Heimskringla - 31.07.1935, Blaðsíða 1
XLIX. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVLKUDAGINN, 31. JÚLÍ 1935
NUMER 44.
Stigamenn í Kína ræna blaðamönnum
Peiping, Kína, 29. júlí.—,Sá
siður að ræna mönnum til fjár
virðist vera að festa rætur í
Kína.
í gær var tveimur fréttarit-
urum í Peiping frá Evrópu rænt
og krafist $100,000 lausnarfjár
fyrir þá.
Annar fréttaritarinn heitir
Gareth Jones og var fyrrum
einkaritari David Lloyd George,
hermálaráðherra Breta, en er
nú í þjónustu blaðsins Man-
chester Guardian á Englandi.
Hinn heitir Herbert Mueller og
er starfsmaður hjá fregnstofu
í Þýzkalandi. Það var norður
í svonefndu Chahar fylki, all-
langt frá Peiping, sem þeim
var rænt.
í>eir voru fluttir hurt í rúss-
neskum bíl, en bílinn sendu
ræningjarnir til baka, með
skilaboðunum um að fregnritur-
unum yrði því aðeins lausn
veitt, að $100,000 yrðu greidd-
ir fyrir það.
iSendiherrar Breta og Þjóð-
verja hafa beðið stjórnina í
Kína að skerast tafarlaust í
leikinn og heimta af Chahar
yfirvöldunum, að mennimir
séu látnir lausir.
Fjórum kaþólskum mission-
erum var fyrir nokkru rænt.
Hafa tveir af þeim verið látnir me;ðiiSt í fjaMpngu.
lausir, en hinir ekki. Er ka-
þólska kirkjuvaldið þarna orðið
mjög áhyggpufult út af því.
í St. James og Kildönan eru
menn í öðru hvoru húsi með
umbúðir um enni og andlit. Og
,á eitrun af mýbiti hefir borið
meira en nokkru sinni fyr.
* * *
Nýtt ráðhús
í London
Nýtt ráðhús var opnað í Lon-
don í byrjun þessa mánaðar
og gerði það Alice prinsessa,
hertogafrú af Athlone. 1 húsi
þessu eru allar skrifstofur borg- |
arstjórnar Lundúnaborgar, og
hefir byggingin kostað 130 þús-
und sterlingspund.
* * *
C. J. Wooodsworth
Frú Jakobínu Johnson
Haldið samsæti af Vestur-
íslendingum
Reykjavík, 5. júlí.—í fyrra-
kveld hélt félag Vestur-íslend-
inga frú Jakobínu Johnson
samsæti í hátíðasal Stúdenta-
garðsins, og var salurinn full-
skipaður. Samsætinu stýrði
Hálfdán Eiríksson, formaður
félagsins, og mælti hann fyrir
minni skáldkonunnar. Frú Jak-
obína hélt stutta ræðu: þakk-
aði þann þátt er félag Vestur-
Islendinga hefði átt í að bjóða
henni heim, og skilaði kveðj-
um, en las síðan samkvæmt
beiðni nokkur kvæði eftir sig,
m. a. kvæði, er hún orkti, eft-
ir að hún hafði fengið heim-
boðið, og nefnir: “Minn hugur
er á heimleið” og annað orkt,
er hún leit ísland af skipsfjöl.
Einnig tóku til máls próf. Ág-
úst H. Bjarnason, Ragnar E.
Kvaran, Aðalbjörg Johnson,
séra Sigurður Einarsson og
Guðrún Jónasson, bæjarfull-
trúi, Unnur Sigmundarson s'öng
nokkur íslenzk lög, en ungfrú
Svanhvít Egilsdóttir lék á
píanó.
Frú Jakobína er nú á förum
norður í land. Leggur hún af
stað frá Reykjavík, og gerir
ráð fyrir að dvelja einn eða
tvo daga í Reykholti, en halda
síðan áfram ferðinni. í för
með henni verður frændkona
hennar, frk. Jóhanna Friðriks-
dóttir yfirljósmóðir. í kveld kl.
