Heimskringla - 19.02.1936, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
, .llliiSlllllilliililillll. ,
í'
BELLAMY
MORÐMÁLIÐ
•'imtiiiiiiiiiiiiiiiiiii''
Það &ru efnileg börn. Eg Ibýst við að allar
ömmur haldi sín barnabörn vera afbragð ann-
ara barna, en eg geri meira en halda að svo
sé; þau eru sannarlega afbragð annara. Það
myndi hver og einn segja, sem sæi þau. Þau
iblessuð börn eru huguð og hraust og sæl, um-
fram öll önnur. Þú gætir verið með þeim svo
vikum skiftir, án þess að iheyra þau gráta
Vitaskuld getur það hent sig, einstöku sinn-
um — ef fundið er að við þau til dæmis — af
því Pete er fjarska viðkvæmur. En svo kem-
ur það ekki oft fyrir, að það þurfi að finna að
við þau og þegar Pete fótbrotnaði í fyrra vetur
og Dr. Ghilton var sóttur til hans, þá sagði
læknirinn að hann hefði aldrei orðið var við
annan eins kjark hjá nokkru barni. Og þegar
Polly var ekki nema tveggja ára, óð hún út í
sjó, alveg upp að höku og hefði vaðið lengra,
ef pahbi hennar hefði ekki náð í hana. Hún
er duglegri að ríða, heldur en nokkuð annað
sjö ára gamalt barn í Rosemont, þó hún sé
ekki fullra fimm ára — fyr en í janúar — og
þegar hún datt af baki, sem kom ekki fyrir
nema einu sinni, þá kveimkaði hún sér ekki
einu sinni, hvað þá hún gréti.
Þau eru falleg líka, þau börn. Pete er ljós
á yfirbragð, Polly mjög dökk en bæði hafa blá
augu og dökk augnahár. Útitekin líka og
stór. Það virðist varla hugsanlegt, að nokkuð
geti orðið að hvorugu þeirra, en samt er bezt
að fara varlega. Polly hefir tvívegis fengið
aðkenning af hlustarverk og fótinn á Peté
verður að strjúka tvisvar á viku, því að hann
stingur ennlþá við.
Þessvegna drap eg Madeleine BeUamy.
í fyrsta sinn sem eg varð vör við, að eitt-
hvað væri milli hennar og Pats, var í maí, meir
en mánuði áður en morðið fór fram. Sue
hafði boðið æðimörgum og eg skrapp út í
garð, eins og eg var vön, undireins og eg gat.
Eg hugsaði mér, að sníða vissann blómarunna
og fór inn að sækja skæri í blðmastofu. Þegar
eg gekk hjá skrifstofuglugganum, sá eg
skuggann af Pat og Mimi á gluggatjaldinu,
hún hallaði sér áfram, iíkt og hún væri að
skoða skútuna sem hann hafði í smíðum, en
hún horfði ekki á hana, heldur hafði augun á
Pat.
“Mig grunaði altaf að hún væri grunn-
hyggin garmur og hafði aldrei haldið upp á
hana, jafnvel áður fyr, meðan við vorum í
þorpinu, hafði eg áhyggjur af henni stundum.
Hún brúkaði of sterkan ilm og of mikið af
rauðuidufti og í rödd hennar var tómahljóð
og hryllilegur æsingur. En eg hélt hún væri
góð í sér og meinlaus, og ætlaði mína leið, en
þá heyrði eg hana segja: “Pat, heyrðu, fekstu
miða frá mér?” Hann sagði “Já”. Oún
spurði: “Ætlarðu að koma?” Og hann sagði:
“Eg veit akki. Eg er efins að eg geti það.”
Hún sagði: “Víst geturðu það. Við getum ekki
talast við hérna. Þú mátt til að koma.” Hann
sagði: “Jæja, eg skal koma. Gáðu að, ein-
hver kemur.” Þau sneru bæði frá og eg
heyrði hann kalla á einhvem í forsalnum, að
koma og skoða smíðisgripinn.
