Heimskringla - 08.04.1936, Page 2

Heimskringla - 08.04.1936, Page 2
2. SÍÐA, HEIMSKRINGLA WINNIPEJG, 8. APRÍL, 1936 EINN FRÓNSKUR PISTILL eSur BRÉF FRÁ fSLANDI Ritað af sr. Friðrik A. Friðrikssyni Húsavík Frli. m. Föstudaginn 12. júlí, skrýdd- ist Suður-Þingeyjarsýsla sínum fegurstu sólskins- og sumar- klæðum. Þann dag, um hádeg- isbilið, kom firú Jakobína John- son, skáldkona til Húsavíkur. Var hún þegar leidd á fund skáldsystur sinnar, “Huldu”, b. ie. frú Unnur Benediktsdóttur Bjarklind, og manns hennar, Sigurðar Sigfússoriar Bjarídind framkvæmdarstjóra Kaupfélags Þingeyinga. Buðu þau henni að búa í siínum húsum meðan hún dveldi á Húsavík. Þótt frú Jakobína hafi nú ferðabók í smíðum, — sem eg vona að sé — þá treysti eg því, að ekki sé tekið um of fram fyrir hendur hennar með því, að týna hér fram nokkra frétta- mola frá dvöl : hennar hér í sýslunni. Það er kominn sunnudagur. Sólskinið er ekki alveg eins ör- látt ieins og fýrirfarandi daga. En gott og notalegt er þó ferða- veðrið þennan eftirminnilega dag. Jakobína sækir heimboð að Hólmavaði í Aðaldal. Þar er hún fædd. Og svo skemtilega vill til, að þar er einmitt aðal- samkomuhús sveitarinnar, stórt nýbygt steinhús. Um langt s'keið undanfarið hafa Aðaldælir haft viðbúnað til þess, að fagna þessum sínum góðkunna samsveitunga, er á bemskualdri kvaddi þessar stöðvar, ásamt foreldrum sán- um, ástsæla alþýðuskáldinu, Sigurbimi Jóhannssyni, sem kendur er við Fótaskinn (nú Helluland) og konu hans, Maríu Jónsdóttur. Sá viðbúnaður leiddi til þess mannfundar, er lengi mun í minni geymast þeirra, er sóttu. Þegar Jakobína — og hennar fríða föruneyti frá Húsavík — nálgast íáfangastaðirþi, gjefur að líta mikinn mannfjölda fyrir framan samkomuhúsið. Um leið og stigið er út úr bifreiðunum, og “Hulda” býst til að Leiða heiðursgestinn fram fyrir Aðal- dæli, — lýstur upp hljómmikl- um söng frá mannfjöldanum: “Þar sem að fyrst stóð vagga vor á vorri feðragrund og fram vér gengum fyrstu spor af föður studdir mund, þann blett með léttri lund vér lítum þessa stund og heilsum aftur æskudalnum fríða.” Gestirnir standa þögulir og klökkir meðan á söngnum stendur. Augnablikið er sann- arlega hátíðlegt, þrungið djúp- um tilfinningum. Tár glitra í margra augum, aðrir leyna við- kvæmni sinni sem bezt þeir mega. “Það var hátíð í lofti, það. fann eg strax”, sagði Jakobína seinna. Kórinn lýkur þessu kvæði, og hefur samstundis upp: “Ó, fög- ur er vor fósturjörð”. Og nú taka gestirnir undir. Að þessu loknu hefjast fyrst Iheilsanir. Jakobína heilsar, með handa- bandi — öllum. Og fjörugur og fagnandi samtals- og minn- ingakliður fer um allan hóp- inn. Samsætið hefst. Benedikt Kristjánsson, bernskuleikbróðir frá Hólmavaði, og ábúandinn þar nú, leiðir heiðursgestinn til sætis. Henni til annarar hendar situr móðurbróðir hennar, Sig- urður Jónsson frá Máná, en til hinnar, Guðmundur Friðjóns- son skáld, og una báðir sjáan- lega sínu hlutskifti vel. Aðrir merkir háborðsgestir eru t. d. “Hulda” skáldkona og hennar maður, Sigurjón Friðjónsson og Jóhanna Friðriksdóttir, yfir- hjúkrunarkona við fæðingar- deild landspítalans, frændkona Jakobínu og hennar ótrauði förunautur norður um land. Borð