Heimskringla - 08.04.1936, Side 5

Heimskringla - 08.04.1936, Side 5
WLNNIPEG, 8. APRÍL, 1936 HEIMSKRINGLA 5. StÐA um betur boðum skynseminnar og gætum þess mundangshófs, eem er eintoenni sannrar heil- brigði. Sá sem þannig lifir, þarf aldrei að iðrast. Hann bef- ir unnið sér góðan orstír og veit, eins og skrifað er í Háva- málum og eins og er svo oft vitnað til, að: “Deyr fé deyja frændr, deyr sjálfr hit sama; en -------- orðstírr deyr aldrigi heim er sér góðan getr.” Orðstírinn er afleiðing mann- gildisins og framhald 'þees. Með honum verður tíf manns, þeg- ar hann er sjálfur liðinn, starf- andi afl í tífi kynslóðanna, öld eftir öld. Með því að lifa í samræmi við það sem bezt er og heilbrigðast í eðli manns, lifir maður öðrum um ókomnar ald- ir. Þetta er í stuttu máli kjarni greinarinnar um lífsskoðanir ís- lendinga í fornöld eins og þær birtast, meðal annars, í Háva- málum. Margt fleira er þar að finna, ,evo sem tiil dæmis að- vörun um að fagna eigi yfir því sem ilt er. “Illu feginn ver þú aldrigi en lát þér at góðu getit.” Svo er og talað um vináttu góðra manna og ýms ráð um það hvað skal gera til þess að vinskapur á milli manna hald- ist. En eg ætla ekki að endur- taka alt það sem í greininni er um tífsskoðanir forn Islendinga eins og þær birtast í kvæða- safninu sem ber nafnið Háva- mál. Það er ef til vill mörgum yðar kunnugt. En þar sem eg er sjálfur, að heita má, nýfarin að fræðast um þessi efni, þá 'hefir mér fundist þegar eg hefi lesið ýmsar gamlar sagnir eða greinar um þær, að nýr heimur vera að opnast fyrir mér, og að eg sjái og skilji margt það, sem eg hefi ekki áður séð eða skilið. Þegar eg las greinina um Hávamál, þá þóttist eg hafa fengið skilning á því, hvers- vegna svo margir tslendingar, bæði hér og á ættjörðinni hafa heldur aðhylst gkynsemisstefn- una í trúmálum en að hleypa sér út í rétttrúnaðarofsa. Það er ekki í eðli tslendinga, að yfir- gefa sjálfræðið eða vitið, og þó að sumir sýnist hafa gert það, þá verður það aldrei til lengdar. Að lokum aðhyllast þeir þær skoðanir og tífsreglur, sem eru þeim eðlilegastar. En, segja sumir, þessar skoð- anir eru úr heiðninni. Vér er- um nú kristnir og höfum yfir- gefið heiðna siði og alt sem þeim er skylt. En, má spyrja aftur á móti, þyðir kristnin það, að yfirgefa alt, sem göfugt er og fagurt? Þýðir hún það að forðast. alt það sem kallast heiðið, aðeins vegna þess að það ,er ekki sprottið upp af kenningum gyð- inga og siðum? Eg hygg að svo sé ekki. Vér erum frjálsir, og getum tekið á móti öllu því góða og fagra, hvar sem það finst í heiminum, eða af hverju sem það er sprottið. Það hef- ir verið misskilningur manna að halda það, að með því að taka kristna trú verðum vér að yfirgefa alt hið góða með hinu illa. Kristur kendi það ekki, en aðeins þeir sem á eftir honum komu og hugðu að þeir væru að gera það mannkyninu til góðs, að afbaka og afvega færa kennigar sem hann veitti heim- inum, að fylla þær hjátrú og hégiljum. Páll lét það skiljast sem svo, að hinir heiðnu væru