Heimskringla - 17.07.1935, Síða 4
I
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. JÚLÍ 1935
Hn’imslvrituila
(StofnuO 18S6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnípeg
Talsímis 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
tyriríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
311 viðskifba bréí blaðinu aðlútandi sendist:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
RitstjÓH STEPÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla" U publUbwl
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Jfott.
Telepibone: 86 637
WINNIPEG, 17. JÚLÍ 1935
Á VIÐ OG DREIF
Stefnuskrá Stevens
Þá hefir nú Hon. H. H. Stevens birt
stefnuskrá sína. Ekki er hægt að neita
því, að það sé ekki full boðleg stefnuskrá.
I henni má heita minst á alt mögulegt,
sem menn hafa hugsað sér síðast liðin
25 ár að gæti staðið til einhverra stjórn-
arfarslegra bóta. Þar er talað um að
stjórnin eigi að tryggja bóndanum verð af
urða húanna með eftirliti og gæzlu á sölu
þeirra, að bæta hag atvinnulausra með
því að útvega þeim vinnu hjá bændum,
við skógarhögg, við námagröft, í iðnaðar-
stofnunum o. s. frv., efla viðskifti erlend-
is með því að lækka toll á iðnaðarvöru
frá Bretlandi ,eiga samvinnu við fylkin
með fundarhöldum um að breyta stjórn-
arskrá landsins, þar sem hún kemur í
bága við nauðsynleg störf eða framfarir,
að lækka rentu á peningum eitthvað eða
í 5%, “sem sýnist ætti að vera nógu há
renta”, ákveða lengd vinnutíma og kaups
o. s. frv., o. s. frv. Alt fyrirtaks áform,
en sem í engu eru frábrugðin stefnuskrá
núverandi stómar, eða neinna hinna
stjórnmálaflokkanna. Stefnuskrár þeirra
hafa að vísu ekki verið birtar fyrir kom-
andi kosningar, en það má við flestum
eða mjög mörgum atriðum í stefnuskrá
Stevens búast í þeim. Þjóðfélags-um-
bæturnar eru svo almennar. Síðasta þing
má og heita að hafa gert margar af þeim,
eða það af þeim, sem framkvæmanlegt
er, að lögum, og þau lög hafa hinir flokk-
ar þingsins staðfest með atkvæðagreiðslu
sinni.
Hon. H. H. Stevens nefnir þennan nýja
flokk endurbótaflokkinn (reconstruction
party) en spumingin er sú hvort að
stefna flokksins gangi svo langt í endur-
bótaáttina, að hún sé í nokkru frábrugð-
in stefnum hinna flokkanna. Vér eigum
bágt með að lesa nokkuð það út úr
stefnuskránni, sem ekki má búast við, að
lesið verði út úr stefnuskrám þeirra allra.
Löggjöf Bennetts á síðasta þingi setur
áreiðanlega met í þjóðlegum umbótum.
Og það virðist bæði þessum nýja flokki
og mun reynast hinum andstæðinga
flokkum hennar erfitt, að taka stærri
spor, en hann hefir stigið. Enda er eng-
um getum að því að leiða, að Bennett er
sá lang-hæfasti og raunsæasti og fram-
sýnasti stjórnari, sem þetta land hefir
nokkru sinni haft. Það verður erfitt að
loka allra augum hér fyrir því, þar sem
hann er af Bretum talinn mestur stjórn-
málamaður sem nú er uppi innan Breta-
veldis. Þó þeim, hvort sem í pilsi eða
buxum eru, sem það eitt hafa á sig reynt
til þess að bæta úr kreppunni, að gala sem
hæst á götuhornum, finnist Bennett
skammsýnni þeim sjálfum, getur samt
orðið sú raunin á, að þeir eigi eftir að
sýna það í verki.
