Heimskringla - 09.10.1935, Side 2

Heimskringla - 09.10.1935, Side 2
2. SÍÐA HLIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. OKT. 1935 KIRKJAN OG STJÓRNMÁLIN (Ræ&a flutt af séra Philip M. Péturssyni) Gætið yðar fyrir falsspá- mönnum er koma til yðar í rauðaklæðum, en eru hið innra glefsandi vargar; af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.—Matt. 7:15-16. Einu sinni sagði hinn heims- frægi lögfræðngur og fulltrúi Englendinga Lord Bryce, að trúin væri öllum öflum meiri sem áhrif hafa haft á lands- stjómir. En það eru sumir, sem halda því fram; að kirkjan eigi að halda sig utan allrar þátttöku í stjómmálum og öllu þeim viðvíkjandi. En þar sem stjómarkosning á að fara fram hérna annan mánudag hér frá, þá fapnst mér það ekki vera óviðeigandi, að eg gerði það að umræðuefni mínu í kvöld, hvort kirkjan ætti eða ætti ekki að taka opinberan þátt í stjórnmálum, eða hvort hún ætti að beina kröftum sín-' ur ættu ekki að skifta sér af að ástandinu í heiminum, eða í HREIN HVIT Vindlinga BLÖÐ Tvöföld Sjálfgjörð STÓR BÓKARHEFfTI c 5 um einungis að öðmm málum. En þó að eg taki þetta sem umræðuefni, þá vil eg gera það ljóst, að eg ætla ekki að gera neina tilraun til þess, að gagn- rýna pólitísku flokkana, eða stefnu þeirra, — né heldur að beina orðum mínum að nokkr- um sérstökum flokki eða flokk- um. í>að er heldur ekki ætlun mín, að notq, þetta tækifæri til þess að láta pólitískar skoðanir mínar í ljós. Þær koma eng- uni við nema mér sjálfum, og þar að auki finst mér að pré- dikunarstóllinn ekki vera stað- urinn til þess að flytja pólitísk- ar ræður. En hitt er annað mál, hvort að kirkjan geti tekið nokkum þátt í stjómmálum á siðferðis- legum og menningarlegum gmndvelli. Á fyrri tímum hefir kirkjan tekið þátt í því( að beina stjóm- málaskoðunum í vissa átt, og hefir mikið verið fundið að henni fyrir þann þátt, sem hún hefir átt í því. En svo hefir henni einnig verið hrósað í öðr- um tilfellum. Sem dæmi þessarar aðfinslu og hróss má nefna þátt þann sem kirkja tók í stjómmálum á stríðsárunum. í>á var talið sjálfsagt, að kirkjan tæki þátt í því, að efla stríðssamtök stjóm- arinnar. Og hún gerði það. — Prestar klæddu sig í herbúninga og ferðuðust um eftir beiðni stjómarinnar og héldu þrum- andi ræður um nauðsynina því, að allir gerðu það, sem var kallað skyldu sína. En eins og vér vitum nú, var þessi skylda engin önnur en sú, að ganga í herinn í þeim tilgangi að drepa aðra eða að vera drepinn sjálf- ur. í>eir mæltu ákaft með öll- * um ráðstöfunum stjómarinnar, og var þeim mikið hrósað fyrir framtakssemi sína. En nú þegar kirkjur, eða leið- togar þeirra mæla á móti stríði, eða þeim hugsunarhætti, sem eflir stríðshugmyndina, þá eru þeir skammaðir fyrir afskifta- semi, af þeim sem áður voru ó- sparir á hrósi sínu. Ogi einnig er það kallað afskiftasemi, þeg- ar kirkjur eða leiðtogar þeirra finna að núverandi ástandi þjóðfélaginu, eða að stefnuskrá hinna ýmsu stjóraarflokka. Sumir segja að stjómmál séu óháð kirkjumálum, og að kirkj þeim, en ættu heldur að láta þá þjóðfélaginu, þá mundi mörgum sem hafa þekkingu á þeim finnast það vera þeim þægi- hlutum, sjá um stjórnar- legra. En þá væri heimurinn rekstur landsins. En svo um miklu fjarri guðsríkis hugmynd- leið halda þeir því fram, að inni, en hann er nú, þó að hann kirkjan eigi að gera sitt ítrasta til þess að framleiða góða og siðlega borgara. — Kirkjan er að gera það sem hún getur í því efni, og hefir altaf' gert, þó að henni hafi stundum skjátlast. En svo þegar kirkján fer að kenna það, sem hún kallar kristilega borgaraframkomu eða kristilega breytni í þjóðfélaginu, þá beinast menn að henni úr öllum áttum og skamma hana, sérstaklega, ef að kenningar hennar um þessi efni eru gagn- stæðar skoðunum þeim, sem þeirra gerir stjórninni og stjórn fylgja í stjórn- v . V-v’$ \C3& ra^aAa'- ’. 