Heimskringla - 17.07.1935, Page 5

Heimskringla - 17.07.1935, Page 5
WINNIPEG, 17. JÚLÍ 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA að lesa eitthvað af kvæðum mínum. Að þessari samkomu stóðu Söll íslenkzu kvenfélögin í Winnipeg, og fyrir forgöngu “Jóns Sigurðssonar félagsins”, að eg held. Og daginn eftir heiðruðu þeir mig með nærveru sinni við burtför mína. — Já, “blíðan byr”. í>að má nú segja, að vera svona fljót, þrátt fyrir tveggja daga töf “hertogafrúar- innar”* í þoku og ís við Ný- fundnaland. — Og sjóferðin frá Englandi? Brá þér ekki í brún frá “her- togafrúnni” miklu? — Nei, ferðin var mér jafn yndisleg .... Og nú, einmitt þegar tíðinda- manninn langar mest til þess að fregna hvernig draumar hafa rætzt, er frú Jakobína Johnson sá fyrst “gamla garðinn, gliti vorsins búinn”, koma vinir hennar úr móttökunefndinni og nema hana burt til gistivinanna, þar sem skáldkonunni er búin hvíld júnínæturinnar eftir lang- ferðalagið. N. D. HREGGVIÐUR SIGURÐSSON F. 2. april 1864—D. 15. júlí 1934 Fyrir réttu ári síðan andaðist suður í San Diego í California fyrverandi gestgjafi Hreggviður Sigurðsson, er um langt skeið átti heima á Mountain, No. Dak. Fór hann vestur á Kyrrahafs- strönd fyrir nokkrum árum síð- an, upphaflega til þess að leita sér heilsubótar, en staðnæmdist svo þar, það sem eftir var æf- innar. Að fyrirmælum hans sjálfs var lík hans brent en askan send til Mountain og þar jörðuð. Um fæðingarstað Hreggviðs veit eg ekki, en fæddur var hann í Eyjafirði að sögn, 2. anríl ‘ 1864. Voru foreldrar hans hjónin Sigurður Rúnólfs- son og Kristín Jónatansdóttir. Var Jónatan móðurfaðir hans sonur Jóns Þorlákssonar présts að Bægisá. Kipti Hreggviði í kyn móðurfrænda sinna, hann var maður hreinlyndur, örgerð- ur, orðhagur og skjótur til svars, svo að fáir sóttu í hendur honum er til orða viðskifta kom. Hann var brjóstgóður og hjálp- samur við lítilmagna, kátur og lífsglaður og viljandi gerði hann ekki á annars hluta. Yfir eymd- inni gladdist hann aldrei, en jöfnuði og sanngirni unni hann af öllum húga. Þannig kom hann mér ávalt fyrir, árin sem við þektumst í Dakota. Hreggviður var stór maður vexti, en fatlaður alla æfi, fædd- ur handarvana. Veitist mörgum það jafnvel ofraun, er út í æfi- .baráttuna kemur, “með annari hendi að brjóta sér braut, en berjast við lífið með hinni,” en hann hafði ekki nema hægri hendina. Með henni varð hann að brjóta sér braut, og vinna fyrir sér og sínum. Hann var hagur til verka og gekk að flestum verkum sem heill væri. Árið 1875 misti hann föður sinn. Hann var elztur systkina sinna og varð þá strax að verða móður sinni og yngri systkin- um til aðstoðar. Árið eftir, 1876 flutti fjölskyldan til Ameríku, til Nýja íslands og lenti þar í bólu- veikinni miklu er æddi þann vetur yfir nýlenduna. Nokkr- um árum síðar flutti fjölskyldan til íslenzku nýlendunnar í Dak- ota og settist að við Mountain. Þar vann Hreggviður í búð um tíma og við ýmiskonar verzlun- arstörf, fluttist þaðan til Sel- kirk vann þar við búðarstörf, en flutti svo til baka aftur að Mountain. Á þessum árum kvongaðist hann Guðrúnu Torfadóttur er ættuð er af Seyðisfirði, N. Múlasýslu. Börn þeirra er til aldurs hafa komist * Frú Jakobína tók sér far yfir Atlantshaf með “Duchess of Bedford”, einu af stórskipum C. P. R. eru: Hreggviður (Henry) til heimilis í Buffalo, N. Y; Kristin gii't S. B. Stefánssyni skóla- stjóra í Winnipeg; Sigurður til heimilis að Mountain; og Elín gift hérlendum manni að nafni Mr. R. E. Bell búsett í Winni- peg. Árið 1895 flutti Hreggviður frá Mountain til Cavalier og setti þar. upp greiðasölu. Var hann þar um 3 ára tíma. Flutti hann sig þá aftur að Mountain og höfðu þau hjón þar