Heimskringla - 01.04.1936, Síða 5
WINNIPBG, 1. APRÍL, 1936
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
fyrir augun bar. En strax eftir
komu þeirra, brá til bótar um
veðráttuna, og Hannes unidi sjá-
anlega hag sínum betur og bet-
ur, alt frá því, er bann fyrst
leit lamibagrasið og þar til að
bann bafði drukkið nægju sína
af ilminum úr Tjörnesbökkum.
Albert, aftur á móti, var fyrir-
fram svo forstokkaður (í tájsr
sinni og bjartsýni á land og
þjóð, að hann var greinilega
sóttvarinn öllum vonbrigðum.
Og þó er sem stendur fremur
létt að vera bölsýnn á ýmislegt
í menningar- og fjárhagsvið-
borfum íslands. Lét eg þvl ó-
spart geysa gamm bölsýninnar.
En Albert kom alla tíð á móti
mér á skínandi fáki bjartsýn-
innar. Það var ljóta burtreiðin
— fyrir mig.
I því sambandi er mér eink-
um minnistætt kvöld eitt. Gest-
ur okkar var þá Karl Kristjáns-
son, nú settur Kaupfélagsstjóri.
Hann er meðal sterkustu og
glímnustu manna bér um slóð-
ir, bæði til orða og átaka. Rætt
var um menningu og framtíð
Islands. Albert og Karl börðuit
á hlið Þórólfs smjörs en við
Hannes gengum í lið með
iHrafna-Flóka! Hafi fyrnefndir
borið sigur úr býtum, þá verð-
ur að segja það síðarnefndum
til hróss — fyrst, að lofsvert
er að hafa hug til þess, að ráð-
ast gegn slíkum berserkjum —
í öðru lagi það, að ekkert er
okkur Hannesi í raun og veru
kærara en það að ganga af
hólmi gjörsigraðir, af þeim, er
halda uppi vörn fyrir vonum og
heiðri íslands.
Þórðardóttur, en Þórður var
ibróðir Kristjáns Guðmundsson-
ar frá Ytritungu. Þrátt fyrir
all- rúmgóð húsakynni máttu
þar þröngt sóttir sitja. Var þar
notið ríflegra veitinga, ættir
raktar, sagnir sagðar, og alla-
vegana ánægjulega rabbað fram
á miðnætti.
Svipað mót mun hafa átt sér
stað síðar hjá Bjarna Þórðar-
syni, sjómanni, sem er elztur
þeirra allmörgu systkina. Mun
þeim bræðrum hafa verið af-
hent þar allrækileg ættarskrá.
En þá var sá, er þetta ritár
kominn í Akureyrarferð.
gestum seint úr minni líða,
hversu djúpt og breitt sem
verður — það gil tíma og f jar-
lægðar, sem aðskilur þá frá ís-
lenzkum frændum og átthög-
um.
Sunnudaginn 16. júní var
haldið út á Tjörnes, — og kom-
ið við í Ytritungu, fæðingarstað
bræðranna og aðaláfangastað
austurfararinnar. Veður var
bjart, en frekar kalt. í Ytri-
tungu mátti þó ekki dvelja, að
ráði að þessu sinni, því að Al-
bert hafði undirgengist að pré-
dika að Hallbjarnarstöðum,
næsta bæ fyrir utan. Þar voru
samankomnir allir Tjörnesing-
ar, sem heimangengt áttu. Þar
voru enn á ferli gamlir sam-
sveitungar og grannar hinnar
burtfluttu fjölskyldu, sem
mundu margt hugðnæmt frá
horfinni tíð. Þótti nú að togn-
að hefði úr drengjum þessum,
sem nú voru orðnir með hæstu
mönnum. Auk þess var Albert
heyranlega óvenjulega fær
ræðumaður, — og það blaða-
laust.
Var þegar mikill og almennur
fögnuður yfir komu bræðranna
á nesið. Skildi eg svo þar við
þá, þennan dag, og Örn minn,
sem þeir lofuðu að hafa í fóstri
unz þeir kæmu til baka til
Húsavikur. Nú skrifar Albert
mér, að til minningar um það
fóstur, iháfi hann n,ú gefið
prestsetrinu í Blaine nafnið
“Arnarbæli”, en þar hélt Örn
sig einusinni í þrjú rá. Þar var
um hann þetta kveðið:
Þér var eitt sinn úthlutað
“Arnar”-nafn að bera.
