Heimskringla - 27.11.1935, Page 4

Heimskringla - 27.11.1935, Page 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 27. NÓV. 1935 ®eimskrin0la (StofnuB litt) Kemur út á hverjum miBvikudegl. Eigendur: THE VTKING PRESS LTD. 153 og «55 Sargent Avenue. Winnipet TaUímis «6 537 VerS blaðsins er »3.00 árgangurinn bor*l»t fyrlríram. Allar borganir sendiat: THE VIKING PRESS LTD. CJU viSskiíba bréf biaSinu aðlútandl sendist: Manager THS VIKINQ PRESS LTD. «53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA «53 Sargent Ave., Winntpeg “Heimskrincla” is publishad and printed by THE VIKIMQ PRESE LTD. Sf3-155 Sargent Avenue, WinnPpet Mem. Telepbone: M >U WINNIPEG, 27. NÓV. 1935 REIKNINGAFÆRSLA LÖGBERGS í sn'ðasta Lögbergi er minst á lækkunina á tolli á bílum frá Bandaríkjunum í nýju viðskiftasamningunum. Er iþar ihaldið tfram að hún nemi $66—174 á hverjum M. I>etta virðist ofurMtið ýkt. Lækkunin sem gert er ráð fyrir í samn- ingunum nýju níilli Canada og Bandaríkj- anna, nemur 2|%y á bílum, sem kosta ait að $1200. Á dýrari bílum er tollurinn lækkaður meira og á 2100 dollara ba'lum og þar ytfir er hann 10%. Bílar þeir sem almennast eru keyptir kopta um $500—$600. Með 17£% tolli í stað 20%, sem var gamli tollurinn, nem- ur lækkunin aðeins $12.50 og $15.00. Að hún sé $66. fáum vér alls ekki séð. Hún nemur ekki einu sinni helming þess eða ekki nema $30 á $1200. bílum. Hvað toilurinn er lækkaður á bílum yfir það verð munu fáir alþýðumenn skoða sér viðkomandi, nema ef vera skildu þeir, sem bjá bílasmiðununl vinna, þvl það gæti orðið til þess að kaup þeirra lækkaði fremur en hitt. Á $3000 bíl, með 10% tolllækkun nemur hagur þess er kaupir $300. Þetta er þvá góð lækkun fyrir þá fátæklinga, sem 3000 dollara bíla kaupa, en aðra ekki. Þetta er alveg öfugt við það'hlutfall sem var á tollinum á tíð Bennetts. Á bílum sem kostuðu 1200 til 2100 dollara, var tollurinn áður 30%, og hækkaði eftir því sem verð bílanna hækkaði. í Kings- samningunum er tollurinn lækkaður þeim mun meira, seirt bíllinn er dýrari. Það voru hinir fáu ríku, sem King voru ofar í huga en fátækur tfjöldinn, er samning- arnir voru í smíðum. Og þarna er þá mannvinurinn, þetta goð alþýðunnar í síðustu kosningum, Mr. King. ALDARAFMÆLI CARNEGIE Prá fæðingu Andrew Carnegie voru s. 1. mánudag, eða 25. nóvember,, liðin 100 ár. Hann var borinn í Dunfermile á Skot- landi. Það mun sjaldgæft að 100 ára afmælis dauðra og grafinna miljónamæringa sé að nokkru minst af þjóð þeirra. Camegie er ef til vill sá eini, er það verður sagt um. Og ástæðan fyrir því er sú, að hann viðurkendi, fyrstur allra auðmanna, hug- myndina um; að auðsafn einstaklingsins væri í raun og veru almennings-eign, og lifði eftir henni. Miljónirnar sem hann rakaði saman á 40 árum, gaf hann allar burtu á síðustu æfiámm sínum. Það hafði enginn gert á undan honum. Caraegie var einn af þeim mönnum, og á meðal þeirra voru Rockefeller, Van- derbilt, Jay Gould og Morgan, er sáu fyrinfram hinn stórbrotna iðnað, er rísa mundi upp í Bandaríkjunum eftir borgara stríðið. Þeir sáu Bandaríkin eins og þau nú eru í dagdraumum sínum, með