En eg stóð úti fyrir glugganum, hallaði
enni að veggnum, fanst eg vera ísköld og
sárveik. Það var alveg eins og eg heyrði Dan
kalla til mín yfir þrjátíu ára móðu.
Frá þeirri stundju til þessarar hefi eg ekki
lifað glaðan dag, eitt einasta augnajblik. Eg
varði öllum stundum til að njósna um hann —
hann Pat minn blessaðan, reyna að komast
að, hve langt hann væri leiddur, hve langt
hann ætlaði sér að leiðast. Eg kom aldrei að
þeim tveim saman eftir það, þó eg sama sem
héngi alla tíð í beðunum undir skrifstofu
glugganum, ef svo skyldi bera til, að þau
slægjust á hljóðskraf innifyrir. En það varð
aldrei af því. Mími kom heldur ekki oft á það
heimili.
“En um hálf sjö kveldið 19. júní, kom
nokkur í skrifstofuna, sem fékk mér lykilinn
að þeirri gátu, sem eg var að fá&t við, Melanie
Cordier, vitanlega. Eg sá til hennar taka bók
úr skáp, stóra, í gulu leðurbandi, og jafnframt
leit hún um öxl, eins og hún væri hrædd um,
að einhver sæi til sín, þegar hún stakk ein-
hverju í bókina. Hún lét bókina á sama stað,
sneri til forsalar en hrökk til baka. “Einhver
er í forsalnum; þegar Melanie fer, er mann-
laust þar,” hugsaði eg.
Litlu síðar fór hún sína leið en eg skund-
aði til framdyra, á tröppunum varð fyrir mér
Elliott Farwell, hann var á útleið, kom beint
í flasið á mér, eins og blindur maður, bað af-
sökunar og leit ekki á mig, eg fór inn til
skrifstofu og hugsaði með mér, að aldrei hefði
eg séð mann svo heillum horfinn og vansælan.
Enginn var í forsalnum, eg heyrði hlátur
og skraf til gestanna í matstofu, gekk rakleitt
þangað sem eg hafði séð Melanie láta bpkina,
og í henni fann eg tilskrifið með þessari utaná-
skrift: “Mr. Patrick Ives. Áríðandi — mjög á-
ríðandi.” Eg starði á þetta svolitla stund,
stakk því svo í strátösku mína, ‘sem eg bar
alla tíð með mér við garðverkið, fór svo til
búrs og fékk mér vatnsdrykk, því að eg var
lémagna, þrjú glös drakk eg, mjög hægt, þar
til handaskjálftinn fór af mér og undarlegt,
svimakent magnleysi. Eftir það gekk eg í
forsalinn um matstofu og sá þá hvar Pat stóð
í skrifstofu, með vænan böggul af hvítum
skjölum, álíka í brotinu og verðskjalið, sem
hann gaf mér í jólagjöf fyrir ári síðan — rétt
álíka. Og meðan eg stóð við í forsalnum,
kallaði Sue á hann, að koma út á svalir að
kveðja gestina, hann stakk skjölunum ofan í
draghólf og gekk út.
Jafnskjótt og hann var korninn í hvarf,
skauzt eg upp. Eg þoldi ekki að hugsa til
þess,- að Pat igrunaði mig um að hafa tekið
miðann, eg þóttist vita, að ef svo færi, þá
mundi hrynja alt það fagurlífi, sem eg hafði
þolað mrgan dauðdaga til að stofna, og
verða að engu. Eg þoldi ekki að Pat hefði hug-
mynd um, að eg vissi af vansa hans og van-
mensku—að eg vissi af að hann var steyptur
í sama mótinu og Dan, — verri og vésalli en
Dan, því að Dan hafði engan annan en mig
til að leiða sig beinan, en Pat hafði Sue. Eg
þóttist nógu sterk og full vonlaus til að mæta
hverju sem vera skyldi, í víðri veröld, nema
því, að Pat fengi að vita, að eg hefði staðið
hann að ávirðing. Svo eg læddist upp til mín,
læsti að mér, skaut stól fyrir hurðina, og það
er það eina af því sem eg gerði þaðkveld, sem
vottar mér, að eg var ekki alvég eins og eg
átti að mér að vera. Eigi að siður, jafnvel
hlutdrægur getur varla talið það vott um
brjálaða sótt til manndrápa.
