Heimskringla - 09.10.1935, Síða 1
L. ARGANGUR
Wi.NNlPEG, MlÐViKUDAGINN, 9. OKT. 1935
NÚMER 2.
MAJOR W. W. KENNEDY
Major W. W. Kennedy þing-
maður í suður mið-Winnipeg
ætti ekki að þurfa kynningar
við meðal íslendinga, því svo er
liann kunnur á meðal vor, þó
eigi sé nema fyrir það sem hann
hefir gert.
Hann var maðurinn sem kom
í framkvæmd sjóðstofiiuninni
“The Canadian Eoundation”. —
$25,000.00 minningargjöfinni til
íslands er myndar ævarandi
námsjóð fyrir íslenzka fræði-
menn við háskóla þessa lands.
Er gjöf þessi veitt, sem kunn-
ugt er, til minningar um þúsund
ára afmæli Alþingis 1930, sem
vináttu og virðingarvottur til ís-
lenzku þjóðarinnar frá þingi og
þjóð hér í Canada. Liberal
stjórnin er sat víð völd hér í
Canada á meðan að á
Alþingishátíðinni * istóð hafði
dregist á þaö að sæma íslenzku
þjóðina einhverri minningargjöf,
en allar framkvæmdir í þá átt
voru látnar niður falla. Fór
stjórn þessi frá völdum þá um
sumarið með óefnt þetta loforð
sem svo mörg önnur. Kom þá
til kasta hinnar nýju stjórnar
ihvort hún vildi sinn’a máli þessu
eftir að komið var fram yfir há-
tíð. Virtust litlar líkur til þess
að mál þetta hefði framkvæmd
og hefði alls ekki unnist nema
fyrir drengilega þátttöku og
vinsemd Major Kennedys. Taldi
hann þetta svo sjálfsagt að
aldrei var bilbug á honum að
ifinna frá því að hann tók við
þessu erindi vor Íslendinga og
þangað til því var lokið.
Á margvíslegan annan hátt
hefir vinsemd hans komið í ljós
til íslendinga. Má nefna sem
dæmi, að á þessum undanförn-
um árum hefir verið erfitt fyrir
innflytjendur og útlenda borg-
ara að fá landgöngu leyfi í Can-
ada. Allmargir fslendingar, er
ikomið hafa frá Bandaríkjunum
eða beina leið frá íslandi hafa
barið hér að dyrum, varbúnari
en vera hefði átt og áreiðanlega
ekki fengið inngöngu leyfi í
landið ef ekki hefði íslenzka
þjóðin í heild sinni átt vin á
þingi þar sem Major Kennedy
var. Var til hans leitað um-
talslaust, fyrir hönd allra þeirra
er þannig biðu landsvistarleyfis,
og greiddi hann fljótt og vel úr
vandkvæðum þeirra. Afleiðing-
arnar hafa orðið þær, að eng-
um fslendingi hefir verið vísað
frá er hingað hefir leitað í síð-
astliðin 5 ár. Þegar allar að-
stæður eru teknar til greina, er
það undantekningarlaust, meiri
vinsemd og drengskapur, en
nokkur önnur stjórn eða þing-
maður hafa sýnt oss sem þjóð-
flokki, yfir alla vora löngu dvöl
hér í landi. Og nú síðast er við-í
varpað var frá íslandi, kveðju
fbrsætisráðherra til þjóðarbrots
vors hér í landi þá var það
Major Kennedy, sem gekk í það
mál og fékk því til leiöar komið
að útvarpskerfi Canada veitti
kveðjunni móttöku og lét end-
urvarpa henni um alt land oss
öllum til stórrar ánægju og
gleði.
Nú sækir Major Kennedy um
endurkosningu í kjördæmi sínu.
í kjördæmi hans eru allmargir
íslenzkir kjósendur, hversu vilja
þeir launa verk hans og góða
þjónustu? Ekki eigum vér tals-
mennina of marga í Ottawa.
