Heimskringla - 31.07.1935, Blaðsíða 4
4. StÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1935
Hcímskringik
(Stofn uO lttt)
Kemur út i hverjum miBvikudegi.
Elgemdur:
THE VIKING PRESS LTD.
tS3 oa tSS Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimia tS 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
tyriríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskifta bréf biaðinu aðlútandi sendist:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Rltstjóri STEFÁN EINARSSON
Utand.sk.rift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-85S Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1935
ISLENZKIR HÁTÍÐISDAGAR
Um þetta leyti árs, er ávalt talsvert
um hátíðisdaga og útiskemtanir hjá ís-
lendingum. I ár kveður jafnvel meira
að því en áður. Þjóðhátíðardögum ís-
lenzkum leggjast ýms verkefni upp í
hendur, sem sérstaka athy^li vekja. í
Nýja íslandi er 60 ára minning um komu
íslendinga til M»nitoba það, sem sér-
staka athygli vekur á þjóðhátíðardögum
þeirra. — í Þingvalla-nýlendu,
hefir nú þegar í síðustu viku verið
minst mjög hátíðlega landnáms þeirrar
bygðar. Og suður í Chicago fer nú þjóð-
hátíð í hönd; einnig á meðal Is-
lendinga vestur á Kyrrahafsströnd. Norð-
ur á Lundar var síðastliðna viku haldin
útiskemtun, Pield Day, er 400 manns
sóttu. Fóru þar fram eftirtektaverðar
íþróttir. Vonar Heimskringla að frá
þeirri hátíð verði ger skýrt í blöðunum
af einhverjum, er þar var viðstaddur.
Einnig vonast hún eftir fréttum af öllum
þessum hátíðisdögum. Það ferst stund-
um fyrir að þessara hátíða sé getið að
miklu eða þess, sem fram fer þar, af
því að blöðin hafa ekki fréttaritara þar.
En öllu slíku í sögu Islendinga hér þarf
að halda til haga. Eins er með fregnir
af hag íslendinga í ýmsum bygðum hér
vestra. Bréf með slíkum fréttum eru
nú blöðunum alt of sjaldan send til
birtingar. Það mætti ekki minna vera
en að hver bygð sendi einu sinni á ári
ítarlega frétt yfir það sem gerst hefir
og hvern þátt íslendingar hafa átt í því.
Þetta er það þjóðræknisatriði, að það
ætti ekki undir höfuð að leggjast. Það
tengdi lengi íslendinga hér saman og
það er ómetanlegt innlegg til sögu þeirra
hér í landi. 1 raun og veru ætti ein
blaðsíða eða tvær í hverri viku að vera
fylt með þesskonar bygðafréttum af Is-
lendingum.
Það kann nú, mörgum að virðast að
það séu ekki miklar fréttir í því að
skrifa um hvenær sláttur byrjar, hvern-
ig uppskeruhorfur eru, hvemig verzlun
og viðskifti ganga, hverjir giftast og
reisa bú, hverjir fæðast og deyja, hvað
hverjum og einum hlotnast sér til fra^gð-
ar sakir athafna sinna eða gáfna, en alt
þetta eru sterkir þræðir í því að tengja
íslendinga saman þeim hugarböndum,
sem nauðsynlegt er, til þess að þeir taki
saman höndum um þau mál, er þá sér-
staklega snerta. Og það er í því, sem
hlutverk íslenzku blaðana er fólgið.
Þau eru andlegur tengiþráður hér milli
íslendinga, ef þau eru rétt notuð. Og
síðan að íslendingar hættu að eiga
nokkra bygð út af fyrir sig, em blöðin
eina, eða sterkasík, að minsta kosti,
þjóðernislega tengitaugin, sem þeir eiga.
Ef íslendingar nær eða fjær vildu
gefa þeim gaum og ljá hugmyndinni lið
sitt í verki, væri það ekki einu sinni
þakksamlega þegið af þessu blaði, held-
ur væri það íslenzkum málefnum hér
vestra ómetanlegur hagnaður.