öll eru dúkdregin og blómum skreytt: blágresi, bunknum úr Aðaldalshrauni og margskonar ræktuðum blóm- um. Birkigreinar, blómum vafð- ar, liggja um dyr og glugga. En að öndvegisbaki (í altaristöflu- stað) blasir við skjöldur, flétt- aður úr birki, grávíði og gleym- mér-eyjum. Sætin svigna undir þétt settum gestum, en borðin undan veizlukosti, er býður allri kreppu byrginn. Samsætið setti Hildur hús- freyja á Klömbrum, dóttir Bald- vins Þorgrímssonar, bróðir séra Adams heitins Þorgrímssonar. Ræða hennar, sem lauk með eiginortu kvæði, vakti strax þann anda Ijúfleiks og fagnað- ar, er auðkendi mót þetta frá upphafi til enda. Síðan rak hver ræðan aðra, og kvæðin, með þeim ágætum, að mig, hreinskilnislega sagt, undraði stórlega. Hafði eg nokkrum sinnum áður tekið þátt í mann- fundum í Aðaldal; að vísu ekki kynst fólkinu neitt verulega, en heldur ekki orðið tiltakanlega snortinn af menningu bygðar- innar. En nú var höfðinglega að verið. Þjóðskáldið frá Sandi mintist Siguribjarnar, föður Jakobínu, með sinni alkifnnu frjóu mælsku. Annars fanst mér, að minningu þessa manns, -— ljúf- sárri og ástúðlegri — andaði frá hvers manns hug, frá hverju blómi og steini umhverfisins, Eg vil skjóta því hér inn í, að fyrir nokkrum dögum síðan átti eg tal við gáfaða þingeyska konu, sem lét þessi orð falla: “Mér er það altaf minnis- stætt frá bernsku þegar eg sá Sigurbjörn í fyrsta sinni. Eg vissi ekki hver hann var. Eg þarf ekki annað en að loka aug- unum til þess, að sjá hann skýrt fyrir mér þar sem hann studdist við hestinn sinn. Ein- hver glampi í augunum, eitt- hvað óvenjulegt, sem örðugt er að lýsa, gerði hann frábrugð- inn öðrum mönnum.” Guðmundur lauk ræðu sinni með því, að lesa upp kvæði Jakobínu: “Leifur heppni”. Þá flutti Sigríður Stefánsdóttir, húsfreyja á Hveravöllum, systir Jónasar frá Kaldbak, kvæði. Þá Sigurjón Friðjónsson, kvæði. — Þá Steingrímur Baldvinsson, bóndi í Nesi, bróðir Hildar, ræðu fyrir hönd Ungmennafé- lags Aðaldæla, er ásamt Kven- félagi sveitarinnar stóð fyirir boðinu. — Lýsti ræðumaður af næmum, og mér leyfist að segja óvæntum, skilningi gildi listar og draumrænnar fegurðar fyrir hið ytra, verklega líf mannanna. Þá talaði séra Þorgrímur V. Siguirðsson, sóknarprestur að Grenjaðarstað, og valdi sér ein- kunnarorðin “trú og tunga” og hæfði þannig í mark um skáld- skap og hugðarefni heiðurs- gestsins. Þá flutti kunni ætt- fræðingurinn og skáldið, Ind- riði Þorkelsson “frá Fjalli” ræðu og kvæði. Þá Unnur skáldkona, kvæði. Kvæðin vona eg að hafi þegar öll komið fyrir almennigssjónir. Þá voru enn nokkrar ræður haldnar. í bundnu og óbundnu máli liðu minningarnar fram, sumar með klökkva, eins og þær, er lutu að fátækt og nauðungarför Sig- urbjarnar vestur, aðrar til gam- ans, eins og sú, er Indriði sagði af þvf„ þegar hann á drengs- aldri skyldi gæta “Bínu litlu” í vöggu, meðan faðir hennar lauk við srníðar, sem Indriði átti að sækja. Grét hún þá af þeirri afburða einbeitni og raddstyrk, að vöggugætir gafst upp og forðaði sér úr embættinu. — (Jakobína hefir enn mikil hljóð, sem og sum böm hennar hafa tekið að eríðum.) Yfirleitt mundu menn furðu margt um “Bínu litlu”, — sumt, sem hún hafði aldrei