Virðulegri talsmenn fáum vér
ekki en Major Kennedy, er skip-
að hefir hinar mestu ábyrgðar-
stöður utan og innan þings.
Hann ætti, ef sanngirni er við-
höfð, að fá hvert einasta ís-
lenzkt atkvæði í kjördæminu.
En ef svo skyldi nú ekki fara
væru illa goldin verk hans, og
ekki öðrum til örvunar, að virða
á sama hátt beiðnir vorar og
kröfur. Sama má oss vera um
alla hina, sem í framhoði eru í
kjördæminu og sem ekkert
tákna nema höfðafjölda þeirra
sem snýkja eru eftir embætti.
Greiðið Major Kennedy at-
kvæðið.
Lán til fiskimanna
Samkvæmt afurðasölulögum
Bennettstjórnarinnar, eiga fiski-
menn kost á að taka lán til að
kaupa báta, vélar eða veiðar-
færi, á sama hátt og bændur fá
lán til reksturs búnaði sínum.
Bændalánsdeild stjórnarinnar
mun um lán þessi sjá. Fiski-
maður, sem eitthvað skortir til
veiðanna, getur þar fengið lán,
eigi hann hús, jörð, eða ein-
hverja skuldlausa eign.
Ekki má þó lán til hvers
fiskimanns fara fram úr $1,000.
Það er mikið talað um að
vegna fastheldni banka og lán-
félaga á fé sitt, sé lítið hægt
að hafast að. Bennettstjórnin
igreiðir vissulega fyrir þessari
grein frumiðnaðarins, fiskveið-
unum, með þessu spori, að veita
fiskimönnum lán, á rýmilegum
kjörum.
Þá sem frekar fýsir að fræð-
ast um fyrirkomulag þessara
lánveitinga, gera auðvitað rétt-
ast í að snúa sér til Farm Loan
Board sambandsstjórnarinnar
eða lögfróðra manna, er eflaust
vita um hvert atriði láninu við-
víkjandi.
ÞRÍR ÍSLENZKIR
LÖGFRÆÐINGAR
Þrír íslenzkir lögfræðingar
unnu embættiseið sinn í hæzta
rétti í Minnesota ríki 24. sept.
síðastl. og voru teknir upp í
lögfræðinga stétt ríkisins. Þess-
ir ungu og efnilegu námsmenn
eru: Lynn G. Grímsson, sonur
Guðmundar dómara Grímsson-
ar í Rugby, N. D., og bræðurn-
ir James H. Gíslason og Sidney
P. Gíslason synir B. B. Gísla-
sonar í Minneota. Allir hafa
þeir getið sér góðan orðstír við
námið. Útskrifuðust þeir frá
lagadeild ríkisháskólans í Minn-
eapolis í júní í vor með ágætri
einkunn. Alls útskrifuðust þá
128 nemendur, en aðeins 63
stóðust embættisprófið og í
þeirri tölu voru íslendingarnir
þrír.
BRACKENSTJÓRNIN SVÍKUR
BÆNDAFLOKKINN
Síðast liðin mánudag fluttu
dagblöð þessa bæjar þá frétt, að
Bracken-stjórnin hefði gert
samning við King, leiðtoga lib-
erala, að ganga flokki hans á
hönd, en kasta burtu bænda-
flokksnafni sínu.
Liberalar sáu sitt óvænna
orðið í kosningunum í þéssu
fylki og knúðu því á Bracken,
að koma sér til aðstoðar.
Að launum er sagt, að liber-
alar hafi gert Bracken, að leið-
toga sínum eða síns flokks í
þessu fylki.
Bracken stjórnin heitir því
hér eftir liberal-stjóm, en ekki
bændastjórn.
Bændastjóirnarflokkurihn 'er
hér úr sögunni.
Hvernig lýst nú bændum á
þessi hrossakaup?