“Morgunhani” iheld eg það
hefði átt að vera.
Fám dögum síðar komu þeir,
allir þrír, til baka. Bræðumir
voru sigri hrósandi, og komu
með töskufyllir af “souvenirs”
•— minjagripum, sem þeir höfðu
safnað milli hafs og heiða í
Ytritungulandi. Það fréttist —
og Hannes viðurkendi það fús-
lega — að minni Alberts á af-
stöður og örnefni þar um slóðir
hefði reynst jafnvel frábærara
en á Húsavík. -
Mörg nákomin skyldmenni
tí föður- og móðurætt eiga þeir
bræður hér á Húsavík og í nær-
liggjandi bygðum. Fimtudaginn
20. júní, söfnuðust saman allir
þeir ættingjar þeirra, er til varð
náð hér nærlendis, á heimili
Friðgeirs Magnússonar sjó-
manns og konu hans Guðrúnar
Föstudaginn 5. júh', var enn
haldið út á Tjörnes — til að
kveðja. Bræðurnir voru þá ný-
komnir úr austurlandsferðinni.
,Svo að kalla fyrirvaralaust,
ibrugðu Tjörnesingar við, og
héldu þeim samsæti að Ytri-
tungu. Sú samverustund verð-
ur þeim, er hana áttu, ávalt kær
j og ógleymanleg. Yfir henni
svifu ljúfir andar minninganna,
og klökkar tilfinningar komu
feimulaust í ljós. Ræður voru
haldnar, eftirtektaverðar, hvar
sem verið hefði. Kunnugir geta
hugsað sér, hversu séra Albert
fórst það„ að tjá sínar hugsanir.
Sá, er aðallega hafði orð fyrir
ibygðarmönnum, var gáfaði og
fjölfróði bóndinn, Kári Sigur-
jónsson á (Hallbjarnaristöðum,
hreppstjóri og fyrv. alþingis-
maður. Mundi hann Albert frá
Ibarnæskudögum beggja. Meðal
annara, sem töluðu, var gamall
leikbróðir frá Húsavík, Hálfdán
bóndi á Mýrarkoti, Jakobsson,
Hálfdánarsonar; man eg ekki
hvort þeir voru kunnugir að
vestan, en Hálfdán var mörg ár
vestanhafs, (Klondyke-fari). —
Víða var komið við, og m. a.
hugsað vestur til ástvinanna,
sem á erfiðum tímum höfðu all-
ar fórnir viljað á sig leggja til
þess, að heimilisfeðurnir gætu
loksins látið eftir sér þessa
lengi þráðu, en dýru ferð.
Hver mundi vænta þess, að
fátæka útkjálkasveitin Tjörnes
gæti boðið upp á sh'kan mann-
fund? Ritað hiefir veriö um
íslenzka nesjamensku, — vel og
viturlega, að öðru leyti en því,
að lestir nesjamenskunnar eru
tiltölulega miklu meiri og alvar-
legri í New York og London
heldur en á nesjum íslands. —
Stundum hlýtur maður að vera
bjartsýnn eins og Albert. Þetta
mót, og þá jafnframt mann-
fundirnir, er síðar urðu hér í
sýslu, í sambandi við heimsókn
frú Jaköbínu Johnson, spnnuðu
það rækilega, að ennþá býr ís-
lenzk alþýðumenning yfir
undraverðum kostum vits,
þekkingar og varrna.
En vel á minst: — hér átti
sér skemtileg samtilviljun (co-
incidence) stað, sem jók ekki
h'tið á hrifni stundarinnar. —
Þegar leið á kvöldið, barst á út-
varpsöldum yfir samsætið —
rödd frú Jakobínu. Bræðurnir
að kveðja — ihún að heilsa. <—
Flutti hún nú, nýstigin á ís-
lenzka jörð, þjóð sinni ávarp, er
samstundis opnaði henni allra
hjörtu. Voru síðan leiknir í
útvarpið kórar úr hátíðakan-
tötum Björgvins Guðmundsson-
ar, Sigurðar Þórðarsonar og
Páis ísólfssonar. fslendingar,
heima og heiman, mættust í
anda. íslandi varð snöggvast
ljúflega litið í vestur.