greiða- sölu um mörg ár. Meðan þau dvöldu í Cavalier var gistihús þeiiTa helzti samkomustaður Is- lendinga er heima áttu þar í bænum, en það var flest yngra fólk, er stundaði ýmiskonar vinnu í bænum og í grendinni. Bæði voru þau frámunalega gestrisin og buðu ávalt alla vel- komna er til þeirra komu. Var iþar mannkvæmt og oft glað- værð mikil, einkum við vikna- mót er önnum létti. Bar þá oft margt til umræðu, félags- mál og trúmál, sagnir og sögur. Var Hreggviður eindreginn frjálstrúarmaður í skoðunum er hvorki vildi eða gat dulið virðingarskort sinn fyrir ýms- um kreddum og kenningum, sem af ramasta skilningsleysi var fjargviðrast yfir á þeim ár- um. Olli það honum ekki hvar- vetna vinsælda, enda var á- hættulítið að halla á fátækling- inn og einyrkjann. Um 1912 fluttu þau hjón sig alfari til Winnipeg og þaðan, sem fyrr segir, fór Hreggviður vestur að hafi fyrir eitthvað 12 árum síðan. Fjögur alsystkini Hreggviðar komust til fullorðins ára: Hólmfríður, dáin, var gift hérlendum manni að nafni Mr. Beggs. Tómas: um langt skeið bóndi við íslendingafljót í Nýja íslandi nú búsettur við Steep Rock, Man., Elín búsett við Mountain gift Hirti Hjaltalín og Sigurður er dó rúmt tvítugur að aldri. Þrjú hálfsystkini hans, frá síðara hjónabandi móður hans eru einnig á lífi: Sören Hjalta- lín; Maren Hjaltalín til heimilis í Dakota; og Margrét gift Jóni Kristjánssyni er átt hafa heima lengst af við Wynyard, Sask. Með burtför Hreggviðar er höggvið skarð í hinn eldri hóp íslendinga og frá samleiðinni minnast hinir yngri samferða- menn hans margra glaðra stunda. Rögnv. Pétursson FRÆKINN UNGLINGUR Hinn 26. apríl s. 1. var opinn árabátur á leið úr fiskiróðri til Ólafsfjarðar. Á bátnum voru þrír bræður, Ingimarssynir. — Um 30—40 metra frá landi, við svonefndan Hrafnavog, lenti báturinn á blindskeri, og sökk, en skaut fljótt upp aftur, og hvolfdi. Allir bræðurnir lentu í sjóinn. Sá ynsgti, Ragnar Ingimarsson, 17 ára, var einn syndur, þeirra bræðra. Tókst honum fljótlega að koma elsta bróðurnum að bátnum, og hélt hann sér þar, á meðan Ragnar synti með hinn bróður sinn til lands. Þá synti Ragnar út aftur, og bjarg- aði í land þeim, sem á ibátnum var. Ragnar synti í þriðja sinn til bátsins, og komst að raun um að fangalína hans var föst und- ir steini ,og kafaði Ragnar og losaði hana. Batt hann svo streng við fangalínuna, og synti með hana í land. Drógu svo bræðurnir bátinn að landi. Hyldýpi er þarna við skerið, og talið vást, að allir bræðurnir hefðu farist, ef Ragnar hefði ekki verið syndur. í viðurkenningarskyni fyrir þetta frækilega sundafrek, bauð iSigurjón Pétursson Ragnari til Reykjavík og heiðraði hann á fánahátíðinni, sem haldin var að Álafossi á annan í hvíta- sunnu,—-Lesb. Mbl. HITT OG ÞETTA HöfuSið mót norðri Sinn er siður í landi hverju. í Japan er venjan sú, að grafa lík þannig, að höfuðið viti í norð- urátt. Sú hjátrú er ríkjandi þar í landi, að varasamt geti verið eða jafnvel stórhættulegt, að sofa þannig, að höfðalagið sé mót norðri. Það geti valdið margvíslegu tjóni eða óþægind- um. Þessvegna hafa menn höfðalagið mót austri, vestri eða suðri. En málið getur vandast þegar menn eru á ferðalögum, ekki síst utanlands. Hafa margir Japanar því með Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi Tuttugasta og áttunda mynd Hlustið á hvað máninn sagði mér: “Það var fyrir mörgum árum,” sagði hann. “Það var hérna í Kaupmannahöfn. Eg gægðist inn um gluggann á fátæklegu her- bergi. Faðirinn og móðirin sváfu — en litli drengurinn þeirra svaf ekki. Eg sá að rósóttu rúmtjöldin hreyfðust og barnið gægðist út á milli þeirra. Fyrst hélt eg að pilturinn væri að gá að því hvað framorðiö væri; þar var born- hólmsk