Heimskringla - 08.04.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.04.1936, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 8. APRÍL, 1936 I Vesturvíking Þýtt úr ensku Stundu seinna kom maður að hreysi því, sem Nuttall hafðist við í sendur frá þeirri stjórn ardeild, aem annaðist skrásetning eigna og ýmiskonar leyfi. Eigandi bátsins hafði tilkynt söluna þar, eins og lög mæltu fyrir að gera skyldi, eftir að fangarnir voru fluttir á eyna, og krafðist þeirra tíu punda, sem hver eigandi farkosts varð að greiða sem tryggingu. Þá tryggingu neitaði deildin að endurborga, fyr en salan væri sönnuð. “Okkur er tUkynt, að þú hafir keypt ferju af Robert Farrell,” sagði aðkomumaður. “Það er satt,” svaraði Nuttall og hélt dómsdag yfir sig kominn. “Þú ert ekkert að flýta þér, að tilkynna það á skrásetningar stað, sýnist mér.” Sendi- maður var þur og strembinn eins og stjórnar- skrifstofu erindreka ber að vera. Nuttall drap titlinga sem mest ttann mátti. “Að . . . tilkynna það?” “J>ú veizt hvað lögin bjóða.” “Ekki veit eg af því . . . þú verður að af- saka.” “Það fyrirmæli var opinberlega auglýst um síðustu áramót.” “Eg kann ekki að lesa, herra . . . eg . . . eg er alveg grandalaus.” “Svei!” Sendimaður var alveg grallara- lauá við svona fáráð. “Jæja, nú veiztu laga- boðið. Vertu kominn á skrifstofuna með tíu pundin, fyrir tádegi í dag, tU lögmætrar trygg- ingar.” Sá virðulegi stjórnarherra fór sína leið en Nuttall fékk kölduflog, í sólarsterkjunni. — Hann þakkaði sínum sæla, að snáðinn spurði hann ekki þeirrar spurnar, sem hann kveið mest, hvernig hann, skuldaþrjótur og öreigi, hefði náð í skildinga til að eignast bát. En hann þóttist vita fyrir víst, að þeirrar spurningar væri ekki langt að bíða, og þá tæki víti við honum. Hann bölvaði þeirri stundu, þegar hann hlýddi á kjaftæði Bloods um að strjúka. Nú þótti honum sem komið væri að því, að öll sú ráðagerð kæmist upp, þá yrði hann líklega hengdur, að minsta kosti brennimerktur og seldur í þrælkun eins og þeir herjans upphlaups dólgar, sem hann hafði flónskast til að ganga í félag með. Ef hann bara hefði tíu pund, til að snara í þessa ólukk- ans tryggingu, sem þeir vissu ekkert af, þá kynnl að mega komast með fljótheitum hj'á frekari spumingum í bili. En hvað skyldi nú til ráða taka? Hvar finna þessa upphæð, og það fyrir hádegi. Nuttall snaraðist út til að leita ^ð Pétri Blood, reikaði til og frá um göturnar og spurði nokkra sem hann mætti, þóttist vera lasinn og mega til að finna læknirinn. Ekki varð hann vísari af því. Á þessu reiki bar hann fram hjá húsi dr. Whackers, en með því að hann vissi ekkert af hlutdeild hans í ráð- unum, þá álpaðist hann framhjá þeim eina manni, sem strax hefði hlaupið undir bagg- ann. Loksins hugsaði hann sér, að leita hans hjá Bishop og tef það yrði til einkis, þá ætlaði hann að ná í Pitt og koma boðum þá leið, þ\n að hann vissi að Pitt var í vitorðinu. “Til að prýða gröfina mína,” sagði hann, til skýringar. “Þarftu altaf að vera að spauga?” sagði hún eins og hana furðaði á því háttalagi, og alvarleg var hún Mka, mintist þess, að af stríðni hans hrökk hún frá honum seinast, í alt annað en góðu skapi. “Maður verður stundum að brosa að sjálf- um sér, annars gengur hann af vitinu,” sagði Pétur. “Þetta vita fáir og þvl eru svo margir vitlausir í henni veröld.” “Þú mátt hlægja að sjálfum þér eins mik- ið og þig lystir, herra, en stundum held eg þú sért að