Heimskringla - 01.04.1936, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEXt, 1. APRÍL, 1936
Hiún er mér ímynd liins ís-
lenzka kvendóms með víkings-
dug en lundarfar lausnarans.
H. E. Johnson
“LITLA HVÍTA HÚSIÐ
f SKÓGINUM”
Endurminningar eftir
Ástu málara
Hvar var eg?
Hvar er eg?
Hvert fer eg?
I
Var eg fyr á þroska tíð. —
En hver er arður iðju minnar,
eymd og fátækt, neyð og stríð.
Annars skal eg vera stórstág,
svo að þið kæru lesendur ekki
þreytist um of á lestrinum.
Fyrst eg var svo lánsöm að
geta bjargað börnunum mínum
þremur úr lífsháska, langar
mig til að lýsa fyrir löndum
mínum því seim fyrir okkur
kom 12. feb. 1936 (afmæli Ab-
rahams Lincolns). Hefði björg-
unin ekki tekist, hefði enginn
heyrt meir um.það, engin Ásta
málari framar.
Það er nú eins og allir vita
daglegur viðburður að hús
brenni og slys verði, en hvað er
þá hægt að segja? Jú — það er
margt að segja. Fomar undir
opnast og verða þá svo við-
kvæmar, að gætilega verður að
fara til að halda jafnvæginu.
Eg finn' hvöt hjá mér til að
fara dálítið aftur í tímann og
lýsa aðal viðburðum úr lífi
mínu.
Eg er fædd og uppalin í
Narfakoti í Njarðvíkum, dóttir
Árna Pálssonar bónda og
barnakennara og hans konu.
Við vorum 10 systkynin og var
eg næst elzt. Þegar faðir okk-
ar dó árið 1900, fór eg að vinna
fyrir mér í vistum á Seyðisfirði.
Og féll mér sá starfi ekki illa.
En eg fann til með móður minni
og sá að laun mín voru lítil.
Svo til þess að vinna fyrir virki-
lega miklu kaupi, tók eg mig
upp og réðist í kaupavinnu á
eitt frægasta heimilið norðan-
lands. En að sumrinu liðnu
var kaupið lítið annað en vað-
mál, gott vaðmál, auðvitað. —
Það var nokkuð æfintýralegt er
eg sat skælandi yfir vaðmálinu
niðrí flæðarmáli á Akureyri,
kom þá til mín kona hæg og
lágróma og býður mér að koma
heim með sér, spyr hún mig
hvert eg ætli. Eg kvaðst ætla
til Reykjavíkur en skorti pen-
inga í fargjaldið. Þá býður hún
mér að kaupa af mér vaðmálið
svo eg geti komist þangað.
Seinna átti þessi kona heima í
Reykjavík og aldrei kvaðst hún
mundi gleýma unglingnum með
vaðmálið í flæðarmálinu, sem
sýslaði þar við skeljar og hafði
hvergi höfði sínu að að halla.
Og blessuð sértu ávalt fyrir
hugulsemina frú Knutsen. —
(Hólmfríður, systir Þ. Gíslason-
ar ritstjóra).
Eg vildi ekki verða vinnu-
kona, eg vildi vera sjálfstæð, fá
atvinnu sem væri launahærri
svo eg gæti betur hjálpað móð-
ur minni.
Eg vildi reyna sjónin — kom-
ast á skútu — en ekki tókst
mér að fá skiprúm hvémig sem
eg reyndi.
Til Reykjavíkur vildi eg kom-
ast til að læra að mála. Fór
til íslenzkra málarameistara, en
þeir urðu forviða og töldu slíkt
óráð hið mesta. Frá því eg var
ibarn langaði mig afarmikið til
að læra að mála. Eitt sinn er
eg var lítil stelpa var eg að
fletja grásleppu, skar eg þá yfir
þrjár fingurnar og framan af
einuím, eg komst heim og þá
leið yfir mig. Eg var með hvíta
svuntu og litaði blóðið á hana
myndir. Eg raknaði úr yfirlið-
inu við þann draum að mér
fanst guð standa hjá mér og
segja: “Málaðu stúlka! mál-
aðu!” og benti mér um leið á
hinn himneska morgunroða. —
Seinna hreif mig himinbláminn
og vötnin svo að eg hét því að
eg skildi ekki’ hætta fyr en eg
gæti lært að mála.