klukka í stofunni; hún var máluð rauð og græn; ofan á henni sat gaukur; hún var með þungum blýlóðum og dingullinn úr skínandi málmi bærðist til beggja hliða og sagði: “Dik! dik! dik!” En það var ekki klukkan, sem pilturinn horfði á, nei, alls ekki! Það var rokkurinn hennar móður hans. Hann stóð undir klukkunni. Piltinum þótti ekkert eins tilkomumikið í öllu húsinu og rokkurinn hennar mömmu sinnar. En hann þorði ekki að snerta hann því þá átti hann von á að hann yrði barinn á fingurna. Hann gat setið tímunum saman þegar mamma hans var að spinna. Hann horfði á suðandi snælduna og hjólið, sem stöðugt snerist — og hann hafði sínar eigin hug- myndir um það, hvernig á þessu stæði. Ó, bara að hann þyrði nú að spinna ó- sköp lítið á rokkinn sjálfur! Pabbi hans og mamma voru bæði stein- stofandi. Hann horfði á þau — og svo leit hann á rokkinn. Og að augnabliki liðnu sást lítill ber fót- ur koma út úr rúminu og svo annar; fæturnir teygðust út lengra og lengra þangað til komin voru út tvö alls nakin læri — og svo — svo stóð pilturinn á gólfinu. Hann sneri sér við til þess að vera viss um að pabbi sinn og mamma væru sofandi. — Já, þau steinsváfu; það var hann sannfærð- ur um. Og svo gekk hann hægt eftir gólfinu — ósköp hægt — hann var ekki í neinu nema stuttu skyrtunni sinni, hann læddist að rokkn- um, og fór að spinna. Rokkurinn kastaði af sér snúrunum, og þá snerist hjólið miklu hraðar. Eg kysti gula kollinn og ljósbláu augun. Hann var yndislegur — engilfagur! í sama bili vaknaði mamma hans; rúm- tjöldin hreifðust; hún gægðist út og henni datt í hug dvergálfurinn og alls konar svipir og verur: “Jesús góður hjálpi mér!” sagði hún og rak hnefann í síðuna á manninum sínum til þess að vekja hann; hún var utan við sig af hræðslu. Maðurinn hennar opnaði augun; nuddaði þau með annari hendinni og horfði svo á litla snáðann þar sem hann var önnum kaf- inn: “Það er hann Bertel!” sagði maðurinn. Svo horfði eg ekki lengur á þessa fátæk- legu stofu — eg get horft yfir alla veröldina. Á gama augnabliki horfði eg inn í skraut- hallirnar í höfuðborg páfans, þar sem guðirnir standa höggnir í marmara. Eg lét geisla mína uppljóma líkneskin. Það var eins og líf færðist í dauðan steininn eða marmarann og mér fanst eins og Iíkneskin andvarpa. Eg þrýsti kossi á brjóst mentagyðjanna og mér fanst það bifast. Eg staðnæmdist þó lengst við Nílar goðin — sérstaklega við líkneski hins risavaxna guðs. Hann studdist upp við “Sphinxinn” og lá þar í djúpum hugleiðingum eða í nokkurs konar draumi — það leit út fyrir að hann væri að renna huganum yfir árin og aldirnar með öllum þeirra viðburðum. Litlu ástagyðj- urnar léku umhverfis hann ásamt krókódíln- um. í nægtahorninu sat undurlítill ástaguð, sem hélt að sér höndum og horfði á hinn mikla alvarlega fljótsguð. Þessi litla mynd var nákvæm líking litla drengsins við rokkinn — svipurinn var ná- kvæmlega sá sami. Lifandi og yndislegt stóð þarna þetta litla marmarabarn; og samt hefir hjól árshringanna snúist oftar en þúsund sinn- um síðan myndin fæddist úr steininum; éin- mitt jafn mörgum sinnum og drengurinn í fá- tæklegu stofunni sneri rokkhjólinu, hefir stóra hjólið snúist í hring — og ennþá suðar það; þvi aldir og aldaraðir skapa marmaraguði líka þeim sem hér er um að ræða. Þú skilur við hvað eg á; þetta skeði alt fyrir löngum tíma! Núna í gærdag,” sagði máninn ennfremur, “horfði eg niður á fjörð við austurstrendur Sjálands. Þar eru yndis- legir skógar, háar hæðir; þar var gamalt höfðingjasetur með rauðum múrum; svanir syntu á skurðunum fyrir utan múrana og lítil kirkja blasti við í smákauptúni, sem allur var skreyttur eplatrjám. Fjöldi báta skriðu léttilega yfir spegil- sléttan