En svo að vikið sé aftur að einu atriði
í stefnu Hon. H. H. gtevens, því er lækk-
un tollanna snertir á innfluttum iðnaðar
varningi frá Bretlandi, þá er þar um mál
að ræða, sem úrskurðað verður á næsta
fundi Bretaveldis árið 1936, er Ottawa
samningamir verða endurskoðaðir. Slíkir
samningar milli landanna innan Breta-
veldis hafa reynst svo vel, að enginn efi
er á , að þeir eiga eftir að verða víð-
tækari og viðskiftin efld sem unt
er. Mr. Bennett var upphafsmaður þeirra
samninga og það var hann sem fyrstur
manna innan brekza ríkisins kom auga á
hvað fneð þeim samningum mætti vinna
að hagsmunum landanna innan alríkisins.
Að Canada hafi nokkrum manni færari
á að skipa, að sjá samningsmálum þeim
vel farborða, efumst vér stórlega um,
þrátt fryir virðingu vora fyrir M. Stev-
ens og magra annara flokks- og stjóm-
málaleiðtoga landsins.
Hon. H. H. Stevens má óefað telja einn
af fremstu mönnum conservative-flokks-
ins. En að endurbóta, eða viðreisnarstarf
landsins, sé betur komið í höndum hans
en Mr. Bennetts, mun hæpið þykja. Á
framkomu Stevens mun þó verða litið
sem svo að hann trúi því sájlfur.
Hvað greinir Stevens á um við Mr.
Bennett? Áreiðanlega ekkert í skoðun-
um um þjóðmálin. í stefnuskrá Stevens
er fátt eða ekkert, sem Bennett mintist
ekki á í útvarpsræðum sínum s.l. vetur.
Og þeir sem kunnugir eru því, álíta að af
hálfu Bennets, að minsta kosti, sé ekki
einu sinni um neina persónulega óvild að
ræða. Þó til þess drægi, að Stev-
ens færi úr ráðuneytinu, átti Bennett
ekki sökina á því.
Eins og kunnugt er hélt Stevens ræðu
í Toronto-borg meðan á rannsókninni á
viðskiftarekstri landsins stóð. Af því
urðu iðnaðar og viðskiftahöldar óðir og
uppvægir og sendu undir eins nefnd til
stjórnarinnar, og tilkyntu henni að skaða-
bótamál yrðu hafin á hendur henni, væri
þetta talað sem Stevens hélt farm, í nafni
stjórnarinnar. Helmingur ráðuneytisins
vildi ekki við það kannast, að ræðan væri
stjórnarboðskapur, né að aðrir ættu þar
hlut að en Stevens einn. Liberalar æstu
svo vini sína, auðfélögin, að halda á-
fram og að þau ættu réttmæta kröfu fram
að bera á hendur Stevens. Var þá ekki
um annað að tala, en að Stevens viki úr
ráðuneytinu. Þó Bennett, sem stjórnar-
formaður, yrði að kveða upp þann dóm,
er það engin sönnun þess, að hann hafi
verið Stevens skoðanalega mótfallinn. —
Hann gat ekki annað gert. Að hann
skipaði Stevens formann rannsóknar-
nefndarinnar, sýnir bezt hvort hann var
ekki skoðanalega þar á máli Stevens.
Hafi Stevens verið að hefna þessa með
stofnun þessa nýja flokks, mælir það
ekki myndun hans bót. — Og það er
meira að segja vafasamt, að Stevens hafi
unnið áhugamálum sínum þarft verk,
með stofnun hans, með því að veikja
þann flokkinn, eða að reyna það, sem
framkvæmdir þeirra hafði og hefir með
höndum og hann var sjálfur starfandi í
áður.
* ¥ *
Samkvæmt því er blað C.C.F. flokksins
segist frá, er að sjá, sem Mr. Woods-
worth geri sig ánægðan með laun þau er
leiðtoga stjórnarandstæðinga hlotnast,
eftir næstu kosningar.
* * *
Atvinna fyrir ógifta
'Fregn barst um það nýlega frá Ottawa,
að sambandsstjórnin væri að gera ráð
fyrir, að reyna að útvega ógiftum mönn-
um vinnu við einhverja iðnaðarframleið-
slu með kaupi í stað þess að halda áfram
að fæða þá í atvinnubóta-verunum (rel-
ief camps).