Sætta þeir sig við að láta
Bracken skifta um nafn á
flokki þeirra, eða stjórn þeirra,
án þess að þeir séu um það
spurðir? Þeir kusu Bracken,
sem foringja bændaflokksins í
fyrstu og hafa. gert það upp
aftur og aftur síðan. Og alt til
síðasta mánudags, hefir stjóm
þessa fylkis verið nefnd bænda-
stjórn.
Hvernig myndu kjósendum
koma það fyrir, ef King, sem
nú sækir sem liberal, sneri við
blaði, ef hann kæmist til valda
og nefndi sig og flokksmenn
sína C. C. F. eða kommúnista-
flokk?
Þetta er það sem Breckan-
stjórnin hefir gert. Hún hefir
svikið kjósendur sína og heyrír
nú öðrum flokki til en þeim, er
kjósendur fylla.
Ef kjósendur eru svo auð-
mjúkir og undirgefnir, að þeir
taki því með ró að þeir séu af
Bracken stimplaðir liberalar,
hvað sem þeir segja sjálfir um
það, getur bragð þetta blessast.
En finni bændur til þess, að
þeir séu skoðunum sínum sjálf-
ir ráðandi, og taki því ekki með
þökkum, að með þær sé verzl-
að, eins og hestaprangari gerir
með vöru sína, þá getur liber-
ölum hafa verið ger “Bjarnar-
greiði” með þessu. Og það væri
ekki ólíklegt, að Brackenstjórn-
| in ætti sjálf eftir að kenna á
I því.
Vér héldum satt að segja,
að liberalar hefðu svo vel verið'
búnir að auglýsa fláræði sitt við
bændur og hefðu gegnið svo
langt í því, að lengra yrði nú
um hríð ekki farið. En þar
hefir verið til ofmikils ætlast.
Önnur eins svívirða og sú,
sem í þessum hrossakaupum er
augljós, hefir aldrei verið höfð
í frammi við bændur.
En hvað lætur sú stjórn sér
fyrir brjósti brenna, sem upp-
vís er orðin að annari eins
óreiðu og Brackenstjómin ?
Afríku-stríðið
að þeir hafi strádrepið Blálend-
inga þar og vaðiö langt inn í
land þeirra. Um mannfallið
eru óljósar fréttir, en þó er
ætlað, að í alt hafi í þessum
skærum fallið um 2000 Blálend-
ingar. Frá höfuðborg þeirra
i Addis Ababa, berast fréttir er
halda fram að um 200 hafi fall-
ið af hvoru tveggja liði. Aðrar
! fregnir segja mannfallið miklu
| meira og að af Blálendingum
Ihafl fallið margfalt fleiri en af
Itölum.
| Þessu líkt gengur það nú
' þarna.' Á þingi Þjóðabanda-
i lagsins er farið hægara að hlut-
[ unum en þarna. Þó hefir nú
þar verið komist að þeirri nið-
i urstöðu, að ítalir séu valdir að
þessum ófriði. Má það mikið
vera, að Þjóðabandalagið skyldi
loks átta sig á því, að Blálend-
ingar ættu þetta land, sem þeir
! hafa búið í öllum óháðir í 600
ár.
í dag fer fram atkvæðagreið-
sla um hvað gera skuli við ítala
sem viðurkendir eru nú að hafa
brotið gegn Þjóðabandalaginu,
sem félagar þess.
Þrátt fyrir það sem Frakkar
hafa áður sagt, eru þeir nú á
móti því, að Itölum sé í nokkru
hegnt. Það er að verða æ ljós-
ara, að þeir eru eindregnir með
ítalíu.
Á meðan Þjóðabandaíagið
þingar um þetta, heldur Mussol-
ini áfram að brytja Blálendinga
niður. Hann sér að hann getur
því betri kaup gert við Þjóða-
bandalagið, sem hann drepur
meira af þessum varnarlausa
og menningarsnauða lýð.
