Heimskringla - 20.11.1935, Page 4

Heimskringla - 20.11.1935, Page 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. NÓV. 1935 ffdmskrmgla (StofnuO lSSt) Kemur út á hverjum miðvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 oo SSS Sargent Avenue, Winnipet Talsímis 86 S37 VerC blaðsins er $3.00 árgangurinn borgtot fyrirfram. Allar borganir sendtot: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðsklfta bréí blaðinu aðlútandi sendtot: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnrpeg “Heimskringla” to publishad and printed by THE VIKltlO PRESS LTD. 863-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 20. NÓV. 1935 HEILSULEYSI HEPBURNS Fyrir nokkru var frá því sagt að Mr- Hepburn forsætisráðherra Ontariofylkis mundi fara frá stöðu sinni á næsta ári og var ástæðan fyrir því talin vanheilsa forsætisráðherrans. Þetta heilsuleysi kemur mönnum hálf- vegis á óvart. Það er skamt síðan að sambandskosningarnar stóðu yfir og þá hentist Mr. Hepbum fylki úr fylki og danzaði frammi fyrir kjósendum svo létt stígur, að hann minti á trúður á sprekl- óttum buxum, með skálmarnar brettar T)fan í sokkana. Fyrir manna sjónum var enginn heilsuleysisbragur þá á Mr. Hep- burn. Það er því ekki fyr en eftir kosning- arnar, að heilsuleysið hefir farið að sækja á hann. Þá fer og að reyna á þolrifin á ýmsan hátt. Mr. Hepburn hafði svikið samninga við Beauharnois-félagið og önn- ur orkufélög í Quebec-fylki, er stoð og stytta liberala eru og hafa verið í marga liðu. Með King-stjórninni nú við völd, varð þess að einhverju að minnast. En gert er gert, eins og laxness lætur karl- ana segja. Og nú er Mr. Hepbum í þeirri kh'pu, að verða að fá öðrum stjóm fylkis- ins í hendur( til þess að ekki verði hægt að segja um hann, að hann rífi niður með annari hendi, það sem hann byggir með hinni. Samningana við þessi félög verður að halda. En eins og gefur að skilja, verður það alt að vera með lagi gert. Þetta er nóg til þess að gera Mr. Hep- bum, og reyndar hvern annan sem væri, veikan. Það var svo skemtilegt, að heyra fólkið hrósa sér fyrir að hafa svikið orku- félögin- Bein ástæða virðist ekki önnur hafa verið til þess að rjúfa samninga við þau. Ber ekkert betur vitni um það, en að Mr. Hepburn fer nýlega á stúfana við Kingstjómina um að veita hundruðir miljóna til þess að koma upp nýjum orkuverum í Ontario. Að rjúka til þess hefði ekki verið nauðsynlegt, ef orkunnar væri ekki þörf. En King varð ekki vel við þessari beiðni Hepbums og benti honum á, að orka þessara nýju orku- stöðva yrði eins dýr að minsta kosti, og í svip margfalt dýrari, en að kaupa hana af Beauhamois-félaginu og hinum Que- bec-félögunum. Og þær ástæður vil! Hepburn nú ekki eða getur ekki hrakið. Það sagði einhver nýlega, að vistin á sjúkrahúsum væri svo góð, að eins og nú stæði á í þjóðfélaginu, væri unun að því, að vera sjúkur. Það er alt útlit fyrir, að Mr. Hepburn sé orðinn þeirrar skoðunar. FLUGFERÐIR YFIR KYRRAHAFIÐ Aðdáanlega varfærnislegar tilraunir hefir Lindbergh hersir og Pan-American Airways félagið verið að gera með það fyrir augum að hefja fastaflugferðir yfir Kyrrahaf. Mánuð eftir mánuð hafa flug- skip þeirra hætt sér lengra og lengra út frá strönd Ameríku. Fyrst var farið til Honolulu, 2400 mílur undan landi og snúið til baka. Þá var farið nokkru sinn- um til Midway- og Wake-eyjanna, fram og aftur, en þær eru aðal-áfangastaðir á þessari leið. Og nú síðast er áfanginn tekinn til Guam-eyju. En þaðan eru að- eins 1500 mílur til Manilla, á Philips-eyj- um og svo þaðan um 700 mílur til Can- ton, lendingarstöðvarinnar á meginland- inu hinum megin hafsins. Mestu erfiðleikana á