áður heyrt. — Er leið á samsætið afhenti frú Hildur heiðursgestinum mál- verk af Hólmavaði, eftir lithaga og skurðhaga Húsvíkinginn, Jó- hann Björnsson. Loks gættu menn þess, að sólin hafði ekki sinna verka sakna látið. Það var komið kvöld. Heiðurs gesturinn fékk orðið, og svaraði og þakkaði með ræðu og kvæðum. Það var ekki alveg vandalaust að standa i hennar sporum þá stundina, en henni fórst það — vel. Meðal annars mintist hún móður sinnar innilega, og kvað sér vera ljóst, að eins og föð- urerfðirnar hefðu orðið sér til gæfu, svo væri margt það„ er SEYTJÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Framh. Forseti setti fund kl. 2. e. h. Síðasita fundargerð var lesin, og samþykt með tillögu frá Mrs. I. Goodmanson og A. J. Forseti skýrði þá frá að samkvæmt lögum félagsins færu nú fram embætt- ismannakosningar og bað hann útnefn. ingamefnd að leggja fram sínar tillögur. trtnefningamefndin lagði fram nöfn þessara manna í embætti og voru þeir kosnir gagnsóknarlausit: Forseti: Dr. Rögnv. Pétursson Vara-forseti; Dr. Richard Beck Skrifari: Gísli Johnson Vara-skrifari: Séra B. Theo. Sigurðsson Féhirðir: Ami Eggertson Vara-féhriðir: Walter Jóhannsson Fjármálaritari: Guðmann Levy Vara-fjármálaritari: S. W. Melsted Skjalavörður: Séra Philip M. Pétursson Till. A. J. Skagfelds að þingheimur risi úr sætum sem þakklætis viðurkenn- ingu við fráfarandi nefndarmenn fyrir starf þeirra, og var það gert. Þakkaði foreti fyrir sína hönd og B. E. Johnson fyrir sína hönd og Dr. A. Blöndals er var fjarverandi. Fyrir yfirskoðxmarmann var kosinn í einu hljóði Steindór Jakobsson. I leikfimisnefndina voru kosnir dr. A. Blöndal og Th. Thorsteinsson. Rithöfundasjóðs nefnd S. W. Melsted og Dr. R. Beck að rit. höfundasjóðs nefndin sé enkurkosin. — Sam.ykt. Em það þeir: séra Guðm. Amason, Sveinn Thorvaldson, Ami Eggertson, séra B. Theo. Sigurðsson og J. K. Jónasson. í trtnefningaraefnd voru kosnir: A. P. Jóhannsson, S. W. Melsted og B. E. Johnson. Till. séra Guðm. Amasonar og Fred Swanson að fjármálaritara séu greidd 10 prósent af því fé sem hann inn- heimtar á næsta ári. Samþykt. Minnisvarðamál Nefnd sú, er sett var í þetta mál, legg- ur fram svofelda tillögu. Þingið felur stjómamefnd félagsins framhaldandi framkvæmdir í þessu máli unz verkinu er lokið. Richard Beck J. Janusson B. Theo. Sigurðsson Till, B. E. Johnson og dr. R. Beck að álitið sé viðtekið eins og lesið. Samþykt. Minjasafnsmál 1. Þingið þakkar þeim, sem hingað til hafa unnið að myndun Minjasafnsins, svo og þeim, sem hafa sent gjafir tU safnsins á síðastliðnu ári, en eru þeir þessir; Frá W. J. Osbome, Winnipeg: Kvam- arsteinar Frá Ingu Soffíu Goldsmith, — CrystaJ, Nonth Dakota: Lóðavigt. Frá Amfríði Jónsdóttur og Baldvin Jónssyni á Kirkjubæ, Hnausa: Reisla, Tina, Silfurskeið, Rennibor, Lóða vigt (pundari). Frá Guðlaugu og Jóhannesi Freeman, tii minningar um Island: 1. Prjónastokkur — A hann er letrað: Sigríður Jónsdóttir á stokkinn með réttu. Atján hundmð’. — Kona þessi lifði fyrir og eftir 1800, sem eignaðist sitokk þenna. 2. Prjónastokkur — A hann er Jetrað: Vertu velkomin að þessum stokk min góða Guðlög Finnsdóttir. Arið 1876. 3. Sméröskjur — Em frá fyrri hluta 19. aldar. 