Heimskringla - 01.04.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.04.1936, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. MEIMSKRINGLA WIN.NIPEG, 1. APRlL, 1936 Hreimskringlci (StofnuS lttt) Kemur út á hverjum miBviku&tgl. UgeDdur: THE VIKING PRK8S LTD. SSS og SSS Sargent Aventte, Winnipeg Talsími* SS S37 VerS blaðslns er $3.00 áxKangurtnn borgtet fjrlrfram. Allar borganlr sendiat: THE VIKING PRE8S LTD. öll ylSaklfba bréf btaBlnu aðlútandl aendlat: Manager THK VIKINQ PRKSS LTD. «53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Utanáskrift Hl rttstjórans: KDITOR HKIMSKRINOLA «53 Sargent Ave., Wtnnépeg "Heimakrinela” is pubUabed and prlnted by THK VIKIHO PRKSK LTD. SSS-SSS Sargent Avenue. Winnipeg Maa. Telepbooe: 86 B37 WINNIPEG, 1. APRÍL, 1936 STJÓRNMÁLIN SYÐRA Að átta mánuðum og þrem dögum liðn- um fara kosningar fram í Bandaríkjun- um. Tiltökumál er það því ekki, þó póli- tískar stríðshetjur séu farnar að skerpa axir sínar og skálmir; enda má oft brýn- sluhljóðið nú heyra í viðtækinu. Ekki er það hugmyndin hér, að gefa sig mjög að því. Hvað sem pólitískum skoðunum líð- ur, eru staðreyndir ávalt staðreyndir, eins og enskurinn segir, og afleiðingam- ar hera stefnunum ávalt ólygnastan vott. Að þeim höfum vér því ætlað að halda oss í grein þessari. í»ó þær séu ekki eins skemtilegar og draumamir, sem einstaka stundum dreymir í kosningunum um framtíðarsælu sína, og jafnvel annara, eru þær oft ekkert ónauðsynlegri, en saltið í grautinn. Eitt af því versta, sem núverandi stjóra í Bandaríkjunum er brugðið um, er fjár- austur hennar. Þetta mun heldur ekki með meiri sanni verða sagt um nokkra stjórn sem þar hefir farið með völd. And- stæðingar hennar hafa þar munnfylli sína ,til sóknar. Til þess að sannfærast um þetta, þarf ekki annað en að líta á skýrsl- ur fjármáladeildarinnar frá 19. marz á þessu ári. í aðal-dráttunum er húu þessi: Á yfirstandandl Á síðasta fjárhagsári fjárhagsári í miljónum i miljónum Útgjöld $ 4,858 $ 4,661 Tekjur 2,427 2,356 Tekjuhalli 2,341 2,305 Þjóðskuldin 30,511 28,556 JÞetta sýnir að stjómin eyðir helmingi meiru en hún tekur inn á árinu og að tekju hallinn fer hækkandi, þó tekjur hafi að vísu einnig aukist. Ldtum vér til baka, til ársins 1933, er Mr. Roosevelt tók við völdum, kemur í ijós, að þjóðskuldin hefir á þeim tíma hækkað um 9J biljón dala (eða úr 21 biljón í 30£). Skoðanir republika á þessu munu ekki fjarri því er Herbert Hoover fyrv. forseti sagði 7. marz um útvarpsræður Mr. Roosevelts: “Bað- stofuhjal yðar (Fireside talk) mun senn verða túlkað fyrir þjóðinni af skatt- heimtumanni yðar”. En þó væri það með öllu fjarri sanni, að segja, að almenning- ur beri miklar áhyggjur út af skuldinni. Peningarnir eru enn á fleygi ferð, það eru 10,167 miljónir dollara í guili í fjárhirzl- unni, og það sem Mr. Roosevelt hefir ný- lega gefið í skyn, er að skatthækkun, sem óumflýanleg sé, verði lögð á stór- iðnaðinn og stóneignamenn (wealthy stockholders). Skoðanamunur út af þess- ari skattastefnu kemur og meira til greina, en margir ætla, þegar um starf núverandi stjórnar er að ræða. Og tökum þá