Heimskringla


Heimskringla - 08.04.1936, Qupperneq 1

Heimskringla - 08.04.1936, Qupperneq 1
L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MEÐVEKUDAGINN, 8. APRÍL, 1936 NÚMER 28. HELZTU FRETTIR GUÐRUN STEFANSSON F. 14. júlí 1857 — D. 6 marz 1936 KRISTINN STEFANSSON og GIJÐRtJN JÓNSDÖTTIR STEFANSSON Mynd þessi var tekin árið 1909 á 25 ára giftingar afmæli þeirra. Aftaka Hauptmanns Aftaka Bruno Riohard Haupt- manns, þess er fundinn var sekur af hæztarétti um að vera valdur af morði Lindberghs drengsins, fór fram s. 1. föstu- dagskvöld. Aftöku-athöfnin ibyrjaði kl. 8.41 að kvöldinu (eftir New York tíma) en kl. 8.47 lýstu sex læknar því yfir, að Haupt- mann væiri dauður. Rafmagns- stóllinn er aftökuáhaldið í Bandaríkjunum. Þetta var í fjórða sinni, sem aftakan var ákveðin. Áður hafði ávalt eitthvað vitnast, er rann- saka þurfti, svo að fresta varð dauðastundinni. Hauptmann hélt því eindragið f'ram til hins síðasta, að hann væri saklaus af morði Lind- berghs barnsins. Lausnar- gjaldspeningarnir, sem í fórum hans fundust, og sem hann gat aldrei gert verulega grein fyrir hvernig á sftóð, voru fótakeflið. Miða skeytin, sem honum og dr. Condon fóru á milli við af- hendingu lausnarfjárins, voru talin af sérfróöum að vera skrift Hauptmanns. Þótti hæzta rétti þetta ugglaus vottur um að þarna væri sá, er við glæpinn um rán og morð Lindberghs- íbarnsins væri riðinn. Hoffmann, ríkisstjóri í New Jersey, virtist mjög sannfærð- ur um, að Hauptmann væri ekki einn við málið riðinn og reyndi sitt af hverju til að fá málið tekið aftur til rannsóknar. En þó leyfi væri til þess veitt, virt- ist það etóki koma að neinum verulegum notum, og ástæðurn- ar til frekari rannsókna, féllu um sjálfa sig. Wendel hét t. d. maður í fangelsi, sem kvaðst vera vald- ur að morði Lindberghs-ibarns- ins, en segir svo frá að sér hafi verið ýmist mútað eða þröngv- að til að játa þetta; reyndist ibæði það og morðsaga hans eintómt rugl, að svo miklu leyti, sem hægt var að rannsaka það. Og svipað var um fleiri, er við rán LindberghsHbamsins voru sagðir riðnir. Að fleiri hafi átt þátt í glæpn- um en þessi eini maður, er ekki ólíklegt, eins og Hoffman ríkiSstjóri heldur fram, en það er samt sem áður ekki ó- mögulegt, að aðeins einn mað- ur hafi verið það. Hitt er ekki heldur takandi fyrir, að út af þessu máli rísi pólitísk deila í Bandaríkjunum. Tillögur1 Hitlers Hvernig sem á það er litið, verður ekki annað sagt um til- lögur Hitlers í ófriðarmálum Evrópu, en að þær taki öllu langt fram, sem um s. 1. 20 ár hefir verið hreyft til eflingar varanlegum heimsfriði. í Rínarmálinu svarar Hitler því einu til, að þriggja manna nefnd sé skipuð til þess að hafa eftir með því sem á vestur- iandamærum Þýzkalands sé að gerast og eins hins sem Frakk- lands og Belgíumegin sé einnig aðihafst. Nefnd þessi villl Hitler að sé skipuð 1 Breta, 1 ítala og einum óhðáum manni. Annars komi hvorki þama né annar- istaðar til stríðs af hálfu Þýzka- lands. En þetta er nú smá|mál borið saman við friðartillögur Hitlers að öðru leyti. Enda er sagt að Bretar hafi séð svo margt gimi- legt í þeim, að þeir hafi strax fallist á að taka þær til greina. Stóra atriðið í tillögum hans er, að allar þjóðir heimsins komi saman og taki upp spurs- málið um takmörkun herútbún- aðar til stórkostlegra muna. — Ennfremur að eiturgas sé ekki notað í