Miðann las eg út við glugga, þrívegis.
Vitanlega misskildi eg hann algerlega. Eg hélt
hún væri að fá Pat til að strjúka með sér til
Californíu. Mér kom aldrei til hugar, að hún
væri að tæpa á peningum handa Steve svo þau
gætu búið við sælli kjör í mildara loftslagi, og
að tal hennar um að fara kringum Steve, ætti
að skiljast svo, að hún vildi leyna hann því,
hvemig peningarnir voru fengnir.
Ef eg hefði vitað það, þá hefði eg aldrei
lyft finigri til að varna því, að hún fengi þá.
Eg hélt hún væri að veiða Pat. Eg hefði gefið
henni tvö hundruð þúsund dali, til að láta
hann í friði. Það hryllilegasta og hlálegasta
í þessu hryllilega og hlálega máli er það, að ef
Mimi Bellamy hefði ekki verið eins trassaleg
og kærulaus um hvernig bún brúkaði orðið
“við”, eins og hún var um alla hluti um sína
daga, þá væri hún enn á lífi.
Vitanlega er heimsku minni um að kenna,
líka, og í fyrsta sinn sem eg las bréfið, var eg
hissa á, að engin gælu orð eða ástar, komu
fyrir í því. En svo stóð þar, að hún þyldi varla
að ibíða, og hvað þau myndu verða sæl, og
miðinn var auðsjáanlega skrifaður í hasti —
og eg hafði altaf grunað hana um að til-
finningar hennar stæðu ekki djúpt. Eg býst
við að allir lesi það í bréfum siínum, sem þeir
ætlast til að finna í þeim, og svo fór mér. Eg
hjóst við, að Pat væri svo ólmur eftir þessum
kvenmanni, að hann væri fús til að eyðileggja,
ekki aðeins líf sjálfs sín, heldur mitt líka og
Sue’s og Polly’s og Pete’s. Og þó líf mitt lægi
við, var mér ómögulegt að hugsa mér1 ráð til
að stöðva óvit hans.
Eg sat og las bréfið í þriðja sinn, þegar
Melanie barði oig kallaði á mig til matar; eg
stakk bréfinu í tösku mína, kipti stólnum frá
hurðinni, rendi frá lokum og fór ofan til mat-
ar. Pat og Sue og Melanie nafa sagt ykkur,
a ð sú máltíð hafi verið öðrum lík, og svo var,
en eg get ekki annað en undrast, hve undar-
lega nianneskjúnum er farið, þegar eg íhuga
hvað Pat bjó yfir og hvað eg var að hugsa, og
að við gátum skrafað hlægjandi eins og vant
var. Það sýnist varla mögulegt að mannlegar
verur geti annað eins. Eigi að síður gerðum .
við einmitt það.
“Eftir á, þegar þau fóru til skrifstofu að
skoða skipið, hugsaði eg mér að ganga í rósa-
garð og Ijúka við það sem eg átti ógert þar,
gekk um blómastofu og tók þar hmf úr drag-
hólfi, sem eg geymdi nokkur áhöld í, undir lás,
svo börnin næðu ekki í hann, það er vænt
eggjárn til að kvista með. Eg reyndi ekki til
að íhuga fyrst í stað, heldur vann það sem eg
ætlaði mér. Miss Page gekk hjá og Sue litlu
seinna, á hlaupum, hún kallaði til mín, að
hún ætlaði til kvikmynda og Pat til pókerspils
Eg varð fegin að þau ætluðu heiman, þar af
varð mér hægara að hugsa og — draga and-
ann. Eg settist á bekk í garðinum og reyndi
að íhuiga hvernig komið væri. Mér var mest í
mun, að verða ekki flaumósa heldur halda
stillingunni, því að eitt var vísast af öllu: Ef
ekki var gert að strax í stað, þá var alt um
seinan.....ú var að ráða, hvað gera skyldi.