Vonandi gerir Þjóðabandalag-
ið sér ekki meira til skammar,
én það er búið að gera í þessu
stríðsmáli.
FRÚ GUÐRÚN BERGMANN
ÁTTRÆÐ
Þó ítalir og Blálendingar hafi
ekki sagt hvorir öðrum stríð á
hendur, hafa nú eigi að síður
verið háðir bardagar á landa-
mærum Blálands, sem mann-
tjóni og hörmungum hafa ollað.
Bardagarnir hófust s.l. fimitu-
dag. Frá Eritrea sóttu ítalir
að norðaustan inn í Bláíand til
borgarinnar Aduwa. Er hún
skamt frá landamærunum og
hefir 5000 íbúa. Rigndi sprengj-
um úr lof'tförum ítala yfir borg-
ina upp aftur og aftur, er á
laugardag var talinn komin í
hendur ítala. Börn, kvenfólk
og örvasa fólk var strádrepið
af ítölum með sprengjunum.
Laust upp sigurópi í liði ttala,
er borg þessi var tekin. Kváðust
þeir hafa hefnt fyrir ósigurinn
á þessum sama stað árið 1896.
Lifi ítalía og lifi Mussolini, kvað
við frá ítalska hernum.
Synir Mussolini voru í á-
hlaupinu. Er sagt að einn
þeirra hafi kastað fyrstu
sprengjunni á borgina.
En til tveggja annar borga;
lengra inn í landi, kváðust ítal-
ir þurfa að komast til að búa
bétur um sig. Náðu þeir þeim
borgum á laugardag eða sunnu-
dag.
Þrátt fyrir það þó ítalir ynnu
þarna sigur, er sagt, að Blá-
lendingar hafi varist vel og
sýnt að þeir kunni að berjast.
En liðsmunur var svo mikill og
útbúnaður svo miklu betri hjá
ítölum, að við því stóðst ekk-
ert.
Eitt flugskip ítala skutu Blá-
lendingar niður.
En svo ójafn sem leikurinn
var þarna, var hann ennþá ó-
jarfnari að sunnan. Frá Somali-
iandi ítala þar, sóttu þeir norð-
ur og inn í Bláland. Er sagt
Fyrra sunnudag 29. sept. varð
frú Guðrún Bergmann, ekkja
'Séra Friðriks heit. Bergmanns
áttræð. Var afmælisins minst
með almennu vinaboði (at
home) að heimili dóttur henn-
ar og tengdasonar, frú Magneu
og Gordon lögfræðings Paulson,
S51 Home St., þar sem frú Berg-
mann er til heimilis. Var fjöl-
ment á heimilinu þenna dag,
því frú Bergmann hefir ávalt
verið einkar vinsæl kona, og á
jfjölda vina bæði meðal eldra og
yngra fólks. Stóð heimsóknar
jtíminn frá hádegi til kvölds. —
iFærðu vinir hennar og ættingj-
|ar henni ámaðaróskir sínar, og
fögnuðu með henni yfir því,
hvað hún er við góða heilsu og
ber aldurinn vel. Þá bárust
henni ennfremur bréf og
kveðjuskeyti , frá systkinum
liennar og f'rændfólki á íslandi
og í Noregi. Býr ein systir
hennar í Oslo í Noregi, en bróð-
ir hennar er séra Hallgrímur
Thorlacíus prestur í Glaumbæ í
Skagafirði.
Frú Bergmann er fædd á
Botni í Hrafnagilssókn í Eyja-
firði. Var faðir hennar séra
Magnús Hallgrímsson Thorla-
cius (vígður 1877), er þá bjó á
Botni, sem er næsti bær við
Hrafnagil. Var hann aðstoðar
prestur föður síns, séra Hall-
gríms Thorlacíusar á Hrafna-
gili um það leyti. Um 1860
verður hann prestur í Fagra-
nesi og loks í Reynistaðar þing-
um í Skagafirði.