vatnsflötinn, bátarnir voru allir með blysum. Hátíðabragur var á öllu. Söngur og hljóðfærasláttur fylti loftið; fagurt lag var sungið við yndislegt erindi og mitt í einum bátnum stóð hann sá sem hátíðahaldið snerist um; hann var hár og kraftalegur í stórri kápu, hann var bláeygður með sítt og hvítt hár. Eg þekti hann og hugsaði um skraut- hallirnar í ríki páfans með lífneski a'f öllum guðunum og gyðjunum. Eg hugsaði um litlu fátæklegu stofuna — eg held að það hafi verið í Grænugötu — stofuna þar sem hann Bertel litli í stuttu skyrtunni sinni sat og sneri rokkhjólinu hennar mömmu sinnar. Hjól tímans hafði haldið áfram að snú- ast — nýir guðir hafa fæðst af steinum og marmara------- Frá bátnum hljómaði húrra-hróp — húrra-hróp fyrir Bertel Þorvaldssyni!” sér áttavita á slíkum ferðum og gæta þess vandlega, að rúmin snúi rétt. Þykir það oft skrítið ! í veitingahúsum, þegar inn er komið að morgni, er gestirnir hafa haft endaskifti á rúmun- um. * * * Foreldrar og börn Brezkur vísindamaður, A. F. Dutton að nafni, hefir tekið saman skrá um þúsund fræga menn og rannsakað aldur for- eldra þeirra. Og hann hefir komist að þeirri niðurstöðu, að feður þeirra hafi yfirleitt verið nokkuð við aldur, er þeir gátu þá, en mæðúmar ungar. — Þegar faðirinn er meira en 45 ára ,eru líkurnar (segir A. F. Dutton) 2 á móti 1 fyrir því, að barnið verði vel viti borið. Sé faðirinn kominn yfir sext- ugt eru líkurnar 10 á móti 1, og sé hann kominn yfir sjötugt eru líkurnar 50 á móti 1. — Svo mörg eru þau orð og má vel vera, að eitthvað sé til í þessu. — Það er að minsta kosti kunnug1, að einn hinn flug- gáfaðasti íslendingur á síðari tímum var getinn af háöldruð- um föður. Móðir þess ágæta manns mun og hafa verið nokk- uð við aldur, er hún átti hann. * * * Blindur hundur skorinn‘ upp Um daginn var hundur af Airedale-Terrier kyni skorinn Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgöir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA upp við augnveiki, á hundaspít- ala f London. Hundurinn hrest- ist brátt og fékk fulla sjón aft- ur. Hann sýnir nú þakklæti sitt með því að heimsækja spít- alann daglega. # * * Konungurinn í bíó Nýlega fór Gustav Svíakon- ungur í fyrsta skifti á æfinni í kvikmyndahús. Ástæðan fyrir að konungurinn fór í bíó var sú, að hann langaði til að sjá brúð- kaupshátíðahöldin á kvikmynd. # * # Minning Mark Twains 30. nóvember í haust eru 100 ár liðin síðan hinn frægi ame- ríski skopritahöfundur Mark Twain fæddist. í tilefni af því er nú verið að undirbúa stór- kostleg hátíðahöld, sem haldin verða í fæðingarríki hans, Mis- souri. GLOBELITE Bíla Battery 2 Volt Radio “A” Battery Ljósa Ahalda Battery Biðjið um og krefjist Ti| sölu hjá og hefir með- mæli frá helztu verzl- unarmönnum. Verzlunarmenn—skrifið eftir verðlista GLOBELITE BATTERIES LIMITED Verksmiðja og aðal skrifstofa: 147 Pacfic Avenue Winnipeg, Canada Stærsta verksmiðja í Vestur Canada er býr til Bila, Badíó, og Ijósa áhalda batteríur ‘Success Training’ Has a lYIarket Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Suc- cess Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in local Winnipeg offices in 1934 and 1935. Selective Courses Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. Selective Subjects Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spel- ling, Economics, Business Organiza- tion, Money and Banking, Secretarial Science, Library Science, Compto- meter, Elliott-Fisher, Burroughs. Call for an interview, write us, or Phone 25 843 -= SUCCESS =- BUSINESS COLLEGE LIMITED Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Inquire about our Courses by Mail)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.