Eg hafði ekki kjark til að ganga framan
að Pat. Eg hlýt að vera huglaus vesalingur í
verunni, því að það var það einf'aldasta, bein-
asta og eðlilegasta, sem gera mátti, og eg blátt
áfram þorði það ekki, vegna þess eg hélt hann
myndi eltki sinna mér, virða mig að vettugi,
og eg hafði ekki kjark til að láta það ganga
yfir mig. Eg hefði átt að treysta honum bezt
af öllum lifandi manneskjum, en mig brást
traustið til hans. Þess minnist eg hverja and-
vökunótt. Eg treysti honum ekkí.
Við Sue þorði eg heldur ekki að nefna
þetta, eg óttaðist að ef hún vissi hið sanna —
eða það sem mér þótti sannast vera — þá
myndi hún skilja við hann, hvað sem gengi
yfir Pete og Polly og hana sjálfa. Eg vissi að
hún var þóttamikil og ágætlega vel huguð, en
hitt vissi eg ekki þá, að þau væru þeir fjötrar
/ sem bundu hana við Pat. Eg treysti henni
ekki heldur.
Þvtí að þá hafði eg ekki Pat og Sue og
Mimi fyrir augunum, heldur Dan og mig og
Þrúðu, dóttur konunnar sem við bjuggum hjá.
Nú sem eg sat á bekk og sá sólarljósið
verða að rökkri, og fann hræðsluna spretta
upp alt í kringum mig, eins og kaldan blástur.
Eg vissi að Sue átti ekki eyri í eigu sinni, faðir
hennar gaf henni alls ekki neitt, og hún vildi
ekki láta Pat gefa sér neitt, því að hún sagðist
hafa svo mikla ánægju af að biðja hann um
peninga.
“Og eg mintist . . . eg mintist þess, að
Dan hafði tekið nítján dali og fimtíu cent/ úr
tepottinum. Eg mintist þess, að fyrir skömmu
hafði eg fengið að vita fyrir víst, að eg átti
von á að lifa aðeins mánuði en ekki ár, upp
frá þessu. Eg mintist þess, að Sue kunni alls
• ekki að elda mat, og að eg hreinsaði litlu
spjarir barnanna þann tímann sem við bjuigg-
um í borginni, því að hún kunni alls ekki að
járndraga þær, og bjó þær til, því hún kunni
ekki að brúka nál — og að bráðum væri ekki
til mín að taka. Eg mintist þess, að hún ætti
ekki neinn náskyldan nema Douglas Thorne,
og að konan hans hefði miklar mætur á gull-
stássi og gimsteinum, en ekki á Sue. Eg
mintist þess, að það kostaði fimtán dali á viku,
að strjúka hnéð á Pete, og að þegar Polly var
veik í eyranu síðastliðinn vetur, þá var reikn-
ingurinn fyrir læknis ferðir og hjúkrunar mey
og aðgerð með eggjárni — sjö hundruð og
fimtíu dalir. Eg mintist þess, hvernig Polly
leit út á hestbaki og Pete að leika í sandhrúg-
unni, syngjandi ....
/Og þá sá eg skyndilega hvað gera skyldi.
Til Mimi var að leita, vitaskuld — henni hafði
eg alveg gleymt. Hún beið nú væntanlega í
koti garðyrkjumannsins, og ef eg færi til og
segði henni frá öllu saman um Polly og
Pete, og hvað fjarska áríðandi það væri, að
huigsað væri fyrir þeim, þangað, til þau gætu
hugsað fyrir sér sjálf, þá mundi hún sjá að sér
og skilja hve mikið væri í húfi. Hún var svo
ung og falleg og kærulaus, að henni hafði ekki
hugsast þetta. Það var ekki grimd, heldur gá-
laus girnd til sælu. En ef hún vissi — Eg
vildi segja henni upp alla sögu um Pats ógur-
lega döpru uppvaxtarár, og mitt möru troðna
líf, og biðja hana sem innilegast að stöðva
sig og gá að sér. Þegar hún væri búin að
stöðva sig og sjá að sér, þá myndi hún auð-
vitað ekki gera það. Eg þóttist ung í annað
sinn, svo létti mér mikið.