hernaði. Einnig að bann sé við því lagt, að með sprengj- um sé farið í loftskipum að nokkurri borg er sé lengra en 30 kílómetra frá vígstöðvunum. Ef þjóðirnar kæmu sér hrein- skilnislega saman um þetta, og gengu allar í Þjóðabandalagið, endurstofnað á þessum grund- velli og í samræmi við 14 höf- uðatriði Woodrow Wilsons, sem Frakkar hefðu eyðilagt með Versalasamningunum, þá væri unnið að varanlegum friði í heiminum og með mannúðar- fyllri skilningi að málum þjóða heimsins. Árangur Þjóðabanda- lagsins segir hann hafi orðið 'Svo hættulegan heiminum vegna Versalasamninganna, sem það hvíldi á, að við sjálft hefði legið að stofnað hefði verið til þess grimmilegasta blóðbaðs, sem heimurinn hefði nokkru sinni séð. Sú væri reynslan af 20 ára starfi Þjóða- Ibandalagsins, af því það hefði ekki verið stofnað á réttlæti því, sem allar þjóðir gætu bor- ið virðingu fyrir. Tillögur Þjóðverja eru heil- mikið skjal og er í mörgum lið- um og greinum. Ein greinin fjallar um, að Þjóðabandalagið hafi eftirlit með því, að útrýma hjá hverri þjóð því er hatur vek- ur meðal borgaranna til annara þjóða með ræðum og ritum. Vegna viðskifta mála, segja Þjóðverjar að barist sé um ný- lendur. Á það verði að binda enda, en að Þjóðabandalagið snúi sér að því, að útbýta markaði sanngjarnlega milli allra þjóða. Alt þetta vilja Þjóðverjar að verði gert á f jórum næstu mán- uðum, það er að segja, að end- urreisa Þjóðábandalagið á þess- urn grundvelli — og að at- kvæðagreiðsla almennings í hverju landi sé tekin um það hvort söíku Þjóðabandalagi skuli á fót komið. Frakkar voru þegar í istað á- kveðnir á móti þessum tillögum Hitlers og telja þær meðal ann- ars verða Þjóðabandalaginu að falli og til þess, að vera vissir um að ítalir verði nú með sér, leggja þeir til að allar hömlur á innflutningi til ítah'u, séu af- numdar. Mussolini hefir það á- valt sem svipu á Frakka, að verða með Þjóðverjum, ef þeir verði ekki með sér. Slíkur er skollaleikur ítala og Frakka á ibak við tjöldin. í tillögum Hitlers er gert ráð fyrir að jafna allar sakir út af Locarno-samningSbrotum bæði Þjóðverja og Frakka eftir að Þjóðabandalagið hefir verið endurreist. Telja Frakkar í gær ekki við annað komnadi, en að Þjóðabandalagið hegni Þjóð- verjum fyrir brot þeirra á samn- ingunum, úr því það hefir fund- ið Þýzkaland sekt um það. — Annars segja Frakkar að þeir neiti öllum tillögum Þjóðverja, en segjast hafa aðrar friðartil- lögur á prjónunum, sem ibirtar verði eftir kosningarnar, sem eru 26. apríl í Fratóklandi. " Hitler svaraði andmælum Frakka um hæl með því, að senda meira herlið til Rínarhér- aðanna í gær. Bretar virðast því fylgjandi að leggja enn fyrir Þjóðabanda- lagið hvað gera skuli út af Lo- carno-samningsrofi Þjóðverja og ennfremur að heyra undir- tektir Rússa og" annara sam- bandsþjóða þess og Frakklands um friðartillögur Hitlers. Þingi lokiS Fylkisþingi Manitoba var slit- ið um miðjan dag í gær. Hafði það þá staðið yfir í 7 vikur. Alls afgreiddi þingið 37 frum- vörp, sem fæst voru mikils verð. Síðustu dögum þingsins var að mestu varið til að ræða sér- mál þessa bæjar. Var breyting á grundvallarlögum bæjarino veitt í skatta- og eftirlaunamál- inu. En ákvæðið um að bærinn hefði leyfi til að selja hér ben- sín, var felt. Ennfremur voru feld ákvæðin um að allir borg- arar bæjarins hefðu atkvæðis- rétt í öllum bæjarmálum, er 21 árs