Þjóðhátíðunum sem fara í hönd ættu
íslendingar einnig að sinna og sækja
þær, ef þeim er það unt. Það er fyrir
mörgum íslendingum ein sú bezta skemt-
un, sem þeim getur hlotnast, að koma
saman sem íslendingar. Gamall kunn-
ingsskapur er oft enduraýjaður á slík-
um hátíðum. Það gefst betra og meira
tækifæri þar að tala saman en á öðrum
samkomum og kynnast öðrum er þeir
hafa ekki áður kynst. Það atriði er svo
mikils vert, að Heimskringla leggur til,
að í hverri íslendingadagsnefnd, sé hér-
eftir kosin gérstök nefnd til þess, að
kynna íslendinga hverja öðrum á þess-
um hátíðisdögum. Af slíkri persónu-
legri viðkynningu getur oft margt gott
leitt. Það eru dæmi þess, að ævarandi
vinátta hafi þar myndast meðal manna.
Funi kveikist af funa, sögðu forfeð-
ur vorir. Því er eins farið með vinátt-
una og eiginlega öll áhrif er frá manni
til manns berast. Það á margur í
drjúgum mæli velferð sína því að þakka
að hafa kynst þeim manni, er honum var
nauðsynlegt að kynnast. Það harmar
líka margur það, að hafa ekki kynst
hinum eða þessum, sem hann fann
ekki fyr en um síðir eða of seint, að
eitthvað ómetanlega mikið sameiginlegt
bjó með og sér. Vegna viðkynningar-
leysis, varð hann af þeim styrk frá þeim
manni, er honum var nauðsynlegur.
Úr þessu geta þjóðhátíðir vorar oft
bætt. Við íslendinga viljum vér því
segja: Sækið þjóðhátíðirnar, sem þess
eigið nokkurn kost. Þér eigið þar vísa
góða skemtun fyrst og fremst, en kom-
an þangað getur einnig orðið yður eft-
irminnileg og til ómetanlegrar gleði og
gagns framvegis.
“BENNETT FARINN!”
Þessi sigurópi laust upp fyrir skömmu
og kveður nú við í herbúðum allra and-
stæðingaflokka sambandsstjórnarinnar.
Hvað veldur? Hafa einhverjir stór-
fenglegir óknyttir verið fundnir í fari
stjórnarinnar, eitthvað skelfilega glæp-
samlegt í augum kjósenda. Eða hafa
andstæðingaflokkar hennar birt svo slá-
andi stefnuskrár, að hjörtu allra hafi
hrifið? Hvað er það sem sigurópinu
veldur?
Þó fjarri sé því, að í fari stjórnar-
innar hafi nokkuð fundist, er vott ber um
annað en að þar hafi eins skynsamlega
verið á málum haldið og hægt var af
nokkurri stjórn að vænta, og að ekki
hafi enn bólað á stefnuskrám hjá stjóm-
arandstæðingum, sem nokkur kjósandi
myndi svo mikið sem gefa baun fyrir,
er því ekki að neita, að fyrir þessu fyrir-
fram kosninga sigurópi er nokkur á-
stæða í augum stjórnarandstæðinga. Og
hún er sú er nú skal greina.
Þegar Bennettstjórnin kom til valda
voru hér þúsundir atvinnulausra í bæj-
um landsins. Þó almenningur vissi að
þeir syltu heilu og hálfu hungri, var
ekki kannast við það af því opinbera og
jafnvel ekki nema af sumum blöðum
landsins. Mr. King, þáverandi forsætis-
ráðherra, kvað “glæpsamlegt” að veita
stjómarfé þessum mönnum til styrktar.
