Heimskringla - 27.11.1935, Síða 7

Heimskringla - 27.11.1935, Síða 7
WINNIPEG, 27. NÓV. 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ÁHRIF ÍSLENZKRA FORNBÓKMENTA Khöfn í okt. Fyrir hönd Nýja Dagblaðsins hefir mér tekist að eiga frétta- viðtal við Jóhannes V. Jensen. Annars veitir hann blaðamönn- um aldrei viðtal. Þessi eina undantekning er aðeins gefin vegna þess, að íslenzkt blað á í hlut. — Verk þessa heimsfræga danska skálds eru meðal þess allra bezta, sem ort hefir verið á Norðurlöndum. “Það er fslandi að þakka að eg varð skáld!” — Eg stend í mikilli þakkar- skuld við ísland, segir skáldið. Eg hefi aldrei komið þangáð, en samt sem áður hefir ekkert í heiminum verið mér eins mik- ilvægt og ísland! Það er Islandi að þakka, að eg varð skáld! Þegar eg var við nám á al- þýðuskóla, las eg íslenzka sögu í fyrsta sinn — söguna um dauða Þormóðs Kolbrúnar- skálds. Þessi frásaga hafði geysileg áhrif á mig. Áhrifa- máttur hennar var svo mikill, að eg ákvað að gerast rithöf- undur. Og síðan hefi eg oft- sinnig sótt mér hvöt í hinar ís- lenzku sögur; ekki síet Egils sögu Skallagrímssonar. Egill Skallagrímsson hefir verið mér svo mikilvægur, að eg get sagt, að eg hafi þekt hann! Það sama hafa líka margir vorra tíma menn gert. Allir hinir hraustu og frumstæðu bændur Norðurlanda hafa þekt Egil 'Skallagrímsson — hafa fundið skyldleika sinn við hann. — Annars eru þetta ekki mín orð heldur tilvitnun í Björnstjerne Björnsson. Fornbókmentir fslendinga eru mikilvægar nútímakynslóðinni Það er kunnugt, að Johannes V. Jensen hefir þýtt, samið. for- mála að og skýringar við marg- ar sögurnar í hinni stóru, nýju útgáfu Gyldendals af íslenzkum fornsögum. Nú er síðasta bindi þessa safns komið út. Þess- vegna vaknar eðlilega sú spum- ing hvort hann álíti að forn- sögumar eigi erindi til nútíma- kynslóðarinnar. — Já, áreiðanlega, svarar skáldið. Fornsögur Islendinga hafa altaf átt erindi til æsku allra tíma og líka til æsku vorra tíma. Þannig verður það altaf eins lengi og mennirnir eiga drauma, vonir og æfintýralöng- un. Og saga eins og t. d. Egils saga 'Skallagrímssonar hefir haft mikil hrif á engilsaxneskar bókmentir. í sögu Egils eru öll þau undirstöðuatriði, sem geta haft áhrif á engilsaxneskar bók- mentir og um leið æskuna — löngun til að láta í haf, finna ný lönd og lifa Iífi íandnáms- mannsins. iSaga Egils og ýmsar aðrar íslendingasögur eru bæk- ur karlmennskunnar í orðsins fyllsta skilningi. Drengir eiga að lesa þær. Það er heilnæmur lestur. — Gunnar Gunnarsson hefir nýlega skrifað grein þess efnis að auka verði mjög fræðslu um íslendingasögurnar í skólum Norðurlanda. Einungis með því móti að íslenzku sögurnar verði andleg eign allra Norðurlanda, álítur hann að hægt sé að vernda gullaldarbókmtentir Norðurlanda. Ennfremur álít- ur Gunnar Gunnarsson nauð- synlegt að fornnorræna verði skyldunámsgrein í norrænum skólum. — Með þessu hefir Gunnar Gunnarsson hreyft við mjög J mikilvægu máli. Og hve mikþi, heppilegra væri ekki, að íbúar ( Norðurlanda væru ekki önnum kafnir við skemtanir, allskonar slúður og ólæti, en kyntu sér meir söguleg fræði. Eg hefi altaf viljað og unnið að því, að þekking manna á fornri menn- ingu íslendinga — og um leið hinni fornnorrænu menningu — yrði aukin. Það er áríðandi að skólarnir leggi megináherzluna á mála- kensluna. Fyrst verður að byrja á málakenslunni í stað annara gildisminni námsgreina. Eg hefi nýlega skrifað nokkrar blaðagreinar um það, að forn- norræna og latína verði aftur gerð að undirstöðuatriðum skólmentunarinnar. Vitanlega er þetta bygt á tyllivonum, en þrátt fyrir það sakar ekki þótt á þetta hafi verið bent. Fortíðin er eins mikilvæg þjóðunum og rótin trénu — Þér hafið sagt að fornsög- ur íslendinga muni altaf verða mikilvægar æsku allra tíma. — Þér álítið þá ekki, að það sem liðið er, tilheyri gröfinni? — Nei! Óleysanleg bönd tengja saman fortíðina, nútíð- ina og framtíðina. Vitanlega koma áhrif heiðindómsis fram í fornsögunum, en kristindómur- inn hefir haft áhrif á bókmentir síðari alda. En draumúmir’ og j PELimGRS COUNTRY CLUB XPECIAL The BEER that Guards aUALITY Phones: 42 304 41 lll margir fleiri læri að þekkja hann. Þekking á fornnorrænu máli er gott skilyrði til að nálg- ast hann. Enginn