Heimskringla - 17.07.1935, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.07.1935, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 17. JÚLÍ 1935 HEIMSKRINGLA 7. SfiÐA. SALVÖR f HAGA Frh. frá 3. bls. varð smám saman mildari. — Augnablik virtist hún hafa 'gleymt öllum skelfingunum, sem á höfðu dunið. — Þannig sátu þau lengi. Tvisvar sinnum gengu nokkr- ir ræningjar fram hjá niðri í hlíðinni, en þeir litu ekki í átt- ina til hellisins. í»au vóru alls ekki í öruggum felustað, það mátti sjá hellismunnánn í nokk- urri fjarlægð, og ræningjamir voru augsýnlega teknir að leita um alla eyna að földu fólki eða fémætum gripum. En nú var dagur að kvöldi kominn, og brátt myndi myrkrið detta á. Þeim kom saman um að leita hærra til fjalls um nóttina og finna öruggari felustað. Þá snart Salvör skyndilega arm hans. Hann hrökk við og leit í kringum sig. Þarna í tvö hundruð faðma fjarlægð, stóðu þrír vopnaðir ræningjar og störðu á hellismunnann. Þeir höfðu sýnilega komið auga á hellinn og voru nú að ræða mál- ið. Það var orðið framoVðið og tveir þeirra vildu ha,lda til standar, en sá þriðji gekk í átt- ina til hellisins. Síðan fylgdu hinir á eftir. \ Salvör og Ormur litu hvort á annað. Ormar brosti, en hún sá hve fölur hann var og angistin skein úr augunum. — Ormar, hvíslaði hún og færði sig nær honum. — Orm- ar, er það Kata, sem þú elskar? Hann kinkaði kolli þögull. — Og þú ætlar að verða henni góður — altaf góður. — Já Salvör, svaraði hann al- varlegur. — Eg myndi alt af vera henni góður — hún er sú eina kona, sem---------- Hann komst ekki lengra. Hún hafði tekið upp hnefa- stóran stein. Hún vissi, hvar hún átti að hæfa, án þess að hann biði bana, en misti með- vitundina. Á augábragði fann hún blettinn á höfði hans og lét höggið ríða. Hann hneig nið- ur, án þess að gefa hljóð frá s*ér. Síðan dró hún hann inn í dimmasta skotið í hellinum. — Augnablik lá hún á hnjánum við hlið hans og horfði á and- litið, sem hún unni. Síðan laut hún að honum og kysti hann. Þegar ræningjarnir þrír nálg- uðust, hljóp æpandi kona út úr hellinum. Hún þaut fram hjá þeim, eins og stormsveipur og stefndi til bygðar. Augnablik stóðu þeir undrandi, og svo tóku þeir á rás á eftir henni. Þeir náðu henni ekki fyrri en niðri á ströndinni. Þegar Ormar raknaði við var koldimm nótt. Enn þá gusu logar upp af sumum bæjunum, en hvergi heyrðist hljóð það var þögn yfir alt. Hann verkjaði í höfuð- ið og var máttlítill í hnjánum, en annars ómeiddur. Hann gekk með varkárni til bygðar, niður að dönsku verzlunarhúsunum. Þar var ekki annað eftir en rjúkandi rústirnar. Þar íhitti hann nokka menn, sem voru viti sínu fjær af skelfingu; þeir sátu og vermdu sig við bruna- rústirnar. Þetta var eftir af íbúum eyjarinnar, og það var mest börn og gamalmenni. I Ræingjamir vtoru fyrir skömmu famir. Þeir höfðu haft á brott með sér flest yngra fólkið. Ein' þeirra var iSalvör í Haga.—Alþbl. Menningin EIRÍKUR SÆMUNDSSON 1862—1935 Eins og áður hefir verið getið um í íslenzkum blöðum lézt Eiríkur Sæmundsson bóndi í grend við Hallson, N. Dak. á sjúkrahúsi í Grand Forks eftir æði langa og stranga legu, 22. maí þ. á. Var það nýrna- sjúkdómur, sem leiddi hann til bana. Hafði hann kent þessa sjúkleiks árlangt eða þar um bil. En hann var maður harð- ur af sér og fylginn sér og lét því ei yfirbugast fyrr en hann var orðin mikið þjáður. í síð- astliðnum febrúarmánuði var hann þó farinn að þjást svo mikið að hann hvarf til Grand Forks til að leita sér lækningar. Var hann þar æði lengi á sjúkrahúsi. Kom hann þó heim síðla vetrar eða snemma 'að vorinu, en varð brátt að hverfa aftur til baka, vegna þess að hann varð að hafa svo stöðuga læknishjálp. Þyngdi honum þá brátt úr því, og andaðist þar 22. maí, eins og áður var sagt. Eiríkur sál. fæddist í Hrísey við Eyjafjörð 17. febrúar 1862. Faðir hans var iSæmundur son- ur séra Eiríks á Þóroddstað í Köldukinn í Þingeyjarsýslu. En móðir hans var Sigríður dóttir Jóliannesar á Laxamýri. Var Eiríkur því náskyldur Jóhan- nesi Sigurjónssyni frá Laxa- mýri, hinu glæsilega skáldi, sem dó á ungum aldri. Eiríkur kom til Ameríku árið 1882, og dvaldi hann í Winni- peg fyrstu tvö árin, en 1884 fluttist hann til Dakota. Og þá keyptu þeir bræðurnir