hlægja að mér, og það er ekki góð- mannlegt.” “Þar ferðu sannarlega ekki rétt með. Eg hlæ aðeins að því, sem aðhláturs er vert og þú ert víst ekki hlægileg.” “Hvað er eg þá?” spurði hún hlægjandi. Hann virti hana fyrir sér, svo fagra og frísklega, svo stúlkulega og þó alveg ófeimna og frjálsa. “Þú ert”, sagði hann, “bróðurdóttir þess imanns, sem á mig fyrir þræl.” Hann talaði léttlega og glaðlega, svo hún órvaðist til á- leitni. “Nei, sir, þetta er að víkja sér hjá svarinu. Þú skalt svara mér einlæglega þennan morg- uninn.” “Einlæglega? Það er erviðis vinna að finna svör við þínum spurningum — og ein- læg svör! Nú, jæja, eg skal segja um þig, að sá er heppinn sem á þig fyrir vin.” Honum var meira í hug en hann kom orðum að, en sagði ekki meira. “Það er mikið kurteislega talað,” sagði hún. “Þú berð hólið smekklega, Mr. Blood. Aðrir í þínum sporum hefðu . . .” “Það er vísast. Skyldi eg ekki fara nær um hvað annar hefði sagt í mínum sporum. Ætli eg sé alveg ókunnugur imínum meðbræðr- um?” “Stundum finst mér það og stundum ekki. Og að minsta kosti þekkir þú ekki þínar með- systur. Hvernig var ekki með Spánverjana?” “Ætlarðu aldrei að gleyma því?” “Aldrei.” “Svei þá minninu þínu. Er þá ekki neinn kostur sem þú sérð, að mér sé gefinn?” “Ó, þó nokkrir.” “Til dæmis að taka?” Hann virtist rétt áleitinn. “Þú talar spönsku reiprennandi.” “Ekki annað?” Hann lét sem sér yrði mikið um. “Hvar lærðir þú það? Varstu á Spáni?” “Var eg þar. Eg var þar tvö ár í fangelsi.” “1 fangelsi?” Tónninn sagði til, að henni þótti miður, en það vildi hann ekki láta hald- ast. “Eg var tekinn til fanga í hernaði með Frökkum.” “En þú ert þóteknir,” sagði hún. “Það hugsa eg sé rétt til dægrastyttingar. Eg hafði hernað fyrir atvinnu í tíu ár. Eg ábataðist ekki stórt á því, en það gafst mér þó betur en lækninga listin, hún varð til þess að eg var seldur til þrælkunar. Eg býst við að það sé meira metið á Himnum, að drepa menn. heldur en að lækna þá. Svo hlýtur að vera.” Þá vildi hún vita hvernig stóð á því, að hann gekk í herþjónustu og það hjá frönskum. en hann kvað upplag sitt valda, írskt og öllu öndvert. . . “en sú saga er löng og leið og eg verð að haska mér.” Og í sama mund sem hann fór dikandi upp brekkurnar, og fann ekki til hita fyrir hugarangri, kom Pétur út af höll eyjarstjóra, með Ijúfaleyfi hins háttsetta sjúklings, sem fanst sér hafa skánað stórmikið. Með því að hann var ríðandi, þá hefði hann náð til gerð- isins á undan Nuttall og þá hefði öðru vísi farið en fór. En honum dvaldist af því, að þau Arabella Bishop mættust. Þau hittust við hliðið á blóma og aldina- garði stjómarsetursins, hún var sjálf ríðandi og varð starsýnt á Pétur á hestbaki. Það vildi svo til að það lá vel á honum. Honum létti svo mikið við það, að stjórans bati gerði honum frjálst að fara ferða sinna, að kæti hans fór langt fram úr því sem vanalegt var. Hann var vongóður. Það sem brást í gær- kveldi myndi hafa góðan framganga í kveld. Hvað gerði dagsfrestur til? Þetta kætifulla traust hans var fyrsta óhappið. Það næsta var að Miss Bishop var líka í léttu skapi og erfði ekki það sem á milli hafði borið. Þetta tvent olli töf, sem hafði illar afleiðingar. “Góðan daginn, herra,” sagði hún þægi- lega. “Nú er fast að því mánuður síðan við sáumst seinast?” “Tuttugu dagar og einn betur,” sagði hann. “Eg hefi talið þá.” “Eg var rétt farín að halda, að þú værir dauður.” “Þér má eg þakka