Heimskringla - 16.10.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 16.10.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 16. OKT. 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA FRA ISLANDI Hlaup í jökulánni Súlu. 10. sept. Jökuláin Súla sem kelmur undan Skeiðarárjökli vestan- verðum og fellur í Núpsvötn hljóp í nótt. Vatnsflóð mikið og jakaburður var kominn fram á sandinn í dag, og síðast er fréttist hafði þriðji símastaur austan Núpsvatna brotnað og símasamband slitnað. Hannes bóndi Jónsson á Núpsstað skýrði útvarpinu frá því í morgun að jökulhlaupið í Súlu vestan Skeiðarárjökuls væri altaf að vaxa. Kvað hann bæði vatnsflóð og jakaburð hafa aukist að mun í nótt. Skeiðará hafði aftur á móti ekkert vaxið, er síðast fréttist. Póst- og símamálastjóra barst í gær síðdegis svohljóðandi símskeyti: Engin breyting á vötnum hér austur á söndum s,jáanleg að heiman. * * * Mannýg kýr ræðst á aldraða konu og rekur horn í kvið henni Eskifirði 11. sept. Það slys vildi til á Högna- stöðum í Reyðarfirði í gær- kveldi, að þegar ráðskonan á bænum, Guðríður Sigurðardótt- ir, kona á sjötugsaldri, var að hýsa kýmar, að ein kýrin, sem taiin er mannýg, sneri á móti henni, fleygði henni flatri, rak horn í kvið henni og veitti henni mikinn áverka. Náð var skyndilega í lækni, Ara Jónsson á Brekku, sem er í forföllum héraðslæknis. Gerði hann við sárið og kvað það hlíft hafa, að hom kýrinnar gekk ekki á hol, að konan var nokkuð holdug. Sárið var svo stórt að 10 spor þurfti að taka, til þess að hefta það saman. Eftir atvik- um líður konunni sæmilega í dag. * * * Akureyri 9. sept. Aðalfundur Prestfélags fslands hófst í gær á Akureyri kl. 10 árdegis, með guðsþjónustu í Akureyrarkirkju. Séra Þorsteinn Briem sté í stólinn, en sóknar- presturinn séra Friðrik Rafnar, þjónaði fjrrir altari. Síðdegis var 'haldinn almenn- ur fundur í samkomuhúsinu Zion. Umræðuefni var “Starfs- hættir og starfsmenn kirkjunn- ar á komandi árum”. Frum- mælandi Sigurður P. Sivertsen, vígslubiskup. Klukkan 20.30 í gærkveldi flutti séra Banjamín Kristáns- son erindi í samkomuhúsinu Zion, um “Guðshugmynd nú- tímans.” í gærkveldi voru komnir til fundarins 27 prestar, en biskup og 8 prestar voru væntanlegir í dag. * * * Miltisbrandur í Reykholtsdal 12. sept. Þrjár kýr bóndans á Skáney hafa á fáum dögum drepist úr miltisbrandi, og maður, sem handlék skrokkana, hefir fengið miltisbrand í hönd, en líður þol- anlega. Fréttaritari útv. á Stóra-Kroppi símaði þessa fregn í morgun og sagði að síðast- liðna nótt hefði þriðja kýrin drepist á básnum. Áður hafði hann skrifað útvarpinu, í bréfi dags. 9. þ. m. að fyrir fáum dögum, er komið var í fjós um morgunin, hefði ein kýrin legið dauö á básnum. Vakti þetta grun Bjarna bónda um að hér væri hættulegur sjúkdómur á ferð, og færði hann héraðs- lækni, Magnúsi Ágústssyni blóð úr kúnni til rannsóknar. Kom í ljós, að hér var um miltisbrand að ræða. Litlu síðar drapst önnur kýr úr sömu veiki. Kýrnar hafa allar verið grafn- ar með holdi og hári, og alt gert til þess að sótthreinsa um- hverfis þá staði, þar sem sýk- ingarhætta er talin líklegust. Það eru nú liðin 60 til 70 ár síðan miltisbrandur gaus upp í Skáney og Skáneyjarkoti, sem nú er í eyði. Drápust þá flestir nautgripir á báðum þeim bæj- um. Eftir það gerði veikin vart við sig öðru hvoru á næstu ár- um, en hefir nú legið niðri í marga tugi ára. —Vísir. * * * Skriðuföll og vatnavextic Akureyri 17. sept. Sífeldar