9 flytur frú Jakobína ávarp til
íslendinga, í gegnum útvarpið.
—Nýja Dagbl.
að það er í insta eðli sínu þjóð-
ræknismál. En um hitt, að
koma minnismerkinu upp í
sumar, gat það ekki gefið neitt
ákveðið loforð í byrjun. En
svo hefir nú samt ráðist, þó að
enn vanti fé til að fullkomna
þetta verk, þá lét félagiö byrja
á því í þeirri bjargföstu von
að vinir málsins sjái málinu
borgið. Grunnurinn er þegar
fullgerður og landið, sem varð-
inn hefir þegar verið bygður
á, hefir bæjarstjómin á Gimli
góðfúslega sett til síðu og
helgað fyrirtækinu. Land það
er við fjölförnustu götu bæjar-
ins, suðvestur hornið á leik-
vellinum í miðjum ^ænum.
1 sambandi við þetta minnis-
Calgary, 29. júlí. — C. J.
Woodsworth, fréttaritari blaðs-
ins Winnipeg Tribune, varð fyr-
ir því hörmulega slysi í gær,
að hrapa á göngu vestur í
Klettafjöllum og meiðast , all-
hættulega að haldið er í baki.
Hann fór vestur til Kletta-
fjalla í hvíldartíma sínum frá
vinnu til að skemta sér. Einn
daginn er hann var að koma
til baka eftir all-erfiða fjall-
göngu og var að fara niður
hamar er hann hafði gengið
upp, losnaði steinn undan fæti
hans og hann hrapaði um 20
fet.
Hann meiddist svo í bakinu,
að ms^nan skaddaðist.
Þetta var ekki langt frá bygð
og þeir er með honum voru
komu honum heim. Settu
læknar spelkur við bakið og er
| ætlað að hann þurfi að vera í
þeim all-lengi.
C. J. Woodsworth er ungur
varðamál tilkynnist því, að
gefnu samþykki og í samvinnu | V**c3 '-arlTj™
& „ . maður og sonur J. S. Woods-
við nefndina sem stendur fyrir „„„
. , .. .. , 1 worth leiðtoga C.C.F. flokks-
Islendmgadagshaldi a Gimli 11.
ár, sem fram fer 5. ágúst næst- ' - '
komandi, þá verður horn- eða
-RUMBYGGJA MINNISVARÐ-
INN Á GIMLI
Flestir hinir eldri íslendingar
nunu minnast hreyfingar þeirr-
ir, er fyrir tíu árum síðan var
irundið á stað af mönnum í
Slýja íslandi í sambandi við að
*eisa minnismerki á Gimli til
ninningar um mennina og kon-
jrnar, sem fyrst námu þar
and og þó einhverjir hafi þá
3kki fylgst með því máli, þá
;rúum við naumast öðru, en að
Jlfinningin um það mál og
aörfin á þessu drengilega og
réttláta fyrirtæki sé viðkvæm
3g vakandi í hug og hjarta Is-
endinga yfirleitt.
Mál þetta síðan að þvi var
lireyft af Ný-Islendingum fyrir
’íu árum, hefir að mestu legið
í þagnargildi en þó söfnuðust
þá í þennan minnisvarðasjóð
um $90.00. I vor kom einn af
nefndarmönnum þeim, sem fyr-
ir þessu máli stóðu til Þjóð-
ræknisfélagsins og fór fram á
að það tæki að sér framkvæmd
í málinu og helzt ef mögulegt
væri, kæmi minnismerkinu upp
nú í sumar, á 60 ára afmæli
bygðarinnar. Þjóðræknisfélag-
ið gat ekki vel skorast undan
að taka við málinu, sökum þess,
undirstöðusteinninn að þessum
minnisvarða lagður þann dag,
5. ágúst 1935.