02, >***£ *** -a f\^x° _. esa et e\na .6 * , ^ & iffc .... y\as^63^- 3.Ó5 T. O. BRIOHT & CO. MMITED Stærsti vín- framleiðandi í Canada Niagara Falls, Ontario Stonfsett 1874 gV»V» ........ right s f O WIWES^ þessir menn málum. Mér finst ekkert réttlæti vera í svona löguðum hugsunar- hætti. Kirkjan er að berjast fyrir siðferðislegri menningu, og ef að stefnuskrá pólitískra flokka keinur í bága við sið- ferðislega stefnu hennar, þá getur hún ekki annað en geng- ið inn á svið stjómmálanna og gert tilraun til þess, að koma breytingum á þar sem nauðsyn er. Kirkjan tekur aldrei þátt í stjómmálum fyrir fé eða af nokkmm fjármuna- legum ástæðum. En það ekki hægt að neita kirkjunni um rétt til þess, að gagnrýna allar stjómar, eða flokksstefnur frá siðferðislegu og menningar- legu sjónarmiði. Ef að hagfræðislegt stjómar- ástand er ekki í samræmi við siðferðiskenningar kristninnar, þá ætti kirfcjan að sjálfsögðu að láta það í Ijós, og ætti eng- inn að leyfa sér að neita rétti hennar til þess. Einu sinni var skoðun fólks sú, að trúarlífið væri algerlega óháð hinu hversdagslega. Kirkj- an skifti sér aðeins af því, sem var kallað heiiagar skyldur. Það er að segja, skyldur fólks gagn- vart lífi, ekkert af því sem gerðist utan kirkjunnar. Kirkjan lagði að- eins rækt við hið trúarlega á- stand manna einusinni eða tvis- var í viku( en tók ekkert tillit 'til hinnar siðferðislegu fram- komu manna hina daga vikunn- ar. Kirkjan og leiðtogar henn- ar vildu, að menn játuðu trú sína, en hugsuðu lítið um verk þeirra. En þessi skoöun hefir breyzt, eða er að breytast. Nú er það farið að skiljast að ef framkoma manna er ekki kristin, eða er ekki í samræmi við kristnina á virkum dögum, að þá eru menn ekki heldur kristnir á sunnu- dögum, þó að þeir sæki kirkju, og þó að þeir játi trú sína svo að allir heyri. Og það er einnig farið að skiljast, að ókristið þjóðfélag, eða þjóðfélag, sem hefir í för með sér ókristilega framkomu hindri tilraun kirkn- anna til þess, að framleiða góða og siðferðisríka borgara. Kirkj- an er því farin að telja það á- byrgðarskyldu maifna, ekki ein- ungis að lifa kristilegu lífi sjálf- ir alla dága vikunnar heldur og að þeir taki þátt í því, að byggja upp kristilegt þjóðfélag. Og til þess að hún geti þetta, þá verð- ur kirkjan að taka einhvem þátt í stjóramálum, ekki sem flokksforingi né heldur sem flokksfylgjandi, en sem ráðgjafi sem heldur altaf fram hinum æðstu og sígildandi stefnum kristinnar trúar, og þær hygg eg vera, frelsi og bróðemi, sannleik og réttvísi. En þegar kirkjan rannsakar eða gagnrýnir þjóðfélag vort. og þegar hún lýsir einhverja stefnu ósiðferðislega, þá vekur það gremju hjá sumum og ef til vill óþægilegar tilfinningar hjá öðmm. En er það ekki betra, að vekja gremju hjá ör- fáum mönnum, en það, að ó- gæfa ríkji óhindruð í þjóðlífi voru. Ef það væri aldrei fundið I sé nógu fjarri því, að geta kall- aSt að nokkru sönn mynd af guðsríki. En það eru ekki allir sam- mála um það, að kirkjan eigi að skifta sér af stjórnmálum. En kirkjan er næstum því sú eina stofnun, sem sækir ekki eftir hagnaði fyrir sig sjálfa með því að leita til stjómarinnar. En á hinn bóginn hafa öll helzitu verzlunarfyrirtæki stofnað það, sem vér köllum “lobbies” í höfuðborg landsins og hvert arfulltrúum nokkurskonar fyrir- sát í því skyni að fá einhvem hagnað af henni, sem öðrum er neitað um. En kirkjunni er ekki, eða ætti ekka að vera, stjóraað af eigin- girni í