Heimskringla - 04.09.1935, Page 5
WINNIPEG, 4. SEPT. 1935
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
DR. LAUGE KOCH
og jiarðfræSi íslands
Mér þótti vænt um þá frétt,
að dr. Lauge Koch ætlaði að
fara að fást við jarðfræði ís-
lands. Dr. Koch er ein,n af
mestu skörungunum í jarðfræði
vorra daga, og munu rannsókn-
ir þær sent hann ásamt aðstoð-
armönnum sínum hefir fram-
kvæmt á Grænlandi, vera með
því allra merkilegasta sem unn-
ið hefir verið af því tagi á þess-
um tímum. En svo skylt er
sumt í jarðfræði Grænlands og
íslands, að það er síst að furða
þó að hinn mikli Grænlands-
könnuður hafi hug á að| kynn-
ast einnig íslandi. Verður hann
ekki einn við rannsóknirnar hér
EATON
Auglýsingar
*
Hér er stutt málsgrein, úr
EATON handbókinni, sem
samin er þeim til leið-
beiningar er semja og
bera ábyrgð á EATON
auglýsingum: "Allar stað-
hæfingar gerðar í aug-
lýsingum á verðmiðum,
vörumiðum, yfir nafni Fé-
lagsins eða hvar helzt sem
er, verða að vera alger-
lega ábyggilegar, og bygð-
ar á þekkingu en ekki á-
gizkan eða fréttaburði eða
vafasömum upplýsingum.”
Fyrirskipun þessi er i
fullu samræmi við kröfu
EATON’S að sannleikur-
inn sé sagður um hverja
vöru svo tiltrú manna
i haldist óskert.
Þegar þér verzlið eftir
Eaton’s Vöruskrá þá er
yður bókstaflega veitt
trygging fyrir því að hver
mynd og hver staðhæfing
sem vér gerum um vör-
urnar hafa verið nákvæm-
! lega athugaðar og yfir-
skoðaðar, að því er full-
kominn áreiðanleik snert-
ir. Markmið vort, eb að
gera verzlun eftir Vöru-
. skránni svo framt sem
unt er, jafn fullnægjandi
fyrir kaupandann eins og
þó hún skoðaði, með eig-
in höndum vöruna sjálfa.
Allri viðleitni vorri er
beint að því að þau mik-
ilvægu sannindi fái hald-
ist í kaupskapar reglu
Vesturlandsins: “Það er
ÓHÆTT að kaupa hjá
Eaton’s.”
EATON’S
á landi, fremur en á Grænlandi
og heyrt hefi eg að honum sé
hugur á að fá íslenzka náttúru-
fræðinga til að vera í verki með
sér. Væri fyrir margra hluta
sakir óskandi, að það samstarf
gæti tekist. Er hér mikið verk
að vinna fyrir jarðfræðinga, þó
að talsvert hafi þegar verið að
gert, og jafnvel méira en búast
hefði mátt við, þegar þess er
gætt hve litlu hefir verið til
kostað. Er það mikið van-
þakklæti gagnvart þeim mönn-
um sem á síðastliðnum 2—300
árum hafa unnið að rannsókn
landsins — en í þeirra tölu hafa
verið sumir af mestu gáfu-
mönnum þjóðarinnar, eins og
Vísi-Gísli, Sveinn Pálsson og
Jónas Hallgrímsson — að segja
eins og gert var í einhverri
frumvarpsgreinargerð í vetur,
að jarðfræði lands vors sé sama
sem órannsökuð.
II.
Með þessum fyrirhugaða leið-
angri dr. Lauge Koch’s má
segja að verði aldaskifti í rann-
sóknasögu íslands. Að minsta
kosti er óhætt að fullyrða þetta
nú þegar að því er tilkostnaðinn
snertir, ef rétt reynist sú fregn,
að fé það sem fengist hefir til
þessara þriggja ára rannsókna
hér á landi, sé 100.000 kr. eða
jafnvel meira. Er þetta mikil
breyting til batnaðar frá því
sem áður hefir verið. Má hér
minnast þess að Sveinn Páls-
son, sem var svo framúrskar-
andi náttúrufræðingur, að á-
stæða er til að ætla að hann
hefði við betri ástæður og hjá
stærri þjóð, áunnið sér heims-
nafn, varð að hætta ra^nsókn-
um sínum sakir fjárskorts og
gat jafnvel ekki fengið prentað
það sem hann hafði ritað um
ferðir sínar og rannsóknir; en
Jonas Hallgrímsson, einn af
allramestu snillingum sinnar
samtíðar, var svo félítill, að
hann átti stundum ekki fyrir
máli matar. En mér má minn-
isstætt vera hversu óríflega
horfði í þessum efnum rúmri
öld eftir að Sveinn Pálsson hafði
orðið að hætta við hinar merki-
legu rannsóknir sínar. Nokkru
fyrir aldamót sótti eg til alþing-
is um 500 kr. til jarðfræðirann-
sókna hér á landi, en umsókn
þessi var ekki talin þess verð
að ræða hana á þingfundi. —
Mætti þó ýmislegt nefna, sem
virtist styðja að því jafnvel
meir en í meðallagi, að rann-
sókninni væri gaumur gefinn.
