Heimskringla - 08.04.1936, Side 8

Heimskringla - 08.04.1936, Side 8
I. StÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. APRÍL, 1936 FJÆR OG NÆR “ALLIR SÆKJA KIRKJU Á PÁSKUNUM” Komið í Sambandskirkjuna. I>ar fara fram tvær páskahá- tíðarguðsþjónustur, á ensku kl. 11. f. h. og á íslenzku kl. .7 e. h. Séra Philip M. Pótursson messar. Hann hefir valið við- eigandi efni í ræður sínar og söngflokkarnir hafa æft páska- söngva undanfarnar vikur, hinn íslenzki undir stjórn hr. Péturs Magnús en hinn enski undir stjórn hr. Bartley Brown. X- * * |Séra Guðm. Árnason messar á Lundar á Páskadaginn. * * * Páskaguðsþjónustur 1. Páskadag kl. 11. f. h- — Samkoma sunnudagaskólans í Wynyard. Að mestu leyti á ensku. S.d. kl. 2. e. h. Messa í Wyn- yard. 2. Páskadag kl. 5. e. h. — Messa í Mozart. * * * S. S. Anderson frá Piney, Man. kom s. 1. föstudag til hæj- arins. Hann lagði af stað dag- iinn eftir vestur til Blaine, Wash., til að finna föður sinn, S. A. Anderson. * * * Ungmennafélag Samhands- safnaðar hefir frestað fundi sem átti að halda næstkomandi iþriðjudagskveld, vegna leiksins “Skugga-Sveinn” sem sýndur verður á miðvikudaginn og fimtudaginn, 15. og 16 þ. m. — Stjórnamefnd félagsins biður meðlimi félagsins að minnast þess, og ennfremur minnist þá á fyrirætlun félagsins sameig- inlega að sækja páskaguðsþjón- ustuna næstkomandi sunnudag. Anna Skaptason, forseti * * * Pétur Stefán Guðmundsson, dó síðast liðinn miðvikudag að heimili sínu í Árborg, Man. — Hann var 79 ára, kom til Vest,- urheims 1883 og settist að í Norður-Dakota. Til Árborgar flutti hann fyrir 18 árum. Hann lætur eftir sig konu og 8 uppkomin börn. Þau eru: Benjamín, Davíð, Guðmundur, Mrs. P. K. Bjamason, Mrs. S. Eyjólfsson og Sigurður, öll í Ár- iborg; Mrs. J. Magnússon, Edin- burgh, N. D., og Mrs. G. Thomp- son, Winnipeg. Jarðarförin fór fram í gær. Hinn látni var merkur mað- ur og vinsæll og mun verða getið nánar síðar. * * * Sigurður Jónasson, verzlun- ar-ráðunautur stjórnarinnar á 1 íslandi, er væntanlegur til Win- nipeg á morgun. Bjóða Vest- ur-íslendingar hann velkominn! * * * Síðastliðin miðvikud. 1. apríl dó Hugh John Ramsay, ungur og efnilegur maður, 24. ára að aldri, að heimili sínu í Winni- peg. Hann var sonur Thomas Ramsay og C'hristinu heitinnar Reykdal Ramsay. Systkinin voru níu alls. Þau sem lifa bróður sinn eru Mrs. J. Briggs, Mrs. J. Devey, Helen, Gault, William, Thomas og Aileen. Út- förin fór fram frá kapellu Bar- dals útfararstjóra síðastliðin laugardag og jarðað var í Brookside grafreit. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. FÍNUSTU FLÓKA HATTAR frá Christy’s “Christy’s” er sam- nefrn við beztu gerð höf. uðfata. — Stofnað 1773, verksmiðjan hefir átt stærstan þátt í að skapa það mdkla álit sem ensk- ur móður hefir náð út um allan heim. Sérstakir hattar, — bæði hvað gæði flókans snertir og frágang öllum. Þeir eiga ekki sinn líka að fegurðar útliti, end- ingu og þægindum. $6.50 Lundúnum á Englandi Karlmannahattadeildin, The Hargrave Shop )or Men d aSalgólfi. T. EATON The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, Victor St., will hold an Easter