............................................Sig. Jónsson Markerville......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart................................................Jens Elíasson Oak Point..........................................Andrés Skagfeld Oakview.................‘............Sigurður Sigfússon Otto........................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Red Deer..............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.....................................Ámi Pálsson Riverton................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk..................................G. M. Jóhansson Steep Rock...................................Fred Snædal Stony Hill.................................Björn Hördal Swan River.........................................Halldór Egilsson Tantallon...........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir................................................Aug. Einarsson Vancouver........................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis....................................... Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard....................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................John W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.....................................Jacob Hall Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson.................................Jón K. Einarsson Hensel...................................J. K. Einarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton....................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold...................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. Ilreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.