Heimskringla - 29.05.1935, Page 6
6. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. MAl 1935
1 VÍKING
Eftir R. Sabatini
“Það býzt eg við að þeir kalli mig nú. Það
er rétt eins gott að eg fari í sjóinn, annars
kynni þessum kristnu berrum að verða vand-
ræði úr því, hvað letra skyldi á legsteininn
minn. En með hverjum hætti ert þú kominn
hingað? Eg samdi við Sir John, að öllum
skyldi þyrmt, og eg get -varla hugsað að hann
gerðist heitrofi.”
“Það er mér ókunnugt, eg vissi ekki einu
sinni hvar eg var niðurkominn, fyr en þú
sagðir mér. Eg var sleginn í rot í skærunni,
rétt eftir að eg rak fleininn minn í gegnum
fríðleikspiltinn hann bróður þinn. Meira veit
eg ekki.”
“Hvað ertu að segja? Feldir þú Lionel?”
spurði Sir Oliver.
“Það trúi eg,” svaraði hinn og lét sér fátt
um finnast. “Að minsta kosti rak eg sverðið
í gegnum hann; meistari Lionel var með þeim
fyrstu sem stukku á snekkjuna, og í fylkingar-
brjósti átti eg ekki von á að sjá hann, það
segi eg satt.”
Eftir það þögðu báðir æði lengi. Loks
segir Sir Oliver stillilega:
“Enginn vafi er á því, að þú hefir ekki
veitt honum meira en hann leitaði efitir. Þú
segir satt, skipstjóri, í fylkingar brjósti var
hans ekki að vænta, nema hann hafi ætlað sér
að leita stáls til að umflýja reipið (snöruna).
Svo fór bezt sem fór, alveg vafalaust. Guð
gefi honum að hvflast!”
Þá spurði hinn syndugi skipherra, á-
hyggjusamlega: “Trúir þú á guð?”
“Af því hafa þeir sjálfsagt tekið þig,”
sagði Sir Oliver. “Þeir vita væntanlega ekki
um hvað hann átti skilið, héldu hann fyrir
dýrling og píslarvott, hugsuðu sér að hefna
hans á þér og drógu þig hingað í því skyni.
Hér stundi han nvið. “Hvað um það, meist-
ari Leigh, þú veizt eflaust af, hver syndaselur
þú ent, að þú hefir alla þína æfi verið að búa
þig undir snöruna, svo að þetta kemur þér
ekki óvörum.”
Skipherrann velti sér órólega og æjaði:
“Drottinn minn, hvað mig verkjar í hausinn.”
“Þeir hafa örugt ráð við því,” sagði Sir
Oliver, til að hughreysta hann. “Og þú færð
betri félagsskap á gálganum, en þú átt skilið,
því að eg á að hengjast í fyrramálið líka. Þú
hefir unnið til þess, ekki síður en eg- meistari
Leigh. Samt þykir mér það verra, þín vegna,
því að eg ætlaði þér annað.”
Skipstjórinn dæsti þunglega og þagði um
stund, spyr svo aftur:
“Trúir þú á guð, Sir Oliver?”
“Enginn er guð nema guð einn og Ma-
homet er hans spámaður” og Leigh vissi varla
hvert hann talaði í háði eða alvöru.
“Þetta er heiðinna manna trúarjátning,”
svaraði hann með hræðslu og viðbjóði.
“Ekkí, það er trú sem menn haga sér
eftir. Þeir gera eftir því sem þeir prédika, en
það er meira en segja má um nokkum krist-
inn mann, sem eg hefi nokkurntíma kynst.”
“Hvemig getur þú talað svona undir and-
látið?” mælti Leigh, til mótmæla.
“Eg veit ekki ibetur, en að andlátsstundin
sé sannleikanum helguð umfram alt annað.”
“Þú trúir þá ekki á guð?”
“Þvert á móti, hann trúi eg á.”
“En ekki á sannan guð?” innti skipherr-
ann og gekk fast eftir.
