Heimskringla - 04.09.1935, Síða 4
\
4 SÍÐA.
Ittctmslvtnníila
(StofnvO 1S88)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 oa 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis 86 537
Verð blaðsins er $3.00 irgangurlnn borgist
tyrirfram. Allar bOTganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
011 vlðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlat:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave.. Winnipeg
“Heimskringla” is publisbed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepihone: 86 637
WINNIPEG, 4. SEPT. 1935
ÚTVARPIÐ FRÁ ÍSLANDI
Fyrsta tilraunin með útvarp frá ís-
landi til Vesturheims, þann fyrsta þessa
mánaðar, hepnaðist eftir öllum vonum,
litið á það frá hálfu vor Vestur-íslend-
inga. Alt sem sagt var, heyrðist nokkum
veginn, þó truflanir væru talsverðar á
móttökutækjunum og séu vanalegar um
það leyti dags að sumrinu. Og fyrir orð-
in, sem forsætisráðherra, Hermann Jón-
asson, talaði sérstaklega í garð Vestur-
Islendinga eru þeir þakklátir. Slík vinar-
orð frá ættjörðinni eru sem græðilyf á
opna und fyrir hugi flestra eldri Vestur-
íslendinga, því þrátt fyrir árin mörgu,
sem þeir hafa búið fjarri ættjörðinni, á
sál þeirra þar ennþá heima.
Að öðru leyti teljum1 vér víst, að út-
varpið hafi vakið, hjá Vesturheimsmönn-
um sérstaka eftirtekt á landi, þjóð og
sögu. Fyrir eins afskekt land og ísland
er.mun enginn efi á, að notkun út-
varps til að kynna það umheiminum,
getur verið mikilsverð, ekki aðeins fyrir
ísland sjálft heldur og umheiminn, því
það á í koti sínu varðveitt ýmislegt, sem
menningu getur heitið til þrifa, sem önn-
ur lönd brestur.
Þegar farið var að athuga, að útvarpið
kom ekki yfir canadiskar stöðvar, átti
Þjóðræknisfélagið um það við útvarp
þessa lands, að endurvarpa því. Ekki varð
þess þó kostur á þeim tíma, sem það var
sent frá New York, því hver stund var á-.
kvörðuð, en útvarpsfélag Canada tók það
á plötu og endurvarpaði svo kl. 6.30 að
kvöldinu. Munu þeir því, er alls ekki
náðu í það yfir Bandaríkja-stöðvamar,
hafa notið góðs af þessu.
HVAÐ ER ATHUGAVERT
VIÐ CANADABANKA?
Eru leiðtogar andstæðinga flokka Ben-
nettsstjómarinnar svo ölvaðir eða örvingl-
aðir af valdafýkn, að þeir viti hvorki það
sem' þeir eru að segja eða beri neina á-
byrgð orða sinna?
Þeim hefir öllum um skeið verið svo
klaksárt í Canada banka, að margur
mætti ætla, að þeir væru að reyna að
draga sem mest af viðskiftum frá honum
og skara eldinum að köku annara banka
landsins.
Það furðar auðvitað engan á því, þó
King gangi hraustlega fram í þessu, þvf
það" væri ekki nema sanngjamt vináttu
bragð af honum, að bera hönd fyrir höfuð
öflugustu fylgismanna sinnan í komandi
kosningum, svo sem bankanna. En þeg-
ar Woodsworth og Stevens eru með ó-
hróðurssögur um Canada banka, sem
ekkert eiga við andstæðinga hans, eða
aðra banka þessa lands, að virða, þá má
segja, að skörin sé farin að færast upp í
bekkinn.
Það sem þeir King og Woodsworth
færa nú bankanum til foráttu, er að hann
sé eign einstaklinga og fjárplógur fyrir
þá í stað þess að vera almennings-eign,
þjóðeign, sem stjórnin, sem í það og það
skiftið er við völd, eigi, stjómi og starf-
ræki.