jám- brautakerfum, iðnstofnunum og stálbræð- siuofnum um þvert og endilangt, og að sá eða þeir, sem taumhald hefðu á því öllu, yrðu loðnir um lófana. Og það voru þessir sömu menn, sem segja má um að grundvöll legðu að núverandi auð- valdi í Bandaríkjunum, sem nýlega hefir verið lýst í bók, með titlinum: “Ræningja- barónamir”. En þrátt fjrrir það, þó Camegie væri nú “einn af þessum átján”, var hann þó í ýmsu ólíkur þeim. f kaupum og sölum mun hann oft hafa reynst eins skozkur harðjaxl og hver þeirra, en þó er haldiö fram um hann, að hann hafi ekki með öllu verið af þeirra sauðahúsi, eins og reyndar síðar kom fram. Þeir óðu um ríki sitt, með guð á vörunum og stofnuðu girkjur og prestas'kóla. — Camegie gaf sig aldrei neitt að því. Faðir hans var fríhyggjari og róttækur í skoðunum. Þeg- ar Camegie var drengur, leyifði hann honum, að skemta sér á skautum á sunnudögum sem á þeim tíma (um 1845) var ekki talin sem kristilegust hegðun í Dunfermile. Carnegie konl með foreldrum sínum til Bandaríkjanna 13 ára gamall. Fyrsta starf hans var að hlaupa á milli með símskeyti fyrir járnbrutarfélag; þá varð hann símaþjónn og síðar einka-ritari jám brauta-eiganda. Um það leyti fór hann í hjáverkum sínum að kaupa eignabréf. og selja, í smáum stíl samt. En það varð þó byrjunin að velmegun hans. Hann hafði frá því fyrsta viljað verða ríkur, en að eyða allri æfinni í auðsöfnun, var honum fjarri. Hann fýsti að verða sæmi- lega sjálfstæður, en ætlaði sér þó að hætta er því væri náð og stunda nám í stað auðsöfnunar. Þegar hann var 33 ára gamall, námu tekjur hans $50,000 , á ári. Skritfaði hann þá í dagbók sína, að nú væri tími til þess kominn fyrir sig, að nema staðar, og “byrja nám á Oxford skóla, kynnast lærðum mönnum, kaupa blað og taka þátt í almennum málum, einkum þeirra, er snertu mentamál og fræðslu fátækrar alþýðu.” En þessi endurbóta-hugmynd Carnegie gleymdist þó um hríð, því litlu síðar kynt- ist hann frönskum manni, er uppgötvað hafði nýja aðferð í stálgerð, sem hann efaðist ekki um að arðvænleg yrði, þó al- ment væri um uppgötvarann talað sem “vitfirring” (a crazy Frenchman). En árangurinn af þvtf varð nú samt sá, að Carnegie varð á árunum 1870—1900 einn af stærstu stáliðju kóngum Bandaríkj- anna. En 1901 selur hann alt í einu stofnun sína öðrum í hendur (U. S. Steel Corporation). Um verð er ekki getið nein- staðar, en í dagbók sinni segir Carnegie, að hann hefði síðar komist að því, að hann hefði getað selt hana $100,000,000 meira, ef hann hefði beðið um það. Þega^ Carnegie hafði nú sezt í helgan stein, 66 ára gamall, ætlaði hann sér, að hefjast handa á því er hann hafði horfið frá fyrir 33 árum. Og daginn eftir að kaupin voru gerð, byrjaði hann að gefa í burtu eigur eínar, með það fyrir augum, sem nú er öllum ljóst, að gera alþýðunni auðveldara fyrir að afla sér þekkingar af bókum. Og þar til 1919, að hann dó, nam féð er hann gaf til almennra bókasafna um allan heim $350,000,000. Er sagt að það hafi verið 90% af öllum eignum hans. iS'koðun hans á auðsötfnun er með hans eigin orðum skýrð á þessa leið: “Þetta, er þá skylda auðmannsins, að