Heimskringla - 16.10.1935, Page 8

Heimskringla - 16.10.1935, Page 8
8. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. OKT. 1935 FJÆR OG NÆR TIL KAUPENDA HKR. f MOZART OG ELFROS Heiðruðu viðskiftavinir: Útgefendur Heimskringlu hafa samið við innheimtumann blaðsinsi á Dafoe, Kandahar og Wynyard, hr. S. S. Anderson, að takast á hendur innheimtu fyrir blaðið á ofangreinidum pósthúsum, Mozart og Elfros. Eru það vinsamleg tilmæli út- gefenda að kaupendur ger inn- heimtu manninum sem allra léttast fyrir svo að hann þurfi ekki að fara ómaksferðir á meðal þeirra. Hann á langt að sækja og slíkar ferðir eru kostnaðarsamar, og það fram- yfir það, sem blaðið getur end- urgoldið, eins og hagur þess er. Heimskringla er nú að byrja 50asta árið og mætti ætla og vona að hún hafi unnið sér svo vel til vinsælda yfir öll þessi ár, að fólk yfirleitt finni til ein- hverrar skyldu gagnvart henni, og vinsemdar 'til úegefenda hennar er fleytt hafa henni á- fram yfir mörg erfiðleika ár. Þegar litið er til baka, yfir þetta tímabil, er margs að minnast og með samúð og drenglund hefir hún oftast getið þeirra at- burða er snert hafa þjóðflokk vom nærlendis og fjarlendis. Hún hefir verið með yður frá því flest yðar komu til þessa lands. Gerið ferð umboðsmannsins góða. Sýnið góðan vilja. Látið yður farast vel. Útgefendur Hkr. * * * * Þakklætisguðsþjónustur verða haldnar í Sambandskirkju næst komandi sunnudag, kl. 11 að morgni til á ensku en kl. 7. að kvöldi á íslenzku. Séra Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D., mess- ar við báðar guðsþjónustur. * * * Ungmennafélag Sambands- safnaðar heldur spilakvöld (Bridge Party) í samkomusal kirkjunnar á þriðjudaginn kem- ur 22. okt. kl. 8.30 e. h. Eru allir beðnir að minnast þess og fjölmenna. Annan þriðjudag hér frá heldur Ungmennafélag- ið “Hallowe’en Party” sem verður nánar auglýst síðar. * * * í Sambandskirkjunni hefir verið efnt til vandaðrar sam- komu á Þakkargjörðardaginn, 24. október. Hennar ættu allir að njóta, sem kost eiga á að fara að heiman frá sér þetta kvöld. Samkomur Sambands- safnaðar eru orðlagðar fyrir hve góðar þær jafnaðarlegast era. Afhjúpunar athöfn Landnema Minnisvarðans fer fram sunnudaginn 20. okt. á Gimli kl. 2.30 Hefir nefndin son, 808 Wolsley Ave., hrapaði vandað til þessarar athafnar Það hörmulega slys vildi til á laugardagskvöldið var að Stef- án Anderson yngri sonur þeirra hjóna Mr. og Mrs. Pétur Ander- nu til dauðs síðla kveldsins úr byggingu þar sem hann var staddur niður á Aðalstræti bæj- arins. Jarðarförin fer fram í dag frá heimili foreldranna kl. 2.30 og frá Sambandskirkjunni kl. 3.15 Við jarðarförina verða þeir séra Rögnvaldur Péturs son og séra Philip M. Pétursson er flytur nokkur kveðjuorð á báðum s'töðum á ensku. “Hkr.’ tjáir öllum aðstandendum sína innilegustu hluttekningu í hinni miklu sorg sem þeim hefir að höndum borið. * * * Séra Jakob Jónsson messar í Wynyard sunnudaginn 20. okt kl. 22. e. h. * * * Guðm. dómari Grímsson og frú frá Rugby, N. D.; Magnús ríkislögsóknari Snowfield og frú frá Battineau, N. D., komu til Winnipeg s. I. föstudag í bíl * * * í