Heimskringla


Heimskringla - 06.03.1935, Qupperneq 6

Heimskringla - 06.03.1935, Qupperneq 6
6. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. MARZ, 1935 I VIKING Eftir R. Sabatini En þeir hristu höfuðið, sem hann var boð- inn. Þeir kunnu þrælsefni að sjá, ef mjög teknir voru í framan og tryllingslegir, þá var alt annað en hægðarleikur að venja þá við og rétt eins víst, að þeir dræpust í tamningu. — Hann var þar á ofan grannholda og vöðvarnir slakir; til hvers var að kaupa þræl, og þurfa að ala hann og hafa í traföskjum. Fimm pen- ingar var fullmikið fyrir hann. Svo að sölu- ráður ruggaði til baka, og segir gramur og luntalegur: “Hann er þín eign, ó Ali, og fyrirgefi þér Allah, ágirndina.” Ali kýmdi við og menn hans lögðu hendur á Lionel og skotruðu honum til svertingjanna. Nú hélt uppboðinu áfram, þar til Ayoub hvíslaði, að sölustjóra, og þá var Rósamunda sótt, samkvæmt boði hans. Hún kom við- stöðulaust, en með einkennilegu fjörleysi, lík- ast þeim sem gengur í svefni, eða er þungt haldinn af áfengi eða svefnleysi. Hún stóð hjá sölustjóra, í steikjandi hita, þar sem allir gláptu á hana, en hann lét ganga dæluna um þá kosti hennar, sem hann hélt kaupendum koma bezt; af dvöl sinni á Frakklandi skildi hún þvælu hans, sem flutt var á þeirrar tíðar frönsku blendingi, og Hvaldist af blygðun. Fyrstur t,il að bjóða í hana var Márinn digri, sem reyndi að kaupa blámennina, hann stóð upp til að skoða hana vel og líkaði víst vel, því að hann lýsti háu boði, og var auð- heyrt, að hann þóttist viss um, að það myndi duga. “Hundrað gullpeninga býð eg fyrir stúlk- una með mjólkur andlitið.” “Ekki er það nóg. Aðgættu hina tungl- björtu prýði ásjónu hennar,” sagði uppboðs- haldarinn, og hélt hringsólinu. “Chigil sendir oss fagrar konur, en aldrei neina þessari líka.” “Eitt hundrað og fimtíu,” sagði tyrknesk- ur maður rösklega. “Ekki nóg enn. Sjáið augu hennar, hve björt eru, sjáið hve þokkalega hún ber höfuðið og hve hávaxin, fyrir Allahs náð og miskunn,” sagði sölumaðurinn. “Allah veit, að hún er til þess hæf, að prýða kvennabúr soldánsins sjálfs.” Allir viðstaddir sáu, að hann sagði ekki annað en satt var, og gerðust ókyrrir af hreyf- ingi, Mári nokkur, að nafni Yusuf, bauð tvö hundruð. En söluráður hélt hinu sama fram og áður, að hrósa fegurð hennar. Hann hélt handlegg hennar á loft, til sýnis, en hún lét það viðgangast, mótstöðulaust, horfði til jarð- ar ,en roði hljóp í kinnar hennar og hvarf jafnharðan. “Lítið á þessa limi, mjúka sem silki frá Arabíu og hvítari en fílabein. Lítið á þessar varir, rjóðari en rósir granatepla. Tvö hundr- uð eru mér boöin. Hverju viltu bæta við, ó Hamet?” Hamet sýndist þykkja það, að boð hans hið fyrsta var svo skyndilega tvöfaldað. “Eg vltna til bókarinnar, að eg hefi keypt þrjár sterkar stúlkur frá Sus fyrir minna gjald.” “Hefirðu þennan bláeygða brag kvenna í sömu andránni og neflausa, breiðleita snót frá Sús?” mælti söluráður hnussandi. ‘‘Tvö hundruð þá og tíu til,” sagði Hamet fýlulega. Tsamanni hafði gát á hvað gerðist, þótti nú tími til kominn, að reka erindi herra síns og kaupa meyna. “Þrjú hundruð,’ mælti hann, í styttingi, til þess að binda enda á þófið. “Fjögur hundruð,” var sagt fyrir aftan hann, í skrækum róm. Hann snerist við, alveg hissa, og sá Ayoub standa þar glottandi. Hver teygði sig sem betur gat, að sjá svo örlátan kaupanda. Yusuf stóð upp og lýsti því, með þykkju, að rykið á sölutorginu í Alsír skyldi aldrei saurga sína