C. C. C. (Civilian Con- servation Corps) til athugunar. Á ekki fulium þrem árum, hafa 1,500,000 ungra manna sótt til þessara heilslubótastöðva (health camps), og hefir að minsta kosti hver maður dvalið þar sex mánuði, sum- ir lengur eða jafnvel stöðugt. Hundrað þúsundir drengja, þurfalingar sem von- lausir flæktust áður um götur stórborg- anna, hafa með veru sinni þama náð aftur líkamlegri og andlegri heilsu og sið- ferðislegum styrk, er hjá nokkrum að minsta kosti var bilaður. Það eru ennþá um 380,000 í þessum C. C. C. búum, þó þeim sé nú smátt og smátt að fækka. Að- finslum sætti stjómin fyrst út af starf- semi þessari, bæði fyrir að velja ónýta menn eða vildarvini sína eina þar til for- ustu o. s. frv., en þeim hefir fækkað er gagnsemi og þörf starfsins varð ljós. Með lögunum um að tryggja peninga- stofnanir landsins (The Pederal Insur- ance Deposit Corporation Act), hefir og þarft verk verið unnið af Roosevelt. — Gjaldþrot banka, sem orðin voru að land- farssótt, em að heita má úr sögunni. — Þeim hefir fækkað úr þúsundum árlega í tuttugu eða innan við það. Að lögum þessum hefir það verið fundið, að þau aðstoðuðu þá veiku og óframsýnu á kostnað hinna er fótum sínum sáu for- ráð í fjármálarekstri, en hverjar afleið- ingar þess verða að lokum, er ennþá of- snemt að dæma um. Viðskifti landsins yfirleitt, er engin efi á, að batnað hafa. Síðustu skýrslur um það, er til grundvallar leggja árin 1923— 1925 með samanburðartölunni 100 sýna þetta: Iðnaðarframleiðsla hefir stöðugt aukist úr 76, »em hún var 1933, þar til í janúar 1936 að hún var orðin 99% (eða imjög svipuð og 1923—25). Á sama tíma hefir kaupgjald hækkað úr 47.5 að með- altali í 72.2. í verksmiðjum hefir mönn- um fjölgað úr 69 í 85; flutningar á vörum hafa aukist úr 58 í 70; byggingarvinna úr 27 í 62; búðarviðskifti úr 67 í 79. — Heildsöluverð hefir hækkað úr 65.9 í 80.6. En búðarverð hækkaði einnig á sama tíma, eða úr 60.1 árið 1933 í 80.6 árið 1936. Afleiðingin af því er sú, eftir því sem verkamanna-samtökin halda fram, að verkamaðurinn sé ekkert betur af en áður, að kauphækkun hans og verðhækk- un vöra standist á. Hinu gleyma þeir. að verkamaðurinn á meiri kost á vinnu með sanngjörnu eða góðum vinnulaunum en áður. En þessi efling viðskiftanna, verður þó en gleggri, er litið er á starf stærri stofn- ana (corporation) landsins. Skýrsla fjár- máladeildar stjómarinnar í Washington, sýnir, að hreinar tekjur allra stórfélaga, eftir skatti þeirra að dæma, hækkuðu úr 2,986 miljón dölum árið 1933, í 4,200 miljónir 1934; ennfremur 1935 í 5,500 miljónir. Og nú áætlar stjórnin að þær nemi á árinu 1936 fyllilega 8,306 miljón dölum. Tekjur þessara stofnana hafa því aukist frá tvisvar til þrisvar sinnum á þeim fjórum árum, sem Roosevelt# hefir verið við völd. Þeir sem stefnu Roosevelts forseta gagnrýna, finna benni þarna tvent til for- áttu. Sumir þeirra haida fram, að með afnámi stóreignaskattsins, muni félögin bæta ágóða sínum við eignirnar, og losni með því við að greiða skattinn á hreinum' tekjum sínum (surplus tax). Aðrir gagn- rýnendur segja, að Roosevelt sé ávalt með það á vörunum, að hann ætli