Heimskringla - 20.11.1935, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 20. NÓV. 1035
IIIIIHIIIIIIIIII...........
BELLAMY
MORÐMÁLIÐ
“Bíddu við.” Vitnið var auðsjáanlega dauð
þreyttur, líkt og hann hefði verið á hlaupum
í langan tíma. “Eg er búinn að segja ykkur.
að eg vissi varla til mín frá því eg vissi, að
Mimi hafði ekki farið til leikhúss. Eg er að
reyna að grafa upp hvað fram fór, eftir því
sem eg held réttast. í>að var eftir að við
fórum að heiman frá mér, eftir tíu meina eg,
að eg drap á að hugsast mætti, að Pat hefði
farið að heiman og þau hizt. Sue sagðist
vita að svo væri ekki, og hvað sem því liði,
þá myndu þau aldrei þora að dvelja svo lengi
í garðhýsinu, þá dygði ekki leikhúsförin sem
afsökun. Mér varð að orði, að hún hefði hitt
á. það rétta, að þau ætluðu sér að strjúka,
og hefðu látið verða af því. Sue sagði: ‘Þú
talar eins og þér þætti vænt um það ef það
hefði komið fyrir, Steve.’ Eg sagði: “Eg bið
guð að þau hafi gert það.’ Þá sagði hún:
‘Eg veit að Pat hefir ekki farið út fyrir dyr en'
til frekari fullvissu skal eg gefa þér merki,
þegar eg kem inn.’ Þá var það sem hún tók
til ljósamerkið.”
“Þetta kemur alt ljóslega fram í minni
þitt, Mr. Bellamy?”
“Já.”
“Mikið hentugt, alt þetta göfuga hjal, að
þú vildir óska að guð gæfi að þau hefðu
strokið, er ekki svo?”
“Eg veit ekki hversu hentugt það er, eða
göfugt. Það er satt.”
“Ó, vafalaust. Hvað leið tímanum—”
“Herra dómari, eg mótmæli því háði og
spotti, sem Mr. Farr sífelt lætur á sér heyra.
Eg-----”
Verjandi komst ekki lengra. Mr. Farr tók
fram í, mjúklega að vísu, en alt annað en
linlega. “Eg gerði ekki annað en geta þess,
að Mr. Bellamy færi v^falaust með satt- Álít-
ur þú, að það þurfi endilega að vera háð?”
“Það á fult eins vel við, að hafa engin orð
um svör vitnisins, hvorki til lofs né niðrunar,”
mælti Carver dómari þurlega. “Liggur spurn-
ing fyrir vitninu?”
“Nei, herra dómari. Eg náði ekki að
spyrja spumingar minnar til fulls.”
“Þú mátt ljúka við hana.” Það var ekki
laust við að dómarinn brýndi raustina.
“Mr. Bellamy, eftir að þú skildir við Mrs.
Ives, — hvenær komstu heim?” ,
“Það veit eg ekki.” Rómur vitnisins var
þreytulegur, eins og honum stæði á sama.
“Þú veizt ekki?”
“Nei; það var líkt og eg væri troðinn
möru. Maður hugsar ekki um tímann í því
ástandi.”
“Nú, leyfði þetta dvala ástand þér að
vita hvort þú komst heim fyrir miðnætti?”
“Eg held seinna.”
“Klukkan eitt?”
“Seinna.”
“Hvernig veiztu, að það var seinna?”
“Eg veit ekki — af því að það var farið að
birta, held eg.”
“Þú meinar að dagur var kominn á loft?”
“Eg býst við þvi.”
“Þú ert að segja okkur, að þú hafir verið á
ferð til dögunar?”
“Eg er að segja þér, að eg veit ekki hvað
eg gerði; það var alt vondur draumur.”
“Mr. Bellamy, því fórstu ekki heim til að
vita hvort konan þín væri komin heim?”
Hann hafði alla tíð horfst í augu við sækj-
anda. Nú leit hann af honum og hváði-
“Þú heyrðir hvað eg sagði, hugsa eg.”
“Þú vilt fá að vita af hverju eg fór ekki
heim aftur?”
“Eg veit það ekki — af því eg var ekki
með fullu ráði, hugsa eg.”
“Þú varst kvíðafullur og vildir vita hvað
af henni var orðið, var ekki svo?”
“Kvíðafullur!” Hann reyndi að kvika
vörunum til að brosa; þær voru sem stimað-
ar.
“Eigi að síður, frá því klukkan ellefu
komstu aldrei heim til þín til að vita, hvort
hún hefði komið heim eða verið flutt heim?”