í atvinnubótaverunum hefir svo fækk-
að, að þar eru nú alls aðeins um 12,000
manns. Hvað margir hafa verið þar
stöðugt er ekki getið, en alls hafa þang-
að leitað 116,000 manns. Hafa ýmsir
ekki verið lengur en tvo mánuði þar, en
hafa þá hlotið atvinnu eða björg á ein-
hvern hátt.
Mörg af þessum atvinnubótaverum hafa
verið lögð niður vegna þess að mönnum
hefir fækkað svo í þeim Og líklegast
verður þeim öllum lokað innan skamms.
En í hverju iðnaðar fyrirtækin verða fólg-
in, sem stjórnin sjálf hugsar sér að fara
af stað með, er enn ókunnugt um.
Þau verða nú líklega ekki grátin at-
vinnubótaverin, þessa .stundina af öllum.
En svo ber þess að gæta, að hugmyndin
með þeim var aldrei önnur en sú, að
bæta úr yfirstandandi bjargræðisleysi.
— Með þeim var aðeins verið að
tjalda til einnar nætur. En er þeirra
engin þörf lengur? Eins og allir vita er
hér ávalt méTra og minna atvinnuleysi á
vetrum. Gætu atvinnubætur sem verin
ekki þá komið í góðar þarfir, yfir tvo til
þrjá mánuði og ekki sízt, ef sæmilegt.
kaup væri hægt að greiða fyrir vinnuna?
Það hefði þótt bót á fyrri árum, að geta
hafst þar við þá mánuðina, sem ekkert
var að gera og menn eyddu mestu af
sumarkaupi sínu sér til framfærslu.
* * *
Bandaríkst blað heldur fram að það
eina sem aftri Evrópuþjóðunum frá stríði,
sé að Bandaríkin fáist ekki til að borga
fyrir það meðan ekki sé lengra liðið frá
síðasta stríði.
«
* * *
Fjöll eru hvíld fyrir augað fyrir þá sem
á sléttlendi búa. En hvar er nú blóm-
legra og búsældarlegra um að litast, en á
sléttunum í Manitoba?
Og Mr. Woodsworth
Um leið og Mr .Stevens lýkur við lestur
stefnuskrár sinnar, kveður Mr. Woods-
worth sér hlójðs og gerir heyrin kunna
stefnu C.C.F. flokksins. Þó stefna hans
þurfi meiri skýringa með frá honum sjálf-
um, en honum hefir auðnast að gefa á
henni til þessa, skal nú ekki um það
fengist, en minnast á aðaldrættina í máli
hans nú.
I einu er auðsætt að Mr. Woodsworth
greinir sérstaklega á við Stevens og
eldri flokkana. Og það er í því hverjir
hafa eligi umráð peninga lands-
ins. Telur Woodsworth banka eiga að
vera þjóðeign og öll umráð yfir notkun
peninga í híöndum stjómarinnar. Pen-
ingavaldið, ef ekki peningarnir sjálfir eigi
að vera í höndum stjórnarinnar. Fyr
telur hann ekki gefa komist á neitt rétt-
læti og jöfnuð í útbýtingu auðsins og
iðnaðar og viðskiftarekstri landsins. Pen-
ingavaldið algerlega í höndum stjórnar-
innar, telur hann það eina sem til. vel-
ferðar horfi, því þá sé fyrst fullu lýðræði
náð.
Auðvitað er þetta hverju orði sannara,
að þá væri “afl þeirra hluta er gera skal”
í höndum fólksins, ef við ættum við full-
komið lýðræði að búa. En meðan svo er
ekki og stjórnir eru eins einvaldar eftir
kosningar og nokkur keisari, þá er það
blekking ein, að telja mönnum trú um, að
þeir hafi fullkomið lýðræði, eða almenn-
ingur hafi nokkum hlut um það að segja
hvernig fénu skuli varið. Með því ein-
ræðisvaldi sem stjómir nú hafa, trúi eg
fyrir mitt leyti þeim alls ekki fyrir pen-
ingavaldinu og skoða það meira að segja
hættulegt að fá henni það í hendur, hver
sem stjórnandinn er og jafnvel þó hann
heiti'Woodsworth. Meira að segja þjóð-
eign banka er alveg eins hættuleg lýð-
ræði með því valdi sem stjórnir hafa og
þó einstaklingar stjórni þeim. Vald þeirra
getur stjómin þó ávalt takmarkað en
vald hennar takmarkar ekkert. Með
þeirri ófyrirleitni sem nú tíðkast í flokks-
pólitík, yrði útreið þjóðeignabanka oftar
en einu sinni hin sama og Manitoba-
fylkisbankans.
