Heimskringla - 15.01.1936, Page 5

Heimskringla - 15.01.1936, Page 5
WINNIPEG, 15. JANÚAR, 1936 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA FJÖLNIR Stutt minningarræða flutt af Sigurði Nordal prófessor á samkomu stúdenta 1. desember 1935. Fyrsta hefti Fjölnis kom heini til íslands frá Kaupmannahöfn með seinni skipunum sumarið 1835. Aðkoman var heldur köld. Hafísinn hafði legið við land fram í fardaga, alt suður til Vestmannaeyja, og frost voru á Suðurlandi til Jóhsmessu. Fén- aður féll hrönnum saman í ýmsum héruðum. Mjeð slætti tóku votviðri við„ svo að víða var ekki hirtur baggi í garð fyr en undir miðjan september. Og frá þjóðinni andaði líka fremur kalt móti þessu nýja riti, sem ætla,ði að bæta mein hennar með því að boða henni sann- leik, fegurð og frelsi. Fáeinir af hinum vitrari mönnum tóku vel Bréfi frá íslandi eftir Tómas Sæmundsson og vildu fá meira af slíkum hugvekjum. Hinir voru þó fleiri, sem þykktust við ádeilur þær, er í heftinu voru, og kölluðu þær níð um þjóðina, og sýnishorn þau, sem þar voru birt af erlendum bókmentum, fóru fyrir ofan garð og neðan hjá flestöllunf, jafnvel þeim, sem vildu vea ritinu hlyntir. Um fyrsta kvæði Jónasar Hall- grímssonar, “ísland, farsælda frón” — virðist fátt hafa verið talað. En líklega hefir ýmsum þótt lýsing hans á hagsæld landsins og hinum heiða og ibláa himni, sem þeir höfðu ekki grilt í mánuðum saman, vera nokkuð hjáróma við ár- tferði og veðurfar. En eitt lánaðist þessum fyrsta árgangi Fjölnis undir eins, fram yfir flest annað, sem áður hafði verið prentað á íslenzku, — og það var að vekja eftirtekt og verða að umr'æðuefni. Á fyrstu blaðsíðu ritsins var deyfðinni og þokuöndunum sagt stríð á hendur, og einkum meðan séra Tóim'as liföi mátti segja, að sí- feldur styr stæði um Fjölni, ekki einungis meðal þjóðarinn- ar heldur líka milli útgefend- anna sjálfra. Samt fór því f jarri, að Fjölnir væri einungis ádeilu- rit, þó að mörgum yrði starsýnt á þá hliðina, og allra sízt, að á- deilur hans væru yfirleitt illvíg- ar eða ósanngjarnar. Hann var eins og Sköfnungur, bitur brandur með lyfstein í hjölt- unum. Hann plægði og sáði, sló og gæddi , jsenn. Þess vegna urðu áhrif íhans svo af- farasæl og varanleg. í»ó að allir fjórir stofnendur Fjölnis væru merkismenn, leik- ur ekki vafi á því„ að þeir Tóm- as og Jónas voru lífið og sálin í félagsskapnum. Þegar séra Tómas féll frá, varð fjögurra ára hlé á útkomu Fjölnis, og þegar Jónas dó, voru dagar ritsins taldir. Síðasti árgang- urinn er títið annað en eftir- mæli Jónasar og ýmislegt, sem fundist ihafði óprentað eftir hann látinn. Það sem þessir tveir menn lögðu til Fjölnis gef- ur honum aðalgildi sitt énn í dag. Tómas lét sig alt skifta, sem umbóta þurfti og til umbóta horfði á íslandi, hafði vakandi auga á öllu, sem miður fór, og öllu, sem gróandi var í. Það var ekki honum að kennia, hieldur á- standi þjóðarinnar, þó að hann fyndi fleira, sem var ádeiluefni heldur en lofsvert. Djörfung hans og hreinskilni ollu oft hneykslum og komu óþægilega við þá vanmetatilfinningu, sem