“Nei.”
“Þú símaðir ekki til lögreglunnar?”
“Eg sagði þér, að eg hefði gert það?”
“Né til spítalans?”
“Eg símaði þangað líka.”
“Hvar áttu þeir að láta þig vita ef þeir
fengju einhverja vitneskju?”
“Heima.”
“Hvemig áttir þú að fá þá vitneskju, sem
þér var svo hugarhaldin, ef ,þú varst á flakki
úti um land, alla nóttina?”
“Eg veit ekki.”
“Vildir þú ekki vita hvort hún var dauð
eða á lífi?”
“Jú.” ‘
“Því fórstu þá ekki heim?”
“Það hefi eg sagt þér — eg veit ekki.”
“Er það þitt bezta svar?”
“Já.”
“Við skulum sjá, hvort eg get ekki hjálp-
að þér til að svara betur. Þú fórst ekki heim
né símaöir til lögreglu né til spítala, af því að
þú vissir mætavel, að allri vitneskju, sem
nokkur gat gefið þér, var ofaukið, var ekki
ástæðan sú?”
Stephen Bellamy virti fyrir sér hið kald-
hæðna andlit, sem nú var aðeins fáa þuml-
unga frá honum. “Því er miður — eg skil
ekki hvað þú ert að fara.”
“Skilurðu ekki? Eg skal reyna að spyrja
greinilegar. Var ekki sú einfalda ástæða sú,
að þú fórst ekki heim vegna þess þú vissir að
í auðu kothýsi, þrjár mílur þaðan, lá konan
þín í blóði sínu, dauð eins og dyrahjarri?”
“Ó, í guðs bænum!” Sumir viðstaddir
komust við og litu undan þeim grimmlega
kætisvip á sækjanda. “Eg veit ekki; segi eg
þér, eg veit ekki. Eg var ekki með réttu ráði.
Mér duttu ekki ástæður í hug, eg hugsaði
ekki um neitt nema að Mimi var horfin-”
“Er það þitt bezta svar?”
“Já.”
“Um hvaða leyti morguninn eftir, fréttir
þú að kona þín væri myrt?”
Svarið dvaldist hjá Stephen Bellamy, hann
barðist við að ná því valdi yfir sjálfum sér, er
verði hann uppnámi; loks leit hann upp og
svaraði dauflega: “Eg held um ellefu leytið.”
“Hver lét þig vita?”
“Liðsmaður úr löggæzlu ríkisins, held eg.”
“Hvaða skilaboð kom hann með?”
“Hann sagði að lík Mrs. Bellamy hefði
fundist í auðu kothýsi á Thorne setrinu, það
væri sannað af auðkennum, eigi að síður á-
litu yfirmenn að eg ætti að koma þangað og
kveða á um þá vissu. Eg fór þangað strax.”
“Og skoðaðir líkið?”
“Já.”
“í þessum klæðum, Mr. Bellamy?”
Enn voru fötin tekin fram, áður svo létt
og liðleg, nú löfðu þau undir með grátum
vitnastúkunnar, blóðistorkin, svo nærri Steph-
en Bellamy að hann gat handleikið þau.------
Hann hrökk við, sat hreyfingarlaus og opin-
eygur. “Já,” svaraði hann.
“í þessum skóm?”
Þeir voru settir á stúkubrún, léttir sem
fiðrildi, smáir, kætilegir, svo frámunalegir,
gljáandi silfur, glóandi sylgjur. Maðurinn á
vitnastóli leit á þau afkáralegum sjónum. —
Eftir örlitla stund tók hann fram hendinni,
seint og hikandi, snart silfrið, móðu slegið og
faldi þá í lófanum, líkt og til að verja þá.
“í þessum skóm,” sagði Stephen Bellamy.
Bakatil í réttarsalnum féll kona í grát,
en hann leit ekki upp.
Sækjandi spurði í undarlega mjúkum
róm: “Mr. Bellamy, þegar þú komst inn, var
þá líkið hægra megin við píanóið eða vinstra
megin við það?”
“Vinstra megin.”
“Ertu alveg viss um það?”
“Alveg-”
“Ó, guð!” hvíslaði blaðamaður, furðu
æstur. “ó, guð, nú náðu þeir honum!”
“Það er merkilegt, að þú skulir vera hár-
viss um þetta, Mr. Bellamy,” kvað sækjandinn
mjúkur sem fyr. “Það var ekki neitt píanó í
þeirri stofu sem þú skoðaðir líkið í.”
