Heimskringla - 06.03.1935, Page 4

Heimskringla - 06.03.1935, Page 4
4. SIÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 6. MARZ, 1935 ^retmskringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvíkudegi. Eigemdur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 blaSsins er $3.00 árgangurinn borgist ram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll yiðskiíta bréf btaSinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift Ul ritstjórans: EDITOR HEIIÍSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKIHG PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 637 WINNIPEG, 6. MARZ, 1935 FRÁ ÞJÓÐRÆKNISÞINGINU Seytjanda ársþingi Þjóðrseknisfélagsins var slitið s. 1. fimtudagskvöld með bráð- skemtilegri samkomu, sem bátt á fjórða hundrað manns sótti. Á gleði gesta skygði ekkert, ekki einu sinni það að hafa borg- að of mikið fyrir pípuna, því aðgangur var ókeypis. Á samkomu þessa er hér ekki tækifæri að minnast frekar, en þess skal þó getið að þessir skemtu: Karlakór íslendinga, Dr. Richard Beck með ræðu um skáld- skap Davíðs Stefánssonar, Mr. K. Valdi- mar Bjömsson, Dr. Rögnvaldur Péturs- son, sr. Jakob Jónsson, Lúðvið Kristjáns- son, Ragnar H. Ragnar og Thórður Kristjánsson. Þingið stóð yfir þrjá daga. Voru starfs- fundir vel sóttir, enda umræður oft fjör- ungar. Já, margt og mikið var sagt, en hafi um nytsemi nokkurs af því verið ef- ast, var það þó eigi að síður til gamans, eins og t. d. er Ármann Magnússom tókst á hendur að leiðbeina Ásmundi P. Jó- hannssyni í fjármálum en við lítinn kenn- ara orðstír. Á þessu þingi sem öðrum var helzta umræðuefnið útbreiðslumáhð, og var það í þetta sinn rætt með óvanaleg- um áhuga og alvöru. í þeim umræðum var þess getið, að ekki mundi kostur á að fá ræðum útvarpað heiman af íslandi hvorki 2 ágúst ná í annan tíma, eins og hér var hreyft á þjóðræknisþinginu s. 1. ár, vegna þess að útvarpsstöðin heima væri ekki af þeirri stærð er til þess nægði. Stjórnamefnd Þjóðræknisfélagsins voru falin þrjú mál til umsjár og framkvæmda. Eitt þeirra var minnisvarðamál St. G. St., er minst hefir verið á í þessu blaði. Annað er að sjá svo um að minst sé 60 ára byggingar þessa fylkis af Islendingum, þar sem Islendingar halda þjóðminningar- dag á þessu ári. Þriðja málið var að minnast 100 ára fæðingar afmælis Matthí asar Jochumssonar á komandi hausti á þann hátt er nefndin álítur bezt við eiga. En frá starfi félagsins á komandi ári, og því er það hefir til vegar snúið á liðnu ári, er hér ekki kostur að skýra, enda ekki nauðsynlegt, þar sem frá því öllu verður ítarlega sagt í fundargerningi þingsins, er í næstu blöðum birtast. Þegar um þing þetta er að ræða, er það eitt mikilsvert atriði sem sjaldan er minst á, sem vert er að geta, en það eru hin félagslegu áhrif þess. Menn finna orðið glögt til þess, að þarna er um allsherjar mót íslendinga að ræða, og með því að sækja þingið, er oft endurnýjaður kunn- ingsskapur gamalla eða sjaldséðra kunn- ingja og vina. Áhrif þingsins í þessum skilningi eru að verða eftirtektaverð og spá vel fyrir um framtíð þess. íslendingamót Fróns þótti og hið ágæt- asta. Var að hreyfimyndum