4. Tígulstokkur — Er frá fyrri hluta 19. aldar. 5. Rokkur — Frá 7. tug 19. aldar. 6. Nálhús með skónálum. — Smíðað nálægt 1860. 7. Nálhús með stagnálum. — Frá því um 1855. 8. Ullarkambar (tvennir). — AJíka gamlir og rokkurinn. 9. Þráðarsnælda. — Frá því um 1860. 10. Ullar lár er ullar lopar vom hafðir í sem spunnið var úr á þráðarsnældu. Gerður af blindum manni um 1855. Svava Líndal, Winnipeg: Dúksvunita frá 1876, Millur, Skotthúfa. 2. Þingið felur stjóminni að halda áfram að safna munum til safnsins frá góðfúsum gefendum og til þess að glæða áhuga almennings fyrir málinu, vili það benda á, að heppilegt sé að fá sérstaka söfnunarmenn úti um bygðir og að hafu þá muni, sem þegar hafa gefist, til sýnis á ákveðnum stað i Winnipeg. Jakob Jónssno Guðbjörg Sigurðsson Guðm. Amason Till. Fred Swanson og séra B. Theo. Sigurðssonar að álitið sé viðtekið eins og lesið. Samþykt. Skýrsla Rithöfundasjóðsnefndar: Milliþinganefnd sú, er haft hefir með höndum fjársöfnun fyrir rithöfundasjóð- inn leyfir1 sér að leggja fram eftirfylgj- andi skýslu: Samkvæmt skýrslu féhirðis voru í sjóði 15. febr. 1935; $221.63. Safnað í sjóðinn frá 15. febr. 1935 til 15. febr. 1936, $20.50. Vextir á árinu, $4.00. Samtals $246.13. Útborganir á árinu til skáldsins Jó_ hann Magnúsar Bjamasonar $50.00. 1 sjóði 15. febr. 1936, $196.13. Safnað síðan 15 febr. 1936, $34.50. I sjóði nú, $230.43. Skýrsla yfir gefendur. Safnað af Jónasi K. Jónassyni: Bjöm Eggertsson, Vogar ...........$ 3.00 Asm. Freeman, Siglunes............. 3.00 Jón Hávarðsson, Hayland ........... 1.00 Sigurður Sigfússon, Oakview ....... 2.00 Jónas K. Jónasson, Vogar .......... 1.00 Ragnar Johnson, Wapah ............. 1.00 Samtals --------------------$11.00 Safnað af Guðm. Amasyni: Mrs Kristín Snædal, Lundar .........$ 1.00 Daníei Lindal, Lundar ............... 1.00 Magnús Kristjnásson, Lundar ......... 1.00 A. V. Olson, Lundar ....................50 Soffanías Thorkelsson, Winnipeg .... 5.00 Páll S. Pálsson, Winnipeg ........... 2.00 Asm. P. Jóhannsson, Winnipeg ....... 10.00 Mr. og Mrs. Einar Johnson, Wpg. 1.00 Guðm. Arnason, Lundar ........... 2.00 Samitals .....................$23.50 Safnað af Ama Eggertson: Bjöm Eggertson, Vogar..............$ 3.00 J. K. Jónasson, Vogar.............. 1.00 Asm. P. Freeman, Siglunes.......... 3.00 Sigurður Sigfússon, Oak View ...... 2.00 Jón Hávarðson, Hayland ............ 1.00 Soffanías Thorkelson, Winnipeg .... 5.00 Páll S. Pálsson, Winnipeg ......... 2.00 Mrs. Kristín Snædal, Lundar ....... 1.00 Asm. P. Jóhannsson, Winnipeg....... 10.00 Dr. Rögnv. Pétursson, Winnipeg .... 10.00 Dr. Jón Stefánsson, Winnipeg ...... 5.00 Deildin “Iðunn” Leslie ............ 5.00 Ami Eggertson, Wixmipeg .............200 Samtals ....................