Við hvað er átt með þessu almennings-
eignar-orðagjálfri? Hvaða réttindi eru
almenningi áskilin í meðferð þess fjár er
stjómir hafa undir höndum? Stjómar-
flokkurinn ræður einn lögum og lofum,
sé hann í meiri hluta á þingi. Hann
getur þeytt fénu út í veður og vind eftir
eigin geðþótta, sem hann á yfir að
ráða, án þess að ráðfæra sig við nokkura
mann um það. Flokkurinn sem við völd
er, skoðar þetta sem sitt fé, aðeins meðan
hann er við völd. Eins skeytingarlitlir og
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4« SEPT. 1935
stjórnmálaflokkarnir hafa reynst, væri
ekki annars að vænta af þeim, en að þeir
notuðu fé bankans svo óvarfærnislega, að
þeir steyptu honum við hver stjórnarskifti
eða hver á sínu kjörtímabili, alveg eins
og Brackenstjórnin gerði banka þessa
fylkis.
Er það þetta fyrirkomulag á Canada
banka, sem King og Woodsworth æskja?
Sem betur fór, tók forsætisráðherra R.
B. Bennett í strenginn, er um stofnun
bankans var að ræða og kvað hann á
öðrurH grundvelli en þessum verða reist-
an.
Og hver er sá grundvöllur? Að bank-
inn væri eign almennings með því að
hann keypti hluti í honum, sem eru ekki
stærri en það, að hver sjálfbjarga maður
getur orðið meðeigandi. Enginn einn
maður eða félag má eiga meira en firnm
þúsund dali í bankaeigninni. Stjómendur
eru valdir af eigendum og stjórninni og
allar gerðir þeirra, viðvíkjandi fyrirkomu-
lagi á starfrekstri, eru samþyktar af
sambandsstjórnarráðinu. Vextir af hlut-
unum eru sex af hundraði. AHar fjár-
málaráðstafanir og atkvæðagreiðsla, fara
fram undir eftirliti fjármálaráðherra sam-
bandsstjórnar. Og hver stefna, sem ofan
á verður, er þá fyrst góð og gild, er sam-
bandsstjómarráðuneytið hefir samþykt
hana.
Það sem í þessu fyrirkomulagi felst,
er þá þetta, að það er ókleift nokkrum
einstaklingi, að koma nokkrum yfirgangi
eða ósæmilegri gróðabreUu þama að. Á
hina sveifina, er stjóminni sem við völd
er, ókleift að ganga í fé bankans og
stofna honum í nokkra hættu. Það er
með öðrum orðum ekki hægt að hugsa
sér tryggari fjármálastofnun en þetta, í
sjálfu sér, og á hinn bóginn með meira
eða fullkomnara öryggi fyrir því, að ein-
staklingurinn noti ekki féð til að ræna
aðra og auðga sjálfan sig.
Canada banki er þvi frá hvaða hlið sem
á er litið ein sú þjóðlegasta og tryggasta
almenningsstofnun, sem hægt er að benda
á í þessu landi.
Fyrirkomulag hans bendir einmitt til
þess hvemig þjóðeignastofnanir eigi að
vera.
Ef Manitoba-fylkisbanki hefði á þessum
grundvelli verið starfræktur, væri hann
nú ekki hmninn.
Ef sumar svonefndar þjóðeignastofn-
anir þessa bæjar væru á þessu fyrirkomu-
lagi reistar, væri ekki að sækja í það
horfið m!eð þær, sem nú gerir, þar sem
farið er að nota þær sem fjárplóg fyrir
hverja tóma skúffu í fjárhirzlu bruðlandi
og ráðlausrar bæjarstjómar.
Það væri ekkert tiltökumál, þó upp og
ofan kjaftaskúmar í liði Kings og Woods-
worth bulluðu einhverja markleysu um
stofnun Canadabanka eða fyrirkomulag
hans. En það fer að verða kjósendum
alvarlegt íhugunarefni, þegar leiðtogamir
sjálfir setja svartan blett á tunguna á sér
með því.
En King og Woodsworth eru þó það
betri en Stevens, sem einnig er með
slettur út af fyrirkomulagi miðstöðvar
bankans, að þeir vita þó hvaða breytingar
þeir vilja að á honum séu gerðar. Þeir
játa hreinskilnislega, að þeir vilji hafa
hann sem vasa til að stinga hendinni í
eftir skotsilfri, þegar þeir eru komnir til
valda. En Stevens þvælir um fólks-
banka, sem hann reynir ekki að gera
grein fyrir hveraig vera skuH, ef hann á
annað borð veit nokkum hlut, hvað hann
er að segja. Um vörumerki á banka-
hugmyndum Kings og Woodsworth, er
ekki að villast. En það verður ekki sagt
um þéssa nýju bankafyrirkomulags hug-
mynd Stevens, nýju segjum vér, því
sællar minningar var hann einn af stofn-
endum Canada banka.