Svo htiti eg danska málarann
Berthelsen og hann veitti mér
viðtöku. Hann sagðist vera
margra barna faðir og lofaði
að annast mig sem væri eg
dóttir hans. Hann hafði mikið
að gera og fékk eg því oft auka
vinnu. Þetta var 1903 og nú
safnaðist hópurinn aftur heim
til mömmu og nú vann eg öll-
um stundum. Við áttum erfitt
í fyrstu en svo reyndum við
systkynin að hjálpa hvert öðru
og alt fór vel. Eg vann hjá
Berthelsen til 1906. Þá sigldi
eg til Hafnar í fyrsta skifti. —
Komst að hjá prófessor Over-
gord, kvaðst hann hafa kent
Einari Jónssyni og Ásgrími
Jónssyni og lét mikið af gáfum
þeirra til lista. Eg hafði iðn-
aðarstyrk fyrir eitt ár og átti
auðvitað að vera á iðnaðar-
skóla, en hann var enn ekki
opinn fyrir konur.
Næsta haust hafði eg þann
heiður að vera fyrsta konan
sem sótti um inngang á iðn-
skóla þennan. Prófessor Over-
gaard gaf mér mjög góð með-
mæli til íslenzku stjórnarinnar,
að styðja mig áfram á braut
listarinnar. Eg var við nám
eitt ár hjá konunglega hirðmál-
aranum í Höfn og vann fyrir
heiðursmerki sem sýnt var á-
samt 70 annara við sveinspróf-
ið á Ráðhúsinu í K.höfn 7.
marz 1907.
Og enn þráði eg að komast
lengra. Lagði af stað til Þýzka-
lands í óvissu og kunni mjög
lítið í þýzku. En eg var með
sveinsbréfið mitt á fjórum
tungumálum.
í Þýzkalandi var tekið á móti
mér af ókunnugum. Lenti eg
fyrst í Hamborg og dvaldi þar í
nokkur ár; og þar átti eg mín
einkennilegustu æfintýri. —
(Skrifaði æfisögu mína á nokk-
ur hundruð blöð, en þau blöð
fórust í eldinum og koma því
aldrei fyrir almennings sjónir). 1
maí 1910 tók eg meistara próf í
Hamburgergewerbekomme og
stóðst það. Fór svo til Íslands
með meistara titilinn undir ann-
ari hendinni — en tæpra
tveggja ára gamlan gullfagran
son undir hinni, í rauðum föt-
BRÉF TIL HKR.
Blaine, Wash.
22. marz, 1936
Kæri ritstjóri:
Eg vona að meðfylgjandi æfi-
ágrip “Ástu málara” verði les-
endum Heimskringlu til engu
minni ánægju en lesturinn hefir
reynst mér.
Ásta ,,er hin mesta merkis
kona, ekki einungis sökum
hæfileika heldur einnig vegna
innrætis. Hún sér fegurð lífs-
ins hvarvetna og leggur því öll-
um gott til. Aldrei hefi eg
heyrt hana leggja nokkrum
lastyrði en gerir sér aftur á
móti far um að afsaka alt sem
miður ferst í mannlegri breytni.
Æfisaga hennar — ef öll væri
skráð — yrði sem spennandi
skáldsaga, saga dirfsku og
dáða, saga viðkvæmrar sálar er
segulmagnast af allri fegurð,
saga skylduræknrar dóttur, um-
hyggjusamrar eiginkonu og
ástríkrar móður. Sú saga ætti
að verða, þarf að skrifast, því
hún er hvetjandi, örfandi hetju-
saga. Æfileiðin hefir legið í
gegnum skin og skugga, gegn-
um torfærur örbirgðarinnar og
ömurleik einstæðingsskapsins,
um hágöngur frægðarinnar
— því um eitt skeið var um
enga íslenzka konu rætt og rit-
að sem Ástu málara — og eyði-
merkur vonsvikanna. En aldrsi
hefir ásta bugast né breyzt. Ör-
ibyrgðin fær ekki lamað hana,
upphefðin gat ekki umbreytt
henni og vonsvikin blandi henni
aldrei beiskju í bikar lífsins.
