Heimskringla - 22.05.1935, Page 3

Heimskringla - 22.05.1935, Page 3
WINNIPEG, 22. MAÍ 1935 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA. hvalveiðaskipi sé eins og í með- alstóru þorpi. Úr stærsta hval, sem við veiddum er eg var á “Kosmos” íengum við 380 föt af lýsi, og eru fá dæmi til slíks. Einn bláhvalur getur komist upp í 100 tonn að þyngd, og geta þá allir gert sér í hugar- lund hvílíkt ferlíki hann muni vera. Nú er mér sagt, að við ís- lendingar séum að hefjast handa um hvalveiðar, og hefði verið betur að við hefðum gert það fyr. Norðmenn hafa rak- að saman fé á hvalveiðum sín- ium hér skamt frá landinu. Eg er sannfærður um, að þessi atvinnurekstur á geysi- mikla farmtíð fyrir sér hér á landi, aðeins ef rétt er á stað farið. En á byrjunarfram - kvæmdunum veltur alt. Byrj- unin er vandasömust og það þarf að gæta mikillar ná- kvæmni í öllum innkaupum á skipum og veiðarfærum og ó- trúlegt þykir mér ekki að reynt verði úr vissri átt að prakka inn á okkur íslendinga ónýtum skipum og veiðarfærum, en ef þannig tekst til um byrjunina, þá eru líkindi itil þess að aftur vierði hætt við alt saman og ekki verði aftur hafist handa fyr en seint og síðar meir, er við höfum tapað miljónum króna á heimsku okkar og and- varaleysi.—Sunnudagsblaðið HITT OG ÞETTA Er keisarinn í Japan af guðlegum uppruna? Japanskur prófessor, Minobes að nafni, gaf fyrir nokkrum mánuðum út bók, þar sem hann dregur í efa guðdómlegan uppruna og guðdómlega hæfi- leika hins japanska keisara. — Bókin vakti geysilega athygli og var keypt og lesin meira en dæmi eru til um bækur í Japan. En þar í landi er það æfa forn trú, að keisarinn sé guðlegs (U'ppruna og allar hans ráðsá- lyktanir guðinnblásnar. Auk þess að vera prófessor við háskólann í Tokio er Min- obes einnig þingmaður í efri málstofu japanska þingsins. — Eyrir nokkru var höfðað mál á móti honum fyrir þessar kenn- ingar. Herinn og hermálaráð- berrann Havashi hafa krafist þess, að bókin yrði gerð upp- tæk, og höfundurinn dæmdur itil hæfilegrar refsingar. Málið er enn ekki útkljáð, en alment er litið svo á, að Minobes eigi ekki nema um tvent að velja, annaðhvort að afturkalla þess- ar kenningar sínar eða segja af sér embættum sínum sem há- skólakennari og þingmaður. * * * * Nýtt undralyf á borð við radíum Á síðustu árum hefir mönn- um tekist að framleiða á til- raunasitofum ýms geislandi efni, og nú fyrir skemstu tilkynnir J. D. Cockcroft, kennari í Cam- bridge, að fundið sé efni, sem líklegt sé að geti orðið að mjög miklum notum við lækningar, ef unt reynist að framleiða það í nægilega stórum stíl og við hóflegu verði. Þetta nýja efni er árangur af rannsóknum, sem prófessor A. Ó. Laurence við Kalifomíu-há- skóla hefir gert. Er það geisl- andi sodium, sem sendir frá sér gammageisla með alt að því tvöfalt meiri orku en radium. En þar sem geislamagn radiums minkar svo hægt að mæla verð- ur það í þúsundum ára, þá missir þatta sodium geislamagn sitt á minna en einum degi. Þetta veldur því, að við ýmsar lækningar mundi það verða á- hættuminna og handhægara í meðferð, en jafnframt er aug- ljóst, að nytsemi þess er undir því komin, að hægt sé að finna nógu einfalda framleiðsluaðferð svo að unt sé að framleiða efn- ið svo að segja á staðnum, þar sem á að nota það. * * • BarnsfæSingu haldið leyndri Enska blaðið “Daily Express” flytur þá fregn frá New York, að hinn heimsfrægi ameríski flugmaður, Clarence Chamber- lin, sem flaug frá New York til Berlín árið 1927, hafi skýrt frá því nýlega, að konan hans hafi fætit son í París fyrir hálfu öðru ári síðan. En því hefir hingað til verið haldið leyndu af hræðslu við, að barninu yrði rænt af ame- rísku barnaræningjunum. Barn- ið er enn þá í París. • * * Ný háloftsflug í undirbúningi í Ameríku og Rússlandi Eins og áður hefþ- veríjð getið verður gerð tilraun til þess í sumar, að komast lengra upp í háloftin en nokkru sinni áður. Að tilrauninni