að hegna þessum félögum fyrir það, að þau liggi á peningunum, eða hafi þá ekki í veltu, af því að þau krefjist ósanngjams gróða, þegar asnnleikurinn sé sá, segja gagnrýn- endur þeirra, að félögin eru dauðhrædd að leggja féð í nokkur fyrirtæki, vegna þess, að þau viti aldrei hvað stjórnin muni gera næst. Til þess að vera viss um að tapa ekki öllu sínu, geymi þau alt sem þau geti af peningunum heldur í sokknum sínum. v * * Svipaða gagnrýni verður einnig vart við í sambandi við hina erfiðu lausn gát- unnar um hvernig bæta skuli úr atvinnu- leysinu. Á síðast liðnu ári veitti þingið Roosevelt heimild til að verja 4,000 milj. dollurum til atvinnubóta og 880 miljónum til beins framfærslustyrks. Veiting þessi var til tveggja ára, eða eins og Roosevelt hafði áætlað, frá 30. júní 1935 til 30. júní 1937. Hugmyndin var að fækka með þessu atvinnulausum um 3,500,000 manns. Þeir sem eftir yrðu á fram- færslustyrk, og óvinnufærir væru, bjóst stjórnin við, að ríkin litu eftir. Tölur sýna nú að 3,800,000 hlutu atvinnu hjá stjórninni með þessu. En stjórnarand- stæðingar segja, að þetta sé ekki aðeins hrópleg eyðsla á almenningsfé, því verkið sem verið sé að vinna, sé harla h'tilsvert, heldur hafi verið búið að eyða tveim fimtu af fénu (nákvæmlega $1,951,526,- 237) í janúar 1936, eða á einum fjórða tímans, sem ætlast var til að það entist. * * * Ýms önnur þjóðfélagsmál eru á stefnu- og starfskrá Roosevelts, sem almenningi getur tæplega blandast hugur um að eru veruleg umbótamál. Þannig er um bar- áttu Roosevelts, að lækka verð á raforku og að leiða hana út um sveitir landsins, atvinnuleysis vátryggingu, ellistyrk, lög- skipuð vinnulaun og vinnutíma, ákvæðis- verð á kolum o. s. frv. En flestar eða allar af þessum reglugerðum snerta hag iðnhölda, vinnuveitenda og annara, er nokkur tögl og hagldir hafa á auðslind- um þjóðfélagsins, og þeir vilja auðvitað gera sem minst úr þeim og telja þær eins og alt sem stjómin aðhefst tefja eðlilega viðreisn landsins. En eins og allir vita, miðast sú eðlilega viðreisn, sem þedr tala um, við það, að auðkýfingarnir hafi ó- bundnar hendur til að svala græðgi sinni til fjár. Með þessu sem talað er um sem smávægilegum umbótum í þjóðfélaginu, hefir í raun og veru flest það unnist, sem almenningur hefir orðið aðnjótandi í jafnréttisáttina til þessa. Þær eru þegar til skjalanna kemur hægfara bylting. En við þetta skal nú sitja að sinni. Um sum atriðin sem minst hefir verið á; mun nóg verða sagt með haustinu. ATVINNULEYSIÐ Á sambandsþinginu hefir stjórnin ný- lega birt stefnu sína og áform í atvinnu- leysismálinu, en því miður virðist fátt af því, sem fyrir henni vakir, styrkja vonirn- ar um að mikil breyting til bóta sé í vændum. Atvinnan sem ógiftum mönnum af at- vinnuleysis-heimilum stjórnarinnar (re- lief camps) er fyrirhuguð, er ekki neitt töfrandi til að sjá, hvernig sem hún reyn- ist. Hana á að útvega með því að stjómin leggi járnlbrautum og öðrum stóriðnaði landsins fé, sem á svo að hafa fyrir sinn snúð not af þessum mönnum til vinnu, eins og gert var af niðursetningum heima um eina tíð. Að kaup verði nokkuð á borð við það