Heimskringla - 31.07.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 31. JÚLií 1935
HEIMSKRINGLA
3. SDDA.
slept á íslandi og prestar eru
ekki lengur bundnir við trúar-
játningarnar samkvæmt lögum
sem komu í gildi árið 1910. Ef
eg man rétt, þá gengu fyrstu
þrír mánuðirnir í það að skýra
játningarnar, og fanst mér það
vera of mikill tími, sérstaklega
þar sem prestar eiga ekki að
vera bundnir við þessi trúar-
atriði og þar sem það er margt
annað prestastarfinu viðvíkj-
andi, sem mætti skýra fyrir
nemendunum þeim til meira
gagns.
Annað atriði, sem mér fanst
vera heldur gamaldags og óvið-
eigandi í kirkju, sem kallar sig
frjálslynda-, var barnafræðslan.
Mér fanst hún vera langt á
eftir tímanum, og að prófessor-
inn, sem var að kenna ungum
prestsefnum ýms atriði aðlút-
andi starfi þeirra innan kirkj-
unnar, hafa ekki fylgst með því
sem er að gerast annarstaðar,
ekki einu sinni með þeim að-
ferðum, sem notaðar eru í evan-
keliskum kirkjum við barna-
fræðslu í öðrum löndum. Mér
sýndist helzt að aðferðin vera
sú sama sem notuð hefir verið
nærri því frá því að fyrst var
farið að spyrja börn í kirkjum.
Öll svör barnanna virtust vera
lærð utanbókar, og börnin sátu
eins og litlir páfagaukar og
svöruðu því sem þeim hafði
áður verið sagt að svara. Lítið
eða ekkert virtist vera gert í
þeim tilgangi að börnin hugs-
uðu um þessi atriið sjálf, eða
að þau hefðu nokkurn veruleg-
an skilning á því efni, sem þau
fóru með.
En þessar athugasemdir mín-
ar um guðfræðisdeildina - geta,
ef til vill, skýrt sig betur í
sambandi við tvö smá atriði,
sem festust í huga mínum. Hið
fyrra erA viðvíkjandi því sem
þessi sami prófessor, sem eg
hefi verið að tala um, sagði um
breytingu eina, sem gerð var í
nýju Helgisiðabókinni. 1 gömlu
bókinni var skýrt frá því, að
við greftranir ættu orðin, sem
allir kannast við, að vera lesin:
“Moldin hverfur aftur til jarð-
arinnar, þar sem hún áður
var, en andinn til guðs sem gaf
hann.” EÍn þessi orð hafa verið
feld úr nýju bókinni. Þetta
væri ef til vill ekki sárstaklega
athugavert, en mér fanst á-
stæðan, sem prófessorin gaf
fyrir breytingunni, vera dálítið
einkenhileg. Hann sagðist alls
ekki vera sannfærður um það,
að andi allra manna færi til
guðs sem gaf hann, þegar þeir
dæju, og þessvegna hafði hann,
sem einn af endurskoðendum
nýju bókarinnar, látið fella
þessi orð niður. Hann sagðist
ennfremur vita að kenning sú,
sem innifalin er í þessum orð-
um, væri gagnstæð sannfær-
ingu flestra presta og að með
því að fella þau burt, væru
prestunum sparað það að hafa
yfir orð, sem þeir ekki tryðu.
En þegar eg heyrði þessa skýr-
ingu hugsaði eg um orð í Nýja
Testamentinu, þar sem talað er
um tapaða soninn, um týnda
sauðinn, um miskunsama Sam-
verjann og einnig um orðin í
Matthíasar guðspjalli: “Dæmið
ekki, til þess að þér verðið ekki
dæmdir, því að með þeim dómi
sem þér dæmið verðið þér
dæmdir.” Ekki veit eg hvernig
prófessorinn fer að samræma
skýringu sína á breytingunni í
helgisiðabókinni við þessar
kenningar Nýja Testamentisins,
og enn síður við kenningu lút-
erskrar kirkju, þar sem því er
lýst að Kristur hafi dáið “til
þess að sætta föðurinn við oss,
og vera fóm, ekki aðeins fyrir
upprunasektina, heldur einnig
fyrir allar verknaðarsyndir
manna.” En þetta er víst ein af
hinum mörgu mótsögnum sem
finnast víða í kirkjum og trú-
arsetningum sem fólk venzt og
tekur lítið eftir. En ekki get eg
felt mig fyllilega við það.
. Hitt atriðið, sem eg ætla að
lýsa á við annan prófessor guð-
fræðisdeildarinnar, og ætla eg
svo að snúa mér að öðrum efn-
um háskólanum viðvíkjandi.
