Heimskringla - 22.05.1935, Qupperneq 6
6. SIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. MAÍ 1935
I VÍKING
Eftir R. Sabatini
«
“Ef við komumst heilu og höldnu út af
voginum, þá ná þeir okkur aldrei,” sagði
Biskaine.
“Ná munu byssur þeirra til okkar,” sagði
Sakr-el-Bahr, stillilega, til að draga úr kjarki
þeirra. Hann hefði sjálfur séð fyrir að þetta
var ráð til að sleppa úr gildrunni, ien hafði
vonast til að öðrum væri það ekki eins ljóst.
“Til þess munum vér hætta,” skar Asad
úr. “Myrkrið skal geyma vor. Hér er hásk-
inn vís.” Hérmeð tók hann að segja fyrir hvað
hver skyldi gera. “Ali, sæktu stýrimenn og
flýttu þér! Vigitello, vektu þræla, og láttp
svipurnar smella.” Þá gall við pípa róðrar-
stjóra en þeir sem honum voru til aðstoðar
veifuðu svipum og eggjuðu þrælana. Þá tók
að gerast þys um alt skipið. “Biskaine far þú
og skipa frambyggjum til orustu, með alvæpni
ef til uppgöngu kemur.” Upp yfir dyn og
vopnabrak hlumdi rödd Asads: “Lásbogaskytt-
ur, í reiða! Byssuskyttur! Standið hjá byssun-
um og kveikið a tandrasköftum.* Slökkvum svo
á öllum ljóskerum!”
Þetta fór fram, einn af foringjum Asads
gekk í lyftingu og slökti ljósið og sama var
gert við öll ljóskerin, nema það sem hékk á
siglutré, það var tekið niður, setit á þiljur og
dúk vafið um, til að fela ljósið. Var þá
niðdimt um alt skip, þar til augun vöndust
myrkrinu í skímu heiðhimins þá blíðu sumar-
nótt, svo að hver sá til annars, þó ljóst væri.
Nú gerðist hljótt á skipinu, er hver var
kominn á sinn stað; meðfram borðstokkum
stóðu víkingar í fylkingu, fremst bogaskyttur
þá önnur röð með nakin sverð og hin þriðja
með kesjur, sumir voru í reiða en á skutþiljum
voru byssuhólkar tveir og þrír um hverja, einn
til að hlaða, annar til að miða, sá þriðji hélt á
stöng með logandi hampi, til að kveikja í
púðrinu. Asad stóð við uppgöngu á skutþiljum
og sagði snögt til verka, að baki honum hall-
aðist Sakr-el-Bahr að lyftingu og Rósamunda
hjá honum; hann tók eftir því, að Asad forð-
aðist að fela honum starf í þessum viðurbún-
aði.
I
Stýrimenn skutu út árabáknum, sem voru
í stýris stað, skipun gall í Asad þá brugðu við
þrælar allir og skutu fram hlummum, enn
kom skipun og pípublástur og óla smellir og
við það tók bumban að rymja en eftir hennar'
þyt fór áraburðurinn, var þá árunum lostið í
sjó og þá tók skeiðin þegar skriðinn. Ólarnar
hvinu yfir þrælunum, til að knýja þá til ýtr-
ustu átaka. Snekkjan rann í mjósyndið á lít-
illi stundu og jafnharðan sá út á blýsvart
rúmsævi. t
Rósamundu varð þröngt um andardrátt-
inn er hún sá hvað verða vildi, tók á handlegg
Sakr-el-Bahr og hvíslaði: “Sleppum við hjá
þeim, heldurðu?”
“Eg óttaðist mest að svona færi,” hvíslaði
hann. “Líttu á!”
Snekkjuna bar í því bili framundan oddan-
um, út úr sundinu, og þá blasti við þeim drek-
inn enski, ljósum lýstur svo sem steinsnar frá
á hléborða.
“Hraðara!” gall við Asad. “Róið meira,
vantrúuðu svín! Látið þá kenna á svipunum!
