Heimskringla - 27.11.1935, Side 5

Heimskringla - 27.11.1935, Side 5
WINNIPEG, 27. NÓV. 1935 iV! S ^ 5. SÍÐA hver grundvöllur hennar verður að vera, til þess að hún verði í sem fylstu samræmi við nútíðar stefnuna í trúmálum, sem er, eins og nefnd Hoovers forseta sýndi fram á, frjálslyndis, víð- sýnis og skynsemiseðlis. En þetta kemur oss ekki á ó- vart. Vér höfum gert tilraun til þess að fylgja þessari stefnu frá því að þessi söfnuður var fyrst stofnaður. Og með því að gera það höfum vér aðeins fylgt þeirri stefnu, senf var þeg- ar farin að láta heyra til sín á íslandi þegar fyrstu landnem- arnir komu til iþessa lands og jafnvel fyr. Þó það hafi ekki altaf birst á trúarsviðinu á íslandi, hafa ís- lendingar frá því fyrsta verið frelsisunnendur, og vér sækjum það ekki langt að vilja hlynna að frjálslyndum skoðun- um og hugsunum nú á dögum. Það er í eðli Islendinga að elska frelsið. — Það var frelsisást þeirra vegna að land var fyrst numið á íslandi. Það var henn- ar vegna að þeir settust að á ís- landi og bjuggu þar við skort og fátækt og marga aðra erfið- leika, heldur en að búa undir kúgunarstjórn Haralds hár- fagra. Og svo að lokum var það hennar vegna, að ísland •hefir orðið sjálfstætt ríki nú á vorum dögum. Einnig var það hennar vegna að kirkja á Is- landi hefir hætt fyrir mörgum árum, að heitbinda presta sína, eða meðlimi, við nokkrar kredd- ur eða trúarsetningar, með þeim afleiðingum, að kirkjan eða trúarstefnan þar líkist meira frjálstrúarstefnunni hér og annarstaðar en hinni rétt- trúuðu. Eins og einn háttstandandi maður í þjóðkirkju íslands hefir skýrt frá “er æðsta úrskurðar- valdið samvizka mannsins höndluð af Kristi og opinberun hans, það er, af prédikun hans og lífi, samkvæmt anda, en ekki bókstaf.” Ennfremur seg- ir hann, að með vígsluheiti Helgisiðabókarinnar er viður- kent í kirkju tslands, að rétt kristileg kenning eigi að mið- ást við anda, en ekki bókstaf, við samvizku mannsins, en ekki af bókstaf játningarita frá löngu liðnum tímum.” • Ekki er eg alveg sammála öllu því sem eg kyntist kirkj- unni viðvíkjandi á ísilandi, en hver getur nokkuð haft á móti þessuid atriðum og því, sem þau stefna að, eða benda á. Mér finst þau vera í fullu sam- ræmi við það sem frjálstrúaðir menn eru að reyna að breyta eftir í öllum löndum þar sem frjáls trú og óháð þekkist, og þau lýsa einnig þeirri stefnu sem vér fylgjum hér. Þegar vér því tölum um sam- vinnu, og sérstaklega meðal ts- lendinga, eru það þá ekki þessi atriði, sem ættu helzt að vaka fyrir oss? — ættu þau ekki. eða eitthvað sem líkast þeim, að vera grundvöllur allra sam- taka. , Mér finst að eí vér værum orsök í því, að nokkuð annað ætti sér stað, þá værum vér í beinni andstöðu við stefnu framþróunarinnar og að öll þau verðmæti, sem vér höfum erft, yrðu lögð í hættu eða töp- uðust alveg, og að öll sú vinna og þeir erfiðleikar, sem menu hafa orðið að leggja á sig til þess að vér öðluðumst frjálsa skoðun og trúarstefnu, yrðu til einskis. Eins og vér vitum, þá hafa menn fyr á tímum mikið orðið að leggja á sig til þess að heim- urinn þokaðist áfram. Afleið- ingar vinnu þeirrar eru þær að heimurinn er nú á því hæsta þroskastigi, sem hann hefir nokkurntíma verið. Menning og siðferði heimsins eru á því hæsta stigi( sení þau enn hafa náð. Öll gæði lífsins, menn- ingarleg, líkamleg eða efnisleg, og andleg, eru afleiðingar verka þeirra, sem á undan oss hafa gengið, og vér höfum erft það sem þeir létu eftir sig. Vitanlega er ekki alt í heiminum eins og vér vildum óska að það væri. En það er