“Enginn annar guð getur verið til, en sá
sanni guð — það gildir einu hvað hann er
kallaður.”
“Nú úr því þú trúir, ertu þá ekki hrædd-
ur?”
“Við hvað?”
“Við helvíti, fordæming, eilífan eld,” sagði
skipstjórinn, hárri röðdu og óttasleginn.
“Eg hefi lífað því h'fi sem guð gaf mér, og
hann, í alvizku sinni setti mér að lifa,” svar-
aði Sir Oliver. “Æfi mín hefir farið eftir hans
ráði, því að ekkert getur komið fyrir né verið
til nema með hans vilja. Á eg þá að óttast
fordæming fyrir að hafa verið eins og guð
gerði mig?”
“Þetta er heiðna trúin hans Mahomets,”
kvað skipstjórinn.
“Hún er góð til að hugga sig við,” sagði
Sir Oliver “og hún ætti að hugga annan eins
syndasel og þú ert.”
En meistari Leigh hafnaði þeirri huggun
og veinaði volulega: “Ó, eg vildi óska, að eg
tryði ekki á guð!”
“Vantrú þín getur ekki afmáð guð, fremur
en hræðsla þín skapað hann,” svaraði Sir Oli-
ver. “En fyrst svona liggur á þér, væri þá
ekki bezt að þú bæðist fyirr?”
“Viltu ekki biðja með mér?” kvað prakk-
ari sá, lafhræddur við'hvað við honum tæki
eftir andlátið.
“Eg skal gera betur” sagði Sir Oliver eftir
nokkra stund. “Eg skal biðja fyrir þér til Sir
John Killigrew, að vægja lífi þínu.
“Það er ekki til neins, hann hlýðir víst
ekki á það,” sagði skipherrann nærri klökkur.
“Hann skal. Sómi hans liggur við. Eg
gekk á vald hans með þeim skildaga, að eng-
um af skipverjum væri gert mein.”
“En eg drap meistara Lionel.”
“Svo mun vera, en það gerðist í snerr-
unni, áður en skilmálinn var settur. Sir John
hét því við drengskap sinn og mun halda það
heit, þegar eg sýni honum, að sómi hans
liggur við.”
Nú létti skipstjóranum sálarháskinn —
sá mikli skuggi af hræðslunni við dauðann,
sem hvíldi á honum. En hætt er við, að hans
ákafa iðrun hafi horfið jafnframt. Að minsta
kosti mintist hann ekki á fordæmingu framar,
né gekk eftir skoðunum og trú Sir Olivers á
kjörúm annars lífs Hann kann að hafa hugs-
að sem svo, og það með réttu, að sér kæmi
einum við hverju hann tryði, enda væri hann
varla til þess hæfur að leiðrétta trúarvillu
þess víkings, þó einhver væri. Hvað hann
sjálfan áhrærði, þá mátti hans sáluhjálp frest-
ast, þar til þörfin yrði brýnni. Eftir það
lagðist hann fyrir og reyndi að gleyma höfuð-
verknum, svo hann gæti sofnað; honum reynd-
ist það ekki fært, vildi þá feginn hefja tal að
nýju, en þá heyrði hann á andardrættinum, að
Sir Oliver var sofnaður.