SEYTJÁNDA ÁRSÞING
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
Framh.
Fundur var settur að nýju kl. 2. e. h.
Fundarbók var lesin og samþykt með til-
lögu frá Mrs. G. Goddmanson og Mrs. M.
Byron.
Álit bókasaínsnefndar sem fylgir:
Bókasafnsnefndin lítur svo á að deildin
“Frón” eigi þakkir skilið fyrir, bvað það
hefir komið bókasafni Þjóðræknisfélags-
ins í nothæft ástand á undanfömum
árum, og starfrækt aðgengilegt útlán
þess fyrir Islendinga. Vill nefndin mæla
með því að bókasöfn er tilheyra Þjóð-
ræknisfélaginu skiftist á bókaskrám ef
leitt gæti til hagkvæmra bókaskifta
þeirra á miili á árinu.
Hinsvegar getur nefndin ekki mælt
með, eins og nú stendur, fjárveitingu
til nýrra bókakaupa að öðru leyti en
hvað inn kann að koma fyrir seld tímarit
á Islandi.
Ennfremur telur nefndin nauðsynlegt
að stjómamefndin gangi eftir árangri af
málaleitun hr. Á. P. Jóhannssonar við
stjómarvöld Islands með sendingu ísl.
bóka. Leyfir nefndin sér að gera þá til-
lögu, að stjómamefnd félagsins hafi
heimUd til að verja þvi fé er inn kaim
að koma fyrir seld Tímarit á Islandi til
nýrra bókakaupa.
Þingnefnd, 25. febr. 1936.
Á. P. Jóhannsson
B. Theo. Sigurðsson
S. W. Melsted
Till. Guðm. Jónssonar og Andrés Skag-
feld að álit bókasafnsnefndarinnar sé við-
tekið eins og lesið. Samþykt.
Mrs. Guðbjög gigurðsson frá Keewat-
in mintist á starf lestrarfélagsins “Til-
raunin’’ í Keewatin, sem er eitt af elztu
lestrarfélögum vestan hafs. Skýrði hún
frá löngun meðlima lestrarfélagsins’ að
hafa nánara samband við Þjóðrækinisfé-
lagið og starf þess, og æskti upplýs-
inga um hvemig það væri framkvæman-
legt. Flutti hún kveðju frá Keewatin
Islendingum og þakkaði þinginu fyrir að
veita sér þingréttindi. Forseti þakkaði
Mrs. Sigurðsson fyrir að hafa komið á
þingið og fyrir. hlýleik Islendinga í Kee-
watin til Þjóðræknisfélagsins. Sagðihann
að þær upplýsingar er hún óskaði eftir
yrðu látnar henni í té við fyrsta tæki-
færi.
Var nú aftur tekið til umræðu útgáfu-
nefndarálit er hafði verið vísað aftur til
nefndarinnar, nema fyrstu grein.
Till. séra Guðm. Ámason og Guðm.
Jónssonar að önnur grein sé viðtekin
Samþykt.
Till séra Guðm. Ámasonar og dr. R.
Beck að þriðja grein sé viðtekin eins og
lesin. Samþykt
Er umræður hófust um fjórðu grein
komu fram nýjar bendingar er tilheyrðu
þriðju grein, og gerði því A. Skagfeld
tillögu studda af séra Jakob Jónsson að
þriðja grein sé tekin til umræðu á ný.
Tóku nú til máls A. P. Jóhannsson, A. J.
Skagfeld, séra Jakob Jónsson og dr. R.
Beck, um mögulegleika að fá menn til að
gangast fyrir meiri útsölu á blaðinu í
bygðum Islendinga.
Var nú borin upp þriðja grein á ný
með þessum viðauka frá nefndinni:
“Ennfremur séu fengnir iiýtir inn-
heimtu og útsölumenn í bygðunum".