úr íslands- för Árna Helgasonar gerður hinn bezti rómur. Aðalræðuna flutt það kvöld Mr. K .Valdimar Björnsson frá Minneota. Af orðrómi gesta mótsins verður ekki annað dæmt, en að þessi nýsveinn hér í ís- lenkzum ræðustól, hafi komið, séð og sigrað. Ennfremur er þess að minnast, að þarna var sungið lag á fimm hljóðfæri eftir Jón tónskáld Friðfinnsson, sem góð- ur rómur var geröur að. Er þessa ekki sízt vert að geta vegna þess að Ragnar H. Ragnar lét svo um'mælt á einni samkomu þingsins, að hann yrði að leika útlent lag á píanóið, af því að fyrir það hljóðfæri væri ekki um neitt að ræða skrifað á íslenzku. Fjölhæfnin í tónlist íslendinga er nú ekki meiri en þetta. Starf þeirra er við það eiga að skrifa lög fyrir hljóðfæri, eins og Jón Friðfinnsson hefir þama gert, ber því að meta fram yfir það sem alment er gert. í stjómarnefnd Þjóðræknisfélagsins voru þessir kosnir fyrir yfirstandandi ár: Jón J. Bíldfell forseti, dr. Richard Beck varaforseti, Bergþór Emil Johnson ritari, séra B. Theodóre Sigurðsson vararitari, Árni Eggertsson féhirðir, W. J. Jóhanns- son vara féhirðir, Guðmann Leví fjár- málaritari, dr. Ágúst Blöndal varafjár- málaritari, skjalavörður S. E. Melsted. Friðrik Sveinsson listmálari var gerður að heiðursfélaga á þessu þingi. HEILBRIGÐ MENNING Þegar litið er yfir menningarferil mann- kynsins, dylst það ekki, að þar sem brot- um úr menningu fleiri þjóða hefir slegið saman, þar hefir oft fjölhæfust þjóðmenn- ing sprottið upp. Það er einmitt þar sem svo hefir staðið á, að sumar fremstu menningar þjóðir hafa komið fram, sem sagan getur um, að fomu og nýju. En jafnvel þó þetta sé all sennilegt og sé meira að segja viðurkent af þeim sem rúnir liðins tíma og sögu kunna að lesa, verður samt ekki sagt að þjóðlíf það sem við ‘“lifum og hrærujnst’’ í, hafi mikið lagt upp úr þessari kenningu. Það hefir legið hér ríkt í landi, að líta niður á út- lendii^ga, þ. e. a. s. þá sem af öðru sauða- húsi hafa verið en Bretans. Önnur menn- ing en brezk, hefir ekki aðeins legið í lág- inni, heldur hefir verið efast um, að hún væri nokkur til. Útlendingana hefir því ekki komið til mála að líta á sem komna af menningarþjóð; þeir hafa aðeins verið taldir standa dýrum merkurinnar ofar á sama hátt og villimaðurinn, að minsta kosti í augum fjöldans. Þeim sem fyrir smjörþefinum urðu af þessari útlendings fyrirhtningu fyrrum, og þeir eru margir enn á lífi til frásagnar um það, bæði af íslenzku þjóðbergi brotnir* og öðrum, mun nú heldur en ekki þykja það veðrabrigði í lofti er háskóli þessa fylkis efnir til fyrirlestra halda er ætlast er til að leiði almenning að minsta kosti þessa fylkis, í nokkum sannleika um, að þjóðarbrotin smærri hér hafi nokkra menningu með sér hingað flutt, sem sjálf- sagt sé að kynnast, og læra af og færa sér í nyt, að því leyti sem kostur er á. Þessir fyrirlestrar byrja með því að Pól- lendingum er helguð þessi yfirstandandi vika. Eru tveir fyrirlestrar fluttir á viku, á þriðjudag og föstudag, í háskólanum á Broadway í Winnipeg (í A Theatre). Öllum er heimilt að koma þar endur- gjaldslaust og byrja fyrirlestramir kl. 8.30 að kvöldi. Næsta vika er tileinkuð