Heimskringla - 20.11.1935, Síða 7
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
WINNLPEG, 20. NÓV. 1935
TILKYNNING
I.
Til vina minna, og kunningja
sem drógust á, og lofuðu mér í
vor og sumar að leggja eitthvað
dálítið af mörkum (eftir þresk-
ingu í haust) í Minnisvarðasjóð
Stephans G. Stephanssonar, að
senda tillög sín sem allra fyrst
til mín, svo eg geti komið þeim
á framfæri, til hr. Ófeigs Sig-
urðssonar í Red Deer, Alta. En
hann er eins og kunnugt er for-
stöðumaður fyrir þessari varða-
byggingu, og sér um hana að
öllu leyti.
II.
í hréfi sem eg meðtók frá
merkum manni í sumar, var
þess getið, að æskilegra hefði
verið, að tillögin í þennan sjóð
hefðu orðið almennari, meðal
Vestur-íslendinga. Eg sagði
honum, er eg svaraði bréfi hans,
að það væri heldur snemt, að á-
kveða hvað margir tæku þátt í
þessari sjóðmyndun: Allir vissu
að íslendingar væru seinir til;
og maður gæti ekki búist við,
að almenningur yrði á undan
vikublöðunum okkar. Ófeigur
Sigurðsson hefir ritað tvö á-
vörp til V. í. um tillög í sjóðinn,
undir það mál hafa tekið ritstj.
Hkr, séra Halldór Jónsson,
Blaine, Wash., Ó- T. Jónsson,
Edmonton, Alta., fyrv. ritstj.
Hkr. og S. Guðmundsson, Ed-
monton. í svip man eg ekki
eftir fleirum.
Þessir menn hafa skrif'að hlý-
lega og hvetjandi um málið. —
Þetta er að sönnu drengilega
gert. En það hefir engin al-
vöruþungi verið lagður á þetta
mál, af ritstj. blaðanna, eins og
búast hefði mátt við, og er
vanalegt, þegar um samskot,
og heiður V. í. er að ræða. Eg
sagði þessum vin mínum enn-
fremur, að bæði austur og vest-
ur íslendingar ættu eftir að
verða sér til ógleymanlegrar
sæmdar í sambandi við þennan
minnisvarðasjóð St. G. Steph-
anssonar. Það lægi í augum
uppi: —■ þó að Vestur-íslending-
ar væru nógu ríkir til að byggja
varðann, þá gætu Austur-íslend-
ingar sóma síns vegna, ekki
látið þetta mál afskiftalaust. T.
d- vinir skáldsins á ísl. sem vel
væru fjáðir, og þjóðin í heild,
hlyti eitthvað að sinna þessu
máli, þar sem skilningur manna
á Stephani G. færi nú svo hrað-
vaxandi, að hann innan
skamms, verður talin mesta
skáld íslendinga og Breta s. br.
umsögn dr. Helga Péturss í
“Ennýall” þar sem hann ritar
um “Stephan G. Stephansson og
íslenzkt þjóðerni” á s. 104-5.
Eg tek hér orðréttann kafla úr
ritgerð dr. Helga. Hann er aö
þakka Stephani fyrir hið ágæta
kvæði sem hann kvað um “Ný-
all” en sem hefir verið af svo
mörgum misskilið eða vanskilið,
eins og bókin sem kvæðið er
ort um. Verður máske vikið að
því síðar ef tími vinst til.
III.
— ‘‘Spyrja vil eg íslendinga
vestan hafs. Muna þeir eftir að
segja samlöndum sínum, sem
ekki eru íslenzkir, að Stephan
G. er eitt af merkustu skáldum
hins brezka heimsríkis? Og
gæta menn nógu vel að þýðingu
þessa manns fyrir varðveitingu
íslenzks þjóðernis í Ameríku?
Mér er til efá að svo sé. Eins
og nú horfir, virðist íslenzkt
þjóðerni þar vestra dauðadæmt,
þrátt fyrir drengilegar þjóð-
ræknistilraunir. Það er engin
leið að varðveita þjóðerni og
tungu, ef einungis á að byggja
á endnrminningum þeirra sem
héðan hafa komið og tilfinn-
ingum þeirra gagnvart “gamla
landinu”. Til þess að íslenzkt
þjóðerni ekki líði undir lok þar
vestra, verður að vera unt að
sýna fram á að það hafi ein-
hverja sérstaka þýðingu fyrir
Vestu'rheim og víðar. Og að
vísu má nú einnig sýna að svo
er-
Hin íslenzka þjóð hefir ein-
mitt sérstaka þýðingu. Og þar
getur það orðið til að greiða
fyrir skilningi, að benda á mann
eins og Stephan G. Stephans-
son, manninn sem varð einn af
hinum fremstu í bókmentum
sinnar þjóðar, þó að hann f'æri
ungur af ættjöröu sinni og yrði
að brjótast í að hafa ofan af
fyrir sér í annari heimsálfu með
landnámi og líkamlegu erfiði.