stórrigningar hafa gengið í Eyjafirði undanfama daga og valdið miklum vatna- vöxtum og skriðhlaupum. — Síðasta sólarhring féllu skriður miklar úr fjallinu norður og upp frá Möðruvöllum í Eyjafirði, og hafa þær valdið stórkostlegum landspjöllum á jörðunum Guð- rúnarstöðum, Helgastöðum, Fjósakoti, Möðruvöllum og Skriðu. Fjósakotsland hefir al- eyðst að undanteknum nokkr- um hluta túnsins. — Skemdir hafa ekki orðið á húsurn, en fólk hefir flúið bæina í Fjósa- koti og Helgastöðum. Ein jarðspildan gekk alla leið fram í Eyjafjarðará og stíflaði hana og hefir áin breytt farvegi sínum og rennur nú út um Melgerðisnes, sem er engi, og veldur þar miklum landskemd- um. Skemdirnar hafa ekki verið rannsakaðar til fullnustu og tjón hefir ekki verið metið. — Dauðar sauðkindur hafa fundist í skriðunum, en ekki er vitað hve mikil brögð hafa orðið að því að fé hafi farist. Á Eskifirði hafa verið aftaka rigningar síðan á sunnudags- kvöld og hafa þær valdið stór- skemdum bæði í kauptúninu og á ýmsum stöðum í Helgu- staðahreppi. — Rignt hafði og nokkuð síðastliðin föstudag og laugardag. í gærkveldi féll 40 — 60 metra breið skriða á Hlíðar- enda, yzt í kauptúninu, og gjör- eyddi tvo túnskika, sem gáfu af sér um 40 heyhesta. Eig- endur túnanna voru Kristján Jónsson útgerðarmaður og Friðrik Arnason íshússvörður. Þriðja túnið umhverfis hús sr. Stefáns Björnssonar skemdist ekki til muna. Vatnsflóð gekk þó yfir túnið og bar á það aur. Hlaup kom í Grjótá vestarlega í kauptúninu síðastliðna mánu- dagsnótt. Flúði þá fólk úr næstu húsum, en skemdir urðu ekki til muna, enda veittu menn ánni frá, til þess að koma í veg fyrir skemdir. — Skriða hljóp á túnið á Svínaskála og eyddi þar 4(1 heyhesta völl, braut hjall sem stóð neðst á túninu og fylti hann auri. Önnur skriða féll fyrir vestan túnið og tók af helming Litlu-Eyrar, sem var gott beitiland. Bílvegur, sem skriðan féll yfir, er ófær. — Á Innstekk, næsta bæ fyrir utan Svínaskála, urðu allmiklar skemdir. Þar stíflaðist Stekksá upp í brúnum. Breytti hún far- vegi sínum og liljóp á túnið. Við þessa á voru tvær raflýsinga- þrær. Braut hlaupið aðra, en fylti hina, svo að raflýsing á bænum er stórskemd. Hlaupið skemdi bæði tún og kálgarð á Innstekk, en hve mikið' er ekki vitað. Hætta er á meiri skemd- um ef rigningin helzt, sem út- lit er fyrir. Smáhlaup hafa komið á Hólmaströnd, svo að bílvergurinn þar er ófær. —Nýja Dagbl. * * * Sig. Skagfield söngvari er nýlega kominn hingað til bæjarins að norðan, þar sem hann hefir dvalið í sumar. Hefir hann efnt til söng- skemtana víða á Norðurlandi, m. a. á Siglufirði og Akureyri, við ágæta aðsókn og dóma. Á Akureyri söng hann tvisvar og á síðari söngskemtuninni afhentu Akureyrarbúar honum forkunn- ar fagran og mikinn blómvönd. Sigurður fer innan skamms til ‘Toronto í Canada, en hefir að líkindum tveggja mánaða við- dvöl í London. — Sig. Skagfield hefir, auk þess sem að framan getur, ,sungið á Vesturlandi í vor og sumar. Róma menn hvarvetna söng hans og fram- komu.—Vísir, 12. sept. * * * “Vestmenn”, erindi þau sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson flutti í útvarpið í vetur verða gefin út á prenti á þessu ári sökum þess hve marg- ir hafa látið í ljósi ósk um að eignast þau og vegna þess að í ár eru liðin 60 ár síðan Is- lendingar námu fyrst fastar bygðir vestan hafs. Áskriftar- listi liggur frammi á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir þá, sem vildu eignast bók þessa. —Mbl. 12. sept. * * * Hundrað manns heiðra skáld- konuna Jakobínu Johnson með kveðjusamsæti Rvík 22. sept. Vestur-íslenzku skáldkon- unni, frú Jakobinu Johnson, var haldið kveðjusamsæti í Odd- fellow-húsinu í gærkvöldi. Sátu það um 100 manns. Aðalræðuna fyrir minni heið- ursgestsins flutti Guðmundur Finnbogason landbókavörður.