Þetta undraðist skipherrann og hneyksl-
aðist á því. Hann skildi ékkert í, að sá sem
lifað hafði öðru eins lífi og Sir Oliver, við trú-
arskifti og heiðindóm, mætti sofa rólegur, þó
hann vissi fyrir víst, að hann ætti að hengjast
í birtingu. Hans nývaknaði kristilegi áhugi
eggjaði hann að vekja manninn og kveðja
hann til að friðmælast við guð. En mannleg
vorkun sagði honum, að skárra væri að löfa
honum að hvílast í friði gleymskunnar og sú
mátti meira. Nú er hann hugsaði fyrir sér’
þótti honum mikið að Sir Oliver mátti, á slíkri
stundu, finna rúm í huga sínum til að hugsa
fyrir honum og taka upp á sig, að bjarga
honum frá snörunni. Honum fanst þvi' meir
um þetta, þegar hann mintist þess, hve miklu
han hefði sjálfur valdið um mótlæti Sir Oli-
vers. En er honum birtist svo mikill garp-
skapur, þá kviknaði þar við nokkurskonar
hetju hugur í honum sjálfum og hann fór að
hugsa um, hvemig hann mætti verða Sir Oli-
ver að liði, með því að játa hreinskilnislega í
heyranda hljóði, alt sem hann vissi um að-
dragandann að auðnubrigðum Sir Olivers. En
er hann hafði ráðið þetta með sér, þá hrestist
hann og það sem skrítnast var, gerðist hug-
hraustari og hreyknari af því, að mega búast
við að stofna sér lífsháska með þeirri játningu.
Þannig sat hann það sem eftir var þeirrar
löngu nætur, reri sér og strauk um höfuðið og
naut mikillar hugstyrkingar af sínum fyrsta
ásetningi til góðverks, verulegs góðverks öðr-
um til greiða. En forlögin sýndust aftra þess-
um ásetningi hans, því að um morgunin- er þeir
komu að sækja Sir Oliver, þá skeltu þeir skoll-
eyrum við kröfu Jaspers, að hann skyldi líka
færður fyrir Sir John.
“Þér viðvíkjandi var okkur ekkert sagt,”
svaraði honum einn, stuttlega.
“Svo má vera,” svaraði skipherrann, “eT
það er af því, að Sir John veit pkki hve merkí-
legt það er sem eg hefi að segja honum. Fær-
ið mig á hans fund, segi eg, svo að hann fái
að heyra sanna sögu af mér, áður en það er
um seinan.”
Einn sjómannanna brást til höggs og sló
Jasper framan í, með hnefanum, svo að hann
hrökk aftur á bak og fór í hnipur út í horni.
“Haltu þér saman,” sagði sjóarinn. “Það
kemur bráðum að þér. Rétt núna á að taka
þennan heiðingjann.”
Sir Oliver mælti kyrlega til Jaspers: “Ekki
mun það koma að neinu haldi, sem þú kant
að segja. En feginn er eg, að þér skyldi hugs-
ast þetta; þar af sé eg vinarþel þitt til mín;
hendur mínar eru fjötraðar, Jasper. Ef ekki
væri svo, skyldi eg kveðja þig með handa-
bandi. Vertu sæll.”
Sir Oliver var leiddur út í sólarbirtuna.
og áleiðis til lyftingar, þar sem honum var
sagt, að þeir væru fyrir, sem ætluðu að halda
rétt yfir honum. En miðskipa kom að þeim
einn af fyrirliðum Sir Johns og sagði þeim að
bíða’ þar til rétturinn væri við búinn.
Sir Oliver settist á kaðla byng, er gerðir
voru upp í hönk; skipverjar hópuðust að og
gláptu á þann fræga víking, er verið hafði
kristinn höfðingi á KornbretaJandi, en síðan
gengið af réttri trú í Mahomets villu og gerst
kristninnar svipa og refsivöndur.
Ef satt skal segja, var kristinn höfðingi
af Kombretalandi alt annað en auðkendur
þar sem hinn stórvaxni maður sat í hvítum
kyrtli og skikkju, grárri sem silfur, jneð hvíta
skuplu yfir skygðum hjálmi. Hann hafði fæt-
urna á lofsti og dinglaði sínum gildu leggjum,
berum milli ökla og hnjáa, með órjúfandi still-
ingu, sem forlagatrúar menn hafa til að bera,
nærri jarpur á hörund af sólarbruna, með kol-
svart hár og skegg klofið, blá augu, harðleg
sem agatsteinm og andlitfall svo lagað að öll-
um kom haukur til hugar, sem sáu' hann. Skip-
verjar voru ekki mjúklyndir og söfnuðust sam-
an til að dára fangann og erta, en er þeir sáu
manninn, hversu hvatlegur hann var og ram-
lega stiltur á sinni andláts stund, þá féllust
þeim orð og sköll og gláptu á hann þegjandi.