Eiríkur og Jóhannes land saman í Hall- son Ibygð og stunduðu þar fé- lagsbú þar til 1891 að Jó’hannes giftist. Keypti þá Eiríkur hlut bróður síns í landinu og síðar meira land þar í grend og byrj- aði að búa þar út af fyrir sig. En árið 1894 giftist hann Þuríði Jónínu dóttur Jóns skálds á Helluvaði. Var liún ekkja eftir Benjamín Jónsson af Reykja- hlíðarættinni. Átti hún 3 börn frá fyrra hjónabandi sínu sem hétu María, ’Stefán og Anna iFriðrika. Reyndist Eiríkur stjúpbörnum sínum vel, og mátti segja að hann vildi þeim eins vel og sínum eigin börnum. í fyrndinni þrælunum fengin var jörð, Þeim fenginn var plógur og ljár eða hjörð Og leyfðist að klambra sér kofa. Og framförin öll, eftir aldanna pok, Er einungis sú, að menn kaupa sitt ok —Og vöxtum af verðinu lofa. Menn kaupa sér pláss til að planta sér garð, Svo páfinn og Wöfðinginn fái sinn arð, —'Og altaf þarf eitthvað í skattinn. Ef uppskeran blessast er andvirðið lágt. Ef ekki, er sama þótt verðið sé hátt. Hinn skuldugi skömm fær í hattinn. Sá telst ekki hygginn, sem veðskuldum vefst Að veita sér tæki, sem menningin krefst, Og framleiðslu fastalega rekur. En samt er hann vís hjá þeim sælkera fans, Er situr án gerðar að afraksti hans, En áhöldin af honum tekur. Og altaf vex húsvilti hópurinn sá, Er hungraður flæmist um lendur og sjá, Því athvörfin þrengjast og þverra. Vort frelsi að mestu er fólgið í því Að ferðast um göturnar tötrunum í, í langvinnri leit eftir herra. Við vitum að færustu fjárráðamenn í flækjunni tapaðir signa sig enn Og ruddir í gaupnir sér góna. Því heimskunnar vald hefir hámarki náð Þá herrarnir takmarka vistir og sáð Og þrælunum bannast að þjóna. Við láum þeim skamsýna skrælingja lýð, Er skortir og sýkist í harðina tíð Og kann ekki kunstir og siði. Og samt veit hann nóg, þegar nokkuð er veitt, Að nærast, þótt lögunum sé ekki breytt Og til sé ei túskildings miði. P. B. Þau Eiríkur og Þuríður eignuð- ust 3 dætur. Voru nöfn þeirra: Þuríður Jónína, Ásta Sigurlög og Sigríður. Konu sína misti Eiríkur árið 1898. Af börnum Þuríðar sál. erp nú aðeins þrjú á lífi: María (Mrs. Tryggvi An- derson), Hensel, N. Dak., Stef- án bóndi í Sask. og Sigríður (Mrs. Richard Árnason), Lang- don, N. Dak. Annað sinni gift- ist Eiríkur sál. 12. jan. 1900, og gekk að eiga Stefaníu Stefáns- dóttir af Eydala ætt. Voru for- eldrar hennar Stefán Björnsson frá Hjaltastaðaþinghá og Anna Katrín Jónsdóttir. Var Jón sá sonur Guðlaugar dóttur séra Gísla frá Heydölum. Lifir Stef- anía mann sinn ásamt með einni dóttir er þau hjón eignuð- ust, sem heitir: Anna Katrín. Er hún gift manni af þýzkum ættum er heitir Mr. Dippe. Búa þau hjón í Grand Forks, N. D. Samkvæmt vitnisburði þeirra er bezt þekktu Eirík sál. Sæ- mundsson, má segja að hann var mikill atorku- og dugnaðar maður, og ákafur að koma því öllu sem bezt í framkvæmd er hann lagði hönd á. Enda bún- aðist honum mjög vel og varð efnamaður. í viðskiftum var hann laus við hrekki. Stóð j hann nákvæmlega við loforð sín, og reyndi aldrei að hafa af | öðrum ósæmilega eða ósann- gjarnlega. En hann var fastur fyrir og fylginn sér í öllu sínu starfi og allri sinni umsýslu. Hann var hreinn í lund og tal- aði því eins við alla. Hann vildi ekki vamm sitt vita í neinu, en vera hreinn og rétt- íátur við alla. Hann var ekki smfimunamaður að skapgerð.— Það sem hann gerði reyndi hann að gera vel, en vildi ann- ars ekki vera við það riðinn. Hann var fastur fyrir og því ekki létt að leiða hann frá því er hann sjálfur vildi. Honum þótti vænt um bókmentir, þó hann hefði ekki orðið aðnjót- andi mikillar mentunar. Að reikna og skrifa lærði hann hjá Sigurði á Ystafelli í Kinn árið sem hann fermdist. Hann leitaðist við að veita bömum sínum og stjúpbörnum nokkra mentun. Öll gengu þau að einhverju leiti skólaveginn og nutu talsverðrar mentunar. — Eiríkur sál. var ekki við marg- an félagsskap riðinn. En í Hallson söfnuði stóð hann um langt skeið og lagði oft vel til mála þess safnaðar. Jarðarför Eiríks fór fram frá heimili hans og frá kirkju Hall- son safnaðar sunnudaginn 26. maí kl. 1. e. h. Sóknarprestur- inn, séra H. Sigmar, jarðsöng. Voru ásamt með ekkju hans öll böm hans og stjúpbörn við- stödd og einnig hópar barna- barna. Var þar og fjölmennur hópur vina og samferðamanna, sem líka fylgdu hinum látna til grafar og báru með nærveru sinni vott um vinarhug og sam- úðarþel bæði til hins látna og ástmenna hans. H. S. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl á skrifstofu kl. 10—lí f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Aye. Talsími: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyma- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimlli: 638 McMillan Ave. 42 691 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherburn Street Xalsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Office Phoni 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. SÆNSK VIKA í REYKJAVfK Opnar Ingiríður krónprinsessa hina glæsilegu sýningu að sumri? J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg MAIL THIS COUPON TO-DAY! To Soattory; Dofninion Dutinni GoUcg* Wimúptg, McrutD^M WitKout otligatjcm, «cnJ m* full porticuUn of your courw <m ‘‘SöMmlm*” kunnen traming. 6/><?Dominion BUSINES^ COLLEGE 0 4 THE MáÍ’. WIMMIPEG ‘This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statement made as to the quality of products advertised”. Rvík. 22. júní Hingað kom með “Gullfossi” í gærkvöldi Einar Fors Berg- ström, ritstjóri við “Svenska Dagbladet” í Stokkhólmi. — Hann hefir komið hér áður og ferðast um alt landið og skrifað tvær bækur um íslandi, er Ibáð- ar hafa komið út á sænsku. Er hann mjög vel að sér um ís- lenzka staðhætti og sögu lands- ins fyrr og síðar. Dvelur hann hér um mánaðartíma, fer norð- ur um land og hefir í smíðum þriðjun bókina um ísland. Hr. Bergström hefir séð um bóka- útgáfu sænsku deildar sænsk- íslenzka félagsins og er það þegar orðið merkilegt safn. Var hr. Bergström stofnandi deild- arinnar í Sviþjóð, ásamt hr. Guðlaugi Rósenkranz. Hr. Bergström kemur með- fram til þess að undirbúa hér í Reykjavík sænska viku næsta sumar, með fyrirlestrum, söng- list, bóka- og málverkasýningu, ásamt sýningu listiðnaðar. Er búið að skipa stóra nefnd þessu til framgangs, og er hr. Berg- ström framkvæmdastjóri fienn- ar, en formaður er hr. Thulin, forseti Norræna félagsins í Sví- þjóð. — Á sýningunni syngur “Stockholms Studentasangför- ening” undir stjórn síns þekta söngstjóra hr. Ralf. Eftir því sem Nýja Dagblaðið hefir hlerað utanlands frá munu miklar líkur til þess, að íslendingar fái þá að heilsa Ingiríði krónprinsessu, þ. e. a. s. að krónprinsessan komi hingað næsta sumar ásamt krónprins- inum, og opni sýninguna. HARÐÝÐGI STALINS GEGN NANUSTU FLOKKSMÖNNUM FER VAXANDI “Politiken” flytur þær fregnir frá Rússlandi, að Stalin ein- ræðisherra hafi enn færst í aukana í ofsóknum sínum gagnvart ýmsum og jafnvel þeim, sem verið hafa hans nán- ustu samverkamenn. Fýrverandi ritari kommún- ista flokksins Jenukidses, hefir verið sendur í útlegð. En margir háttsettir starfs- menn flokksins hafa verið tekn- ir fastir. Meðal þeirra, sem teknir hafa veriðst fastir, er ekkja Lenins, Krupskaja, vegna þess að hún vann að því, að þeir Sinovief og Kamenef yrðu látnir lausir. Vorosjilof hermálaráðherra, hefir gefið út opinber mótmæli gegn því, að Jenukides yrði gerður útlægur. Hann hefir og þráJbeðið Stalin um, að láta þegar í stað af öll- um aftÖkum. En Stalinn hefir virt bænir hans og foríölur vettugi. Og nýlega var Nevski prófessor tekinn af lífi. En hann var um skeið einkaritari Lenins Mlbl. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU OG BORGIÐ HEIMSKRINGLU G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederation Llíe Bldg. Talsíml 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 hverjum’ mánuði M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl i viðlögum ViStalstímar kl. Z—4 e. h. 7—8 ati kveldinu Sími 80 857 666 Victor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- ir. Aliur útbúnaður sá besti. _ Ennfremur selur hann aiiskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnlpeg Gegnt pósthúsinu Sími: 96 210 Heimilis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Simi: 92 755 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG VIKING BILLIARDS og HárskurOar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, tóbak, vlndlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.