Knýið þessa hunda til róðurs, þá rennum við
hjá þeim.” .
Ólarnar hvinu og hittu, þrælarnir stundu
másandi og tóku á af öllum kröftum í því sár-
grimma augnamiði, að forðast lausn sína og
frelsi. Harðara rumdi bumban og hraðari
varð áraburðurinn og hærra lót í þrælunum
blásturinn og sogin. En harðara gekk Asad
eftir og kvað þá sloppna, ef þessum hraða væri
haldið í klukkustund.
“Okkur dregur undan!” hrópaði Marzak,
alshugar feginn. “Lofaður sé Allah!”
Svo var; drekinn hafði við öll segl en
virtist standa kyr, því að byr var næsta lítill.
Hann virtist varla mjakast úr stað, en snekkjan
fór hraðara en nokkru sinni síðan Sakr-el-Bahr
tók við henni, því að Sakr-el-Bahr hafði aldrei
snúið baki við óvini, þó ofurefli væri að etja
við. Alt í einu kvað við hátt kall á drekanum,
ávarp til hinnar flýjandi snekkju. Þá hló Asad
og reiddi hnefann og bölvaði þeim í nafni Allah
og Spámannsins. Eftir það brauzt bál út af
hlið drekans, með dynjandi gný og í sama bili
urðu gusur miklar fyrir stefni snekkjunnar.
Rósamunda hrökk við og tók í Sakr-el-
Bahr. Asad hló hátt og kallaði: ‘“Ekki er að
óttast að þeir hitti. Þeir hafa birtuna af sín-
um ljósum í augunum. Áfram! Áfram!”
“Hann segir satt,” mælti Sakr-el-Bahr.
“En hitt er sannara að þeir þora ekki að
sökkva okkur, vegna þess að þeir vita af þér
innan borðs.
Hún sá að ljósin á drekanum dvínuðu og
að sundur dró. “Það er að lengjast á milli
okkar. Þeir ná okkur aldrei,” stundi hún.
* Stangir með tjöruhampi á öðrum enda,
hafðar í þann tíð til að kveikja í púðri, þegar
hleypt var af stórskotum.
Sakr-el-Bahr óttaðist hið sama og meir
en það. Hann vissi að svo myndi fara, nema
kraftaverk skeði og byr rynni á. Og í þeirri
svipan skaut örvæntingin honum ráði í hug,
sem var hið fífldjarfasta ráð, sannur afspring-
ur þeirrar örvæntingar, sem gat það.
“Eitt er færið,” sagði hann, “en það er
mjög tvísýnt, hvort það leiðir til lífs eða
dauða.”
“Taktu það þá,” sagði hún þegar í stað.
“Ekki mun okkar hlutur versna, þó að við
töpum.”
Þú ert til alls búin?” segir hann við h'ana.
“Hefi eg ekki heitið því, að ganga í dauð-
ann með þér í nótt. Ó, tefðu ekki tímann
með tali.”
“V'eri það þá svo,” svaraði hann alvarleg-
ur, gekk af stað, hvarf aftur og segir: “Þér
er bezt að koma með mér.”
Hún hlýddi þegar, og margur stóð og
starði á þau, er þau fetuðu gangveginn, hann
ruddi braut fyrir henni, að siglu, tók upp ljós-
kerið, er falið hafði verið, svo að birtuna lagði
þaðan; kallaði þá Asad að bjrrgja það ljós.
Sakr-el-Bahr lét sem hann heyrði ekki, færð-
ist að púðurköggunum, fleygði lausum botni,
ofan af einni þeirra, er sleginn hafði verið upp,
ef til þyrfti að -taka, lauk upp ljóskerinu og
hélt loganum uppi yfir púðrinum. Þeir sem
stóðu næstir, kölluðu til hans skelkaðir, en þá
kvað við rödd hans, hvell og sterk:
“Hætitið að róa!”
Bumban þagriaði strax en þrælarnir tóku
eitt áratak til. Þá kallaði hann:
“Hættið að róa!” Því næst: “Asad, segðu
þeim að hætta, ella mun eg sprengja ykkur
alla í faðm hins vonda.” í sama bili lét hann
ljósið síga á barm kaggans.