Athöfnin í því sambandi verð-
ur sem hér segir:
1. Þegar klukkan er tuttugu
mínútur eftir eitt verður bæjar-
klukkunum á Gimli hringt; er
það merki þess að Fjallkonan,
sem hornsteinin leggur, fer á
stað til staðarins og allir aðrir,
sem vilja vera viðstaddir.
2. Forseti tekur stjórn at-
hafnarinnar stundvíslega kl.
1.30 e. h.
3. Karlakórinn frá Winnipeg
syngur á íslenzku.
4. Forseti Þjóðræknisfélags-
ins ávarpar í 10—15 mínútur. •
5. Fjallkonan leggur horn-
steininn.
6. Karlakórinn syngur al-
þekt lag og aliir beðnir að taka
undir. Fjallkonan heldur í
broddi fylkingar til skemti-
garðsins þar sem skemtiskrá
íslendingadagsins hefst kl. 2
e. h. —Minnisvarðanefndin.
FREGNSAFN
Mýbit
Mýbit hefir verið óvanalega
mikið í Manitoba á þessu sum-
ri.
Nálega hvar sem er í Win-
nipegborg, hefir þess orðið vart
og í útjöðrum bæjarins óþol-
andi. Að sitja úti að kveldi
hefir verið ill-mögulegt nema
ef vera skildi í aðal viðskifta-
hverfinu.
Þetta hefir verið óvanalegt
rigningasumar og þá eru flug-
ur ávalt mestar. En það er
Sprenging í vopnabúi
á italíu
Varese, ítalíu, 29. júlí. — I
einni af vopnaverksmiðjunum
á ítalíu varð sprenging í dag og
biðu 38 manns bana.
Vopnaverksmiðjan var önn-
um kafinn að fylla pantanir
frá stjórninni fyrir vopnum til
þess að senda til Abyssiníu.
Verksmiðjan eyðilagðist svo,
að hana verður að byggja að
nýju.
* * *
Þjóðbandalagið
heldur fund í dag
Genf, 27* júlí.—Þjóðbanda-
lagið hefir ákveðið að halda
fund 31. júlí (í dag) til þess
að ræða og reyna að gera út
um ágreiningin milli IttJíu og
Abyssiníu.
Til þessa sérstaka fundar er
efnt vegna þess, að allar til-
raunir til þess að koma í veg
fyrir stríð milli þessara þjóða,
hafa áður reynst árangurslaus-
ar.
Á þessum fundi verður að
líkindum vissa fengin fyrir því
hvort að stríð bíði eða ekki.
Fulltrúi Rússlands, Maxim
Litvinoff, verður forseti fund-
arins.
ítalía hefir tjáð sig fúsa að
senda fulltrúa á fundinn.
uðum Hamri, rétt hjá veginum,
sem liggur upp að Grýtu. Er
ekki nema svo sem 5 mínútna
gangur frá nýja goshvernum og
upp að Grýtu.
Bogi bjóst við því að hverinn
mundi gjósa um kl. 4, eða öllu
heldur að hann mundi geta
fengið hann til þess að gjósa
þá, því að hann hefir komið þar
fyrir haganlegum útbúnaði, sem
flýtt getur fyrir gosunum og
jafnvel komið hvernum á hreyf-
ingu, þótt ekki sé sýnilegt að
hann ætli að fara að gjósa.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt fann Bogi sprungu út frá
hveropinu, þegar hann fór að
grafa þar. Lá sprunga nokkuð
langt vestur úr holunni, en
tvær sprungur austur frá henni
og gleikkuðu þær eftir því, sem
fjær dró. Þessar sprungur stífl-
aði Bogi og fylti upp með sem-
enti. Síðan setti hann lí/z
þumlunga víða járnpípu niður í
gosholuna og steypti utan að
henni. En úr þessari pípu lagði
hann svo þverpípu, 6 þumlunga
víða út í holtið og hefir á enda
hennar 3 þumlunga víðan
krana.
