Heimskringla - 08.04.1936, Page 3

Heimskringla - 08.04.1936, Page 3
WINNIPEG, 8. APRÍL, 1936 8. StÐA HEIMSKRINGLA bezt hefði stutt hana á h'fs- brautinni, runnið frá eðli og fardæmi móðurinnar. “Þetta er einn bezti dagurinn, sem eg hefi lifað,” heyrði eg roskinn mann segja við næsta borð. Jakobína hafði verið hylt eins og drotning, og hún var drotn- ing, því að hún hafði unnið sér ríki, — hugi og hjörtu. Eftir þetta gat heimförin til íslands ekki mistekist. Hún var þegar orðin sigurför. Næsta þriðjudag fóir Jakobína pílagrímsför í Sand, — með valinni hirð, eins og vænta mátti. “Ak þú nú með mér um Aðaldalshraun”, er kvæði, sem v>ert væri að kveða. En, hver gleymir ékki vondum vegum og þingeyskri norðaustanrigningu yfir því, að horfa daglangt á tvö nafnkend skáld þreyta kapp um það, hvort sitji Pegasus bet- ur. Vert er og að minnast svo fá- gætrar reynslu sem þeirrar, að heimsækja skáld, sem er jafn- framt einn stóribýlasti búhöldur síns héraðs. Nýtt, miðstöðvar- hitað steinhús hefir Guðmundur ibygt yfir sig og sína stóru fjöl- skyldu. Skamt þar jfrá, er gamla, úr sér gengna timbur- húsið, siem á sinni tíð þótti stórt og vistlegt, en víkur nú fyrir nýrri framförum og hærri kröf- um. Stórt, steinsteypt nýtízku- fjós er senn fullsmíðað. Óvenju stór, prýðilega hirtur og ótrú- lega vel sprottinn matjurta- garður, margra tegunda, ber, eins og alt annað, vott um vinnu og sinnu. Þótt eitthvað af ungviðinu sé heiman flutt, er enn mikill vinnukraftur á staðnum. Tvær dætur og fimm sonu sáum vér, alt uppkomið og gerfilegt fólk, sem líklegt virðist til iðju og afkasta. Ann- ars var ekki gott um það að dæma að þessu sinni. Það var algert verkfall á Sandi. Öll orf- in lágu yfirgefin í slægjurönd- inni. Öll búsinna hinna yngri sem hinna eldri fór í bókvitið — kvæðin! En full ástæða er h'ka til þess, að halda heilagt, þegaa* göfuga pílagríma ber að garði. Jakobínu í Húsavíkurkirkju, — til arðs fyrir verðandi spítala þorpsins. Almenn hrifning. — Ungfullorðinn maður kom þar sem eg var staddur seinna um kvöldið og segir: “Fyrsta skifti, sem eg hefi haft gaman af því, að heyra lesin upp kvæði.” — Eitthvað óvænt hafði hent hann, er snart hann undarlega og ánægjulega í senn. í samibandi við þessa sam- komu flutti Guðmundur Frið- jónsson skörulega ræðu. For- maður spítalanefndar, Einar J. Reynis, þakkaði fyrir spítalans hönd. Þarna var og staddur hinn vinsæli upplesari, Sigurð- ur Skúlason, magister, og skemti með isinni list. Karla- kór Húsavíkur söng. Fremst á Tjörnesi er Máná. Hennar kvað vera getið í forn- sögum. Þar býr Sigurður Jóns- son, móðurbróðir Jakobínu, merkur bóndi, á ættræðisaldri. Kona hans, Guðrún Guðnadótt- ir, er og náskyld Jakobínu.. — Kristín, móðir Guðrúnar, var systir Sigurtbjarnar Jóhannsson- ar. Sonur Mánárhjónanna er Egill, og býr þar, og hans unga skagfirzka kona, — Dýrfinna Gunnarsdóttir, — fyrstu hjónin, sem eg gifti á Fróni, sólskins- sumarið 1933. Annars upp- lýstist það, að Jakobína á hér margt frænda, eins og allir, sem út af gamla Buch eru kormnir. Sigurður á Máná og Jakobína hafa í mörg ár skifst á bréfum. í Máná vildi Jakobína fyrir hvern mun komast. En land- leiðin er löng og ströng. ÞaS gaf ekki til sjávarins. Þá varð að fara ríðandi. Mánudaginn 22. júlí hióf svo Jakobína sig á hestbak, í fyrsta sirmi á æfinni, — sveiflaði svipunn! yfir höfði sér, eins og “cowboy’ fangreipi, eða kósakki sverði, og geystist af stað. Að segja að Jakobína sé reiðgikkur, væri þó alveg rangt. Til þess er hún of nær- gætin við skepnur. Með olrkur í þessari ferð var frændkona Jakobínu, frú Kristín