syndarar. En hvað er syndugt við það, að halda göfugum lífsreglum þar sem sjálfræðið, vitið, trygð, réttvísi, drengskapur o. s. frv. er haldið á lofti sem fyrirmynd, sem menn eigi að breyta eftir? Eg hygg að ef að meira af anda forfeðra vorra gerði vart við sig í nútíðar breytni og framkomu manna, þá væru þeir nær því að efla verulegt guðsríki á jörðu, en þeir gera nokkurntíma með því, að halda stranglega við kreddur og hjátrú, sem eru verri og óæðri en heiðnin, sem að þeir fyrírlíta. Eg ráðlegg mönnum ekki það að yfirgefa kenningar Krists. En, eg vil að menn geri eins og ráðlagt hefir verið: “Prófa alt, og halda því sem , gott er,” eins í heiðnum kenningum og í hinum Kristnu, því að guð birti aldrei neinni einni þjóð allan sannleikann, og eg hygg, að forfeður vorir hafi að einhverju leyti öðlast skilning á hinum æðri sannleika, sem hefir eilífð- ar gildi og sem verður nútáðar trú vorri að miklum hag, sem afnemur margar þær villur, sem slæðst hafa inn í hana, og rétt- lætir hana fyrir mönnunum, en getur aldrei orðið henni að meini. GUÐRÚN STEFÁNSSON Frh. frá 1 bl*. Young St., sem hún síðar lét byggja. Varð það henni hið mesta happakaup. Bjó hún þar fyrst eftir að hún giftist og svo með köflum síðar. Sagðist hún hafa verið kvött til þessara kaupa af húsbændum sínum, er þá voru og sem hún jafnan mat mikilg og var hið vandaðasta og vænsta fólk. Var Winnipeg þá í hraðVexti; þó uppgangsárin yrðu fá í það sinn. Ekki farg- aði hún þessari eign sinni og mun í því efni hafa veriö eini tslendingurinn sem það gerði ! ekki, þegar að surfu kreppu- j árin er þá fóru í hönd. Þetta ofangreinda ár var ; stofnað “hið íslenzka kvenfélag j í Winnipeg” og var Guðrún í hópi þeirra er gengust fyrir því. Lagði félagið fram krafta sína til líknar bágstöddum vestur- förujm og hafði ærið að starfa um tíma. Var þetta fyrsti fé- lagsskapurinn af því tagi sem stofnaður hefir verið meðal ís- 1 lendinga. GUÐRtrN JöNSDóTTIR STEFANS- SON. Myndin er í hóp-mynd a£ hinu ‘Tslenzka kvenfélagi í Winnipeg” 1881. Guðrún er þá 22 ára. Þær sem að stofnuninni stóðu, auk Guðrúnar, voru Re- bekka móðir hennar; Kristrún Sveinungadóttir úr Kelduhverfi í S. Þingeyjarsýslu og dóttir hennar Svava Björnsdóttir Lin- dal; Þorbjörg Björnsdóttir frá Ási í Kelduhverfi; systurnar Signý, Björg og Sigurborg Páls- dætur frá Dagverðargerði í Hró- arstungu; Helga Jónasdóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal; Hild- ur Halldórsdóttir frá Stóra- bakka í Hróarstungu; Kristrún ólafsdóttir prest, frá Kolfreyju- stað; Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm. í félagið gengu fleiri 'konur eftir að það tók til starfa. Vann félagið í einingu og með áhuga að líknarstarfsemi sinni í nokkur ár, en svo dreifðust kraftarnir með burtflutningi þessara kvenna úr bænum og innbyrðis ágreiningi um stefnu- skrá og tilgang félagsins. Eftir að Fyrsti lútherski söfnuður tók til starfa, vildu sumar kon- urnar að félagið sneri sér ein- göngu að málum safnaðarins og starfaði fyrir söfnuðinn; en það