Bennett leit öðruvísi á það •'mál og
veitti fé til framfærslu þeim, er hann
var kominn til valda. Þörfin sýndi sig
einnig og hópurinn bjargarlausi var
stærri en búist var við. Ekki heyrðist
annað í fyrstu, en að þarna hefði þarft
verk verið unnið og úr neyð margra
bætt. Fyrir einhleypa vinnufæra menn
stofnaði stjórnin til atvinnubúa, en sá
sér ekki fært að greiða nema lítilshátt-
ar kaup auk fæðis og klæðnaðar, enda
gat þar naumast um arðbæra vinnu verið
að ræða þar sem einstakir menn, er
áður höfðu sama starf rekið og þar var
um að ræða, sáu sér það ekki fært. Og
á eftir engum var rekið við vinnuna.
Þetta var og gat aldrei skoðast annað
en framfærslustyrkur atvinnulausra.
Nú fanst stjórnarandstæðingum alveg
nóg um örlæti stjórnarinnar. En svo
margir færðu sér það í nyt með því, að
stjómarandstæðingar þorðu ekki að hafa
mikið á móti því. En þeim var bölvan-
lega við ef bjargarlausir skyldu líta á
Bennett sem Sankti Kláus fyrir þetta.
Og þegar fór nú að líða að kosningum,
varð eitthvað að gera. 1 bráðabirgðar-
atvinnubúunum hugsuðu kommúnistar
sér að hverri væri tækifæri ef ekki þar
að koma skoðunum sínum á framfæri.
Og að baki þeim stóðu ótrauðir að því
verki flestir ef ekki allir andstæðinga-
flokkar Bennettstjómarinnar. Auðvitað
kannast þeir ekki við þetta. En alt frá
því er sveitimar lögðu af stað frá British
Columbia og þar til þær voru stöðvaðar,
studdu þessir flokkar þær og hvöttu að
herja á sambandsstjói'fiina. Þarna höfðu
þeir orðið stefnuskrá. Og það er þessi
stefnuskrá þeirra, að æsa saklausa og
ráðlitla og óforsjála unga menn út í það,
að fylgja kommúunistum út í þetta óvit,
sem nú er kunnugt, sem þeir eru nú að
fagna yfir að tekist hafi svo vel, að
gert hafi út af við Bennett. Af þessu
stafa sigurópin: “Bennett farinn! Ben-
nett farinn!”
1 sjálfu sér gerir nú sá söngur minst
til. Það er til hins, sem verra er að
vita, að stjómmálaflokkur skuli sökkva
svo djúpt ofan í fen flokksofstækisins
og fyrirlitningarinnar eins og það, að
nota sér annað eins og þetta til að aka
pólitískum plógi sem hér er um að ræða.
Það mun sem betur fer fágæft í sög-
unni. En það vekur því meiri eftirtekt
á spillingu stjómmálanna í landinu.
En þó tekur út yfir alt, að þegar í
nauðirnar rak nú og ferð atvinnuleys-
ingja til Ottawa var stöðvuð og sjáan-
legt var að úti væri um nokkum póli-
tískan hag af þessu, afneita þeir allir
saman þessum pólitísku leikbræðrum sín-
um og demba allri sökinni á veslings
Kommúnistana. Það er ekki sízt vegna
þess óþokkabragðs sem þeir, kommún-
istarnir, eru beittir með þessu, sem
þessi framkoma liberala og annara stjóm-
arandstæðinga er fyrirlitleg.
• Hvað hagur þessara manna, sem fyr-
ir þessu ferðalagi til Ottawa eru eða
voru að berjast, stakk þá tilfinnanlega í
hjartað, er nú ljósast af orðum þeirra
John Bracken og John Queen borgar-
stjóra til þeirra af þeim sem nú eru
strandaðir í Winnipeg, “burt, burt með
ykkur flækingjar innan tveggja daga!I’
Það getur vel verið að þetta fyrir-
komulag til bjargar bágstöddum sé
“glæpur” frá hagfræðislegu sjónarmiði
skoðað eins og King sagði og sem
sumir jafnvel sem styrks hafa notið öll
kreppu árin eru nú einnig famir að
hafa á orði. En hitt er víst, að það er
ekki ómanúðleg löggjöf. Vér efumst um
að hægt sé að benda á aðra löggjöf er
tekur henni fram í því efni hjá nokk-
urri stjórn fyr eða síðar í þessu landi.