Eg veit ekki hvort slíks eru
dæmi um annara þjóða menn,
en þó einhver væru, þá eru þau
að minsta kosti svo fá, að bók-
mentaverk íslendingsins ætti að
geta orðið mönnum hjálp til að
fá réttan skilning á hinni ís-
lenzku þjóð.”
—Þetta er prentað 4. sept. 1925.
t
IV.
í sama streng, og undir við
dr. H. P. taka allir gáfuðustu,
lærðustu og merkustu menn ís-
lenzku þjóðarinnar, hvar í heimi
sem eru. Vil eg rita nokkrur
nöfn til áréttingar:
Þorsteinn Erlingsson, Þyrn-
um s. 257.:
-:y—, ,
Fyrir vestan voga
verður bjart á haugi;
gulir glampar loga,
gull er nóg hjá draugi.
Alt var dæmt í eyði,
eilífð falið sýnum,
nú fá landans leiði
ljós af haugi þínum.
Kveðið 5. ág. 1906.
PELimERS
COUNTRY CLUB
J~PECIAL
The BEER that Guards
Q.UALITY
Phones: 42 304
41 lll
DAY SCHOOL
for a thorough business training—
NIGHT SCHOOL
for added business qualifications—
The Dominion Business College, Westem Canada’s
Largest and Most Modem Commercial School, offers
complete, thorough training in
Secretaryship
Stenography
Clerical Efficiency
Merchandising
Accountancy
Bookkeeping
Comptometry—
—and many other profitable lines of work
We offer you inaividual instmction and the most modem
equipment for busrness study, and
AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SEBVICE
for the placement of graduates in business
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
On The Mall
and at Elmwood, St. Jiames, St. John’s
Nú g^íp eg ofan í “Lestrar-
bók” dr. Sigurðar Nordals s-
283 — — “Mikill listamaður,
spakur, glöggskygn og hug-
kvæmur, og enginn getur lesið
j ljóð hans án þess að leggja virð-
í ingu og aðdáun við manninn,
j karlmensku hans, drenglund og
djörfung. Stephan G. Stephans-
son er vafalaust mesta skáld í
öllum nýlendum Breta”. o. ,s.
frv. Rú.mið leyfir ekki fleiri til-
vitnanir í þetta sinn, en í lík-
um anda og samhljóða hafa þeir
mælt, sem nú verða taldir:
Séra Matth. Jochumsson, Jónas
Jónsson, fyrv- dómsmálaráð-
herra, Tryggvi Þórhallsson fyrv.
forsætisráðherra, Dr. G. Finn-
bogason, Þoilsteinn Gíslason,
ritstj. Jón Ólafsson ritstj., Þor-
bergur Þórðarson rithöfundur,
Dr. Á. Bjarnason, Indriði á
Fjalli sk., Jónas skáld á Haf-
dölum í Skagafirði. Jakob skáld
Thorarinsson, Ingibjörg Bene-
diktsdóttir skáldk., Baldur
Sveinsson blaðamaður, Jón
Magnússon skáld, Ólöf á Hlöð-
um skáldk., Davíð Stefánsson
sk., Þorgils Gjallandi sk., Hulda
sk.k., Jón Trausti sk., Björgvin
Guðmundsson tónskáld, Þ. Þ.
Þorsteinsson sk.; Sigf'ús Hall-
dórs frá Höfnum ritst.
í Vesturheimi mætti nefna:
K. N. Júlíus sk., Sigurð Jó-
hannsson sk., dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson sk., Guttorm J. Gutt-
ormsson sk., Jakobínu Johnson
sk.k., Stefán Einarsson ritstj.,
Dr. R. Pétursson, Einar P. Jóns-
son, ritstj., séra Jóhann Sól-
mundsson, S. B. Benediktsson
sk., Dr. J. P. Pálsson, J. Mag-
nús Bjarnason sk. og rithöfund-
ur, Hjálmar Gíslason sk., Mar-
grét Benediktsson sk.k., Jónas
Pálsson music kennari; J. S. frá
Kaldbak, próf. Richard Beck,
Einar Ólafsson ritstj., og Páll
Gnðmundsson skáld, sem orti
svo skynsamlega vel til St. G. og
flutti honum 4. ág. í kveðju-
samsæti sem skáldinu var hald-
ið í Winnipeg, að fáir hafa
gert betur. Þetta góða kvæði
P. G. er prentað í Hkr. 11. ág.
1926. Þetta sýnishorn af aðdá-
endum Stephans verður að
duga í þetta sinn, en nauðugur
læt eg hér staðar numið, því
ótölulegur fjöldi ágætustu
manna þjóðarinnar, beggja
megin hafsins, skálda og rithöf-
unda þjóta í gegnum hugan.
