Heimskringla - 27.02.1935, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.02.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. FEB. 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. H. C. ANDERSEN Frh. frá 3. bls. Odense-bær yrði skrauitlýstur honum til heiðurs. Fjórtán ára gamall, með eitt- hvað tíu ríkisdali í vasanum, hélt Andersen úr föðurgarði, að leita gæfunnar. Hann var sem hetjurnar í mörgum æfintýrun- um, er allslausar og einmana lögðu út í heiminn. En Ander- sen var hinn öruggasti, treyst- andi á handleiðslu forsjónarinn- ar, minnugur þess, að löngum fór vel í æfintýrunum. Til Kaupmannahafnar kom hann 6. september 1819. Var það merkisdagur mikill í lífi hans. Fyrsti áfanginn var hon- um að baki. Áður en hann fór að heiman, hafði hann sagit við móður sína: “Fyrst verður mað- ur margt ilt að þola, og svo verður maður frægur.” Hann reyndist sannspárri en hann mun hafa grunað. Framan af varð hann að þola margt and- streymi. Vegur snillingsins er eigi sjaldan þyrnum stráður, og sannaðist það á Andersen. Hann reyndi til að verða leikhúss- söngvari, leikhúss-dansari og leikari, en allar þær tilraunir hans fóru út um þúfur. Þegar best vegnaði með sönginn, fór Andersen í mútur; hann var of klauffenginn til að verða dans- ari og hann skorti leikara-hæfi- leika. Félagar hans gerðu gys að honum. Hann bjó við sult og seyru í einu lakasta hverfi Kaupmannahafnar, mitt í hinni ægilegustu siðspillingu, en samt hélt han hreinleik sálar sinnar og sakleysi. Þar við bættist, að leikhússstjómin hafnaði öll- um leikritum þeim, sem Ander- sen sendi henni, enda var hér um harla gölluð frumsmíði að ræða, þó finna mætti í þeim skáldleg tilþrif. En þrátt fyrir alian andbyrínn, glataði Ander- sen ekki trúnni á sjálfan sig og framtíð sína. Ýmsir merkismenn höfðu líka orðið til að greiða götu hans. Meðal þeirra voru tónsnillingur- inn Weyse, Síboni söngmeistari við konunglega leikhúsið, og Baggesen skáld. Þeir sáu, ekki síst hinn síðastnefndi, að eitt- hvað óvenjulegt bjó í pilti þess- um, þó afkáralegur væri í út- liti og háttum. En þó var það BUSINESS EDUCATION w r ri c F 0 R COMPIETE i PROSPECTUS I MAIL THIS COIIPON TO-DAY! To tKe Secretary: Dominion Ðusiness Gollefe Winnipeg. Menitobe WitKout obligstkm, please send me full particulars of your courses on' ’Streamlme" busmess traininf. N«me Addrw ^AGDominion BUSINESfS COLLEGE O >J THE MMÍ WINNIPEG - mesta gæfa Andersens, að hann ávann sér vináttu Jónasar Col- lins, eins af stjórnendum kon- unglega leikhússins, er var bæði mikilmenni og göfugmenni. — Reyndist hann Andersen ágætur vinur og hollur ráðgjafi æfi- langt. Ekki er því að undra þó skáldinu verði tíðrætt um Col- lins í sjálfsæfisögu sinni og bréfum, og minnist hans jafnan með ástúð og þakklæti.* Andersen hafði, svo sem fyr var að vikið, notið lítillar ment- unar í æsku. Úr þessu varð að bæta, ættu skáldhæfileikar hans að njóta sín til. fulls. Þetta sá Collins öðrum fremur. Fékk ! hann því áorkað, að konungur ! veitti Andersen 400 ríkisdala i ársstyrk í þrjú ár, til náms á I æðriskólum og ókeypis kenslu. j 1 Stundaði Andersen fyrst nám á j latínuskólanum í Slagelse, en j síðar á latínuskólanum í Hels- | ingjaeyri. Urðu námsárin lion- ! um eigi eins gleðirík og affara- sæl og ætla mætti. Hann sætti illri meðferð og ósanngjarnri af hálfu S. Meislings, er var rekt- or nefndra skóla á námstíð Andersens. Meisling þenna, þó lærður væri vel, skorti allan skilning á skapgerð og gáfum Andersens og beitti hann hörku og háði. Kom svo að lokum, að Collins tók hann úr Helsingja- eyrar-skóla og setti hann til náms í Kaupmannahöfn. Lauk Andersen þar stúdentsprófi haustið 1828, með sæmilegri einkunn. Var hann nú í sjö- unda himni, svo sem sjá má í fyrsta kafla skáldsögu hans O. T. Er þar að finna reglulegan dýrðaróð, þó í óbundnu máli sé, um hamingju hins nýbakaða stúdents. Næsta ár lauk Ander- sen prófi í forspjallavísindum með heiðri. Og þar með var lok- ið skólagöngu hans. Eftir það urðu ritstörfin aðal viðfangsefni hans. Andersen varð fyrst kunnur af kvæðum sínum. Á skólaár- unum í Helsingjaeyri orkti hann hið fagra og fræga