Heimskringla - 15.01.1936, Síða 3

Heimskringla - 15.01.1936, Síða 3
WINNIPEG, 15. JANÚAH, 1936 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA HÁLFRAR ALDAR HJÓNABANDS-AFMÆLI Ásgeirs Guðjónssonar og Sigríðar Árnadóttir Nú skal yrkja Ásgeir minn, Um þig stutta bögu, Eg vil hnoða í ’ana inn Efni, úr langri sögu. Eitt frá þínum æfidag Um vil reyna að skrifa, Hvernig að þú hefir lag Haf't á því að lifa. Þegar eitthvað þrengdi að, Þú hefir verið glaður, Altaf haft fyrir viljan vað. — I —Og verið kvenna-maður. — j Sá mun hafa heilan skjöld Haft, á sjó og landi, Sem að hálfa eirði öld, Önn og hjónabandi? Konu þinni það sé traust Þökk skal henni færa: Fyrir að hafa haftið laust Hvergi þig að særa. Hjónaböndin voru víst Væn á fyrri dögum; —‘Hefir reynslan líka lýst Landnámsmanna sögum. Aldrei hjónum ónýt bönd Aldarhelming duga Yfir þessi auðnugrönd Sem alla vilja buga. Bezt að lengja lánið sitt Lífs að hinsta fylli? Ekta bandið Ásgeir þitt; Er og var úr guili. Jak. J. Norman (9-10-35) Eftir mál Góðkunningi Ásgeir Guðjónsson, Wynyard, Sask.: Gleðilegt ár! Eg þakka þér, konu þinni og vandafólki ykkar fyrir veizluboðið 19. okt. s 1. Eg ,finn það á mér, að eg ætti að biðja velvirðinnar á því, hvað eg er lengi á leiðinni með þess- ar vísur. En það er eins og þar stendur: Að ekki eru allar syndir guði að kenna. Og seint er stundum betra en ekki. Sem sé: kunningjar okkar hér (2 eða 3) hafa verið að “blamera” mig fyrir að kalla þig kvenna- mann í kvæðinu. Eg sagði þeim að þessi hending sem þeir fettu fingur út í, væri víst eftir því, eina hendingin í kvæðinu sem hægt væri að kalla skáld- skap — (annars hefðu þeir ekki tekið eftir henni) og það mætti hver sem vildi lá mér, að eg tæki svo til orða, þegar ver- ið væri að minnast þess af flest- um bygðarmönnum, að þú vær- ir nú búin að lifa hálfa öld í hamingjusömu hjónabandi? — Þeir sögðu að þó aö þetta væri ekki að öllu óviðeigandi, þá samt sém áður væri það að öll- um líkindum vitleysa, nema eg gæti gefið útskýringu sem þeir gerðu sig ánægða með. Eg sagði eins og Gröndal: Mitt er að yrkja, ykkar að skilja. En orð- ið “kvennamaður” þýddi í hreinni íslenzkri hugsun: Sóma- maður; Góð kona væri sómi manns síns, og sá maður sem giftur er góðri konu, er því sóma maður, kunni hann að meta kosti konu sinnar að verðleikum. S. b. “hesta mað- ur”: þeir voru ekki kallaöir hesta menn á Islandi sem fóru illa með hesta? Það eru ekki kvennamenn sem fara illa með kvenfólk. Nú er vist hægt að skilja, að vaðið sem þú hafðir altaf fyrir viljann — hefir veriö sómatilfinning. Nú ættu þess- ir kunningjar okkar og fleiri, að geta haft full not af þessum tveimur hendingum að minsta kosti. Eg skrifa þér þessar línur Asgeir, af því eg gat ekkert talað viö þig, út á götunni um daginn, þegar þú eltir mig, til að afhenda mér dollarinn í Minnisvarðasjóðinn. Svo kveð eg þig með hamingjuóskum, og , í fullvissu um það, að þú haldir j áfram að vera kvennamaður til i æfiloka. Vinsamlegast, Jak. J. N. TÓNSKÁLDIÐ OG JAZZMÚSÍKIN ! Samtal við Björgvin Guðmundsson, tónskáld Morgunblaðið átti nýlega tal við Björgvin Guðmundsson, tón- skáld, sem búsettur er á Akur- eyri, og spurði hann tíðinda úr heimi hljómlistafólksins. Við íslendingar erum mestu börn í músík og músíkstarf- semi — því músíkgáfu vora höfum við ekki átt kost á að efla nema um 60 ára skeið. Það er fyrst eftir þjóðhátíðina 1874 að farið er að gefa nokk- urn verulegan gaum að söng og tónlist hér á landi. Músík túlkar frumeðli mannlegs lífs. — Já, en hvað er nú eiginlega múaí-k? Músík túlkar frumeðli mann- legs lífs og gefur það til kynna sem við getum aldrei sagt í orð- um. Hún tekur við þegar orð- in ná ekki lengra. Þetta má þó ekki taka svo, að hægt sé að lesa einhverja ákveðna hugsun út úr hverju sönglagi. Nei — síður en svo. Enginn er jafn- ómúsík-kalskur og sá, er held- ur að hann skilji músík eins og mælt mál. Fyrir honum fer eins og manni, sem reynir að heyra með nefinu og finna lykt með eyrunum. Músík er list — dulvís, tákn- ræn list, og ómögulegt