Eða með öðrum oröum, maður
yrði að telja upp alla gáfuðustu,
lærðustu og merkustu menn ís-
lenzku þjóðarinnar eins og getið
er hér um að framan, til þess að
átta sig á andlegri yfirburða
stærð hins góða og mikla skálds
Stephans G. Stephanssonar.
Eg tók það fram við þennan
vin minn, að íslendingar létu
ekki staðar numið við að borga
fyrir “Vörðuna” og girðingu um
grafreitinn eins og Ófeigur Sig-
urðsson mæltist til, heldur
munu þeir safna svo í sjóðinr.,
að nægi til að gera ekkju
skáldsins lífdagana þölanlega,
þá sem hún á eftir ólifaða; svo
ekki þurfi íslendingar í nútíð,
eða afkomendur þeirra í fram-
tíð, að naga sig í handarbökin
fyrir að láta ekkju hins
mikla og góða skálds, velta út-
af í örbirgð og gleymsku. —
(Kvenþjóðin er ekki lík sjálfri
sér, ef slíkt gæti komið fyrir á
tuttugustu öldinni). — Myndi
Stephan sjálfur, hafa viljað láta
vellíðan Helgu sitja fyrir minn-
ismerkinu, því sjálfur sagði
hann: “Mishent er sú mann-
lund, sem tekur lifandi manns
brauð, til að gefa dánum manni
stein.”
Helga er nú 76 ára, fædd 3
júlí 1859 og hefi eg hvergi séð
þess getið í blöðum. Hún er
dugnaðar og greindar kona, og
hefir átt sinn þátt í stórvirkjum
Stephans, eins og sjá má víða,
á Ijóðum hans, s. b. kvæðinu
“Fyrndur farar tálmi” 3ja b. bls,
160:
Þá var átt við áar-magn
akneytum og ferðavagn.
Hjá þeim átti alla vöm
aleigan hans: kona og hörn. \
í sama kvæði bls. 161:
Dýpki um ein-spönn ós til lands
Alt er frá! var grunsemd hans
Svo við kiknum kröftum lá—
Konan hans leit til ’ans þá,
Bifurslaust með bros á vör
Barna milli á sætis-skör.
Síðan trúði hann altaf, að
Einkum væri brosið það,
Það sem sigursæld valt á,
Sem að fleytti öllu þá.”
Ekki vil eg kasta skugga á
þessar Ijóðperlur, með iitskýr-
ingum. Þær bera sjálfar birtu,
hvers manns hug og hjarta.
VI.
Eg skora ekki á neinn —!
mann eða konu, að leggja fram
fé í minnisvarðasjóð Stephans
G. Stephanssonar. — Get hins: j
að eg er nú tilbúinn að veita
viðtöku, og koma til skila, þeim
loforðum sem eg á útistandandi j
hjá vinum og kunningjum, —
sömuleiðis frá hinum, sem engu
hafa lofað.
Kærast væri mér að sem
flestir unglingar og böm, tækju
þátt í þessari sjóðmyndun. — |
j Stephan kvað ljóðin sín aðallega 1
sem leiðarvísi fyrir börn og
unglinga á þeirri vandfömu leið
sem liggur til menningar og
manndóms- Og ef við skiljum
þau ekki, er það sönnun þess,
að við eigum eftir að verða full-
orðið fólk.
Tillögin þurfa ekki að vera
há; eiga að miðast af viti, við
getu, en ekki tilfinningu, nema
hjá þeim ríku, og tillögin eiga
að vera þjóðleg, eða almenn,
bæði heima og hér, eða hvar
annar staðar sem íslendingar
búa; og í þennan sjóð eiga þeir
að safna í komandi tíð, til minn-
is um hið mikla og góða skáld
og til liðsinnis þeim merkilegu
mönnum, sem vinna óstuddir að
sínum áhugamálum, samtíðinni
til iþroska og framtíðinni til
fullkomnunar.
Þetta efni er ótæmandi, og á
ekki að verða tæmt; læt eg
því hér numið staðar að sinni.
með þeirri bón til lesarans: að
athuga gaumgæfilega ummæli
dr. Helga Péturss, Þorsteins Er-
lingssonar og próf Sigurðar
Nordals um skáldið Stephan G.