kvæða sitt “Hið deyjandi barn”. Var það prentað í tímariti einu, náði brátt lýðhylli og kom höfundin- um í skáldatölu. Fyrsta bók Andersens kom út á nýársdag 1829. Var það skáldsagan “En Fodrejse frá Holmens Kanal til Östpynten af Amager.” Frá- sögnin er fyndin, en ófrumleg, öfgafull og yfirborðsleg. Þó má glögt sjá hið auðuga ímynd- unarafl höfundarins í smellnum samlíkingum og glöggum mynd- um hér og þar í ritinu. Bók þessi hlaut ágætar viðtökur. — Sama árið kom úr gamanleikur og kvæðasafn eftir Andersen og áttu' einnig vinsældum að fagna. Sumarið 1830 ferðaðist And- ersen um Jótland. Varð för þessi harla örlagarík í lífi skáldsins. Meðan hann dvaldi í Faaborg, varð hann ástfanginn mjög í Riborg Voigt, systur eins vinar síns og námsfélaga. En hún var öðrum heitin. Fjarri fór þó, að Andersen gleymdi henni. Að honum látnum fanst lítill poki á brjósti hans, hafði hann þar alla æfi geymt síðustu kveðju Riborgar — bréf frá henni. Og ástavonbrigði þessi höfðu djúp áhrif á Andersen, svo sem sjá má af ritum hans frá næstu árum. Þar kennir nú meiri alvöru en áður. Tvisvar sinnum varð Ander- sen aftur fyrir vonbrigðum í ástum. Hann lagið um skeið hug á dóttur Jónasar Collins velgerðarmanns síns, en árang- urslaust. Löngu seinna feldi hann mikla ást til Jenny Lind, söngkonunnar frægu, “sænska næturgalans” svokallaða. Fór það að vonum, því að þau voru * Um Andersen og Collins má lesa í bókinni H. C. Ander- sen og det Collinske Huus, er Edvard, sonur Jónasar Collins, sá um útgáfu á, og prentuð var 1882. Var höfundurinn gagn- kunnugur Andersen, enda er mikinn fróðleik að finna í riti hans bæði um æfi skáldsins og sjálfan liann. andlega skyld, áttu bæði göfuga og hreina snillingssál. En söng- konan galt ást Andersens með einlægu, bróðurlegu vinarþeli. Og þó honum fyndist það að vonum rýr ástarlaun, hélst hin fölskvalausa vinátta þeirra, meðan bæði lifðu. Og tvær hin- ar fegurstu af sögu Andersens, “Næturgalinn” og “Engillinn”, eru sporttnar upp af aðdáun hans á söng Jenny Lánd. En Andersen græddist meira á kynningunni við þessa frábæru listakonu. Hún hafði mikil og göfgandi áhrif á hann. Með dæmi sínu sýndi hún honum, að hinn sanni snillingur helgar líf sitt list sinni. Enda segir Ander- son sjálfur um söngkonuna: “Hún kendi mér fyrst að skilja helgi listarinnar, af henni lærðii eg, að maður verður að gleyma sjálfum sér í þjónustu hins æðra.” Og er stundir liðu fram, helgaði Andersen sig líka allan list sinni. En hinir eru margir, sem gæddir eru listgáfu, en neita að fórna öllu á altari hennar og verða þess vegna aldrei nema miðlungsmenn. En hverfum aftur að ástamál- um Andersens. Vart verður sagt, að hann hafi gæfumaður verið í þeim efnum. Mun ó- fríðleiki hans í sjón og klaufa- leg framkoma hafa átt sinn þátt í því að svo fór, sem raun bar vitni um kvonbænir hans. Hann sagði líka eitt sinn í bréfi: “Sá maður, sem hvorki er fríður sýnum, né auðugur, fær aldrei eignast ást konu”. En ekki vildi Andersen lifa í ást- lausu hjónabandi, og kvæntist hann því aldrei. Framh. Fyrir nokkru síðan fundust miklar marmaranámur á Græn- landi. Hefir danska stjórnin nú undanfarið látið rannsaka þenna marmara og er hann tal- inn að vera að öllu leyti í jafn- gildi við marmara þa^in er unn- in er í Suður Evrópu. Er nú ráðgert að vinna námur þessar og koma grænlenzka marmar- anum á Ameríku markaðinn. LOFTFÖR OG LOFTSJÓNIR Á vökunni —Um Njálu og önnur fornrit— Að þú vildir eignast stöku; Orð eg ræð frá þér; Langa að stytta vetrarvöku. —Vel því taka ber. Þeim, sem tóku óð að arfi, Enn 'er stakan kær. Vekur líf og lag í starfi Listin fjær og nær. Þótt í kjörlands ys og önnum Óður brotni og mál Gleymast íslands sonum sönnum Sagnir vart um—Njál. Hann—og aðra dáða drengi: Dóma þeirra og lög; Þar, sem frækið frægðar mengi, Færði störfin hög. Njáll, og öll hans æfisaga: Aldin fyrirmynd; Þó að nepja neyðardaga Næði um, kjörin blind. Hann, og líka Hall af Síðu, Heiðra—og fleiri má. Jafnvel hér á fróni fríðu, Fólk það hlustar á. Okkar vöku-vinna heima Var: Að kynnast þeim; Frægðar-sagnir fornar geyma Og fagran stefja hreim. Heimför Eg er á leið til íslands heim