sem sanngjarnt getur heitið, þarf ekki að vænta. Félögin vita, að at~ vinnuleysingjar verða að sætta sig við það, hvað sem það er. Þetta nær nú að vísu ekki nema til ógiftra og ekki nema nokkra af þeim. Hinum, sem ekki kom- ast að þessu, á að koma fyrir hjá bænd- um, sem ekki eru barnanna beztir gagn- vart verkamönnum. Með framtáð þessara ungu atvinnulausu manna í huga, veit maður, satt að segja, ekki hverju fagna skal, af þessum áformum sambands- stjórnarinnar. í ákvæöum þingsins er e'kki neinar reiður hægt að henda á það, hvað gert verði fyrir atvinnulausa fjölskyldu feður. Af því máli þvær stjórnin hendur sínar með því að kjósa nefnd til þess að rabba við fylkisstjómirnar um það. Hvernig sem því er farið í öðrum bæjum landsins, bættust eitt þúsund fjölskyldur við styrk- þegahópinn í Winnipeg í marz-mánuði. Það lítur ekki út fyrir, að þar sé mikið að greiðast fram úr vandræðunum. Síðan störfum þeim lauk, er fráfarandi sam- bandsstjórn hafði látið byrja á, hefir ait iagst í kalda kol og ekkert verið gert af Kingstjórninni til að bæta upp fyrir það. Lokræsisgerðinni og stjórnarbyggingunni er að miklu leyti lokið, og í þess stað, er ekki sjáanlegt, að neitt eigi að koma. Aftan í nefnd ákvæði sín í atvinnuleys- ismálinu hnýtir sambandsþingið því, að öllum atvinnuleysisstyrk skuli lokið 1937. Það á eflaust að skiljast svo, að atvinnu- leysið eigi þá að vera læknað. Það eitt er víst, að stjórnin verður að gera betur, en hún hefir gert þetta nærri hálfa ár, sem hún er búin að vera við völd, ef svo á að verða. FISKSALA ISLANDS TIL AMERÍKU Hvað sem blaðadeilunum heima á ís- landi líður út af fiskisölunni til Ameríku (en þær risu út af því, að Fisksölunefnd stjórnarinnar telur það innan síns verka- hrings, að annast rekstur fiskisölunnar, ien ekki Fisksölusamlagsins), er það eitt víst, að landar hér líta á það sem góðs- vita, að íslendingar eru farnir að beina í vestur átt vöruskiftum sínum. Það er og hefir lengi verið sannfæring Vestur-ís- lendinga, að Ísland eigi hér framtíðar- markað fyrir flesta framleiðslu sína. Að íslendingar heima séu á þessa skoðun komnir íber það vott að hér vestra er nú staddur maður frá fisksölunefnd stjórnar- innar á íslandi, Sigurður Jónasson, í markaðsleit. Er hann væntanlegur til Winnipeg um miðja næstu viku til að heilsa upp á landa sína hér og skyld- menni. — (Hann er sonur Jónasar Jónassonar, er í þessum bæ bjó um mörg ár, en flutti heim til íslands síðast liðið sumar). Áður var hér Kristján Einarsson á ferð vestra í sömu erindum fyrir Fisk- sölusamlagið og varð mikið ágengt í að útvega pantanir fyrir íslenzkan fisk. Það eru því fylstu vonir um, að varanlegur grundvöllur verði bráðlega lagður hér fyr- ir vöruskifti milli íslands og Ameríku. ■ íslendingar eru ef til vill af meiri alvöru farnir að gefa viðskiftunum við Vestur- heim gaum, en menn hér hefir órað fyrir. Skal því til snönunar benda á eftirfarandi orð, í ritstjórnargrein í Alþýðublaðinu frá 4. marz 1936: “Eitt af því allramerkasta, sem gerst hjefir í verzlunarmál- um okkar á síðustu árum, eru tilraunir fiskimálanefndar með að vinna markaði fyrir