fyrir kransinn.” “Fyrir kransinn?” Hún vildi ekki verða af þeirri skemtun, bað hann bíða stundarkorn, meðan hún spyrði eftir líðan landstjórans, fyrir frænda sinn, svo gætu þau orðið samferða til baka. Svo hann beið og þau riðu fót fyrir fót meðan hann, sagði söguna af sinni óróa æfi, en þeir sem sáu til þeirra undruðust stórum, að sjá hinn ánauðuga lækni tala svo kunnug- lega við þá fríðu ríkismey. Sumir hugsuðu sér, að stinga því að ofurstanum í góðu tómi. í>au fóru af baki fyrir hallardyrum Bish- ops, einns of hestasveinum tók við reiðskjótum þeirra og sagði húsbóndann ekki heima. En ekki skildu þau að heldur, hún hélt í við hann, það var ekki trútt um að henni vökvaði um augu, svo mikið komst hún við af sögu hans. Nú leit hún á hann dökkbrúnum aug- um, tárvotum, rétti honum hendina, góðman- lega svo að hann átti ekki undanfæri, og segir: “Mér þykir bágt, Mr. Blood, að eg vissi þetta ekki fyr.” “Hvað getur það gert til né frá?” innti hann. “Nokkuð, held eg,” svaraði hún. “örlög- in> hafa verið þér heldur hörð.” “Uss, hvað. . .” Hann leit við henni stöð- ugt bláum augum undan svörtum brúnum. “Verri gátu þau verið,” mælti hann, en hún fann það í látbragði hans sem hún roðnaði af. Hann beygði sig og kysti á hönd hennar og það lofaði hún honum. Svo sneri hann burt og hélt til þrælagerðis, stutta bæjarleið og sá hana fyrir sér alla leiðina, dálítið rjóða og dák'tið óframa eða feimna. Þá stundina gleymdi hann,að hann átti tíu ára þrælkunar- sekt fyrir höndum og jafnvel ráðagerðinni um strokið, hvað þá að sú ráðagerð gæti komist upp. VII. Kapítuli. Víkingar Nú víkur þangað sögunni, sem Mr. Nutt- all fór þjótandi útaf borginni, til landareignar ofurstans Bishop, og ef nokkur maður var til hlaupa gerður í sólarhita, þá var það sá sami Mr. James Nuttall, holdskarpur og leggja- langur og svo magur, að engan mátti gruna að vökvi fyndist í þeim líkama, eigi að síður var hann allur í svíta löðri, þegar hann kom að gerðinu. Þar mætti hann verkstjóranum Kent, sem var þrekvazin skepna, með digra kjálka, ibjúga leggi og armleggi sem Herkúles. “Eg er að leita að dr. Blood,” sagði Nut- tall másandi. “Þér sýnist liggja eitthvað á. Hver fjand- inn er að? Tvíburar?” “Hva? Néi, nei. Eg er ógiftur, herra. Það er frændi minn.” “Hvað er?” “Honum varð ilt, herra. Er læknirinn hér?” “Þarna er kofinn hans. Ef hann er ekki þar, þá er hann annarstaðar.” Þar með fór hann sína leið. Sá náungi var altaf fljótari til að beita svipunni en tungunni. Nuttall varð feginn að hann fór og hljóp til kofans, en greip í tómt. Ófælinn maður með sæjnilegu viti hefði sezt fyrir og beðið, ' vitandi að það var bezta ráðið til að finna læknirinn sem fyrst, en Nuttall var örvita af óðagoti og tók enn á rás, þó ekki vissi hann hvert halda skyldi, nema -í öfuga átt við verk- stjórann. Hann bar þangað á hlaupunum, sem sykurreyrinn reis upp, eins og lágur ham- ar, bleikur á lit og glóði við sól, með geilum í eða götum til að ganga eftir, og í einni þeirra sá hann þræla að verki, langt inn á akri. Hann brokkaði þangað, hugsaði sér að ná í Pitt, því að hann vissi af honum í samtökunum, en ekki var Pitt þar, heldur aðrir þrælar, sem litu varla við honum. Ekki þorði hann að spyrja þá eftir Pitt, heldur reikaði eftir einni geil í aðra, hátt upp í klukkustund, þangað til einn gæzlumanna sá hann og spurði hann erinda. Hann sagðist vera að leita að lækninum handa sjúkum manni. Hinn bað