Stephansson.
Að endingu vil eg geta þess
að fáeinir dalir sem mér hafa
verið sendir í sjóðinn, eru enn
óauglýstir í blöðunum, sumt af
því fé er enn hjá mér, og sumt
hjá Ófeigi Sigurðssyni. Eg bað í
hann að auglýsa ekki fyr en
hann fengi aðra peningasend-
inga frá mér.
Vinsamlegast,
Jak. J. Normarc
. O. Box 149,
Wynyard, Sask.
NAFNSPJOLD
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. G. S. THORVALDSON
Skrifstofusími: 23 674 B.A., LL.B.
Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Lögfrœðingur
Er að finnl á skrifstofu kl. 10—12
f. h. og 2—6 e. h. 702 Confederation Life Bldg.
Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími 97 024
Talsími: 33 158
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS BLDG.
Horni Kennedy og Graham
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR
Stundar eingöngu augna-eyrna-
nef- og kverka-sjúkdáma
Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h.
Talsími: 26 688
Heimill: 638 McMillan Ave. 42 691
á öðru gólfl
325 Main Street
Talsími: 97 621
að hitta, fjTsta miðvikudag i
hverjum mánuði.
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Pbone 35 909
Annast aUskonar ílutnlnga fram
og aftur um bæinn.
M. HJALTASON, M.D.
ALMENNAR LÆKNINGAR
Sérgrein: Taugasjúkdómar
Lætur úti meðöl i viðlögum
VitStalstímar kl. 2—4 e. h.
7—8 að kveldinu
Simi 80 857 665 Victor St.
Dr. K. J. AUSTMANN
Wynyard —Sask.
MARGARET DALMAN
•TEACHER OF PIANO
854 BANNING ST.
Phone: 26 420
Dr. O. BJORNSSON
764 Victor St.
OFFICE & RESIDENOE
Phone 27 586
Gunnar Erlendsson
Pianokennari
Kenslustofa: 594 Alverstone St.
Simi 38 181
Dr. E. JOHNSON
116 Medical Arts Bldg.
Talsimi 23 739
Viðtalstími 2—4 p.m.
Heimili: 776 Victor Street
Winnipeg
Talsími 22 168.
RAGNAR H. RAGNAR
Píanisti oa kennari
Kenslustofa: 683 Beverley St.
Phone 89 502
Alt fyrir fegurSina
Austurrískur fegurðarfræð-
ingur hefir eftir margra ára
tilraunir fundið upp ráð til að
gera varir rauðar, þannig að
liturinn haldi sér árum sam-
an. Aðgerðin, sem hann gerir
á vörunum, er ekki alveg sárs-
aukalaus, en hvað gera stúlk-
nrnar ekki fyrir fegurðina?
* * *
73 uppeldisbörn
Kona nokkur í Frakklandi
liefir fengið 3000 franka í verð-
laun fyrir að hafa alið upp 73
munaðarlaus börn. Kona þessi
giftist ung og eignaðist engin
börn. Fór bún þá að taka til
sín munaðarlaus börn og að
lokum urðu þau svona mörg.
* * *
--------og í Miðafríku rakst
eg á negrakynflokk. Þeir voru
svo dökkir, að eg gat alls ekki
séð þá, nema með því að bregða
upp vasaljósinu mínu.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um útíar-
ir. Allur útbúnaðm- sá besti. _
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteinja.
843 SHERBROOKE ST.
Phone: 86 607 WINNIPEG
Dr. S. J. Johannesson
218 Sherburn Street
Talsími 30 877
Vlðtalstími kl. 3—5 e. h.
Rovatzos Floral Shop
206 Notre Dame Ave. Phone 94 954
Fresh Cut Flowers Daily
Plants in Season
We specialize in Wedding’ &
Concert Bouquets & Funeral
Designs
Icelandic spoken
THE WATCH SHOP
Thorlakson Baldwin
Diamonds and Wedding
Rings
Agents for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 Sargent Ave.
Dr. A. V. JOHNSON
ÍSLENZKUR TANNLÆKNIR
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu
Simi: 96 210 Heimilis: 33 32«
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími: 94 221
600 PARIS BLDG.—Winnlpeg
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfrœðingur
Skrlfstofa:
801 GREAT WEST PERMANENT
BUILDING
Sími: 92 755
Office Phone Res. Phonb
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAIi ARTS BUILDING
Office Hours:
12-1
4 P.M. - 6 P.M.
AND BY APPOINTMENT
Talsimi: 28 889
Dr. J. G. SNIDAL
TANgLÆKNlR
614 Somerset Block
Portage Avenue WINNIPKG