má gleyma því, að tréð vex upp af rótinni. — Það er ekki blaðkrónan og síðasti frjóangi — dagurinn í dag — senf ræður tilveru og styrk hins lifandi trés. — — 1 haust gefur Johannes V. Jensen út nútímasögu. — Eg mun ekki skrifa fleiri bækur um fortíðina, segir hann. í bókum mínum hefi eg fylgt röð aldanna frá ísöld og fram til vorra daga. Vera má að þetta ferðalag gegn um aldirnar hafi gert mér auðveldara að skilja samhengið milli fortíðar og nútíðar. B. S. —Nýja Dagbl. LOSTFAGUR VARNINGUR OG LOSTÆTUR þrárnar — hugarflugið — er enn hið sama og fyrr á öldum. — Fortíðin fyrnist ekki. Hún er þjóðunum hið sama og rótin trénu. Hvað eru aldimar í sögþ heimsins? Ekki nema eins og dagur frá degi. Þessvegna geta fornsögur íslendinga ekki fyrnzt. Þær lifa áfram og hafa altaf gildi á sama hátt og dag- urinn í gær fyrir daginn í dag. Orð Björnstjerne Björnson um það, að margir vorra tíma menn þekki Egil Skallagrímsson, eru því reist á staðreyndum — Egill lifir áfram! Það eitt skortir, að DAY SCHOOL for a thorough business training— NIGHT SCHOOL for added business qualifications— The Dominion Business College, Westem Canada’s Largest and Most Modem Commercial School, offers complete, thorough training in Secretaryship Stenography Cierical Efficiency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many o’her profitable lines of work We offer you inaividual instruction and the most modem equipment for busrness study, and AN EFFECTIVE EMl’LOYMENT SERVICE for the placement of graduates in business DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s Ingólfr Espólin hefir þegar vakið mikla eftirtekt á hrað- frystum matvörum, er hann hefir sent vísvegar út um heim. Eins og áður hefir verið skýrt frá í ýmsum blöðum vorum, hefir hann fundið upp sérstaka hraðfrystiaðferð, sem hefir mikla kosti fram yfir þær frysti- aðferðir, sem áður hafa tíðkast. Ef vel er um hin frystu mat- væli búið, geymast þau um langan tíma í kælirúmi án þess að þiðna og má þannig senda j þau um óraveg til landa í fram- andi heimsálfum. — Þegar þau 1 svo eru matreidd þar, reynast þau öldungis sem ný væru og fersk, því að frostið hefir að engu leyti spilt bragði þeirra, en slíkt hefir ekki áður mátt segja um frystar matvörur fram að þessu. — Eg hefi sannfærst um að svo er, af því eg sjálfur hefi prófað vörurnar, bæði fisk, hrogn og skyr, sem Espholin sendi mér. Eg og gestir mínir, sem fengu að smakka þær með mér, dáðumst að vörunum, hve laglega var um þær búið og hve bragðgóðar þær voru eftir frystinguna. Þorskurinn með hrognunum var eins og glænýr upp úr sjón- um, og skyrið eins og það allra bezta, sem fá má hjá Samlaginu hér á Akureyri. — Ömmur okkar, sem ætíð kviðu fyrir hörðu frostunum vegna skyrsins og súra slátursins í búrinu (sem hvorttveggja varð bragðlaust óæti ef frostið gagn- tók það), — þær hefðu svarið fyrir að nokkurn tíma mundi takast að hraðfrysta skyr án þess það dofnaði á eftir. En þetta hefir tekist með hrað- frystiaðferð Espólíns, og það svo vel, að nú má senda skyrið okkar suður fyrir miðjarðarlínu til svertingja í Kongó, og það er sem óbreytt og alveg nýtt eftir að það hefir verið þítt í sjóðheitu vatni. Þorskurin var svoddan fyrir- tak að mér og gestum mínum varð einkum tíðrætt þar um, því þorskurinn er nú einu sinni okkar merkasta markaðsvara, okkar þjóðarsómi og sá þjóð- arstyrkur, sem öll vor sjálf- stæðistilvera er undir komin. — “Þetta er sannur herramanns- matur,” sagði einn. “Eg hefi nú aldrei fengið betri fisk á æfi minni,” sagði annar, og hann bætti við: “Svona markaðsvara verður blátt áfram til að bjarga okkur út úr skuldunum. — Svona ágætur þorskur, borinn á borð fyrir sælkerana, í matsölu- húsum stórborganna, verður á við okkar allra beztu íslend- ingasögur og allan skáldskap til að auglýsa vora stórgáfuðu, skólagengnu þjóð!” Þegar við höfðum matast kom okkur saman um, að allur saltfiskur hlyti úr þessu að detta úr sögunni. — Það yrði smám saman svo mikil eftir- spum eftir Espólínsfiskinum, að ekkert yrði afgangs til að salta, heldur' nðeins ögn af stútungi og smá-ýsu til að herða. Nú á dögunum sendi Espólín mér litla myndabók eða albúm, sem kallað er. En þar voru á hverri síðu upplímdar vel tekn- ar, gljáfagrar ljósmyndir, ekki