Eg reyndi þá fyrir mér í Dan-
mörku, en það -var ekki fyr en í
annari atrennu sem m'ér tókst
að fá þar 600 kr. til að hefja
rannsóknir mínar. Geta menn
af þessu sem sagt hefir verið,
séð hve mjög er nú öldin önnur,
og er ástæða til að gera sér von-
ir um glæsilegan árangur þar
sem fjárafli er slíkur, og mann-
afli mikill og góður. Hefi eg þar
auðvitað einnig í huga hina ís-
lenzku náttúrufræðinga sem eg
vona að taki þátt í rannsókna-
verkinu. Vil eg að endingu láta
þess óskað, að dr. Lauge> Koch
megi auðnast að verða íslenzkrí
jarðfræði eitthvað líkur því sem
hinn mikli ágætismaður Ras-
mus Rask varð íslenzkri menta-
starfsemi á öðru sviði.
Helgi Pjeturss.
—Vísir. 6. ág.
FRÁ ISLANDI
2 ágúst
Á ólafsfirði
var söltun síldar í júlílok sem
hér segir:
Matjesíld, 92 tunnur; gróf-
söltuð síld 27 tunnur; flökuð
síld 136 tn.
Þorskafli er góður, þegar gef-
ur á sjó, en undanfarið hafa
verið sífeldir stormar og rign-
ingar. Taða liggur víða undir
skemdum.
Kíghósti gengur víða í Ólafs-
fjarðarhéraði og hafía flmm
böm dáið.
Tíð, segir fréttaritarinn, hafa
verið heldur erfiða, og hafi
gengið illa að fá hey þur. Þó
hafi þeir, sem unnu að þurkun
undanfarna tvo sunnudaga, náð
inn nokkru af heyjum.
* * *
Köttur á sundi á miðjum
Eyjafjarðarál
Siglufirði 1. ág.
í fyrradag fann m. b. Snorri
kött á sundi í miðjum Eyjaf jarð-
arál, út af Hörgárgranni. Var
kisa á leið til austurs en komin
að þrotum. Er Snorri nálgað-
ist sneri hún áleiðis til skipsins
og mjálmaði og veinaði aum-
lega. Var henni fljótt bjargað,
en hún lá sem dauð lengi á þil-
Myndalaus myndabók
EFTIR H. C. ANDERSEN
Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi
Þrítugasta mynd
“í gærkveldi horfði eg niður á borg í
Kína,” sagði máninn. “Geislar mínir skinu á
hina löngu og beru múra meðfram götunum.
Hér og þar sjást að vísu dyr en þær eru
lokaðar; því hvað varðar Kínverja um um-
heiminn! Þéttar blæjur huldu gluggana á bak
við nfúrana. Aðeins í musterisgluggunum
skein Ijósglæta. Eg horfði þangað inn; horfði
á hið marglita skraut, alla leið frá gólfi og upp
að lofti var fjöldi marglitra og logagyltra
mynda; þessar myndir voru af þeim undra-
verkum, sem guðirnir skapa á jarðríki. í
hverjum krók og kyma Var líkneski af guðun-
um sjálfum; en þær voru nálega huldar af
allavega litum blæjum og hangandi fánum.
Allir þessir guðir voru gerðir úr tini. Fyrir
framan hvern þeirra var lítið altari með vígðu
vatni, blómum og logandi kertaljósi. En í
hásæti musterisins var höfuðguðinn Fú í
skrautlegri silkiskykkju, sem var gul að lit —
það er hinn heilagi litur.
