Heimskringla - 27.11.1935, Page 3

Heimskringla - 27.11.1935, Page 3
WINNIPEG, 27. NÓV. 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA frelsinu, að láta undan síga. Slíkir viðburðir eru ekki sjald- gæfir í mannkynssögunni. — Þessi fjögur hundruð ára kven- frelsisbarátta Englendinga var sama eðlis og sú, sem háð var á meðal Engilsaxa á milli sjö- undu og tíundu alda; á meðal Rómverja frá öndverðri fimtu öld til annarar aldar fyrir Krists burð; og á meðal Kaldea tvö þúsund og þrjú hundruð árum fyrir Krist, og jafnvel löngu fyr- ir þann tíma. Erelsisbarátta Engilsaxneskra kvenna leiddi af sér meira en lausn konunnar undan algeru drotnunarvaldi manns síns. Föðurvaldið, sem við níátti búast, var nú einnig skert að miklum mum í fyrst- unni var barnið sem hver önnur séreign föðursins, sem hann mátti ráðstafa eftir eigin geð- þótta — gefa, selja, bera út„ eða stytta aldur; en fyrir lok sjö- undu aldar var honum ekki leyfilegt að selja barn sitt, hvort gem það var piltur eða stúlka, eldra en sjö ára. Um þetta leyti, einnig, var barn ekkjunnar hennar lögleg eign, en ættingj- um foreldranna var skylt að sjá því fyrir uppeldi þangað til það varð tíu vetra gamalt. En í stað barnamorða, sem áður tíðkuðust, kom útburðurinn, með lögákveðnu endurgjaldi fyrir fund og fóstur barnsins. Og skömmu síðar var barna- sala fyrirboðin með öllu. Rúmum1 þrjú hundruð árum eftir Krists burð, byrjuðu kenni- feður kristinnar trúar að út- breiða þá kenningu, að hjóna- bandið, þegar bezt léti, væri ekki annað en málamiðlun milli syndar og siðlætis, og hver sem giftist, gæti ekki lifað flekk- lausu hreinlífi, sem væri ein af aðal hugsjónarstefnum kristi- legrar trúar. Þessi nýtízku- stefna vann brátt hylli beztu manna. Klaustrin þutu nú upp eins og gorkúlur á lilýrri haust- nótt; og klausturgöngur hófust í stórum stíl, bæði af körlum og konum, enda troðfyltust þau á skömmum tíma. Konur þæi’, sem ruddu veginn og lögðu -sjálfviljulega þvingunar skírlíf- isok sér á 'herðar, sönnuðu með framtakssemi sinni, að sem mæður, hefðu þær lagt traustan grundvöll að framstigulli þjóð. Ef vér athugnm sögu Vestur- Evrópu frá byrjun sjöundu ald- ar til loka hinnar þrettándu, sjá- um vér að hnignun og afturför fóru ávalt í kjölfar klaustranna. Það gerir engan mismun hver þjóðin það er, sem tekin er til greina — Danir, Norðmandíu- menn, Frakkar, ítalir eða Eng- ilsaxar, þjóðfélagsorkan — framtakssemin — fór eftir því hvort sjálfkjörin ófrjósemi var látin viðgangast eða ekki. Á sjöundu og tíundu öld meðal Engilsaxa og á tólftu öld meðal Norðmandíumanna, var leitast við á allar lundir að hvetja beztu yngismeyjar til að setjast í helgan stein. Beztu konur þjóðarinnar gerðust þannig sjálfkjörnar óbyrjur. í hverju einasta tilfelli, þremur kynslóð- um síðar, er auðsýnilegur þurð- ur á leiðtogum á öllum fram- sóknarsviðum. Vér verðum að hafa það hug- fast„ að afleiðingar breytinga þeirra, er eitt eða annað þjóðfé- lag kann að gera á lagaákvæð- um og venjum, sem stjórna hin- um kynslegu hegðunum manns- ins, koma ekki fyllilega í Ijós fyr en að þriðja kynslóðin er komin á legg. Þegar framstigul þjóð gerir vart við sig í mann- kynssögunni, er hún að beita orku, sem var framleidd af tveimur næstu kynslóðunum á undan. Verður því auðsætt, að fýsi oss að sjá hvaða áhrif að þær kynslegu venjur höfðu, er þjóðin lét viðgangast þegar hennar verður fyrst vart, verðum vér að leita þeirra í næstu aldar skýrslum. Til þessa hefir ekkert þjóðfé- lag getað staðið fremst til lengdar. Engin þjóð hefir nokk- urntíma gert framleiðslu sjálfr- ar orkunnar að marki sínu og miði, heldur virðist hún óafvit- andi safnast fyrir, og af tilvilj- un einni, brjótast fram í æðis- gangi, nú