nú hlutverk vort að koma á enn meiri framförum. Það sýnist vera ófrávíkjan- leg regla tilverunnar, að hver kynslóð fram af annari bæti einhverju við það sem á undan hefir eflst, og undirbúa veginn •fyrir þær kynslóðir sem etftir eiga að koma, svo að hann verði þeim, sem heppilegastur og frjósamastur. Atf þessu fá- um vér skilið hvað hlutverk vort verður að vera. Vér verðum að halda öllum framförum á- fram, og sérstaklega á hinu þýðingarmikla sviði sannleik- ans. Og þar sem vér tilheyrum trúarstefnu sem grundvölluð er á sannleika og frelsi, þá höfum vér það að skyldu að efla frelsi og sannleika, sem eru þau verð- mætustu gæði og sérréttindi sem vér eigum kost á. Þessara ástæða vegna finst mér að þegar um samvinnu er að ræða verði hún að fara fram á frjálsum grundvelli, það er að segja, að hver máður hafi rétt til að halda þeim trúarskoðun- um sem honum finst vera sann- astar og réttastar og sem eru að fullu sáttar við samvizku hans og skilning, að engin mað- ur verði bundinn trúarhötftum og að í öllum atriðum verði æðsta úrskurðarvaldið; eins og var komist að orði í skýring- unni sem eg las áðan: “Sam- vizka mannsins höndluð af Kristi, það er, af prédikun hans og lífi samkvæmt anda, en ekki bókstaf.” Ef að samvinna á milli ís- lenzku kirkjufélaganna kæmist á, á þessurrt grundvelli, þá styddi eg að henni með heilum hug, því þá stefndi hún ekki að- , eins í þá átt sem vér stefnum að í þessum félagsskap, heldur og væri hún í fullu samræmi við þá framþróun sem á sér stað í heiminum á öllum sviðum, eins á efnislegum sviðum, sem á •sviðum andlega lífsins, og sem eru nú farin að gera vart við sig á áberandi hátt á sviði trúar- innar, eins og sýnt var fram á með rannsóknum þeim sem Hoover forseti efndi til. Þar að auki væri sú samvinna í fullu samræmi við skap forfeðra vora, sem í insta eðli sínu voru ætíð frelsis- og sannleiksunn- endur. Einnig væri hún í sam- ræmi við trúarstefnuna eins og hún nú er á ættjörð vorri. Og að lokum hygg eg að með þessu móti fylgdum vér í raun og sannleika tilætlun Krists, — því eins og skrifað stendur: “Til frelsis frelsaði Kristur oss, standið því fastir og látið ekki leggja á yður ánauðarok, .... því að þér voruð, bræður, — kallaðir til frelsis.” “Talið (því) þannig og breytið sem þeir. er dæmast eiga eftir lögmáli f/elsisins.” FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Frh. frá 1 bla. en hvíld húsaskjólsins etftir unn- ið dagsverk, eða þá glys og glaum kaupstaðanna, ys mann- lífsins, sem þeir sakna svo mjög í fásinni sveitahfsins. Eins og allir vita er það þessi þorsti eftir glaumi bæjanna, sem verið hef- ir ein af megin orsökum að- streymis fólks til bæjanna bæði uni víða veröld og úti á íslandi. Núlifandi íslendingar gera sér ekki að öllum jafnaði grein fyr- ir því hvilík óhemjuibreyting á högum þjóðarinnar liggur í þeirri einföldu staðreynd, að í Reykjavík býr nú þriðjungur allra landsbúa. Þeir gera það ekki af því, að enn eru flestir miðaldra men bænda-synir, og sveitamenskan er þeim { blóðið borin, jafnvel þótt þeir búi í Reykjavík. Þessi hraði vöxtur iborgarinnar hefst ekki fyr en eftir aldamót, ekki af fullum 'krafti fyr en á stríðsárunum. Um aldamótin voru íslendingar enn bændaþjóð og hugsuðu ekki | um annað en að spara. Nú eru þeir orðnir borgarbúar og hætt [ er við að sumum finnist að þeir hugsi mest um að lifa kátt og njóta lífsins, eins og ekki er ó- lalgengt um snauða menn, sem nýlega hafa komist í álnir. Ein af breytingum þeim, sem verður á sveitamanninum sem [ flytur í borgina er það( að