frosinn fisk í Norður-Ameríku. Allar líkur benda til, að þar sé um mjög mikinn framtíðar- markað að ræða, því fiskneyzla fer stöðugt vaxandi meðal hinna mörgu miljóna, sem þessi lönd byggja. Það virðist því engum efa bundið, að beinar skipaferðir verður að taka upp héðan til austurstrandar Banda- ríkjanna. Bandaríkjamenn framleiða allar þær vörur, sem við þurf- um að kaupa, og þeir kaupa allar þær vörutegundir, sem viö þurfum að selja. Það er því mjög sennilegt, að hægt væri og hagkvæmt að flytja mikið af verzlunarsam- böndum okkar þangað, og það er að minsta kosti sjálfsagt að rannsaka þetta mál til hlítar og gera nokkrar tilraunir með beinar skipaferðir vestur.” EINN FRÓNSKUR PISTILL • eður BRÉF FRÁ ÍSLANDI Ritað af sr. Friðrik A. Friðrikssyni Húsavík Framh. II. Klukkan 2. aðfaranótt hins 14. júní, 1935, skreið “Brúar- foss” inn á Húsavíkurhöfn. — Veðrið var akki sem bezt, norð- austan kalsarigning — Þing- eyingar þekkja fyrirbrigðið! En þó var bjart sem á degi. Eg dreif mig um borð. Vænti eg þess, er nær kom skipin, að komast í sjónar- og kallfæri við þá bræður, séra Albert E. Kristjánsson frá Blaine, og Hannes Kristjánsson kaupmann frá Gimli. Þetta brást. Þeirra sá engin merki. Eftir tilvísun velviljaðra og greinagóðra manna, fann eg þá loks innan- borðs, — sofandi. Voru þeir, — ekki síður en postularnir forð- um, — svo yfirkomnir af svefn- höfga, að það tók þá góða stund að átta sig á því, að sjálf- ur sóknarpresturinn í Húsavík stóð yfir þeim og las þeim pist- ilinn (Ef. 5, 14). Þegar í land kom voru þeir í fylsta máta glaðvaknaðir. Vildu nú ekki veðrinu skeyta, heldur leggja land undir fót. Þó kom eg svo mínum fortölum, að þeir þáðu fyrst kaffisopa. Að því búnu var þegar aftur ráðist út í náttbirtuna og stórrigninguna. Fyrir gestrisni sakir, hlaut eg einnig að leggja á mig vos þetta. Svo er mál með vexti, að Albert gat ekki látið það dragast, að sýna Hannesi alla þá mörgu staði á Húsavík, sem hann myndihvar væru og hvað hétu. Hannes hafði nefnilega leyft sér í viðtali á austurferð- inni, að véfengja mjög tilfinn- anlega þann þekkingarauð, sem bróðirinn kvaðst búa yfir í þessu efni. Enda hlaut álit Hannesar á gáfnafari bróður síns að stríðvaxa á þessari gönguför. Minni Alberts — en hann kvaddi þessar stöðvar 11 ára gamall — reyndist ótrúlega mikið og óskeikult. Hann þekkti Húsavíkurbæ, Höfðann, Búðarána, Skjólbrekkuna, víssi hvar heita laugin var í f jörunni, o. s. frv. Ekki mundi hann samti eftir Bökunni framan við Höfðann, enda er hún lengst af í sjó sokkin, — og Húsavík hafði Albert aldrei þekt öðru- vísi en sem gestur. Og Hannes var aðeins 4 ára, þegar hann tók flugið vestur, og kvaðst lít- ið muna — nema helst eina verklega áminningu fyrir það, að stelast út á höfn í áralaus- um bát, vesturfararsumarið. Hannes tók sínum sinnaskift- um stillilega, ef ekki beinlínis með launstolti yfir því, að eiga siíkan bróður. Um 7-leytið um morguninn var svo sæzt á það, að nú væri köminn háttatími. lS|íðdegis, sama dag, var svo landið kannað betur. Einkum var það Hannes, sem lagði sig eftir náttúrufræðilegum athug- unum, og fann, m. a. lamba- grasið, sem