hann hypja sig burt sem skjótast og leita læknisins í kofa hans, en Nuttall var þá áttaviltur og ganaði þangað sem reyrteigurinn lá að skógi, og þar raksc hann loksins á Pitt. Hann var einsamall, mokaði leðju úr áveituskurði með tréreku, í ibuxum úr bómullar striga, sem náðu frá mjoðmum niður undir hné og annan klæðnað hafði hann ekki, nema gulan hatt barðastór- an, fléttaðan úr stráum, er skýldi hans ó- kernbdu, gulu lokkum við sólarbálinu. Þegar Nuttall sá hann, lofaði hann skapara sinn og sagði hið ljósasta af hrakföllunum, en sú var mðurstaðan að hann mætti til að fá strax tíu pund hjá Blood, annars væri úti um þá alla. “Tröll hafi þig 0g þína flónsku,” sagði þrællinn. “Ef þú ert að leita að lækninum, því ertu þá að slæpast hér?” “Eg finn hann hvergi,” volaði hinn. “Eg hélt að þú kannske. . .” “Þú hélzt að eg gæti fleygt rekunni og farið að leita hans fyrir þig? Hélztu það? 'Guð minn attnáttugur, að við skulum eiga líf okkar undir öðru eins flóni! Hvað ertu að snópa hér, tíminn tt'ður og hvernig heldurðu að fari, ef einhver sér okkur talast við, hvern- ig ferðu þá að?” Hann var úrvinda, hafði vakað alla nótt- ina við mikinn kvíða, -en þess gætti Nuttall ekki og varð nær ókvæða við sttkt vanþakk- læti. Svo kallaði hann upp yfir sig: ‘ Eg vildi að drottinn hefði veitt mér, að flækjast aldrei inn í þessa ráðagerð. Það segi eg satt. Eg vildi óska. . Aðrar óskir hans fóru ekki upp, því að í sama bili vatt sér maður fyrir tieigarhornið að þeim, stór vexti, í gulgráum klæðum úr tt'n- striga, hann eltu tveir blökkumenn og báru stutt sverð. Mr. Nuttall leit alt um kring, óður af skelk, gerði svo það sem verst gegndi, tók til fótanna og hljóp í skóginn, hraðfættur sem héri. Pitt varpaði öndinni og studdist fram á riekuna. “iHæ, þú, stattu kyr!” kallaði ofurstinn Bishop -á ef-tir þeim sem flýði, með hótunum og miklu-m formælingum. Enn flóttamaðurinn gæddi rásina sem mest hann mátti og leit ekki einu sinni við. Hans eina von var sú, að ofurstinn hefði ekki séð framan í hann, því að ofurstinn Bishop var haldinn svo voldugur, að enginn ætti und- anfæris von, sem hann vildi feigan. Bishop var hissa og gramur, mintist þá svertingjanna, sem jafnan fylgdu honum um akrana, frá því einn þrællinn hafði flogið á hann og tekið fyrir kverkar hans, fyrir tveim árum. J‘Takið hann, blökku svín!” orgaði hann á þá. En í þvi þeir þutu af stað, tók hann sig á: “Standið hjá mér, bölvaðir!” Hann vissi sem var, að það var óþarfi að elta hann og 'kannske eyða heilum degi til að ná honum, í þeim arga skógar karga, hér var hægur nær að snúa sér að Pitt, hann gæti sagt til þessa stygga vinar síns og erindis , hans, sem þeir voru að stinga saman nefjum um. Pitt kynni að vera tregur vitanlega, en það kynni að bitna á Pitt sjálfum. Sá ráðugi Bishop kunni mörg ráð — og sum rétt sk-emti- leg — til að taka þráa úr þessum fordæmdu hundum. Nú speri hann ásjónu að þrælnum, sem var rauð af hita bæði að utan og innan, og segir mjúklega, með hryllilegu grimdarviti í “Hiver var þessi flóttaskepna?” Jeremias Pitt hallaðist fram á rekuskaft- ið, mjög niðurlútur og fann ekkert orð í sín- um huga nema formælingar útaf heimsku Mr. James Nuttalls. Þá lét húsbóndinn reyrprik sitt ríða á berar herðar hans. “Svaraðu mér, hundur! Hvað fheitjr hann?” Jeremias horfði við honum óhýrlega, ef ekki reiðilega. Hann brá sér ekki við höggið. en sálin kvaldist sárlega í brjósti hans/ “Eg veit