fyrir var. En hins er ekki síður vert að geta„ hversu mildur og sanngjarn þessi skapstóri og á- hugasami maður var í dómum sínum um eldri tímann, t. d. Magnús gamla Stephensen, sem mörgum hefir orðið erfitt að meta að verðleikum. Drenglyndi hans og víðsýni koma fram í hverri grein, sem hann skrifar. Þó að flest af viðfangsefnum hans séu tímabundin og því úr- elt fyrir nútímamenn, er allur andi og svipur á ritgerðum hans í Fjölni e<nn til fyrirmyndar. Það er efasamt, hvort nokkurir samtíðardómar, sem síðan hafa verið skrifaðir á íslandi, komast til jafns við beztu kaflana í rit- gerðum hans í Fjölni. Jónas fór geystari en Tómas í feinu áideilunni, sem eftir hann liggur, dóminum um Tístrans rímur. Sá dómur er ekki ein- ungis ritaður af heilagri vand- lætingu fyrir 'skáldskaparins hönd, heldur tí'ka persónulegri óvild og þykkju, og það er fyrir löngu viðurkent, að hann e: ekki neinn Salómonsdóanur um skáldskap Sigurðar Breiðfjörðs. Engu að siíður markar hann tíma.mót í sögu skáldskapar- smekks á íslandi. En það eru þó fyrst og fremst kvæði og sögur Jónasiar,, sem gera Fjölni að Helgiriti í íslenzkum ibók- mentum. Séra Matthías tekur svo djúpt í árinni í bréfi frá 1914, að af íslenzkum skáldum sé enga vert iað elska, nema Jónas einn. iSiem betur fer munu nú fáir geta verið lárvið- arskáldinu samimála um Iþetta, og allur slíkur samanburður er erfiður og háður einstaklings- smekk. En því meir sem skáld- skapur vor fyrir og eftir tíma Jónasar er athugaður, því meira kraftaverk virðast kvæði Jónas- ar og sögur. Hann gerði ísland að nýju landi, íslenzkuna að Iniýrri tungu, íslenzk ljóð að nýrri list. Hvaða harðindi, sem síðan hafa dunið yfir, var aldnei framar hægt að missa sjónar á sumarlandinu, sem hann hafði töfrað fram. í skáldskap tíans hljómuðu í algerðri fyllingu tónar, sem áður hafði verið tæpt á eins og af tilviljun, feg- urð, sem áður tíafði Iverið í tómum brotum. Það getur ver- ið, að við það hafi verið jafn- ast, en fraJm úr því hefir enginn síðan farið. I % Benedikt Gröndal hefir í Dægradvöl í fáum orðum rissað upp ógleymanlega mynd af Tómasi Sæmundssyni, “Hann kom ríðandi (að Eyvindarstöð - um) og tíraut túngarðinn, sagð- ist ekki kalla þetta tútí”. Þeim Fjölnismönnum fanst íslenzkt þjóðtí'f vera eins og illa ræktað tún, þýft og kalið, þar sem garð- urinn væri eins og vörn deyfð- arinnar og þröngsýninnar um óræktina. Þeir vildu brjóta þeiuian garð, færa hann, út, til þess að víkka túnið og yrkja það betur. Þeim tókst furðu mikið á svo skömmum tíma. Þeir gáfu þjóðinni margt að deila um og reiðast af, trúa á og gleðjast við„ skildu við hana víðsýnni, skynsamari og von- betri. Áhrif þeirra hafa jafn- an síðan verið lif^ndi þáttur í menningarviðleitni og sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. —Dvöl. ið hjá ekkjunni, börnunum og nánasta frændfólki. Þessi á-1 minsti vinur vaf S. S. Grímson * að fullu nafni Snæbjöm iStein- grímson Grímson, sem andað- ist 17. sept. síðastliðin á iheimili sínu í Milton, N. D. — Hans hefir áður verið minst. bæði í Hkr. og