vera hófsam- ur og forðast að gefa ljótt eftirdæmi í eyðslusemi og með fánýtri breytni. Að sjá sómaSamlega fyrir þörfum þeirra, er hann á fyrir að sjá. Þá á hann að líta svo á, sem allur sá auður, sem honum hefir áskotnast, fram yfir þetta, sé al- mennings-eign, sem honum' er falið um- boð og eftirlit með, en sem hann á ekki sjálfur.” Þetta hefir ef til vil'I ekki verið ný hugmynd, en Carnegie, er fyrsti mað- urinn að breyta etftir henni. Og hún hefir í reyndinni haft meira gott í för með sér, en hægt er að gera sér nokkra. grein fyrir. Af öllum þeim miljónamær- mgum”, sem getur um, er Carnegie sá eini, sem enga ríka afkomendur á, sem á árinu 1935, eru þymar í augum alþýð- unnar eða þjóðfélagsins, eins og “ræn- ingja ibarónamir”. En eftir aldamótin 1900, fór Camegie að gefa sig við bókmentumí. Hann skrif- aði æfisögu sína, er þykir hin skemtileg- asta og svo hógvær, að til þess er tekið. Fara þar saman kýmni og fjörugur stíll. Hann reit og margt fleira bæði um hag- fræði og þjóðtfélagsmál. Aflaði það starf hans honum vináttu ýmsra mentafröm- uða svo sem John Morley o. fl. Er svo sagt, að hann hafi verið eini miljónamær- ingurinn, sem Morley hafi veitt áheym. En löngu fyrir 1901, hafði hann skrifast á við Gladstone og Mathew Arnold. Hann var og kunningi Mark Twains, og ekki sagður honum ósvipaður að minsta kosti «í að hafa það til að skýra hlutina með dæmum, sem allra fjarstæðustum veru- leikanum. í æfisögu sinni birtir Carnegie bréf f'rá Mark Twain, er botninn skal slá í þessa grein með. Skrifaði Mark Twain Carnegie það, er sem mest var af auði hans gumað í blöðunum; bréfið er þetta: Kæri vinur og herra:— Blöðin færa mér nú þá frétt, að þú sért orðinn vell-ríkur. Ekki vænti eg, að þú vildir því lána mér einn dollar og fimtíu cent? Eg þarf þess m'eð fyrir sálmabók. Eg er viss um, eða eg finn það á mér, að guð muni blessa þig fyrir það. Og svika- laust skal eg gera það. Ef þér berast samt fleiri lánsbeiðnir sem þó er ekki lík- legt, skaltu ekki hugsa um þessa. Þinn, Mark P.S.—iMundu að senda ekki sálmabók, heldur peninga, því eg vil velja hana sjálfur. M. ÓEIRÐIRNAR f EGYPATLANDI Óieirðirnar sem' Wafdista-isjá3|fstiæði)s- flokkurinn á Egyptalandi hótf nýlega á móti yfirráðum Breta, á eflaust rætur að rekja til stríðsins í Blálandi. Það virtist eins óhentugur tími og hugsast gat fyrir Wafdistana, að leggja kröfur Sínar um lausn undan Bretum fyrir Þjóðabanda- ilagið eins og nú stendur á. Sjálfstæðis- kröfur Egyptalands hefðu á hvaða öðrum tíma sem var, verið frekar heyrðar af Bretum. Og án áhrifa frá Mussolini er ætlað, að þær hetfðu ekki verið fram- bomar. Eitt af því er Mussolini gerði eflaust með það fyrir augunl, að vékja óánægju Egypta, var það að draga her saman á landamærum Sudan. Sudan er hluti af Egyptalandi, sem Bretar ráða yfir. Það strik Mussolini vissu þeir, að var hafið gegn Bretum, en ekki Egyptalandi. Bret- ar svöruðu því með því að efla flota sinn við Suezmynni eða á austur-hluta Mið- jarðarhafsins. En auk þess sem það dylst ekki, að uppiþot Wafdistanna er af þessu sprottið, verður það einnig ljóst, hvað