skó framar; aldrei skyldi sig henda framar, að koma þangað til þræla- kaupa. “Allir eru heillaðir og viti sínu fjær, á þessu sölutorgi,” mælti hann og vitnaði til margra vætta. “Fjögur hundruð peninga fyrir eina ambátt vallenzka! Allah auki auð ykkar, því að sannarlega þurfið þið þess með.” Þar með skálmaði hann til hliða, æfareiður, og tók að ryðjast gegnum þyrpinguna. Samt komst'hann ekki hjá að heyra, að meira var boðið í hana. Meðan Tsamanni var að ná sér, eftir áfallið, lokkaði söluráður Tyrkjann til að hækka boðið. “Þetta er óhemju ofboð,” mælti Tyrkinn! “En mér lízt á hana og ef Allah hinn miskun- sami lætur sér líka, að leiða hana til sannrar Trúar, þá má vel henda, að hún verði Ijósið í mínu kvennabúri. Fjögur hundruð peninga þá, og tvo tigi umfram, ó söluráður! Og fyrirgefi Allah mér eyðslusemina.” En jafnskjótt og hann lauk talinu, kom stutt boð og laggott frá Tsamanni: “Fimm hundruð!” “Ó, Allah!” hrópaði Tyrkinn og hóf hend- ur til himins, en mannfjöldinn tók undir með honum. “Fimm hundruð og fimtíu,” hvein í Ayoub, upp yfir kliðinn í fólkinu. “Sex hundruð,” svaraði Tsamanni, og brá sér hvergi. Nú gerðist svo mikil háreysti, af þessum boðum, sem enginn hafði heyrt dæmi til, að sölumaður fórnaði höndum og krafðist hljóðs. “5égar hljóð fékst, kom hundrað peninga yfirboð frá Ayoub. “Átta hundruð,” gall við Tsamanni, nú loksins var farið að þykna í honum. “Níu hundruð,” var Ayoubs boð. Nú snerist Tsamanni við honum, náfölur af vonzku. “Er þetta gaman þitt, ó, þú faðir vinds?” en hópurinn hló ag brigzlinu, sem var falið í orðunum. Hinn kvað hann skyldi komast að full- keyptu, og þá bauð Tsamanni þúsund peninga, án frekari umsvifa. “Hljóð!” kvað við söluráður. “Hljóð! Og lofið Allah, sem veldur góðum prísum.” “Þúsund og hundraði betur,” segir Ayoub, sem aldrei sýndist láta sig. Og nú var Tsamanni boðinn frá, og þorði ekki að bjóða meir, nema eftir skipun Asads. En ef hann hyrfi af sölutorgi, til að bera málið undir hann, mýndi Ayoub eignast meyna. Því þóttist hann milli steins og sleggju. Ef hann byði meir en Asad hafði til tekið, en sú upp- hæð var miklu meiri en nokkurn grunaði, að boðin myndi vera, þá kynna Asad að reiðast honum. Ef hann léti bjóða sig frá, mætti herra hans vel láta vanþóknun sína bitna á 1 honum. Hann sneri sér að mannfjöldanum og baðaði út handleggjunum til að herða á máli sínu: “Spámannsins skör og skegg, þessi vind og flot belgur gabbar oss. Hann ætlar sér ekki að standa við boð sitt. Hver hefir nokkurntíma heyrt þess getið, að ambátt hafi keypt verið fyrir helming þessarar upphæðar.” Ayoub svaraði af mikilli mælsku: brá digr- um fésjóð undan skikkju sinni og fleygði á jörðina, svo að gullið glamraði. “Þama er minn svaramaður,” mælti hann, í bezta skapi, hann naut mikillar ánægju af, að sigra óvin sinn, án þess að kosta nokkru til sjálfur. “Á og að telja þér ellefu hundrúð peninga ó, sölu- ráður?” Í “Ef ráðherrann Tsamanni vill svo vera láta.” “Veiztu fyrir hvern eg er að bjóða?” grenjaði Tsamanni. “Fyrir landstjórann sjálf- an, Asad-ed-Din, þann sem Allah hefir upp- hafið.” Hann hélt upp höndum og gekk að Ayoub. “Hverju muntu honum svara ó, hund- ur, þegar hann krefur þig ábyrgðar fyrir að dirfast að bjóða hann frá?” Ayoub kipti sér ekki upp við þessi læti; baðaði út höndunum, kreisti saman sínar þykku varir og svaraði glottaralega. “Hvemig ætti eg að vita það, fyrst Allah hefir ekki gert ’ mig alvitran. Þú hefðir átt að segja til þess