$50.00 Till. dr. R. Beck og B. E. Johnson' að skýrslan sé viðtekin og bókfærð og nefndinni þakkað fyrir vel unnið starf. Samþykt. Ný mál Islenzkir fulltrúar í innkaupanefnd bæjarbókasafnsins Nefnd sú er skipuð var til að ihuga þetta mál hefir haft naumann tíma til að starfa og leita sér nauðsynlegra upp- lýsinga. En að því sem virðist er máli þessu háttað á þessa leið: Gert er ráð fyrir að skipuð verði borg- aranefnd hér í bæ, er starfi ásamt bóka- safnsnefnd bæjarráðsins, að því að efla bókhlöðuna að bókum og handritum og öðrp| er slíkum stofnunum heyrir til. — Nefnd þessi starfar kauplaust. I verka- hring hennar ér að velja, í samráði við ! hina opinberu umsjónarmenn, bækur, blöð og tímarit er keypt skuli til safnsins. Nú með því að verk þetta hefir í sér fólgið ákveðna þjóðræknislega þýðingu og Islendingar hafa þar til réttar að kalla, er til þess kemur að velja um bækur fyrir lestrarsöfn, þá leyfir nefnd- in sér að leggja til: 1. Að þingið feli stjómamefnd Þjóð_ ræknisfélagsins þetta mál, með þeim fyrirmælum að nefndin hlutist til um það að Islendingiim tveimur eða fleir- um sé veitt staða í þessari nefnd. 2. Að þinglð skori hér með á hlutað- eigandi bókhlöðunefnd að hún leggi fé til íslenzkra bóka og blaðakaupa að réttum hlutföllum við önnur bóka- kaup til sanfsins, og feli væntanlegTi stjómamefnd félagsins að framvísa þessari áskonm og fylgi henni eftir. 26. febrúar 1936. Jakob Jönsson Rögnv. Pétursson ölína Pálsson Till. Ara Magnússonar og Fred Swan- son að álitið sé tekið lið fyrir lið. Till. A. P. Jóhannssonar og Fred Swan- son að fyrsta grein sé viðtekin eins og lesin. Samþykt. Till. A. P. Jóhannssonar og S. W. Mel_ sted að önnur grein sé viðtekin eins og lesin. Samþykt. Till. A. P. Jóhannssonar og F. Swan- son að álitið í heild sé viðtekið. Sam- þykt. Tillaga til þings frá séra Jakob Jóns- son: Þingið þakkar Asmundi P. Jóhanns- syni fyrir þá rausn og velvild í garö vestur-íslenzkra námsmanna, er hann sýndi með því að gefa herbergi í Stúd_ entagarði Islands þeim til afnota. Jafn- framt vill það hvetja þá, sem rétt hafa til þess, að nota sér þessi ágætu hlunn- indi. Jakob Jónsson Var tillagan studd af dr. R. Beck og samþykt af þingheimi með þvi að fólk reis út sætum. Þakkaði A. P. Jóhanns- son þessa1 viðurkenningu þings með vel_ völdum orðum ög skýrði jafnframt frá skipulagsskrá i sambandi við veitingima. Ennfremur flutti hann þinginu kveðju frá þeim dr, og Mrs. ófeigur öfeigsson. Dr. Rögnvaldur Pétursson mintist á starf öfeigs Sigurðssonar í Red Deer i sambandi við minnisvarða St. G. Siteph- anssonar. Skýrði hann frá þátttöku Þjóðræknisfélagsins í þessu máli og gat þess að á næsta vori mundi fara fram afhjúpunar athöfn, og væri það ósk þeirra er sáu um verkið að Islendingar hér eystra og Þjóðrækinsfélagið taki þátt í þeirri athöfn. Mæltist dr. Péit_ ursson til að forseti biðji þingið að votta öfeigi Sigurðssyni þökk fyrir sitt mikla starf í þessu máli og sé skrifara falið að tilkynna honum það. Bar fors málið upp og var það samþykt með því að fólk reis úr sætum. Einnig var sam- þykt að viðurkenna kveðju dr. og Mrs. öfeigsson með bréfi frá skrifara. Till. séra Guðm. Armasonar og séra B. Theo. Sigurðssonar áð stjómamefndinni sé falið að senda fulltrúa að vera við af- hjúpunar athöfn minnisvarða St. G. Stephanssonar. Samþykt. Alyktan þingnefndar viðvikjandi tillögu hr. Gunnlaugs Jóhannssonar Þingnefndin, sem skipuð var til þess að íhuga tillögu hr. Gunnlaugs Jóhannssonar um það, að Þjóðræknisfélaginu sé falið á hendur að kaupa og starfrækja nægi- lega stóran skógarlund í nánd við Win- nipeg, nothæfan til Islendingadags há- tíðahalda og annara þjóðlegra samfxmda, sér sér ekki fært að ráðleggja þinginu að gera nokkur ákvæði þar að lútandi, að svo stöddu. En nefndin leggur til: 1. Að þingið lýsi því yfir, að Þjóð- ræknisfélagið er hlynt öllum þeim hug- sjónum, sem leita til samvinnu og efling- ar velferðarmálum Islendlnga í Vestur- heimi. 