íglendingum. Flytur prófessor Skúli Johnson fyrirlest- ur um fornbókmentir íslendinga þriðju- daginn 12. marz. Á föstudaginn 15. marz flytur dr. Rögnvaldift- Pétursson fyrirlest- ur um nútíðar eða seinni tíma bókmentir íslenzku þjóðarinnar. Verður í einum fyr- irlestri auðvitað ekki hægt að fara ítar- lega út í þessi efni, en á helztu stefnur og strauma munu fyrirlesararnir reyna að benda og gefa með því til kynna hvert verið hefir mark og mið andlegs h'fs og menningar þjóðarinnar. Fyrirlestrarnir verða auðvitað á ensku, en það mun verða íslendingum eigi síður en öðrum þjóðum ávinningur að sækja þá. Þriðja vika mánaðarins er áskilin Ukraníumönnum. Er þessa hér getið vegna þess, að alla þessa fyrirlestra er þess vert að hlýða á, ef menn hafa tíma til þess, og það hafa nú margir. Háskólinn á þakkir skilið fyrir að gang- ast fyrir þessum fyrirlestra höldum. Af því getur ekki annað en gott leitt fyrir samh'f þegnanna og þroska þjóðlífsins sem hér er að rísa á legg. Það hlaut að því að koma, að mönnum færi að skiljast, að þeir, sem sömu þjóð tilheyra og þeir Kopemikus, Chopin, Paderewsky, Mde. Curie og Joseph Courad gerðu, gætu eitt- hvað verðmætt lagt til þessa þjóðh'fs. Einnig þeir sem af þjóðinni eru komnir, sem á fót komu hjá sér þingi á lýðræðis grundvelli á undan öllum öðrum, eins og Islendingar, og bókmentastarf hófu með svo fullkomnum brag endur fyrir löngu að vafasamt er, að sh'k rithst eigi sinn líka í öllum heimi, eða hafi nokkru sinni átt. í stefnu þessari sem háskólinn hefir tekið felst viðurkenning fyrir því, að starfið, sem þjóðarbrotin hér hafa verið að vinna með því að varðveita það bezta af áa-arfinum, hafi ekki ófyrirsynju verið gert. Þeir er því hafa ekki skeytt, verða ekki menn að meiir álitnir fyrir það, held- ur Iniklu fremur sem þeir, er ekki hafa veitt inn í þetta þjóðlíf neinum þeim lífs- straumum, er elft hafa það eða bætt. ó- þjóðræknir íslendingar geta sem aðrir þarfa lexíu af þessu' lært, ef þeir vilja á annað borð fyrir því hafa, að kynnast því, sem þegnskap þeirra áhrærir og finst það sjálfstæði sínu og manndómi að einhverju leyti samboðið. NÁTTÚRUAUÐLEGÐ MANITOBA Á meðan Manitoba-fylki var að hamast í að ná auðslindum þessa fylkis úr hönd- um sambandsstjómarinnar, var svo mikið af þeim látið, að fram af flestum gekk. Það átti ekki að dragast úr hömlu, eftir að fylkið var búið að fá umráð þeirra í sínar hendur, að virkja þær. Öll þessi náttúruforðabúr átti að opna og auður- inn úr þeim að streyma í hendur íbúanna. En svo leið og beið. Námavinna sem byrjuð var um þessar mundir, lagðist sem næst niður. Það þótti sjáanlegt, að fylkið ætlaði ekki neitt að sinna atvinnu- vegunum og það skaut mögum skelk í bringu. Fyrir austan Winni^egvatn, ' er hérað mikið, eins stórt og stærra en margt þjóðríki Evrópu, sem margir vissu, að var mjög málmauðugt. En inn í þetta ríki var engum fært nema fuglinum fluúgandi, ‘þar til maðurinn gat farið að herma flugið eftir fuglunum. Og flug- bátarnir eru flutningstækin, sem bjargast verður nú við þá dýr séu þeim, sem iðn- aðarstarfsemi hafa þama með höndum. Á einum fimm stöðum í þessu héraði er nú