Hjá altarinu sat lifandi vera, það var ung-
ur prestur; hann virtist vera að biðjast fyrir,
en í miðri bæninni var sem hugur hans yrði
gagntekinn af einhverri a.nnari alvarlegri hugs-
un, og það voru sjálfsagt syndsamlegar hugs-
anir, því hann blóðroðnaði í framan og hann
hneigði höfuðið enn þá meira. Vesalings kína-
presturinn! Var hann kannske að dreyma
að hann væri á bak við múrana að vinna í
dálitlum blómsturbletti! — Þesskonar blettir
eru fyrir framan hvert einasta hús. Var það
starf kannske kærara honum en að gæta
kertaljósanna í musterinu? Eða sat hann
kannske í draumi við borðið með skrautlega
dúknum og ljúffengum réttum, þar sem hann
gat altaf á milli réttanna þurkað sér um
munninn með silfurpappír? Eða var hann
kannske svo stórsyndugur að ef hann dirfðist
að nefna synd sína á nafn þá hlytu guðir
himnanna að hegna honum með eilífum
dauða?
Eða dirfðist hann kannske að láta hugann
svífa með skipi skrælingjanna og heim til
þeirra — til hins fjarlæga Englands?
Nei, hugur hans flaug ekki svo langt, og
samt var hann eins syndum spiltur og nokkur
æskumaður með heitu blóði getur verið. Já,
hann var svo niðursokkinn í syndir sínar jafn-
vel þarna í musterinu frammi fyrir sjálfum
höfuðguðinum Fú og öllum hinurrí líkneskjun-
um.
Eg veit hvar hugur hans og hjarta voru.
í útjaðri borgarinnar uppi á flata þakinu með
þakhillunum þar sem grindumar virtust vera
úr postulíni, þar sem hinir fögru blómpottar
stóðu fyltir unaðslegum hvítum blómum —
þar sat hin fagra mær með litlu töfrandi aug-
un, þykku varirnar og nettustu fæturna, sem
til voru í veröldinni.
Já, skórinn þrengdi að fætinum en þó
þrengdi eitthvað enn þá nreira að hjarta
hennar og hún lyfti upp hinum grönnu hand-
leggjum og það skrjáfaði í þykku silkinu.
Fyrir framan hana var glerskál með fjór-
um gullfiskum. Hún hrærði hægt í vatninu
með marglitum sprota. Ó, tíminn var svo
eilífðarlangur! hún var í djúpum hugsunum.
Var hún kannske að hugsa um það hversu
skrautlegir og gyltir fiskamir væru? hversu
áhyggjulausu lífi þeir lifðu þarna í glerskál-
inni og hversu góða fæðu þeir fengju? eða
var hún að hugsa um hversu hamingjusamari
þeir væru þó ef þeir væru frjálsir? — Já, um
þetta var hin fagra mær að hugsa.
Hugsanir hennar svifu í burt —• í burt
frá heimili hennar og inn í musterið. En hún
kom ekki þangað í anda til þess að biðjast
fyrir — vesalings stúlkan! vesalings kína-
presturinð! Hinar jarðnesku hugsanir þeirra
mættust, en mínir köldu geislar lágu á milli
þeirra eins og sverð.”
farinu, hrestist hún þó við góða Mjög stófeldar rigningar hafa
hjúkrun skipverja og er nú komið hvað eftir annað síðan í
hress. Talið er sjálfsagt að kött- j sláttarbyrjun, og horfir víða til
urinn hafi fallið út af skipi.
¥ ¥ ¥
Úr Súgandafirði
11. ágúst
Frá Suðureyri í Súgandafirði
skrifar fréttaritari útvarpsins:
Að lokinni prestkosningu á
Siglufirði sendu sóknarbörn
séra Halldórs Kolbeins honum
ávarp undirritað af 120 kjós-
endum, þar sem er látin í ljósi
ánægja yfir því, að hann verði
áfram sóknarprestur í !Súg-
andafirði.
Sundlaug Súgfirðinga er nú
þriggja ára. Á því tímabili
hafa stundað sundnám í laug-
inni á 3ja hundrað manns. —
Á sundmóti 4. þ. m. að loknum
tveim sundnámskeiðum' á þessu
sumri, syntu þrír piltar yfir
Súgandaíjörð, þei| Hlermann
Guðmundsson, Guðni Ólafsson
og Þórður Kristjánsson. Vega-
lengdin er nálægt 1000 metrum
og syntu þeir hana á 20 mínút-
um.