Lögb., svo eg ætla ekkd hér að ættfæra hann né eftirlifandi konu hans, því i það er alt á undan gengið, held- ur í þess stað ætla eg aðeins að gefa persónulegt álit mitt á honum, og framkomu hans yfir það tímabil sem eg var honum samtíða. Eg og kona mín kyntumst þeim hjónum árið 1894, voru þá búandi á landi þeirra norður frá Milton. Við vorum þá ný sezt að í bygðinni. Vikum við út af landsins sið og heimsótt- um þau að fyrra bragði. En þær viðtökur eru mér enn í fersku minni. Það voru sönn vinamót frá beggja hendi. En sízt datt okkur til hugar þá, að vegir okkar lægju saman öll þessi ár. En það hefir ekki orð- ið til að hnekkja að neinu leyti okkar fyrstu viðkynningu held- ur í þess stað að auka og efla vinabandið á millum okkar. iS. S. Grímson heitinn var siðferðisgóður, drenglundaður og hjálpsamur við alla, sem til hans leituðu. Fann eg hjá honum þá eiginleika, sem eg dáist að. í stuttu máli sagt, fyrirmynd samtíðamanna sinna hér í gegnum alt hans lífsstarf. Hann hafði við heilsulasleik að stríða síðustu ár, þó mest síð- astliðið ár. En tíann bar sinn kross án möglunar. Þá sjaldan eg fór til að sjá hann þetta síð- asta ár, þá var svarið ávalt það sama, að sér liði bærilega, sem meinti að hann bæri böl sitt með þolinmæði. Þann 17. sept. (1935) var þraut hans hjá og sigurinn fenginn. En ógleym- anleg minning .fhans lifir hjá ekkjunni, börnunum, frændum fog vinum hins látna. Vinur. Important Announcement BARGAIN Effective January 15th. HOURS ON PERSON-TO-PERSON I FÁIR SKYNJA HVAÐ ÞEIR ÁTTU FYR EN MIST HAFA Þessi orð komu mér til hug- ar um jólaleitið. Þá er eins og endurminningar liðins tíma vakni hjá manni, því þá er eins og færist nýtt líf I alla. Fólkið streymir að úr öllum áttum, til að taka þátt í hátíðarhaldinu og jólagleðinni hjá froeldrum, syst- kynum, frændum og vinum. Er þá ylur í hjörtum flestra, og vilja láta eitthvað gott af sér leiða, sumir með kærleiksríkum gjöfum til sín og sinna, og enn aðrir með gjöfum til þeirra, sem þurfandi eru; og árnaðar óskir ganga mann frá manni. En alt er þetta tímans tak- mörkum háð því alt á sér enda. Eg saknaði vinar míns um þessi síðast liðnu jól. Hann og fjölskylda hans voru búin að vera jólagestir okkar yfir fjörutíu ár, og eg með fjöl- skyldu mína gestir hjá þeim um nýárið í jafn mörg ár. Svo það var engin furða þó eg sakn- aði hans um jólin. En hvað mun þá söknuðurinn hafa ver- SÉRA JÓHANN BJARNASON OG LÚKASARGUÐSPJALL Eg er þakklátur séra Jóhanni fyrir skýringu hans á “Vanda- málinu” sem eg hreyfði í sam- bandi við Lúkasarguðspjall. — Nýtur hann þess nú, að hafa tekið próf í ártölum sögunn- ar — svo langt, sem vizka hans og lærdómur ná. En ekki er hann laus við “Vandamálið” enn, eins og síðar mun drepið á. Það er helst að heyra á sr. Jóhanni, að, af því að eg mis- steig mig á “fyrir” og “eftir” Krist sé eg af lægri tegund manna, en lægri tegund skilst mér hann átí'ta böm og ungl- inga. Er sr. Jóhann dálítið frá- brugðinn Jesús frá Nazaret í því eins og fleiru, sem sagði “að börnum heyrði guðsríki til.” Gremja sr. Jóhanns