námaiðnaður rekin með góðum verður nú við þó dýr séu þeim, sem iðn- árangri. Nyrst eða um 80 til 100 mílur beint austur af Norway House, sem er nyrsti manna bústaður við Wpg-vatn, er gull unhið úr jörðu, við svonefnt God’s Lake. Vinna þar um 125—150 manns. Um 100 mílur sunnar er næsta námafélagið starfandi og svo hvert af öðru alla leið suður til Rice Lake, sem ekki er öllu lengra héðan en Mikleyjan á Winnipeg- vatni. Hvað mikið af málmi er þama í jörðu hefir ekki neitt h'kt því verið rann- sakað. Hérað þetta nær alla leið frá Win- nipegvatni og austur að landamærum Ontario-fylkis. En auk málmanna, sem þarna em í jörðu fólgnir og sem ekki er nema lítillega byrjað að grafa eftir, er þarna yfrinn auður ofanjarðar. Á viði til húsgerðar er þama engin þurð og um miljónir ekra af allgóðu búlandi, einkum til kvikfjárræktar. En vegna samgöngu- leysis í héraði þessu hinu mikla, er þama óbygt land ennþá og auðurinn í jörðu og á og í fiskisælum ám og vötnum, er allur ósnertur ennþá og íbúum fylkisins ekki fremur til velferðar, en þó upp í tunglinu væri. Frá stjórnarsetrinu í þessu fylki, er hárað þetta í sem næst eitt hundrað mílna fjarlægð. En engum af stjómend- unum og því síður þingfulltrúum fylkis- búa, er á mjúkum embættisdýnum hvfla þama sín íúnu bein hefir svo mikið sem dreymt um, að með því að leggja veg eða bæta samgöngur þarna, væru þeir að vinna í stórum stíl að atvinnubótum og bæta brauð og efla velferð þeirra ótal iðjulausu handa, er umhverfis þennan bjarta og ásjálega sælunnar stað ráfa á hverjum degi, meðan þeir er þar sitja inni þreyta hugann við einhverja mannúð- arlöggjöfina, sem þó sjaldnar en hitt nær til annara, en þeirra sjálfra. Aðeins þrjá- tíu og fimm mílur vegar er sagt að ófær leið sé inn í héraðið, en annað hvort hefir fylkis stjórainni vaxið sú vegagerð í aug- um, eða hitt, sem h'klegra er, að henni hefir aldrei dottið hún í hug. Fylkisstjóm- ir hafa af mörgum þótt réttnefndar vega- nefndir, af því að starf þeirra þykir öllu öðru fremur í vegagerð fólgið. En með þessa vanrækslu í vegagerð fylkisstjóm- arinnar í Manitoba fyrir augum, getur nokkur vafi á því leikið, hvort það sé rétt- nefni, þegar um hana er að ræða. Líklegast hefði verið hægt þegar í byrj- un, að sjá hverjum einasta atvinnulaus- um manni í fylkinu fyrir atvinnu með því að vinna að velferð þess vísis til náma- iðju, sem í þessu héraði er hafinn þrátt fyrir alt. En fylkisstjómin hefir aldrei haft neinn áhuga fyrir atvinnubótum svo að framkvæmdaleysi hennar í þessu máli, er ekkert óeðlilegt. í blaðinu Winnipeg Tribune var skarp- lega skrifuð grein nýlega um verkefnið, sem þama hefði beðið stjómar-aðgerða um mörg ár. Var þá sem stjórnin vakn- aði af dvala og fór í hljóði að ræða um, að senda menn loks út af örkinni, til þess að gera áætlun um kostnað á vegalagn- ingu norður í námahéraðið. Fór stjórn- ardeildin sem umsjón auðslinda fylkisins hefir með höndum ofan í vasan eftir $800 til að rannsaka þetta. Hvort hún skamm- ast sín nú nógu mikið til þess að hún haldi framkvæmdum áfram er eftir að vita. HEIMBOÐS-HUGLEIÐINGAR Eitt hið víðförlasta og vitr- asta skáld þessa lands hefir lát- ið