Og verði það þessi löggjöf sem fellir
Bennett í næstu kosningum, þá bara
segjum vér að við séum ekki hans verð-
ir sem stjórnarformanns.
ÞJÓÐSTJÓRN I CANADA
í Winnipeg er staddur maður, nýkom-
inn til borgarinnar er Loyal M. Kelly
heitir. Hann er frá Montreal. Erindi
hans er að ferðast um vestur fylkin
fyrir félagsskap í Austur-Canada, er það
hefir á stefnuskrá sinni, að mynda þjóð-
stjórn í Canada.
Félagsskapur þessi (nafn hans er
The League for National Government)
segir Mr. Kelly að hafi 30,000 félagsmenn
í Toronto og öðrum borgum í Ontario
og Quebec.
Mr. Kelly kveður félagið ekki nýjan
stjómmálaflokk. Hann telur félagsmenn
sannfærða um, að flokkaskiftingin sé
ekki þjóðinni til neins góðs og að stjórn
mynduð af öllum flokkum muni reynast
flokksstjóminni nýtari.
Hvort sem hugmyndinni verður kom-
ið í framkvæmd í þessum komandi kosn-
ingum eða hún fær ekki nógu almennan
byr til þess, lítur Mr. Kelly svo á að tak-
markinu ætti sem fyrst að vera náð.
Auðvitað hefir mörgu fjarstæðara ver-
ið hreyft en þessu. En hefir Canada ekki
eins nærri því þjóðstjóm nú og hún getur
haft?
Þegar allir flokkar þingsins greiða at-
kvæði með öllum veigamestu frumvörp-
um einnar stjómar, getur ekki verið
langt frá því að Canada hafi þjóðstjórn
í öllum skilningi, nema að nafninu til.
Þegar þess er gætt, að andstæðinga-
flokkar stjómarinnar á sambandsþinginu
voru engum ákvæðum bundnir til að
greiða atkvæði með stjórninni og það
‘verður því að skoðast að hafa verið gert
vegna málefnanna, virðist ekkert lík-
legra en að Canada hafi eins þjóðlega
stjóm og kostur er á. Og áreiðanlega
þá þjóðlegustu sem hér hefir nokkurri
sinni að völdum setið.
VINAMÓT
í vöku vart má heyra
Míns vinar róm í frið,
Því þruma’ er þá í eyra
Af þungum vatnanið.
Og eins með opnum augum
í anda fæ ei sjá,
í tregatáralaugum
Æ týnist myndin þá.
En draums í dularheimi
Er dýrðlegt hnoss að fá.
í glæstum milligeimi
Má gjörla heyra og sjá.
Og duga verða draumar
í dularfullum geim,
Unz ólgir aldastraumar
Mig einnig bera heim.
Ó, lof mér leiðum dreyma
Og lina sálar und,
Og sviftur sorgum sveima
I svefni langa stund.
Þar sálin sár fær geymast
Við sæla draumalind,
Og tár og tími gleymast
í hugans töframynd.
Gordon Paulson
GULLBRÚÐKAUP
Fimtudaginn 27. júní síðastl.
áttu þau '50 ára hjónabands-af-
mæli sitt Þórarinn Stefánsson
og Sigríður Ólína Jóhannsdótt-
ir, Winnipegosis, Man., og var
þess minst hátíðlega að til-
hlutun barna þeirra, tengda-
sonar og tengda dætra, sem öll
voru þar viðstödd nema elzta
dóttirin, Mrs. R. Brown, búsett
í Port Arthur, Ont. Samsætið
fór fram að heimili þeirra að
kveldi( undir stjórn J. S. Stef-
ánssonar, sem ávarpaði við-
stadda með viðeigandi ummæl-
um, og síðan sungin tvö sálm-
verg “Hve gott og fagurt,” og
“Heyr börn þín.” Þá tók tii
máls og ávörpuðp brúðhjónin,
með fáum en fullnægjandi vin-
arorðum Mr. A. Ólafsson, Mr.
