Heimskringla - 04.09.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.09.1935, Blaðsíða 1
XLIX. ÁRGANGUR NÚMER 49. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 4. SEPT. 1935 Astrid, Belgíudrotning, deyr af bílslysi Luceme, 29. ág. — Astrid drotning í Belgíu lézt í bílslysi í grend við Lucerae í Sviss í dag. Leopold konungur, maður hennar og hún voru á leið til skemtistaðar er Kuesnacht heit- ir í bíl. Konungurinn stýrði bílnum og drotningin sat í fram- sætinu með honum. Með þeim var bílstjóri, er í aftursæti sat, sýnilega af því að konunginn langaði að stýra bílnum. Ekið var eftir eggsléttum og breiðum vegi meðfram vatni. Þegar minst varði, missir kon- ungur stjórn á bílnum. Er sagt að hann hafi litið til hliðar á hið fagra landslag er leið þeirra lá um og ekki gætt stjórnarinn- ar sem skyldi. Sjálfur segist konungur hafa verið að líta á landsuppdrátt er drotningin var að skoða. Þegar hann gáði að sér, var hann kominn út á brún vegarins og sveigðist út af hon- um. Hrukku allir sem í bílnum voru úr honum við snúninginn. Drotningin rak sig á tré og skaddaðist á höfði svo, að hún dó 5 mínútum síðar. Konungur nfeiddist einnig, en ekki hættu- lega. Bílstjórinn meiddist og mikið. En bíllinn brunaði út í vatnið, er aðeins var 8 fet frá staðnum er slysið varð á. Andlit konungsins var marið og blóði drifið. Þegar hann átt- aði sig brá hann við þangað sem drotningin lá hreyfingarlaus, tók hana í arma sína, kysti hana og grátbændi hana að mæla. En hún var meðvitund- arlaus, með lífsmarki þó en dó eftir fáein augnablik í fangi konungsins. j Læknar voru komnir þangað | sem slysið varð eftir 5 mínút- ! ur. Kváðu þeir drotninguna !dána, en tóku konunginn á ! sjúkrabeð. Astrid var dóttir Karls prins í Svíþjóð og Ingrid prinsessu. Fóru foreldrar hennar til Sviss, er þeim barst harmfregnin. Leopold konungur tók við ríki 1934, við lát Alberts konungs. Hann giftist Astrid 1926. Þau eiga þrjú börn. Var ekkert þeirra í förinni, er slysið varð. Konungshjónin dvöldu í Villa Haslihorn .sumarbústað sínum í Sviss. Astrid drotning var 29 ára og dáð fyrir fegurð og mannkosti. Komu mannkostir hennar fram í starfi hennar í líknarfélögum og hjálp og aðstoð við bág- stadda. Otvarp forsætis- ráðherra Canada Forsætisráðherra Canada, the Right Honourable R. B. Bennett hefir kosnmgabardagann með fjórum ræðum er hann flytur* *í útvarp Canada á þeim tíma er hér segir: Föstudaginn 6. september. Mánudaginn 9. september Miðvikudaginn 11. september. Laugardaginn 14. septentíber. Ræðumar verða fluttar frá kl. 8-8.30 að kvöldi, Winnipeg-tími. Á mál forsætisráðherrans mun hlýtt verða af öllum er þess eiga kost. Auk þess sem Hann er einn af röskustu ræðu- mönnum og skemtilegustu á að hlýða, hefir hann þau mál að flytja, er hann er flestum hæf- ari með að fara og sem alla hugsandi borgara landsins varð- ar. TALA KJÓSENDA Ottawa, 29. ág. — Samkvæmt nýútkominni skrá yfir tölu kjós- enda í sambandskosningunum 14. október, eru kjósendur landsins 5,808,503. Við þetta er búist að bætist ennþá um 140,000 nöfn, er skráð munu