Samsætinu að Ytritungu
lauk um miðnætti. Fylgdu þá
allir viðstaddir, ungir og gamlir,
bræðrunum og fylgdarmanni
þeirra suður að Skeifárgili, og
fóru þar kveðjur fram, — og
hlaut þá mörgum að vera ljóst,
að kvaðst var í síðasta sinn. —
Kveðjuómurinn dó, og kallfær-
ið þraut. En þegar við komum
aftur upp *úr hinu mikla gili,
stóð hópurinn enn á bakkanum
hinumegin, og bar þögull við
heiðan en létthúmaðan nætur-
himinn. Eg tel víst, að sú sjón,
og sú stund, muni þessujm góðu
Næstkomandi sunnud. mess-
aði séra Albert í Húsavíkur-
kirkju, og fórst það fullvel, eða
öllu heldur ágætlega, eftir því,
sem Húsvíkingar sögðu mér. —
Um kvöldið fór fram hóf nokk-
urt heima á prestsetrinu, í
kveðjuskyni. Þar afhenti for-
maður sóknarnefndar Þórarinn
Stefánsson hreppstjóri, séra Al-
bert smágjöf til minja um
messuna og samverustundirnar.
Hélt Albert ellefu ræður, og
komst í því tilliti í hálfkvisti við
húsbóndann. Hannes hélt yfir-
leitt ekki ræður. Hann er fá-
málugur í margmenni. Margt
er óh'kt með skyldum. Aftur á
móti reyndist hann hrókur alls
fagnaðar, þegar farið var að
syngja og spila. Samsætið sátu
um 30 manns — alt, sem í kof-
ann komst — og héldu margir
ræður, sem máttu færa bræðr-
unum heim sanpinn um það, að
fylgdarlaust fóru þeir ekki úr
Þingeyjarsýslu, — að góðir
hugir mætra manna og kvenna
liðu á leið með þeim. Svo var
spjallað og sungið fram á heið-
an, hábjartan dag.
Þann dag var svo ekið í Mý-
vatnssveit — með viðkomu á
Einarstöðum í Reykjadal, en
þaðan er minn gamli, góði vin-
ur og keppinautur (in Christö),
séra Haraldur Sigmar, ættað-
ur, og þar býr nú náfrændi
hans, Jón Haraldsson, er tók
okkur mjög vingjarnlega. —
Leyfði okkur af þrífa póstkort
ofan af stofuþilinu, og komurn
við fyrir á því allvöxtulegri ætt-
fræðiritgerð, og sendum séra
Haraldi. Hann brást glaðlega
við (slbr. bréf seinna), að öðru
leyti en því, að hann kvaðst vita
þetta alt saman fyrirfram. Söm
var okkar gerð.
í Mývatnssveit tóku við oss
prestshjónin á Skútustöðum
Hermann Hjartarson og Kristín
'Siguröardóttir. Verður að segja
það eins og það er, að þær við-
tökur voru bæði ástúðlegar og
höfðinglegar. iSamdægurs isigldi
séra Hermann með oss í Slút-
nes. Þar bar á því, að þeir
Albert og Hermann mundu
kunna kvæði nokurt um Slút-
nes eftir Einar Ben., og létum
við Hannes það afskiftalaust.
Þaðan var siglt í Reykjahlíð.
Gengum við þaðan suður hraun.
ið að Stórugjá, en þar er síhlý
neðanjarðar-sundlaug. Greip þá
Albert óviðráðanlegur amerísk-
ur baðfjörugáski. Fleyði hann
af sér spjörunum og steypti sér
niður í kolsvart hyldýpið. En
er hann síðar meir var uppstig-
inn frá undirheimum, þóttist
hann alt annar, nýr og betri
maður. Því trúði Öannes ekki,
og þótti sú vantrú tvíræðrar
merkingar. — Þetta var mjög
skemtilegur dagur, — nema ef
vera skyldi að því leyti, að Al-
bert og Hermann voru sammála
um margt, og þá full-fyrirhafn-
arsamt að vera þeim ósammála.