Sigur- björnsdóttir, Guðnasonar (bróð- urdóttir Guðrúnar á Máná), og frk. María Vilhjálmsdóttir — (systir Guðmundar, forstjóra Eimskipaf. fal.), báðar Húsvík- ingar. Var lagt af stað upp úr hádeginu, og náðum við auð- \e1dlega samdægurs ti? Mánár, enda dag lítt tékið að stytta. Þar gisti svo hópurinn í ljúfasta yfirlæti um nóttina.. Veðráttan hafði tafið fyrir Jakobínu. Tími hennar fór að verða naumur. Var því haldið til baka til Húsavíkur daginn eftir. Sigurður og systkinin, Egill og Helga (þá stödd að Máná) riðu með oss. Þau voru á fjörugum hestum, ekki síður en við, sem kom sér vel, því að nú var rigning. Gott var aö hlýja sér á Hallbjarnarstöðum hjá Kára og Sigrúnu. Þar er fleinbýli, og komu menn af næstu hýlum til að sjá íslands- farann. Þar las Jakobína nokk- ur kvæði, og gerði menn hissa og hýra, að vanda. Nú herti enn á rigningunni. En sam- dægurs náðum við til Húsavík- ur, eins og mórauðar kindur úr mögröf dregnar, — bráðlifandi. Miðvikudaginn, 7. ág. Ljóm- andi veður. Allir stórembættis- menn Húsavíkur eldsnemma á fótum: héraðslæknirinn, Björn Jósefsson (frá Hólum í Hjalta- dal), sýslumaðurinn, Jiúh'us Havsteen, og sóknarpresturinn, Friðrik A. Friðriksson. Stigu þeir samstundis á bíl, sem ekið var af unga stúdentinum, Jóni Sigurðssyni Bjarklind, og óku austur Reykjaheiði, Kelduhverfi alt til þess fræga höfuðbóls, Skinnastaðar í Axarfirði. Var þeim þar vel fagnað af séra Páli Þorleifssyni (frá Hólum í Homaf.) og frú hans, — svo og af firú Jakobínu Johnson, er þar hafði gist um nóttina. Hafði hún, nú um hiálfsmánaðartíma dvalið á austurlandi, og var kominn þetta áleiðis til baka. Skoðaður var heimavistar- barnaskóli Axfiröinga, skamt austan Skinnastaðar. Deginum annars að mestu varið til þess, að kynna sér dásemdir Ásbirgis. Á leiðinni þangað opinberaðist oss hinn mesti regnhogi, er nokkurt okkar hafði litið, — líkari hvelfingu en boga, fjór- faldur.. Yfir okkur leið léttur úðskúr, en glatt sólskin alt í kring. Stöðvuðum við bílinn og horfðum góða stund á þetta undraverða samspil sterkra, fagurra lita. í eystri byrgismunnanum, að Byrgi, býr listmálarinn Sveinn Þórarinsson, — eftirlitsmaður byrgisins, og hans danska frú, sem h'ka er listmálari. Slóst hann með í förina, okkur til gagns og ánægju — því að eng- inn skyldi halda að ókunnugir skoði Ásbyrgi til hlítar með snöggri yfirsýn aðeins, veg- söguiaust. Margt verulega fag- urt, fágætt og eftirminnilegt bar þar fyrir augu, — þar á meðal hin “biðjandi bergmær”, sem, eins og menn muna, varð fyrv. sóknarpresti á Húsavík, Knút Arngrímssyni, að efni á- gætrar pnedikunar. í góðviðr- inu opnaðist hvert “mótívið”, hver fyrirmyndin, annari fegri, í firð og nærð (nýyrði?), sem alla gladdi, og þá ekki sízt sýslumann, sem kunnur er að smekkvísi á liti og málverk — að ógleymdum auðvitað sjálfum listmálaranum, sem málað hefir fjölda mynda af þessum slóð- um. Björn læknir, sem er reglu- legur garpur í grasafræði, rann sem hafur um gnýpur og grundir og fann hvert furðu- grasið á fætur öðru, sem Jakob- ína hirti alt sem helga dóma,, unz hver hafði ærna byrði að bera. Undir kvöld tókst'lækni loks að kenna presti að þekkja ilmreyr frá gráviði, og varð hann glaður við og áleit að frúin þyrfti að byrgja sig upp, svo um munaði, með svo göf- ugu grasi.. Eftir margra klukkutíma göngu þáum við svo örlátlega veitta hressing og endurnýjun að Byrgi, og skoðuðum mál- verk hjónanna. Til að stytta hina löngu og bröttu heimleið um nóttina, var rabbað og ort, af sæmilegu and- ríki. En er aðra þraut örendi, og milt ágústhúmið lagði sína þaggandi hönd á þreytta vegfar- endur hóf sýslumaður