fyr. Svo mun eg svara Asad, ef hann spyr mig, og Asad er réttvís.” “Ekki vildi eg vera í þínum sporum, Ayoub, þó þeir gæfu mér Stambul til.” “Og eg ekki í þínum, Tsamanni, því að þú sért gulur í framan af heipt.” Þannig stóðu þeir og horfðust á, reiðilega, unz söluráður kvaddi þá til að sinna kaupum. “Prísinn er nú ellefu tíu hundruð. Ætlar þú að láta yfirbugast, ó ráðgjafi?” “Fyrst það er Allahs vilji. Eg hefi ekki umboð til að bjóða hærra.” “Fyrir ellefu tíu hundruð, Ayoub, er hún . . .” En sölunni var enn ekki lokið. Frá þröng- inni við hliðin gall við einhver, snúðugt og rösklega: “Eitt þúsund og tvö hundruð fyrir stúlkuna vallenzku”. Söluráður hafði hugsað með sér, að ó- ráðið væri rokið hjá, og gat nú ekki annáð en glápt, af furðu. Mannfjöldinn iðaði og suðaði og æpti upp yfir sig af kæti og jafnvel Tsa- manni hrestist við, að heyra kappa skerast í leikinn, sem Ayoub kynni að lúta fyrir í lægra haldi. En er þröngin klofnaði og gaf rúm Sakr-el-Bahr, til að ganga fram á söluvang, snerist háreystin í fagnaðar óp, er múgurinn fagnaði uppáhaldi sínu. Rósamúnda þekti málróm hans og þá fór hrollur um hana. Hún skildi ekki hvað boðið var og því síður æsing og ákafa þeirra sem buðu. En er hún heyrði til síns gamla unn- usta, þóttist hún skilja, að hann hefði alla stund beðið, þar til allir væru frá gengnir nema einn, og skorist nú í leikinn til að kaupa hana og eignast fyrir ambátt! Hún lét aftur augun og bað til guðs, að honum tækist það ekki. Henni varð svo mikið um, að hún fast að því misti meðvitund, og henni fanst jörðin ganga bylgjum undir fótum sér. En er svim- inn rann af henni ,heyrði hún alla hrópa: “Allah” og “Sakr-el-Bahr” og söluráð heimta hljóð, mjög alvarlega, og segja svo: “Dýrð sé Allah, sem sendir örláta kaup- endur! Hvað segir þú ó, drotningar dróttseti Ayoub? “Já, hvað verður nú úr þér?” sagði Tsa- manni, hróðugur. “Tólf hundruð og eitt til!” kvað Ayoub, og lét sem minst bera á, að honum þótti leik- urinn harðna. “Eitt hundrað til,” mælti Sakr-el-Bahr, stillilega. “Eitt þúsund og fimm hundruð,” skrækti Ayoub, var þá komið að því boði, sem hús- móðir hans hafði tiltekið, enda hafði hún ekki meira fyrir hendi, þar með var og lokið þeirri vissu ábata von, sem hann hafði gert sér. En Sakr-el-Bahr lét sem ekkert væri, leit ekki einu sinni við geldingnum, heldur segir: “Eitt hundrað til.” Söluráður lýsti boði: “Sextán hundruð peningar!” hann var svo æstur, að hann kunni sér varla læti. En er hann náði sér, lét hann höfuð síga og lýsti trú sinni með lotningu: “Ekkert er ómögulegt, ef Allah vill. Lofaður veri Allah, sem sendir auðugu kaupendur.” Hann ávarpaði Ayoub, sem nú var svo lúpulegur, að Tsamanni var dátt, og segir: “Hvað segir þú nú, ó skarpskygni dróttseti?” “Eg segi, að hann verði að hafa betur, úr því Satan gefur honum svo mikinn auð,” svaraði Ayoub, honum var svo sárt, að hann gat varla komið út úr sér orðunum. En í sama bili og hann lét út úr sér þessi stóryrði, var hann tekinn steinbíts taki, en þeir sem horfðu á, létu á sér heyra, að þeim líkaði vel, að Sakr-el-Bahr léti hann kenna á kröft- unum. “Segir þú, að Satan sé mér hollur, þú náttúrulausi hundur?” sagði hann höstugt og herti takið á Ayoubs feita svíra, höfuðið fór að síga og bakið bognaði og hvemig sem hann brauzt um, varð hann að leggjast á grúfu ofan í rykið, undan því harða átaki. “Á eg að kirkja þig, faðir skíts eða á eg að fleygja þínu hveljulega holdi á gadda, til þess þú lærir manna