Heimskringla - 01.04.1936, Page 6

Heimskringla - 01.04.1936, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 1. APRÍL, 1936 I Vesturvíking Þýtt úr ensku Pétur horfði á eftir henni og andvarpaði. Hann varð hissa á sjálfum sér þegar hann fann, að honum stóð ekki á sama um óvild hennar. Annað eins hefði ekki getað komið fyrir degi fyr, það stafaði vitanlega frá því, að honum opiniberaðist hennar sanna innræti. “Tarna fór laglega. Það var rétt handa mér. Það er eins og eg sé hlindur á hvað í fólki býr. En hvernig gat mér hugsast, að annar eins mannfjandi og ofurstinn Bishop og þessi heil- aga mær, gætu sprottið af sömu ættarrót.” VI. Kapítuli RáðiS að strjúka. Eftir þetta kom Arabella Bishop á hverj- um degi að færa sjúklingunum spánsku aldini, fatnað og skotslifur en hagaði svo til, að þau Pétur hittust þar aldrei, enda kom hann þar sjaldnar og stóð skemur við, eftir því sem þeim skánaði. Hvort sem hepni hans var að þakka eða kunnáttu, þá komust allir hans sjúklingar til heilsu en þriðjungur hinna ensku sjúklinga fór í gröfina; bæjarmenn tóku þann taum, að sá manseldi upphlaupsmaður væri snjallari til sinnar íþróttar en hinir læknarnir, svo þar af kom að þeirra aðsókn minkaði, en hans störf jukust og þar með áhati eigandans. Þetta var ekki öfundlaust, sem seinna kom fram. Nú var það einn daginn, að Pétur kom skálmandi tU sjúkraskála hálfri stundu fyr en vant var, hvort sem það var af ásettu ráði eða tilviljun og mætti Miss Bishop í dyrunum, þegar hún var að fara út. Hann vék til hliðar og tók ofan en hún gekk út heldur hnarreist, og leit alstaðar nema þar sem hann stóð. “Miss Arabella,” sagði hann, í mjúkum -bænarróm. Hún lét se-m hún yrði hans vör og virti hann fyrir sér hátt og lágt, dáh'tið háðsk. “Hana!” sagði hún. “Það er maðurinn með viðkvæmu sálina!” Pétur stundi. “Á eg engrar fyrirgefningar von? Eg bið auðmjúklega forláts.” “En það lítillæti!” “Það er hart að vera hæddur,” sagði hann með uppgerðar auðmýkt. Eg er þó ekki nemi þræll. Og þú gætir veikst áður en varir.” “Hvað svo?” “Það væri ógeðfelt að sækja mig, ef þú lætur eins og við séum óvinir.” “Þú ert ekki eini læknirinn í Bridgetown.” “En það stafar minni hætta af mér en hinum.” Nú þóttist hún verða þess vís, að hann væri að spaugast að henni, eða að minsta kosti fara með meiri léttúð, en henni h'kaði, reigðist dálítið við og pegir: “Þú lætur full frílega, þykir mér.” “Læknisleyfi,” svaraði hann. “Eg er ekki þinn sjúklingur. Gerðu svo vel og gættu þess framvegis.” Með það fór hún, auðsjáanlega reið. Hann starði upp í heiðan himinn og hugs- aði :“Er hún fox eða eg bjálfi eða hvortveggja kanske?” hélt svo sína leið inn til sjúkling- anna. Fl-eira bar til -óvanalegt þennan morgun. Þegar hann fór, slóst yngri læknirinn, Whack- er að nafni, í för með honum, en annað eins h'tillæti hafði ekki hent þá áður, hvorugur á- varpað hann umfram að bjóða honum góðan daginn stuttaralega. Þessi læknir var lágur og gildur, um hálf fimtugur, þykkleitur og bláeygður og þau augu voru heldur harðleg. “Ef þú ert á leiðinni til Bishop höfuðs- manns, þá ætla eg að verða þér samferða, doc- tor Blood.” Pétur varð hissa en lét það ekki á sjá. “Eg er á leið til landstjórahallar,” sagði hann. “Á, vitaskuld! Til frúar landstjórans.” Hann hló við, ef til vill ekki háðlaust, Pétur vissi ekki fyrir víst. “Hún dregur undir sig mikið af þínum tíma, heyri eg. Það kemur sér að vera ungur, í okkar stöðu, ekki síður en annarsstaðar — við kvenfólkið ekki sízt.” Pétur leit við honum. “Ef það býr undir tali þínu, sem