svo um mælt, að sá sálar- gróður sé bestur, sem vaxi í skauti ættjarðarinnar. Og f sambandi við það segir sama skáldið, að sérhver vísir, sem sé slitinn upp frá rótum, hljóti að deyja, þótt hann vökvist hlýustu morgundögg. Með þessu gefur skáldið til kynna þá skoðun sína og (ef til vill) reynslu, að ein- hverju leyti, að ættlandið eigi meir en lítil ítök í örfum sín- um. Það lítur svo á að gáfur þeirra og hæfileikar þroskist mest og njóti sín best í samvist- unum við móðurmoldina, útlit hennar og lögun, auðlegð henn- ar og fátækt. Hin dularfullu og máttarríku áhrif alls þessa eru, að dómi skáldsins, eðlileg- ustu og dýrmætustu frjómögn andans. Og verði einhver við- skila við þetta, þá telur hinn gamli og góði skáldjöfur, þann hinn sama svo illa farinn, að hann njóti sín ekki, sé í raun og veru ekki hann sjálfur, eiginlega lifandi dauður, þrátt fyrir þó hin venjulegu lífsskilyrði séu ágæt. Þetta svið, sem skáldið kemur inn á, um skyldleika mannsins við sitt föðurland, hefir ekki enn þá verið rannsakað neitt gaumgæfilega frá vísindanna hlið, en flestir munu hallast að því í hugskoti sínu, að þessi skyldleiki sé allverulegur. Menn munu yfirleitt hneigjast í þá átt, að átthagamir og ættlandið gefi manninum ekki aðeins ákveðin svip og vissan blæ, heldur eigi það einnig ekki óverulega hlut- deild í innra manninum, tilfinn- ingunni, andarfarinu og skap- gerðinni. Og ef þessu er þenn- an veg farið, þá getur maður betur skilið St. G. Stefánsson, þegar hann er að lýsa afstöðu sinni til þessa heims heimkynna, og segir: “Eg á orðið einhvern veginn ekkert föðurland.” Því ber heldur ekki að leyna, að sér- hver maður sem hverfur burt frá ættjörð sinni, þó ekki sé nema stuttan tíma, finnur það óðara, og hún er horfin, hve mikið hann er háður henni í hjarta sínu og sínum hugheim- um. Og vitanlega er þessi til- finning þrungin, meira eða minna, af söknuði og sársauka, og því lengri sem fjarvistirnar eru þeim mun sterkari verða þessar kendir, uns þær dofna og hálf deyja. Og þeim sem í hlut á finst hann vera alstaðar út- lendingur. Út frá þessu, hefir það stöku sinnum flogið í huga minna, hvort íslendingar hér heima muni finna í þessari reynslu nokkra afsökun fyrir það tómlæti og þann kala, sem þeir hafa sýnt og borið undan- fama áratugi, í garð Vestur-ís- lendinga. En eg hefi allajafnan horfið frá því, að álykta að svo væri. Þeir hvorki reyna að finna eða hafa nokkra afsökun fyrir ófrændrækni sína. Hins vegar starfar hún af þeirri meðvitund og þeim þanka gangi, að þeir, sem fluttust vestur um haf til landnáms og lífsdvalar, séu horfnir ættjörð- inni fyrir fult og alt, þeir séu ekki lengur íslendingar nema að nafninu til og það jafnvel bara mjög takmarkaðan tíma. En þetta var og er á vissan hátt mikil meinloka. Og þessi mein- loka hefir stoð sína í þeirri gremju, er af því reis, að íslend- ingar skyldu nokkurn tíma flykkjast til Ameríku, þó hart væri í ári hér heima til sjóð og lands, fátæktin mikil og útlitið skuggalegt. Ef til vill hefir þeim sem eftir urðu fundist, að þeir, sem fóru sýndu með þess- ari burtför sinni hugrekkisskort og ræktarleysi við land og þjóð, og það