Heimskringla - 29.05.1935, Side 4

Heimskringla - 29.05.1935, Side 4
4. SEÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 29. MAÍ 1935 Ifjreíntskringla (StofnuB 1886) Kemur út i hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgtot tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 yiðalclíta bréf biaðinu aðlútandi sendiat: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 29. MAl 1935 24. MAÍ Victoria — eða drotningardagurmn, sem hann er einnig oft nefndur, var hald- inn helgur í Canada í ár, sem að undan- förnu. Á helgi þess dags skyggir ekkert : augu'm Bretans hér. Hvað sem aðrir kunna að segja um það að harla óþarft sé að halda tvo helgi-daga í sama tilgangi, með skömmu milli-bili, því afmælisdagur Bretakonungs er 3 júní og er einnig helgidagur, þá breytir það í engu skoðun Bretans. Sagði íslendingur oss sögu af því, sem síðast liðna viku hafði klófest viðgerð á húsi og ætlaði—af því hann hafði haft stopula vinnu að byrja á starfinu 24. maí og ekki doka neitt við það. Öldruð ensk hjón áttu húsið. Þegar landinn kom í býtið um morguninn þang- að og ætlaði að taka til óspiltra mála, ráku hjónin upp stór augu og spurðu í mestu einlægni að því er virtist: “Ert þú maður heiðinn?” Landinn vissi undir eins hvernig í öllu lá’ og kvaðst koma á morgun, ef þau kysu það heldur. Og auðvitað var þeim það meir að skapi. Hefðin og vaninn eru máttug öfl. — Victoria drotning ríkti svo lengi, að hún sat demants ríkisstjórnarafmæli sitt ein- u'm fjórum árum áður en hún dó. Það var hátíðlegt haldið 1897 á sextugasta rkisstjómarári hennar. Má því segja, að örlög tveggja kynslóða hafi verið í henn- ar höndum og er sízt að furða, þó hún eigi ítök í hugum þjóðar sinnar eftir allan þann tíma á veldisstóli. Annað sem tengt er við 24. maí ó- ibeinh'nis er sumarkoman. Stendur þann- ig á því, að það er fyrsti helgidagur árs- ins, sem hægt er að hafa útisamkomu, eða útiskemtanir um hönd. Á þeim degi má heita að sú árstíð byrji hér. Þess vegna hefir því verið hreyft, að telja sum- ar byrja þann dag og taka upp þann sið, að kalla 24. maí sumardaginn frysta. Var grein í blaðinu Winnipeg Free Press um þetta s. 1. föstudag. Þótti greinarhöf- undi það mjög viðeigandi að nefna ein- hvern’dag vorsins sumardaginn fyrsta, og sagði þess enda dæmi, því sumar villi- þjóðir hefðu gert það. Vér teljum víst að greinarhöfundur hafi ekki verið um of kunnur þjóðháttum íslendinga, og að hann hafi ekki átt við þá, er hann nefndi þjóðirnar, sem fagnað hefðu sumri með tyllidegi. EIMREIÐIN Fyrsta hefti af 41 árangi Eimreiðar- innar er nýkomið vestur. Á þetta vin- sæla tímarit sér þá orðið full 40 ár að baki og er ástæða við slík tímamót’ að árna því heilla. Og væri lifað eftir boð- inu um að gjalda hverju'm eftir verkum sínum myndi íslenzk þjóð einnig finna ti! þakklætisskuldar fyrir liðna tíð. Eins víð- lesið rit og Eimreiðin hefir verið frá því fyrsta, hefir vissulega haft áhif á íslenzkt þjóðh'f og auðgað það að verðmætum sem mölur og nið fær ekki grandað. Þetta áminsta hefti byrjar á fögru kvæði: “Nýársdagur”, eftir Guðm. Frið- jónsson. Þá taka við nokkrar greinar “Við þjóðveginn” eftir ritstjórann, Svein Sigurðsson. Minnist hann fyrst 40 ára afmælis ritsins, en því næst á fjárhags- horfur Islands. Af því að ætla má að grein sú (Fjárhagurinn fyr og nú) veki nokkra athgyli skal hér með fám orðum á hana minst. “Árið 1871,” segir greinar höf., “voru fjármál íslendinga og Dana aðskilinn og tóku' íslendingar sjálfir við fjárráðunum 1. jan. 1876. Þá var til í varasjóði upp- hæð, sem nam 162,000 kr. Árið 1897 var varasjóður þessi ásamt eftirstöðvum landssjóðs alls rúml. 1 milj. 676 þúsund kr. ísland skuldaði með öðrum orðum ekki neitt en átti fyrirliggjandi hátt á aðra miljón króna í sjóði. Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra við 1 umræðu fjárlaganna 26. febr., námu skuldir ís- lenzka ríkisins í árslok 1934, kr. 41,572,- 044.00. Við þessa skuld bætast erlendar skuldir ýmsra félaga, sofnana og ein- staklinga, sem ríkið er annað hvort bein- línis eða óbeinlínis í ábygð fyrir 27 milj. króna.” Þrátt fyrir aukinn auð þjóðar- innar á þessu tímabili’ þykir greinarhöf- undi rekstur þjóðarbúsins ískyggílegur, nema þegar séu rammar skorður reistar við því að skuldin ekki hækki úr þessu. Og núverandi stjóm hvetur hann til að fylgja þeirri stefnu, er hún hafi lýst yfir um það að meiri lán verði ekki tekin. Kunnugleik brestur til þess að geta neitt verulega til máls þessa lagt, en jafn- vel þó þjóðskuldin öll sé 700 krónur, eða því sem næst, á hvern mann, mu'n það ekkert fram yfir það sem á sér nú víðast stað. Hvað miklu þjóðeign íslands nemur á hvern mann höfum vér ekki skýrslu yfir. En þegar htið er t. d. á þjóðskuld þessa lands (Canada), er nú nemur 250 til 300 dollurum á hvera mann, virðist minst á mununum. Og þó er þetta land talið með þeim löndum, er mjög gott lánstraust hefir, enda mun þjóðeignin nema yfir 2200 dollurum á hvern mann. Ennfremur má benda á sem dæmi þess, hvað í líkt horf sækir allsstaðar, að vest- ur fylki þessa lands tóku upp úr alda- mótunum eða frá 1901—1905 við fjár- ráðum sínum með talsverðum sjóði og drjúgu árstillagi frá sambandsstjórninni, en skulda nú frá 125—200 miljónir dala hvert. Og íbúar þeirra þriggja eru aðeins eitthvað á þriðju miljón. Auðvitað má segja- að fjárhagur ís- lands sé ekki betri fyrir það, þó svipað eigi sér víðar eða ef til vill víðast stað, en jafnvel þó það sé lítil fró, að vita annan í kvölunum, er það þó hitt, sem til greina getu'r komið, að þetta er þá ekki eins dæmi með ísland, en eins dæmin eru á- valt sögð verst. Af öðrum greinum í þessu hefti má benda á “Fiskveiðar og menning” eftir Matthías Þórðarson. Ætlar höf. að þjóð- irnar sem við höf búa og fiskveiðar stunda verði meiri líkamsþrótti, þoli og itápi gæddar en hinar, sem fjarri sjó búa. Norðurlanda búa belur hann í flokki stranda-búa og með aðdáun minnist hann á hugrekki þeirra og herhlaup þó fá- mennir væru á mannmörg og mentuð þjóðfélög og voldug herríki, sem lýkur með því, að þeir færa heimsveldið frá fjárlægum, suðlægum héruðum til heim- kynna sinna á Norðurlöndum. í grein þessari kennir margra grúsa er dregur að sér athygli lesandans. “Trúin á hamar og sigð” heitir önnur grein í heftinu, eftir Pál Þorleifsson, skörp svaragrein móti “kommúnistaárásarliði” á kirkju og kristindóm. Auk þessa eru sögur, kvæði og ritdómar að gæða lesendanum á í ritinu. Talsvert af lesmáli þessa heftis lýtur að dulspeki. Enda þótt skemtilegt sé stundum að lesa úm leyndardóma Yoga- fræðanna og fakírismans, má þó mörg- um ofbjóða með þess kyns alþýðufræðslu. Magnús Peterson, 313 Horace Ave., Norwood, Man., annast útsölu Eimreið- arinnar. Á VÍÐ OG DREIF Styrkurinn ekki hækkaður Nefnd, sem sérstaklegá var falið að athuga málið um hvort framfærslustyrk í Winnipeg skyldi hækka, hefir ráðlagt bæjarráðinu, að gera það ekki. Eru tvær ástæður fyrir því að dómi nefndarinnar. Önnur er sú, að matvörar séu hér ódýrari en í nokkurri annari borg í Canada. Hin sú, að framfærslu tillagið sé hér hærra en annar staðar. í borginni Quebec til dæmis, nemur styrkurinn $26.36 á (fimm manna) fjöl- skyldu á mánuði. í Winnipeg nemur hann $56.80. I umræðunum um þetta mál, var á það ibent’ að margur sem ekki nyti