ljósast er, þá er þér bezt að segja svo við landstjórann Steed. Hann kann að hafa gaman af því.” “Þú misskilur mig sannarlega.” “Eg vona svo sé.” “Þú ert mikið bráðgeðja, góður,”. sagðí hinn og stakk hendinni undir handlegg Péturs. “Mér gengur ekki annað til en góðvild til þín — að verða þér að liði. Heyrðu hvað eg segi,” hér lækkaði hann ósjálfrátt róminn. “Þessi þrældómur hlýtur að vera þungbær fyrir eins vel gefinn mann og þú ert.” “Hvílík skarpskygni!” sagði hinn háð- gjami dr. Blood, en hinn tók orð hang eins og þau voru töluð. “Eg er ekki heimskur, læknir. Eg þarf ekki annað en sjá mann til að þekkja hann og stundum til að vita hvað hann hugsar.” “Ef þú getur sagt mér mínar hugsanir, þá skal eg trúa því.” Dr. Whacker leiddi hann eftir kampinum, sá á hann sínum bláhörðu sjónum og talaði í hálfum hljóðum: “Oftlega hefi eg séð þig stara út á sjóinn með þrá í augum! Og vel veit eg, að þú þráir að sleppa úr þessu þræla víti, svo þú getir stundað íþrótt þína, stéttarbræðrum þínum ti! fyrirmyndar og sjálfum þér til ánægju og ábata. Veröldin er víð og stór, margar aðrar þjóðir en sú enska, sem mundu taka öðrum eins af- bragðsmanni og þér með opnum örmurn. — Margar aðrar nýlendur eru til, aðrar en þessi. öðrum ríkjum tilheyrandi.” Enn dró af rödd- inni, þó enginn væri nærri. “Nýlenda iHol- lendinga, Curacao, er ekki langt á burt. Þang- að má komast, jafnvel á opnum báti, um þennan tíma árs. Og Curacao þarf ekki að vera annað né meira en þrep eða útgöngudyr að þeirri stóru veröld, 'sem liggur opin fyrir öðrum eins manni og þér, ef þú slyppir úr þessu parraki.” Dr. Whacker þagnaði, fölur og dáh'tið móður, en augunum hörðu rendi hann ekki af sínum þurláta förunaut. “Nú?” sagði hann, að lítilli stundu liðinni. “Hvað segir þú við þessu?” Pétur þagði við, eigi að síður. Honum var órótt og hann reyndi að stilla sig og ná réttum tökum á þessu óvænta og undarlega aðhvarfi. Hann byrjaði þar sem annar hefði endað: “Eg er peningalaus. Og til að koma þessu fram þyrfti vænan skilding.” “Sagðist eg ekki vilja reynast þér sem vin- ur?” Pétur snerist við honum og segir: “Af hverju?” En svarinu sinti hann ekki. Dr. Whacker var margorður um, að það skæri sig í hjartað, að horfa upp á stéttarbróður sinn þjáðan sem þræl, sviftan öllum tækifærum til að njóta góðs af frábærum hæfileikum, en Pétur sá hvað honum var, að Whacker og hans stéttartbróðir vildu losna við hann, af því að hann var þeim skæður keppinautur. Blood var aldrei seinn til úrræða. Hann stökk þar sem aðrir skriðu. Nú tók hann það bragð, sem honum hafði ekki fyr til hugar komið, að láta vel við falsinu og segir: “N-ú skil eg, nú skil eg,” og meðan hinn lét dæluna ganga, hugsaði hann sér, að beita hræsni til þess að gera hinum ekki kinnroða. “Það er göfugmannlegt af þér og góðum stétt- arbróður samboðið. Svona vildi eg sjálfur breyta, ef svo bæri undir.” “Þú felst á þetta þá? Þú ert samþykk- ur?” spurði hinn, áleitinn, og hin hörðu augun tindruðu við. “Samþykkur?” Pétur hló. “Ef mér yrði náð, þá myndu þeir stýfa vængi mína og brennimerkja mig.” “Sjálfsagt er það þess vert að hætta á það?” Raust freistarans var enn áleitnari en áður. “Sjálfsagt,” sagði Pétur. “En það þarf meira en kjarkinn til. Það útheimtir peninga. Bát mætti kanske fá fyrir tuttugu pund.” “Þeir skulu lagðir fram. Til láns, þú skalt borga okkur — þú skalt borga mér þegai- þú átt hægt með.” Af mismæli hans skildi Pétur til fulls hvers kyns var. Hinn læknirinn var líka í þessu ráði. Pétur tjáði þakkir fljótt og vel, þó engra þakka