í fylgiriti með kjósendaskránni. SPÁ KÖLDUM VETRI Þeir, sem vel fylgjast með öllum náttúrufyrirbrigðum um. veður, spá því að komandi vet- ur verði bæði langur og strang- ur. Til merkis um að snemma vetri, telja þeir meðal annars, að gæsir séu komnar að norð- an, en þegar slíkt ber við fyrir fyllingu uppskeru tungls, veit það á að vetur er nærri. Ann- að er, að vetrarforði íkorna er nú óvanalega mikill. Það boð- ar ávalt langan vetur. Þá er stærð stromphúsa krabbanna í leirunum við tjam- barma nú óvanalega mikil, og það er órækt merki um kaldan vetur, segja spámennirnir. En órækasta vitnið um hvem- ig veturinn verði, telja þeir þó, hvemig vatnsrottan byggi hús sín. Ef þau, eru stór og vegg- irnir mjög þykkir, geta menn reitt sig á frostharðan vetur. En um þetta er nú ekkert hægt að segja, því þær hafa ekki enn byrjað á byggingaxvinnu. í þess stað er nú annað víst. og það er, að gæsir hafa óvana- lega feita bringu, en það vita allir athugulir veiðimenn, að bregst ekki, að veit á harðan vetur. Á köldum vetri er því von, en er það nokkuð óvanalegt í Manitoba? SMJÖRSÝNING f TORONTO Á sýningu á sjöri, sem fram fór í borginni Toronto nýlega, unnu smjörgerðarhús í Mani- toba langflest verðlaunin, eða 14 fyrstu verðlaun. Alberta og Ontario unnu 5 verðlaun hvort. og British Columbia tvenn. Smjörgerðarhúsin sem unnu í Manitoba á þessari þjóðsýn- ingu voru flest úti í sveitum, á Lundar, Glenboro, Winkler, Gladstone o. s. frv. Smjörgerð- in hlýtur því að mega teljast hér á háu stigi. FUNDUR C.C.F. FERST FYRIR C. C. F. flokksmenn buðu til fundar í Poplar Point síðast liðinn miðvikudag til þess að velja sér fulltrúa á sambands- þingið fyrir Portage la Prairie- kjördæmi. Aðeins 14 manns sóttu fundinn og af vali þing- mannsefnisins varð ekkert. H VEITIUPPSKERAN I fyrstu skýrslunni, sem Searle Grain félagið gefur út á þessu ári um uppskeruhorfur, og sem birt var s. 1. miðvikudag, er hveiti uppskeran í þremur vestur fylkjum talin nema 295 miljónum mæla. Af höfrum eru áætlaðir 300 miljónir mæla og byggi 70 miljónir. Skýrsla þessi er bygð á athugunum á 1169 stöðum. Skýrsla sambands- stjómar um hveitiuppskem í Saskatchewan, gerir ráð fyrir að hún nemi 170 miljónum mæla. BÍÐA 1 Va ÁR William Aberthart skýrði frá því s. 1. viku að það mundi þurfa 15—18 mánuði að skipuleggja Social Credit-fyrirkomulagið í Alberta. Fyr en það býst því stjórain ekki við að greiða kaupuppbótina hverjum manni eða geta rekið fátæktina út á sextugt djúp. UPPSKERUTJÓNIÐ Eftir skrýslum sambands-’ stjórnarinnar er haft, að tjónið af ryði í hveiti í Vestur-Canada, nema $100,000,000. Aberhart segir aðstoð Bennetts vísa Calgary, 3. sept. — “Forsæt- isráðherra R. B. Bennett lofar að gera alt sem í hans valdi stendur til að aðstoða fylkis- stjórnina nýju í Alberta til að ráða bætur á hag fylkisins,” sagði William Aberthart, hinn nýi forsætisráðherra Alberta- fylkis í dag. Mr. Aberhart átti tal við for- sætisráðherra Canada nýlega um hag fylkisins. Kvað hann Mr. Bennett hafa sagt í því sambandi, að sér fyndist ekki sanngjarnt, að nýju