* * *
Sjálfsmorð
11. ágúst
Bergur Sveinsson biflreiða-
stjóri úr Reykjavík, ættaður úr
Vík í Mýrdal, fyrirfór sér í gær-
kveldi á leið til Vestmannaeyja
á gufuskipinu Prímúlu.
Fréttaritari Útvarpsins í
Keflavík, er var meðal farþega
á sama skipi, skýrir útvarpinu
svo frá, að skipstjórinn hafi í
dag látið bæjarfógetanum í
Vestmannaeyjum í té skýrslu þá
er hér fer á eftir í aðaldráttum:
Þegar Prím'úla var út af
Garðskaga kl. 22.27 í gærkveldi,
varð einn háseti skipsins þess
var, að farþeginn Bergur
Sveinsson kleif yfir þorðstokk
skipsins, og tók um leið skamm-
byssu og miðaði í brjóst sér.
Hljóp þá hásetinn til Bergs, en
í sömu svifum reið skotið af og
náði hásetinn byssunni, en
Bergur féll fyrir borð.
Skipstjóri stöðvaði skipið þá
þegar og rendi út mönnuðum
báti, og leituðu þeir árangurs-
laust.
Annar farþegi á sama skipi,
Karl Johnson, skýrði skipstjóra
frá því, að nokkru áður en þess-
ir atburðir áttu sér stað hafi
Bergur komið til sín og sýnt sér
bréf dagstet 8. þ. m. þar sem
Bergur var sviftur starfi hjá
Hlutafélaginu Strætisvagnar
Reykjavíkur, að hann áleit
vegna ölvunar Bergs á Þing-
völlum á leyfisdegi verzlunar-
manna.
¥ ¥ ¥
Vestm. 10. ágúst
ÞjóðhátíS Vestmannaeyja
hófst í dag með kappróðri frá
Klettsriefi að bæjarbryggjunni.
(Síöan var kept í 50 metra sundi,
frjals aðferð, og 50 metra sundi
drengja 12—13 ára, og síðan 50
mjetra sundi drengja 14—15
ára.
Hátíðina setti Ámi Guð-
mundsson í Herjólfsdal kl. 3 í
dag. Ræðumenn í dag voru:
Jóhann Þ. Jósefsson alþm., er
mælti fyrir minni íslands og
j Páll Oddgeirsson er mælti fyrir
! minni sjómanna. Bjargsig sýndu
j bræðurnir Jón og Ólafur Sig-
i urðssynir.
Kappleikur var háður milli 3.
flokks K. R. og 3. flokks K. V.
Veður var vgott. — Hátíðin
heldur áfram fram á nott og á
morgun.
Úr Árnessýslu
11. ágúst
Fréttaritari útvarpsins að Sel-
fossi skrifar útvarpinu 8. ág. á
þessa leið um atvinnulíf í Ár-
nessýslu:
Sláttur stendur nú hæst hér
í sýslu, og flestir haaf lokið við
fyrri slátt á túnum. Ymsum
hefir tekist að ná inn miklum
heyjum með sæmilegrl verkun,
en víða er talsvert óhirt af töðu.
í Biskupstungum er talið að
einna bezt hafi notast að þeim
fáu þurkdögum, sem komið
hafa á slættinum.
mestu vandræða sakir vatns á
nálægar engjar og skemt bæði
hey og slægjur. Stendur nú
víða vatn í stórum tjörnum á
láglendum og votlendum engj-
um, svo að hvorki er hægt að
þurka né slá. Kveður einkum
mjög að þessu á Skeiðum og í
Flóa og Ölfusi. Á sumum mikl-
um slægnajörðunl er ekki hægt
að bera niður utan túns nema
á hæstu rimum, og horfir til
mikilla vandræða þar sem nú
er svo áliðið að vafi er á að
vatn sigi úr jörð á þessu sumri.
Laxveiði hefir brugðist mjög
í Ölfusá það sem af er sumri og
er ýmsum getum að því leitt
hvað valda muni. ólafur Sig-
urðsson bóndi á Hellulandi hef-
ir ferðast hér um til þess að
rannsaka hvað valda muni og
gera tillögur til umbóta.
Timburskip er nýkomlið til
Eyrarbakka og hefir affermt
timbur til Kaupfélags Árnes-
inga. Áður í sumar hafa kom-
ið 4 skip til Kaupfélagsins, og
enn er von á tveimur. Alls koma
þá sjö skip, eitt með kol, önnur
með timbur eða aðrar nauð-
synjavörur.