Frú Bergmann flutitist ung
hingað til lands, á hinum fyrstu
landnámsárum vorum. Bjó hún
og maður hennar, er var prest-
ur Dakotoa nýlendunnar, um
langt skeið við Garðar, N. D.
En rétt eftir aldamótin færðu
þau sig hingað til bæjar og
hefir hún átt hér heima síðan.
Eins og að ofan er getið, er
hún við sæmilega góða heilsu
og ber aldurinn prýðilega. —
Öskar Hkr. henni allrar bless-
unar, og að hún megi njóta
fegurðar og friðsældar æfi-
kvöldsins sem lengst, meðal
hjartfólginna ættinga og ást-
vina og barna.
KIRKJUVÍGSLA í ELFROS,
SASK.
íslenzki söfnuðurinn í Elfros
og söfnuður í United Church
of Canada hafa bygt kirkju í
sameiningu og var hún vígð á
sunnudaginn var. Vígsluna
framkvæmdi séra K. K. Ólafs-
son forseti lúterska kirkjufé-
lagsins og Dr. Dosey, forseti
United Church í Saskatchewan.
Fluttu þeir báðir ræður. Auk
þeirra talaði séra Jakob Jóns-
son, sem var sá eitíi af þeim
prestum úr nágrenninu, er boð-
ið hafði verið, er gat verið við-
staddur. Flutti hann heillaósk
frá sér og söfnuði sínum.
Fjöldi fólks sótti messuna og
vel æfður sönflokkur undir
stjóm Mr. Kristjánsson annað-
ist sönginn.
LANDNÁMSMANNA
MINNISVARÐINN Á GIMLI
Það eru nú liðin tíu ár, síðan
að því var fyrst opinberlega
hreyft, að reisa landnámsmönn-
unum Vestur-íslenzku minnis-
varða. Ekki er þó svo að skilja
að tilfinningin fyrir verðleika
þess máls hafi ekki áður verið
vakandi í huga og hjarta Vest-
ur-íslendinga, því það er fyrir
löngu viðurkent að minningu
þeirra beri að virða, verk þeirra
að þakka og að meta hugrekki
þeirra, þrautseigju og fórnfýsi.
Margir, nei flestir af þessum
fyrstu frumbyggjum, eru nú
gengnir til grafar — hinnar
hinstu hvíldar, með lúnar hend-
ur og lotið bak eftir að hafa
lokið hinu erfiðasta og þýð-
ingarmesta verki sem í þessari
heimsálfu hefir afkaStað verið
af íslendingum.
Hvers virði er það verk oss
VeiStur-íslendingum? Margir
hafa minst landnemanna opin-
berlega í ræðu og riti á hlýjan
og virðulegan hátt, en þeim
mönnum sem fyrir minnisvarða
hugmyndinni gengust fanst að
hér væri um að ræða atburð
sem orðin ein gætu ekki full-
nægt og því voru framkvæmd-
irnar í minnisvarða máJinu
hafnar með þeirri sannfæringu
að Vestur-íslendingar yfirleitt
fyndu til þess. að þeir væru í
svo mikilli þakklætis skuld við
brautryðjendurna íslenzku hér
vestra að þeir með ljúfu geði
mundu taka höndum saman og
leggja fram sitt lítið hver til
þess að minnisvarðinn yrði
bygður og minning landnáms-
mannanna vörðuð og haldið á
lofti um ókomnar aldir. í þessu
trausti hefir Þjóðræknisfélag
íslendinga í Vesturheimi nú
gengist fyrir framkvæmdum í
þessu máli á ný, og samið um
byggingu á varðanum. Undir-
staðan var eins og menn muna
lögð í sambandi við íslendinga-
dagshaldið á Gimli í sumar og
verkinu er nú haldið áfram, og
verður væntanlega bráðum lok-
ið. En nú kemur að borgunar
deginum og þó undirtektir
manna hafi verið góðar sérStak-
lega í Winnipeg, sem við erum
þakklátir fyrir, þá er ekki enn
komnir nærri nógir peningar til
að borga efni í varðann og
verkið við hann. Nú er það
einlæg bón nefnd'arinnar sem
fyrir byggingu varðans stendur,
fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins,
að íslendingar alment sjái þessu
máli borgið og með því minn-
ingu landnámsmanna og sínum
eigin sóma með því að þeir sem
enn ekki hafa lagt neitt til varð-
ans geri það, svo hægt verði að
afhjúpa hann á réttum tíma, án
þess að nokkur skuld hvíli á
minningu manna og kvenna,
sem við með varðanum viljum
heiðra. Sýnið metnað yðar í
þessu máli, bræður og systur.