fylkisstjórn- inni væri lögð öll skuldabyrðin á herðar, sem fráfarandi stjóm arfleiddi hana að. “Það var lán, að réttsýn og sanngjöm stjórn var við völd í Ottawa”, bætti Mr. Aberhart við. Mr. Bennett sagði hann eins mikið áhugamál og fylkis- búum sjálfum væri að Alberta rétti við fjárhagslega. TEKJUHALLI ALBERTA RÚMAR TVÆR MILJÓNIR Edmonton, 3. sept. — Eitt af síðasta starfi Reid-stjórnarinn- ar, áður en hún lagði niður völdin, var að kunngera fjárhag fylkisins. Á fjárhagsárinu, sem lauk 31. marz 1935, er tekjuhallinn $2,081,760. Allar tekjur stjómarinnar á árinu námu $15,697,770. Er það mjög nærri áætluðum tekj- um. En útgjöldin voru $17,435,- 821. Þau urðu nokkru meiri en gert var ráð fyrir, ekki aðeins í einni stjórnardeildinni, heldur öllum. Við heildarskuld fylkisins bætast á síðast liðnu ári nærri fjórar miljónir dollara. HERTOGINN AF GLOUCEST- ER TRÚLOFAÐUR Konungur og drotning Bret- lands tilkyntu s. 1. laugardag trúlofun þriðja sonar síns, her- togans af Gloucester. Brúðurin tilvonandi er Lady Alice Montagu-Douglas-Scott og er dóttir hertogans og hertoga- frúar af Buocleuch og Queens- berry. Hefir konungur fúslega samþykt ráðahaginn. Hvenær giftingin fer fram er ekki ákveðið. Iffertoginn af Gloucester er 35 ára og háttstandandi í sjóliði Breta. ENN NÝTT MET f Bfl.AKSTRI Sir Malcolm Campbell setti nýtt met í hraðakstri í bíl í gær. Það var á saltsléttunum í Utah, sem hann gerði tilraunina. Bíll- inn fór yfir 300 mílur á kl.st. eða nákvæmlega 301.33 mílur. Áður var hraða met hans sjálfs 276 mílur á kl.st. Draumur þessa Öku-Þórs, hefir því ræzt um það, að hægt sé að aka 300 milur á klukkustund í bíl. VIÐVÖRUN TIL BfLSTJÓRA Lögregludómarar Winnipeg- borgar kunngerðu s. 1. laugar- dag, að lögunum um bílakstur hefði verið breytt og að hvers manns, sem stjómaði bíl undir áhrifum víns, biði frá 7 til 30 daga fangavist hér eftir. Lög þesil öðluðust gildi 1. sept. 194 DEYJA AF BÍLSLYSUM yfir helgina í Bandaríkjunum Yfir síðustu helgi og á nfánu- daginn, sem var almennuf helgi- dagur, dóu 194 menn af bíl- slysum í Bandaríkjunum. Auk þess meiddust um 200 manns, sumir all-hættulega. Ennfremur druknuðu um 14 manns á sumarskemtistöðum landsins. ABERHART TEKUR VIÐ STJÓRN Edmonton, 3. sept. — Social Credit flokkurinn undir stjórn Aberharts, tók við völdum í Al- berta fylki í gær. Ráðuneytið er þannig skipað: Forsætisráðherra er William Aberhart; hann er og menta- málaráðherra. Dómsmálaráðherra er John W. Hugill, frá Calgary. Akuryrkju- iðnaðar- og við- skiftaráðherra er William N. Chant frá Camrose. Náma-ráðherra og eftirlits- maður stjórnarlanda er C. C. Ross frá Calgary. Atvinnu- járnbrauta- og síma- ráðherra er W. A. Fallon frá Verm'ilion. Heilbrigðismálaráðherra er Dr. W. W. Cross frá Hanna. FFjármálaráðherra og sveita- mála, er Charles Cockroft frá Gadsby. Fykisritari er E. C. Manning frá Calgary. Enginn ráðherranna segir blaðið Free Press að hafi verið svo mikið sem þingmaður áður. Hverjir eiga Bláland? Eftir síðustu fréttum að dæma, verður alt annað en auð- velt að skera úr því, hvort