vildi Guðrún ekki, fanst þörfin meiri á því verki er þær voru að vinna. Klofnaði þá fé- lagið, og nefndist sá hlutinn er fast bélt við hinn upprunalega tilgang, “tsland? dætra félag”, en svo fóru leikar er tímar Jiðu að íélagsskapurinn varð að hætta, mest vegna vaxandi iburtflutninga úr bænum, út í nýlendur. Sumarið 1884, 13. ágúst, gift- ist Guðrún skáldinu Kristni Stefánssyni frá Egilsá í Skaga- fjarðarsýslu. Varð hjónaband þeirra hið farsælasta og ástrík- asta. Bæði voru valmenni, gædd yfirburða hæfileikum og svo nærgætin að fult tillit tóku þau ávalt hvort til annars í öll- um hlutum, þó hvort um sig hefði sínar skoðanir út af fyrir sig. Þökkuðu þau hvort öðru þann hugsana þroska sem þau hvort um sig öðluðust með líð- andi árum. Þakkaði hún honum, að sér hefði auðnast margt að sjá og skilja á sviðum hug- sjóna og vitsmuna lífsins er annars hefði verið sér hulið eða farið fram hjá sér. Heimili þeirra varð fyrirmynd. Þau höfðu bæði nægan vilja og skapfestu til þess að gera úr samtífinu þá einingu, sem óvíða er að finna meðal hjóna. Hvort um sig lifðu sínu sérstæðu lífi. Þó ólík væri að skapferl; og lundarlagi, stefndu bæði að sama takmarki. Hið lítilvæga, smámunirnir, og oft og einati hið hversdagslega hvarf og varð að engu. . Takmarkið var að laga æfina eftir því sem sann- ast er og réttast í hverri grein en þó jafnframt vera minnug þess, sem reynslan hafði kent og búast mátti við að framtíð- in gæti í té látið. Kristinn var þannig skapi far- inn “að viljandi blekti hann engan.” Ekkert var fjær þeim en fals og yfirskyn og gerði Guðrún þeim það öllum ljóst, er hún umgekst, því skorinorð gat hún verið og talað tvímæla- laust. Bæði voru tilfinninga og hluttekningarík og gekk þeim öll eymd og óhamingja að hjarta, enda bættu þau úr mörgu mótlæti, einkum þar sem lítilmagnarnir áttu í hlut, bæði fyrst og síðast, þó eigi létu þess getið. Ekkert heimili, hér í þessum bæ, var ánægjulegra að heim- sækja en þeirra. Kristinn lýsti heimili sínu með þessu vísu orði er hann kvað til vinar síns eins, endur fyrir löngu, það átti hvergi annarsstaðar við en hjá þeim: “Þar sem manni mætir fyrst mannúðin í dyrum.” Þar skygði aldrei neitt á fögnuð eða vinahót, nema ef þau fréttu eitthvað það sem miður var. Þá var sem ógæfan hefði hent þau. Þau bókstaf- lega liðu með vinum sínum. Á heimilinu voru samræður oft fjörugar, ávalt glaðlegar, en þó alvarlegar, og gengu oftast út á það að skoða hin ýmsu við- horf lífsins. Lífið sjálft var þeirra umhugsunar efni frá fyrsta til hins síðasta. Það fundu allir er heimilislífi þeirra kyntust að Guðrún var þar sterkari stoðin, einkum til þeirra hluta er laut að hagsýni og framkvæmdum. Hún var fnamúrskarandi hagsýn og framkvænidarsöm. Um hana sagði einn hinn mesti hagsýnis- maður, er til hennar þekti vel, að leitun myndi á slíkri konu, enda mun það hafa verið henni að þakka, að stórum mun, að efnahagur þeirra greiddist vel. Hún var gædd afar miklu vilja- þreki og kom það í ljós, einkum hin síðari ár, eftir að hún hafði