honum þótti ein- kennilegt og fallegt. AJbert hafði hinsvegar nóg með að halda jafnvæginu í árstraumi þeirra spurninga, er á hann geystust, um menn og málefni vestra. Daginn eftir kom ýmislegt sögulegt fyrir. Eg treysti þvf, að gestir úr heimsálfu “Káins” færi til betri vegar allan gáska og gletni í frásögninni. Eitt af því, sem vakti hjá mér góð- látlega kýmnikend, er “heim” kom, var það, að fólk hér virð- ist taka sjálft sig dálítið hátíð- legar en alment er vestra. Því er þannig ekki um það gefið, að láta sinn “sense of humor” ganga út yfir sjálfa sig og vini sína. Enda hefir vor þjóðlega kýmni löngum fremur hneigst til hæðni en gamans. Nú var komið bjart veður, og þó enn allkalt í lofti. Klifum við nú Húsavíkurfjall. Geng- um upp að norðanverðu og nut- um hins fegursta og víðasta út- sýnis, yfir Húsavík, og !ná- grenni, austur í Köldukinn og Fjarðafjöll, yfir Skjálfanda og út til Grímseyjar, út Tjörnes, suður Aðaldal iog upp til há- fjalla. Þótti áreynslan borga sig vel. Héldum við svo suður fjallið. í ferð þessari sá eg það, sem eg hafði aldrei fyr séð, þ. e. fjallgöngumann, sem aldrei hafði fyr á æfinni fjall klifið. Sá var Hannes. Um leið og við Albert steyptum okkur eins og fótfimir smalar niður snar- bratta suðurhliðina, týndist Hannes á brúninni. Lengi horfðum við prestarnir til him- ins árangurslaust. Loks sáum við, allnokkru sunnar, eitthvaö mjakast undurhægt niður gil- farveg. Okkur létti. Hélt Hannes dauðahaldi í brekkuna, rannsak- aði hvert fótmál, og gætti þess, að líta ekki upp í hina giæfra- legu, gínandi loftheima, unz á jafnsléttu var komið. Svo kým- inn maður sem Hannes er, misti mikið, að geta ekki skemt sér með okkur Albert yfir þessu sálfræðilega merka flutnings- fyrirbrigði. En nú stóðum við í sól- vermda algróna skjólinu austan Boðsvatns (sem hlýtur að vera lakmæli fyrir “Botnsvatn”). — Þar uppgötvuðu þeir bræður hina fíngjörvu náiægöarfegurð og mjúkleik íslenzkrar júní- náttúru, við bugðótta, niðandi læki, lyngbreiður og grasflesj- ur, blómgaða hvamma og skóg- artoppa í stöku stað. Þúfurnar bjóða flosmjúkt sæti og lautim- ar tandurhreint legurúm. “Ó, tak mig í faðm—”. Enga fold hefi eg séð bjóða svo meyhrein- an faðm sem ísland. En — hér dugar nú ekki leng- ur dagbókargerð, ef Hkr. : að fá að birta eitthvað eftir mig, áður en eg — missi pennann. í Suður-Þingeyjarsýslu dvöldu bræðurnir frá 14.—24. júní, og frá 3.—10. júlí. í millitíðinni gistu þeir austurland, og segir ekki af tveimur í þeim túr. Er skemst frá þvi' að segja, að hér um slóðir urðu þeir brátt hinir mestu aufúsugestir jneðal al- mennings, og óskuðu fleiri að geta auðsýnt þeim gestrisni en tóm var til. Voru þeir jafnan glaðir og reifir, og því meir, sem lengur leið. Átthagamir heilsuðu þeim með óyndislegu tíðarfari. Og íslenzku hrjóstrin eru ekki aðlaðandi fyrir gests- augað í vondu veðri. Að hörfa á sundurflakandi kjól Fjallkon- unnar, er dapurlegt þeim, er séð hafa heilli og fegri jarðarklæði. Eg lái því ekki Hannesi, þótt ekki væri hann fyrst í stað mjög hátíðlegur yfir því, sem

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.