Þegar Bogi vill flýta fyrir
gosi hversins, opnar hann þenn-
an krana. Streymir þar þá
fyrst vatn út um og síðan
gufa, en við það kemst hræring
á hverinn og það þolir hann
ekki heldur byrjar þá tafar-
laust að gjósa. Og þegar hann
byrjar á því, er krananum lokað
svo að gufu þrýstingur missist
ekki þar.
Og það sem merkilegast er
við þennan hver er það, að
þegar hann er byrjaður að gjósa
virðist hann óstöðvandi, heldur
sífelt áfram í hálfan sólarhring
og lengur.
Það stóð heima sem Bogi
liafði sagt, að hann kom hvern-
um til að gjósa kl. l/i. Fyrsta
gosið var aðallega gufugos, en
vegna þess að mjög hvast var
á útsunnan, náði gufustrókur-
inh ekki eins hátt upp og ella
mundi, en kraftur var mikill.
Svo rak hvert gosið annað
með örstuttu millibili, eða um
3—4 mínútur og hvert gos stóð
álíka langan tíma. Fóru þau
vaxandi að styrkleika, því að
vatn jókst þegar fram í sótti og
stóðst þá gosstrókurinn betur
vindinn.
Eftirlitsmaður hversins sagði
tíðindamanni Morgunblaðsins,
að svona mundi hverinn halda
áfram látlaust fram á morgun.
40 Italir drepnir við Eritrea
London, 29. júlí.—Þær fréttir
bárust síðastl. viku frá Abys-
siníu, að skærur hafi orðið á
milli ítala og Abyssiníumanna
í grend við Eritrea. Fjörutíu
ítalir voru drepnir og tugir af
Abyssiníumánnum.
Italskir hermenn óðu inn í
land Abyssiníumanna og sett-
ust að við læk einn. Abyssin-
íumenn breyttu farveg læksins.
Urðu þá Italir þar frá að hverfa,
•en þá sættu Abyssiníumenn
fs&ri að ráðast á þá. Voru ítal-
ir ekki við þessu búnir, enda
dimt orðið af nóttu.
Önnur herdeild kom þeim til
hjálpar að komast í burtu.
Til Gondara, staðar nálægt
Eritrea höfðu Abyssiníuher—
menn safnast síðastl. viku,
fyrst um 5,700 hermenn, og
síðar 7,000. Þeim hefir eflaust
verið ljóst, að ítalir höfðu í
huga að færa sig þarna nær
þeim.
Til Addis í Ababa hópast her-
menn Abyssiníumanna daglega.
Eru þeir útbúnir með nýjum
riflum og klæddir hermanna-
búningi.
Stríðið, er yfir hefir vofað,
er ekki hafið með þessu. En
í þriðju viku september-mánað-
ar, þykjast ítalir reiðubúnir að
tala við Abyssiníumenn.
MAGNÚS STEFÁNSSON
NÝI GOSHVERINN f
ÖLFUSI GAUS í GÆR
Rvík. 2. júlí
Fréttaritari Morgunblaðsins
brá sér austur*í ölfus í gær til
þess að skoða hver þann sem
Bogi A. J. Þórðarson hefir feng-
ekki einungis, að þær séu mikl- | ig til að gjósa. Með fréttaritar-
ar, heldur ætla margir, er van-1 anum fóru þeir þangað austur
ir eru flugum hér frá fyrri ár- Matthías Þórðarson þjóðminja-
um, að flugurnar á þessu ári
séu harðgerðari tegund, en hér
hefir áður þekst, segja þær bíta
grimmara og lengur. Ekki er
nú samt ætlað, að hér sé um
nýja tegund að ræða.
vörður og Guðni Jónsson magi-
ster, sem nú er að skrifa lýs-
ingu Ölfuss.