Ef honum þótti biðin ill, þá sá það ekki á
honum. Ef hann rendi hörðum augum og
fránum til og frá, þá var það ekki að ástæðu-
lausu. Hann var að litast um eftir Rósa-
mundu og vonaðist til að fá að sjá hana einu
sinni enn, áður en þeir hröpuðu honum á síð-
ast hryllilega áfangann.
En Rósamundu bar hvergi fyrir; hún var í
lyftingu. Henni hafði dvalist þar æðilengi og
hún olli því, að aftakan frestaðist.
XXIV. Kapítuli.
Nú er þar til að taka, sem fyr var frá
horfið, að þegar Rósamundu dvínaði orka, svö
að hún hneig máttvana upp að víkingnum, er
hann var tekinn, þá var hún borin á hið
enska skip, stumruðu þá yfir henni þeir Sir
John og Henry lávarður, lögðu hana á legu-
bekk í lyftingu á skutþiljum; læknirinn meist-
ari Tobias bar að henni meðöl til hressingar,
kvað henni hvíld hentasta, kvaddi foringja
leiðangursins og drotningar fulltrúann á brott,
að hafast við annarsstaðar og skundaði svo
þangað sem meiri var þörfin fyrir aðstoð
hans, þangað sem f jórir skipverjar lágu særðir
ásamt Lionel, er dreginn hafði verið, meðvit-
undarMtill, á Silfur Hegrann, meðan upp-
göngu hríðin stóð.
Þangað gekk Sir John þegar birta fór, að
vitja um sinn særða vin; læknirinn lá þá (
hnjánum yfir Lionel, sneri frá, þvoði sér um
hendurnar úr eirskál, þerði þær og reis á
fætur. “Meira get eg ekki aðgert, Sir John’
hann er það langt leiddur.”
“Alveg frá?” spurði Sir John, dapur í
bragði.
Læknirinn fleygði þerrunni, braút niður
ermunum á mussu sinni og svaraði: “Kominn
að bana. Honum blæðir inn, púlsinn fer smá-
mínkandi og svo helzt, þangað til hann skilur
við. Þú mátt telja hann meðal framliðinna
héðan af, Sir John.” Skömmu síðar lagði
hann við: “Hægur viðskilnaður og þjáninga-
laus.” Hann varpaði öndu, svo sem itil sam-
úðar. “Blair er dauður, hinir fjórir koma til,
hugsa eg.”
En Sir John varð svo mikið um fréttina,
að hann sinnti engu öðru. “Fær hann ekki
rænuna aftur?” spurði hann, þó honum hefði
áður svar gefið verið.
“Svo er sem eg sagði, það er engin von til
að hann lifi. Eg get ekkert að gert með
minni íþrótt.”
Sir John lét höfuð slúta, dapur á svip.
“Mín réttvísi tjáir ekki heldur, þó hún geti
hefnt hans’ getur hún ekki fært mér vin minn
aftur.” Hann leit við lækninum. “Hefnd,
sir, er vesölust allra þeirra látaláta, sem nefn-
ast líf.”
“Fyrir þér liggur að fremja réttvísi en
ekki hefnd,” svaraði læknirinn.
“Hártogun má það heita, að gera þeirra
mun, þegar öllu er á botninn hvolft,” svaraði
Sir John. Hann gekk nær og horfði á hið
fríða andlit, sem nú gerðist bleikt af húmi
dauðans. “Ef hann vildi aðeins segja h'tið
eitt þeim refsidómi viðvíkjandi, sem nú skal
fullnægja! Ef til þess kæmi, að eg yrði kraf-
inn ábyrgðar fyrir að hengja Oliver Tressilian,
þá væri vissulega gott að hafa framburð þessa
manns að bera fyrir sig.”