Eg lei-t á úrið mitt, klukkan var tíu mín-
útur til níu, eg hafði nógan tíma til að ná í
hana, áður en hún héldi burt; enginn myndi
sakna mín ef eg kæmi aftur fyrir tíu, og mér
þótti mikið betra að enginn fengi að vita, hvað
eg ætlaði að gera. Eg var því vön að sitja í
garðinum til þess tíma, og hafði með mér
skyndiljós til að bregða upp, eftir að dimt var
orðið, og það myndi duga mér heimleiðis yfir
mýrina.
Eg hugsaði mér, að hentast væri að fara
inn, áður en eg legði upp, heldur fara strax af
stað, og svo gerði eg. Leiðin lá yfir sáðreiti
og teiga, engin mannabygð nærri, og eg varð
ekki vör við neina mannaferð, en smára ilm og
pöddu tíst lagði fyrir vitin; eg gekk hratt og
hugsaði fyrir mér, hvernig eg skyldi haga orð-
um við Mimi, hvemig eg skyldi fá hana á
mitt mál með skynsamlegum fortölum og
mildu fasi.
í kotinu lagði ljós út um einn gluggann,
hurðin var í hálfa gátt og lykill í að innan-
verðu. Eg tvílæsti dyrunum, eftir litla töf, og
stakk lyklinum í strásekk minn, eg var hrædd
um að hún kynni að skjótast út, áður en eg
gæti skýrt henni frá málavöxtum, og það vildi
eg ekki að hún gerði.
Þá heyrði hún til mín og kallaði innan úr
stofu: “í himinsins nafni, hvað hefir tafið
þig? Eg hélt þá ætlaðir aldrei að koma.”
Hún sneri baki við dyrum,, skoðaði sig í
spegli yfir píanóinu, og fitlaði við hárið
á sér. Lampi stóð á hljóðfærinu og þess
vegna var hárið á henni að sjá líkt og eld-
rauður logi — hún var óvenjulega falleg, fyrir
þeirra augum, sem hafa mætur á hvít — rauð
— bláum sambreyskingi. Þrúða hafði sama
svip til munnsins og álíka hlægileg augnahár.
WINNIPEG, 19. FEBR. 1936
| Og nú sem hún sá mig í speglinum, skifti hið
glæsilega andlit hömum, gerðist tortryggið,
illilegt og grimt. Hún vatt sér við og virti
mig fyrir sér frá hvirfli til ilja.
Eftir svolitla stund segir hún: “Hvað ert
þú að vilja hér?”
Eg sagði: “Eg hefi erindi vegna Pats,
Madeleine.” *
Hún sagði: “Á, er það svo? Svo það er
lagið hans — að fela sig bak við pils! Jæja,
þú getur farið heim og sagt honum að koma
, hingað sjálfur.”
Eg sagði: “Hann veit ekki af að eg fór
hingað. Eg fann bréfmiðann.”
“Mimi sagði: “Það má setja þig í tugthús-
ið fyrir að knupla bréfum, sem aðrir eiga.
Ekki nema það, að njósna um son 'Sinn og
stela frá honum! Mér finst bara þú ætti-r að
skammast þín. Og hvaða gagn heldurðu að
þú hafir af því?”
Eg færði mig nær henni og segi: “iSkift’ér
ekki af mér, Madeleine, eg kom hingað í kveld
til að biðja þið að láta hann son minn í friði.”
Þá hló hún að mér — hún hló! “Þú gazt
sparað þér það göngulag. Eg skal segja hon-
um mína meiningu um ykkur bæði tvö, þegar
hann kemur.”
Eg sagði: “Hann ætlar ekki að koma. —
Hann er að spila póker hjá Dallas.”
Hún roðnaði niður á háls, af reiði,, og
sagði stundarhátt: “Það er lýgi! Hann kemur
hingað og þú veizt það vel. Viltu liafa þig í
burt héðan?”
Eg sagði: “Madeleine, heyrðu hvað eg
segi. Eg segi þér satt, að sú sæla sem þú
eignast með því verði, sem þú hyggur á, snýzt
þér til ógæfu, sama hvað mikið þú elskar
hann.”