Eg var á fundi með guðfræð-
isstúdentum og þrem prófess-
orum deildarinnar. Eins og
siður er á þessum fundum,
sungum við sálm á undan og
eftir. Að sálminum loknum
skýrði einn prófessorinn frá
því að sálmurinn, sem við hefð-
um sungið, væri sér altaf sér-
staklega minnisstæður, því að
það hefði verið honum að þakka
að nokkru leyti, að hann hefði
gengið í þjónustu kirkjunnar.
Hann skýrði frá því, að þegar
hann var ungur piltur upp í
sveit, þá hefði hann oft hugsað
um mörg heimspekileg efni og
að hann hefði farið að efast um
ýmislegt, sem hann hefði lært
sem barn. Meðal annars fór
hann að efast um að Guð væri
til. Um það bil lá amma hans
veik og var ekki búist við að
hún lifði. Henni þótti vænt um
þennan sálm, sem við sungum
og prófessorinn sagðist oft hafa
lesið hann fyrir hana. En altaf
var hann að hugsa um þessar
efasemdir sínar og um hvernig
ihann gæti fengið sönnun ann-
að hvort fyrir þeim eða á móti
þeim. Loks sagði hann að sér
hefði dottið það ráð í hug að
semja við sjálfan sig um það að
verða sannfærður um að Guð
væri til ef að orð sálmsins, sem
ömmu hans þótti svo vænt um,
mættu vera hin síðustu orð,
sem hún heyrði í þessu lífi. —
Faðir hans hafði það að vana,
að lesa kafla úr biblíunni á
kvöldin og síðan að lesa sálm
áður en farið var að hátta. Eitt
kvöldið eftir biblíulesturinn,
fletti gamli maðurinn upp í
sálmabókinni og las þennan
sálm. iSíðan var farið að hátta.
Næsta morgun var gamla kon-
an, amma prófessorsins, dáin,
Prófessorinn sagðist hafa fengið
fulla sönnun fyrir því, að Guð
væri til af þessum atburði. Síð-
an lagði hann út á trúarbraut-
ina, gekk á prestaskóóla og
hefir síðan helgað kirkjunni líf
sitt.
Eina athugasemdin, sem eg
ætla að gera við þessa sögu er
sú, að mér finst hugsunasam-
hengið í henni vera heldur ó-
rökfræðilegt, og ef það er sýn-
ishorn af hugsunarhætti kenn-
ara guðfræðisdeildarinnar við
Vulcan Iron Works Ltd.
STOFNAÐ 1874
POINT DOUGLAS
WINNIPEG, MAN.
BYGGINGAJÁRN OG HITUNARVÉLAR
og alt er að járnsmíði lýtur
ennfremur námavélum o. fl.
ÓSKAR ÍSLENDINGUM TIL HAMINGJU
MEÐ FRAMTÍÐINA ,VIÐ ÞESSI TÍMAMÓT
í SÖGU ÞEIRRA HÉR í ÁLFU—SEXTÍU
ÁRA AFMÆLI ÍSLENZKRAR BYGÐAR
í CANADA.
háskóla íslands, þá er ekki við
öðru að búast en því, að nem-
endurnir, sem eiga að verða
leiðtogar kirkjunnar á Islandi,
verði heldur varbúnir til þeirrar
stöðu að minsta kosti hvað rök-
fræðislega æfingu snertir. En
eg verð að viðurkenna það,'að
stúdentar, sem notið hafa guð-
fræðisnámsins, sýnast hafa not-
ið eins góðrar fræðslu og víða
annarstaðar til sama starfa.
Við vitum til dæmis að prest-
ar, sem hingað hafa komið frá
íslandi hafa ekki öðrum að baki
staðið. Þeir hafa allir getið sér
hið ágætasta orð. Það getur
verið, að mér skjátlast í dómi
mínum um guðfræðisdeildina.
Eg hefi, ef til vill, kynst aðeins
lakari hlið hennar. En mér
finst að þessi dæmi, benda á
það að guðfræðisdeildin sé ekki
án nokkurra galla.
En eg læt þetta nægja um
guðfræðisdeildina. Um hinar
deildirnar get eg lítið sagt, því
eins og eg gat um áðan, er eg
ekki nógu kunnugur þeim. Fé-
lagslíf og samvinna stúdenta
um flest mál er góð. En um
stjórnmál skiftast þeir í flokka
og bera þessir flokkar nöfn
pólitísku flokkanna. Sem dæmi
þess hvernig þeir skiftast, má
nefna stúdenta kosningamar,
sem fóru fram í haust sem leið.