í þessa áttina, þar næst í hina; og ennfremur, eng- um hefir enn tekist að sanna að slík orka sé eftirsóknarverð. Alt sem vér vitum er það, að til þessa hefir hún komið fram í misjöfnum hlutföllum, og að engin þjóð hefir stundinni leng- ur notið hennar í fyista mæli. Vér vitum nú einnig, að hún hefir reynst öflugust hjá þeim þjóðum, sem mest hafa ein- skorðað ' athafnafjrelei manns og konu, hvað hinar kynslegu tilhneigingar þeirra snertir, méð ströngum einkvænis lagaá- kvæðum og venjum. í öllum slíkum tilfellum voru konur og börn löghelguð eign mannsins, líkt og jarðeignir hans, ■ eða lausir aurar. En ójöfnuður þessi stóð aldrei lengi áður en hon- um væri kipt í lag, en um leið, losast æfinlega nokkuð á sið- lætissambandinu á milli karla og kvenna. Það var hin ó- jöfnu kjör konnnnar, en ekki hreinlífisskyldan, sem orsakaði afnám einkvænisfyrirkomulags- ins í þess ströngustu mynd.. — Engu þjóðfélagi hefir enn tekist að koma því skipulagi á hjú- skaparbandið, að það hafi getað staðið óbreytt til langfram'a í þess strangasta fýrirkomulagi — þegar kynslega frjálsræðið er heft þrengstum hömlum, og konunni fyrirmunað jafnréttis við manninn. Ef slíkt fyrir- komulag er æskilegt, framfara- orkunnar vegna — sem enn er þó ósannað — og þess verði krafist í framtíðinni, verður það að byggjast á algerum jafnrétt- isgrunni—þar sem maðurinn og konan standa lagalega jafn- fætis. Ályktun þessi hvílir á sögulegum sannreyndum. —Point Roberts, Wash. Árni S. Mýrdal HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI TRYGGVA GUNNARSSONAR 1835—18. október—1935 Því verður ekki neitað, að Tryggvi Gunnarsson var mestur afkastamaður íslendinga á sinni tíð, og landinu er skylt að hafa minningu hans í heiðri. Hann átti manna mestan þátt í því að vekja þjóðina af löngum svefni dáðleysis. Hann var í farar- broddi, þegar endurreisnartíma- bilið hófst, bjartsýnn, fram- sýnn, áræðinn og ósérplæginn. Hann kom á fót margskonar framkvæmdum, sem enginn hafði áður trúað að íslendingur gæti ráðist í. “Kjarkurinn geig- laus var”, og um eitt skeið var Tryggvi átrúnaðargoð þriggja landsfjórðunga fyrir fram- kvæmdir sínar, elju og einlægni í því að bæta hag þjóðarinnar á sem flestum sviðunf. Hann fekst við margt um dagana og hafði jafnan mörg járn í eldinum. Fór því stund- um svo, að hann ætlaði sér ekki hóf, enda þótt starfskraftarnir væri fádæma miklir, og lenti því sumt í vanrækslu. Stafaði eflaust sumt af því, að ’nann varð að fela öðrum ýmis 3törf, en vildi þó jafnframt vera ein- ráður, en það tvent gat ekki farið saman. Gunnlaugur Tryggvi hét hann fullu nafni, og var sonur séra Gunnars Gunnarssonar í Lauf- ási og konu hans Jóhönnu Kristjönu Gunnlaugsdóttur sýslumanns Briem. Var hann fæddur í Laufási 18. október 1935. í uppvexti naut hann meiri mentunar hjá föður sín- uni en alment gerðist á þeim árum. En jafnframt var hann vaninn við alla algenga sveifa- vinnu. Kom það fljótt í ljós að drengurinn var flestum lagtæk- ari og verkhygnari, og að hann hafði mikinn áhuga fyrir smíð- um. Var honum því, 14 ára gömlum, komið til smíðanáms hjá Ólafi Briem móðurbróður sínum á Grund. Var Ólafur annálaður fyrir hagleik og hafði lært trésmíði erlendis. Hjá hon- um var Tryggvi í rúm tvö ár og fékk þá sveinbréf í iðninni. — Þetta nám hans varð til þess, að hann réðist seinna í ýmsar framkvæmdir, sem hann varð frægur fyrir og enn mun sagt verða. Árið 1859 kvæntist Tryggvi og fór þá að búa á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal. Gerðist hann mesti búforkur og tók nú fyrst fyrir alvöru að bera á verkhygni hans og útsjónar- semi. T. d. beislaði hann bæj- arlækinn og notaði hann til þess að mala korn, snúa hverfisteini, skaka