Till. séra Guðm. Árnason og séra
Jakob Jónssonar að greinin sé viðtekin.
Samþykt.
Till. A. J. Skagfeld og séra Guðm.
Ámason að fjórða gTein sé viðtekin eins
og lesin. Samþykt.
Till. Á. P. Jóhannssonar og séra Jakob
Jónssonar að álitið sé viðtekið með á-
orðnum breytingum. Samþykt.
Þingmálanefnd
Tillaga um að reisa íslenzku kvenfólkx
minnisvarða Framsögu og tillögumaður
A. J. Skagfeld.
Tillaga A. J. Skagfelds, að stjórnar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins sé falið, að
hlutast til um, að minningu íslenzkra
kvenna í Vesturheimi sé sýnd viðeigandi
virðing fyrir starfsemi þeirra í þágu is-
lenzkrar menningar og félagslífs með því,
að reisa þeim hæfan minnisvarða.
A. J. Skagfeld.
Till. séra Guðm. Ámasonar og séra
Jakob Jónssonar að þessu máli sé vísað
til væntanlegrar framkvæmdamefndar.
Samþykt.
Alit fræðslumálanefndar;
Nefndin leggur til, að eftirfarandi til-
lögur séu samþyktar:
1. Þjóðræknisfélagið haldi áfram að
styðja að kenslu í íslenzkri tungu, enn-
fremur I sögu Islands og bókmentum, og
vinni áfram að því, að böm og ungling-
ar iðki upplestur og söng á íslenzku.
2. Þingið felur stjóminni að hvetja til
þess, að vestur-ísl. sækuiýð sé veitt meiri
fræðsla um landafræði Islands og sögu
í aðaldráttum, m. a. með því að útvega
skuggamynda-filmu um Island, með
fylgjandi upplýsingum, og sé hún lánuð
deildum félagsins og imgmennafél. inn-
an kirkjufélaganna beggja.
3. Stjómamefndin leiðbeini einstakl-
ingum og deildum um val og útvegun
hentugra íslenzkra kenslu- og söngbóka,
og leiti í þvi efni, ef þörf gerist, aðstoð.
ar hjá fræðslumálastjóra Islands.
4. Þingið þakkar bæði kennurum og
öðrum þeim, sem stutt hafa að íslenzku-
kenslu í Wirmipeg og annars staðar, svo
og útgefendum bamablaðsins Baldursbrá
fyrir vel unnið starf.
5. a. Efnit sé verðlaunasamkepni fyr-
ir ungt fólk af íslenzku bergi brotið.
innan 35 ára. Verðlaun, ákveðin af
stjómamefnd, verði veitt:
1. Fjnrir ritgerð á íslenzku um ís-
lenzkt efni.
2. Fyrir ritgerð á ensku um íslenzkt
efni.
3. Fyrir ensku þýðingu á íslenzkutn
smásögum eða ljóðum.
b. öll nánari ákvæði þessu viðvíkj-
andi, svo sem um verðlaun, tima, er
samkepnin fari fram og hvar verð-
launaritgerðimar skuli birtar, skulu
vera i höndum stjómamefndar Þjóð-
ræknisfélagsins.
Winnipeg, 25. æebr. 1936.
G. Amason
J. Janusson
Jakob Jónsson
Till. B. E. Johnson og Mrs. M. Byron
að álitið sé viðtekið elns og lesið, og
þeim lið sem fjalla um fjármál sé visað
til fjármálanefndar Samþykt.
Alit frá fjármálanefnd:
Fjá,rmálanefnd þingsins hefir yfirfarið
skýrslur og erikninga embættismanna
Þjóðræknisfélagsins og leggur til að þær
séu samþyktar eins og þær liggja fyrii
með athugasemd skjalavarðar.
Á þingi, 25. febr. 1936.
Á. P. Jóhannsson
g. W. Melsted
Till. B. E. Johnson og séra Jakob
Jónssonar að álitið sé viðtekið eins og
les. Samþykt.