“Hvað?” Hið drúpandi höfuð kiptist við,
líkt og af svipuhöggi.
“Líkið var flutt til matstofu og þar var
ekki píanó, Mr. Bellamy. Hljóðfærið var í
hinni stofunni, þar sem líkið fanst.”
“Ef svo er, þá hlýt eg að hafa séð það
þegar eg gekk inn.”
“Þú gazt ekki séð það þegar þú gekst inn
er eg hræddur um. Dyrnar voru aflæstar, svo
að alt skyldi vera með sömu ummerkjum.”
“íla, þá — þá hlýt eg að muna eftir því
frá fyrri tíð.”
“Frá fyrri tíð? Og komst aldrei í kot-
hýsið áður?”
“Nei, nei, aldrei sagði eg það. Aldrei neitt
því líkt.” Raustin var vonþrotin, hvellari en
áður, stilt af móði. “Það gat eg ekki sagt
hafa; það er ekki satt. Eg hefi oft komið
þar — fyrir mörgum árum, þegar við Doug-
Thorne vorum unglingar og eg kom til leika
við hann. Þá var laufskáli skamt frá garð
býlinu og við fórum þangað oftlega að fá
brauð og sætindi og kökur hjá þeim þýzka
garðyrkjumanni- Þetta man eg fyrir víst og
hefi líklega ruglast af þvf.”
“En sá garðyrkjumaður átti ekki píanó,
Mr. Bellamy. Manstu ekki, að Orsini bar.
það, að sá ítalski garðyrkjumaður hefði ný-
keypt það handa dóttur sinni, áður en þau
fóru í ferðalagið. Sá þýzki garðyrkjumaður
átti ekki slíkt hljóðfæri.” Sækjandi var þol-
inmóður og mjúkur.
Jarpkolla grét hljótt ofan í vasaklút,
næsta ónógan. “Hryllilegt, fleðulegt, við-
bjóðslegt best!” inti hún harkalega, í hálfum
hljóðum. “Hryllilegt---”
Nei? Ja, þá” kvað hin annarlega, úrkula
röddin, “kannske Mimi hafi sagt mér frá
þvL Stun-------”
“Mrs. Bellamy?” spurði sækjandi, mjúk-
máll sem fyr. “Tjáði Mrs. Bellamy þér að Uk
hennar lægi vinstra megin við píanóið, þegar
inn væri gengið? Það er ekki hljóðfærið,
sérðu til — eg er hræddur um að það sé eitt-
hvað fát á þér. Það er afstaða líksins við
píanóið. Þú segir alveg rétt til hennar, vita-
skuld — hreint alveg. En viltu ekki segja
okkur hvernig þú fékst þetta að vita?”
“Bíddu svolítið, ger svo vel,” sagði
Stephen Bellamy mjög skírt og greinilega.
“Þú ferð alveg rétt með, að eg er ruglaður í
þessu. Eg sé mjög vel, að mér bregzt að gera
grein fyrir þessu. Það er aðallega af því að
mér hefir brugðist svefn, guð veit hve lengi, og
þegar svo er þá-----”
“Því er miður, Mr. Bellamy, að eg má
ekki leyfa þér að fara út í þá sálma- Viltu
svara því sem eg spurði þig?”
“Spurningu þinni get eg ekki svarað. En
það get eg sagt þér, Mr. Farr — þetta get eg
sagt þér, og eg kalla guð til vitnis, við Susan
Ives gerðum ekki meira að því að fremja
þetta morð, heldur en þú. Eg-------”
“Herra dómari! Herra dómari!”
“Þagna þú, sir!” sagði Carver dómari og
rómi hans fylgdi meiri skerpa en hamri. Þessi
ummæli skulu feld úr málskjölunum. Mr.
Lambert, ger svo vel að hafa hemil á vitni
þínu. Eg álít þetta framferðl með öllu óhæfi-
legt.”
Mr. Lambert var nú fölur í framan, alveg
yfirkominn af þeim skjótu og óvæntu viðbrigð-
um, sem fram höfðu farið, spratt samt upp og
ávarpaði réttinn. “Eg bið réttarins líknar vitn-
inu til handa, herra dómari. Læknar hans
vöruðu hann við, að kraftar hans væru á þrot-
um og gegn þeirra ráðum gekk hann undir
yfirheyrslu í dag. Með því að' nú er áliðið
dags, bið eg réttinum frestað til morguns, þá
skal Mr. Bellamy vera til staðar og andsvara
ef sækjandi svo vill.”