væru að aldri og væru brezkir borgarar. Einu stórvirki hrinti þingið í framkvæmd og það ) var að lengja tíman, sem ölbruggarar mega selja áfengi frá klukkan 7 til klukkan 9 að kveldinu. — Þess má geta, að forsætisráð- herra Bracken var á móti þessu frumvarpi, en það varð eigi að síður að lögum. Forseti rekinn Niceto Alcala Zamora, sem um síðast liðin fimm ár hefir verið forseti Spánar-lýðveíldis- ins, var rekinn frá stöðu sinni í gær af þinginu. Fyrir réttum finim árum rak Zamora Alfons konung frá völdum. Þingið, sem nú er skijiað meiri hluta vinstri manna og socialista, var óánægt með framkomu Zamora er síðustu stjórnarskifti fóru fram; hann dróg að leysa hina föllnu stjórn af hólmi og sýndi vinstri stjórn- inni eða sigri hennar engin vinahót. Zamora er talinn hafa átt svo mikinn þátt í stofnun Spán- ar-lýðveldisins, að hann er tal- inn einn af feðrum þess Með tillögunni um að reka forsetan voru greidd 238 at- kvæði á þinginu. Hægii menn v-eigruðu sér margir viö að greiða atkvæði. Vara-forseti .er enginn á Spáni, svo þar til annar' forseti verður kosinn, h'tur Martinez Barrio eftir embættinu, en hann er forseti þingsins og formaður sameinuðu stjórnarflokkanna (Republican Union). Komnir frá íslandi Væntanlegir til þessa bæjar í dag eða á morgun, eru dr. P. J. Pálsson og fjölskylda hans, og Sigríður Guðmundsson, heiman frá íslandi. Sigríður er systir Mrs. Guðriúnar Magnús- son á Víðir, Manitoba. Ferða- fólkið lagði af stað frá íslandi 23. marz. Sem getið var um hér í blað- inu andaðist Mrs. Guðrún Stef- ánsson að heimili sínu á Gimli föstud. 6. marz. Rúmföst var hún aðeins nokkra daga. Er með henni stór-merk og ein hin mikilhæfasta kona til moldar gengin er vér böfum átt, í hópi vorum hér vestra. í öllum greinum var hún langt yfir alt mieðallag, þó hún skaraði eink- um fram úr, að hagsýni og djúpsæi, sem allir munu minn- ast er henni kyntust. Guðrún var fædd að Hellu- vaði í Mývatnssveit í S. Þing- eyjarsýslu 14. júh' 1857. For- eldrar 'hennar voru Jón Árna- ison, bónda frá Sveinsströnd í sömu sveit og Rebekka Guð- mundsdóttir, yfirsetukona, frá Meiðavöllum í Kelduhverfi, hin mikilhæfasta og þrekmesta kona, svo að hennar var víða getið meðal íslendinga fyrri á árum fyrir rausn, hjálpfýsi og skörungsskap. Jón faðir Guð- rúnar vair af merkisfólki kom- inn, voru þeir systkina synir, hann og Jón alþingismaður á Gautlöndum, var Árni faðir Jóns, biróðir Kristiönu móður Jóns alþingismanns. Þá voru þeir þremenningar Jón og Sig- urður frá Klömbrum faðir Jó- hannesar kaupmanns Sigurðs- sonar, en þau bræðraþöm Guð- rún og séra Árni Jónsson á iSkútustöðum. Þau Jón og Rebékka bjuggu nokkur ár á Geirastöðum í Mý- vatnssveit og fluttust þaðan norður í Kelduhverfi, og svo þaðan að Máná á Tjörnesi. Frá Máná fluttust þau til Vestur- heims og settust að í Nýja ís- landi 1876 og nefndu landnám sitt Meiðavelli eftir Meiðavöll- um í Kelduhverfi þar sem þau áður bjuggu. Fjögur börn þeirra fluttust með þeim vestur: Guð- rún, Árni, Björg og Þorlákur, en þrjú voru komin á undan og höfðu staðnæmst við Kinmount í Ontario 1874: Guðmundur síð- ar klæðsali í Winnipeg; Sigríður og Ari. Var för þeirra upphaf- lega fyrirhuguð til Brazih'u þó eigi færu lengra. ÖU eru systk- inin dáin nema Þorlákur, er var þeirra yngstur og býr í Winni- peg. Eigi fluttist Guðrún með for- eldrum sínum til Nýja íslands, en