hann þráir nú aftur heim í sveitina. Hann þyrstir nú að sínu leyti eins mikið í hreint loft, víðsýni og frið sveita og fjalladala, eins og sveitamanninn þyrstir í glaum og gleði borgarinnar. — Eyrir löngu var það ein aðal- skemtun Reykvíkinga að fara í réttir á haustin. iSeinna fóru menn til Þingvalla og í skóg- ! artúra. Enn síðar fóru einstak- ir menn að ganga á fjöll eins og sagnaskáldið Guðmundur Mag- nússon — Jón Trausti. Á hans dögum mun það síður en svo | hatfa verið algeng skemHjun manna í Reykjavík. En stfðan hafa fleiri og fleiri bsést í þann hóp sem notar hverja frjálsa 1 stund til að leggja hið víðáttu- I mikla land undir fót. Og þegar * eg dvaldi heima í Reykjavík j sumarið 1933 fanst mér — eftir ' sex ára f jarveru — mjög til um það hve æskulýður Reykjavík- I ur, piltar og stúlkur, höifðu tek- ið upp þann sið að fara um helgar hópum saman upp í sveitir og ganga þar á fjöll næstum því hvernig sem viðr- aði. Og mér sýndist eg sjá mun á fólkinu, hve miklu frjáls- legra það var orðið og hraust- legra en meðan eg þekti til í Reykjavtfk. Sú var tíðin að kaupstaðarbúar þóttu litlu lík- legri ferðamenn en landkrabbar þykja sjórrtenn. En nú standa engir sveitamenn Reykvíking- um snúning í þessum skemti- ferðalögum inn um fjöll og firn- indi. Og nú er svo komið að Reykvíkingar þekkja landið bet- ur en nokkrir sveitamenn hafa nokkru sinni gerfc. Á toppi þessarar öldu hetfir Ferðafélag fslands risið. Það er stofnað 27. nóv. 1927 af nokkr- um velmetnum reykvíkskum borgurum: verkfræðingum, kaupmönnum, ritstjórum, lækn- um og skrifstofumönnuití. — Fyrsti formaður var Jón heitinn Þorláksson. En það var tilgeng- ur félagsins, að stuðla að ferða- lögum á íslandi og ‘-greiða fyrir þeim,” og þeim tilgangi vildi það fyrst og fremst ná með því, að vekja áhuga landsmanna á tferðalögum um landið, sérstak- lega þá landshluta, sem lítt eru kunnir almenningi, en eru fagrir og sérkennilegir. Til þess gefur það út ferðalýsingar um ýmsa staði, gerir uppdrætti og leiðar- vísa”. Auk þess ætlaði félagið að gangast fyrir byggingu sæluhúsa í óbygðum, láta sér ant um að ryðja og varða fjall- vegi, kynna mönnum jarðfræði landsins og náttúrusögu, auk sögu m'erkra staða. Loks vildi það beinlínis greiða götu félaga sinna til ódýrari ferðalaga. — Út á við ætlaði félagið að beita sér fyrir kynningu landsins með því að gefa út bækur og ritlinga á erlendum málum um land og þjóð, og greiða hinsvegar fyrir ferðamönnum sem kynnu að leggja leið sína til landsins eftir föngum. Þetta var þó auka- atriði: félagið ætlaði sér fyrst og fremst að vinna fyrir ís- lenzka ferðamenn og hefir hing- að til unnið mest fyrir þá. Og ekki verður annað með sann- girni sagt, en að því hafi orðiö mikið ágengt. Hér skal ekki fjölyrt um það sem það hefir gert beinlínuis til hagræðis ferðamönnum með því að stofna til ódýrra ferðalaga, irfeð vakandi eftirliti með vörðum og vegum, og með byggingu sæluhúsa. En á hitt verður að minnast hvað þeir hafa gert til að kynna landsbúum sitt eigið land. Það hafa þeir gert með Árbókinni, sem nú hefir komið út í sjö ár (síðan 1928) og jafnan hetfir verið með vönduð- en Hvannalindir munu flestum ustu bókum sem út hafa komið ís|I|endingum hugstæiðar, sjem á landinu á sama tíma. lesið hafa sögu Þorgils Gjall- í þessum Árbókum hafa jafn- anda: Heiirfþrá. an verið merkilegar greinar um j í*á er loks sjöunda- og síð- einhverja sérstaka landshluta asta árbókin um Þingeyjarsý- eða merka staði, suma vel slu og sérstaklega um Mývatns- þekta, aðra lítt eða ekki þekta' sveit