nú fulls vinnutíma, bæri ekki meira úr být- um en þetta, eins og t. d. verkamenn járnbrauta eða þeir sem hjá bændum ynnu. Einnig var efast um að bóndinn sjálfur aflaði búsins meira á mánuði hverjum. Að hækka styrkinn gæti því dregið þann dilk á eftir sér, að þeim fjölgaði, sem heldur vildu reyna að bjarg- ast af á honum, en á annan hátt. Nokkuð getur í þessu verið. En spurs- málið er þetta, hvort vinnuiaun séu þá ekki einnig of lág, eins og styrkurinn. E3n afstaða bæjarstjóraarinnar er, auk þessa, ofur skiljanleg. Hún getur ekki látið vatnið renna upp fjallshlíðamar. — Það þarf ekki ávalt að vera af samhygð- arleysi að stjórnir geta ekki orðið við öll- um kröfum, sem til þeirra eru gerðar. — Það getur stundum verið alveg eins erfitt fyrir þær að afla sér rekstursfjár og ein- staklinga. * * * Tveir tígulkóngar Norður í The Pas og Flin Flon í Mani- toba var nýlega tekið eftir því, að C.C.F. flokksmenn voru á þönum aftur og fram um kjördæmið til þess að smala atkvæð- um fyrir þingmannsefni sitt. Varð þeim nokkuð ágengt og gekk alt eins og í sögu um tíma'. En þegar gömlum foringjum C.C.F. fór að þykja undarlega sneitt hjá sér- fanst þeim nokkur ástæða til að spyrjast nánar fyrir um þetta. Kom þá upp úr kafinu, að þessi C.C.F. flokkur, sem var í atkvæðasmölun, var nokkurs konar Svika-Smerdis í þeirra augum og heitir foringi hans Sykes, og er lífsá- byrgðar-agent, að nafni til, en þykist öðrum C.C.F. flokkum jafnrétthár. Tóku þá hreinir og flekklausir C.C.F. menn sig til, ferðuðust um héraðið og héldu fundi til þess að koma kjósendum í skiln- ing um hið sanna. Hafa þeir nú valið þingmannsefni sitt, og heitir sá Alex Stewart. Segir svo í fréttum af þessu, að fylgi C.C.F. mannsins hafi aukist við þessa tilraun Sykes, að sundra öflum verkamanna og C.C.F. manna nyrðra. Eigi að síður kváðu margir enn ruglast í tígulkóngunum og ekki vera vissir hvor- um fleygja skuli úr spilunum. Og C.C.F flokkarair eru og verða þama tveir þar til annar hvör missir fótanna. * * * í bága við stjórnarskrána * Á sambandsþinginu berjast liberalar kröftuglega á móti frumvörpunum, sem Kennedy-Stevens-nefndin lagði fyrir þing- ið vegna þess, að þau komi í bága við stjórnarskrána. Þeir finna frumvörpun- um í sjálfu sér ekkert til foráttu. Um nauðsynina á þeim getur heldur ekki verið minsti vafi. Þau hvíla á þeim stað- reyndum, er rannsóknarnefndin aflaði sér við athugun viðskifta- og iðnaðar- rekstur landsins, Það ætti að vera næg sönnun fyrir þörf lagabreytinganna. Ef frumvörpin koma í bága við stjómarskrána, sýnir það áþreifanlegar en nokkuð annað, þörfina á breytingu á sjálfri stjórnarskránni. Umbóta er þörf í þjóðfélaginu' á því sviði, sem framvörpin fjalla um. Þeirra umbóta er krafist af þjóðinni. En þegar íþingið verður við þessum kröfum, þá eru hendur þess og fætur bundnar, af því að landinu er stjórnað í vissum atriðum eftir úreltri stjórnarskrá. Getur nokkur vafi leikið á þvf, að brýn þörf sé á að þessum atriðum í stjóraarskránni sé breytt, svo að hún sé í samræmi við þarf- ir og kröfur tímanna? Hvað er annars í húfi ef frumvörp þessi eru samþykt? Það eitt að biðja fylkin að samþykkja viss atriði þeirra, eins og þau hafa lofast til að gera með önnur frumvörp, svo sem lágmarks vinnu- laun og lengd vinnuvikunnar. Önnur atriði í frumvörpunum lúta að því sama og þessar tvær áminstu lagabreytingar, sem stjómin hefir gert, að létta kúgun- inni af vinnulýð stórverzlana og stór- iðnaðarstofnana. Stórverzlanir þessa bæj- ar, hækkuðu kaup láglaunaðasta verka- fólks síns sömu vikuna og Stevens rann- sóknin var hafin. Er það þetta sem lib- eral-þingmennirnir eru