Þá var kosið um þrjá lista: lista
Félags róttækra stúdenta, lista
Lýðræðissinnaðra stúdenta og
lista þjóðernissinna. Stefnuskrá
tveggja þessara flokka hefir
birst í Stúdentablaðinu og þar
er skýrt frá að tilgangur félags
róttækra stúdenta sé sá að
starfa gegn fascistiskum anda í
Háskólanum, en félag þjóðernis-
sinnaðra stúdenta berst fyrir
þjóöernisstefnunni, “sameiningu
og sajnstarfi allra þjóðfélags-
þegna”. Einnig berst það gegn
Marxisma í Háskólanum. Eins
og kemur oft fyrir þar sem um
marga pólitíska flokka er að
ræða, þá varð stjórnarbylting í
Stúdentafélaginu í fyrra vetur.
Báru róttækir stúdentar fram
vantraustsyfirlýsingu á stjórn-
1 ina og var vantraustið samþykt.
Þá fór fram rækileg smölun af
beggja hálfu við hina nýju
stjórnarkosningu, sem lauk með
sameiginlegum sigri andstæð-
inga. En svo var annað félag
stofnað sem “Academia” heitir.
Tilgangur þessa félags er að
sameina stúdenta um hags-
muna- og áhugamál sín. Fé-
lagsmenn eru mjög sundurleitir
hvað pólitískar skoðanir snertir,
sem marka má af því að engum
er bægt frá félaginu öðrum en
kommúnistum. Eins og lýst
hefir verið í Stúdentablaðinu
eru fundir í félagi þessu með
Frh. á 7. bls.
Með árnaðaróskum frá . . .
ASHDOWN’S
Miklu járnvörudeildá verzluninni
MAIN ST. og BANNATYNE AVE.
NÝ SKIPULAGNING Á WINNIPEG ELECTRIC COMPANY
OG SAMBANDSFÉLÖGUM ÞESS
Hið almenna verzlunar ólag sem varað hefir síðan 1929,
hefir ollað því, að tekjur hafa farið lækkandi hjá félaga hópi
þeim er heyrir til Winnipeg Electric og þær ástæður risið er, um
all nokkurn tíma, hafa hótað fjártjóni hluthöfum og veðbréfa
eigendum félagsins. Winnipeg Electric er ábyrgðarfult fyrir
skuldabréfum þessara félaga og hafa fjárhags erfiðleikar þess
vaxið við það, að möguleikar hafa eigi verið á, að sjá fyrir vaxta-
greiðslu á veðskuldabréfum Northwestern Power Company er
staðið hafa ógreiddir í þrjú ár. í viðbót við þetta hafa fyrstu
veðréttabréf Winnipeg Electric félagsins, $3,000,000.00 að upp-
hæði, er féllu í gjalddaga 2. janúar 1935, ekki getað borgast en
félagið skuldar skyndilán í bönkum upp á $1,250,000.00.
í meir en tvö ár hafa björgunar nefndir, sem hluthafa full-
trúar Winnipeg Electric félagsins, Manitoba Power Company Ltd.
og Northwestern Power Company Ltd. verið að yfirfara og rann-
saka fjárhagsástæður þessara ýmsu félaga.
Nauðsyn á nýrri skipulagningu varð nefndunum skjótlega aug-
Ijós, og hafa þær lagt til að endur-skipulagningin skuli aðallega
fólgin í sameiningu allra félaganna og svo sem auðið verður,
lækkun vaxta. Frumvarp, þessa efnis, er samþykt hefir verið af
nefndunum og stjórnarnefndum félaganna, verður nú laet fvrir
að þvi undanskildu að handhafar almennra hlutabréfk úr A
flokki geta ekki greitt atkvæði er um kosningu fulltrúa í stjórn-
arráð félagsins er að ræða fyrstu 7 árin.
Öllum handhöfum veðbréfa og veðsetningarbréfa (að und-
anteknum handhöfum slíkra bréfa Northwestem félagsins er
enga vexti hefir greitt í síðastliðin þrjú ár sökum tekjuhalla' fé-
lagsms), verða greiddir vextir eftir núverandi ákvæðis upphæð
upp að 2. janúar 1935, en eftir þann tíma þeir vextir sem hin
Almennu veðsetningarbréf er þeim verða fengin ákveða.
Northwestem “Scrip” verður innleyst á 20% af nafnverði
þess.
Hlutir í Manitoba Power og Northwestem (í höndum al-
mennings verður skift fyrir hina Almennu hluti (common stock)
i Winmpeg Electric samkvæmt eftirfylgjandi töflu.