siði?” Og jafnframt og hann talaði, nuddaði hann andliti hins ofdjarfa manns ofan í rykið. “Líkn!” veinaði dróttsetinn. “Vægðu mér, ó máttugi Sakr-el-Bahr, svo sem þú sjálfur ætlast til vorkunnar!” “Taktu þá aftur, það sem þú talaðir, sorp- ið þitt. Lýstu sjálfan þig lygara og hund.” “Eg tek þau aftur. Eg fór með fúla lygi. Auður þinn er umbun, veitt þér af Allah, fyrir þína dýrðlegu sigra; yfir þeim vantrúuðu.” “Réttu út úr þér tunguna sem olli hneykslinu og hreinsaðu hana í rykinu. Rektu hana út úr þér, segi eg.” Hinn hlýddi tafarlaust, þá slepti Sakr-el- Bahr takinu og lofaði mannaumingjanum að standa upp, þá stóð í honum af rykinu sem hann hafði gleypt, hann skalf af hræðslu og undan átakinu, en múgurinn spottaði hann og hló að honum. “Snáfaðu svo héðan, áður en haukar mín- ir læsa í þig klónum. Farðu!” Ayoub flýtti sér burt við sköll múgsins og Tsamanni sendi honum tóninn, en söluráður tónaði snjalt: “Fyrir sextán hundruð gullskildinga verð- ur þessi ambátt þín eign, ó Sakr-el-Bahr, Is- lams frægð og ljómi. Fjölgi Allah eignum þín- um..” “Borga þú honum, Ali,” sagði víkingurinn stuttlega og steig skrefi nær, til að taka við því, sem hann hafið keypt. Rósamunda leit við honum sem snöggv- ast, hún var náhvít í framan og yfirkomin af því, hvemig skipast hefði um hagi hennar. Meðferð hans á Ayoub hafði sýnt henni, hve svaðalega hrottalegur hann gat verið, og grunaði ekki, að hann hafði svo látið með fyrirhuguðu ráði, til að koma ótta að henni. Hann aðgætti hana glottandi, svo að þar af óx hrollur hennar og hræðsla, og segir á ensku: “Komdu!” Hún hrökk undan, að uppboðshaldaranum, svo sem til að leita verndar; Sakr-el-Bahr tók um úlnliðinn á hennl og sama sem skotraði henni til blámanna þeirra, sem jafnan fylgdu honum. “Felið ásjónu hennar,” bauð hann. “Ber- ið hana heim til mín.” Þeir hlýddu þegar í stað. XI. Kapítuli. Á litlum höfðu utan borgar stóð setur Sakr-el-Bahrs og þangað kom hann í sólar setur, með nokkrum víkingum, en á eftir hon- um fetuðu blámennirnir og hið nýkeypta man. En er þau gengu inn um þröngt hlið í húsa- garðinn, gullu við ávörp kallaranna frá stað- arins turnum, að brýna hina trúuðu til bæna- halda. í miðjum garðinum gaus vatni úr pípu, hátt í loft, er deildist í loftinu og féll sem skúr ofan í marmara skál; þaðan báru þrælar vatn í skálum, Sakr-el-Bahr laugaðist, kraup á bænarsvæfil, er honum var færður, en vík- ingar sviftu kápum af herðum sér og lögðu niður og bændust svo. Blámennimir tóku til hinna nýju þræla, sneru þeim að gerðinu, svo að bænahald hinna trúuðu skyldi eigi spjallast af þeirra ásýnd. Sætan ilm blóma lagði af garðinum, og þar var fagurt um að litast; í einu horninu var dæla, unnin með stóru vatnshjóli, það stóð kyrt, og þrælarnir hjá, sem hafðir voru U1 að snúa því, allir á bæn. Sakr-el-Bahr stóð upp, að lokinni bæna- gerð, sagði til nokkurs, sem hann vildi gera láta og gekk inn. Blámennirnir fylgdu hon- um og ýttu þrælunum á undan sér, upp þröng- an stiga, sem lá upp á þak. Suðurveggur hússins stóð langt upp af þakinu, sem var rislaust, og meðfram honum voru tjaldbúðir með hægindum og silki svæflum og borð af íben viði, skreytt perlum og gulli. Á hinum veggnum voru háar grindur, alþaktar rósum, með blóðrauðum blómstrum. Til austurs sá yfir borgina og hafnargarðinn, er kristnir fangar höfðu borið grjótið í, úr kastala rúst- um, sem áður var frægur. Til vesturs sá í ilmandi blómagarð, þar sem dúfur kurruðu í runnunum. Þegar garðinn