í anda—veiztu þaö? Og fyrst eg kem að fjöllum þeim Hvar fyrr eg hafði stað. Af flugvél að sjá Flugvélin var furðu góð: Eg fór með henni: Lagðar brautir lofts um Enni. Þaut hún hraðfleyg upp og út Og ofan líka; Sjón það gerði söguríka. --------------- Landið var, úr lofti að sjá, Negri sem var tekinn fastur Sem lítil rýja, fyrir stuld var færður fyrir Hengd á milli himinskýja. dómara. Dómarinn: “Hefir þú nokkur Sær og himinn sýndist eins, vitni?” Um svalan geiminn; — Negrinn: “Nei, eg stel ekki í Eins og fyrir utan heiminn. vitna viðurvist.” Jón Kernested NAFNSPJOLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—i: f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hdtta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrstá miðvikudag í hverjum mánuði. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 951 .Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding- & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken M. HJALTASON, M.D. AL.MENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl < viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. Dr. S. J. Johannesson 218 Sherburn Street Talsími 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. — Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteinia. 843 SHERBROOKE ST. Phone: S6 607 WINNIPEG Office Phone 87 293 • Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING OrFicE Houks: 12-1 4 p.m. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO S54 BANNING ST. Phone: 26 420 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 32 32S Friðrik Valtýr Friðriksson f. 11. marz 1894 — d. 4 des. 1924 Margs er að sakna þá mistum við þig, Mætasti vinur og frændi, Svifti það mörgum á sorganna stig, Hve sviplega, dauðinn þér rændi. Horfin er sjónum þín hýrlega brá Og hlýlega viðmótið glaða, Og brosin sem skinu þér ásjónu á— Enginn fær metið þann skaða. Á fagnaðarmótum, æ fremstur þú varst, Og fluttir þar gleðinnar mál. Af öllum í Geysir þar alla tíð barst, Þú áttir svo glaðværa sál. Frá föður og móður þú eignaðisit arf, Sá arfur, var fjársjóður dýr. Við arfinn þann góða þú stiltir þitt starf Það starf sem að margur að býr. Þolinn í starfi og stiltur í lund Og stöðugur ætíð þú varst. — Hjálpsama réttir að mönnunum mund, Og með þeim hið erfiða barst. Að þú hefir lifað í þessari bygð, Það hafa fundið vor mál. Og fyrir þau varstu með tállausri trygð Á tápfullri og óskiftri sál. Það syrgir þig ekkjan og syrgja þig böm Og syrgir þig örvasa sprund. Þó hygg eg í sorgunum verði þeim vöm Að vita þá umliðnu stund. Systirin eina þig elskaði heitt Og einnig hún syrgir þig mjög. En huggun í sorgunum henni fá veitt Þau himnesku fornaldar lög.— Um hádegi æfinnar hrifinn frá oss Ó, hart var að sjá þér að baki. Við vitum þú eignast hin eilífu hnoss, Og englanna verður þú maki. Við kveðjum þig vinur í síðasta sinni, Og sannlega vonum að fá Að hitta þig~afitur, í unaðs heimkynni, Þars eilífri sælu er að ná. F. P. Sigurðsson, Geysir, Manitoba MAKE YOUR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The Jílarlborougí) ^otel A Service to Suit Everyone LADIES MEZZANINE FLOOR 11.30 to 2.30 Special Luncheon 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte COFFEE ROOM (Men & Women) SPECIAL LUNCH, 12-3......40c SPECIAL DINNER, 6 to 8....50c NÝJA fSLAND Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 762 VICTOR ST. StMI: 24 500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Simi: 92 755 Lag: Eldgamla ísafold Eld nýja íslajörð Elskuð ei betri er gjörð, Korn bylgju breið Unna þér öld af öld Ástmeyjar, sveina fjöld Skyldunnar skilja völd Skín sól á meið. Landið er látt og slétt Litfögrum blómstrum sett Fiski-lón fræg. Engin hér eru fjöll Eldgos né skemda spjöll Náttúran er því öll Ávaxta næg. Rauðár-dals breiðan bekk Brosleitur Leifur gekk Vín þrúgur vóð. í þúsund ár það var gleymt, Það er nú aftur heimt t orðum og gjörðum geymt Glöð er vor þjóð. P. S. G. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANRLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WTNNIPEG VIKING BILLIARDS og Hárskuröar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.