væri vert. “Við skulum tala um þetta seinna — á morgun. Þú hefir opnað fyrir mér vonarinnar hlið.” Þetta sagði hann satt, það var að vísu því líkast sem dyr hefðu opnast honum, fullar af sólskini, að þeirri dimmu prísund, sem hann bjóst við að dúsa í, mikinn part ókom- innar æfi. Honum var nú mikið niðri fyrir. Hann gat ekki komið þessu til framkvæmdar einsamall og hlaut að njóta annars við, en til þess var skipstjórinn Jeremias Pitt bezt fallinn af öll- um. Það varð ráð hans að gera honum við- vart að koma til fundar við sig í kofa hans, eftir háttatíma. Msseris erfiði hafði breytt þeim manni æði mikið, nú var hann ekki snarplegur né við- bragðsfljótur, heldur seinlegur og óburðugur og svo ódjarflegur orðinn, að áþekkast var rakka, sem hefir verið barinn of mikið. Hann lifði af illan viðurgerning, oflanga akravinnu í steikjandi hita, svipuhöggin sem vérkstjórinn veitti honum fyrir að fara hægt og banvæna skepnu æfi, tilbreytingalausa, alt þetta lifði hann af. — En fyrir h'fgjöfina greiddi hann vænlega gjaldið. Hann var í þeirri hættu, að verða ekkert skárri en skepna, að gerast líkur blökkumönhum, sem stundum erfiðuðu með honum. Samt var enn mikið eftir af manninum, þó höfugt væri a^ algerðu vonleysi; þeim doða varpaði hann af sér, þegar Pétur talaði til hans þetta kveld. Meðal þeirra forréttinda sem lækninum voru veitt, var það, að hann var einn í kofa, sá var gerður úr reyrstöngum með klíningi af leir og hurð úr reyrvölum. Gerðið var læst á nóttum, en þó allir væru nú í svefni, mátti eiga von á að einhver væri á sveimi til eftirlits og að sá kynni að heyra mannamál, ef ekki væri varúð höfð við. Þegar Pitt skildist, að Pétur ympraði á færi til að strjúka, þá 1(' hann síga höfuðið á handlegg sér og grét. “Stiltu þig maður! Stiltu þig!” sagði Pét- ur og tók í öxlina á honum. “Ef einhver verð- ur var við okkar leynifund, þá verðum við báðir hýddir.” Þegar lítið leið frá, náði hinn ungi maður sér aftur og smámsaman skerptust vit hans, er vonin lifnaði í honum. Þeir hvísluðust á um ráðagerð sína og kom sanian um að ná í samband sitt einum tug, af þeim uppreisnar- mönnum sem voru í þrælahóp Bishops, allra- helzt þá sem voru vanir skipurn og sjóferðum. Fyrstan völdu þeir þann sem Hagthorpe hét, er verið hafði í flota konungs, annar Nicholas Dyke, fyrrum undirforingja í herliði hins framliðna kóngs og þann þriðja sem Ogle hét, sá hafði lært að hlaða stórbyssur og miða þeim. Þessa átti fyrst að ná í samtökin, síð- an eins marga og hægt var og þetta var Pitt ætlaö að gera smámsaman, eftir því sem færi gafst að tala við þá. “Á varúðinni ríður mest,” sagði Pétur við hann að lokum. “Það er altaf hollast að fara hægt. Minstu þess, að öllu er lokið ef þú kemur upp um þig, því að enginn kann að rata um höfin nema þú og án þín er ekki hægt að strjúka.” Pitt hét ollu góðu um það og læddist til kofa síns og sofnaði fljótt á stráfleti sínu, því nð þreytan kallaði á hvíldina. Næsta morgun hitti Pétur læknirinn Whacker í svo góðu skapi, að hann bauð hon- um strax þrjátíu pund til ferðalagsins. Pétur þakkaði honum með tilvöldum orðum, “en ekki eru það peningar, sem mig vanhagar urn, heldur farkostur. Hver myndi verða til að selja mér bát, önnur eins hegning og við það er lögð, að selja þræli farartæki?” Dr. Whacker gerðist þungbúinn. “Bát þori eg ekki að útvega þér. Það kemst áreiðan- lega upp. Refsingin sem við því er lögð er tvö hundruð punda sekt og fangelsi. Það er meir en nóg til að eyðileggja mig. Það sérðu sjálfur?” ( Pétur lét sem þá væri því máli lokið. j “Nei, nei. Alls ekki, langt í frá. Eg hefi hugsað fyrir því. Sá sem kaupir bátinn verð- ur að fara með þér, svo að hann fyrirfinnist ekki hér til að svara spurningum eftir á. Hér eru fleiri haldnir en sakamenn, þó nokkrir hafa verið sendir hingað vegna skulda og myndu fegnir brúka vængina, ef þeir kæmust í færi. Eg nefni til dæmis náunga, sem heitir Nuttall, skipasmiður trú eg hann sé, og það vill svo til að eg veit, að hann yrði feginn færinu.” “En þá myndi strax spurt, hvaðan koma skuldaþrjóti peningar?” “Viíst, en ef kænlega er að farið, þá verð- ið þið farnir, áður en til þess kemur.” Blood ‘kinkaöi kolli við og hinn tók hönd í ermi hans og lagði fyrir hann sína ráðagerð. “Þú skalt taka við peningunum strax. Og þegar þú ert búinn að taka við þeim, skaltu gleyma að þú fekst þá hjá mér. Þú átt vini á Englandi og frændur ef til vill, sem sendu þér þá með einum af sjúklingum þínum hér í Bridgetown, en sómi þinn liggur við, að þú segir ekki til hans, annars bitnar góðverk hans á honum. Þetta er þín frásaga, ef það mis- hepnast að strjúka.” Hann leit hvast við Pétri en sá kinkaði koll við til samþykkis. Þá hélt hinn fram tal- inu: “En til þess ætti alls ekki að koma, ef þú ferð varlega. Náðu Nuttall til samverka, ráð þú hann í förina, skipasmið ætti ekki að vera ofaukið í hópinn. Fáðu hann til að kom- ast eftir, hvort hentugt skip er til sölu, en áður en kaupin eru gerð, skaltu hafa alt til- búið til ferðarinnar og vera komin á burt, áður en þau komast í hámæli. Skilurðu?” Svo vel skildist Pétri tal hans, að hann fór þegar að leita þessa skipasmiðs, samdi við hann, að leita kaupanna og hitti hann á hverj- um degi í þrjár vikur, meðan sú leit stóð yfir, hann bar gullið á sér allan þann tíma, en að lokum afhenti hann Nuttall tuttugu og tvö pund, eitt kveld niður við sjó, þegar enginn sá til, með þeim skildaga að fullgera kaupin, og hafa bátinn til 'á tilteknum stað, daginn eftir. Alt átti þá að vera tilbúið og Nuttall bíða hinna hjá bátnum, í myrkrinu. Skálinn var nú auður, þar sem þeir sáru höfðu legið og þar faldi Nuttall ferðanestið, vætt af brauði, nokkra osthleifa, vatnstunnu og fáeinar flösk- ur af víni, áttavita, hæðamæli, landabréf, stundaglas, hraðamæli skipa, seglstriga, sm-íðatól, ljósker og kerti. í gerðinu var alt undirbúið. Pitt hafði fengið þá þrjá sem fyr voru nefndir, til fylgis við sig og átta aðra, alt með svo mikilli leynd, að enginn vissi neitt með vissu um aðra en sig. Stiga hafði hann gert úr strengjum og falið í strái kofa síns, hann skyldi hafa til að komast yfir girðing- una. Þeim var lítill gaumur gefinn á nætum- ar, gerðinu var læst að vísu, en enginn settur til að vaka yfir þeim að staðaldri. Þó að ein- hver reyndist sá fáráður að leggja til stroks, þá voru engir felustaðir á eynni svo tryggir, að þeir gætu falist fyrir kunnugum mönnum með sporhunda. Hættan var mest sú, að þeir sem eftir voru skildir, yrðu varir við strokið, og gæfu hljóð af sér, þess vegna varð að fara varlega og hljóðlega. Þennan dag allan höfðu þeir allir miklar úbyggjur. Undir sólarlag kom Pétur röltandi til þrælagerðis, neðan frá sjó, frá síðustu ráða- gerð við Nutafl, í þann mund, sem þrælamir voru reknir þangað frá vinnu. Hann nam staðar hjá inngöngu hliði, meðan halarófan fór inn og gekk svo á eftir þeim. Þegar inn kom, sá hann hvar yfirmaður verkstjóranna, Kent, stóð á tali við Bishop, á flötinni þar sem þrælar voru barðir fyrir yfirsjónir. Þegar hann kom nær, snerist Bishop við honum og var gneypur. “Hvar hefir þú verið, allan þennan