hræddir við með samþykt frumvarpanna, sem þingið er nú að afgreiða? * * ¥ Uppskeran Á fundinum sem borgarstjórar í Can- ada héldu fyrir nokkru í Montreal, komst Gerry McGeer borgarstjóri í Vancouver svo að orði, að ef sambandsstjórnin yrði ekki við þeim ktöfum, er borgarstjóram- ir færu fram á, bæri allan kostnað og veg og vanda af atvinnuleysinu og lánaði borgunum þess utan það fé, sem þeim þóknaðist að biðja u'm, gengi hann ein- hvern góðan veðurdag að bakdyrum ráð- hallar sinnar og gefðist foringi atvinnu- lausra, og sækti mál sitt á þann hátt við sambandsstjómina. Síðan hefir McGeer oft látið blöðin flytja sláandi setningar eftir sér á fyrstu síðu um það, að sam- bandsstjórnin ætti að sjá öllum fyrir vel- launaðri vinnu og gjalda fult kaup í ver- stöðvunum, sem hún hefir stofnað til framfærslu ógiftum mönnum (relief camps). Þegar mennirnir sem í verstöðvar þess- ar höfðu ráðist heyra þetta, grunar þá ekki annað en að McGeer sé alvara. Taka sig því tvö þúsund af þeim saman, yfir- gefa verstöðvarnar og halda á fund borg- arstjóra McGeer. Búast þeir þar við ásjá af hálfu bæjarins, ef ekki sé um atvinnu að ræða. En þá komast þeir að raun um, að McGeer er ekki eins farið og þeir bjuggust við. í stað þess að veita þeim ásjá, les hann upp úr hegningarlagasyrpu fylkisins, hverju það sæiti, að efna til ó- spekta og óeirða, eins og þeir séu að gera með þessu. Menn þessir hafa ekki aftur horfið til verstöðva sambands- stjórnarinnar ,en hafa verið í bænum illa haldnir að því er sagt er og hafa öðru hvoru' haft yfirgang í frammi og ollað vandræðum, sem vænta mátti, þar sem þeir eru algerlega bjargarlausir og alveg óvíst hvað á dagana muni drífa. Það hefir eitthvað verið um það sagt, að þarna sé um kom- múnista-samtök að ræða, og skal ekkert fullyrt um hverju þetta sé aðallega að kenna, en sé það að einhverju leyti upp- skeran af áhuga McGeer fyrir því, að koma nafni sínu á fyrstu síður dagblaðanna, þá er það auglýsing sem of dýru' verði er keypt. * * * “Þversum” flokkurinn Liberal-flokkurinn á sam- bandsþinginu er rétt nefndur “þversum” flokkur. Hans fræg- asta verk þar hefir verið að tefja fyrir framkvæmdum mál- anna og hann hefir verið þeim mun aðsætnari í því starfi, sem þörfin hefir verið brýnni á úr- slitum þeirra. Eitt af þeim málum, sem þeir hafa nú á þinginu háð lífróður á móti er frumvarpið um fjár- veitingu stjóraarinnar til at- vinnu-bóta. Frumvarp það hefði verið hægt að afgreiða fyrir fimm vikum, ef “þversum” mennim- ir hefðu ekki með framferði sínu tafið það. Fjárveitingin nemur 30 milj. dala. Hún er ætluð til atvinnu- bóta. Þó með því fé verði ekki atvinnuleysinu í Canada útrýmt með öllu, mun alt að því 40,000 manns hlotnast atvinna árlangt með því. Er það ekki umhugsunarvert, að afgreiðsla þessa máls skuli tafin svo vikum skiftir af liber- ölu'm eins og á stendur með það? í andmælunum hefir tvent orðið ljóst um ástæður þeirra fyrir þessu. Annað er það, að féð verði notað í kosningunum sem senn fara fram. Hitt er að það gefi svo mörgum atvinnu, að það verði til þess að stjómin vinni kosningarnar. Þeir álta að þeim mun lengur sem þeir geti tafið fyrir þessu máli, þeim mun minni hættu stafi þeim og flokki þeirra af því í kosningun- um. Þó fjölskyldufeðu'r bíði þúsundum saman eftir atvinn- unni, sem þeir eiga von á, þegar þingið hefir afgreitt málið, stendur það liberölum ekki fyrir svefni. Það er flest leyfilegt í kosn- ingum ef þessi “þversum”-, menska hefnir sín ekki. ♦ * * 1 Látið börnin vitna Á flokksfundi sem liberalar héldu í Winnipeg föstud. 