Dómarinn gerðist gneypur á svip. Sækj-
andi kvað sínum spurningum lokið og við þaö
staulaðist vitnið burt, líkt og hann gæti varla
stigið í fæturna, frá vitnastúku, en á grindinni
um hana lágu þá enn fötin af Mimi Bellamy
og silfruðu skórnir. Þegar hann kom til sætis
síns nam hann staðar, ögraði augum alt um
kring, leit hræðilegum spurnar augum á
kvenmanninn sem setið hafið næst honum
þessa síðustu daga. Hún sat sem áður, grann-
vaxin og bein, með rjóðar varir og kinnar og
brosti því vinsamlega kætibrosi, sem jafnan bjó
innifyrir, bak við hið heiða skeytingarleysi
augna hennar.
Meðan því fór fram fékk sækjandi leyfi til
að leiða vitni það, sem hann hafði áður um
talað. Dr- Gabriel Barretti gekk til vitnastóls,
varlega eins og sá sem er nýrisinn a'f sjúkra-
beði, líkastur háttsettum stjórnmála manni til
að sjá, með snoðklipt granaskegg, grátt, höf-
uðið gerfilegt og vel snotrað, fölur af spítala-
vistinni, afarvel eygður, með spangalau3 gler-
augu og streng í, svartan og svo mjóan að
varla sást og merki hinnar frönsku heiðurs-
fylkingar í treyjuhorninu. Dr. Baretti var að
engu leyti líkur heimilislæknum. Hann hag-
ræddi sér í stólnum og leit á sækjanda með al-
varlegri og siðsamlegri athygli.
“Dr. Barretti, hvert er þitt starf og at-
vinna?”
“Eg held mér sé óhætt að telja mig, án
oflætis, sérfræðing í fingraförum.” Rómurinn
var fallegur og vel taminn, orðfærið í engu frá-
brugðið venjulegu og örlítil aðkenning af
kýmni í svarinu.
. “Allra sérfræðinga mestur um víða veröld,
nú á dögum, er ekki svo doktor?”
“Það fer mér síður en ekki vel að segja
svo, herra, og fleiri en færri kynnu að vera á
öðru máli, ef eg færi aö halda því fram.”
“Eigi að síður er enginn ágreiningur um
það. Hve lengi hefir þú stundað að kanna
gómaför?”
“Eg hefi stundað það í 32 ár, bæði sem
atvinnu og gamanstarf.”
“Þú 'byrjaðir þá að nema þessa fræði?”
Litlu fyr en það. Þá var eg að námi hjá
Sir Francis Galton í Englandi og hjá Ber-
tillon í Frakklandi. Starfaði líka talsvert að
tilraunum í Þýzkalandi.”
“Sir Francis Galton og Bertillon reistu
þessa fræðigrein að upphafi, að þekkja
menn sundur af fingraförum, var ekki svo?”
“Tæplega. Gómaför voru höfð til þess í
Austurlöndum, áður en sögur hófust.”
Mr. Farr gretti sig. “Þeir voru fremstir
allra fræðimanna í þessu efni, í nýjum sið?”
“Alveg rétt. Þeir riðu á vaðið og þeirra rit
merkilegar heimildir-”
“Gaf Sir Francis Galton út ritning 1911,
skömmu áður en hann dó, um nokkrar nýj-
ungar í flokkun gómafara?”
“Svo gerði hann.”
“Og hljóðaði tileinkunin á þeim ritlingi
svo: Til Gabriel Barretti, lærisveins míns, sem
er mér fremri?”
“Já, Sir Francis var meir en góðviljaður.”
Er starf þitt bundið við nokkrar opin-
bear stofnanir nú sem stendur?”
“Já, nátengt Central Bureau of Identifi-
cation, New York og Army and Navy Bureau,
Washington.”
“Báðar þessar stofnanir leita endanlegra
úrslita til þín, um vafasöm atriði?”
“Svo trú eg. Eg er sömuleiöis ráðunaut-
ur Scotland Yards og Sureté í París.”
“Einmitt. Er mögulegt að villast á mönn-
um ef fingraför þeirra eru könnuð?”
“Ef förin eru sæmilega skír og sá sem
rannsakar fullfær og ærlegur, þá er niðurstað-
an algerlega viss í alla staði.
“Gómaför hverrar manneskju altaf eins?”
“Ó, nei; tvenn fingraför sömu manneskju
eru aldrei eins. Á þeim verða óendanlega
smáar breytingar, eftir því hve fast er tekið á
og hvort manneskjunni er heitt eða kalt.”