— Auk hans fluttu ræður Indriði Einarsson, frú Ragnhildur Pét- ursdóttir, frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir, sr. Friðrik Friðriksson í Húsavík, ftú Laufey Vilhjálms- dóttir, Bened. Sveinsson og sr. Sigurður Einarsson. Jón Mag- nússon skáld las upp kvæði Matthiasar: “íslenzk tunga” og Kjartan Ólafsson frumsamið kvæði. Skáldkonan svaraði með ræðu og las nokkur ljóð. Milli ræða voru sungin ætt- jarðarljóð. Kl. hálf eitt var staðið upp frá borðum og síðan stiginn dans.—Nýja Dagbl. * * * Nýju dómararnir í Hæstarétti eru skipaðir Rvík. 24. sept. Dómsmálaráðherrann, Her- mann Jónasson, ákvað í gær, að skipa í dómaraembætti í hæsta- rétti þá Gissur Bergsteinsson settan skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytitiu og dr. jur. Þórð Eyjólfsson prófessor í lög um við háskólann. Staðfesting á skipun þessara. tveggja dóm- ara er væntanleg frá konungi í dag. Gissur Bergsteinsson hæstaréttardómari Hann er 33 ára að aldrt, fæddur að Árgilsstöðum í Hvol- hreppi í Rangárvallasýslu 18. apríl 1902. Lauk gagnfræða- prófi utanskóla og stúdents- prófi vorið 1923. Lauk embætt- isprófi í lögum við háskólann vorið 1927 með hárri I. eink- unn. Dvaldi síðan erlendis um hríð við framhaldsnám í Dan- mörku og Þýzkalandi. Endur- skoðaði f. h. stjómarráðsins, embættisfærslu hjá g^ýslumönn- um óg bæjarfógetum 1928—29. skipaður fulltrúi í dómsmála- ráðuneytinu 1. ágúst 1929. — Gegndi skrifstofustjóraembætti í sama ráðuneyti mestan hluta árs 1930 og fram á árið 1931, í forföllum þáv. skrifstofustjóra. Formaður ríkisskattanefndar síðan í ágúst 1934. Settur skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu 6. des. 1934 og hefir gegnt því embætti síðan. Auk þess, sem nú er nefnt, hefir Gissur Bergsteinsson hin síðari árin oft verið skipaður setudómari í einstökum málum. Hann var meðstarfsmaður við útgáfu' Lögbókarinnar. Hann hefir lagt mikla stund á að kynna sér lögfræðileg málefni og hefir auk þeirra lögfræði- greina, sem kendar eru við há- skólann hér, lagt gtund á al- þjóðlegan einkamálarétt, þjóða- rétt, stjórnarframkvæmdarétt o. fl., og fylgst mjög með nýjum ritum og stefnum erlendis um lögfræðileg málefni. Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari Hann er 38 ára að aldri, fæddur að Kirkjubóli í Hvítár- síðu í Borgarfirði 4. maí 1897. Lauk gagnfræðaprófi utan skóla og stúdentsprófi vorið 1920. — Lauk embættisprófi í lögum við háskólann vorið 1924 með hárri I. einkunn. Réðist þá strax sem fulltrúi til bæjarfógetans í Reykjavík og gegndi því starfi til ársloka 1927. Vann hann þau ár mjög að samningu dóma Var einnig þessi ár kennari í verzlzunarrétti við Verzlunar- skóla íslands. Erlendis var hann árin 1928 og 1929 og dvaldi lengst af við háskólann í Berlín, en síðar í Khöfn. Vann þá að undirbúningi ritgerðar um lög- veð, en fyrir þá ritgerð var hann sæmdur doktorsnafnbót í lög- um við háskólann hér vorið 1934. Eftir utanförina sinti hann um hríð skiftaráðanda- og setu- dómarastörfum í ýmsum mál- um, en hefir einnig unnið að samningu ýmsra laga. Hann hefir verið í yfirskattanefnd Reykjavíkur, spítalanefnd, for- maður