strokkinn, vefa voðir o. fl. Var hann þar langt á undan samtíð sinni. Þetta undruðust menn þá sem von var, því að bæjarlæMr höfðu fiengið iað vera í friði frá landnámstíð, nema hvað þeir höfðu á nokkr- um stöðum verið notaðir til á- veitu. Árið 1863 sigldi Tryggvi til Kaupmannahafnar. Réðist það þá, að hann skyldi fara til Nor- egs og stunda landbúnaðamám. Dvaldist hann nú alllengi í skól- anum í Ási og ferðaðist talsvert um Noreg til þess að kynnast búskap. En hann lærði meira í þessari ferð. Augu hans opn- uðust fyrir því hvað samgöngu- leysið hér á landi var þungur hlekkur um háls þjóðarinnar. Hér var þá enginn vegarspotti, engin brú. Þegar hann kom heim settist hann að búi sínu og var brátt lífið og sálin í öllum fram- kvæmdum í sýslunni. Voru þá harðindaár og ísaár. Verzlun var mjög óhagstæð, einkum á Norðurlandi. Á Akureyri vorvi þá aðallega tvær verzlanir, Gud- manns og Höepfners, báðar al- danskar og með rammasta ein- okunarsniði. Sumarið 1868 keyptu nokkrir bændur við Eyjafjörð strandað skip, sem “Emilie” hét, Varð það að ráði að gera við skipið og var nú stofnað hlutafélag um það, og snerist það seinna upp í verzlunarfélag. En viðgerð skipsins drógst, enda gerðu kaupmenn alt sem þeir gátu til að spilla fyrir samtökunum. — Kölluðu þeir “þennan góða skip” í háðungarskyni “Gránu” og vonuðu að það mundi grotna niður þar sem það var komið. En fé fekst nú samt til að gera við skipið, og var Tryggvi kos- inn formaður hins nýja hluta- félags. Var uppnefni kaup- manna á skipinu látið haldast þeim til storkunar og máske meðfram af því að menn tryði að það yrði skipinu happanafn. Og svo var félagið látið heita í höfuðið á því og kallað “Gránu- félag”. Tryggvi sagði eitt sinn (1888) svo sjálfur frá: “Gránufélagið byrjaði 1871 með einu skipi og einum farmi. en frá 1877—1883 átti það þrjú skip og flutti 10—15 skipsfarma til íslands og hafði nálægt 500,000 króna verzlun. Þau árin hefir félagið rekið með stærstu eða stærstu verzlun á íslandi; síðan hafa lengst af verið hörð ár og hafís mikill norðanlands, svo verzlun fé- lagsins er, eins og annara, minni nú en áður, þó líklega með þeim stærstu norðanlands og hefir fimm fasta verzlunar- staði”. Tryggvi hafði stjóm félagsins með höndum þangað til 1893 að hann gerðist bankastjóri. Verð- ur Gránufélagsins lengi minst í verzlunarsögu íslands, því að það hnekti einokun danskra kaupmanna norðan lands og austan. Það greiddi hærra verð fyrir íslenzkar afurðir, en seldi útlendar vörur með lægra verði. Tryggvi sá fljótt, að nauðsyn bar til þess að vanda hinar ís- lenzku útflutningsvörur. Hann kom því á, að ullin var flokkuð eftir gæðum. Hann byrjaði á því að gufubræða lýsi — og fékk í fyrstu fyrir það nokkurt aðkast og háðglósur — en þetta varð til þess að verð á lýsi stór- hækkaði, og fékk Gránufélags- lýsið fyrstu verðlaun á sýning- um í Edinborg og Kaupm'anna- höfn. Þá þagnaði kurr og spott út af því máli. Fram til ársins 1876 þektist það ekki á norðurlandi að salta íisk. Allur fiskur var hertur. — Tryggvi sá, að við svo búið mátti eigi standa. Hann fékk þá mann af Vesturlandi til að kenna Norðlendingum saltfisk- verkun. Svo flutti hann salt til Norður- og Austurlands og lét reisa salthús víða. Fengu menn nú hærra verð fyrir fisk en áður. 1880 voru flutt út frá Norðurlandi 2700 skippund af saltfiski og þremur árum seinna 5450 skippund. Alt var þetta Tryggva verk. Þó telur Klem- ens Jónsson að hnignun Gránu- félagsins hafi að nokkm leyti verið honum að kenna, “hafði hann ekki fengið nógu yfir- gripsmikla mentun, og svo var hann við ýms önnur störf rið- inn, sem eðlilega drógu huga hans frá félaginu”.