bænum var staddur síðast liðin fimtudag Jón S. Laxdal frá National City, Cal. Hefir hann verið vestur við Mozart, Sask síðan í sumar. Hann er iagður af stað heim til sín. * * * Frú Anna Vatnsdal frá Port- land Oregon, ekkja Þórðar heit- ins Vatnsdal kaupmanns hefir verið stödd hér í bæ undanfarið, í heimsókn til ættingja og vina. * # * 1 Wynyard, Sask., hefir verið ákveðið að minnast landnáms- ins í Nýja íslandi með sam- komu í Brick-kirkjunni mánu- daginn 21. þ. m. kl. 8.30 stund- víslega. Verða þá um leið tek- in samskot til minnisvarðans á Gimli. — Skemtiskráin verður svo fjölbreytt sem tök eru á. Ræður flytja Jón Jóhannsson, Dr. Kr. Austmann og séra Jakob Jónsson. Auk þess skemta þeir Jakob J. Norman og Árni Sig urðsson með upplestri, Axdals- systurnar þrjár syngja o. s. frv. Bæði kvenfélögin í sameiningu annast kaffisölu og gengur á- góðinn af henni einnig til minn- isvarðans. Það er búist við því að sam- koma þessi verði mjög fjölsótt úr Wynyard og næstu bygðar- lögum. * * * Daníel Halldórsson frá Hnausa,. Man., var staddur í bænum í gær. J. WALTER JOHANNSON U mboðsmaður New York Life Insurance Company Kvennasamband Sameinaða kirkjufél. efnir til samkomu í Árborg föstudaginn 18. okt. 1935. Meðal annars verður þar skemt með ræðuhöldum. — Böðvar H. Jakobsson flytur kvæði. Átta litlar stúlkur dansa (viki vaka). Davje J^ensson syngur einsöng. Á eftir þessu verða veitingar og dans. Inn- gangur 35 cents. * * * Laugardagsskóli Þjóðræknisfélagsins hefst á laugardaginn kemur þ. 19. okt. í Jóns Bjarnasonar skóla kl. 9.30. Búist er við að blaðið Baldursbrá verði til útbýtingar til þeirra sem óska að gerast á- skrifendur fyrir þetta ár. eftir föngum, og er vonast til að fólk fjölmenni á staðinn. * * * Ungfrú Thórey Jónasson frá Árnes, Man., var stpdd í bænum fyrir helgina. Hún brá sér norð- ur til Seven Sisters fossanna að gamni sínu og lét hið bezta af ferðinni. * * * Gísli Jónsson frá Bygðarholti, kom til bæjarins s. 1. miðviku- dag norðan frá Wapah, P.O., Man. Hefir hann verið þar tíma úr sumrinu hjá syni sínum Ragnari. Heimili hans í þess- um bæ er hjá dóttur hans Mrs. St. Guttormsson, Rossmere Road, N. Kildonan. * * * Fimtudaginn, 10. okt., voru þau Thorarinn Thorarinson frá Riverton, Man., og Gertrude Bigourdan frá Winnipeg gefin saman í hjónaband af séra Rún- ólfi Martinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Riverton. * * * Mr. og Mrs. Winlow frá Cav- alier, N. D., og Mr. og Mrs. Ámi J. Jóhannsson og dóttir þeirra Áróra frá Hallson, N. D. komu í bíl til bæjarins s. 1. laugardag. Þau héldu suður aftur á sunnu- dag. * * * Mr. og Mrs. S. Árnason ásamt tveim börnum þeirra frá Glen- boro, Man., voru stödd í bæn- um s. 1. mánudag. * * * Séra Guðm. Árnason frá Lun- dar er staddur í bænum í dag. * * # var hann einnig fiskimaður meira á ís enn opnu vatni. Hann var ógiftur maður alla æfina og alveg einstæðingur hér, eg heyrði sagt að hann hefði átt frændkonu í Selkirk, Man., og 1 bróðir á íslandi, Þórarinn að nafni, hann hefir verið búsettur í Reykjavík. Magnús var vandaður maður, 'hann vildi ekkert rangt gera og umfram alt að