Ef byrjað væri á því að efla lýðræðið
með því, að takmarka vald fulltrúa þinga,
skildi ekki standa á þeim er þetta ritar,
að greiða atkvæði með þjóðeign peninga-
valdsins. En meðan það er ekki gert og
Woodsworth lýsir því yfir, að bæta megi
alt böl þessa lands án þess að breyta
stjórnarskrá eða grundvallarlögum þess,
getur þetta ekki skoðast sagt öðru visi
en í spaugi í augum skynbærra manna
— að því ef til vill viðbættu, að heita
kosninganbeita í augum óframsýnna.
Heimskringla hefir áður bent á það, að
takmarkalaust vald, hvort sem fulltrúa
er eða einstaklinga í löggjafarmálum og
peningamálum, leiðir aldrei til lýðræðis,
heldur í einræðisáttina. Að ná löggjafar-
valdinu og fjármálavaldinu úr höndum
fárra, hvort sem þeir heita þingfulltrúar
eða einstaklingar í hendur almennings er
eina heilbrigða lausn mannréttindamáls
þjóðanna.
Sá er þetta ritar hefir svo heita sann-
færingu fyrir sannindum þessarar stefnu,
að honum gremst það, að engir forvígis-
manna þjóðmála þessa lands, skuli geta
stefnt annað en í öfuga átt við hana er
þeir ætla að fara að efla almennings heill
í þjóðfélaginu.
Til tryggingar velferð almennings, lof-
ar Mr. Woodsworth þessu:
Að hækka styrkinn til atvinnulausra
svo að þeir geti lifað sómasamlega.
Að lögleiða vátrggingar gegn atvinnu-
leysi, slysum, veikindum og mörgu fleiru;
þar á meðal elli, eða er maðurinn er ó-
fær.að vinna fyrir sér fyrir aldurs sakir.
Þá eru ákvæði um vinnulaun og vinnu-
tíma o. s. frv.
Fleira er svo alkunnugt í stefnuskrá
allra flokka í þessari C.C.F. stefnuskrá
að hér skal ekki frekar á það minst.
TVÖ ISLENZK TIMARIT
I.
JörS
Það er þegar liðinn nokkur tími síðan
eg lofaði bæði ritstjóra Heimskringlu og
sjálfum mér að vekja athygli á þessu
tímariti í blaði hans. Ritdómur geta
þessar línur ekki kallast, enda hefi eg
ekki við hendina nema I. hefti af riti
þessu, sem komið hefir út í 4 ár. Það
eitt út af fyrir^sig er eftirtektavert, að
prestur, sem altaf hefir átt heima í frem-
ur afskektum sveitum, skuli hafa tekist
að halda úti tímariti. En séra Björn O.
Björnsson hefir trú á því, að rit hans
eigi erindi til alþýðu manna, og þó að
skiftar geti verið skoðanir um ýmislegt,
sem það hefir flutt, eins og gengur og
gerist, þá hefir stefna þess mið-
að í heilbrigða átt. Hyrfi “Jörð”
úr stjörnuskara íslenzkra bók-
menta, yrði því áreiðanlega
vandfylt skarðið. Það er á-
hugamál séra Björns, að rit
hans geti stuðlað að heilbrigðri
hugsun og heilbrigðu líkamslífi.
'Sem guðfræðingur er hann
frjálslyndur í skoðunum og vill,
að hugarstefna Krists og fagn-
aðarerindis hans ráði í lífi
mannanna, Hann hefir enn-
fremur mikla trú á því, að
mannkynið yrði farsælla, ef það
leitaðist betur við að sjúga ó-
blandna móðurmjólk náttúr-
unnar og lifa einföldu og ó-
brotnu lífi á afurðum hennar,
eins og þær fást í hverju landi.