Daginn eftir hafði svo séra
Hermann safnað saman úrvals-
gæðingum Mývatnssveitar. —
Mýri í Bárðardal var okkar
“Mekka” þennan dag. I Sakir
kynningar vestra við virðulega
öldunginn og alþýðuskáldið Jón
Jónsson frá Mýri, svo og fyrir
margra ára samstarf við niðja
hans, var það okkur “ameríku-
prestunum” áhugamál að fara
pílagrímsför að Mýri.
Riðum við sem leið lá frá
Skútustöðum í Gautlönd, og
nutum þar gestrisni. Var svo
lagt á Bárðardalsheiði, og farið
greitt. Veðrið var fyrirtak. —
Hermann og Albert geystust á
undan, eins og ábyrgðarleys-
ingjar. Við Hannes seigluðumst
á eftir. Eigi varð, eins og á
stóð, um það dæmt, hvort
Hannes var vanari fjöllum eða
hestum. Sannleikurinn er líka
sá, 'að margra klukkutíma reið
reynir ekki lítið á botnfjalirnar
þeim, sem ekki hafa árum
saman komið á hestbak. Annað
bagaði þó Hannes meir. Hann
sampýndist svo sárlega þessu
“folandi”, sem átti að fara með
hann á harðahlaupum upp um
fjöll og (fimindi klukkutímun-
um saman. Hann angraðist
yfir harðúð mannshjartans að
beita sVo litla skepnu slíkri
grimd. Þetta bar nú hjartalagi
Hannesar gott vitni, en ekki
þekkingu hans á íslenzkum
gæðingum. Þegar klárinn var
taúinn að hlaupa í þrjá klt., með
óverulegum hvlldum, og sýndi
engin þreytumerki, varð
Hannes að játa, að hvort sem
þetta var foldald eða fullgildur
taestur, þá var það verkefni sínu
vaxið. Leið honum nú betur á
samvizkunni. Ferðin gekk fljótt
og vel. Og gamalkunna er það,
- og þó ástæða til að rifja það
upp á taílöldinni — að fjörugri
samreið, á góðum hestum, á
góðum vegum, í góðu veðri,
með sæmilegu samferðafólki,
fylgir mikill og einstakur unað-
ur, — og það þótt braki í botn-
fjölunum.
Von bráðar sáum við ofan í
Bárðardal. í Víðikeri þáðum
við góðan beina. Þar fréttum
við lát Jóns Jónssonar frá Mýri.
Þetta var vissulega einkennileg
samtilviljun — að fá þá frétt,
einmitt daginn, sem lengi á-
formuð ferð í ÍVlýri varð að
framkvæmd. í Stórutungu kom
okkur til liðs bóndinn þar, Þór-
ólfur Jónsson, sonur Aðalbjarg-
ar á Mýri, dóttur Jóns heitins,
og fylgdi okkur niður að Skjálf-
andafljóti. Jafnsnemma bar að
hinum fljótsbakkanum bræður
hans tvo með 4 hesta. Ferjuðu
þeir okkur yfir iðukastið á
pramma. Eftir litla stund vor-
um við staddir á Mýri, og var
þar alúðlega fagnað.
Um kvöldið riðum við út í
Bjarnarstaði. Þar skildi séra
Hermann við okkur hina, og
þeysti um nóttina austur heiði.
En við sættum bílfari niður
Bárðardal, alt að Fosshóli, sem
er nýbýli og greiðastaður skamt
frá Goðafossi. Þar eru kross-
götur. Héldu svo bræðurnir í
vestur, en eg í austur.
— Hann hefir 4000 sterlings-
punda árslaun.
— Mikið er það hvermg þið
sólundið peningum segir þá
Stalin. Við hérna borgum t. d.
Kalinin félaga ekki nema sem
svarar 36 sterlingspund á mán-
uði.
Þá leit Anthony Eden á félaga
Kalinin og sagði:
— Einmit það. En eg efast
um að hann fengi hærri laun í
Englandi.—Mbl.
SJÁLFSTÆÐI
Ei þó gangi alt í haginn,
er sá vitur, kænn og laginn,
sem að altaf endar daginn,
öruggur áð ganga í bæinn.