Tea in the church parlors, on Wednesday afternoon and evening of April 15th, from 3 to 6 p.m. and from 8 to 10.30 p.m. The guests will be received by Mrs. T. Blondal and Mrs. G. K. Stephenson, General Convenors, and will be assisted by Mrs. B. B. Jonsson, Honarary-President, and Mrs. E. S. Feldsted, Fhesident. The tea tables will be centered with spring flowers intones of mauve and pink, offset with tapers of match- ing colors, and will be convened by Mrs. H. C. Brown, Mrs. H. Baldwin and Mrs. E. Stephenson. A delightful programme will be- held in t'he after- noon at 4 p.m. and an entirely new programme will be held at 8.30 p.m. under the management of MrS. G. F. Jonasson. Presiding over the tea cups will be: S. Palmason J. Frídfinnson T. M. Abel J. C. Pridham C. Olafson J. M. Peterson G. W. Finnsson Fred Finnson Minnie Sveinison D. J. Percy Laura Maynard G. P. Kennedy A table of Home Cooking and Candy will be in charge of Mrs. Quiggan, and a Utility Counter of hand made articles, such as aprons, children’s dresses and novelties will be convened by Mrs. P. Bardal. Mesdames R. J. Rennick B. B. DubiensM Haldor Bjarnason C. B. Julius Fred Stephenson F. Melsted F. Bowley S. K. Hall Leo Johnson R. Hodgson R. B. Fotheringham R. W. Wydeman LEIKFÉLAG SAMBANDSSAFNAÐAR Skugga-Sveinn eftir séra Matthías Jochumsson verður leikinn MIÐVIKUDAGSKVELDIÐ og FIMTUDAGSKVELDIÐ 15. og 16. APRÍL, 1936 í samkomusal Sambandskirkju Aðgangur 50c Byrjar kl. 8. e. h. t ! I I I I I l ! Séra Rögnvaldur Pétursson fór norður til Mikleyjar á föstu- daginn var, til þess að jarð- syngja Mrs. HUdi Jakobsson er andaðist að heimili sínu þar 29. marz. Jarðarförin fór fram síðastl. sunnudag. * * * Guðbrandur Jörundsson dó á heimili sínu að Lundar, Man., í hárri elli, þriðjudaginn 23. marz. * * * Sú fregn barst blaðinu í dag að Sigríður Ásta Sigurbjörg Brandson, kona Thórs Thórðar- sonar, búsett hér í bæ, hafi dáið í nótt sem leið. Hún var dóttir Sigurðar Brandsonar og Guð- bjargar ólafsdóttur Brandson. Útfórin fer fram á laugardag- inn 11. þ. m. en ekki er enn búið að .ákveða tímann. Séra Philip M. Pétursson jarðsyngur. * * * Hr. Stefán Eldjárnsson, skrif- ari Gimli sveitar og hr. Guðm. Fjeldsted komu til bæjarins í gær k í erindum fyrir sveitina. Þeir eru að semja um lán við fylkisstjómina, til bænda í sveitinni fyrir útsæði í vor, því uppSkera síðastl. sumar ónýtt- ist af þurík og ryði, svo ekki er korn í sveitinni er nothæft er til sáningar. * * * Capt. B. Jones frá HeMa kom til bæjarins í gær, til þess að taka þátt í fundi fis'kimanna er kallaður er saman þessa daga. * * * Þann 26. marz andaðist á 'heimili Mr. og Mrs. Magnús Johnson í Riverton, Man., Mrs. Guðrún Lárusson, kona PáHma Lárussonar á Gimli. Hún hafði verið veik um langa hríð. — Dauða hennar bar að á heimili dótt-ur hennar og tengdasonar, en iþar hafði hún dvalið í síð- ustu tíð. Mun hennar nánar minst síðar. S. Ó. * * * Fyrra mánudag 30. marz, voru gefin saman í hjónaband hér í bæ, hr. Edwin Henderson ibankastjóri og ung|rú Con- stance Venables. Samdægurs lögðu ungu hjónin af stað í ferðalag til Evrópu. Þau gera ráð fyrir