upp raust sína (gamall kór-maður) og söng stúdentasöngva af mikilli sannfæringu og við góðan orð- stír.. “Svona eiga stúdentar og sýslumenn að vera,” sagði Jak- obína. “Já, — en, hver getur þýtt Goðmund á Glæsivöllum,” sagði prestur. “Ekki eg,” sagði Jakobína. “Það getur enginn,” sagði læknir, (sem annars er maður bjartsýnn) með áherzlu, — gripinn réttlátu stolti yfir ein- stæðum, þjóðlegum fornesikju- töfrum Bessastaðaskáldsins. Lengi hafði kvenþjóðin á Húsavík leitað færist að efna til mannfagnaðar og skógarfarar í Aðaldalshraun, Jakobínu til heiðurs. En votviðrin girtu fyr- ir það. Loks var konunum ljóst að orðlögð þurkheppni þeirra mundi bregðast að þessu sinni. Var þá horfið að því ráði, að halda samsæti á “Hótel Ás- byrgi”, heimili Bjarna kaup- manns Benediktssonar (Krist- jánssonar, prests á Grenjaðar- stað) og frú Þórdísar Ásgeirs- dóttur, forseta Kvenfélags HúsaVíkur. Á þessu samsæti voru konur einar viðstaddar, og fréttist því ekkert út á við, hvað þar gerðist. En það hafa menn þó fyrir satt, að þar hafi gleðskapur staðið fram á rauða nótt, ræður verið fluttar, kvæði lesin, étið og drukkið og sung- ið, og heiðursgesturinn síðan verið útleystur með gjöfum. Þá er það Mývatnssveit. Eftir þátttöku í afarfjöl- mennu kveðjusamsæti, er hald- ið var sunnudaginn 11. ágúst, að Laugaskóla í Reýkjadal, til heiðurs kaupfélagsstjóra Sig- urði S. Bjarklind, frú hans og börnum, er fluttu búferlum til Reykjavíkur síðastliðið haust, — ók Jakobína í Mývatnssveit. Eg slóst með í förina ásamt Erni mínum. Við nfl. “bösluð- um” saman þetta s. 1. sumar, meðan móðir hans og systur dvöldu í Danmöxku. Gistum að Grænavatni við góðan fagn- að. Þar færðum við þegar í stað Jóni Skútu Ámasyni lækni minningarfórnir, og eins daginn eftir á Skútustöðum. Þann dag var kuldi og stórfeldár regn- rumbur, — yfirleitt allsendis óviðeigandi veður eins og á stóð. Séra Hermann fylgdi oss í Slútnes. Þar var venju fremur dauflegt og óvistlegt umhorfs: blóm fallin (rignd niður) og gróður yfirleitt tékinn að sölna. En, hvað segir veðurspáin um morgundaginn ? Ekkert ákveð- ið. En væri veðurspáin óákveðin, þá var veðrið þeim mun á- kveðnara, daginn eftir: skín- andi sólskin og heiðríkja, yndis- legt veður. Hvíh'kt happ fyrir bændurna, með alt sitt blaut- hey. Gengið var á Kleifarhóla, skamt frá Skútustöðum. Þar er mikiö útsýni í allar áttir, — yfir vatnið, þess mörgu og sér- kennilegu hólma og nes, og fjölda býla, svo og til fjallanna, er rísa í kringum hina breiðu, isólríku sveit “sem risar á verði við sjóndeildarhring”. Hvergi á sú líking betur við, en í Mý- vatnssveit. Er hægt að hugsa sér “sveitina” öllu fegri, en hún var þennan morgun. En sárt er að þurfa játa, að friðurinn til þess, að njóta þeirrar feg- urðar var lítill, — fyrir mý- vargi, já, upp á hæstu hólum. Framh. Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu íslenzk ljóð (ICELANDIC LYRICS) Þetta er nafn á mjög merki- legri bók, er mér hefir verið send til sölu hér vestra. Er þetta nOkkurskonar sýnishorn af Ijóðgerð 30 íslenzkra skálda, alt frá Bjarna Thorarensen og niður til hinna núlifandi. Hvert einasta kvæði í bókinni er þýtt á ensku og bókin því öll prentuð á tveimur tungumálum, þannig, að vinstra m-egin á opnunni er íslenzki textinn en hægra megin enska þýðingin. Skáldin sem þarna koma fram eru: Bjami Thorarensen, Bólu-Hjálmar, Jónas Hallgríms- son, Jón Thoroddsen, Grímur Thomsen, Bened. Gröndal, Páll Ólafsson, Steingrímur Thor- steinsson, Matthías Jochums- son, Kristján Jónsson, Jón Ól- afsson, Gestur Pálsson, Þorst. Erlingsson, Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein, Einar