þraut, tók við dal- \erpi, sem hlykkjaðist milli lágra hálsa og frá tjörn, umvaxinni stör og sefi, gnauðuðu frosk- ar, en uppi yfir sveimaði stór storkur með veglátlegum vængjatökum. Hér stóðu nú Rósamunda og Lionel og horfðust á, en blámennirnir stóðu kyrrir, sem af steini gerðir, við dyrnar sem vissu að þak- inu. Hann stundi og tók fyrir sig höndum, þann- ig hann lagði saman lófana; treyjan hans, sem hafði verið rist sundur á torginu, hafði verið rifjuð saman með þræði, en sá þráður ■ var rif úr pálmaviðar laufi, eigi að síður var hann bágur til útlits. Hann hugsaði samt síður um sín bágindi en Rósamundu, ef orð hans hin fyrstu sýndu hið sanna: “Ó, guð minn góður, að þú skyldir verða að þola þetta! Að þú skyldir þurfa að kveljast eins og þú h-efir kvalin verið. Hvílík smán! Hvílík dýrsleg grimd! ó!” Hann tók höndum fyrir andlitið. Hún snart við handlegg hans og svaraði: “Ekki er það mikið, sem eg hefi þjáðst.” — Rómur hennar var aðdáanlega vel stiltur og huggandi. Hefi eg ekki sagt, að þetta fólk af Godolphin-ætt, væri kjarkmikið fólk? Það var sagt, að jafnvel kvenfólkið í þeirri ætt bæri nokkuð af karlmanna kjarki í brjósti sínu, og enginn getur efast um, að Rósamunda sann- aði að svo væri. “Kendu ekki í brjósti um mig, Lionel,, því að mínar þrautir eru á enda, eða fast að því.” Hún brosti glaðlega, þvílíku brosi, sem á píslarvottum sér, þegar þeir sjá bana sinn. “Hvernig þá?” spurði hann, því að hann skildi hana ekki. “Hvernig þá? Er ekki ráð til að snara af sér byrði lífsins, þegar hún verður of þung — þyngri en guð vill að við berum?” Hann stundi við. Ef satt skal segja, þá hafði hann lítið annað aðhafst en andvarpa, frá því þau voru flutt á land. Ef hún hefði haft ráðrúm til að hugsa út í það, þá hefði hún fundið, að hann varð henni að litlu trausti á þeim reynslustundum, þegar röskur maður hefði hafst nokkuð að, hversu vonlaust sem vera kynni, til að auka henni kjark, í stað þess að harma raunir sínar. Þrælar komu með geysilega stóra kyndla og settu í þar til gerða blysa stjaka, er stóðu út úr veggjunum, frá þeim lagði rauða birtu yfir þakið. Þar næst gekk inn Sakr-el-Bahr, stiltur og stórmannlegur og litaðist um. Hann var í stuttum kyrtli, hvítum, með belti um sig miðjan, af skíra gulli, er glitraði í roða kyndl- anna, þegar hann hreyfði sig. Handleggir voru berir til olnboga og leggir að hnjám; hann hafði dreyrrauða skó á fótum, gullsaumaða, hvítan strók á höfði með skúf af fálkafjöðr- um, er festur var með gullsylgju. Hann gaf merki blámönnunum og við það hurfu þeir. Þar næst hneigði hann sig til Rósamundu og mælti: “Hér húsfreyja, áttu að halda til uppfrá þessu; en það er við húsfreyju hæfi en ekki ambátta. Eiginkonur Múhameðs játenda búa á húsaþökum hér í landi. Eg vona, að þér falli það vel í geð.” Lionel starði á hann, hvítur í framan. "samvizkan bauð honum að búast við því versta, ímyndunin skaut upp fyrir honum mörgum hryllilegum afdrifum, svo að hann varð lémagna af kvíða. Rósamunda rétti úr sér, föl í framan en stilt; brjóst hennar gekk upp og niður af geðshræring en augnaráðið var hart og hvast, rómurinn stöðugur og stillilegur, er hún sagði: “Hvað ætlarðu að gera við mig?” Hann þóttist hata hana og leitaðist við, að mæða hana og meiða og lítillækka, en alt um það gat hann ekki annað gert, en dást að hugrekki hennar á þeirri stund. Undan hæðunum gægðist mön af mána, líkt og sigð af fægðum kopar.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.