alvarlegt þetta Blálandsstríð er og að í því er meira fólgið fyrir ítölum, en að ná Blálandi. Þar er einnig um það að ræða, að ná nokkru af yfirráðum Breta úr höndum þeirra á Miðjarðarhafinu. Og þá fer engan eða þartf engan heldur að furða á herviðbúnaðinum öllum. Það er ekki ó- líklegt, að til stærri tíðinda dragi milli Breta og Itala áður en öll nótt er úti. NÝTT SKÁLDA-RIT Það hefir lengi verið Rithöfunda félagi Canada ljóst (Canadian Author’s Assn.), að mikil þörf væri á útgáfu rits, er birti Ijóð eftir canadisk skáld. Sem stendur hafa ljóðskáldin lítil útispjót, að koma ljóðum sínum fyrir almenning, vegna þess, að blöð og tímarit skirrast mjög við að birta mikið af ljóðum. Rithöfunda- félagið hefir því ákveðið, að hleypa riti af stokkunum til þess að skáldunum getf- ist kostur á að auglýsa vöru sína. Kemur fyrsta ritið út upp úr nýári og svo eitt á hverjum ársfjórðungi úr því. Það er enginn efi á því, að rit þetta er þarft. Það eru ekki nema fáeinir af öll- um fjöldanum, sem hér yrkja, er kost eiga á að gefa bækur sínar út. Og til þess að fylla eina bók, svo því taki, að hún sé gefin út, verður oft að taka fleira í hana, en það, sem gullvægt er og mikið skáld- skapargildi hefir. Það væri ekki ótrúlegt að rit þetta (The Canadian Poetry Magazine) ætti eftir að flytja almenningi margt gull- kornið, sem annars hefði aldrei fundist. TOLLLÆKKUNIN Á NAUTGRIPUM I fljótu bragði mun tollækkunin á nautgripum í nýju viðskitftasamningunum vera eitt af því, sem menn, sérstaklega í þessu fylki, hafa gert sér einna mestar vonir um. Þegar samninga-atriðin um ihana eru nú samt athuguð, kemur brátt í Ijós, að þar er við minna að ibníast en ætla mátti. Tollamir á nautgripum eru nú 2 cent á pundinu í staðinn fyrir 3 cent áður, og á kálfum, senf ekki vigta yfir 175 pund ll^ cent í stað 21^ áður. Þetta væri auðvitað gott og blessað, etf sá galli e'kki fylgdi, að nautgripir, sem ekki ná 700 punda vigt, koma hér alls ekki til greina. Tollur á þeim, er sá sami og áður eða 21/, cents. En hér stendur nú ein- mitt svo á, að það er vegna þessarar und- antekningar, að tolllækkunin kemur að litlum notum. Mjög mikið af þeim naut- gripum, sem héðan eru seldir, vigta ekki 700 pund. En fyrir væna nautgripi, eða sem mikið yfir það eru að þyngd, er góð- ur markaður á Englandi. En þrátt fyrir það þó með tolllækkun þessari muni ekki mikið unnið, hetfir nautgripasala til Bandaríkjanna verið að aukast nfjög síðast liðið ár. Er oss sagt, að hún nemi 120,848 nautgripum það sem af er árinu 1935. Árin 1928 og 1929 nam hún 160,000 til 166,000, en féll með Haw- ley^Smoot-tollögunum niður í tæp 20,000 1930. Þó í nýju samningunum sé gert ráð fyrir að selja megi um 227,000 naut- gripi til Bandarikjanna, mun ekki f'ara neitt nærri því, að tolllækkunin nái til nema sára lítils hluta þeirrar tölu, jafnvel þó salan næmi því, sem óvíst er nú um og næsta ólíklegt; þó salan hafi verið góð þetta ár af sérstökum ástæðum syðra, er óvíst hvað lengi það varir. Að King tók í m'ál, að hafa alla nautgripi undir 700 pund- um að þyngd undanskilda toll- lækkuninni, sýnir það sem