Sitt lítið frá hverjum dugir.
A. Blondal, M.D.
J. J. Bíldfell
B. E. Johnson
Kosningarnar
Sambandskosningarnar fara
fram næstkomandi mánudag —
14 október.
Kosninga-aðferðin er ofur
einföld. Alt sem gera þarf, er
að marka X við nafn þess eina
sem kosinn er.
NÝMÆLI BENNETTS
Ágrip af útvarpsræðu
í því mikla orðaflóði sem nú
gengur yfir landið, þykir öllum
bezt að hlýða til þess sem for-
sætisráðherrann Bennett legg-
ur tii, ,því að enginn kemur
nærri honum að nýstárlegum
uppástungum og stórkostlegum
ráðagerðum um heill og fram-
tíðar hagi þessarar þjóðar. —
Nokkur nýmæli hans verða hér
talin sltuttlega, eftir einni út-
varpsræðu hans í þessum kosn-
ingum.
Skuldaklafinn
er þyngsta bölið og aðalgall-
inn á vorum hagráðum. Nú rek-
ur að því, að þjóðin verður að
skera úr því, hvort bíða skuli
þess, að skuldunum takist að
sliga oss, eða taka tafarlaust til
þeirra ráða, að semja skuldirn-
ar ærlega með þeim hætti, að
báðir geti vel við unað, skuld-
hafar og skuldunautar.
Eftir langa rannsókn og ftar-
lega íhugun hefir stjórnin kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að þetta
aðalmein viðskifta vorra heimti
að við því sé gert, en að vísu
ávinst vorri Dominion ekki svo
mikill auður með því móti, að
skattar verði léttbærir, né held-
ur má við því búast, þó að alls-
iherjar velmegun kæmi með
leifturhraða, að þjóð vor skipi
fremsta sæti meðal þjóðanna,
ef hún er ofhlaðin skuldum.
S'tjórnin hefir unnið að því 4
undanfömum árum, að færa
niður skuldirnar og sint kröf-
um um fjárstyrki aðeins að því
leyti, að gjaldþoli landsmanna
væri ekki ofboðið.
Árið 1934 hefðu lög verið
samin um greiðslur á skuldum
bænda,, að færa niður skuldir
þeirra svo mikið, að fullséð
væri, að þeir gætu staðið í skil-
um og samkvæmt þeim lögum
hefðu mörg þúsund skulda-
samningar verið gerðir. Þó að
margur annar vandi væri á hag
bændanna, en greiddur yrði með
þeim lögum, þá væri þetta ágæt
byrjun. Stjórninni væru ráð-
Stafanir í hug, til að gera bæj-
arbúum sömu skil. Ef lögtekin
er undanþága einnar stéttar þá
kann þar af að fljóta röskun á
fjárfari, hættuleg fyrir við-
skiftalíf álls landsins. Engan
má ræna til að borga öðrum.
Það bragð er algengt, af því að
það er sæmilega hægt. En það
er alt annað en hagkvæmt. Vort
hlutverk er að hjálpa hvorum
itveggja svo, að hvorugum verði
Frh. á 5. bls.