Þar sem þetta er hugsjón rit-
stjórans, er ekki nema eðlilegt
að meðal þess, sem hann hefir
birt, séu prédikanir og greinar
um trúmál. í síðasta heftinu
er t. d. prédikun eftir séra Björn
Magnússon á Borg, sem er
hvortveggja í senn, lærður mað-
ur vel og hreinskilin í hugsun.
í “Jörð” hefir komið út á ís-
lenzku :bók Stanley Jones
kristnihoða, sem nefnist “Krist-
ur á vegum Indlands.”* Stanley
Jones er hafinn upp yfir allan
trúflokkakrit og bók hans er
merkileg heimild um þær hug-
arhræringar, sem nú eru uppi
með mentaðri stéttum Indlands.
Margar greinar hafa komið í
“Jörð” um heilbirgðismál, ekki
sízt holt mataræði, enda hefir
ritstj. áhuga á garðrækt.
Af greinum um íþróttir má
nefna “íslenzk glíma” eftir hinn
kunna skólamann Arnór Sigur-
jónsson og með skemtilegustu
greinum um líkamsrækt er hin
stutta frásögn Indriða Einars-
sonar skálds um það, hvernig
hann fer að eldast jafnvel og
hann gerir. Sannleikurinn er
sem sé sá, að Indriði eldist
aldrei.
Meðal þess, sem mér hefir
þótt mest gaman að lesa, eru
frásagnir gamalla íslenzkra
náttúrubarna um ýmislegt, sem
kom fyrir “í gamla daga”. Þar
eru dregnar upp myndir úr lífi
eldri kynslóðanna, sem nú eru
að hverfa. Sumar hverjar
stinga svo í stúf við það, sem
við hin yngri eigum að venjast
á okkar “framfaraöld,” að við
horfum á þær eins og þær væru
frá fjarlægum löndum. En þær
ættu að hjálpa okkur að skilja
og meta þann arf, sem gamla
fólkið lætur okkur eftir, og þá
fórn, sem það hefir fært.
Nokkur góð kvæði og marg-
ar fallegar myndir hafa prýtt
“Jörð”, ekki sízt tilkomumiklar,
íslenzkar landslagsmyndir, sem
gefa góða hugmynd um fegurð
íslands.
II.
Samtíðin
Af riti þessu hefir komið 1
árgangur og var hann gefinn út
af félagi, sem Höfundur nefnd-
ist. Snemma á þessu ári keypti
Eggert P. Briem tímaritið og
heldur hann áfram að gefa það
út. Ritstjóri er cand. polit.
Pjetur Ólafsson. Mér hafa bor-
ist 3 hefti, sem virðast gefa góð-
ar vonir um framtíð “Samtíðar-
innar.”
Útgefandinn er bóksali, sem
á fáum árum hefir unnið sér
alment taust og álit og gerir sér
mikið far um að vita full deili á
því, sem bóklesandi mönnum
kemur að notum. Eins og
vænta má, er tímarit hans
fyrst og fremst miðað við þá,
sem langar til að fylgjast með
því, sem gerist á sviði bókment-
anna. Það flytur yfirlit yfir
merkar bækur, sem út koma í
ýmsum greinum og gefur nokk-
ura hugmynd um, hvað skrifað
er um í erlendum tímaritum, t.
d. með því að þýða úr þeim
greinar og smásögur.
Þessi hefti, sem eg hefi feng-
ið, bera þess ennfremur vitni, að
Samtíðin gengur ekki framhjá
ýmsum vandamálum íslenzkrar
-------------
* Þýdd af séra Halldóri Kol-
beins á Stað í Súgandafirði.
nútímamenningar, svo sem sam
bandi útvarps og bókaútgáfu,
aukinni þörf fyrir fræðirit o. s.
frv. Má í því sambandi benda
á samtal við skólameistara
Mentaskólans Pálma Hannesson
í I. heftinu. Og grein útg. sjálfs
í 3. hefti um 'bókasöfn og bóka-
útgáfu.