standa í skilum með öll viðskifti. Voru þó efn- in aldrei mikil, en hann komst af án þess að þiggja af öðrum þar til seinustu árin að hann naut ellistyrks frá stjóminni. Það er mannlegt eðli að fyrir sér til útlanda að 'betri kaupum á fiskinetum en hér höfðu verið fáanleg, er bar þann árangur, að hann hefir sparað fiskimönnum stórfé, og var það mjög heppilegt vegna þess að mikið af afla fiski- manna gengur árlega til neta- kaupa. Þá stoínaði hann Per- feotion Net & Twine Co., sem hann er einnig ráðsmaður fyrir og eigandi að. Þessi ungi landi kendi gömlu og voldugu netafélögunum hér þá lexíu, að þau lækkuðu verð á netum sínum. Mr. G. F. Jónasson er enn ungur maður og mælir alt með hryggjast þegar skyldmenni eða ÞV1 ^ann el§i langa og blóm Ragnar Johnson frá Wapah, Man., var staddur í bænum yfir helgina. Hann var hér með nautgripi til sölu. * * * Með lík Guðbjargar Goodman var farið til Glenboro í gær ti1 greftrunar. Hún andaðist á Al- menna sjúkrahúsinu í Winnipeg s. 1. laugardag. * * * Sextíu ára minningarsam- koma verður haldin á Lundar þriðjudagskvöldið þann 22. þ. m. samkvæmt tilmælum Minn- isvarðanefndar Þjóðræknisfé- lagsins. Til skemtunar verða ræður og söngur. Allir velkomn- ir. Inngangur ókeypis, en sam- skot tekin. * * * minnisvarðasjóð St. G. St. afhent “Heimskringlu” Mr. og Mrs. Árni J. Jóhannsson Hallson, N. D. ........$2.00 * * * Magnús T. Laxdal frá Mozarit, Sask., var gestur í bænum s. 1. fimtudag. kunningi er frá manni tekfn í dauðan, en mér hefir stundum fundist það gleðilegt að mann- eskjur hafa fengið hvíld frá þessu lífi, og svoleiðis lít eg á það með Magnús heitinn, en eg sakna hans samt því eg hafði langa og góða kynningu af honum. Friður Guðs sé yfir moldum hans. Gamall nágranni * * * Haustsamkoma fyrir eldra fólk á Lundar Hin venjulega haustsamkoma fyrir eldra fólk var haldin á Lundar sunnudaginn 29. sept. í kirkju Sambandssafnaðarins. Þetta er fjórða samkoman af þessu tæi, sem kvenfélagið “Eining” gengst íyrir. Var þessi samkoma, sem allar hinar, ágætlega sótt. Má óhætt segja, að eldra fólkið skemti sér bet- ur á þessum samkomum en SAMK0MA ÞAKKARGJÖRÐARDAGINN í kirkju Sambandssafnaðar íslendinga í Winnipeg FIMTUDAGSKVELDIÐ 24. Þ. M. k.l 8.15 e. h. Fyrir somkomuhaldinu stendur sem að undanförau Kvenfélag safnaðarins. Að lokinni skemtiskrá verð- ur sezt til borðs í samkomusal kirkjunnar. SKEMTISKRÁIN ER Á ÞESSA LEIÐ: 1. Forseti setur samkomuna. 2. Organ solo: Gunnar Erlendsson 3. Einsöngur: Pétur Magnús 4. Ræða Séra Philip M. Pétursson 5. Einsöngur: Mrs. K. Jóhannesson 6. Violin solo: Pálmi Pálmason 7. Söngur: Söngflokkur kirkjunnar. Veitingar í fundarsal kirkjunnar Inngangur ókeypis. Samskota leitað. Komið og njótið iþessarar kveldstundar! Forstöðunefndin. DÁNARFREGN Þann 8. október dó á sjúkra- húsinu í Dauphin, Man., Mag- nús Jónsson, frá Winnipegosis, Man., 73 ára að aldri, hann var búinn að vera mikið lasin ná- lægt 5 vikur og ágerðist veikin síðustu vikuna, svo hann var sendur á áðurnefnt sjúkranús samkv. læknisráði, enn hann lifði þar aðeins rúman sólar- hring. Líkið var flutt aftur til Winnipegosis