í Byggingarsamvinnufé- lagi Reykjavíkur o. fl. í fe- brúar 1934 var honum falin kensla í lagadeild háskólans, og 12. nóv. sama ár var hann skip- aður prófessor í lögum við há- skólann. Því embætti hefir hann gegnt síðan. Það mun ekki verða með rökum í efa dregið, að skipun þessara tveggja embætta í æðsta dómstól þjóðarinnar hafi mjög vel tekist. Báðir eru hinir nýju dómarar áhugasamir gáfu- og lær-dómsmenn á glæsilegasta aldri til að hef ja hið vandamikla og vglega lífsstarf, er þeirra bíður — að tryggja hinni ís- lenzku þjóð réttlæti og jafnrétti fyrir landslögum í samræmi við lífsskoðun hins nýja tíma. —Nýja Dagbl. LANDNEMA MINNISVARÐIN' Nefndin getur ekki látið hjá líða að birta það ágæta bréf sem hér fylgir. Þær rausnar- legu peningagjafir sem fylgdu og bréfið sjálft er sannarleg hvöt til þeirra sem hafa áhuga fyrir Landnema Minnisvarðan- um og hafa lagt fram krafta sína og tíma til þess að þetta verk yrði fullkomnað. Lundar, Man., 2. okt. 1935 Mr. B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg, Man. Heiðraði kæri vin: Við undirritaðar biðjum þig að afhenda fyrir okkar hönd meðfylgjandi ávísun sem tillag til Minnisvarðans á Gimli. Það mál snertir tilfinningar allra þeirra sem láta hugan skoða hina margbreytilegu erfiðleika sem fyrstu brautryðjendur höfðu við að stríða, og skilja- réttilega að þeirra sigur, er okk- ar bezti arfur. Við minnumst margra bæði sem við höfum esið um og persónulega þektum í okkar ungdæmi, enn sterkast- ar og heitastar eru endurminn- ingar og tilfinningar okkar í sambandi við okkar elskuðu foreldra Jóhann E. Straum- fjörð og Kristbjörgu Straum- fjörð. Þau komu frá Islandi árið 1876, og þau lögðu fram sína óskifta krafta til stuðnings þeim velferðarmálum er frum- byggjendur Nýja íslands mest og bezt börðust fyrir, sem var: sjálfstæði, mentun og heiður þjóðarinnar, þessvegna finnum við okkur ljúft og skilt að vera með í þessu minnisvarða fyrir- tæki, því að við skoðum það á- bata fyrir nútíð og þátíð að horfa til baka og taka sér til eftirbreytni þann manndöm og það þrek og þol, sem að bæði menn og konur sýndu á þeirri landnáms tíð, blessuð veri minning þeirra og sem uppörfun fyrir eftlrkomendur þeirra til dáðríkra og sannra manndygða. Það fylgja þessum línum fimtán dalir frá okkur systrun- um og svo sendum við einnig tíu dali frá kvenfélaginu “Fræ- kom og fylgja því sömuleiðis hugheilar árnaðar óskir, megi minnisvarðinn á Gimli benda á hin sterkustu og beztu þjóðar einkenni íslendinga. Svo með kærri kveðju til þín og þíns fólks. Mrs. Ragnheiður Magnússon Mrs. Ásta Sigurðson Miss Rósa Vídal, Wpg.....$1.00 Dr. og Mrs. Ricard Beck, Grand Forks, N. D..... 3.00 Mrs. Ingibjörg Walters, Garðar, N. D.......... 2.00 Dr. B. B. Jónsson, Wpg... 2.00 Guðmann Levy, Wpg........ 2.00 Kvenfélagið “Frækorn” Grunnavatnsbygð ......10.00 Mrs. Ásta Sigurðson og Mrs. Ragnheiður Magnús- son, Lundar, Man......15.00 Gimli bær ...............25.00 H. P. Tergesen, Gimli ....$10.00 United arm Women of Gimli per Mrs. H. Einarson .........-... 5.00 Jacob Vopnfjörð, Cloverdale, B. C...... 1.00 Dagbjört Vopnfjörð Cloverdale, B. C...... 1.00 Carl Goodmán, Wpg........ 5.00 Mrs. Vilborg Thorsteins- son, Winnipeg ........ 2.00 Kristján Ólafsson, Wpg... 5.00 J. Walter Jóhannson Winnipeg .......-..... 2.00 Vinur, Winnipeg ......... 2.00 Guðm. Magnússon, Gimli 2.00 Mrs. Anna Jónasson Gimli .............. 2.00 Mr. og Mrs. S. Sölvason Westbourne, Man. ......... 