Þessi nýi goshver er rétt hjá
sumarbústað Boga, sem hann
nefnir Fagrahlíð, undir svoköll-
Þar sem þessi hver er, hefir
verið æfagamall goshver, en
hættur fyrir löngu að gjósa,
því að ekki er hans getið í
hveralýsingum Þorvaldar Thor-
oddsens, né í “Descriptio Öl-
veshrepps anno 1703”, sem
skrifuð er af Ólvesing. Hér
getur því ekki verið um hinn
stóra Geysi að ræða. Hann
hefir verið á öðrum stað, þótt
nú kunni að reynast erfitt að
•benda á hvar hann hefir verið,
því að hverabreytingarnar í
Hveragerði eru ótrúlega miklar.
Áður en Bogi fór að fást við
hver þenna var í honum um
1100 stiga heitt vatn á yfirborði,
og útlendingur, sem var að
mæla hann í fyrra, kvaðst hafa
fundið 106 stiga hita á 3 metra
dýpi.
Umhverfis hverínn er hrúður-
hóll um 1 fet á þykt. I hrúðrin-
1 um finnast steingjörvingar af
birkigreinum og trjáblöðum.
l Gosin úr hvernum eru eink-
ar fögur, og munu þó sérstak-
lega vera það í góðu veðri þegar
þau geta náð fullri hæð, þráð-
beint í loft upp. — Hver þenna
kallar Bogi “Geysi”.
—Mbl.
1 vetur sem leið andaðist í
Climax Sask. öldungurinn Mag-
nús Stefánsson. Verður hans
hér að nokkru nánar- getið.
Magnús var fæddur á Fjöllum
í Keíduhverfi 1. des. 1853. Var
hann sonur Stefáns Ólafssonar
bróður spekingsins Ólafs Ólafs-
sonar frá Espihóli og konu
hans Önnu Guðmundsdóttur frá
Hallbjarnarstöðum á Tjörn-
nesi. Móður sína misti hann
átta ára að aldri en föður sinn
rétt um það leyti að hann kom
til Vesturheims 1873.
Hann lagði á stað til Ameríku
með seglskipi frá Akureýri í á-
gúst 1873 og voru fjórtán
manns í förinni. Lentu þeir í
Quebec sjötta október og fór
Magnús þaðan til Rosseau, On-
tario, og ætlaði þar að hitta
Ólaf frænda sinn Ólafsson, en
hann var þá farinn þaðan til
Milwaukee, Wisconsin, svo Mag-
nús settist að í Ontario þangað
til vorið eftir að hann fór líka
til Milwaukee. Mun hann hafa
verið þar eða einhverstaðar í
Wisconsin það ár eða þangað til
hann slóst í för með hópnum
sem hélt til Manitoba haustið
1875 til að stofna Nýja ísland.
I Nýja íslandi, var Magnús
hinn þarfasti maður enda þá á
bezta aldri, fflsterkur og eld-
fjörugur. Var hann fljótari
flestum að læra ensku og gat
því veriö túlkur fyrir lækna og
aðra embættismenn er þangað
voru sendir bóluveturinn, en
oftast var hann við fiskiveiðar
eða til aðdrátta með matvæli,
sem ekki veitti af þar sem
hungurdauði vofði yfir sérstak-
lega fyrsta veturinn.
Getur Stefán Eyjólfsson frá
Unaósi um það í æfisögu sinni
En þegar þeir komu til Win-
nipeg hitti Magnús þar blaða-
stjóra nokkurn Hunter að nafni;
sem ráðlagði honum og lagði
ríkt á við hann að skoða fyrst
af öllu landið austan við Pem-
bina fjöllin í Dakota. Þessi
tilviljun eða hvað menn vilja nú
kalla það, varð til þess að ný-
lendan var stofnuð þar sem hún
er í Dakota en ekki Minnesota
eins og í fyrstunni var ákvarð-
að. Magnús valdi sér forkaups-
réttarland skamt fyrir vestan
Cavalier, en næsta ár valdi
hann sér heimilisréttarland í
Garðar bygðinni skamt frá Jóni
Bergman. Giftist hann þá, 29.