og jarðað þar 11 s. m. Útförin fór fram frá Lú'ter- sku íslenzku kirkjunni þar, að viðstöddum hóp eldri íslendinga, enskur prestur, séra Palmer gerði prestaverkin, talaði bæði í kirkjunni og við gröfina. Magnús Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum á íslandi. For- eldrar hans Jón Árnason og Þuríður Oddsdóttir, fluttust þaðan 4 ára til Reykjavíkur og var þar til 1903 að hann fluttist til þessa lands, enn 1905 til Winnipegosis, Man., og hafði heimili þar altaf síðan. Atvinna hans var fiskiveiði alla æfina. Sjómaður á íslandi, bæði á opnum bátum og þil- skipum eftir að þau komu til flestum venjulegum danssam- komum, sem haldnar eru að kvöldinu. Skemtiskráin var löng og fjölbreytt. Vel æfður söngflokk- ur undir stjórn Vigfúsar Gutt- ormssonar söng mörg vel kunn íslenzk lög, og var gerður hinn bezti rómur að söngnum. Auk þess var og almennur söngur (community singing). — Séra Guðmundur Ámason stýrði samkomunni og ávarpaði gest- ina með nokkrum orðum. Jón Halldórsson sagði frá fyrstu kaupstaðarferð sinni á íslandi: Skúli Sigfússon talaði um inn- flutning og fyrstu búskaparár íslendinga í Álftavatns- og Grunnavatnsbygðunum; Ágúst Magnússon flutti kvenfélaginu heillaóskir; Tómas Benjamíns- son kvað Lágnættisvísur Þor- steins Erlingssonar; Jón Krist- jánsson las stutta sögu; Gísli Ólafsson las hestavísur; Vigfús Guttormsson flutti tvö frumort kvæði; Guðbrandur Jörundsson las gamanvísur eftir sjálfan sig; Aldís Magnússon las kvæði og Björg Björnsson talaði að end- ingu nokkur orð til gestanna. Að skemtiskránni lokinni; fór fram kaffidrykkja í samkomu- sal kirkjunnar. Voru veiting- arnar í alla staði hinar rausn- arlegustu. ÖIl skemtunin stóð yfir frá klukkan tvö til klukkan sex. Kvenfélagið “Eining” hefir með þessum haustsamkvæmum áunnið sér einróma lof fólks á Lundar og í bygðinni umhverfis. Þetta síðasta samkvæmi var ó- efað eitt af þeim beztu, sem enn hafa verið haldin; aðsókn ágæt, enda var veður gott þann dag; og skemtiskrá og veitingar í bezta lagi, eins og raunar á- valt hefir verið. Viðstaddur. * * * Th. E. Thorsteinsson ráðinn starfsmaður hjá Keystone Fisheries Limited Hr. Guðm. F. Jónasson, fiski- kaupmaður, ráðsmaður og eig andi Keystone Fisheries Ltd., stofnaði félag þetta fyrir 5 ár- um, og hefir með dugnaði, iframsýni og áreiðanleik í við- skiftum, náð eins miklu verzl- unarmagni og þau auðugu fé- lög sem hafa starfað hér um tugi ára. Fyrir tveimur árum hug- lega verzlunaræfi fyrir hendi. Hann er sonur hins góðkunna landa J. K. Jónasson að Vogar við Manitoba vatn. Nú hefir Thorsteinn E. Thor- steinsson bankastjóri tekið til starfa með Mr. Jónasson og verður verksvið hans að hafa umsjón með fjármálum beggja félaganna. Engum mun blandast hugur um það, sem þekkir Thorsteins- son bankastjóra, að hann sé því verki vaxinn fyrir kunnugleika og reynslu í fjármálum og að hann leysi það verk vel af hendi. Hann hefir verið bankastjóri í tuttugu og fimm ár, en er þó ekki nema miðaldra maður og hlotið almenna hylli og traust yfirmanna sinna. Þeir hafa veitt honum árs frí til hvildar frá bankastörfunum við þau tímamót, sem