er að vita hver áhrif hún hefir að flytja. Fyrir engri annari list stendur mannkynið jafn gjör- samlega berskjaldað og músík, og hve djúpar rætur hún kann að hafa í sálum vorum veit enginn. I músík taka menn á móti því, sem að þeimk er rétt! í öðrum listum, t. d. bók- mentum er hægt að velja og, hafna — en í músík taka menn á móti því, sem að þeim er rétt, án þess að hafa minstuj ligumynd um hvað þeim er fyr-1 ir góðu. Allar listir hafa áhrif á okkur, án þess við viljum það eða vitum — og því er sú listin, sem við getum ekki veitt neina andspyrnu, hættuleg eða holl eftir því hvers eðlis hún er. Líkræða yfir jazzinum Hver er skoðun yðar á “Jazz- inum?” Látið þér yður ekki verða ilt við — því “jazz” er nefnilega klám — sniðugt klám í tón- um! En “jazzinn” er list engu að síður, og þess vegna er hann skaðlegur, því að hann heyrir undir skaðvæna list! “Jazz” og aðrir tónbærir lilutir, sem að hálfu leyti votta um villimensku, hafa óhindrað fengið að flytast til okkar, af því að við höfum sljóga dóm- greind fyrir því, sem er útlent og höldum altaf að það taki öllu öðru fram. En er mönnum það ljóst, að “jazzinn” er dauð músík — músík, sem við höfum ekki not eða skemtun af leng- ur? ( Jazz er negra-músík — enda spila negrar hann bezt. En allur hinn mentaði heim- ur spilar þó stöðugt “jazz” — eða er ekki svo? Jú, hann er spilaður, en hann er ekki lengur jafn ungur, jafn frískandi og glaðvær .eins og fyrir 10 árum, þ.e.a.s. hann er ekki lengur nein nýung. Fólk er orðið svo vant aö heyra þetta, að það tekur ekkert eftir því lengui-. Ný “jazz”-músík er ekki ort og stöðugt er vérið að hamra á þessum sömu fallanda lögmálum. Og úr því sem kom- ið er getur “jazz” því aðeins geymst að nýtt dansform verði fundið. í Ameríku er “jazz” betur spilaður en í Evrópu, og bezt af öllum spila negrarnir ihann. “Jazz” er líka negra- músík, bygð á þeirra sérkenni- lega fallanda — og því ekki gott að tala um hann sem músík. — En hann er list, því miður! Álítið þér þá ekki að “jazz- inn” hafi haft spillandi áhrif á músíksmekkinn — t. d. á músík smekk okkar íslendinga? Jú, bæði hér og annars stað- ar, því að hann er á góðum vegi að eyðileggja alla gilda músík — og meira. Hann hefir líka átt drjúgan þátt í að spilla “móral” þjóðanna. Hvítir menn eiga að skilja að “jazz” er þeim ekki samboðinn. Og hvernig á að koma í veg fyrir þetta? Það verður ekki gert nema fólkið sjálft skilji, að “jazz” er vilt og óholl list — sem ekki er samboðin mentuðum þjóðum. Sjálfsvirðing hvers og eins verð- ur þar að taka í taumana! Hverri stefnu fylgjum við ís- lendingar helst í músík — og hvað er nú að gerast í íslenzkri tónlist? Nútíðar tónskáld vor eru flest á huldu — og þess vegna er ekki unt að segja hverri músíkstefnu við fylgjum, og það verður ekki fyr en eftir 40—50 höfuð leggjast, gerir útvarpið ekki annað en að spilla fyrir íslenzkum tónskáldum og ís- lenzkri músík. Þá á að safna handritum tónskáldanma! Ríkið á að verja til þess ár- lega ofurlítilli fjárhæð að kaupa og safna handritum frá öllum innlendum tónskáldum og leggja þau fram við einhverja opinbera stofnun, t. d. Lands- bókasafnið, svo almenningi sé gefinn kostur á að kynna sér íslenzka músíkframleiöslu, og listtúlkendur þjóðarinnar geti þar valið sér hlutverk. Ríkis- útvarpinu á að vera heimilt að nota tónverk þau sem á þennan hátt verður aflað, samhliða því að það á að gangast fyrir kynn- ingu íslenzkra tónskálda á mun víðari vettvang en gert hefir verið til þessa. íslendingar eru, að mínu á- liti, jafnmentaðasta þjóð heims- ins, og hve þjóðin er músíkelsk stafar meira af mentun hennar en af allmennri músíkgáfu. En við erum að eðlisfari óþjóð- ræknasta þjóð heimsing — og flest túlkandi fólk í landinu er mjög óþjóðrækið. Hafið þér ekki hugsað yður einhverjar aðrar leiðir, en þær er þér bentuð á fyr, til að gera fólkið þjóðrækið í músík? Jú. Eg vil að bæjar- ’og sveitafélög Jeyfi engum ein- stökum söngmanni, hljómleika- aði hann konu sinni á þessa leið: — Sæl og blessuð kona góð, komdu nú hérna í meterinn á