“Sannarlega mun aldrei koma til þess,
sir,” andæfði læknirinn. “Orð jómfrú Rósa-
mundu er nóg, ef á annað borð nokkurra
vitna þarf við.”
“Jú’ hann er víst búinn að syndga svo
berlega móti guði og mönnum og er dæmdur
fjrrir þau afbrot, svo það er ekki trúlegt, að
það komi mér nokkumtíma í koll, að eg geld
honum rauðan belg fyrir gráan.”
í því bili kom að vikamaður Sir Johns
með þau skilaboð frá Rósamundu, að hún
vildi fá að finna hann sem fyrst.
“Hana mun langa til að frétta hvernig
honum liður,” ályktaði Sir John. “Ó, drottinn
minn, hvemig á eg að fara að því að segja
henni frá því! Hláleg mega forlögin vera, að
færa henni önnur eins tíðindi á hennar lausn-
ar stund.” Hann gekk til dyra og segir við
lækninn: “Þú verður hjá honum þangað til
hann skilur við?”
Meistari Tobias sagði með hneigingu:
“Sjálfsagt, Sir John, þess verður ekki langt að
bíða hvort sem er.”
Sir John leit þangað sem hinn helsærði
maður lá og mælti hljóðlega:
“Guð gefi honum hvíld,” gekk út síðan.
En er hann kom á þiljur- kvaddi hann
menn til að slá streng, með lykkju á öðrum
enda, yfir ráar enda’ og að sækja Sir Oliver
Tressilian í byrgi það sem hann var geymdur
í. Þar næst gekk hann þungum skrefum og
með þungu sinni, upp stigann á skutþiljur og
í lyftingu. Þá var sól komin upp og dálítil
morgungola og öll segl viðhöfð; roða sló á
sjóinn, gáraðan af andvaranum, á hléborða
bólaði á skýja rönd; lengst í vestri, það voru
múlar og höfðar á strönd Spánar.
Sir John gekk í lyftinguna, hneigði sig,
tók ofan og fleygði höfuðfatinu á stól, hann
var langleitur og holdskapur og alvörugefinn
i . _
jafnan, en nú næsta hátíðlegur á svipinn. A
síðustu fimm áum hafði hann elzt mikið hárið
gránað, einkum um gagnaugun, en áður var
hann hrafnsvartur á hár, og ennið fengið
hrukkur sem sléttust aldrei.
Hann gekk til Rósamundu’ er hún stóð
upp við komu hans, tók báðum lófum um
hönd hennar og segir mjúklega um leið og
hann leit í augu hennar:
“Rósamunda, mín kæra! Hefirðu hvílst
I barnið gott?”
Hún var hissa, að hann skyldi nefna ann-
að eins og hún gæti notið hvfldar.
“Blessað lambið!” sagði hann, mjúklega,
líkt og móðir mætti gert hafa, tók hana í
fangið og strauk hið jarpa höfuð. “Við skul-
úm flýta okkur að komast til Englands aftur.
Reyndu að vera hughraust á meðan . . .”
En hún vatt sér frá honum og segir snúð-
ugt:
“Eg heyrði til skipverja áðan, að það
stæði til að hengja Sir Oliver Tressilian þenn-
an morgun.”
Hann misskildi hana algeriega og segir:
“Vertu óhrædd, það skal ekki standa á
réttvísri hegning af minni hendi. Lykkjan
hangir nú frá ráar enda, sem skal snara hon-
um til eilífrar hegningar.”
Hún greip andann, tók höndum til brjósts
síns og spurði einarðlega. “Og með hvaða
heimild ætlar þú að gera annað eins?”