SLEIFARLAGIÐ GAMLA
I fréttum heiman af Islandi var þess
nýlega getið, að Norðmenn ætluðu að
verja stórfé til þess að auglýsa harðfisk
og aðra vöru í Bandaríkjunum.
Fregn þessi minnir oss á, að á það var
minst í þessu blaði fyrir þrem árum að
þetta þyrftu íslendingar að gera, (sjá
Hkr. 24. sept. 1932). "Ekki munum vér
eftir, að á málið væri eytt einu auka-
teknu orði í blöðum heima, en hjá ein-
stöku málsmetandi manni höfum vér þó
frétt, að það hafi vakið eftirtekt.
Og þrátt fyrir það, þó Vestur-lslending-
ar hafi ávalt alið í brjósti hugmyndina
um nauðsynina á verulegu viðskiftastarfi
við heimaþjóðina, var málinu hér heldur
ekki sint.
I nefnd, sem eitt sinn var kosin hér til
þess að íhuga viðskifta- og samvinnumál
Vestur og Austur-íslendinga, vakti sá er
þetta ritar athygli á ný á hvort enga til-
raun væri hægt að gera í þessu fiskisölu-
máli. Að órannsökuðu því máli virtist
ekkert liggja beinna fyrir en það, að ís-
land seldi hingað fisk og keypti héðan
kornvöru. Þar sem Hudsonsflóasjóleiðin
var þá opnuð, virtist blása sérstaklega
byrlega með sh'kar viðskiftatilraunir.
En mér er enn í minni svipurinn, sem
sumir meðnefndarmenn settu upp, og
hve skýrt hann bar vott um að um þessa
vitleysu væri hér alls ekki að ræða.
I stað þess var svo falHst á, að vinna
að því að fá 10 eða 15 mínútna ræðu út-
varpað frá íflandi einu sinni á ári.
En Norðmenn hafa nú orðið fyrri til,
að leita fyrir sér hér með markað á fiski.
Og það er ekki minsti efi á því, að þeim
verði það til fjár. Markaður er hér vestra
miklu meiri en menn gera sér nokkra
hugmynd um fyrir þessa vöru. Á því
er enginn vafi.. I Bandaríkjunum er mikil
þurð á fiski, bæði niðursoðnum, söltuð-
um og hertum. Þau afla sjálf ekkert líkt
því, sem þörfin og eftirspumin er, eða
yrði, ef sú vara byðist alment. Og fyrir
harðfisk er þegar mikill markaður hjá
Norðurlandaþjóðunum öllum hér, ítölum
og Islendingum. Það þyrfti ekki að eyða
miklu fé til að auglýsa hann, að því er
þá snertir. Þegar það hefir hent,- að ís-
lenzkar búðir hér hafa haft hann, hefir
hann verið rifinn út með áfergju. I stað
þess, að búðirnar hafi þurft að auglýsa
hann, hefir hann auglýst búðimar.
Geta nú íslendingar sennilega brátt
veitt sér þessa vöru hér með því að kaupa
hana af Norðmönnum.
Vér eigum ekki annað orð yfir það en
það Sem yifr þessari grein stendur að svo
skuli vera komið.
Fyrir aðra aðal-útflutningsvöru ís-
lands, er víst engin efi á að hér vestra,
sérstaklega í Bandaríkjunum, er nægur
markaður. Það er fyrir ull. Skyldu ís-
lendingar heima ætla að láta Norðmenu
einnig klófesta þann markað?
Er nú ekki kominn tími til þess að ís-
lendingar austan hafs og vestan fari að
veita þessum viðskiftaskilyrðum hér at-
hygli og taki höndum saman um það, sem
þeim er eins auðsæilega til þrifa og fram-
fara og það?