áð- ur hefir verið sagt um hann, að hann sé góðhjartaður samn- inganfaður. SAMVINNA OG FRELSI Ræða í Sambandskirkju flutt af séra Philip M. Pétursson “Talið þannig og breytið þannig, sem þeir„ er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.” (Bréf Jakobs, 2:12) Nýlega hafa birst greinar í öðru íslenzka vikublaðinu, sem fjalla um frjálslyndi í trúarefn- um og um samvinnu kirkjufé- laga með sérstöku tilliti til hinna íslenzku kirkjufélaga hér í Vesturheimi. Mér hefir fund- ist þetta vera of mikilvægt mál til þess, að það væri ekki íhug- að nánar, og ef til vill frá dálít- ið öðru sjónarmiði en því sem þegar hefir verið gert. Eg vil því við þetta tækifæri fara nokkrum orðum um þetta mál, og taka ýmislegt til greina, sem hefir ef til vill ekki áður verið minst á. Eins og gefur að skilja, er þetta svo mikilvægt mál, að ekki er við að búast, að það sé hægt að íhuga allar hliðar þess á fáum mínútum. Það hefir ekki verið gert í greinunum sem birtar hafa verið, og eg geri ekki ráð fyrir að það verði held- ur gert hér. En það sem eg mun víkja að er hvernig sam- vinnan eigi að vera, á hvem hátt hún geti átt sér stað, og á hvaða grundvelli, því, þó að það hafi verið talað um samvinnu, er ekki nóg aðeins að segja “verði samvinna” til þess að samvinna verði. Það er ekki fullnægjandi aðeins að láta í ljósi hvað æskilegt það væri„ að menn gætu unnið saman í bróð- emi. Eitthvað meira þarf með en það. Eitt af því skilst oss vera grnndvöllur sá, er sam- vinnan skuli hvíla á. Og um það atriði vil eg því fara fáum orðum hér í kvöld. í ræðunni sem séra Jakob Jónsson flutti hér fyrir tveimur vikum’, lét hann allrækilega í ljósi, hvað verulegt frjálslyndi væri. Meðal annars sagði hann: “Frjálslyndið er í því fólgið, að hafa virðingu fyrir viðleitni ann- ara til að leysa hin helgustu vandamál, þó að þeir komist að öðrum niðurstöðum.” Einnig sagði hann, “frjálslyndið bygg- ist ekki aðeins á jafnrétti, held- ur líka bróðerni.” Þar að auki gaf hann í skyn, að umburðar- lyndi sprytti “beinlínis af þeirri jafnréttishugsun, sem fólgin er í kenningu Krists.” Eg 'hygg að allir sem viður- kenna gildi frjálslyndsins, geti tekið undir þessi orð. Þessar skýringar á frjálslyndi bera saman við allar kenningar hinn- ar frjálsyndu stefnu, og þar af leiðandi við kenningar kirkju vorrar. Þær hafa altaf verið efstar á stefnuskrá frjálstrú- aðra manna þó að það kunni að vera að einhverjir einstakling- ar hafi stundum misskilið það hvað er í verulegu frjálslyndi fólgið. En þó að vér skiljum allir hvað frjálslyndið þýði, þá fylgir það ekki, að samvinna hatfist nú þegar. Ýmislegt annað verð- ur að koma til greina og svo verða að vera tveir í leik til þess að nokkur samvinnu sam'tök komist á. — Og meðan aðrir vilja ekki taka þátt í samvinnu með oss, þá höfum vér engan rétt til þess að egna eða að knýja þá til þess. Þeir hafa sama rétt til að halda sinni skoðun á þeim málum, sem þá varðar og vér höfum, að halda skoðun vorri. Og bezta sam- vinnan gæti ef til vill verið að bera virðingu hver fyrir öðrum og að láta hvern annan í friði. En þessi savinnumál eru ekki ný. Eg