- Tryggvi gerðist bankastjóri Landsbankans 1. maí 1893. — Mátti ætla að þar væri sá mað- ur, sem mesta þekkingu hefði á hag landsníanna um alt er laut að landbúnaði; verzlun og sjáv- anútvegi, því að Gránufélagið hafði í mörg ár átt þilskip og hann gert þau út með miMum dugnaði og framsýni. Mest munu bændur hafa vænt sér af bankastjórn hans. En það fór á annan veg en menn höfðu vænst. Þegar Tryggvi var orð- inn bankastjóri gerðist þessi víðsýni og áræðni maður afar í- haldssamur. Hann skirðist við að taka lán erlendis — vildi ekki hleypa landinu í skuldir og oft var það viðkvæðið er ein- hver bað um lán, að peningar væri ekki til. Þó vildi Tryggvi hlynna að út‘ gerðinni eftir mætti. Hann hafði séð hver lyftistöng hún var fyrir hag landsmanna. Hann hafði tröllatrú á skútunum, því að hann hafði sjálfur reynt hvers virði þær voru. En á togarana mun honum ekki hafa litist, eða að minsta kosti ganga sögur um það. Mun honum hafa þótt Islendingar færast of mikið í fang nteð að kaupa svo dýr skip. Og eitt er víst, að af íhaldssemi hans og einræði var það að miklu leyti sprottið, að íslandsbaki var stofnaður. Þó bar hann sífelt hag út- gerðarinnar mest fyrir brjósti, og margt gerði hann fyrir hana. Hann stofnaði þegar er suður kom ábyrgðarfélag þilskipa við Faxaflóa (hafði áður verið frumkvöðull að stofnun sams- konar félags á Norðurlandi); hann kom á fót líftrygging sjó- manna; hann stofnaði Slippinn og hann stofnaði fyrsta íshúsið hér á landi, sem nú heitir Nor- dalsfshús. Tryggvi var þingmaður Norð- ur-Þingeyinga 1869 tll 1875, Sunnmýlinga 1875—’85, Árnes- inga 1894—1899 og þingmaður Reykvíkinga eftir það til 1907. Á þingi fylgdi hann Jóni Sig- urðssyni trúlega meðan hans naut við. Sagði Jón svo um hann: “Tryggvi er gætinn mað- ur og besti drengur”. Um það, livernig Tryggvi reyndist Jóni Sigurðssyni og minningu hans, mætti rita langt mál, en því verður slept hér. Þó má geta þess,. að hann sá um útför þeirra hjóna, og hann keypti húsgögn þeirra og gaf þau land- inu. Eru húsgögnin geymd í Alþingishúsinu. Á þingi lét Tryggvi mikið til sín taka, bæði í fjármálum og samgöngumálum. Var það mest honum að þakka að strandferð- ir hófust 1876. Hann átti og mikinn þátt í því, að gagn- fræðaskólinn á Möðruvöllum var stofnaður o. s. frv. Tryggvi hugsaði ekM aðeins uni samgöngubætur á sjó, held- ur einnig samgöngubætur á landi. Hann mintist veganna og brúnna, sem hann hafði séð í Noregi. Meðan hann var forstjóri Gránufélagsins bauðst hann til að gefa brú á Eyvindará í Fljótsdalshéraði ef bændur vildu flytja efnið frá Seyðisfirði og reisa brúna. Hann hafði sjálfur gert teikningu að brúnni. En svo var deyfðin mikil, að Tryggvi varð að hafa í hótunum við bændur að taka gjöfina aft- ur, vegna þess að þeir skirðust við að flytja efnið og reisa brúna. Hún komst nú samt UPP. og má telja þetta fyrstu brú á íslandi. Næst fékk hann því framgengt að Skjálfanda- fljót væri brúað, og sá sjálfur um smíðina. Var það gamla trébrúin hjá Goðafossi. Næst komu svo brýrnar á Glerá, Þverá í Eyjafirði og Jökulsá á Brú. Þær komust upp fyrir forgöngu Tryggva. En fræg- astur er hann orðinn fyrir brúna á Ölfusá, og segir Klem- ens Jónsson svo frá þvf í æfi- minningu Tryggva í “Andvara”: — Eftir margra ára baráttu á þingi hafðist það loks í gegn á Alþingi 1887, að brú skyldi lögð yfir Ölvesá, og stjómin (dan- ska) samþykti lögin með sem- ingi, mest fýrir fortölur Tryggva og áeggjan, 3. ntaí 1889. Landstjómin átti að ann- ast um byggingu brúarinnar, og byrjaði á því að bjóða hana út í þremur þjóðlöndum álfunnar, Þýzkalandi, Englandi og Frakk- landi, en engin tilboð komu, því verkfræðingar töldu ógerlegt að koma henni upp fyrir 60 þús. krónur, sem veittar voru í þvi skyni. Þá kom Tryggvi til sög- unnar og bauðst til að