tfma?” spurði hann hátt og harkalega. “Eg hefi verið áð, eins og vant er, í bæn- um. Mrs. Patch hafði hitasótt og Mr. Dekk-er meiddi sig í fæti,” svaraði Pétur og varð ekki um sel. “Eg lét vitja þín til Dekkers og þú fyrir- fanst ekki þar. Þú ert farinn að slæpast, minn fíni félagi. Það þarf að kenna þér að kvika, ef þú heldur áfram að misbrúka þau fríheit se-m þér eru veitt. — Ertu búinn að gleyma, að þú varst dæmdur til þrælkunar fyrir upphlaup?” Pétri varð seinlært að hefta tungu sína. “Eg fæ ekki að gleyma því,” svaraði hann. “Viltu vera hortugur við mig?” spurði hinn og blótaði við. Nú mintist Pétur þess skyndilega hvar komið var, og að félagar hans í hverjum kofa lögðu eyrun áhyggjufullir við talinu, svo að hann beitti fyrir sig auðmýkt, sem hann var óvanur. “Ekki hortugur, herra. Eg . . . eg segi eins og er, að mér þykir bágt að það þurfti að leita að mér . . .” “Já, og bágara skal þér þykja eftirleiðis. Þarna er eyjarstjórinn, gneggjandi eins og undað hross, þolir ekki við fyrir gigt, óg þú í felum. Snáfaðu þangað undireins, maður. Það er beðið eftir þér, segi eg þér. Það er bezt hann fari ríðandi, Kent, annars verður þessi hjassi afla nóttina á leiðinni.” Hann steig a bak hesti, sem fram var leiddur og vildi haska sér. “Hvernig á eg að komast inn í geröið, þegar eg kem aftur, herra?” innti hann. ‘Þú ferð ekki inn í það aftur. Þeir finna bás fyrir þig að fleygja þér í til morguns, þegar þú ert búinn aö ljúka þér af í höllinni.” Pétri varð bylt við og vildi svara. — “En . . .” “Burt með þig, segi eg. Ætlarðu að hanga hér skrafandi fram í myrkur, þegar stórtignin bíður?” Með það sló ofurstinn priki sínu á lend reiðskjótans, en skepnan tók svo snögt viðbragð, að Pétur var rétt dottinn af baki. Nú var Pétri þungt niðri fyrir sem von- legt var. Nú varð að fresta að strjúka, um sólarhring, en við þá dvöl myndu skipkaupin verða hljóðbær og spurningum spurt, sem erfitt væri að svara. Hann hugsaði sér að læðast til baka, þegar verki hans væir lokið í höllinni, gera þeim Pitt við vart og bíða komu þeirra úti fyrir. En því ráði spilti stjórinn. Hann var hamslaus af verkjum og skapið í litlu betra standi, út af þeirri dvöl sem varð á komu Péturs. Læknirinn varð að vera hjá honum langt fram yfir miðnætti, þá fyrst fékk hann linun af blóðtöku, en ekki var að nefna að Pétur fengi að fara frá honum, heldur lét hann búa um hann í herbergi sínu, svo hann væri til taks ef á þyrfti aö halda. Það var líkt og örlögin væru að leika sér að honum, hann hlaut að bíða þess sem verða vildi. Þegar lýsti komst hann burt með því, að segjast þurfa að ná í meðöl, sem hann yrði að taka til sjálfur í lyfjabúðinni, og við það náði hann fundi Nutafls. Sá ólukkulegi skulda- ' þrjótur var illa haldinn af hræðslu, hann hafði beðið á tilteknum stað alla nóttina, og þegar enginn kom, hélt hann að alt hefði komist upp og honum sjálfum væri refsing vís; hann var fölur og þunnleitur og drap titlinga og þóttist nú illa staddur. Pétur hughreysti hann og kvað engan kost fyrir hendi nema bíða næstu nætur og vona hins bezta. “í kvöld skal leggja upp,” sagði hann, öruggari en hugur hans sagði honum, “þó eg verði að láta stjóranum blæða til ólífis, til að koma því fram. Vertu tfl, eins og ’í gær- kveldi.” • “En ef einhver kemur snuðrandi og spyr spurninga?” “Svara þú þeim eftir getu þinni. Njóttu vitsmuna þinna, maður. Eg má ekki tefja lengur.” Og Pétur fór sína leið að blanda meðala gutlið, sem hann hafði til undan- bragðs. .

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.