standa Ameríska landfræðifélagið og ameríska bermálaráðuneytið. Stjórnandi flugkúlunnar verð- ur Albert W. Stevens, kapteinn ií hernum. Kom hann hingað til Rochester fyrir skömmu, til þess að kynna sér ýms áhöld og tæki, sem notuð verða í há- loftsleiðangri þessum. í viðtali sagði Stevens, að til- gangurinn væri eigi einvörð- ungu sá, að setja nýtt met, heldur og að ná sem mestu'm vfsindalegum árangri. Tæki þau, sem Stevens var að skoða voru m. a. ljósmyndavélar, bún- ar til í Folmer Graflex og East- man Kodak verksmiðjunum, og “Speotrö-graph”, íbúinn tijl í Bauh and Lomb verksmiðjun- um. Belgurinn, sem flugkúlan hangir í, vex*ður fyltur -helium- gasi, og er það í fyrsta skifti, sem helium er notuð í háloflts- flugferð. í viðtali sínu gat Stevens þess, að Rússar ætluðu einnig að stofna til háloftsflugferðar í sumar. Flugkúla þeirra á að heita “Osoaviachim II” og er verið að útbúa hana í Lenin- grad. Gera Rússar sér vonir um að komast 15 mflur enskar í loft upp í flugkúlu þessari. * * * Ný flugvélagerð Þýski hugvitsmaðurinn dr. E. Rumpler, sem varð frægu'r fyrir hernaðarflugvélar þær, sem smíðaðar voru að hans fyrir- Hreinsunar eldurinn (Gaman þula) í einu kauptúni voru búendur að vinna af sér dagsverk, með því að slá brös og illgrei meðfram gangstígu'm bæjarins, árla jdags í fjarsýn; varð þessi þula þá til: Eg sá ekki hvort það var kind eða kálfur við “car”-stöð hans Páls, eða var það hann sjálfur? Nei, það v.ar hrísköstur hrúgaður saman, — hreyktur í topp eins maður að framan. Jón hafði slegið en Júlíus rakar, eg beld fyrir kaup, en það engan sakar,. Húsið kann brenna, þó askan er eftir, er hún á gangstígum formannaheftir. Þannig má skattgjöld af þéna með hrísi, en það er í sveitnini alt öðru vísi. Hrísið má þurkað í bæ-ræsum brenna, en bændurnir leir storknir grafitólin spenna, þeir verða nauðugir þrjá daga að vinna, þá einnig búinu og málverkum sinna. “Kleyið” í “skreypönum” keyra þeir sveittir. Kúffylla vegina blautir og þreyttir, þar hefir eldurinn ekkert að gera. Askan úr hrísinu í bænum má vera, svona má skatt greiða af skóflu og með eldi, skínandi lög eru í Canada veldi!! G. J. EIGIÐ EKKI Á HÆTTU MISHEPNAÐA BÖKUN . MINNA EN 1 c VIRÐI AF nægir í eina góða köku æfinlega! Þegar þér bakið úr Magic [>á getið þér ávalt átt vissan árnnpurinn! Það er ástæð- an fyrr þ\i að þessi nafnfrægi baking powder er notaður og með honum mælt af leiðiindi matreiðslu fræðingum í Canada. Biðjið matvörusaiann um bauk—strax í dag! bAUS vVIO AttN—SetniiiB: bessl A hverj- . BtJlÐ Tlti iim IinnVv er ytSur tryRcine fyrlr Jiví m ICAXtnA Mnglc nnkinK Powder er Inux vl® Alfln mí\i\AUAeSa iinnur sknhleK efni. MAGlC baking POWDEH fesQlXldOÖi sögn í stríðinu, hefir gert teikn- ingar að risastórri flugvél, sem á að geta flutt 170 farþega. Dr. Rumpler hefir þá trú, að í framtíðinni verði notaðar stór- ar flugvélar til farþegaflutn- inga yfir úthöfin, en ekki loft- skip. Þrátt fyrir það, hve vel hafa gengið ferðir loftskipsins Graf Zeppelins er dr. Rumpler þessarar skoðunar, enda hafa. sem kunnugt er afdrif flestra hinna stærri loftskipa annara orðið þau, að þau hafa farist og mörg mannslíf glatast. Flugvél sú, sem dr. Rumpler er nú að vinna að undirbúningi að, myndi kosta stórfé, senni- lega alt að því miljón dollara, en þeirrar annarar og þriðju sennilega 700,000—800,000. — Ráðgert er, að í flugvélinni verði 10, 1,00 hestafla mótorar. Flugvélin á að geta flogið milli jEvrópu og Norður-Ameríku á 18 klst. Fullyrt er, að Bretar hafi afl- að sér upplýsinga um undir- búningsstarfsemi dr. Rumplers, með það fyrir augum, að kaupa slíka flugvél til Indlandsfierða. * * * Fastar flugferðir yfir Kyrra- baf áður en árið er liðið í lok yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að búið veröi að koma á fót reglubundnum flugferðum yfir Kyrrahaf, en flugfélagið Pan-American Airways hefir undanfarna 18 mánuði haldið uppi stöðugum