veit ekki hvað er langt síðan að þeim var fyrst hreyft, en eg veit að fyrir nærri því níu árum komst þáverandi prestur þessa safnaðar, og for- seti kirkjufélags vors, — svo að orði: “Kirkjufélag vort er ekki í andstöðu við neitt kirkjufélag í heiminum. — Vér höfum þráfaldlega látið í ljósi, að vér værum fúsir til allrar samvinnu við hið Evangelisk-lúterska ikrkjufélag, hvenær s^nf sú samvinna ætti ekki að verða ibundin því skilyrði ,að vér legð- um bönd á samvizku vora og sannfæring.” — (Hkr. 5. jan. 1927). Þessi orð voru töluð fyrir hönd kirkjufélags vors og gildi þeirra er engu minna nú en þegar þau birtust fyrir níu árum. Þau sýna greinilega fram á það að samvinnumál eru oss engin ný mál og og þau skýra það„ í tfáum dráJttum, hver grundvöllur sá er, sem sam- vinna gæti traustast verið reist á. iSá grundvöllur er frelsið. Tii þess að samtök geti átt sér sta,ð í trúnfálum meðal ís- lendinga, verða þau að vera á frjálsum grundvelli. Enginn annar grundvöllur dugar. Því ekki viljum vér binda neinn mann trúarhöftum. Vér höfum aldrei gert það og ekki viljum vér byrja á því nú. Ekki heldur viljum vér vera bundnir af öðr- um. Einu sinni skrifaði Páll postuli: “Hvers vegna skyldi frelsi mitt eiga að dæmast af samvizku annars?” Og í guð- spjalli Lúkusar eru orðin skrif- uð, sem Jesús talaði: “Hví dæmið þér ekki af sjálfum yður, hvað rétt sé?” (Lúk. 12:57) — Vér höfum ætíð reynt að fylgja þessari leiðsögu jafnframt því að “prófa alt, og halda því sem gott er” bæði í nútíma og forn- kenningum. Vér trúum1 því að menn eigi að tilbiðja í anda og sannleika — í þeirri trú að “Drottinn sé andi, og að þar sem andi drottins er, þar sé frelsi.” (2. Korint. 3:17). Fyrir fáum árum síðan er Hoover var forseti Banadriikj- anna, skipaði hann nefnd,, — ‘Commission on Social Trends,’ sem rannsaka átti stefnu þjóð- félagsins á eins mörgum svið- um og möguleikar voru á, — Meðal annars rannsakaði nefnd þessi stefnu trúmálanna, og sýndi fram á það að flestir trú- arflokkar og félög stefndu að frjálslyndi í skoðunum og í trú sinni. Sýndi hún að kenningar kirknanna væru orðnar víð- sýnni, og að hinar gömlu á- herzlur á rétttrúnað væru að hverfa. Nýlega hefir birst frétt í blöð- unum um það, að John D. Rockefeller yngri, hafi hætt að veita Baptista kirkjufélaginu í Bandarikjunum þann fjárstyrk, sentf hann hefir veitt honum á hverju ári í mörg undanfarin ár. Og skýrir hann frá ástæð- um þeim sem vöktu fyrir hon- um, á þessa leið: “Ef að kirkjan á að taka framförum, ef hún á að halda yngra fólkinu, sem yfirleitt skiftir sér ekkert af skoðana- mun, þá verður þessi skoðana- munur að hverfa og kirkjan verður að leitast við að fylgja kenningum Krists og finna í þeim líf og fullnægju.” Einnig sagði hann að trúarflokkarnir yrðu að stefna að því, að hugsa minna um það, sem hann kallar “non-essentials” eða hið ó- nauðsynlega í trúmlum, og á hann með þessu við kreddu- kenningar og trúarsiði.” Af þessum tveimhr atriðum fáum vér skilið hvert stefnir á trúarsviðinu og einnig það, að þegar um samvinnu er að ræða,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.