Lokið er nú að fullu við sand-
varnargarðinn fyrir vestan Eyr-
arbakka. Þykir þegar hafa
komið greinilega í ljós, að hann
\*ámi því að sandur úr mynni
Ölfusár berist inn í leguna á
Eyrarbakka.
Flokkun fiskjar stendur nú
yfir á Stokkseyri, en nokkur
fiskur er enn ófullverkaður. —
Lítið hefir verið um róðra í
sumar úr verstöðvunum eystra.
Enda fiskilítið og ógæftasamt.
—Vísir.
¥ ¥ ¥
Kristmann Guðmundsson
rithöfundur
Norðfirði 3. ágúst
Með Nóvu síðast kom til
Norðfjarðar frá Noregi skáldið
Kristmann Guðmundsson. Dvel-
ur hann þar í sveitinni, á heim-
ili móður sinnar, frú Sigríðar
Björnsdóttur í Miðbæ. Frétta-
ritari útvarpsins heimsótti hann
þar í dag og kveðst hann dvelja
þar eystra til miðs ágústs, en
fara þá til Reykjavíkur. Ann-
ars býst Kristmann Guðmunds-
son við að dvelja alllengi hér á
landi. Ferðina til Austur-
landsins fór hann aðallega í
þeim tilgangi að heimsækja
móður sína og ættingja, en um
tilgang þessarar íslandsferðar
sinnar og fyrirætlanir, vill
skáldið að öðru leyti ekkert
segja að svo stöddu.
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Árnes.......................................F. Finnbogason
Amaranth..............................J. B. Halldórsson
Antler.....................................Magnús Tait
Árborg.....................................G. O. Einarsson
Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville...............................Björn Þórðarson
Belmont....................................G. J. Oleson
Bredenbury...............................H. O. Loptsson
Brown.................................Thorst. J. Gíslason
Calgary.................................Grímur S. Grímsson
Churchbridge........................................Magnús Hinriksson
Cypress River......................................Páli Anderson
Dafoe.......................................s. S. Anderson
Elfros..............................J. H. Goodmundsson
Eriksdale........................................ólafur Hallsson
Foam Lake..........................................John Janusson
Gimli..................................... K. Kjernested
Geysir.............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro......................................G. J. Oleson
Hayland...............................Sig. B. Helgason
Hecla....................................Jóhann K. Johnson
Hnausa..................................Gestur S. Vídal
Hove................................................Andrés Skagfeld
Húsavík............................................John Kernested
Innisfail...............................Hannes J. Húnfjörð
Kandahar................................s. S. Anderson
Keewatin................................Sigm. Björnsson
Kristnes.............................................Rósm. Ámason
Langruth................................................b. Eyjólfsson
Leslie................................Th. Guðmundsson
Lundar.....................................Sig. Jónsson
Markerville......................... Hannes J. Húnfjörð
Mozart.....................................Jens Elíasson
Oak Point...........................................Andrés Skagfeld
Oakview...........................................Sigurður Sigfússon
Otto.......................................Björn Hördal
Piney.....................................S. S. Anderson
Poplar Park.............................Sig. Sigurðsson
Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík..........................................Árni Pálsson
Riverton.............................. Björa Hjörleifsson
Selkirk....................................G. M. Jóhansson
Steep Rock................................. Fred Snædal
Stony Hill........................................Björn Hördal
Swan Rivjpr............................. Halldór Egilsson
Tantallon............................................Guðm. Ólafsson
Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason
Víðir.................................................Aug. Einarsson
Vancouver....................:........Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis.......................................
Winnipeg Beach.....................................John Kernested
Wynyard..................................S. S. Anderson
I BANDARIKJUNUM:
Akra...................................Jón K. Einarsson
Bantry...................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.......................John W. Johnson
Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier...............................Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg.....................................Jacob Hall
Garðar.................................S. M. Breiðfjörð
Grafton................................Mrs. E. Eastman
Hallson................................Jón K. Einarsson
Hensel..................................J. K. Einarsson
Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 3314 Sierra St.
Milton....................................F. G. Vatnsdal
Minneota............................Miss C. V. Dalmann
Mountain...............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts...........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold...................................Jón K. Einarsson
Upham.....................................E. J. IlreiðfjörO
The Viking Press, Limited
Winnipeg Manitoba