“En þær breytingar villa ekki mörkin?”
“Ekki meir en til dæmis að taka, rödd
manns leynist, hvort sem hann talar hátt
eða lágt.”
“Einmitt það. Nú, Dr. Baretti, eg vil biðja
þig að titaka hvort þessar myndir eru þær
sömu, sem þú hefir látið taka og rannsaka
og segja til af hverju þessar ljósmyndir eru.”
Hérmeð afhenti hann vitninu tvær mynd-
ir á stórum pappaspjöldum, af ýmislega löguð-
um baugum og dökkum skellum, en hinn lærði
maður tók við og skoðaði, alvörugefinn. —
Tylftardómendur tóku vel eftir, gerðust ó-
kyrrir og teygðu sig til að gægjast eftir þeim.
Þá var sagt veikum rómi og ellilegum, er
sviftur var sínum fyrra hljómi eins og skorin
bumba, röddin var Dudley Lamberts: “Eitt
augnablik — eitt augnablik! Skilst mér að
þetta eigi að framleggjast sem sakargagn?”
Mr. Farr svaraði með þótta: “Eg veit
ekki hvað þér Skilst og kvað þér skilst ekki.
En sú er víst mín tilætlun. Nú, Dr. Bar-
retti---”
“Herra dómari, eg mótmæli þessu — eg
mótmæli!”
“Af hvaða ástæðu?” spurði dómarinn Car-
ver, með augun á myndaspjöldunum, auðsjá-
anlega forvitinn.
‘‘Af þeim ástæðum, að slíkt framferði er
gagnstætt réttar reglum. Mér var ekki skýrt
frá, að vitnið sem sækjandi átti von á, væri
sérfræðingur I gómaförum, né að----”
“Þú frambarst engar spurningar því við-
vákjandi,” svaraði dómarinn.
“Eg álít þetta framferði hvorki meira né
minna en gildru, herra dómari. Þes3i maður
er mér ókunnur með öllu. Eg þekki alls ekk-
ert á gómaför. Eg er ekki vanur pólití réttar
málum, heldur-----”
“Viltu spyrja Dr. Barretti frekari spurn-
ingum til að vita með vissu um hvernig hann
er að sér í sinni fræðigrein?” spurði dómar-
inn.
“Það er sem eg sagði, eg er alls ekki við
því búinn, að spyrja spurninga um það efni.”
“Eg þykist viss um, að Dr. Barretti muni
bíða eftir þínum hentugleikum, þar til þú
hefir náð að sækja fróðleik til þinna sérfræð- 1
inga í fingraförum eða fengið þá til að mæta í
réttinum,” sagði dómarinn Carver og leit við
þeim kurteisa manni og við sækjanda.
“O, sjálfsagt,” svaraði Mr. Farr. “Einn
dag — tvo daga — þrjá daga — skulum við
fúslega bíöa gagnspurninga af verjanda hálfu,
þangað til minn heiðraði mótpartur er fyllilega
viðbúinn. Má eg halda áfram, herra dómari?”
“iSvo má vera.”
“Þessar myndir eru fimtu sinnum stærri
en fingraförin sem þær sýna, teknar á mis-
munandi tíma af sömu förunum, mjög skírar
af fjórum fingrum en ógreinilegar af litla fingri
með því, að honum hefir lítt eða ekki verið
tekið á,” mælti hinn lærði maðnr, og þá spurði
sækjandi:
“Það þarf ekki meir en far eftir einn góm
til að ákveða eftir hvern það er”
“Til þess þarf ekki far eftir nærri allan
góminn, ef farið er nógu skýrt-”
‘‘Þessar myndir eru af sömu förunum?
“Þeim sömu.”
“Jafnvel ólærðir gætu séð, með því að
bera þau saman, að þau stafa frá sömu
hendi?”
“Hingað til hefir ekki fundist, að tvær
manneskjur hafi lömu bugi eða gára á fingr-
urgómum?” ,
“Aldrei.”
“Hve mörg gómaför hafa verið tekin og
rannsökuð?”
“O, margar miljónir — þeim fjölgar svo
óðum, að það er ekki éinu sinni hægt að gizka
á það.” , .
“Eg vil biðja þig Dr. Barretti að afhenda
myndir þessar tylftardómendum til skoðunar
og samanburðar í tómi. Viltu, formaður, fá
þær hinum, þegar þú ert búinn? . . . Þökk
fyrir.”