þessari flugleið er því búið að yfirstíga. Og nú er fastlega búist við, að fasta-flugferðir byrji með vorinu milli Califomíu og Kína, er flytji bæði póst og farþega. Flugbátana til þessara ferðalaga, er nú sagt að verið sé að Ijúka við að smíða, og á þessum einangruðu eyjjum Kyrrahafs- ins, er nú verið að ljúka við að gera lendingarstöðvar, loftskeytastöðvar og gistihús eða íbúðir til þess að hvílast í. Og það er jafnvel farið að gera áætlun um fargjaldið- Er það talið að verða um 900-1000 dali — sem er helmingi meira en á góðu farrými á sjóskipum. En jafnvel með þessu fargjaldi, er ekki búist við að hagur verði af rekstri þess- ara flugferða. Af eldsneyti þarf svo mik- ið að hafa með sér, að vörur verður ekki hægt að ráði að flytja. Það er meira að segja ekki gert ráð fyrir að hvert skip flytji fleiri en 12—14 farþega í einu til að byrja með, enda þótt skipin, (svo- nefndir Martin flugbátar) beri 44 menn. Hér er því í mikið ráðist. En með tíð og tíma er lítill vafi á því að flugskipin eigi eftir að taka flutninga af sjávar- skipunum, fólksflutninga og létta vöm að minsta kosti. NÝJU SAMNINGARNIR Um nýju viðskiftasamningana milli Canada og Bandaríkjanna, verður ekki annað sagt en að þeir líti vel út á yfir- borðinu að minsta kosti. Auðvitað á reynslan eftir að sýna að hve miklu leyti þeir einir og út af fyrir sig efla hag aðil- anna. Það er eitt sem þeir bera fyllilega góð- an vott um. Og það er að viðskifti séu yfirleitt að örvast í heiminnm. Þessir nýju samningar eru eitt af mörgu, sem um það ber vott á seinni tímum. Bandaríkin urðu eitt fyrsta landið til að hækka tolla. Hefir þeim óspart verið lagt það illa út. En þar sem þau áttu meira af ógoldnum skuldum hjá öðrum þjóðum en nokkurt annað land, og sem engin líkindi voru eða eru til að greiddar verði, var ekki óeðlilegt þó þau slæu slöku við þau viðskifti. En trúin á þau virðist nú eitthvað að breytast og vera að ná sér þar aftur. Og það er ef til vill boði betri daga. Að þessu leyti ætlum vér ekki sízt nokkuð unnið með þessum nýju samning- um. Þeir ættu með þeirri tolllækkun, sem þeim er samfara með tíð og tíma að efla nokkuð viðskifti nábúanna. Þó það muni nú ekki miklu á verði vöru, að tollur sé lækkaður að nokkru, eru við- skiftin viðkvæm fyrir öllu slíku og áhrif- in eru óbeinlínis ávalt talsverð af því- Mestan álítum vér hag Canada fólginn í því, af þessum samningum, að Banda- ríkin leyfa innflutning á nautgripum með tolllækkun, er nemur einum þriðja af tollinum sem á þeim var. Þó tala grip- anna sé takmörkuð við rúm tvö hundruð þúsund, bætir það óneitanlega úr skák. Einnig hafa Bandaríkin lækkað talsvert eða úr einum dollar niður í 50 cents toll á viði. En innflutningurinn er takmark- aður svo að ekki má fara yfir 250 mújón fet (í borðum). Og þannig er með fleiri frumafurðir héðan. Fyrir þetta hefir nú Canada leyft inn- flutning á ávöxtnm sunnan að og harð- vöru og verkfærum með talsvert lækk- andi tolli. Það lækkar að einhverju leyti verð þessarar vöru. En hér virðist oss þó það við að athuga, að Bandaríkin hafa óbundnar hendur, að selja hingað eins mikið og þeim geðjast. Selji þau mikið meira en þau kaupa, eða alt að því tveim þriðju meira eins og árin 1929 og 1930, þá fer að standast á kostnaður og ábati. Það eykur ekki atvinnu á iðnstofnunum þessa lands, en á atvinnuleysis hörmungarnar hér er ekki bætandi. Það sem oss virðist samningarnir bera með sér, er að þessar þjóðir séu fúsar vin- áttu vegna að skiftast á vörum. En það stendur svo h'kt á með athafnalíf þeirra, að þau viðskifti eru erfið, án þess að í bága reki. Viðskiftin eru með öðrum orðum að svo miklu leyti sem þau eru