því, sem hún sækir til stjómarinnar. Hún ’ er að sjá um siðferðislegan og menning- arlegan hag þjóðfélagsins, og græðir aðeins á því, að þjóð- félagið í heild sinni sé bætt á sviði siðferðisins. Tilgangur hennar er allur annar en sá, sem stjómar verzlunar og við- skiftafyrirtækjunum, sem leita er til stjómarinnar og sem sækj- ast aðeins eftir sínum eigin hag hvað sem verður um aðra. Það eru fáar stofnanir, sem hefir ekki einhvemtíma skjátl- ast, og er kirkjan þar engin undantekning. En þar sem leiðtogar hennar eru ekki ó- skeikulir, þá er ekki við öðru að búast. En á meðan að kirkj- an heldur sig aðallega að sið- ferðis- og menningarmálum auk aðaltrúmálanna, eða kenn- inganna, þá getur hún aldrei farið mjög afvega. En þar sem hún skiftir sér af málum, sem ekki eru siðferðis- eða trúar- legs efnis þá leggur hún sig í hættu og getur stofnað hin- kirkjunni og kirkjulegu j um málunum í hættu, sem hiin en skifti sér lítið eða ! styður. í þessu sambandi mætti nefna pólitíska flokka, og umsækjend- ur þeirra til kosninga. Kirkjan að eg hygg( getur ekki, eða má ekki, mæla fram með þeim, hverjir sem þeir eru, aðallega vegna þess, að hver flokkur hefir sínar kreddukenningar, og engin kirkja getur bundið þá, sem tilheyra henni við þær kenningar eða stefnur nema að- eins með því móti að allir í kirkjunni séu sammála um stefnu flokksins. Svo er og það, að hver flokkur hefir stefnuskrá sinni mörg atriði, sem fáir geta samþykt að fullu. Þar sem kirkjan á að styrkja öll mál, sem heyra siðferðismál- um til, þá gæti verið, að með því að fylgja einhverjum ein- um flokki væri hún að styðja að málum, sem væru alls ekki í samræmi við aðal siðferðis- stefnu hennar. Stjómmála flokkamir, hvað sem leiðtogar þeirra segja, eru ekki að öllu leyti siðferðislegir eða sann- gjarnir í öllu því sem þeir gera eða stefna að. Vér þurfum ekk- ert annað að gera en að hlusta á útvarpsræðumar, sem heyrast nú á hverju kvöldi, til þess að fá fulla sönnun á þessu. Eng- inn maður þorir að halda því fram að nökkur kirkja gæti fylgt þeim mönnum, sem fara eins með sannleikann og sumir eða jafnvel flestir þeirra fara með hann, sem eg hefi hlýtt á. Mér hefir fundist að margir þeirra hafa helzt í hyggju( að bæta sinn eigin hag, en að þeir hugsi lítið um hag landsins, þó að þeir vilji að fólk skilji tilgang þeirra á þann veg. En af þessum orðum vil eg ekki láta það skiljast svo, sem eg sé að ráðleggja mönnum, að hafa ekkert með pólitík að gera. Það væri fjarri réttum skiln- ingi á skyldu vorri, sem borg- ara. Eg vildi helzt að sem felstir greiddu atkvæði annan mánudag hér frá. En eg vildi og að þeir skoðuðu stefnuskrá allra flokka mjög nákvæmlega, og að þeir greiddu atkvæði að- eins með þeim flokki, sem þeim finst geta stjómað í flestum til- fellum á siðferöislegastann og réttlátastan hátt, eða með þeim flokki, sem hefir fæsta galla. En kirkjan, sem stofnun, stofnuð á grundvelli kenninga Krists, .má ekki taka þátt í flokksmálum. En hún getur verið ákveðin í öllu því, sem heyrir siðferði til og getur stut: að þeim málum, bæði þegar um kosningar er að ræða og þegar mikilvæg mál koma fyrir þing til íhugunar. Og það em mörg þesskonar mál á baugi á vorum dögum, svo sem til dæmis, hemaðar- mál, eða stríðsmál, atvinnuleys- ismál, réttvísismál, samkomulag á milli þjóða( og samvinnumál á meðal manna og þjóða o. s. f. Þetta eru alt mál, sem oss varðar mikið um, og sem kirkj- an verður að skifta sér af, þjóðar og mannfélagslífi til efl- ingar á siðferðislegan hátt. Og kirkjan getur auðveldast unnið að þessum málum með því að taka þátt í stjómmálum á þann hátt, sem eg hefi á vikið. Hún getur þannig unnið