undirbúnings- rannsóknum undir þetta fyrir- tæki. Hin áformaða flugleið er 8,500 enskar mílur, og við- komustaðir verða á allmörgum eyjum, sumum smáum, er ekki hafa verið bygðar í þrjár aldir og sumar aldrei. Pan-American Airways hefir nú leigt 15,000 smálesta vöru- flutningaskip, “North Haven”, til þess að flytja efni til flug- stöðvanna á eyjum þessum, sér- fræðinga og verkamenn til þess að komu þeim upp o. s. fv. Alls sendir félagið á skipinu, auk á- hafnar, 118 menn, og eru þeir allir verkfræðingar eða lærðir iðnaðarmenn. Skipið leggur af stað í leiðangurinn frá hafnar- borg í Californíu. Fyrsta flugstöðin verður út- búin á Honolulu', önnur á Mid- way Island, sú þriðja á Make Island, sú fjórða á Guam og sú fimta á Manila. Þetta eru aðal- stöðvarnar. Auk þess verða vara lendingar og ibirgða-stöðv- ar. Búist er við, að “North Hav- en” komi aftur til Californíu í júlímánuði seint, og verður þá hafist handa um skipulags- bundnar undirbúningusflugferð- ir á þessari leið. Notaðir verða svokallaðir “Clipper”-flugbátar, sem nú eru mikið notaðir í flugferðum milli Bandaríkjanna og Mið- og Suð- ur-Ameríku. — Síðar er ráðgert að notaðir verði svo kallaðir “Martin”-flugbátar, er geta flutt 30—40 farþega. Pan-American Airways hefir stofnað nýja deild vegna þess- ara flugferða og veitir henni forstöðu maður að nafni Clar- ence R. Young, kunnur flug- maður og sérfróður á sviði flug- mála. Stjórn Pan-American Air- ways gerir sér vonir um, að þegar í haust verði póstur flutt- ur reglulega milli Bandaríkj- anna og Honolulu í flugbátum félagsins. Heyrst hefir ,að Charles A. Lindbergh eigi að fara í fystu flugferðina, þegar leiðin verður formlega opnuð, en hann hefir hvorki viljað játa eða neita orð- róminum. Þessi nýja áformaða leið er italin hin erfiðasta, sem enn hefir verið valin. T. d. eru Midway Islands og Wake Island óbygðar eyjur og mjög litlar. — Þ«er sjást t. d. á fæstum landa- bréfum.—Alþbl. SCOTLAND YARD frægasta leynilögreglulið heimsins Hin svonefndu kistumorð virðast * vera komin í móð á Englandi. Auk þeirra tveggja morða, sem framin voru á þann hátt í Englandi síðastliðið ár, hefir lögreglan nú fengið ennþá eitt mál itil meðferðar. Um helmingur allra hinna frægu leynilögreglumanna, sem ieru í þjóustu Ssotland Yards og eru um 950 að tölu, hafa tekið þátt í því að reyna að varpa ljósi yfir hin leyndardómsfullu morð, sem valdið hafa hinni j víðtækustu lögregluleit, sem nokkum tíma hefir verið hafin í Englandi. King-Cross-járn- brautarstöðin hefir verið umset- in af fjölda leynilögreglumanna, sem athugað hafa hvern ein- asta ferðamann, sem þar hefir farið ,um. Einnig hafa kisitu- smiðir orðið að taka á móti heimsóknum leynilögreglu- manna, sem hafa komið með myndir af hinum fundnu kist- um, í von um að kistusmiðirnir þektu þær aftur. í vitund manna hvílir eitt- hvað rómantískt og dularfult yfir orðunum Scotland Yard, og mienn bera sérstaka virðingu fyrir hinum stóru, rauðu hús- um, sem liggja hérumbil í miðri Lundúnaborg, að eins örfá skref frá Parlamentshúsinu, dóm- kirkjunni og stjómarbygging- unum. í byggingunum eru 2500 tonn af granit, sem fangamir í Dartmoor-fangelsinu hafa unnið. Stærsta og merkasta glæpa- mannaskrá veraldarinmar Á vorum dögum er glæpa- fræðin orðin að vísindagrein, og kemur þó fyrir, að rannsókn glæpamála krefur mikils undir- búnings. Með margra ára við- fangsefnum og rannsóknum hefir Scotland Yard fengið þann skóla, sem veitir slíka full- komnun í starfinu, sem raun ber vitni. Á síðustu 2—3 árum eru þó 3 stórglæpamál, sem Scotland Yard hefir ekki tekist að upp- lýsa, og er það iekki mikið, þeg- ar þess er gætt, að í Lundúna- borg, sem telur 8 Vniljónir í- húa, eru drýgð um 25 morð á ári, og það eru ekki ætíð bein- Hreinn Rís-pappír— í hinu þægilegasta bókarhefti af vasa-stærð NOTIÐ CAarttejcí&L VINDLINGA PAPPÍR TVÓFALT Sjálfgert Bókarhefti Aðeins línis viðvaningar, sem drýgja