Stan- dard Oil félagið í Bandaríkjun- um, eða Haile Selassie keisari eigi Bláland. Fréttaritarar komust síðast liðna viku að því, að keisarinn hefir veitt Rockefeller eða Stan- dard Oil félaginu einkaleyfi til að vinna allar olíulindir og námur landsins. Er með því talið, að keisarinn hafi af hendi látið hálft landið. í fyrstu var sagt, að auð- félögum frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafi verið veitt þetta einkaleyfi. Og eflaust eru fleiri félög unf þetta, þó Standard Oil sé mest á orði haft, af því| að það mun vera stærsta félagið. Bretar neita þó með öllu að nokkurt stórt brezkt félag eigi þar hlut að máli. En hver svo sem félögin eru, þá hafði fréttin í svip slæm á- hrif á málstað Breta í stríðsmál- unuin því eftir það kvað ítalíu að minsta kosti ljóst, að það væri í eigin hagsmunaskyni en ekki neinnar mannúðar vegna sem Bretar væru að hervæðast á móti sér. Og þar sem þjóða- bandalagsfundurinn um stríðs- Bandaríkin þarfnast hveitis héðan Washington, 3. sept. — Síðast liðinn mánudag skýrði ríkisrit- ari Cordell Hull frá því, að Bandaríkin mundu þurfa að kaupa talsvert af bezta eða númer 1 hveiti frá Canada á komandi hausti og vetri. Hveiti-uppskeran hefir ekki einungis brugðist til muna í Bandaríkjunum að því leyti, að hún er minni en ætla mátti vegna ryðs, heldur eru gæði hveitisins ekki hin sömu og áður. Þessvegna er gert ráð fyrir þessum kaupum á góðu hveiti frá Canada. Hvað mikið keypt verður, er ekki hægt að segja neitt um fyr en vissa er fengin fyrir hvernig uppskeran verður syðra á betri tegundum hveitis. En ríkisrit- arinn virðist ekki ósmeykur um, að eftirspurn kornfél. syðra verði talsverð, því hann þylur upp mikið af reglum' um hverju það sæti, verði farið að ausa hveiti til Bandaríkjanna. En hvað sem innflutninga reglugerðunum viðvíkur, er það eitt víst, að Bandaríkja þjóðin er vön góðu hveiti, og hafi hún það ekki heima fyrir, mun hún ekki horfa í að sækja það út úr landinu. Útlitið með hveitisölu hér, hefir því oft verið verra en nú, ekki sízt þar sem eftirspum er einnig talsverð fyrir það á öðr- um mörkuðum en þessum. málin í Afríku fór í hönd, kom fréttin sér alt annað en vel. En að Bretar hafi rétt fyrir sér um að brezk félög séu ekki við þessa kaupmála riðin, mun nú skoðun flestra. Einkaleyfið er veitt til 75 ára. Og um 60 míljón dollara fjár- framlag af félagsins hálfu, eða félaganna, er þama að ræða. Járnbrautir eiga þau að leggja, svo hundruðum mílna nemur, auk margs annars. Járnbrautin á að liggja vestan úr Blálandi til sjávar í Somalilandi Breta. Sá er fyrirtæki þetta hefir með höndum fyrir félögin, hafði á orði við fréttaritara, að hann skildi ekkert í Mussolini, að vera að leggja út í stríð, því land þetta væri með góðu hægt áð fá til afnota eftir vild. Mussolini kveður þessi einka- leyfi engin áhrif hafa á áform sín og hann fari sínu fram eftir sem áður. NINETTE-BERKLAHÆLIÐ Ninette-berklahælið í Mani- toba mintist þess fyrir tveim vikum, að það hefði starfað í 25 ár. Á þeim tíma hafa dauðs- föll af tæringu mínkað um fjóra-fimtu eða 