H. H.
Þekkir Hitler
Maður að nafni Fritz Erick-
sen bílstöðvareigandi nálægt
Horsens, hefir sagt “Horsens
Folketalad” frá viðkynningu
sinni við Adolf Hitler.
Ericksen var í þýzka hemum
árin 1912—’19, og var í mörg-
um stórorustum í styrjöldinni.
Hann var undirforingi.
Um tíma er hann var að læra
til undirforingja var hann sam-
tíða Hitler, og skálafélagi hans
í hermannaskálanum.
— Við vorum málkunnugir,
segir Erichsen, og var þetta álit
9
það eru aðeins
DAGAR
til
1
PASKA
Látið SANITONE
bressa upp á fötin yðar og
veita hinrv nýja VOR-SVIP
•
SENDIÐ STRAX
Fötin
Kjólana
Kápumar
Símið 42 361
mitt á honum í stuttu máli, að
hann væri góður félagi, en
merkilega einrænn og dulur í
skapi, skyldurækinn með af-
tarigðum og mjög gefinn fyrir
strangan aga.
Hann bar það með sér, að
hann myndi jafnata, með hinum
sterka viljakrafti sínum komast
það sem hann ætlaði sér.—Mbl.
Kann eg svo fátt fleira að
segja af ferðum þeirra Alberts
og Hannesar, — annað en það,
að mánudaginn, 12. ágúst, flutti
hinn fyrnefndi erindi í útvarpið,
sem vakti mikla athygli lands-
búa og mikla hrifni. Hafði hann
í ferð þessari tekið það ráð, eða
óráð, að láta sem minst á sér
taera, hvíla sig sem mest frá
ræðuhöldum, ferðast “quasi in-
cognito”, eins og er raunar
margra heldri manna siður. Það
var því ekki fyr en um það bil
að hann var að kveðja, sem
mönnum varð alment ljóst, að
hér var maður á ferð, sem sakir
krikjulegrar og pólitísknar
reynslu var verulega áheyrnar-
verður. Varð þá mörgum að
orði, að þessi maður ætti erindi
hingað heim aftur, — ekki til
þess, að hvíla sig, heldur til
þess, að erfiða. En ætti hann
afturkvæmt, yrði að minsta
kosti nokkrum Þingeyingum
kært að sjá Hannes slást með í
förina.
Fullyrða má að heimkoma
þessara bræðra var frændþjóð-
inni vestra á allan hátt til sóma.
“Þér eruð vegabréf mitt”, sagði
Páll postuli.
Framh.
SANNLEIKUR
Þegar Anthony Eden var í
heimsókn sinni í MaskvaJ j.
fjrrravor, ræddu þeir Stalin og
hann um ráðherralaun.
Spurði Stalin bretann hver
ráðherralaun hans væru.
Anthony Eden kvaðst hafa
2000 sterlingspund í laun.
— O, sei-sei, segir Stalin þá.
En hvaða laun hefir forsætis-
ráðherrann ykkar?
Heimspekingarnir gömlu þrættu
með ákafa um spurninguna: uHvað er
sannleikur.” Umræður þeirra fylla
fjölda gildra rita á bókhlöðuhillum nú-
tímans.
Einn þessara fornaldarmanna er
Gorgias hét og að auknefni Sofisti, lagði
skýringar sínar fram í spurningarformi:
“Hvað er rétt,” spurði hann, “nema það
er vér höfum sannanir fyrir að sé rétt?”
Og þetta er skýringin sem vér fellum
oss bezt við.
Vér gerum SANNLEIKANN að mark-
miði voru sem vér aldrei megum missa
sjónar á. Þetta hefir hina stærstu þýð-
ingu til að bera, fyrir yður sem við-
skiftamann. Það hefir enga smávægis
þýðingu fyrir yður að vita að vörurnar
sem þér ætlið að kaupa, eru algerlega
eins og þeim er lýst, út í yztu æsar—og
að þér megið algerlega reiða yður á
sannsögli vora í öllum kaupum. Og svo
ennfremur, í hinum víðtækari skilningi,
hversu mikið öryggi felst ekki í því, að
vita með vissu, með hundruðum þús-
unda viðskifta vina vorra, “að það er
ÁHÆTTULAUST að kaupa hjá Eaton.”
'T.EATON
W1NNIKQ CANAOA
E ATO N S