nóv. 1879 Valgerði dóttur Jóns
en hún dó eftir örfá ár og lét
eftir sig eina dóttur sem Amy
Flora hét. Drengur Friðrik að
nafni dó um sama leyti og móð-
ir hans
Eftir dauða Velgerðar undi
Magnús ekki lengur á landi
sínu. Hann hafði dálitla harð-
vörubúð á Garðar þegar eg fyrst
man eftir honum veturinn 1885.
En ári síðar flutti hann til
Mountain og var þar póstaf-
greiðslumaður 1886-8. Þaðan
fór hann til Cavalier og var þar
nokkur ár við verzlun og lög-
regluþjónn (deputy sheriff) var
hann um það leyti. Því næst
var hann tíu ár í Crystal
við verzlun, en komin var hann
aftur til Mountain 1899.
Með byrjun aldarinnar hófst
mikill innflutningur til norð-
vesturlandsins báðum megin
landamerkjalínunnar milli Can-
ada og Banadaríkjanna. Bygð-
ist þá allur vesturhluti Norður
Dakota. Magnús Stefánsson
flutti þá til Voltaire, sem er lít-
ill bær suðaustur frá Minot, N.
Dak., og var þar 3-4 ár við
verzlun en hvarf svo aftur til
gömlu ís). bygðarinnar og var
að eitt sinn hafi hann verið við jþar þangað til 1914 að hann fór
fiskiveiðar í Rauðárósnum * 1 alfarinn til Climax, Sask., þar
um hávetur, þegar Magnús kom
þar til hans og var með sykur-
tunnu á sleðagrind sem hann
hafði ekið alla leið frá Selkirk,
en Friðjón Friðriksson átti. —
Varð Stefáni að orði að þarfara
hefði verið að hann flytti eitt-
hvað matarkyns til nýlendunnar
sem hann enti æfi sína þann
23. jan. s. 1.
28. apríl 1886 giftist Magnús
í annað sinn og átti þá Ólöfu
dóttur iSigfúsar Ólafssonar og
fyrri konu hans. Lifir Ólöf
mann sinn ásamt fjórum börn-
um, Jóni í Moose Jaw, Valgarði
en þetta sælgæti, vissi ekki, sem j { Canuck, Elíasi í Californíu og
ekki var von, að meiri næring
var í sykurtunnunni en nokkru
öðru jafnþungu. — En um það
hvílíkt átak þetta hefir verið
getur hver maður dæmt sem
reynt hefir hvað sleðar með æki
renna liðugt í lausasnjó þegar
frost eru hörðust í Manitoba.
Veturinn 1878 voru þeir Mag-
nús og Sigurður Jósúa Björns-
son frá Bæ í Dalasýslu kosnir á
fundi sem haldinn var á Dverga-
steini hjá Jóni Bergman, til þess
að fara með séra Páli Þorláks-
syni suður til Minnesota til að
velja þar nýlendusvæði, helst
nærri íslenzku nýlendunni í því
ríki sem þá var stofnað og á-
gætis orð fór af. Lögðu þeir á
stað þann 27. apríl.
Mrs. Robinson í Winnipeg.
Magnús vitjaði sinna fornu
stöðva í Dakota í síðasta sinn
sem gestur fimtíu ára afmælis-
hátíðarinnar 1928. Var honum
mikil ánægja af þeirri ferð, þó
mjög væri hann þá tekinn að
eldast.
Glaður og reifur
skyli gumna hver
unz sinn bíður bana,
segja Hávamál
Það var Magnús Stefánsson
frá upphafi til enda. Hann var
meðallagi hár vexti, fremur
þrekvaxinn, dökkur á hár,
kringluleitur, snareygur og hinn
Frh. á 16. bls.