á þeim tíma er síst skyldi, þegar þjóðin var í bar- áttuhita fyrir sjálfstæði sínu og óðfús áfram til hverskonar um- bóta og framfara. Af þessum ástæðum er ekki 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hdn viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa írá veikluðum nýrum. — pœr eru til sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medícine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. ósennilegt að myndast hafi hjá oss Islendingum miður sann- gjamar og réttar skoðanir á Vestur-lslendingum og vestur- íslenzku lífi. Að minsta kosti koma stund- um meinlokur í menn fyrir minni orsakir en þessar, sem minst hefir verið á og hugsan- legar eru. Tildrögin til vesturfaranna hafa verið mörg og margþætt og hvorki auðvelt né æskilegt að gera þau öll heyrum kunn, hvorki fyrir okkur eða Vestur- íslendinga. Hitt skiftir meira máli, að Vestur-íslendingar hafa um marga áratugi haldið ágætlega við sínu þjóðerni og móðurmáli. Þó Vesturheimur hafi fóstrað þá vel ,og hlynt betur að þeim á marga lund, en gamla landinu hefði verið mögulegt, hafa þeir samt ekki gleymt því. Sí og æ hefir það vakað í vitund þeirra, og allur þeirra frami og mann- dómur hefir í dýpsta skilningi verið helgaður íslandi og ís- lenzku ætterni. íslenzk ljóð og íslenzkar sögur hafa lifað í hug- um þeirra og veitt þeim hugró og ánægju á þungbærum stund- um, en h'ka hvatt þá til karl- mensku í hverri raun, og stutt þá í hverskonar drengskap og dáðríki. í Ameríku hafa íslend- ingar eðlilega verið bomir sam- an við hinar ýmsu þjóðir eða þjóðflokka, sem þar eru, og þeir hafa vissulega ekkert tilsparað, að sá samanburður yrði allri ís- lenzku þjóðinni í heild til sem mestrar sæmdar. í andlegum og verklegum efnum hafa Vestur- íslendingar lagt til sínu þjóðfé- lagi marga framúrskarandi menn, og enginn hefir yfirleitt auglýst Island og íslenzku þjóð- ina eins mikið og vel eins og þeir. Eg efast um, að það hafi nokkuru sinni komið betur í ljós, hvað í íslenzku þjóðinni býr og hvers virði hún er, en hjá Vestur-íslendingum, og vita- skuld er þetta þannig fyrir þá sök, að þeir hafa verið svo miklir og góðir íslendingar. Fyrir þetta og m. fl. erum vér, sem búum hér heima á gamla landinu, í ósegjanlega mikilli þakkarskuld við landa vora vestanhafs. En það einkenni- lega er, að það er stutt síðan að það fór að daga hjá oss fyrir þessum mikilvægu sannindum, og slíkt skeður einmitt þegar kveldar hjá íslenzku þjóðerni fyrir vestan haf. Hinir gömlu rótslitnu en góðu Islendingar vestan hafs eru flestir horfnir af vettvangi þessarar lífstilveru og þeir sem eftir eru og hinir eldri eiga allflestir skamt eftir að bíða slíkra örlaga; en þeir ungu eru allir gróðursettir í amerískum jarðvegi. En þó þessu sé þannig farið er enn þá nokkurt tækifæri fyrir íslenzku þjóðina að höggva skarð í þakk- arskuldina. Og vottur um þann vilja og þá viðleitni, kemur með- al annars fram í þeirri ákvörð- un, sem ungmennafélögin hafa tekið, ásamt sambandi ísl. kvenna og félagi Vestur-Isl., að bjóða vestur-íslenzku skáldkon- unni Jakobínu Johnson heim næsta sumar.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.