staðnæmdist í Winnipeg og fór strax í vist. Taldi hún sér það lán alla daga, því með því kyntist hún hérlendu menning- arlífi og nam enska tungu sem þá var eigi algengt meðal vest- urfara. Skömmu eftir að til Nýja íslands kom veiktist Jón faðir hennar, sótti hún hann og flutti með sér upp til bæjarins og þar andaðist hann eftir lang. varandi veikindi. Varð það til þess að fjölskyldan flutti síðar til Winnipeg og bjó þar eftir það. Snemma kom örlæti og drengskapur Guðrúnar í ljós og sá metnaður, sem hún bar, alla daga, fyrir hönd þjóðar sinnar, sem hún unni heilum huga þó minningar hennar frá Islandi væri flestar daprar og vektu hjá henni beizkju og sársauka. Það var á þessum árum, er ís- lendinga bygðin í Winnipeg óx sem örast, að nokkurir menn og konur gengust fyrir því að stofnaður var skóh fyrir íslenztó börn. Börnunum var ekki vært á sjálfum bæjarskólanum fyrir ertni og óvildar aðbúð. Var Guðrún ein þeirra er gekkst fyr- ir þessari skólastofnun. Lagði hún mánaðarlega í tvo vetur helming af launum sínum til iskólans. Eigi lét hún þar við sitja, heldur tók hún líka að sér munaðarlaus ungbörn, kom þeim fyrir og gaf með þeim svo tímum skifti. Sjálf gekk hún alls á mis, en um það sakaðist hún ekki, sagðist þá hafa verið að læra að skilja lífið. Enginn vafi er á því, að hún notaði þær námstundir vel. Öll hin síðari ár, voru það ýmiskonar dæmi frá þessum tímum, sem skýrðu fyrir henni hversdags atburðina og styrktu skoðanir hennar á þeim málum sem upp voru að koma. Um 1881 mun hún hafa lagt út í fyrstu fasteigankaup sín hér í bæ. Var það lóðin þar sem nú stendur húsið 626-628 Frh. á 5 bls. Translations from the lcelandic (by Skúli Johnson) Séra Jón Þorláksson: POVERTY Poverty was my house-wife ever Since I came this world into; Decades seven we’ve managed, never Having much betwixt us two; If for aye we’ll cling on thus He knows Who united us. VERSES Unborn I were to motrtal strife Or had not mid men tarried If I had bome the Lock of Life And likewise Life’s Key carried. Foul is the Heath of Hialti’s Vale, With fault—heaps it o’erlaid is; Of yore the devil fled this dale And flitted down to Hades. Sigurður Pétursson: Although this foot of mine I lose My joy of life that nowise mars. To hop into Heav’n if I so chooíse, Maimed, and on one foot, naught debars. Ben. J. Gröndal: MOWING VERSE Migh.tier scythe-swathes must I trace Upon the mound where frosts held rule; The Sun lights with her shining rays The central part of Mountain Stool. Hjálmar Jónsson: AT THE COMMENCEMENT OF COURSING FROM “GRIM’S ISLAND” I take on me the helmsman’s rein— The task outstrips the strength that’s mine— To cross the perilous seething main: The Name I trust in„ Lord, is Thine. The surf blows o’er the riggings’ band, Raging waves swell the sea’s domain: O where shall we both life and land At eve from our Redeemer gain? UTTERED AFTER SILENCE I know the echo of this din— It needs no more relating— ’Tis death’s and judgment’s thunder in My ears reverberating. Much view the windows of my brow That well it were to cherish For on all nature I gaze now With eyes soon doomed to perish. SIGNS OF SENILITY That I with blooms wreathe Writing’s Lands Withholds, meseems, age weighty. Stiff grow, we wot, the Death-chilled hands Of one who’s five and eighty.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.