Róðri var strax hætt. Þrælar, víkingar
og Asad sjálfur stóðu agndofa og horfðu á
hinn ægilega mann, er stóð í ljósbirtunni og
hótaði þeim öllum bana. Sumum kann að
hafa dottið í hug að ráðast á hann, en ekki
lét neinn verða af því, þeir sáu að þar með
myndi þeir hrapa sér sjálfum og öllum innan
í dauðann.
Loksins talaði Asad til hans, hás af heifit:
“Ljósti þig Allah! Ertu haldinn af illum
anda?”
Marzak stóð við hlið föður síns, greip
upp boga og lagði ör á stöng. “Hví standa
allir glápandi?” hrópaði hann. “Höggvið
hann einhver!” og í sama bili dró hann upp
. bogann. En faðir hans sá, hvað af því
mýndi leiða og tók í handlegg hans.
“Ef nokkur gengur skrefi nær, þá skal
ljósið falla í púðrið,” mælti Sakr-el-Bahr
snjalt og nærri glaðlega. “Og ef ©g fell fyrir
skeyti þínu, Marzak, 'eða einhvers annars, þá
gerist hið sama af sjálfu sér. Farið varlega,
nema ykkur þyrsti í spámannsins paradís.”
Nú kallaði Asad til hans, teygði hendur til
hans, og segir í bænarróm: “Sakr-el-Bahr! Eg
bið þig minnast, að við höfum etið salt og
brauð saman og skora á þig að koma fyrir
þig vitinu, sonur.”
“Eg er með fullu viti,” var svarið, “og
með því að svo er, fýsir mig ekki að hverfa
aftur til Alsír og þeirra afdrifa, sem híða mín
þar — hvað sem því salti líður og brauði. Mig
fýsir ekki að hverfa aftur með þér, á gálgann
eða þóptuna.”
“Og ef eg heiti þér með svardaga, að ekki
skuli af þessu verða?”
“Þá verður þú eiðrofi. Héðan af vil eg
ekki treysta þér, Asad, því að þú hefir orðið
sannur að flónsku, og með flóni hefi eg aldrei
fundið kosti og flóni hefi eg aldrei treyst —
nema einu sinni — og þá var eg svikinn. í
gær fór eg bónarveg að þér, sýndi þér vitur-
legasta kostinn og gaf þér færi á mér. Ef þú
hefðir viljað láta á móti þér lítið eitt, þá hefð-
irðu haft mig á valdi þínu og mátt hengja
mig, ef þú vildir. Líf mitt bauð eg þér og þó
þú vissir af því, vissirðu ekki að eg gerði það
vísvitandi.” Nú hló hann. “Sjáðu nú, hvers-
konar flón þú ert. Ágimd þín hefir steypt þér.
Þú glentir greipar til að taka meira en þær
náðu yfir. Nú sérðu afdrifin af því. Þau
koma þama með drekanum, sem er að færast
að okkur hægt og seint.”
Nú sá Asad glapræði sitt og alt sem af
því hlaust og mátti varla orði upp koma fyrir
reiði og örvænting. Skipverjar himdu þegj-
andi og þorðu ekki að hreifa sig. Loks tók
Asad til máls:
“Taktu til gjaldið; eg nefni Spámannsins
skegg til þess, að þér skal það að fullu greitt.”
“Eg tók það til í gær, en því var hafnað.
Eg bauð þér frelsi mitt og líf mitt ef þess
þurfti; öðrum til lausnar.”
Ef hann hefði litið við, þá hefði hann
mátt sjá, að Rósamunda varð björt og blíð á
svip og tók höndum til barmsins, því að hún
rendi grun f, hver sá var.
“Auð skal eg gefa þér og mikil metorð,
Sakr-el-Bahr,” mælti Asad, ákaflega. “Þú
skalt vera haldinn sem minn sonur; æztu völd
skaltu fá, þegar eg legg þau niður, og þangað
til skulu allir menn veita þér lotningu sem
sjálfum mér.”