og vand- lætingasemi yfir ártals skekkj- unni, er svo mikil aö hann hvæsir þessum orðum á papp'r- inn: “að fullorðinn maður skuli villast svo herfilega, er, að eg hygg um það bil dæmalaust.” Þetta er ósatt. Sr. Jóhann hefir með þessum stóra dóm stigið tveim skrefum of langt og hnotið á annað tíné út af braut sannleikans. Eg get sannað það, að ekki allfátt af alþýðufólki hefir álit- ið að tímatalið byrjaði við dauða Krists. Margt af þessu fólki er eins vel gefið og sr. Jótíann og miklu kristnara í þess orðs beztu og ífullkomnustu merk- ingu, og ástæður þess — þó að ártalið stæði ekki tíeima eru viturlegar og eðlilegar. Og ástæður þessa fólks eru aðallega tvær: Fyrri ástæðan er sú, að kenn- ingar Krists klufu veraldarsög- una í tvent, en áhrif þeirra urðu ekki starfandi kraftur út um heim, fyr en eftir dauða § LONG DISTANCE CALLS Recently the reduced evening rates for Lorvg Distance on Station-to-Station calls were allowed to extend continu- ously from 7 P.M. Saturday to 4.30 A.M. Monday. Now another great saving on Long Distance Calls is going into effect. Under the new schedule of rates a dis- count will be allowed on all— PERSON-TO-PERSON CALLS betweeu the hours og 7 P.M. and 4.30 A.M. and all day Sunday. The reduction on person-to-person nights and Sunday calls will be exactly the same in amount (not in percentage) as on station-to-station calls to the same place. For example: On a call Winndpeg to Brandon— The DAY station-to-station rate is 85c (3. mins.) The NIGHT station-to-station rate is 45c (3 mins.) Difference 40c The DAY person-to-person rate is $1.05 (3 mins.) The NIGHT person-to-person rate is 65c (3. mins.) Difference 40c USE LONG DISTANCE FOR YOUR OUT-OF-TOWN BUSINESs MANITOBA TELEPHONE SYSTEM i hans. Hin ástæðan er róttæk aldavenja, að segja um menn: “eftir þeirra dag” — þá fyrst, er hver maður búinn að gefa sögu sína, og sýna hverju er- indi hann aflauk í heirni hér.. Nú er sr. Jóhann búinn að sanna að ártalið eigi frá forms- ins hlið, að rekja frá fæðingu Krists, —< hvað sem öllum öðr- um líður. — Af þessum ástæð- um, er eg mjög ánægður yfir því, að eg skrifaði ‘‘Vandamál- ið”, því að nú vita allir sem Lögberg lesa, um þefta atriði. Þó að sr. Jóhann sé upp með sér yfir þessu á minn kostnað, er aukaatriði. Höfuðatriðið er að “Vandamálið” gerði gagn. Sem bókstafs maður, hefir sr. J. B. numið þarna hið þarfasta verk. Og eg álít þessa töl- vísi hans í þarfir almennings meira virði, en allar þær bók- stafsræður, sem hann er búinn að halda í öll Iþau ár, sem hann er búinn að vera prestur. í enda greinar sinnar er sr. J. B. orðinn svo upp með sér, að hann minnir á sjálfan sig í prédikunarstól, þegar hann er að lesa guðspjöllin — sem hann að töluvísindunum undantekn- um, hefir aldrei skilið sálarfars- lega, frekar en “grunnhygginn, óupplýstur unglingur” — svo að honum séu gefin hans eigin orð til baka. En nú ætla eg að biðja sr. J. B. að gá að sér. “Kálið er ekki sopið úr ausunni enn”. — Of miklum hroka getur svelgst á. 4 Töluvísindi sr. J. B. eru rétt, eftir