17. maí á Alexandra hótelinu töl- uðu fjórir sambandsþingmenn flokksins úr Vesturlandinu. — Voru það Hon. Charles Stew- art fyrrum forsætisráðherra Al- berta-fylkis, John Vallance, On- ward, Sask., G. W. McPhee, Yorkton, Sask., og dr. J. P. Howden, St. Boniface, allir leið- arljós liberal flokksins. Hvað sögðu þeir um hag og framtíð þessa lands, sem lær- dóm fól í sér fyrir oss fáfróða? Þetta: Greiðið liberölum at- kvæði svo að tímar batni hér, viðskifti eflist og atvinna auk- ist, svo meira af vörum verði selt út úr landinu og meira flutt inn. Þá mun alt annað veitast yður. Á fundinum var staddur ungl- ingur, sem flokkinum heyrði til. Reis hann upp úr sæti, er leið- arljósin höfðu' lokið máli sínu I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verlð hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa írá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu I öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. og sagðist svo: “Við viljum ekki heyra neitt meira af þessu dómadags-húmbúggi útlifaðra pólitízkra skrafinna. Það sem við viljum vita er hvernig þið ætlið að fara að því, að út- vega okkur eitthvað að gera.” “Ef þér viljið heyra réttan dóm, þá látið börain vitna,” segir einhversstaðar. Sannleik- ur þessara orða duldist ekki á þessum fundi. Hvaða ástæða er til að halda, að ltberalar efli út- flutning úr landinu, meðan þeir liggja undir því ámæli, að minna hveiti hafi selst héðan á síðasta stjórnar-ári þeirra en nokkurt kreppu-árið? Því svara þeir því ekki? Hversvegna læknaði þá ekki stefna þeirra þetta mein? Ef hún var þess ekki megnug, er hún þá nokk- uð líklegri til að vera það nú? Þá lofa þeir að efla innflutn- ing voru. Hvaða hagur er að því að hrúga meira af vörum inn í landið? Er ekki nóg af þeim hér fyrir Yrði það til þess að bæta úr atvinnuleys- inu? Það væri gott að liberalar skýrðu einnig það mál. Greiðið liberölum atkvæði! Hvað sem yðar hag, kjósandi liður, versnar ekki hagur Beau- harnois við það. KVEÐJU MINNI Frh. frá 1 bls. heima. Þó munu þeir bráðlega hafa áttað sig. Þessi nýji lækn- ir þeirra lét ekki staðar numið við að hjúkra þeim sem sjúkir voru, hughreysta þá sem voru lamaðir og kvíðafullir, 'hann rak þá sem heilbrigðir voru' til framtaks og dugnaðar. Héraðið þurfti eigi síður lækningu en héraðsbúar. Sjálfur gekk hann á undan maðurinn sem ann- ríkast átti allra sýslubúa ruddi, græddi og klæddi mela og mold- arflög og breytti þeim í engjar og tún. Þrátt fyrir forna frægð fjarðarins trúði Sauðárkrókur á sig aflleysi og ómegni til a;llra hluta. Hann var einskonar nið- urseta sýslunnar. Hann var annaðhvort ofmikið bam eða of örvasa gamalmenni til þess að geta nokkuð. Þessu álagafargi hefir Jónas lyft af heimabæ sín- | um, svo að bæjarbúar eru farn- | ir að trúa því, að þeir geti eitt- hvað, þeir séu' ekki dæmdir eilíflega til þess, “að kúra á þessi möl, allir til ónýtis dauð- ir.” Bjartar vonir, sem meira eru en mánaskin hvíla yfir kaupstaðnum, og jafnvel vesöl- um og getusmáum. Það gladdi mig á síðastliðnu sumri að finna það, og mér varð ósjálf- rátt að bera það saman við Sauðárkrók 1912 eða jafnvel Sauðárkrók 1921. Ef eg hefði spurt að því af hverju þessi breyting stafaði hefði ef til vill engin getað svarað því beinit, en með því að ræða þessar fram- tíðarvonir varð það ljóst. “Já, Jónas læknir álítur að þetta megi takast,” svöruðu þeir. —. “Jónas læknir er búinn að athuga þetta og hann álítu'r að það sé velferðar skilyrði, veru- legt velferðarskilyrði.” Það gaf von og það gaf vissu. Þá var og jafnan viðkvæðið þetta, hvar sem farið var: “Jónas læknir er sá einstakasti maður. Hann itelur kjark í alla. Hann er

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.