ekki,” sagði hann. “Þú veizt e-kki? Þetta skal skerpa í þér minnið.” Aftur reið reyrprikið á berar herð- ar þrælsins. “Manstu það nú?” “Eg veit það ekki.” “Þrár, hva?” Ofurstinn kímdi þar til reiði hljóp á hann. “Þú ósvífni hundur,” svo sem hann kvað á. “Ertu að leika þér að mér9 Þú skalt finna, að eg læt ekki að mér hæða.” Pitt tvísteig við rekuskaftið og þagði. Fátt er eins egnandi og Bishop var bráðlyndari en svo, að hann þyldi mikla egningu. Hann reidd- ist ákaflega og lét höggin dynja um herðar þrælsins, með formælingum og smánarorðum, þangað til s-á neisti sem eftir var af karl- mannshug í þrælnum, blossaði upp í augna- bli-ks bál, hann kastaði rekunni og réðst á þann sem kvaldi hann. En í sama bili svifu þeir blökku á hann og það skifti -engum togum, að hendur hans voru bundnar fyrir aftan bak með leður ól. Bishop stóð másandi og virti hann fyrir sér: “Komið þið með hann,” sagði hann. Síöan var sá vesali Pitt rekinn á eftir ofurstanum, eftir djúpum geilum á leið til þrælagerðis, en sykurreyrinn var átta feta hár á báðar hendur, gulur sem gull, sumstaðar fóru þeir hjá þrælum að verki, þeir litu upp með ótta í augum, til þeirra var einkis að leita nema ör- væntingar. Pitt kveið ekki fyrir þeim kvölum sem honum voru ætlaðar, þó hroðalegar ky-nnu að verða, heldur sveið honum sárast, að nú var vonlaust um undankomu úr þessu víti, einmitt þegar alt var undirbúið til að strjúka. Nú komu þeir út af akrinum á grasi grón- ar grundir, stefndu til þrælagerðis og þaðan blasti höfnin við, annars vegar höfðinn með virkinu, hinumegin fjörukampur með mörgum -bátum, þar upp af búlkahús löng og lág. Pitt leit yfir ferjurnar á kampinum og hugsaði til þeirrar sem nú hefði verið út á rúmsjó með þá, ef gæfan hefði verið með þeim. En úti fyrir hafnar sundinu kom -herskip sigl^ndi í hægum byr, hafði aðeins framsegl við, en hin voru undin að rám, svo að gerla sá virki á afturþiljum, en rauður húfur og logagylt trjóna blikaði við sól og enski fáninn við hún. Bishop nam staðar og brá holdugri hendi fyrir augu, en Pitt var rekinn í gerðið og settur í gapastokk, sem jafnan beið þeirra þræla, sem þurftu enduibótar við. Eftir skamma stund kom Bishop og bjóst til hýðingar. “Ef hundur fitjar upp á trýnið við húsbónda sinn, þá verður að kenna honum góða siði, þó hann hljóti rauðan belg fyrir gráan.” Aörir hefðu látið sér sæma, að fá einhvern til að fremja flenginguna, en inn- ræti mannsins má af því marka, að hann gerð- ist sjálfur böðull, lét reyrprikið ganga um bak mannsins í gapastokknum, þar til prikið var margklofið, en þó höggin yrðu við það léttari, þá var áverkinn enn skæðari, raðirnar voru svo hvassar að þær skáru skinnið svo að dreyröi úr hér og þar. Þegar -böðullinn hætti, vegna mæði, var bakið á Pitt eitt stórt flat- særi. Pitt hljóðaði ekki, en þegar fram í sótti, lét hann slúta höfuð sitt og veinaði lágt. Ofurstinn Bishop steig öðrum fæ-ti á stokkinn og gein með grimmu brosi yfir kross- bera sínum. “Láttu þér þetta að kenningu verða til að begða þér eins og vera ber, og hér skaltu dúsa og fá hvorki bita né sopa, fyr en Þér þóknast að segja til þíns fóthvata kunn- ingja og hvert erindi hans var. -Hvorki bita né sopa, heyrirðu til mín? Þegar þú ert búinn að fá þig fullsaddan af þessu, þá láttu mig vita, þá skaltu fá brennimarkiö.” Svo gekk hann út af gerðinu með svertingjana á hælun- um.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.