vinningur á eina hliðina, kostnaður á hina, vinningur eins atvinnuvegar, eir hnekkir annars. Samningar þessir eru taldir verk beggja stjómmálaflokkanna. Fer blað eitt hér um þá þeim orðum, að setninga- skipun Herridge, sendiherra Canada á stjómartíð Bennetts sé víða á þeim. — Maður getur þá ætlað, þar sem báðir flokkamir eiga hlut að máli í þeim, að þeir séu það bezta sem hægt var að gera. ÓSIGUR MACDONALDS Vér hlustuðum á tvo menn í gær tala um kosningaraar í Seaham og ósigur fyrverandi forsætisráðherra Englands, Ramsay MacDonalds. Kom þeim saman um það, að úrslitin hefðu verið ofur eðli- leg og ekkert meira; þau hefðu aðeins verið makleg málagjöld. Þetta er nú ef til vill ekkert að furða sig á- Stjórnmálaflokkurinn, sem hann heyrði lengst af til, dregur auðvitað hring untan um stefnu sína og skoðanir, eins og aðrir flokkar. Alt sem einhver fylgis- maður þeirra segir og gerir, verður að gerast innan þess hrings. Það sem utan hans er gert, er gagnstætt sannleikanum í augum flokksbræðranna. Ramsay MacDonald er fæddur á bónda- býli í Skotlandi. Þaðan leggur hann leið sína upp í æðsta sessinn, sem Bret- land á að bjóða og er þar þrjú stjóm- tímabil. í fyrstu gengur alt eins og í sögu með samkomulagið. En þegar þjóð- stjórnin var mynduð 1931, og MacDonald, ásamt mörgum fremstu verkmannafull- trúum, liberölum og conservatívum sam- einuðust, þá tók fylgi MacDonalds að réna. Það kom brátt í Ijós, enda þótt hann væri stjórnarformaður, að hann varð að gera eins og fjöldinn vildi. Hann var auðvitað friðarsinni, eins og flokkur hans, en varð þó að auka útgjöld til hers árlega. 1 því var auðvitað ósamræmi frá sjónarmiði verkamannaflokksins. En í þessari stöðu horfðu málin öðru vísi við MacDonald. Nýlendumar varð að vernda. sem hráefnið kom frá til verksmiðjanna á Bretlandi. Ef þær töpuðust, voru verk- smiðjurnar úr sögunni, og atvinna mil- jóna verkamanna. En friðarmálin vom nú ein stoðin í stefnuskránni; að efla herinn, var því brot á friðarhugsjón flokksins. Og af því saup MacDonald seyðið. Þetta er nú aðeins eitt dæmi af því hver afstaða MacDonalds var. Á ótal fleiri mætti benda, er sýna hve erfitt var fyrir hann, að stíga aldrei út fyrir flokks- hringinn,, sem minst var á. En svo afdráttarlaust var fyrir það hengt, í kosningunum, að MacDonald varð ekki einungis sjálfur að gjalda þeirr- ar syndar, heldur varð hefndin einnig að koma fram á syni hans, er var nýlendu- málaráðherra í þjóðstjórninni og sá eini að föður sínum undanskildum, er af ráð- gjöfum hennar náði ekki kosningu. Það getur vel verið, að þetta séu mak leg málagjöld- Oss virðist það þó meira líkjast sorgarleik. dagann slóst við Itali, sveik hann drottinn sinn og tengda- föður og gekk í lið með ítölum. Hefir hann nú verið lýstur höfð- ingi eða prins þessa héraðs (Ras of Tigré) af Victor Em- manuel ítalíu-konungi. Hérað- ið kvað nú ekki með öllu hafa verið unnið, en það að ítalíu konungur hefir skipað þennan MATTHÍAS JOCHUMSSON Aldarminning (Ræða eftir séra Guðmund Árnason) íslenzk þjóð hefir átt marga ágæta menn, menn sem hafa verið gæddir óvenjulega miklum hæfileikum, og sem, þrátt fyiúr bragðaref yfir það, virðigt bera | erfiðleika þá, sem fámenni og vott um, að það sé tíalía, sem þar ræður lofum og lögum. Yfirmaður þessa héraðs áður var Ras (höfðingi, prins) Sey- oum. Telur Gugsa sig skyldan honum og afkomanda John konungs í Tigré' sem hann. — Annars er óljóst um ætt þessa Gugsa. En öfundsýki er hald- ið að hafi ollað þvi', að hann framdi þessi svik og hann hafi sjálfur viljað verða þarna bér- aðshöfðingi í stað frænda síns. Gugsa heimsótti Asmara, stjórnarsetur ítala í Eirtrea fyr- ir