eftir þá Þingeyingana dr. nema atf fáum mönnum. Allar Þorkel Jóhannesson frá Fjalli og 'hafa greinar þessar verið prýdd- Steindór Steindórsson frá Hlöð- ar þeim beztu myndum sem [ um. Henni fylgir og ágætt kort fengist gátu. j af Mývatnssveitinni og er Þannig var aðalgreinin í fyr- margt í henni góðra mynda, þar stu Árbókinni um Þjórsárdal á meðal ein af Akureyri sem eftir Jón Ófeigsson. Jón er fæstir mundu trúa að væri af sjálfur ættaður af þeim slóðum íslenzkum bæ. og á sumarbústað í dalnum | Það er auðsætt af því sem nú sem hann þekkir manna bezt.1 hefir verið rakið, að ferðafélag- Náttúrufegurð er þar mikil,' ig hefir staðið trúlega við þann enda hafa íslenzkir málarar eins tilgang sinn að kynna mönnum °g Ásgrímur Jónsson kunnað, iandið. Og að ritum þess hafi að meta hana; prýða nokkrar verið vel tekið má meðal annars myndir hans greinina auk ljós- ráða af því, að annar árgangur mynda og ágæts korts af daln- árbókarinnar er með öllu upp- urn. Annað árið flutti ritið seldur og ófáanlegur og eru grein um Kjalveg eftir Ögmund iþ©ssar bækur þó ekki í lausa- skclastjóra Sigurðs^on, þartn söiu heldur sendar félögum ein- mann sem bezt þekti landið j um Ritin hafa sýnilega átt allra núlifandi íslendinga er mikið og þarft erindi ti] lands. nfanna. En mér finst að þau Þorvald Thoroddsen leið. En Ögmundur var ekki aðeins allra muni ekki eiga síður erindi til manna óljúgfróðastur um iand- Jlanda vestan hafs_ Að ^ ið, eiga land og slógu tjöldum smum í túninu hjá okkur að Höskulds- tfóru Suður í Hornafjörð; þar byrjuðu þeir að mæla, og þaðan kom fyrst kortið. — Nú eru þessir menn að nálgast Austur- ið og geldur enn fjarlægðar sinnar, og enginn lína er enn um það í árbókum Ferðafélags- ins. Eg öfunda Sunnlendinga, Snæíellinga og Þingeyinga, sem hafa fengið svo ágætar lýsing- ar úr sínum sveitum. En eg vona, að þess verði ekki langt að bíða, að Fljótsdalshérað og heldur kunni hann og aðjfœBtir þeirra kost á að fara til segja betur fra en flestallir fs]ands Qg færa gér fræðsluna aðnr, sem eg hefi heyrt. Þriðja ' „ , , . . i l 'í i beinlínis í nyt. En eg þekki Arbokm — 1930 — var að sjálf- sögðu helguð Þingvöllum á þús- und ára hátíð Alþingis. Er þar rakin saga staðarins og stofnun- arinnar af Ólafi Lárussyni pró- fessor, sem er manna fróðastur um réttarsögu landsins, en Guð- mundur heitinn Rárðarson skrifar um jarðfræði staðarins. Þá eru þar enn fremur grein- ar um örnefni staðarins og leið- irnar þangað og alt skýrt með mýndum og kortum. Fjórða ár- bókin (1931) fjallar um Fljóts- hlíð, Þórsmörk og Eyjafjöll — land Njálu og sveitir þeirra skáldanna Bjarna og Jónasar (þótt norðlenzkur væri) og Þor - steins Erlingssonar. Alt ritað af kunnugum manni Skúla Skúlasyni prests í Odda. í þessu hefti eru atík þess ein- hverjar hinar fallegustu ljós- myndir, sem komið hafa í Ár- bókinni eins og t. d. “einn af smáfossunum í Fljótshlíð”, “Bleiksárgljúfur” og “Úr Þórs- mörk.” Fimta árbókin ræðir um Snæ- fellsness, og skritfar Helgi kenn- ari Hjörvar aðalgreinina, en þeir Ólafur Lárusson, Jón Eyþórs- son og Guðmundur Bárðarson sína greinina hver um Sögu- staði (Eyrbyggju og Laxdælu), jökulinn, og jarðfræði landsins. Er Snæfellsnes tvímælalaust með einkennilegustu landshlut- um á íslandi og nær hin stór- skorna, fjölbreytta náttúra þess vel rétti sínum í myndum- þeim sem heftið flytur eftir málarana Collingwood, Ásgrím Jónsson og Magnús Jónsson háskóla- kennara auk ljósmyndanna. — Þar gefur meðal annars á að líta hið fomfræga Helga-fell, er svo var heilagt, að þangað