mist mann sinn og var orðin meira og minna ein á vegferð- inni. Átti hún ekki von á jafn- langri æfi og raun varð á, því hún kaus ekki að lifa hann. En viljaþrekið bilaði hana ekki þó æfin gerðist tómleg. Kristinn andaðist 26. sept. 1916, átti hún þá eftir 20 ár, af fremur ein- mana æfi. Hún mun hafa verið á fertugs aldri, er eg kyntist þeim hjón-1 um fyrst. Átti hún þá oft við vanheilsu að stríða, en aldrei var hún þó svo vesöl ieða þreytt að ekki kæmi hún því í fram- kvæmd er hún hafði ásett sér. Oft bar það þá við að henni varð að orði, að enginn vissi hvað hann gæti, því aldrei hefði neinn tekið á af öllum sínum kröftum. Lýsa þessi orð skoð- unum hennar og styrkleika, en hafi nokkur tekið á af öllum kröftum þá var það hún, síð- ustu árin. Fyrir nokkrum árum tók sjón hennar að þverra, svo hún mátti heita alblind síðasta árið. Þá fékk hún aðkenningu af slagi fyrir ári síðan og misti að miklu leyti málið. Samt var andi hennar óbeygður og hugs- unin skýr. Viku fyrir andlátið var hún stödd við kaffiborðið með húsfólki sínu. Var þá af kröftum hennar svo dregið að hún gat naumast hreyft sig og ætlaði einhver að styðja hana til sætis, en hún vildi ekki, en bandaði hendi á móti og sagði: “Ekki”, “get”. Viljinn bar hana yfir þrautir og vanmætti síð- ustu mánaðanna — út að gröf- inni. Útför hennar fór fram frá heimili hennar á Gimli og Sam- bandskirkjunni í Winnijieg 10. og 11. marz. Ræður fluttu séra Eyjólfur J. Melan og séra Rögnv. Pétursson. Jörðbð var hún við hlið manns hennar í Brookside grafreitnum, þar sem flestir hinna fyrri Winnipeg ís- lendinga hvíla. R. P. ALBERTA-ÞINGIÐ Fyrsta Social Credit þinginu í Canada var slitið s. 1. þriðju- dag í Alberta. Um 102 frumvörp voru aö lögum gerð. Lutu mörg eða ef til vill flest af þeim óbeintínis ef ekki beintínis, að löggjafar- áformum social credit sinna. Veigamesta málið af þeim mun þó hafa verið ákvæðið, er heimilar stjórninni að stofna banka og reka bankastörf í fylkinu. Rreglugerð hefir verið samin um viðskiftarekstur í fylkinu eftir nótum social credit-stefn- unnar. Gengur sú löggjöf í gildi þessa viku. Lög voru samin um að að- hyllast tilboð sambandsstjórn- ar um lán til húsabyggingar, með sérstökum ákvæðum þó. FJÆR OG NÆR SJÁLFSTÆÐI Ei þó gangi alt í haginn er sá vitur, kænn og laginn, sem að altaf endar daginn öruggur að hverfi baginn. Horfinn er vetur, heyr vorsins mál. Við heimsljósið bjarta, allatíð finnyrðu sumar í sál og sólskin í hjarta. H. H. * * « Afmælisvísa til Dr. Helga Péturss. Að flytja um geimdjúpið gróður Er goð-borinn kraftur: Hann sendir með ljósgeislum lífið Og “tífgeislum” aftur. Jak. J. Norman 31—3—1936. *' * * The Jón Bjarnason Academy Alumni Association will pre- sent á Minstrel Show at the Good Templars Hall on Monday and Tuesday eveningg April 27th and 28th. Yfirlýsing Hér með læt eg alla þá vita sem hafa eignað mér Skjóðu- greinina, sem birtist í Hkr. 11. marz, að eg er ekki höfundur þeirrar greinar. En hún sýndi það, að grein prestsins hafði hneykslað fleiri en