er ljósasti vott- urinn um að þeim hefir líkað ráðsmenska hans, en svoleiðis tilboð fá ekki aðrir en þeir sem hafa reynst að vera afbragð annara. Hinar stóru peninga stofnan- ir þessa lands, svo sem The Royal Bank of Canada með 800 útibúum (branches) veita fáu af vinnufólki sínu slík vildar- boð. Alt mælir með því að verzlanir þessar eigi góða fram- tíð undir stjóra þessara manna. Teljum vér víst a, T. E. Thor- steinssyni verði það kært að mæta sínum gömlu viðskifta- vinum á skrifstofu félaganna. x. MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssa/naOar Uessur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Sa/naOarne/ndin: ■ Funcilr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenjélagiO: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.1,5 e. h. HITT OG ÞETTA Flugsamgöngur Fátt hefir á síðari árum tekið jafnmiklum framförum eins og flugsamgöngur. Yfir þverar og endilangar heimsálfur, úthöf og háfjöll, Iþjóta flugvélarnar með íarþega, póst eða annan flutning Yfirgripsmikil félög, með ó- hemjumiklu fjármagni, hafa verið stofnuð í flest öllum lönd- um til þess að annast þessa flutninga, en talið er að aðeins tvö eða þrjú félög í öllum heim- inum, svari kostnaði, enn sem komið er. Og það stafar af því að flugvélar þessara félaga fljúga yfir landssvæði á jafn-’í nýtt bindi. mörgum klukkutímum eins og daga þarf til að ferðast um á annan hátt. T. d. er á einni flugleið í Brasilíu flogin á 4—5 tímum leið sem tekur jafn- marga daga að komast á fljóta- skipi. Á einum stað í Ástralíu er auðugt gullnámuhérað þar sem ekki verður komið við öðru en múldýrum til flutninga og ferðalaga yfir fjöll og ó- greitt landslag. Þessa leið fara nú flugvélar á hálfri annari klukkustund, með vistir og ann- an forða til námanna en gullið hina leiðina. — Hluthafar þessa flugfélags eru sagðir fá 40 af hundraði í ágóða. * * * “Alt er í heiminum hverfult” Fyrir 22 árum var enska skip- ið “Mauretania” stærsta og hraðskreiðasta skip heimsins og um mörg ár methafi í siglinga- ihraða milli Evrópu og Ameríku. Nú er skipið hætt siglingum og er því lagt í oSuthampton og bíður þar niðurrifs. Skrokk- urinn verður seldur sem gamalt járn, en alt annað er til sölu: björgunarbelti og bátar, stólar, eldhúsaáhöld, silfurborðbúnað- ur og rneira að segja spítali og rakarastofa. Ennfremur þiljur úr dyrum og sjaldgæfum trjá- tegundum, málverk, marmari og ótal margt fleira fyrir þá, sem eignast vilja minjagripi um forna frægð hins góða skips. * * * Hún (eftir hjónabandsrifrildi) Þegar þú kemur heim af skrif- stofunni, er eg flutt héðan og farin heim til mömmu. Og að lokum: Eg bíð ekki með kveld- matinn lengur en til hálf sjö. * * * — Hefir konan þín ætíð síð- asta orðið, þegar þið rífist? — Nei, venjulega segi eg síð- asta orðið. — Jæja, og hvað segir þú þá? — Fyrirgefðu! * * * Skráin yfir hið mikla safn, British Museum er sjálf heilt bókasafn — 165 bindi. Hvert bindi er um 500 síður. Á hverju ári bætist við talsverður slatti Robin Hood FLOUR fiskiveiða við Faxaflóa, og hér kvæmdist Mr. Jónasson að leita

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.