Ýmislegt er til skemtunar af
smágreinum og fróðleiksmolum.
Smásögur eru þar eftir útlenda
höfunda og ein eftir Halldór
Kiljan Laxness. Um þá sögu er
sú saga sögð, að hún týndist
árið 1926, en fanst aftur í vor
í gömlu rúsli, sem átti að
fleygja.” Var það vel farið, að
hún fanst, því að hún á betur
heima í Samtíðinni en gömlu
rusli.
Loks get eg ekki stilt mig um
að benda á það gagn, sem lestr-
arfélög eða einstakir bókamenn
gætu haft af því að kaupa sér
slíkt rit sem Samtíðina. Flest
lestrarfélög munu ekki hafa
yfir meiru^é að ráða en svo, að
þeim sé lífsauðsyn að kaupa að-
eins það sem út kemur af
betra tæinu. Er þá oft vanda-
samt að panta, þegar ekkert er
um bókina vitað, nema nafnið
og tæplega það. Nú eiga lestr-
arfélögin kost á tímariti, sem
kemur út 10 sinnum á ári, kost-
ar aðeins 5 kr., en veitir ágætt
yfirlit yfir það, sem út kemur
á íslenzku^ Ritstjóri segir, að
bókafregnirnar verði “ekki bein-
línis dómur — kritik — heldur
frásögn um efni og hvort bókin
er talin góð á sínu sviði.” —
Ferðamenn að heiman eru sjálf-
sagt oft spurðir um nýjar bæk-
ur eða hvað sé til í hverri
grein. Eg hygg, að tímaritið
Samtíðin sé betur fær um að
svara slíkum spurningum en
nokkur annar.
Jakob Jónsson
FRÚ JAKOBÍNA JOHNSON
KOMIN HEIM
Örstutt viðtal við skáldkonuna.
Rvík. 22. júní
“Gullfoss” lagðist við land-
festar kl. rúmlega 7 í gærkveldi.
Með skipinu var fjöldi farþega,
og margir þektir menn og kon-
ur og var því múgur manns til
móttöku. Þar var líka tíðindá-
maður Nýja Dagblaðsins, er
ryður sér braut gegnum þyrp-
inguna til þess að ná, þótt ekki
sé nema örstuttu viðtali við frú
Jakobínu Johnson, þegar hún
nú loksins er komin aftur heim.
Nú sést hún bak við mann-
garðinn við borðstokkinn og
bíður vina sinna, er hún flesta
hefir aldrei séð. Hún stendur
þama svo róleg og þokkinn í
látlbragði hennar er svo kunn-
uglega fagur, eins og hún hefði
verið okkur dagleg fyrirmynd
hér heima, er aðeins snöggvast
hefði brugðið sér utan; eins og
á milli utanfarar og heimkomu
hefðu ekki liðið æskuár, ótaldir
draumar ungrar meyjar, reyn-
sla móðurinnar og margbreytt-
ur þroskaferill til mikillar list-
ar.
Landfestar eru strengdar, og
nú gefst loks færi á að heilsa
frú Jakobínu með hjartanleg-
ustu kveðjunni, sem nokkur
tunga hefir lagt börnum sínum
í munn:
—Komdu blessuð og sæl. —
Velkomin heim.
— Þakka þér fyrir — og
komdu blessaður. —
Hreimurinn er svo íslenzkur,
sem víst væri að fjarveran hefði
aðeins verið svipdvöl á sléttun-
um miklu og ströndinni vestan
við Klettafjöll.
— Þú hefir fengið blíðan byr
heim?
— Já, á morgun eru þrjár
vikur réttar síðan eg lagði af
stað frá Seattle. Og þó dvaldi
eg dag um kyrt í Winnipeg,
4—5 júní.
— Eg spyr ekki að fögnuðin-
um þar líka, að fá að sjá þig.
— Þeir voru mér framúrskar-
andi góðir, eins og ætíð fyrr.
Um kvöldið var slegið upp fjöl-
mennri samkomu og eg beðin
\