Forréttinda hluthafar Winnipeg Electric, skulu halda hlutum
smum og auk þes,s fá hálfan hlut í Almenna flokknum móti
hverjum einum hlut er þeir hafa í hinum. Forréttinda’hlutir
bera einfalda vexti, 4% fyrstu 7 árin en eftir það 5%.
Bankalánið, $1,250,000 skal greitt í átta jöfnum ársborgun-
um og vextir færðir niður úr 6% í 5%.
Árangurinn af þessu nýja skipulagi verður þessi:
(1) Núverandi nafnverð, allra skulda og hlutabréfa félag-
anna helst óbreytt.
(2) Trygging veðbréfa tekur yfir alt orku- og flutninga-
kerfið innan Winnipeg umdæmisins.
(3)
alla veðskulda og hlutafjár eigendur. Við hina langdregnu samn- /•o'v xTQV,Hv>af„Tv, x
inga er til þessarar frumvarps samþyktar leiddu, var einlæglega anahofum veðSetnmgabrefa eru trygðar fastar og
leitast við að jafnskifti fengist milli allra flokka veðbréfa og hluta i sama^anSanditekjur eftir fylsta gjaldþoli félagsins.
bréfa en til þess, var nauðsynlegt að fá margskonar eftirgjöf hjá L„^iiiLt,?J^dhafar! veðbref.a, (aðrir e,n, Þei,r er hafa fyrsta veð-
n í V, 1 , ,,, n,, V, l,,i.„ .V — .1 1.* 1 a, • —_ . , ,
hinum ýmsu hlutaðeigendum er þegar hefir fengist. Stjórnar-
nefndir félaganna líta svo á, sem fyrirmæli frumvarpsins séu
sanngjörn og réttlát og mæla því með að frumvarpið sé samþykt.
Fyrirmæli frumvarpsins má draga saman á þessa leið:
Winnipeg Electric býðst til að taka við eignum Manitoba
Power Company Ltd. og Northwestern Power Company Limited
og taka við öllum útistandandi veðskulda bréfum Winnipeg, Sel-
kirk og Lake Winnipeg Railway Company og Suburban Rapid
Transit Company. í báðum síðastnefndum félögum heldur Win-
nipeg Electric öllum útistandandi hlutabréfum.
Allar skuldir innan félaganna milli Winnipeg Electric og
Manitoba Power Company Ltd. og Northwestem Power Company
Ltd. og allar veðskulda ábyrgðir skulu falla, ennfremur hlutabréf
sem Winnipeg Electric heldur í Manitoba Power og Northwestern
Power er strikuð verða út.
Winnipeg Electric ákveður að geía út:
(a) Fyrsta veðréttar bréf fyrir $3,500,000 á 5%, borganleg
1960, til þess að borga af fyrsta 5% veðréttar bréf er féllu í
gjalddaga 2. janúar 1935 og aðrar félags ábyrgðir. Umboðsleyfið
sem heimilar þessa útgáfu, skal heimila ennfremur að gefa út
auka veðbréf er nemi alt að $7,500,000 eftir því sem þörf krefur,
er veiti 75% til höfuðstóls útborgana, þó með þeim ströngu skil-
yrðum, er hrein tekjuákvæði mæla fyrir. Þessi fyrsta veðréttar
bréf skulu vera þau einu veðréttarbréf er forréttindi hafa fyrír
almennum veðsetningarbréfum.
(b) Hin nýju veðsetningar bréf, A og B flokkur. er metist
að jafngildi (pari passu) falli í gjalddaga 1965. A flokkur
$29,275,500 greiði 4% vexti í 7 ár, en eftir það 5%, á ári hverju.
B flokkur, $6,000,000, greiði vexti eftir tekju hlutföllum félags-
ins, alt að 4% í næstkomandi 7 ár, 5% þar eftir í næstu 5 ár, en
eftir það 5% fasta greiðslu. Heimiluð skal ennfremur, umfram
þetta, Auka útgáfa almennra veðsetningarbréfa, að öllu saman-
lögðu upp á $50,000,000 eftir þörfum, til lúkningar 80% af vænt-
anlegum höfuðstóls útgjöldum, þó skilyrðisbundið Við hreinan
arð félagsins.
Núverandi handhöfum allra veðbréfa og veðsetningarbréfa
allra ofangreindra félaga (að undanskildum handhöfum Winni-
peg Electric 5% veðbréfa — er greidd verða sem að framan er
sagt, og handhafa Northwestern veðbréfa) verður fengið í skift-
um hin nýju Almennu veðsetningarbréf eða hlutabréf A. flokks
að jafnri upphæð og þeir hafa. Handhöfum Northwestern veð-
bréfa verða fengin hin nýju Almennu veðsetningarbréf, eða
hlutabréf, A flokks upp á 40% og hin nýju almennu veðsetning-
arbréf, eða hlutabréf B. flokks upp á 60% í skiftum fyrir núver-
andi veðbréf þeirra.