hans skilningi og tak- mörkuðu þeklðingu á 'hænri sviðum. Sr. J. B. hefir aldrei leitarmaður verið af knýjandi innri vaxtarþrá. Hann veit ekk- ert hvað það er, að villast um stund af sárum þekkingar- þorsta. Þessvegna verður hann grimmur eins og miðalda prest- ur ef stefnunni er ekki haldið beinni þó að hún liggi út á skjóllausa ótí'fa eyðimörk. Af þessum ástæðum skal hon- um kunngert, að eftir alt, liggur skekkja í gegnum öll hans tölu- vísindi frá hæsta sannleiks- dórni. Og þegar hann er bú- inn að laga þá skekkju, verður farið að tí'ða á daginn, þó að hann átí'ti sig nú standa sigri- hrósandi í hádegis stað hinna einu réttu sanninda. Sr. J. B„ segir að Jesús hafi verið um þrítugt þegar hann byrjaði að kenna. En það er ekki rétt, þar skakkar um 4—5 ár. Sú tímaskekkja, liggur í gegrium allan tímareikning sr. J. B. í svari hians til mín. Eftir reikningi sr. J. B„ á Jesús að hafa fæðst 4—5 árum á undan sjáifs síns fæðingu — mikill er lærdómur guðfræð- ingsins! — Það er fullsannað, að Jesús fæddist 749 eftir bygg- ingu Rómaborgar, og þessu til stuönings má geta þess, að landstjóri Pontius Pilatus fór heim til Róm 36 e. K. sama ár og Kristur var krossfestur og kom ekki til Palestínu aftur. — Það vita allir, sem takast þá ábyrgð á hendur, að fræða aðra — að undanskildum sr. J. B., — að tímatalinu á ofanverðum miðöldunum var breytt og er álitið að þessi skekkja eigi rór sína að rekja til þeirra mistaka þegar sú breyting fór fram. — heimildir fyrir þessu eru í hinu ágæta fræðiriti Austurlönd, eft- ir Ágúst Bjamason. Vera má að þeir verði elkki eins margir og sr. J. B. heldur, sem undra sig mjög á því, þó að hann geri sig mikinn yfir sínum talnareikningi, þegar leikmenn eru annars vegar. En ætli að þeir verði ekki fleiri, sem undrast það, að hann skuli ekki vita hinn rétta sögulega sannleika þeirra guðfræðis greina, sem hann hefir burðast með, um fleiri tugi ára á við mann eins og Ágúst Bjarnason, sem aldrei hefir í preststöðu verið ? J. S. frá Kaldbak. “T. B. R.” DÁINN T. B. Robertson, einn af aðal- ritstjórum blaðsins Winnipeg Free Press, dó s. 1. mánudag. Hann var mjög vel pennafær maður, og munu margir minn- ast fylkis þingfréttanna, sem hann skrifaði í blaðið með fyr- irsögninni “Under the Dome” og sem stafimir “T. B. R.” stóðu undir. STAKA Eru Fróðárundur að byrja? Ekki er þá að sökum að spyrja. Veröld sem að á ekkert eyra ætlar nú með (h)ljóði að heyra. J. S. frá Kaldbak. WILDFIRE COAL “T rade-Marked” LOOK FOR THE RED DOTS AND DISPEL YOUR DOUBTS LUMP ..............$11.35 PER TON EGG ............... 10.25 PER TON SEMET-SOLVAY COKE .$14.50 PER TON MICHEL COKE ....... 13.50 PER TON DOMINION COAL (SASK. LIGNITE) COBBLE ............$6.65 PER TON STOVE ............ 6.25 PER TON BIGHORN COAL (Saunders Creek) LUMP ..............$13.25 PER TON FOOTHILLS COAL (Coalspur) LUMP ..............$12.75 PER TON STOVE ............. 12.25 PER TON FUEL LICENSE NO. 62 Phones 94 309 McCurdy Supply Company Limited 49 NOTRE DAME AVE. E.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.