Bene- diktsson, Þorst. Gíslason, Guð- mundur Friðjónsson, Guðmund- ur Magnússon Guðmundur Guð- mu-ndsson, Jóhann Sigurjóns- son, Unnur Benediktjsdóttir (Hulda), Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson, St. G. Steph- ansson, Kristinn Stefánsson, Kristján N. Júlíus, Sig. Júl. Jó- hannesson, Gutt. J. Guttorms- son, Einar P. Jóngson.. Þýðendur ljóðanna eru þessir: Magnús Á. Ámason, Bogi Bjarnason, Páll Bjarnason, Sir William Craigie, Runólfur Fjeld- sted, E. G. Gillies, dr. G. J. Gíslason, Jakobína Johnson, Skúli Johnson, Ghristopher Johnson, Eiríkur Magnússon, Vilhjálmur Stefánsson. Eigi er það mitt meðfæri, að dæma um hvernig þessar þýð- ingar hafa tekist, en þær hafa hlotið ágætan róm hjá gagn- rýnendum á Islandi. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgölr: Heory Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Prófessor Richard Beck hefir ráðið vali á kvæðunum í bók- inni og búið hana undir prent- un. Má með sanni segja, að honum hafi farist það prýðilega úr hendi, en slíkt er ekki vanda- laust verk, svo að vel sé af hendi leyst. Hefir hann samið ítarlegan formála, athugasemd- ir og ágætt registur yfir bæði höfunda og þýðendur Ijóðanna. Þetta er ein hin allra fegursta ibók, sem út hefir komið á ís- lenzku, að öllum ytri frágangi. Pennadregnar myndir eru af öllum skáldunum, með nokkr- um skýringum um hvern einn. Bru myndirnar eftir listamann- inn Tryggva Magnússon í Reykjavík. Bókin er prentuð á þykkan myndapappír, í tveimur htum, þannig, að skrautborði umkringir hverja blaðsíðu, með öðrum lit en lesmálið. Bandið er fíiiasta alskinn og fagurlega gylt á framhlið og kjöl. Alls er bókin 270 bls. og kost- ar í þessu ágæta bandi aðeins $3.50. Eg vona að íslendingar hér vestra veiti þessari bók sóma- samlegar viðtökur. Hún á það skilið hvernig sem á er litið. Magnús Peterson — Fyrirlestur minn í kvöld fjallar um arfgengi fábjána- skapar. — Eg vona að þú hafir verið svo hugulsamur að bjóða ekki foreldrum þínum. —Lesb. 19. júh'. Upplestrarsamkoma 3^ % Málmnám í Manitoba Tólf Miljónir Dollarar framleiddir 1935 I Námum í Manitoba Nýir Peningar - Ný Gjöld Nýjar Horfur! Viðskiftin batna að sama skapi sem þau styðja iðnaðar firamkvæmdirnar NOTIÐ FÉ YÐAR VIÐSKIFTAHÆFILEIKA ÁHRIF YÐAR —til þess að veita inn í viðskifta- strauminn auðlegð norðurlansins. The Department of Mines and Natural Resources WINNIPEG, MANITOBA HONOURABLE J. S. McDIARMID Minister C. H. ATTWOOD Deputy Minister ■Hið 1 cent sem er fjörutíu sinnum meira virði ÞAÐ kostar í reyndinni minna en lc virði af Magic bökunardufti, að baka köku, sem treysta má að beri góðan árangur. Þér sparið kökuvirðið. Skemmið ekki kökuna með lé- legra bökunardufti. Fyrir ávaxtakökur, tví- lagðar kökur (layer cakes) og sætabrauð af öllum tegundum. Gott matreiðslufólk notar ávalt Magic bökunarduft. Það fyllir jafnara út alla bökun. Biðjið matvörukaupmann yðar um MAGIC BÖKUNARDUFT í dag. Framleitt í Canada. DAY SCHOOL for a thorough business training— NIGHT SCHOOL for added business qualifications— The Dominion Business College, Westem Canada’s Largest and Most Modem Commerciai School, offers complete, thorougli training in Secretaryship Stenography Clerical Efficiency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many other profitable lines of work We offer you individual instruction and the most modem equipment for business study, and AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SERVICE for the placement of graduates in business DOMINION BUSINES S COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.