“Með hvaða heimild?” tók hann upp,
glápti á hana og gretti sig, og vissi ekki hvaðan
á sig stóð veðrið. “Með hvaða heimild?” sagði
hann aftur, nærri kjánalegur- hann var svo
hissa, virti hana vandlega fyrir sér, og er
hann sá augu' hennar, hve hörð þau voru og
fast að því tryld, þá þóttist hann skilja hvað
henni var og segir með óendanlegri vorkun:
“Já, nú skil eg.” Hann hélt að blessaður
auminginn væri viti sínu fjær, af þeiim
þrautum og hrellingum, sem yfir hana höfðu
gengið að undanförnu. “Þú verður að hvfla
þig,” mælti hann þýðlega, “og venda hugan-
um algerlega frá öðru eins og þessu. Láttu
mig um það, vertu viss, að eg skal hefna þín
og reka þinna harma.”
“Sir John, þú misskilur mig, hugsa eg.
Eg kæri mig ekki um- að þú hefnir mín. Eg
spurði þig með hvaða rétti, af hvaða ástæðum
þú ætlar þér að gera þetta, og þú hefir ekki
svarað því.”
Enn jókst honum furða og enn glápti
hann á hana. Honum hafði þá missýnst, hún
var þá með fullu-viti og stillingu, það var auð-
heyrt. Samt kom þessi óheyrilega spurning
í stað fyrirspumar af ást og kvíða um líðan
Lionels.
“Það hélt eg að sízt þyrfti að segja þér
frá ódáðum þess illmennis, eða er svo?” og
lagði fyrir hana þá spurning, sem hann hafði
verið að spyrja sjálfan sig.
“Þú verður að segja mér,” svaraði hún,
“með hvaða rétti þú gerist dómari hans og
böðull, hvern rétt þú hefir til að lífláta hann
fyrirvaralaust og rannsóknarlaust.” Hún var
alvarleg og þung í fasi, eins og strangur dóm-
ari.
Honum gekk seint að átta sig á þessum
veðrabrigðum. “Þú, Rósamunda, hann sem
hefir gert svo þunglega á þinn hluta, þú ættir
að vera sízti maður til að spyrja um slíkt. Eg
geri ekki annað en fylgja þeim sið, sem á sjó
tíðkast’ hvenær sem illvirki er fangaður, álíka
og Oliver Tressilian er. Ef þú hefir vægðar-
hug til hans — sem eg get varla hugsað mér,
sé guð mitt vitni — þá gættu að því, að
þetta er sú mesta vægð, sem hann má nokk-
urstaðar ætlast til.”
“Þú talar um vægð og hefnd í sömu and-
ránni, Sir John.” Hún hafði náð að stilla sig
og var nú róleg og heldur beizk.
Hann vatt við höfði af óþolinmæði: “Til
hvers ætti það að vera, að flytja hann til
Englands? Hann verður að þola dóm þar,
vitaskuld, og sá frestur yrði ekki til annars en
lengja kvalir hans.”
“Sú niðurstaða er kannske ekki eins vís
og þú heldur,” svaraði hún. “Og hann á rétt
til að korna vöm fyrir sig í dómi.”
Sir John sneri frá og skrefaði lyfitinguna
veggja á milli, það var engu líkt, að hann
stæði þar og þrasaði um annað eins, og það
við Rósamundu, sem fjarstæðast var af öllu,
samt var hún að þvinga hann til þess, þvert á
móti vilja hans og gegn heilbirgðu viti meir að
segja. Loks tók hann þann kost, að láta eftir
því sem hún vildi og segir:
“Ef hann framber þá kröfu, þá skal henni
ekki hafnað. Við skulum fyltja hann til Eng-
lands, ef hann heimtar það og lofa honum að
þola dóm þar. En Oliver Tressilian veit of vel
hvað ba'ður hans, itil þess að krefjast þess.”
Hann gekk að henni, rétti til hennar hendur
sínar og bað: “Góða Rósamunda! Þú hefir
orðið fyrir ofraun, þú . . .”
“Ofraun að vísu, Sir John,” svaraði hún
og tók um hendur hans, klöknaði þá svo, að
hún það bljúglega: “Ó, kendu vorkunar! Eg
bið þig innilega að vera vorkunsamur!”
“Hvaða vorkun á eg að sýna þér, barn? Þú
þarft ekki annað en nefna . . .”