“Til kaups er eg ekki, ó voldugi Asad.
Mútu hefi ieg aldrei þegið. Þú ert ráðinn til
að taka mig af lífi. Það máttu gera nú, en
aðeins með því móti að þú súpir þann bíkar
með mér. Það sem skrifað er stendur skrifað.
Við höfum unnið margan hásigldan byrðing,
meðan við herjuðum saman, Asad. Nú skul-
um við báðir troða helveg í nótt, ef þú vilt svo
vera láta.”
“Brenni þig eldur helvítis um aldur og
æfi, þú svikuli mannhiundur!” grenjaði Asad,
er hann mátti ekki stilla reiði sína.
En er skipverjar skildu, að þæstráðanda
gekk sigur úr greipum, hófu þeir skyndilega
að kalla ákaflega. Sævarbaukar iSakrnel-
Bahr mintu hann á trygð sína og hollustu og
‘hvort hann gæti launað þá ást sem þeir höfðu
lagt við hann, með því að dæma þá nú alla til
dauða. Hann svaraði þeim svo:
“Treystið mér! Aldrei brást ykkur sigur-
inn meðan þið fylgduð mér. Verið vissir um,
að enn mun svo fara — í seinasta sinn sem
við fylgjumst að.”
“En nú e/ drekinn kominn að okkur!”
mælti Vigitello.
Svo var sem hann sagði. Hinn borðhái
byrðingur rendi hægt að rausn snekkjunnar,
kom þegar við stafnljáum og í sama bili tók-
ust vopna viðskifti. Hinir ensku gerðu óp
mikið og veittu þegar uppgöngu á snekkjuna,
allir gráir fyrir járnum, víkingar sintu engu
nema veita viðurtöku eftir föngum, en vopnin
glitruðu í birtu ljósanna á Silfur Hegranum. í
broddi þeirra sem veittu atgöngu, mátti kenna
Sir John Killigrew og Lionel. Þar réði vörn
gildvaxinn maður rauðbirkinn, sem fyr hefir
komið við þessa sögu, Jasper Leigh að nafni;
þegar Lionel hljóp yfir borðstokkinn lagði
Jasper hann sverði, undir brynjuna, upp í
kviðinn; í þeiri svipan féllu nokkrir menn af
hvorum tveggja, áður en hlýtt var kalli Sakr-
■el-Bahrs er ávarpaði sína menn hátt og
snjalt á þeirra itungu: “Hættið þið! Hörfið
undan og látið mig einan um þetta. Eg skal
losa ykkur við þessa óvini.” Þar næst kallaði
hann á ensku: “iSir John Killigrew! Láttu
bíða þangað til þú beyrir mál mitt! Gakk á
skip þitt með þína menn og láttu svo búið,
þar til þú heyrir hvað eg hefi að segja, ger síð-
an hvað þú vilt.”
Sir John leit hvar hann stóð við atór-
siglu og Rósamunda hjá honum, gerði sér
strax í hug, að líf hennar lægi við ef lengur
væri barist og þannig sleit bardaganum eins
snögglega og hann kom upp. Sir John mælti
hátt:
“Hvað viltu tala, trúníðingur?”
“Þetta, Sir John, að ef þú hverfur ekki
sfrax á þitt skip aftur með alla þína menn, og
heitir því að leggja burt orustulaust, þá skal
eg samstundis færa þig til helvítis. Eg skal
kasta þessum loga í púðrið hérna, þá mun
vort skip sökkva og þitt líka, sem nú er ram
buridið snekkju vorri með þrennum stafnljá-
um. Ef þú gerir sem eg segi, þá skal þér
fengið það sem þú leitar eftir. Jómfrú Rósa-
munda skal fara heil á húfi á þitt skip.”