byggja brúna. Það hefði eigi verið ó- eðlilegt, þó stjómin hefði sýnt Tryggva alla nærgætni og til- hliðrunarsemi í samningum, sem unt var, er hann hafði þor og þrek til að ráðast í að byggja stærsta mannvirM, sem gert hafði verið síðan ísland bygðist á þessu landi. En því fró fjarri; um það er mér fullkunnugt, því að eg var þá aðstoðarmaður í stjómarráðinu í Kaupmanna- höfn. Til að mynda sendi hún afardýran verkfræðing, sóttan frá París, til þess að hafa stöð- ugt eftirlit með veúkinu, á Frh. á 8. bls. iNNKÓLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: ...Sumarliði J. Kárdal ...J. B. Halldórsson ....G. O. Einarsson ....Sigtr. Sigvaldason ....Björn Þórðarson .......G. J. Oleson .....H. O. Loptsson ..Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson ..Magnús Hinriksson ......Páll Anderson .....S. S. Anderson .....S. S. Anderson .....ólafur Hallsson ......John Janusson ......K. Kjernested ...Tím. Böðvarsson .......G. J. Oleson .....Sig. B. Helgason Jóhann K..Johnson ....Gestur S. Vídai ...Andrés Skagfeld .....John Kernested •Hannes J. Húnfjörð .....S. S. Anderson ....Sigm. Björnsson .....Rósm. Ámason .......B. Eyjólfsson ...Th. Guðmundsson .......Sig. Jónsson Hannes J. Húnfjörð .....S. S. Anderson ....Andrés Skagfeld ..Sigurður Sigfússon ......Björn Hördal .....S. S. Anderson .....Sig. Sigurðsson .Hannes J. Húnfjörð ........Ámi Pálsson ....Bjöm Hjörleifsson ....G. M. Jóhansson ........Fred Snædal .......Björn Hördal ....Halldór Egilsson ....Guðm. ólafsson ...Thorst. J. Gíslason .....Aug. Éinarsson ....Mrs. Anna Harvey ......Ingi Anderson .....John Kernested ......S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra.......*.............................Jón K. Einarsson Bantry.....................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.........................John W. Johnson Blaine, Wash......................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..................................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.......................................Jacob Hall Garðar...................................S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson.............'...................Jón K. Einarsson Hensel.....................................J. K. Einarsson Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton......................................F. G. Vatnsdal Minneota..............................Miss C. V. Dalmann Mountain............................... Th. Thorfinnsson National City, Calif........John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts............................Ingvar Goodman Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.....................................Jón K. Einarsson Upham....................................E. J. Ilreiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba Árnes.......... Amaranth....... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury..... Brown............ Calgary........ Churchbridge... Cypress River.... Dafoe.......... Elfros........... Eriksdale...... Foam Lake...... Gimli.......... Geysir......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa......... Hove........... Húsavík........ Innisfail...... Kandahar....... Keewatin....... Kristnes....... Langruth....... Leslie......... Lundar......... Markerville.... Mozart......... Oak Point...... Oakview........ Otto........... Piney.......... Poplar Park.... Red Deer....... Reykjavík...... Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River..... Tantallon...... Thornhill...... Víðir.......... Vancouver...... Winnipegosis... Winnipeg Beach, Wynyard........

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.