einu ári. Þessi kúvending hans getur því hafa verið ráð- gerð þá, þó um það viti enginn. Ekki er því spáð, að hann verði ellidauður við völd þarna. Ras Seyoum er sagt að ekki muni sitja aðgerðalaus og láta með þessum brögðum svifta sig völdum. Hefir hann dregið að sér lið mikið og segir ekki að leikslokum komið ennþá. Til höfuðs Gugsa, hefir verið lagt ærið fé. Herliðið, sem Gugsa gekk á hönd Itölum með, var 1500 manns. SJÓN ER SÖGU RÍKARI JAPAN OG NORÐUR-KÍNA Þó hljótt hafi nú verið um stundarsak- ir í blöðunum um það hvað Japanir eru að hafast að í Norður-Kína, skyldi eng- inn ætla, að þeir væru af baki dotnir með að ná þar yfirráðum. Nýlega er sagt að herráð þeirra hafi heft fund í Dairen í Manchuko til þess að ræða um stefnu Japans í landvinninga- málum þeirra í Kína. Er samþyktin sem þar var gerð eftirtektaverð í mesta máta. Samkvæmt henni vakir nú fyrir Japön- um að þröngva eða ögra Nanking-stjóm- inni (í Kína) til að sleppa hendi af Norð- ur-Kína og viðurkenna það sem óháð ríki, undir eftirliti Japana, á sama hátt og Manchukuo. Það sem Japanir færa þessum málstað sínum til bóta, er að komi ekki hið bráðasta öflug yfirstjóm í þessum eftir- litslausu ríkjum, vaði Rússar yfir þau og þvera álfuna austur að hafi. í fundar-ákvæðinu um þetta, er það ekki talið dyljast, að fáist þetta ekki fram- kvæmt með góðu, verði það með hervaldi gert. Það virðist því ekki eiga að sitja við “friðsamlegu” innrásina síðast liðinn júní af hálfu Japana inn í Norður-Kína. Var þó haldið, að sú aðferð til að leggja landið undir Japan, að ná vlðskiftunum í sínar hendur, ætti að nægja. En enda þótt sú eðferð hnekti áhrifum kínversku stjórnarinnar, er landið enn alt of óháð Japan að dómi japanska herráðsins. Matsúoka, sá er skipaður var forseti Suður-Mansjúríu járnbrautarinnar síðast liðinn júlí, er ætlað, að falið hafi verið verkið að semja við Nanking stjómina um að viðurkenna norður ríkin óháð. Verði stjórnin ekki við erindi hans, er talið víst að vopnin verði úr sliðrum dreg- in. i Það er því hvorki meira né minna en alt Norður-Kína, sem Japanir hafa í sigti, og fyr en þeir hafa náð því undir sín yfirráð á sama hátt og Manchukuo, munu þeir ekki látum linna. í skólum í Manchester á Eng- landi, var s. 1. febrúar byrjað að nota hreyfimyndir við kenslu í einstöku námsgreinum. Segir frá því í skólskýrslunum, að kenslu-aðferð sú hafi reynst vel. Myndir eða parta úr myndum, hefir orðið að nota, eftir því sem við átti. En það sem starf- inu stendur aðallega fyrir þrif- um, er að myndir voru ekki til, sem teknar voru með því sér- staka augnamiði að kenna eftir þeim. Kensla í landafræði þótti einkar hentug með myndum. — Segir svo frá í skýrslunni, að tomæm börn hefðu lært landa- fræði af myndum jafnt hinum næmari. Vísindakensla þótti ekki tak- ast mikið betur með myndun- um, en með þeim áhöldum, er skólar hafa- Enda var ekki að ræða um nema ófullkomnar myndjr. En við sögukenslu jafnast ekkert á við myndirnar. Einn- ig er margvíslegan fróðleik og þekkingu álitið auðveldara að útbreiða og kenna með þeim, sem ekki kemur til mála að kenna af bókum. Börnin virðast bæði læra fljótara og muna betur það sem þau sjá en heyra. Sjón reyn- ist sögu ríkari. Með þessa litlu reynslu „ af kenslu með myndum, telja þeir er að henni hafa unnið engan efa á því, að það sé meira en iess vert, að stjórnir fari að hugsa um það, að taka myndir með þessu augnamiði, að nota iær við kensluna. Kennarar hafa og tekið eftir iví, að menta-áhugi hafi vaxið hjá bömum við þessa kenslu- aðferð. Þau sækist eftir að lesa fróðlegri og betri bækur en áður. Það hefir einnig orðið ljóst, að þau gera meiri kröfur