mér! STÖKUR Eyrbyggja Eldra báls í braki því bálkraft málsins kanna! Blossar stálsins styrkur í stuðlum frjálsra manna. Sannleikur Sælt er eins og sumarþeyr sannleik þeim að unna, íslenzk tunga engum deyr ef þeir hana kunna. Gróðamaðurinn Hann er enn að græða gull, sem gæfu nóga beri; sálarh'f hans andleg ull; þar alt drýpur í sméri. Vöruverzlun Heimsins bama hýrgi geð hreimkraftur í bögu: Vinlandskappar verzla með vesturlenzka sögu. Knut Hamsun Hefir sótt í greipar geims goðmagn — drótt óragur! Sálgar nótt og sora heimg sálarþróttur fagur. Thank you, K. N. Neðst í fjalla hári hhð hýma á stalli sauðir! Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgölr: Henry Ave. Kant Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Sannir karlmenn seinni’ í tíð sýnast aillir dauðir. “Káinn” Þegar Káinn fellur frá, feng hans safnar þjóðin. “Þá er fögur sjón að sjá sólina skína” — á ljóðin. O. T. Johnson Endurminningar Annað hefti er nú komið út af þessari sjálfsæfisögu Friðriks Guðmundssonar. Fjallar það um ferð hans hingað vestur og það sem á dagana dreif fyrstu árin í Ameríku; uppgang Winnipeg- borgar; íslenzkan félagsskap; frumbýlings árin í Vatnabygð- um o. fl. Hefti þetta er mjög skemtilegt og góðar og glögg- ar athuganir víða. Kostar sama og hið fyrra $1.25 í kápu. Er til sölu hjá höf. að Mozart, Sask., á skrifstofu Heims- kringlu, Ólafi S. Thorgeirsson bókasala og Magnúsi Peterson bóksala. Sent póstfrítt. ár að hægt er að segja hvar við stöndum nú. Við megum ekki eingöngu • vera hlustendur Okkur ríður mest á að styrkja músíkþjóðrækni vora. Við meg- um ekki altaf vera eingöngu hlustendur, heldur verðum við að gera eitthvað sjálfir — vera framleiðendur. Og þeir, sem við tónsmíði fást verða að njóta trausts hjá þjóðinni og finna að þeir séu að vinna þarft verk. Hverjar leiðir eru til þessa? Útvarpið er bezt til þess fallið. Það gæti skapað músík-þjóð- rækni — en sé það látið undir eða söngflokki að halda opin- bera skemtun nema minst 50% af lögum skemtiskrárinnar séu íslenzkar og það sama á að gilda um þá sem túlka í gegn- um útvarp. Það er úr nógu að velja og með því væri um leið verið að efla og styðja þaö sem bezt er í íslenzkri tónlist. S. B. —Mbl. Bóndi á Vesturlandi kom í kaupstað skömmu eftir að farið var að nota metramálið. Þegar hann bað um tíu faðma af kaðli, sagði búðarmaður hon- um að það héti nú ekki lengur faðmar íheldur metrar. Þegar bóndi kom heim, heils- Sjúkrahæli Hvíla hér menningar marglitir sauðir, Margir á förum, því Hel er á vakki. Gærdagsins Ttappar í dag eru dauðir, Draumvonir sjúkra á blaktandi flakki. Hraustmenni vola, sé heilsuvon fjærri, Hjartað í molum ef dauðinn er nærri. Hvarflandi augum að hverfulleik h'fsins, Hver einn !fær skilið hans tími sé stuttur Lífsvonin öfluga: úrlausn er hnífsins. ístrugrár mannræfill hingað var fluttur. Skurðhéðinn voldugur, æfður og iðinn, Auðmæring holdugan risti á kviðinn. Fölvir þeir bíða sem flaka í sárum— Fágaðir, mannaðir, ríkir og snauðir. Lífslokin merkist af tregenda tárum Túlkar ei huggun, er liggja þeir dauðir. Sjálfsvitund, aflið hið sjálfveru-stranga, Sízt kýs frá taflborði lífsins að ganga. Tápþrungnir æskumenn eru í logum Eldvítiskvala er blóðið ofhitnar. Veiklaðir berserkir byltast í flogum Banvænna gerla og líkaminn svitnar. Feigðar í starandi stöðuga auga, “Stálkóngar” fara að trúa á drauga! INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Árnes............ Amaranth....... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury..... Brown.......... Calgary........ Churchbridge... Cypress River.. Dafoe........... Elfros......... Eiriksdale..... Foam Lake...... Grimli......... Geyslr........... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa......... Hove........... Húsavík........ Innisfail...... Kandahar....... Keewatin....... Kristnes....... Langruth....... Leslie......... Lundar......... Markerville.... Mozart......... Oak Point...... Oakview........ Otto........... Piney.......... Poplar Park.... Red Deer....... Reykjavík....... Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River..... Tantallon...... Thornhill...... Víðir.......... Vancouver...... Winnipegosis... Winnipðg Beach Wynyard........ f CANADA: ...............Sumarliði J. Kárdal ..................J. B. Halldórsson ..................G. O. Einarsson ................Sigtr. Sigvaldason ..................Björn Þórðarson .....................G. J. Oleson ...................H. O. Loptsson ................Thorst. J. Gíslason ...............Grímur S. Grímsson ............... Magnús Hinriksson ....................Páll Anderson ...................S. S. Anderson ...................S. S. Anderson ...................ólafur Hallsson ....................John Janusson .....................K Kjernested .................Tím. Böðvarsson ......................G. J. Oleson .................Sig. B. Helgason ...............Jóhann K. Johnson ...................Gestur S. Vídal .................Andrés Skagfeld ...................John Kernested ...............Hannes J. Húnfjörð ....................S. S. Anderson ..................Sigm. Björnsson ...................Rósm. Ámason .....................B. EyjólfBson .................Th. Guðmundsson .....................Sig. Jónsson ...............Hannes J. Húnfjörð ...................S. S. Anderson ..................Andrés Skagfeld ...............Sigurður Sigfússon .....................Björn Hördal ...................S. S. Anderson ..................Sig. Sigurðsson ................Hannes J. Húnfjörð ......................Árai Pálsson .................Björn Hjörleifsson ..................G. M. Jóhansson ......................Fred Snædal ......................Björn Hördal ...................Halldór Egilseon ....................Guðm. ólafsson ................Thorst. J. Gíslason ...................Aug. Einarsson ................Mrs. Anna Harvey ....................Ingi Anderson ....................John Kernested ....................S. S. Anderson Heimsstyrjöld sú eigi manna á milli, Mannfalli slíku ei bægja frá löndum. Dauðinn er vogestur allra, sá illi Óvinur reyrir menn samúðarböndum. Samhliða aldnir og ungir hér líða, Eldskvölum haldnir er dauðans (þeir bíða. Hvílir þú gjálfur í sjúkraranni, Sér þú hve holdið er jarðarmegin. Di’aumh'f ei samrýmir sjúkum manni, Sálþróttur hver til heljar sleginn. Draumsjón, er holdinu hnignar óðum, Hnígur í moldu í gleymdum Ijóðum.— Hér er þó læknandi hjúkrun manna, Hjúkrunarylur og meyjar fríðar! Láttu það, andi, nú andúð banna, Andúð ei vekur þitt lífsfjör síðar. Holdið er andi—í íhjúkrun falinn, Heilagur andi af guði valinn. Hjúkrandi mannverur hærri skapa Hugsjónir lífsins í veikrahæli. Dauðinn er líf og er holdsins hrapa Hallir í jarðnesku sjúkrabæli, Andinn er vormagn er aldrei dofnar. Eilífðar þormagn ei deyr né sofnar. O. T. Johnson f BANDARÍKJUNUM: Akra................................... Jón K. Einarsson Bantry.....................................E. J. Breiðfjörö Bellingham, Wash........................John W. Johnson Blaine, Wash......................Séra Halldór E. Johnson Cavalier............................... Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.......................................Jacob Hall Garðar...................................S. M. Breiðfjörð Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson...................................Jón K. Einarsson Hensel.....................................J. K. Einarsson Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton......................................F. G. Vatnsdal Minneota..............................Miss C. V. Dalmann Mountain..................................Th. Thorfinnsson National City, Calif...,...John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.............................Ingvar Goodman Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.....................................Jón K. Einarsson Upham.....................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba I

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.