Þingmálanef nd:
Tillaga frá Gunnl. Jóhannssyni. Þar
sem tillögurmaður var eigi viðstaddur
var þvi máli frestað.
Alit útbreiðslumálanefndar:
Þar sem útbreiðslumálið er aðalmál fé-
lagsins, og hvílir á því, að áhugi manna
fyrir tilgangi félagsins sé vakandi jafnt í
bæjum og bygðum þar sem Islendingar
búa, leggur nefndin til:
1. Stjómmálanefnd félagsins sjái um,
að deildir þess séu heimsóttar að minsta
kosti einu sinni á ári, og séu þá rædd
starfsmál félagsins og velferðarmál
deildarinna.
2. Aukin áhersla sé lögð á stofnun
nýrra deilda og samband við önnur fé-
lög, svo sem lestrarfélög, kvenfélög og
ungmennafélög, er samleið eiga með
Þjóðræknisfélaginu að meiru eða minna
leyti.
3. Þar sem reynslan sýnir að fjöldi
yngri kynslóðarinnar íslenzku er fæðst
hefir og alist upp í þessu landi, hefir eigi
tilætluð not af þeim þjóðræknislegum
félagsskap þar sem starfið fer fram ein.
ungis á íslenzku, þá beiti stjómamefndin
sér fyrir stofnun deilda þar sem leyft er
að starf í þjóðræknislega átt megi fara
fram á ensku.
A þjóðræknisþingi í Winnipeg, 25.
feb. 1936.
Richard Beck
Guðbjörg Sigurðsson
Rögnv. Pétursson
Till. Dr. Rögnv. Péturssonar og Dr. R.
Beck að álitið sé tekið lið fyrir lið. —
Samþykt.
Till. B. E. Johnson og Fred Swanson
að fyrsti liður sé viðtekin eins og lesin.
Samþykt.
Tlll. B. E. Johnson og Elin Hall að
! annar liður só viðtekin eins og lesin. —
Samþykt.
Till. dr. Rögnv. Péturssonar og dr. R.
Beck að þriðji liður sé viðtekin. Sam-
þykt.
Till. B. E. Johnson og Mrs. M. Byron
að álitið sé viðtekið í heild. Samþykt.
Voru eigi fleiri nefndarálit tilbúin og
farið að líða að kvöldi, var því tillaga
gerð af Mrs. I. Goodmanson studd af
Mrs. M. Byron að fundi sé frestað tU kl.
9.30 að morgni. Samþykt.
XJm kvöldið fór fram hið árlega Is-
lendingamót deUdarinnar Frón. Skemti-
skrá var þessi:
1. Avarp forseta, Soffanías Thorkelsson
2. O, Canada, allir.
3. Píanó spil, Ragnar H. Ragnar.
4. Kvæði, Lúðvik Kristjánsson
5. Einsöngur, Pétur Magnús
6. Fiðluspil, Pálmi Pálmason
7. Ræða, séra Jakob Jónsson.
Veitingar og Dans til kl. 2.
Heiðursgestur deildarinnar þetta kvöld
var próf. Watson Kirkconnell. Var hann
kyntur áheyrendum af dr. Sig. Júl. Jó-
hannessyni Flutti prófessorinn þá sttuta
en áhrifamikla ræðu um Islendinga og
hvatti þá að halda við sínu máli og
þjóðareinkennum Var samkoma þessi
vel sótt og skemtu allir sér vel.
Fundur var settur að nýju kl. 10 að
morgni. Var síðasta fundargerð lesin og
samþykt með tillögu frá A. P. Jóhanns.
son og A. J. Skagfeld.
Þingmálanefnd
Var tillaga Gunnlaugs Jóhannssonar
tekin til umræðu Var tillögumaður á
þingi og talaði fyrir málinu.
Að Þjóðræknisfélagi Islendinga sé falið
á hendur og uppálagt að kaupa og starf-
ræka nægilega stóran skógarlund á ár-
bakka áfast við Winnipeghorg sem
nothæfur yrði til Islendingadags hátíða-
halds og ýmsra annara þjóðlegra sam-
funda.