80% í Manitoba. Mikilvægt starf far þarna fram — í kyrþey. VERRA EN FJÁRÚTLÁT Það hefir til ýmsra ráða verið gripið til þess að koma mönnum í skilning um hvað af ógætileg- um bílakstri getur leitt. En ekkert af þeim ráðum ætlum vér þó áhrifameira en hegning- araðferð, sem tíðkast í Síberíu. Þeim, sem brotlega gera sig við aksturslögin þar og náð er á vegunum, er sagt, að færa bíl- inn til hliðar á brautinni og þar er vindinum hleypt úr hjólhring- unum. Að pumpa vindinn aftur í alla hringana er sögð ógleym- anlegri hegning en nokkur önn- ur, og hefir gefist mjög vel. FRÁ fSLANDI eftir Visi Frá Rekjavík til Vopnafjarðar í bifreið Vopnafirði 8. ágúst í gærkvöldi kom til Vopna- fjarðar bifreið með 4 farþega frá Rvík. Bifreiðin fór um veg- leysur og óbygðir út af þjóð- veginum á Hólsfjöllum, yfir Skarðsá, um Langadal, með- fram Þjóðfelli og Súluendum út Brunahvammsdal, um Fossheiði, eftir syðri brúnum Burstarfjalls, ofan í Hofsárdal hjá Teigará og þaðan að nfestu eftir sýsluveg- inum út í vopnafjarðarkauptún. Flokkur Aberharts vill enga samvinnu Calgary, 29. ág. — Á fundi Aberharts flokksmanna hér í gær, var ákveðið, að eiga enga samvinnu við aðra flokka, hvorki Stevens endurbótaflokk- inn né aðra. í tillögu flokksins um þetta var um leið tekið fram, að sjálf- sagt væri að styðja þingmanns- efni, hvar sem væru, í komandi sambandskosningum, ef þau sæktu undir merkjum Social Credit stefnunnar óg meira að segja vinna að tilnefningu þeirra, þar sem líkur virtust til, að þeim væri til nokkurs að sækja. — Farþegar voru Valdimar Sveinbjörnsson leikfimiskennari og kona hans, Karl Jónsson læknir og dönsk stúlka. Bif- reiðarstj. er Indriði Hannesson frá Lindarbrekku í Kelduhverfi, er fyrstur ók yfir Reykjaheiði. Bifreiðin er Chevrolet, model 28. Bilaði hún aldrei á þessari leið. * * * Félag Vestur fslendinga heldur fund í hátíðasal stú- dentagarðsins mánudag 12. ág. kl. 9. e. h. Verður það kveðju- samsæti fyrir séra Albert Krist- jánsson og Hannes Kristjáns- son. Dr. Jóhannes Pálsson verð- ur einnig heiðursgestur á fund- inum og fleiri íslendingar frá Vesturheimi, sem eru á ferð hér. Að lokinni saníeiginlegri kaffi- drykkju verður dansað. Félags- menn mega taka með sér gesti. * * * Leiðangur Pálma Hannessonar og félaga hans 9. ágúst í gær komu þeir Pálmi Han- hesson rektor og félagar hans, Steindór Steindórsson, Magnús Björnsson, Sigurður Þórarins- son, Finnur Jónsson og Sigurð- ur Jónsson til bygða að Stafa- felli í Lóni, eftir 18 daga úti- legu á Fjöllum. Láta þeir vel af veru sinni í óbygðum; höfðu gott skygni og blíðviðri síðustu viku. Þeir segja mtelingaflokk Steindórs Sigurðssonar í Víði- dal, og að þaðan fari hann að Þrándarjökli, en síðan niður Hamarsdal til bygða. * * * Druknun Siglufirði 5. ágúst í gærmorgun vildi það slys til að skipstjórinn á vélbátnum Úðafossi frá Keflavík, Þórhall- ur Einarsson, féll útbyrðis og druknaði. Þórhallur var 35 ára að aldri. — Slysið vildi til út- af Skagafirði. Báturinn var þá á austurleið frá Húnaflóa.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.