mig, og með “enduibótum” varð seinni villan verri' hinni fyrri. Svo þetta verði ekki meir en “sjö línu klausa” læt eg hér gtaðar numið. Wynyard, 6. apríl 1936. Svanborg Jónasson ISLENZKAR BÆKUR Enn vil eg leggja í þann kostnað, að auglýsa þær ís- lenzkar bækur sem eg hefi til sölu og nú fyrirliggjandi: Bréfasafn þjóðskáldsins af Guðs náð séra Matthíasar Jochumssonar .................................. Er þetta afarstór bók, 800 bls. í vandaðasta bandi. íslenzkir þjóðhættir, eftir séra Jónas frá Hrafnagili .... Þessi ágæta bók er yfir 500 bls. í stóru broti, prýdd fjölda af myndum og prýðilega innibundin. Héraðssaga Borgarfjarðar, I. bindi, í góðu bandi .. Verður þetta stórt og voldugt verk þegar það er alt kom út, þar sem það á að ná yfir heila öld. Er þetta ibindi 480 bls. í stóru broti, skreytt með mörgum myndum og kort yfir hinn sögufræga Borgarfjörð. Myndir úr menningarsögu íslands, í góðu bandi ...... í bókinni eru 125 ágætar myndir, góður formáli og nánar skýringar. Framhaldslíf og nútimaþekking, eftir sr. Jakob Jónsson Þessi bók hefir fengið meiri útbreiðslu hér vestra en nokkur önnur íslenzk bók, síðan hún kom út. Saga Eiríks Magnússonar, eftir próf. Stefán Einarsson Ágæt bók um framúrskarandi hetju og ættjarð- arvin. Land og lýður, eftir Sigurð frá Yztafelli, í bandi . All-nákvæm lýsing af hverr* einu stu sveit á íslándi, og búskaparháttum hvarvetna. Margar myndir. Þjóðsögur eftir Ólaf Davíðsson, I. bindi, í kápu ... Þetta mikla og ágæta þjóðsögusafn á að koma út í þremur stórum bindum og kemur 2. bihdið á þessu ári. Fylgir því mynd höfundarins. Sjóferðasögur, eftir Sveinbjörn Egilsson, í kápu .. Skemtileg æfintýri og ódýr bók. “Rauðskinna”, fyrstu þrír árgangarnir, í kápu ..... Þetta sögusafn hefir náð mikilli hylli almennings á tslandi, og er talið eitt hið bezta í sinni röð. “Rauða hættan”, eftir Þorberg Þórðarson,ií jcápu .. Ferðasaga höfundaríns til Rússlands árið 1934. “Og björgin klofnuðu”, eftir Jóhannes iúr Kötlum, í kápu ........................................ Þessi Ibók hefir verið bæði lofuð og skömmuð, en engum dylst þar skáldskapar og frásagnarsnild höfundarins. Endurminningar, eftir Friðrik Guðmundsson, í kápu Þetta er ódýr bók, lærdómsrík og skcmtileg til lesturs. í tveimur bindum, hvert bindi $1.25. “Kak”, eftir dagbókum Vilhjálms Stefánssonar, í bandi Þessi bók er bæði ágæt saga af Eskimóa dreng, og fyrirtaks náttúrulýsing. “Böðullinn”, skáldsaga eftir Per Lagerquist ....... “Sýnir”, stuttar greinar um ýms málefni, eftir Sig- urð Eggerz .................................... Bókmentafélagsbækur fyrir 1935, (fslenzkir annálar, Safn til sögu íslands og Skírnir) ............. “Mamma litla”, ágæt saga, þýdd úr frönsku, í bandi .. “Sunnefurnar þrjár”, einnig fyrirtaks sögur, nær 200 bls., í kápu .................................. “Þyrnar” hans Þorsteins Erlingssonar, í góðif bandi.... Ljóðin sem aldrei gleymast, svo lengi sem íslenzk tunga er töluð, og menn kunna enn að meta hreinsikilni og drenglund. fslenzk Ijóð — lcelandic Lyrics. Ljóð eftir 30 íslenzk skáld, á frummálinu og í enskri þýðingu. Alls 270 bls., með myndum af öllum höfundunum. Bókin er í ágætu skinnbandi og allur frágangur hinn prýðilegasti ......?........................... Ljóðmæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Nafn þessa íslenzka ljóðsnillings eru nægileg meðmæli. Enda varð hann hrókur allrar snildar við þúsund ára þjóðhátíð tslands 1930. Þrjú bindi í góðu bandi, $3.00 hvert. Öll keypt í einu á....A.... “Samt mun eg vaka”, Ijóðabálkur e<ftir Jóhannes úr Kötlum ........................................ “Nökkvar og ný skip”, Ijóðmæii eftir Jóhannes Free- mann, í skrautbandi ........................... Skáldvek eftir Jakob Thorarensen: 1. Fleygar stundir, skáldsögur, í bandi ...... “ “ “ í kápu .............. 2. Stillur, ljóðmæli, í bandi ................ “ í kápu ........................ 3. Kyljur, ljóðmæli, í bandi ................. “ í kápu ........................ Jakob Thorarensen er einstaklega “human” í öllu er hann segir í bundnu eða óbundnu máli. Verðið á þessum bókum hans er hér niðursett um meira en helming. Gamanvísur, eftir Bjarma skopleikara .............. Æfisaga Gunnars Þorbergssonar, í kápu ............. Góður spegill af þrautseigri baráttu íslenzku frumbyggjanna hér vestra. Gráskinna, 2. bindi — Gríma, 10. bindi — Stuðlamál 1. og 2. bindi — Æfintýraleikir fyrir ungmenni — Ný skólaljóð — Uggluspegill (unglingssaga) — hver ein af þessum bókum ...................... Sagan af Svanhvít og Bakkabræður, hver á .......... $8.00 8.00 5.50 2.75 2.50 2.25 3.50 3.00 1.50 3.50 2.25 2.75 2.50 2.00 1.00 2.00 3.00 1.75 1.75 2.00 3.50 8.00 2.00 1.50 1.50 1.00 1.00 .75 .75 .50 .75 .75 .75 .10 'Hér eru taldar þær bækur er eg hefi fyrirliggjandi nú sem stendur. En auk þess vil eg minna fólk á Eimreiðina og Kvöldvökur, sem kosta: Eimreiðin, 4 stór hefti á árí, $2.50. Kvöldvökur, nær 200 bls. í stóru broti, $1.75 árgang- urinn. Bæði þessi rit eru góð, hvert í sinni röð, en einkum á Eimreiðin það skilið að fá miklu meiri útbreiðslu hér vestra, því að hún er nú veigamesta tímaritið sem kemur út á ættjörðinni, og gefur ljósastann spegil af öllum fram- kvæmdum þar. Og hún segir til synda þar sem henni virð- ist þess þörf. Eg vil bjóða nýjum kaupendum tvo eldri ár- ganga, frá 1921 til 1934, fyrir aðeins $1.00 báða árgangana (menn geta valið um hverja þeir kjósa). Er þessi dollar aðeins fyrir iburðargjald frá tslandi til kaupanda hér. Og svo að endingu:— Eg panta fyrir fólk hverja þá íslenzku bók sem fáanleg er, og engin fyrirfram borgun nauðsynleg. En gleymið aldrei að standa rækilega í skilum er þið fáið kröfu, og sendið ekki bankaseðla í umslagi, heldur póstávísan eða Express Money Order. Eg vil reynast drengur í viðskiftum, en þið verðið einnig að standa rækilega við hvert loforð. Með því einu móti verður þetta starfrækt eins og það átti að vera frá fyrstu tíð. 313 MAGNUS Horace St. PETERSON Norwood, Man., Canada

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.