2. Að þingið lýsi þvl yfir í sambandi við tillögu hr. Gunnlaugs Jóhannssonar, að Þjóðræknisfélagið er fúst til samvinnu við Islendingadagsnefnd Winnipægbúa, og að þingið felur því hér með fram- kvæmdamefndinni málið til meðferðar og samtals, milli þinga, við þær félags- heildir, sem sýna áhuga og möguleg. leika til framkvæmda. Winnipeg, 26. febr. 1936. S. W. Melsted Friðrik Sveinsson Ingibjörg Goodmundson A. J. Skagfeld Th. S. Thorsteinsson Till. séra Guðm. Ámasonar og Th. Thorsteinssonar að áUtið sé viðtekið eins og lesið. Samþykt. Friðrik Sveinsson gat þess að væntan- legur væri hingað í sumar Jón Sveinsson bróðir sinn, í fyrirlestrarferð. öskaði hann eftir að Þjóðræknisfélagið mundi greiða götu hans á einhvem hátt. Skýrði dr. Beck frá hinu mikla rit- starfi Jóns Sveinssonar og mælti með að alt væri gert fyrir hann er hægt væri. Tillögu gerði séra Jakob Jónsson að þingið feli stjómamefndinni að greiða götu Jóns Sveinssonar eftir mætti er hann kemur á komandi sumri. A. J. Skagfeld studdi tillöguna og var hún samþykt í einu hjjóði. Bað ritari um leyfi að mega lesa fund- argerð eins langt og hún væri komin, þvi hann yrði fjarverandi um kvöld' Var það leyft og fundargerðin lesin og samþykt með tillögu frá séra Jakob Jónsson studd af dr. R. Beck. Var fundi því næst frestað itil kl. 8. að kveldi. Klukkan 8 að kveldi var fundur settur af fráfarandi forseta J J. Bíldfell. Gat hann þess að fyrst yrði skemtiskrá og svo lokið við fundarstörf á eftir. Bað hann hinn nýkjöma forseta dr. Rögnv. Pétursson, séra B. Theo. Sigurðsson, dr. R. Beck og Lúðvik Kristjánsson að taka sæti á palli. Var þá sungið “Hvað er svo glatt’’, af öllum. Þá söng flokkur Jóns Bjamason- ar skóla undir stjóm Salóme Halldórsson sex íslenzk Jög. Framsögn, íslenzkt ljóð, John ButJer. Upplestur, kafli úr sögunni "Sjálfstætt Fólk”, Guðm. Ámason. Ridhard Beck flutti kveðjur frá há- skóla Norður.Dakota og flutti einnig frumort kvæði, “Vetur”. Snögur, “Fósturlandsins Freyja”, allir. Séra B. Theo. Sigurðsson flutti þá á- gætt erindi, "Þjóðernisvemd”. Söngur, "Vorið er komið”, allir. Lúðvik Kristjánsson flutti tvö frumort kvæði. Walter Jóhannsson talaði nokkur orð um Karlakór Islendinga í Winnipeg og það að kórinn hefir ráðist í að syngja kantötu Jóns Friðfinnssonar. Var nú tekið til ólokinna fundarstarfa. Dr. R. Beck lagði til fyrir hönd stjóm- amefndar að skáldið K. N. Júlíus 3é gerður heiðursfélagi. B. E. Johnson stunddi og var hún samþykt í einu hljóði af þingheimi. Þakkaði forseti þá fulltrúanum, með- limum og gestum fyrir starfið á þinginu, og öllum er höfðu fjölment á fundi og samkomur þingsins. Var þá fundarbók lesin og samþykt með tillögu frá dr. Rögnv. Péturssyni og dr. R. Beck Sagði forseti þá slitið hinu seytjánda ársþingi Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.