2.00 Mr. og Mrs. G. Th. Oddson Mountain, N. D........ 5.00 Kærar þakkir, Dr. A. Blöndal J. J. Bíldfell B. E. Johnson SJÖ REGLUR FYRIR ÞÁ, SEM ÆTLA AÐ GANGA í HJÓNABAND Dr. Walter A. Maier er pró- fessor nefndur amerískur, sem nýlega hefir skrifað um hjú- skaparmál. Er hann harðorður í garð þeirra, sem skrifa ó- virðulega um heilagt hjónaband og vítir skrif amerískra blaða- manna um þau efni. Hinsvegar segist prófessorinn viðurkenna, að margs sé að gæta, til þess að menn og konur geti orðið ham- ingjusöm í hjónabandinu, og telur vert að hafa eftirfarandi sjö reglur í huga: 1. Karlar ætti ekki að kvongast fyrr en þeir eru orðnir 21 árs. Stúlkum- ar ætti ekki að giftast fyrr en þær eru orðnar 18 ára. En best væri, segir próf., að bæði piltar og stúlkur biði nokkur ár lengur. 2. Dr. Maier telur jafn óráðlegt, að bíða of lengi. 3. Þá telur hann óheppilegt, að aldursmunur hjóna sé mjög mikill, en gott að hann sé nokk- ur. Fjögur ár telur hann hæfi- legan aldursmun hjóna, en hann geti að skaðlausu verið alt að 8 —10 ár. 4. Þá telur dr. Maier rétt að taka tillit til fegurðar. þegar um þessi efni er að ræða. En hann segist eiga við fegurð sálarinnar frekar en útlitsfeg- urð einvörðungu. 5. Hann telur algerlega rangt, að láta vonir um fjárhagslegan hagnað hafa riokkur áhrif á sig í þessum efnum. 6. Sjöttu regluna telur hann einna mikilvægasta, en hún er sú, að karl og kona, sem eru andlega skyld, gangi í hjónaband, og það sé affara- sælast, að hjón standi á svipuðu andlegu þroska og mentunar- stigi. 7. Dr. Maier er eindregið mótfallinn því, að fólk af ó- skyldum þjóðflokkum blandi blóði. Loks telur hann bezt, að hjón séu sömu trúar og að eiginkonan gegni sjálf húsmóð- urstörfum, en vinni ekki utsn heimilisins.—Mbl. HITT OG ÞETTA Gull á hafsbotni Árið 1832 fórst brezka flutn- ingaskipið Birkenhead, með allri áhöfn og þar að auki 454 hermönnum, við Góðrarvonar- höfða. Það hafði meðferðis ó- mótað gull, 1,250,000 sterlings- punda virði. Nú hefir verið hafist handa um að finna skips- flakið og reyna að ná upp gull- inu. Á þessum sömu slóðum hefir h'ka farist fjöldi annara skipa og meðal þeirra ýms hol- lenzk skip, á leið frá Austur- Indíum. Mörg þeirra fluttu gull, gimsteina og ýmsa forn- gripi, sem álitið er að muni lítið skemdir vegna þess að skipsflökin hafi fljótlega orpist sandi. Þarna er tiltölulega grunt og því ekki áérlega erfitt fyrir kafara, enda hafa þeir fundið nokkur skipsflök og merkt staðina með duflum, svo að hægt væri að byrja björgun- artilraunimar. * * * Hvenær giftist konan? Einhver forvitinn náungi hefir tekið sig til og tínt saman skýrslur um þetta efni úr öllum löndum Evrópu. Niðurstöður þær, sem hann kemst að eru á þessa leið. Á aldrinum 15 — 20 ára er hundraðstaian 14,5. Á aklrinum. 20—25 ára er hundr- aðstalan stigin upp í 52. Milli 25 og 30 ára giftast um 18%, milli 30 og 35 ára 15Vs2%> af 35—40 ára konum giftast 3Ya% 40—-45 ára 2*4%. Loks giftist 3A% á aldrinum 45—50 ára — ekki ein af hundraði. Þar með lýkur rannsóknum þessa ágæta manns. ¥ * ¥ — Já, eg held eg giftist Bergi. Hann er sá eini af þeim öllum seg eg treysti mér til að skilja við, án þess að sjá eftir því. -Dvöl. í - MAIL THIS COUPON TO-DAY! To tKe Secratary: Domrnm Ðraíncw CcQcf WinnqMg, M*nitok>« Witkout otligatkm, pl«* scctw fufl pcrDcnlan of your councs ow“Str—nlm<~ busmesa tnzninf. G’/íGDominion BUSINES$ COLLEGE 1 .IHE 'MAjt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.