• Gunnl. Jóhannsson
Till. A. J. Skagfeld og G. Levy að 5
manna nefnd sé sett í málið. Samþykt.
iSetti forseti í nefndina Fred Swanson,
Mrs. I. Goodmanson, Th. Thorsteinsson,
S. W. Melsted og A. J. Skagfeld.
Alit samvinnumálanefndar:
Nefndin) er skipuð var, á þingi, í gær
til að íhuga þetta mál, leyfir sér að
leggja fyrir þingið eftirfylgjandi tillögur:
1 Þingið felur stjómamefndinni að
taka þetta mál .til sérstakrar íhugimar
og meðferðar á komandi ári, og leggja alt
kapp á að greitt verði fyrir því að kom_
ist geti á gagnkvæm viðskifti milli Is-
lands og Ameríku á komandi árum. Fé-
lagsstjómin leiti sér allra upplýsinga um
þetta efni og sé við þvi búin að véita
réttum hlutaðeigendum alla þá aðstoð og
leiðbeiningu er henni er tmt að láta í té.
.2 Þingið lýsir því yfir, að Þjóðrækn-
isfélagið telur það eitthvert helzta mark-
mið sitt, að vinna að þvi, að sem vin-
samlegast og varanlegust samvinna og
viðkynning geti tekist og haldist milli ís_
lenzku þjóðarinnar og Islendinga hér í
álfu, og sem spor til framkvæmda í þá
átt bendi á, heimsóknir á víxl, víðsýnna
og góðviljaðra gesta, nána samvinnu og
mannaskifti úr flokki fræð'manna og
presta, háskóla nemendur hér í álfu er
leggi rækt við íslenzka .timgu og bók-
mentir og hagnýti sér þau hlunnindi sem
sín standa til boða við háskóla Islands
til fullnaðamáms í þeim fræðum og
reglubundin skifti rita og bóka.
25. febr. 1936.
Soffanías Thorkelsson ....
A. P. Jóhannsson
Rögnv. Pétursson
Till. dr. Richard Beck og Mrs. M.
Byron að nefndarálitið sé viðtekið eins
og lesið. Samþykt.
Alit fjármálanefndar:
Alyktanir viðvíkjandi 2. og 5. tillögu
fræðslumálanefndarinnar.
Fjármálanefndin aðhyllist þá tillögu
fræðslumálanefndarinnar “að þingið feli
stjómamefndinni að hvetja til þess, að
vestur-íslenzkum æskulýð sé veitt meiri
fræðsla um landafræði Islands og sögu '
aðaldráttum”; en þar sem nefndin álítur
að fullnægjandi upplýsingar viðvikjandi
islenzkum filmum og þar að últandl
kaupskilmálum séu ekki fyrirliggjandi nú
sem stendur, leyfir hún sér hérmeð að
um með röndótta silkiskott-
Mfu, líkt .og engill úr álfheim
um — (tsonur Ijúflings).
Þá sigldi eg móti straumnum
og mun> eg hér ekki meira um
það mæla. En eg hafði unnið
mér frægð í framandi landi;
með því eg var fyrsta kona sem
tekið hafði meistarapróf í hús-
málningu í Þýzkalandi. Eg
stundaði þar einnig teikniskóla
og sérfræðiskóla í marmara og
viðar eftirlíking og fl. og fékk
verðlaun fyrir skuggamyndirn-
ar mínar. Blöð og tímarit fluttu
greinar og myndir af mér.
Eg hafði þá ósegjanlega löng-
un til að halda áfram á lista-
brautinni en varð þá frá að
hverfa, þar eð eg áleit að húsa-
málning mundi borga sig bezt;
enda vann eg á sumrin og sótti
skóla á vetrum, því eg varð að
standa straum af litla huldu-
manninum mínum.
Eg var aðeins ein kona af
átján. Meistara prófið var í
vændum; og urðu þeir að
breyta Herra í Fraulein á skjal-
inu sem eg fékk til þess að geta
sóttum þannig lagað próf theo-
rediche (bóklegt og munnlegt
próf.) Einnig sveinspróf og
gera málning á húsum upp á
eigin spýtur og skuggamyndir
manna og eftirlíking trjáa.