til hreyfimyndahúsanna um að myndimar sem þau sýna, séu fræðandi og betri en áður. BRAGÐA-REFURINN Ein eftirtektaverðasta sagan úr Blá- landsstríðinu, er sögð af manni er Ded- jazmatch Gugsa heitir. Hann var hers- höfðingi í liði Haile Selassie keisara í hér- aði því er Tigré nefnist. Hann var giftur dóttur Haile Selassie. En þegar í bar- Gamlir fiskar Hvað geta fiskarnir orðið gamlir? Það er ekki hægt að segja með vissu. En nokkrir fiskar, sem eru í tjöm hjá Woodburn í Englandi, eru að minsta kosti 61 árg gamlir, og er ekkert útlit fyrir, að þeim sé farið að fara aftur. fátækt skapa, hafa orðið þjóð sinni til ómetanlegs gagns og sælmdar bæði heima fyrir og út á við. Það segir sig sjálft, aö jafn fámenn þjóð og íslending- ar eru, og jafn afskektir og þeir voru þangað til samgöngubætur nútímans færðu þá nær um- heimnium, hefðu átt litlum orð- stír að fagna úti um heiminn, hefðu ekki ávalt lifað með þjóð- inni miklir andans skörungar, sem eftirtekt var veitt með tím- anum víðar en í sínu nánasta umhverfi- íslenzka þjóðin á allan sinn hróður meðal menn- ingarþjóða heimsins því að þakka, að hjá henni hafa ávalt lifað mörg skáld og fræðimenn; frægð hennar byggist eingöngu á afrekum slíkra manna. Á níjándu öldinni voru margir slíkir menn uppi á íslandi, eink- anlega í skáldatölu. Flest ísl. skáld sem við, hin núlifandi miðaldra kynslóð, þekkjum bezt, voru nítjándu aldar menn, þótt mörg þeirra^ lifðu fram á tuttugustu öldina. Jafnvel þeir, sem ekki iðka lestur skáldskap- ar, þekkja þessi skáld, því að eftir þau eru flest þau söngljóð, sem við höfum heyrt og numið á íslenzku máli. Eitt þessara nítjándu aldar ís- lenzku skálda var Matthías Jochumsson, Hann fæddist fyrir réttum hundrað árum, 11. nóv. 1835. Það mun naumast vera til nokkur sá íslendingur, sem kominn er til vits og ára og sem hefir lifað með íslenzku fólki, jafnvel ekki hér í landi, sem ekki hefir heyrt Matthías- ar Jochumssonar getið. Það var ekki aðeins að hann væri um langt skeið eitt af nafn- kendustu skáldum íslands, um tíma jafnvel það nafnkendasta, heldur var hann mjög mikils virtur og vinsæll maður. Til þess voru margar ástæður. — Hann hafði fjolhæfar gáfur, tók þátt í mörgu og var brautryðj- andi nýrra skoðana á íslandi; hann kynti landið og þjóðina út á við á sínum mörgu ferðum til annara landa og var allra manna starfsamastur í því að kynna þjóðinni ritverk margra ágætra útlendra höfunda með þýðingum sínum á ljóðum og leikritum. Þar við bættist að hann var einkar vinsæll meðal þeirra, sem hann hafði náin kynni af, ekki hvað sízt sökum ljúfmensku sinnar og mann- kosta. Alt þetta gerði hann að réttnefndum ástmegi og eftir- læti þjóðarinnar, þrátt fyrir það, þótt hann, ætti í mörgu ekki samleið með flestum sinna samtíðarmanna. Mun jafnvel ekki hafa verið trútt um, að sumum hafi þótt dálæti þjóðar- innar á honum of mikið, og hann skyggja nokkuð á aðra, sem í sumu gátu ef til vill talist jafnokar hans. Það er ávalt erfitt að meta mikla menn rétt. Um þá flesta myndast margar miður áreiðan- legar sagnir, sem annaðhvort eiga að sýna yfirburði þeirra í sem skærustu ljósi, eða þá ein- hverja galla, sem miðlungs- mönnum þykir vænt um að finna hjá mikilmennum. Æfi- sögur slíkra manna eru oft óá- reiðanlegar, annaðhvort vegna þess, að of mikið lof er borið á þá, eða þá, eins og stundum ber við, að þeir eru ekki látnir njóta sannmælis. Það er þess vegna afar-mikilsvert, að framúrskar- andi menn láti eftir sig einhver skilríki frá eigin hendi, er bregði birtu yfir líf þeirra, hugs- unarhátt og viðhorf gagnvart helztu málefnum samtíðar sinn-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.