morðin. Lögreglumenn frá öllum löndum veraldarinnar fierðast til Lundúnaborgar til þess að læra af Scotland Yard. Og þar eru færustu sérfræðingar í öll- um þeim greinum, sem að glæpafræði lúta. Þar eru sér- fræðingar í réttarlæknisfræði og réttarefnafræði. Þar eru menn, sem fást við rannsóknir á tóbaki og konfekti, sérfræð- ingar í andlitssnyrtingu og vopnasérfræðingar. En merki- legust er ef til vill sú deildin, sem heldur glæpamanna-albúm- ið, þar sem geymd eru * ekki færri en 510,000 fingraför, og stöðugt bætist við. Daglega fær þessi deild send utan úr heimi fingraför, sem hún er beðin að ákveða. Og oft- ast nær getur hún gefið full- nægjandi svör ásamt dálítilli lýsingu af manninum, sem orð- ið hefir svo óheppinn að skilja þessi fingraför eftir. Lýsingunni fylgir frásögn um starfsaðferð- ir glæpamannsins, og er lýsing- in tekin úr spjaldskrá, sem fylg- ir fingrafara-albúminu. Lögreglumenn í bílum Um leið og tilkynt er, að þjófnaður, innbrot eða morð hafi verið framið einhvers stað- Frh. á 7. bls. INNKÓLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes.......... Amaranth....... Antler......... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury..... Brown.......... Calgary........ Churchbridge... Cypress River.... Dafoe.......... Elfros......... Eriksdale...... Foam Lake...... Gimli.......... Geysir......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa......... Hove........... Húsavík........ Innisfail...... Kandahar....... Keewatin....... Kristnes....... Langruth....... Leslie......... Lundar......... Markerville.... Mozart......... Oak Point...... Oakview........ Otto........... Piney.......... Poplar Park.... Red Deer....... Reykjavík...... Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River..... Tantallon...... Thornhill...... Víðir.......... Vancouver...... Winnipegosis... Winnipeg Beach Wynyard........ ....F. Finnbogason ....J. B. Halldórsson .......Magnús Tait ....G. O. Einarsson ..Sigtr. Sigvaldason ....Björn Þórðarson ........G. J. Oleson ....H. O. Loptsson ....Thorst. J. Gíslason ..Grímur S. Grímsson ....Magnús Hinriksson .......Páll Anderson ....S. S. Anderson J. H. Goodmundsson ....ólafur Hallsson .......John Janusson ........K. Kjernested ....Tím. Böðvarsson ........G. J. Oleson ....Sig. B. Helgason ..Jóhann K. Johnson ....Gestur S. Vídal ..Andrés Skagfeld ....John Kernested ..Hannes J. Húnfjörð ....S. S. Anderson ....Sigm. Björnsson ....Rósm. Ámason ........B. Eyjólfsson ..Th. Guðmundsson ......Sig. Jónsson ..Hannes J.'Húnfjörð .......Jens Elíasson ....Andrés Skagfeld ...Sigurður Sigfússon .......Björn Hördal .......S. S. Anderson ....Sig. Sigurðsson ...Hannes J. Húnfjörð ........Ámi Pálsson ..Bjöm Hjörleifsson ....G. M. Jóhansson .......Fred Snædal .......Björn Hördal ....Halldór Egilsson ....Guðm. ólafsson ..Thorst. J. Gíslason ....Aug. Einarsson ..Mrs. Anna Harvey John Kernested ..S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Ákra...................................Jón k. Einarsson Bantry....................................e. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................j0hn W. Johnson Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier................................jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg......................................jacob HaU Garðar..................................s. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. Einarsson Hensel.................................!..J. K. Einarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Cahf......Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St. Milton.....................................f. G. Vatnsdal Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................. J6n K. Einarssop Upham....................................E. J. BreiðfjörB The Viking Press, Limited Winnipeg. Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.