Á meðan svo er hér í sveit búið, að
íslendingar halda hópinn og eru sér þess
vitandi, að þeir séu óblandað brot af ís-
lenzku þjóðinni, sem unna henni og ætt-
jörðinni öllum löndum og þjóðum frem-
ur, ætti ekki að vera óhentugri tími fyrir
íslendinga heima, að hefjast handa á slíku
starfi og hér er um að ræða, en síðar,
eða þegar þeir (Vestur-íslendingar) eru
tvístraðir og týndir.
mikið eldri en það. Hún er ef-
laust jafngömul mannkyninu,
þó hennar væri ekki lengi vart
nema ef vera kann í áhrifalausu
muldri og mögli þræla í sinn
hóp út af kjörum sínum, en
sem þeir þorðu ekki að mæla
upphátt af ótta fyrir að það
bærist eyrum húsbændanna og
launin fyrir voru vís húðstrýk-
ing.
Með verkamanna hreyfing-
unni og verkamannasamtökum,
fóru áhrifin fyrst að koma í
ljós í bættum launum, aðgengi-
legri kjörum og meira frelsi
vinnulýðsins.
En áhrif hreyfingarinnár ná
þó miklu lengra en það nú orð-
ið, að bæta laun verkamanna.
Að þeim fengnum hófust víð-
tækar þjóðfélags framfarir. —
Það kom brátt í ljós, að heill
þjóðfélagsins valt meira á því,
að allir þegnar þess ættu við
sæmileg kjör að búa, en hinu,
að einn gæti lifað í auði og
unaði á kostnað fjöldans.
Þó maður hljóti að játa að
starf verkamannafélaga virðist
oft hafa borið vott um skamm-
sýni og þjóðfélagslegt skilnings-
leysi og hafi stundum verið rek-
ið áfram af æstum tHfinningum
og í blindni um afleiðingamar,
er hinu ekki að neita, að stefna
verkamanna - hreyfingarinnar
hefir lagað sig eftir breytingum
tímans og almennum þjóðfélags
framförum, og þær (framfar-
irnar) eru meira að segja henni
margar beinlínis að þakka.
V erkamannahreyfingarinnar
er því frá sögulegu sjónarmiði
og þjóðlegu fyllilega vert að
minnast.
SMÆLKI
Blaðið Free Press segir: “Það
verður með hverjum deginum
ljósara, að allir sem framföruim
og breytingum til bóta unna,
safnast utan um Liberal flokk-
inn.” Er blaðið búið að gleyma
Alberta?
¥ ¥ ¥
Aðkomumaðurinn: Þetta út-
sýni, geturðu hugsað þér nokk-
uð fegurra?
Bóndinn: Ef til vill ekki. En
,ef þú þyrftir að plægja það,
herfa, mylja, slétta, slá, girða og
greiða skattinn af því, mundi
það líta út rétt eins og hver
annar staður.
¥ ¥ ¥
Bláland: I herrans bænum
varið ykkur. Siðmenningin er
að færast nær!
¥ ¥ *
I ræðum sínum halda liberal-
ar mjög á lofti táknum og stór-
merkjum þeim sem gerðust á
Prince Edward Island í kosn-
ingunum nýlega og sem þeir
geta ekkert annað lesið úr, en
að öll þjóðin sé harð-liberal.
Táknin og stórmerkin eru þessi:
Á Prince Edward Island eru
78,000 íbúar sem 30 liberal þing-
menn og 8 ráðgjafar ráða yfir.
Fylgi sitt til þess hlutu liberalar
frá kjósendum, sem eru segjum
15-20 þúsund manns, en 58 af
hundraði greiddi þeim atkvæði.
Hinir, eða 42 af hundraði
greiddi con&ervatívum atkvæði.
Nokkrir atkvæðisbærir sátu og
heima kosningadaginn. En af
þessum mikla hópi sem' eftir er
að afföllum frádregnum, dæma
liberalar alt landið fallið að fót-
um sér.
lvo smakvæoi
eftir H. E. Johnson
ÞRÖSTUR í LUNDI
Hún hoppaði syngjandi grein af grein
I glóandi vornætur yndi.
—Hún þekti ekki vetrarins mæðu og nfein
móðurin unga svo frjáls og hrein
—Þá lék henni alt í lyndi.
Hún átti sér lítil börn og bú,
I bjarkanna skjóli vænu
Og vonirnar uxu í vorsins trú
Á venginu sumar grænu.