Sir John leit við honum reiðilega litla
stund, segir svo:
“Ekki er það ætlun mín að sættast við
þig, skal þó taka þann kost er þú býður, með
þeim skildaga, að mér sé alt fengið sem eg
sæki eftir. Á þessari snekkju er alræmdur ill-
virki og trúníðingur, sem eg hefi svarið að
taka höndum og hengja og lagt við sóma minn
sem riddari. Hann skal mér líka í hendur
fenginn. Sir Oliver Tressilian heitir hann.”
Svarið kom hiklaust, undir eins: “Hann
skal sömuleðis framseldur í þitt vald, ef þú
vilt vinna eið að því, að leggja frá að svo
búnu.”
Rósamunda tók viðbragð og greip um
handlegg Sakr-el-Bahrs, þann sem hann hélt
á Ijósinu með.
“Gættu gerða þinna, jómfrú,” mælti hann
snarplega, “ella verður það allra okkar bani.”
“Sá kostur væri ekki verri!” svaraði hún
honum.
í því bili kvað við rödd Sir Johns, hann
hét því og lagði við drengskap sinn, að leggja
frá og vinna engum mein á snekkju víkinga,
eftir að Rósamunda og Sir Oliver væru komin
á vald hans. Eftir það sagði Sakr-el-Bahr vík-
ingum stuttlega frá hvað samist hefði. Hann
skoraði á Asad að binda fastmælum, að þeir
samningar skyldu haldast og Asad orðaði allra
reiði útaf sviku'm hans, á þessa leið:
“Fyrst hann vill hafa þig til að festa þig
á gálga, þá er hann velkominn að því að gera
það viðvik fyrir okkur, því að þeirra mála-
gjalda ertu maklegur frá oss, fyrir svik þín.”
“Með þessum skildaga geng eg þá á þitt
vald og gefst upp,” lýsti hann fyrir Sir John.og
fleygði burt Ijósbyttunni.
Enginn lagði honum þá liðsyrði nema
Rósamunda, en jafnvel sú rödd dvínaði, þetta
síðasta óhapp virtist svifta hana öllum mætti,
með því sem hún hafði orðið að þola fyrirfar-
andi, hiún hneig upp að Sakr-el-Bahr, í því Sir
John bar að með nokkrum liðsmönnum, til
að bjarga henni og höndla fangann.
Víkingar horfðu á og höfðust ekki að;
hinn frægi og forhrausti foringi þeirra hafði
sannað sig að svikum og bannað þeim að
hafa sig undan drekanum. Eigi að síður, þeg-
ar þeir sáu hann leiddan á hið enska skip með
hendur bundnar á bak aftur, þá sýndi sig
hollusta þeirra, þeir reiddu söxin og itóku að
gjalla; þó hann hefði svikið þá, þá hefði
hann sett ráð til þess, að svikin yrðu þeim
ekki að meini. Það var þeim Sakr-el-Bahr
líkast, sem þeir þektu og elskuðu, og honum
svo samboðið, að þeir þoldu ekki mátið og létu
ófriðlega. Asad kallaði og bað þá að minnast
hverju hann hefði beitið til sætta, í þeirra nafni,
og með því að rödd Asads kynni að reynast ó-
nóg til að bæla ofsa þeirra, þá hlumdi til
þeirra hinn gildi rómur Sakr-el-Bahrs, hina
síðustu skipun af hans hendi:
“Munið þá sætt sem eg gerði og haldið
hana! Geymi ykkur Allah og gefi hamingju!”
Þeir veinuðu á hann orðlausum hrópum
og með það vein fyrir hlustunum, sem sann-
aði honum að hann hvarf ekki ósyrgður, var
hann leiddur undir framþiljur, til þess honum
gæfist tóm að búa sig undir líflátið, þegar
bjart væri orðið.
Nú voru stafnljáir höggnir og fór þá drek-
inn hægt og sígandi sína leið. Vákimgar bjugg-
oi'st um á snekkjunni, skiftu um róðrarþræla,
þá sem meiðst höfðu og sneru heimleiðis til
Alsír, afhuga ránum í það sinn. Undir tjöldum
á skutþiljum sat Asad, líkur manni sem vakn-
ar af vondum draum. Hann huldi höfuð sitt
og harmaði grátandi þann, sem hann hafði
elskað eins og son sinn, og hann hafði mist
vegna brjálæðis sjálfs sín. Hann formælti
'öllum konum og bölvaði forlögunum, en mest
af öllu bölvaði hann sjálfum sér.