mátti enginn óþveginn líta. Og þar er mynd Ásgríms af Kirkjufelli, einhverju hinu einkennilegasta fjalli á landinu. í sjöttu árbók félagsins lýsir Pálmi rektor Hannesson Fjalla- baksvegi hinum nyrðra eða Landmannaleið miUi Rangár- valla- og Skaftatfellssýslu og íylgja þessari óbygðarlýsingu margar myndir og ágætt kort að lokum. Mynd Finns Jóns- sonar málara “Brennisteins- alda” mun gefa góða hugmynd um hinn úfna svip íslenzkra apalhrauna,, en ljósmyndin af “Eldgjá frá Gjátindi” gefur á- X. G. bright gæta hugmynd um útlit þessar- limited ar ógurlegu sprungu, sem talin Stærsti vín- er emstok í smni roð, og má canada vera íslendingum minnisstæð-1 Nlagara Falis, ust allra eldvarpa á landinu, [ stonfsettr'i874 því úr henni brunnu Skaftár- eldamir 1783, sem sárast hafa sorfið að landslýðnum allra eld- gosa sem sögur tfara af. Auk þess eru í heftinu nokkr- ar greinir um Hvannalindir eftir Austfirðir komist á homið. Þá fá menn að sjá fagrar sveitir og hrikalegri hamratfjöll og tinda en finnast munu annars •staðar á landinu. Þeir landar vestan hafs, sem kynnu að vilja 'útvega sér Ár- bókina verða að skrifa Ferða- félagi íslands í Reykjavík og beiðast upptöku í það. Árgjald er 5 krónur minst, eða sem svara mundi tveim dollurum. Vilji lestrarfélög — eða önnur félög — ganga í félagið kostar það 25. —John Hopkins University. Stefán Einarsson FRÁ ÍSLANDI Matthíasarkvöld Rvík. 24. okt. Föstudaginn 8. nóvember ætla þeir Sigurður Skagfield söngvari og Páll ísólfsson org- anleikari að hafa minningar- kvöld um Matthías Jochumsson í dómkirkjunni. — Sigurður syngur þar 14 sálma etftir Matthías en Páll ísólfsson leik- ur undir.—Mbl. * * m Stærsta jarðepli, sem komið hefir upp úr kálgarði á fslandi Húsavík ekkert rit sem líklegra væri til j Jarðepli, sem vóg 920 grömm, að fylgja þeim í anda á fomar ^ eða tæplega kílógramm, kom í •silóðir og rifja upp minningam- haust upp úr jarðeplagarði ar um heimahagana. — Sem Garðræktarfélags Reykhverf- Austfirðingur hefi eg oft sakn- [ inga í Suður-Þingeyjarsýslu. að þess, að ekkert almennilegt | Sérfróðir menn þar nyrðra kort hefir verið til af sveitinni vita ekki til, að svo stórt jarð- minni. Mér er enn í bams- [epli hafi komið áður upp úr minni, þegar dönsku mælinga- garði hér á landi, og segja að menninnir byrjuðu að mæla j þetta muni mega telja til eins- landið, þá fóru þeir um Austur- dæma þó víðar sé leitað. Stærstu jarðepli, sem áður hafa fengist úr görðum Garð- stöðum í Breiðdal. En þeir ■ ræktarfélags Reykhverfinga hafa vegið 400 — 500 grömm. •Garðræktarfélag þetta hefir nú verið starfrækt. í 30 ár. — Aðaltilgangur þess er jarðepla- land aftur, eftir að hafa farið rækt. — Uppskera á ári er hringinn, en nokkuð mörg ár venjulega 100 til 200 tunnur. — verða enn, þar til kortin koma ®^t árið var uppskeran þó 360 frá þeim. Austurland hefir gold-, tunnur. Félagið reisti gróðrarhús við Uxahver 1933 og er nú byrjað að reisa annað, sem hitað verð- ur með gufu. Framkvæmdarstjóri félagsins er Baldvin Friðleifsson. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU etv CT^ wps VaVl ~ vitv 6 . \ etv1?e8S\S^tu og .át^aT' ’ -SjiU'VtW t’s &■****>'’’ ^ vítíteSU catíada , v\ue^TU N,erévé a sauvai' et 1 B’.'O'"' Vis veitW t*1***' og Vev .TtV $0 Qfofóncc^-n fllIcrdai-mnnn rhla SLdvertlsemenc ís not inserted by the Government Llquor Oontrol Commlsslon. The öteian Öteiansson iyiguai uiaiin, ctonunission is nol responsible for statements made as to quallty of produot advertlsed.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.