ER ÞAÐ TIL AÐ STÆRA SIG AF?
Skýrslur frá sambandsstjórninni um á-
fengisneyzlu í hverju fylki þessa lands
bera með sér, að Manitoba eyðir talsvert
minna fyrir áfengi en nokkurt hinna
fylkjanna.
Það er nú auðvitað gott og blessað til
þess að vita að menn hér séu hófsamari
en annar staðar, en lítið virðist það nú til
að stæra sig af, að eyða hátt á fjórðu
miljón dollurum fyrir “tárið” eins og
Manitobafylki gerði á síðast liðnu ári
(1934), á öðrum eins féleysistímum og
nú eru.
En skítt með það. Þetta verða ekki
nema 5 dollarar á nef í fylkinu, og borið
saman við Ontario-fylki, sem drekkur á-
fengi fyrir 36 miljónir dollara á ári, eða 10
dollara á nef, má Manitoba heita hófsamt.
British Columbia gerir þó betur en
Ontario, þvi þar nemur fjáreyðslan fyrir
áfengi þrettán dollurum á hvem íbúa.
Við skulum gera ráð fyrir því bezta og
skoða Manitobabúa frömuði góðra siða.
Það er þó annað, sem getur komið til
greina, sem sé að skildingaráð þeirra séu
lakari en annara.
VERKAMANNADAGUR
Svo fólkið í runnana lagði leið
Frá leiðindum heima rannsins,
Við söng hennar virtist gatan greið
Til gullfagra drauma landsins.
Eg guðsfeginn sál minni svölun drakk
Af söngnum í þrastarlundi:
Eg lúinn kom eftir langvint flakk
Og lífinu þama undi. »
En sumarið hvarf og sólin hné
—I svalviðrum haustsins köldum
Litlu fuglarnir leita að hlé
Nú löngu er fent í hin helgu vé;
Þau hyljast með húmsins tjöldum.
En sárust mér þóttu sultar kvein
Söngfuglsins—dóttur Braga.
Nú þekkir hún vetrarins mæðu og mein
Um mörkina flögrar hún, köld og ein
Og harmar svo horfna daga.
Fólk er í skógana leggur leið,
Frá ljósþjarma heima eldsins
Til Nástranda virðist gatan greið
Um grjótlendi æfikveldsins.
EIN LÍTIL ÆFISAGA
Á grýttri strönd, við gráann úthafs-skaga
Eg grátinn þráfalt bemsku skónum sleit
En man þó fáa, fagra sumar daga
Og friðsæl kvöld í gróðursælum reit.
Mánudagurinn fyrsti í september var
að þessu sinni, eins og venja hefir verið,
almennur hvíldar- eða helgidagur.
Hvers er verið að minnast með því?
Miklu meira er í efni og að minnast
þann dag, en margir munu gera sér grein
fyrir, eða í fljótu bragði fást unf, því
Verkamannadagurinn er óaðskiljanlegur
mannréttindamálum þjóðanna.
Fyrsta Verkamannadaginn eða byrjun-
ina að því, að hann varð almennur helgi-
dagur, mun mega rekja til skrúðgöngu,
er verkamannafélag (Knights of Labor)
hélt árið 1882 í New York. Verkamanna-
dagurinn hefir að minsta kosti síðan ver-
ið helgidagur víða um heim.
En auðvitað er mannréttinda baráttan
Og mæðusporin mín á lífsins göngu
Meiddu og særðu tíðum veikan fót.
Hver bróðurhönd er lífs í stríði ströngu
Mér staf sinn bauð, varð líkn og meina bót.
Og þannig liðu lífs míns æfidagar
Á löngum vetrum sólin stundum skein.
Nú blika sjónum bjartir minnis hagar
Með blóm-skrýdd engit fugl á hverri grein
I æsku vildi eg syngja um sól og yndi,
En sólin hvarf og bernsku gleðin þraut:
Öll fögru blómin fuku í kalsa vindi
En fegin samt eg horfði á þeirra skraut.
Þótt hjartað gráti stundum trega tárum,
Er taflið ekki, gamli heimur, þitt
Því aldrei getur beiskja úr banasárum
Blandað haturs eitri í lífið mitt.