Allir hluthafar innan allra félaganna (að undanskilldum
handhöfum 5% fyrsta veðsetningar bréfa Winnipeg Electric) fá
auk þess hliðstæð skírteini fyrir almennri hlutaveitingu eins og
síðar er skýrt frá. Handhafar almennu veðsetningar bréfanna
skipa fulltrúa að hálfu við hluthafa í stjórnarráð félagsins yfir
fyrsta 7 ára tímabilið.
Almennu hlutunum verður skift í A og B flokka. Hlutir þeir
er afhentir verða núverandi handhöfum veðbréfa og veðsetning-
arbréfa verða úr A flokki; en allir hinir almennu hlutir, er út
verða gefnir heyra til B flokki. Hinir almennu hlutir í flokki A ________
og B eru í öllum efnum jafnir að verðmæti og réttindum, en þól aimennings
setningarbréf) er eignast Almennu hlutabréfin og hliðstæðu
hlutaskírteinin, öðlast hlutdeild í tilvonandi gróða félagsins og
stjórn þess með því ^ð hafa fulltrúa í stjórnarráði þess..
(5) Með því að lækka hina ákveðnu skuldavexti, fresta
innborgun í varasjóð stryka út allar skuldir og ábyrgðir milli fé-
laganna veitir það félaginu tækifæri til að reisa við strax og
batnar í ári.
(6) Hinn óbætandi skaði sem hluthafar hefðu beðið við það
ef veðbréfa eigendur hefðu framfylgt rétti sínum er með þessu
yfirstiginn; þá er og ennfremur inneign hluthafa varðveitt með
þessari ráðstöfun og vonandi aukin að stórum mun.
Winnipeg, 29. júní 1935.
E. ANDERSON, forseti.
Hofuðstóll Winnipeg Electric eftir hinni nýju skipulagning
Fyrsta 5% veð3etningabréf ..................................$ 3,500,000.00
Almenn veðsetningabréf A flokkur ........................... 29,275,500.00
(Að meðtöldum $1,829,300 fært í veðsetningu til
tryggingar fyrir bankaláninu)
Almenn veðsetningarbréf B flokkur .......................... 6,000,000.00
50,000 óarðberandi forréttinda hlutaflokkur;
överðmetin almenn hlutabréf—
A flokkur ......................281,712
B flokkur ......................289,366
Hliðstæð hlutabréf að nafnhæð ............$1,921,234.00
(Enginn arður verður borgaður meðan þessi skírteini eru óinnleyst)
Ráðgerð hlutafjárskifti
SKIFTIST FYRIR
Hin nýju al-
menn veð- Almenn Hliðstæð
Veðbréf og Veðsetningarbréf setningarbréf hlutabréf hluta-
Winnipeg Electric Co. A flokkur A flokkur skírteini
Hvert $1,000 6% endurgreiðslu veðskulda
bréf gjalddagi 1954 Hvert $1,000 5% Sterling endurgreiðslu $1,000 9 $70
veðskulda hlutabréf 1,000 7 70
Manitoba Power Co. Ltd.—- Hvert $1,000 5(£% fyrsta veðsetningarbréf
A fl. gjalddagi 1951. B. fl. gjalddagi 1952 Northwestern Power Co. Ltd.— Hvert $1,000 6% fyrsta veðsetningarbréf 1,000 9 70
gjalddagi 1960— A. flokkur 400 8 28
B. flokkur 600
Suburban Rapid Transit Co.— Hvert $1,000 5% fyrsta veðsetningarbréf
A flokkur
gjalddagi 1938 1,000 8 70
Winnipeg, Selkirk & Lake Winnipeg Rail- way Co.— Hvert $1,000 5% veðbréf, gjalddagi 1933 .. 1,000 8 70
HLUTAFJAR HÖFUÐSTÖLL öarðberandi Almenn
forréttinda hlutabréf
Winnipeg Electric Co,— Hver $100 forréttinda 7% arðberandi hlutur Hlutabréf B. flokkur
(sem núverandi hluthafar halda, en breyttur að arð ákvæðum og fleiru).. $100
Hver almennur hlutur óverðsettur ........
Manitoba Power Co. Ltd.—
Hver óverðsettur almennur hlutur í vörzlu
almennings .............................
Northwestern Power Co. Ltd.—
Hver óverðsettur almennur hlutur í vörzlu