þó af neinum fríðleiks mönnum eða konum, heldur þorskum, og þó ekki aðallega þorskum í heilu lagi, heldur hraðfrystum, laglega niðurskornum þorsk- bútum, gaddhörðum; og skein í sárið, glært og skínandi hvítt á víxl, líkt og þarna væru silfur- bergskristallar úr Helgustaða- fjalli. Ennfremur voru þarna skírar myndir af hinum fallegu og smekklegu umbúðum utan um ísfiskinn. — Kassar, fóðraðir innan með flókapappa og fisk- bútar vafðir hvítum pappír, mis- munandi stórir, 1, 6 kg. á þyngd, en utan á fiskpakkana og kassana var letrað bæði á ensku, þýzku og frönsku um innihaldið (Icelandic filleted codfish) og leiðarvísir hvemig skuli sjóða og steikja fiskinn án þess að þíða bútana áður en þeir séu settir í sjóðandi pott- inn eða á sjóðheita pönnuna. Það er nærri ótrúlegt, hve mikla þýðingu það hefir, að snoturlega og vel sé um hverja vöru búið, til þess að hún veki athygli og eftirspurn. — Við þekkjum þetta læknamir, sem fáum iðulega sendur nýjar teg- undir lyfja í gljáandi skrautleg- um umbúðum, sem smám sam- an útrýma eldri lyfjunum- Það er sem eg sjái útlendu kokkana og húsmæðuraar þeg- ar þær opna Espólíns-bögglana og hvolfa úr þeim kristallshvít- um, jökulhörðum ísfiskbútunum ofan í pottinn. — Iceland-fish! — Hvaðan skyldi svona ísfiskur vera nema frá íslandi? Já, auðvitað frá íslandi, þessu kalda landi, þar sem hann hefir gadd- frosið í kuldanum um leið og hann var dreginn upp úr sjón- um! Eða máske hefir hann verið pjakkaður fram með öx- um eða íshöggi út úr einhverri auðugri fisknámu djúpt inni í Vatnajökli? Eða máske sag- aður út úr hafísjökum þar við strendurnar. — Very interest- ing! Chose remarquable! Steingr. Matthíasson —ísl. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 AUoway Ave. Talsimi: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Taísimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 Gunnar Erlendsson bianokennari Kenslustofa: 594 Alverstone St. Simi 38 181 Dr. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Talsími 23 739 Viðtalstimi 2—4 p.m. Heimili: 776 Victor Street Winnipeg Talsími 22 168. RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley 8t. Phone 89 502 FRÁ ÍSLANDI 100 ára minning Matthíasar Jochumssonar Akureyri 17. okt. iSamkepni hefir staðið um uppdrátt að bókhlöðu þeirri, sem ákveðið er að reisa á Akur- eyri til minningar um séra Matthías Jochumsson skáld, og hefir nú verið kveðinn upp dóm- ur um uppdrættina. Átta keppendur tóku þátt í samkepninni og var verðlaun- unum skift þannig: Gunnlaugur Halldórsson og Bárður ísleifs- son, byggingarfræðingar sendu í félagi tvo uppdrætti og hlutu fyrir 700 og 500 krónur. Sveinbjörn Jónsson bygging- armeistari sendi uppdrátt og hlaut 300 krónur. * * * Kristján Einarsson sendur til Norður-Ameríku og Kúba í markaðsleit Kristján Einarsson, fram- kvæmdarstjóri, fer utan í kvöld með Dettifoss. Fer hann í er- indum Fisksölusambandsins og er för hans heitið til Banda- ríkjanna og Kúba, og ef til vill víðar. Erindið er að leitast fyr- ir um sölu á íslenzkum saltfiski í þessum löndum. Hingað til getur ekki heitið að nokkur fiskur hafi verið seldur til þess- ara staða, en hinsvegar ekki vonlaust að takast megi að opna þar nýja m'arkaði. Kristján gerir ráð fyrir að vera í ferðinni fram undi jól. —JMbl. 19. okt. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa eínnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miovikudag i hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl i. viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 atS kveldinu Sími 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur líkkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ .Enníremur selur hann aliskonar minnisvarða og legsteina, 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsími 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants ih Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral * Designs Icelandíc spoken THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKVR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúsinu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 OrriCK Phone Res. Phonk 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING OrriCK Hours: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.