Þessi ár hefðu, mér oft verið
afar erfið, ef ekki hefði eg átt
að elskulegan bróðir minn Ár-
sæl, sem þó var svo ungur. En
— “Ber er hver á baki nema
bróður eigi”, segir máltækið.
Við vorum saman í Berlín.
Eitt sumar vann eg við máln-
ráða þinginu til þess, að vísa þessum
tillögu-lið fræðslumálanefndarinnar til
framkvæmdamefndar Þjóðræknisfélags-
ins til nánari íhugunar og til þeirra fram-
kvæmda, sem nefndin kann að álíta hag-
kvæmlegar.
Fjármálanefndin er ekki mótfallin
þeirri tillögu fræðslumálanefndarinnar,
sem fer fram á verðlauna samkepni, fyrir
imgt fólk af íslenzku og ensku bergi
brotið, í sambandi við ritgerðir á ís_
lenzku og ensku um íslenzk efni, svo
framarlega sem slíkri samkepni yrði
svo haganlega komið fyrir, að hún gæti
náð tilætluðum tilgangi. En þar sem
nefndin álítur það varhugavert að gera
fullnaðarúrskurð þess efnis án frekari
undlrbúnings, leyfir hún sér einnig hér-
með að ráða þinginu ennfremur til þess,
að fela stjómamefndinni þetta mái til
ranpsóknar og meðferðar í því horfi, sem
hún álítur happadrýgst.
Winnipeg, 26. febr. 1936.
A. P. Jóhannsson
S. W. Melsted
Till séra Jakob Jónssonar og dr. R.
Becl: að álitið sé tekið lið fyrir lið. —
Samþykt.
Till. séra Jakob Jónssonar og séra
Guðm. Ámasonar að fyrsta grein sé við_
tekin eins og lesin. Samþykt.
Till. dr. Rögnv. Péturssonar og S. Vil-
hjálmssonar að þetta mál sé borölagt á
þessu stigi. Samþykt.
Þingmálanefnd
Tillaga frá Salome Backman nm bind-
indismál.
Þar sem að það er vitanlegt öllum
mönnum, að áfengisnautn á öllum stig.
um er til hindrunar menningarlegri og
félagslegri þróun, leyfi eg mér að leggja
til, að Þjóðræknisfélagið mæli með viö
ritstjóra að bindindisfræðsla sé veitt
bömum og unglingum í dálkum bama-
blaðsins “Baldursbrá”, eftir því sem rúm
leyfir.
Salóme Backman
Till séra Guðm. Ámason og dr. R. Beck
að tillagan sé viðtekin. Samþykt.
Ný mál
Dr. Rögnvaldur Pétursson gat þess að
um nokkur ár hefði verið íslenzk bóka-
deild við Camegie safnið hér í borg og
peningar lagðir til íslenzkra bókakaupa
úr Caraegie sjóðnum. Væm nú flestar
þessar bækur glataðar og eyðilagðar. —
Stæði nú til að borgaranefnd yrði sett í
sambandi við Camegie bókasafnið og
kæmu þar til greina útlendar bækur, þar
á meðal íslenzkar. Hefðu 2 íslenzkar
konur gengist fyrir því undanfarin 2 ár
að ráðstafanir væm gerðar með íslenzk-
ar bækur við safnið, þær Mrs. gigrún
Líndal og Miss Bonnie Sigurðsson. Hefðu
þessar konur gert fyrirspum til sín hvort
þingið vildi gera eitthvað í þessu máli,
og þessvegna legði hann það fyrir þing.
Till dr. R. Beck og Séra B. Theodore
Sigurðssonar að 3 manna nefnd sé skipuð
í máliS. Samþykt.
Forseti skipaði í nefndina dr. Rögnv.
Pétursson, Mrs. P. S. Pálsson og séra
Jakob Jónsson
Var nú liðið að hádegi og gerði dr. R.
Beck tillögu og séra B. Th.Sigurðsson
studdi að fundi sé frestað til kl. 2. —
Samþykt.
Framh.