Og þá hló hún! “Eins og mér þyki vænt
um Pat? Mér þykir álíka vænt um hann
og goluna sem blés í gær. En eg ætla mér að
ná hverju centi sem hann á, og eg get komið
höndum á, og því fyr sem þið bæði vitið það
fyrir víst, því betra höfum við öll af því.”
Eg sagði: “Eg held að þú segir satt til, þó
eg tryði þér ekki til að hafa kjark til að segja
svo. Þú veizt ekki — þú getur ómögulega
vitað hvað þú gerir. Þú getur ekki keypt vild
þína við heill og hamingju, heilsu og góðu
viðurlffi tveggja ungra barna, sem hafa aldrei
gert þérneitt. Það máttu ekki!”
Hún hló enn við, æstum og ógeðugum
hlátri, eins og hún átti vanda til, beit á
jaxlinn og sagði: “ó, má eg ekki, kannske?
Nú, taktu þá rétt eftir þessu líka: Mér stend-
ur rétt á sama, hvort þessi krakkadjásn þín
fara í skolpræsin ellegar ekki. Viltu nú fara
út?”
Eg gat varla náð að draga andann, mér
fanst eg rétt vera að kafna, þó kom eg þessu
upp: “Nei, þó eg gömul sé, Madeleine, þá
ætla eg að lúta lágt og biðja þig á hnjánum,
að spilla ekki æfikjörum þessara tveggja smá-
bama.”
'Hún sagði: “Ó, eg er dauðveik af þér og
krökkum þínum og látalátum. Eg spyr þig í
seinasta sinn: Ætlarðu að fara héðan út af
sjálfsdáðum, eða á eg að láta þig út?”
Hún kom að mér og þá lagði ilm sterkj-
una af henni, sæta og leiða. Eg hörfaði undan
Og sagði: “Þú vogar ekki að snerta mig —
vogaðu það ekki!”
Þá lét hún verða af því, hló sínum æsta
og ógeðuga hlátri, tók um herðamar á mér,
sneri mér við og hratt mér svo hart, að eg
hrasaði og datt á hrammana, eg greip hönd-
unum til einhvers, þegar eg var að detta, misti
þá niður strápokann og alt sem í honum var
tvístraðist út um gólf. Þarna lá eg á hnjánum
og starði á þessi þing mín, en blóðið þaut
fyrir hlustum mínum og dunaði 1 höfðinu á
mér.
Mér fór líkt og öðrum, að ef þeim er mis-
þyrmt líkamlega, þá eirir þeim svo illa, að
þeir missa alla stillingu, jafnvel þeir vesölustu
og mjúklyndustu vor á meðal. Þeim fer dun-
andi gegnum blóð og hold og bein, að þeim
hafi verið gerð óþolandi smán. Þessu líkt
heyrði eg hrópa í eyrum mínum og í sama bili
leit eg hnífinn blika á gólfinu, rétt hjá hend-
inni á mér, hnífinn sem eg hafði til að sníða
burt dauða kvisti, svo að þeir sem lifðu.næðu
meiri þroska. Eg lá á hnjánum og starði á
hann. Söguna um, að þeir sem komnir eru
að því að drukna, sjái þá alla liðna æfi stfna á
einu vetfangi, hélt eg tilbúning, en hún er
sönn, hugsa eg. Eg sá rósagerðið fyrir mér
með hverju grænu laufi blikandi í mána silfri.
. . . . Eg sá Pat og Sue brosandi á hlaðinu,
hann hélt utanum hana, hlægjandi, sólu skinin
og blævi blásin. . . Eg sá börnunum bregða
fyrir í bláum hafnarfötum, í laufguðu limi
bækitrjánna. . . Eg stóð upp með hnfífinn í
hendinni.
Hún hljóðaði við, aðeins einu sinni, ekki
sérlega hvelt heldur, en hún greip í borðið,
um leið og hún datt og af því varð hræðilegur
dynkur. Eg heyrði einhvern hlægja útifyrir,
heldur hátt, þá vatteg mér að Xampanum og
Frh. á 7. bls.
I