A. F. Björnson og Mrs. A. Ól-
afsson. Þá var sungið “Hvað
er svo glatt,” og mörg fleiri
vel valin íslenzk lög. Dóttur-
dóttir brúðhjónanna Ólína Stef-
ánsson lék lögin á orgelið, og
yngri og eldri samstyltu raddir
sínar, með hógværum hlýleik
og lotning fyrir hinni guðdóm-
legu list listanna, sem hið ó-
gleymanlega skáld skáldanna
Stgr. Th. lýsir þannig í kvæð-
inu “Sönglistin,” að sé “dóttir
himins” sem steig niður á
jörðina til að kenna mannanna
börnum móðurmálið hæða,” o.
s. frv.
En svo eg grípi nú þráðinn
aftur, þá sátu nú þarna brúð-
hjónin, eins og vera bar í
“öndvegi” í vina og ást-
vinahóp; og öndvegið var tveir
dýrir og nýjir hægindastólar,
sem börn þeirra og tengdaböm
gáfu þeim, og fleiri sem gáfu
þeim vinargjafir að ógleymdum
hlýju handtökunum, há-íslenzk-
um og hjartanlegum. Einnig
bárust þeim varmar heillaóskir
frá fjarstöddum og set eg þau
hér sem einlægan þakkarvott
frá brúðhjónunum til þeirra sem
sendu þau.
Frá Kandahar, Sask.
Ólína og Þórarinn Stefánsson:
Kæru vinir!
Hjartanlegar hamingjuóskir á
fimtíu ára giftingarafmæli ykk-
ar. Guð blessi ykkur á ó-
komnum æfiárum.
Sesselja,
Steingrímur og
Guðrún.
House of Commons,
Ottawa, Ont.
The Speaker
July8, 1935.
Dear Mr. and Mrs. Stephanson:
íslendingar
Fyrir yðar óbrigðula hugrekki við framfara mál Canada
HRÓSUM VÉR YÐUR
Gegnum sextíu ára framfarasögu hinna íslenzku
nýlenda í Canada, hafa hin hraðskreiðu og þægi-
legu hafskip Canadian Pacific félagsins lagt til
stóran þátt með flutningi íslendinga bæði frá
heimalandi þeirra og til baka aftur.
Hin beina siglingaleið til Islands,
yfir Skotland, er einkar vinsæl
meðal reyndra íslenzkra ferða-
manna. Þeir meta hina óaðfinn-
anlegu þjónustu og framúrskar-
andi aðbúnað sem getið hefir eim-
skipum Canadian Pacific félagsins
frægðar orð.
Þegar þér undirbúið ferðalag heim
til Islands þá hafið tal af næsta
umboðsmanni félagsins eða W. C.
CASEY, Passenger General Agent,
C. P. H. Building, cor. Portage
and Main, Winnipeg. — Símar
92 564 — 92 457.
CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS
MANIT0BA
TELEPHONE SYSTEM
Aðalskrifstofa: 166 PORTAGE Ave. East
Jafnhliða Islendingum hér í fylk-
inu hefir þjóðeigna talsímakerfið
vaxið og þroskast nú í meira en
aldarfjórðung. Til hvað mikilla
nota það hefir komið yður verður
ekki skýrt, en áreiðanlega hefir
það stutt yður, veitt yður tíma-
sparnað, og tekið af yður margan
snúning, við verzlun yðar og dag-
leg störf, auk þess sem landsíminn
tiú tengir saman hin mörgu bygð-
arlög yðar.
Þér hafið jafnan verið með hinum fremstu að hag-
nýta yður þetta menningarætki — talsímann — og
munuð svo gera í framtíðinni.
STJÓRN OG FORRÁÐAMENN TALSÍMAKERFIS-
INS ÁRNA YÐUR ALLRA HEILLA VIÐ ÞESSI TÍMAMÓT
í SÖGU YÐAR HÉR í LANDI, SEXTÍU ÁRA AFMÆLI
ÍSLENZKRAR BYGÐAR I CANADA.
MANIT0BA
TELEPHONE SYSTEM