Þegar birta tók skutu þeir útbyrðis hinum
dauðu og þvoðu þiljur, sigldu svo heimleiðis
og syrgðu ekki að þeir urðu af ráninu, heldur
að þeim var horfinn hinn vaskasti foringi,
sem nokkru sinni brá saxi fyrir Islam. Aldrei
fóru greinilegar fréttir af því, hyemig hann
hvarf, nema að hann hefði ekki fallið í orustu,
og því hélst sú trú lengi, að hann væri á lífi.
Hálfri öld síðar sögðu bandingjar svo frá, sem
leystir voru úr Barbaríi, að þar landsmenn
tryðu því staðfastlega, að Sakr-el-Bahr myndi
koma aftur.
XXIII Kapítuli
Þegar Sakr-el-Bahr var leiddur upp á þilj-
ur iSilfur Hegrans varð fyrir honum maður,
sem hann kannaðist við, þykkleitur og rjóður
í framan, alvarlegur umfram mannlegt eðli,
en það var drotningarinnar fulltrúi, lávarður-
inn Henry Goade. Af hans eigin sögusögn
veit eg, að hann leit óhýrlega á trúníðinginn
og engin orð fóru þeim á milli, enda var Sakr-
el-Bahr enginn frestur gefinn, heldur var hon-
um skoitið undir framþiljur og læstur inni; þar
var dimt og fúlt af biki og austri. Hann misti
fóta, þegar niður kom og lá lengi þar sem
hann var kominn; staður og stund voru vænt-
anlega heppilegt til þess, sem honum var ætl-
að: að hugsa fyrir sál sinni, jtil birtingar.
Mér þykir gott að hugsa sem svo, að þegar
öllu var á botninn hvolft, hafi hann fundið fátt
sér til saka. Þó honum hefði orðið að syndga,
þá hafði hann þolað mikið til yfirbótar. Varla
má saka hann úm að svíkja liðsmenn þá er
fylgdu honum, eða ef svo er litið á, þá galt
hann þeirar svika grimmlega sjálfur. Rósa-
munda var úr allri hættu, Lionel var viss með
að fá makleg málagjöldt og hvað hann sjálfan
snerti, þá var hann sama sem dauður og ekki
þess virði að eyða hugsun á. Hann hlýtur að
hafa haft nokkra huggun af því, að hann varði
lífi sínu til þess, sem hann kaus helzt. Lengi
hafði honum fundist því illa varið. Satt var
það, að ef hann hefðýekki farið leiðangurinn
itil að hefna sín, þá gat hann legið í víking,
náð æztu völdum í Alsír, sem lénsmaður
stórtyrkjans. En að ljúka lífi sínu þannig, var
varla samboðið kristnum manni vel bornum;
þessi leið var sjálfsagt betri.
Hann þóttist heyra rottur hlaupa og barði
niður hælum, til að fæla þau ógeðslegu kvik-
indi. Þá var kallaö í myrkrinu:
“Hver er þar?”
Hann átti ekki á neinum von og þagði við.
“Hver er þar?” var sagt aftur, í önugum
tón og lagt við: “Hvar er eg? Hvaða biksvart
víti er eg kominn í?”
Og nú þekti hann að þetta var Jasper
Leigh og undraðist hvemig hann var þar
kominn, sá síðasti er hann hafði snúið til trú-
arinnar á Mahomet.
“Þú ert undir framþiljum á Silfur Hegr-
anum, en með hverjum hæitti þú ert hér kom-
innj veit eg ekki.”
“Hver ertu?” spurði röddin.
“í Barbaríinu þektist eg undir nafninu
Sakr-el-Bahr”.
“Sir Oliver!”