að því að efla siðferðislegt þjóðfélag, og komið þeim skilningi inn hjá mönnum, að trúarlífið tákni meira en aðeins það, að sækja kirkju á sunnudögum. Sumum mun finnast að þetta sé tiltölulega nýr skilningur á trúmálum. En í raun og veru er þessi skilningur á trúnni eins gamall og trúin sjálf. Spá- mennimir, sem voru á lífi á áttundu öld fyrir Krist, urðu viðurkendir aðallega fyrir þátt- töku þeirra í því að koma á um- bótum í þjóðlífi þjóðar sinnar. Amos, Jeremíah, Jesaja, Elía og fleiri tóku allir þátt í því, sem vér mundum kalla stjóm- mál. Þeir voru ekki stjómar- fulltrúar sjálfir, en þeir beindu athygli manna að ósiöferðis- legri framkomu þjóðfélagsins í heild sinni og hikuðu sér ekki við að segja stjórnarvöldunum til syndanna. Þeir bjuggust alls ekki við að græða neitt á því sjálfir, flestir þeirra vom ofsóttir vegna kæru þeirra gegn yfirvöldunum. En BUILD A BETTER CANADA • FACTS Not Fancies • ACTION Not Agitation • DEMOCRACY Not Dictatorship • More WORK Higher WAGES Happier HOMES YOTE FOR H. P. A. HERMANSON HUGSIÐ UM ÞAÐ! í>ann 14. október má hver kjósandi í Manitoba greiða eitt atkvæði Hvert atkvæði má styðja einn af þessum sex fulltrúum INDEPENDENT þingmannsefni COMMUNNIST þingmannsefni C. C. F. þingmannsefni STEVENS þingmannsefni CONSERVATIVE þingmanhsefni eða LIBERAL OG PROGRESSIVE þingmannsetni HVAÐ ÆTLAR Þtr AÐ GERA 1 ÞESSU EFNI? MANITOBA A MIKIÐ UNDIR ÞÍNUM ORSKURÐI. EF Þtr STYÐUR INDEPENDENT ÞINGMANNSEFNI þá ræður atkvæði þitt engu um málefni fósturjarðarinnar. EF Þtr STYÐUR COMMUNNIST ÞINGMANNSEFNI þá styrkir þú með atkvæði þínu þann hóp sem leitast við að eyðileggja þá sjálfstjórn og þjóðræði sem vér Canadamenn álítum undirstöðu vors þjóðlífs. EF Þtt STYÐUR C. C. F. ÞINGMANNSEFNI þá fylgir þú þvi, að viðskifti þín verða gerð að almennings eign og ríkið ráði fyrir lífi þínu; sú stefnuskrá gefur ekki minstu vonarglætu um nýtilega úrlausn á þeim viðfangsefn- um sem kalla að í Canada nú á dögum. EF Þtr STYÐUR STEVENS ÞINGMANNSEFNI þá sýnir þú með atkvæði þínu að þú samþykkir heilan hóp af umbótum sem allir vilja og snarað hefir verið saman í pólitískt pjötlu brekán, ráðlaust og kraftlaust til að örfa og efla efnahag og viðskifti landsins. EF ÞÚ STYÐUR CONSERVATIVE ÞINGMANNSEFNI þá sýnir þú, að þú lætur þér lika fimm ára stjóm, sem hefir valdið óþarfa dýrtíð fyrir almenning, engin ráð fundið við atvinnuleysi nema eyða fé úr landsjóði, vanhaldið jámbrautir þjóðarinnar, íþyngt helztu atvinnuvegum alndsins með rang- látum álögum og hóflausum tollum og þar með tept verzlun við útlönd, sem er fjörgjafi í viðskiftum þessa lands. Þú lætur þér þá sömuleiðis vel líka að réttindi þingsins verði hrifsuð og beitt af einráðu ráðuneyti og ráðríkum foringja. Þá styður þú stefnuna þá, að hjálpa iðjuhöldum til að raka saman fé, en gera ekki annað fyrir bændur en vama þvi að þeir horfalli. EF ÞCr STYÐUR LIBERAL OG PROGRESSIVB ÞINGMANNSEFNI sem hefir að bakhjalli Manitoba Liberal Association og Manitoba Federal Liberal Progressive Association, þá fylgir þú stefnuskrá MacKenzie Kings, sem er vel samin, í 14 lið- um, um ástand landsins og hvemig það skuli betrast og bætast. Þá styður þú viðleitni til að opna aftur verzlunar og viðskifta brautir þessa lands. Þá muntu styðja að því, að fulltrúar þjóðarinnar á þingi fari með landstjórnina og ráði fyrir fjármálum landsins. HUGSIÐ UM ÞAÐ! GREIÐIÐ ATKÆÐI MEÐ VIÐURKENDUM MACKENZIE KINGS ÞIN GMANNA-EFNUM Issued by authority of the publicity sub-committee of the Mani- toba Liberal and Progressive Election Committee, Great West Permanent Bldg., Winnipeg. I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.