að ferðast um Eng- land, Norðurlönd og FrakMand. Meðan á ferðalaginu stendur fara þau upp til íslands, og hef- ir Mr. Henderson í huga að heimsækja átthaga foreldra sinna norður í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Edwin er sonur hjónanna Jóns og Mar- grétar Helgason er hingað flutt- ust vestur 1883 og bjuggu hér í bæ um langa tíð. Stundaði Jón hér verzlunarstörf og rak verzlun á eigin hönd um tíma. “Hkr.” óskar brúðhjónunum góðrar ferðar og heillar aftur- komu, en þó sérstaklega þes3 að þau njóti ferðalagsins um ísland. Mr. Henderson hefir lengi þráð að heimsækja föður- land sitt og er eigi hætta á að 'hann verði þar fyrir vonbrigð- um, nema ef veður skyldi hamla. # * * Þann 25. marz andaðist að heimili sínu, 250 Toronto iSt., hér í borginni Winnipeg, Sig- urður Þórarins., 83 ára að aldri, fæddur 5. des. 1852 á Rauðamel í Eyjahrepp í Mýra- og Hnappa- dalssýslu á íslandi. Foreldrar hans voru Þórarin, sonur Árna sjálfseignarbónda á Rauðamel •og Gróa dóttir Jóns gullsmiðs, Andréssonar á Þórólfsstöðum í Dalasýslu og síðast í Öxl í Breiðuvík í SnæfeUssýslu. Sigurður kom til Ameríku 1889 og settist fyrst að í Dak- ota-bygðinni, suðaustur af Hall- son, skamt frá þar sem bræður hans Magnús og Kári Þórarins- synir voru Ibúse.ttir. Eftir stutta veru þar fluttist hann til Win- nipeg og gekk í þjónustu bæj- arins, fyrst við vatnspípulagn- ingar og síðar sem formaður á því verki. Hélt hann þeirri stöðu þar til nú fyrir nokkrum árum, að hann lét af þeim starfa fyrir aldurssakir. Jarðarför hans fór fram á fimtudaginn síðastl. 2. apríl frá Fyrstu lút. kirkjunni kl. 2. og var hann jarðsettur í St. James grafreitnum. Sigurður lætur eftir sig 8 börn uppkomin, 5 dætur og 3 syni, er öll eru til heimilis hér í bæ. * * * Stúlka vön við húsverk, óskar eftir vinnu — 15c á kl.st. og far á strætisvögnum. Símið 80 516. Lorraine. VIÐSKIFTA- OG ATVINNU- LÍFIÐ 1935 Frh. frá 7. bls. gróðri, og fór honum jafnvel aftur. Sláttur byrjaði því í seinna lagi og grasspretta var haldur slæm. í sláttartbyrjun gerði rigningatíð, er hélzt langt fram á sumar og voru óþurk- arnnir mestir á Suður- og Vest- urlandi, sérstaklega var rign- ingasamt á Vestfjörðum. Hey hröktust því mikið vestanlands og náðist taðan sumstaðar ekki inn fyrr en í september. Haustið hefir verið ágætt, sérstaklega var tíð óvenjulega góð í nóvem- bermánuði og í desember að undanteknu óveðrinu mikla, (sem varð 14. og 15. des. En í því ofviðri fórust fimm mótor- bátar með áhöfn. Af völdum ó- veðursins fórust bæði á sjó og landi 25 menn, og var þetta eitt það mesta mannskaðaveður, er komið hefir á síðari árum. Afli hefir verið mjög í lakara lagi, sérstaklega á Austur- og Vesturlandi, en þar var aflinn um helmingi minni en t. d. í fyrra. Á Suðurlandi var afli nær því í meðallagi. Bústofninn Búpeningi hefir á síðustu ár- um fjölgað allmikið á öllu land- inu. Sérstaklega hefir naut- gripum fjölgað mikið, en mest í þeim héruðum, sem hafa mjólkur- og rjómabú. Sunn- anlands mun nautgripum hafa fjölgað mest. Á þessu ári hefir fé heldur fækkað norðan og austanlands en fjölgað í hinum landsfjórðungunum. Hrossum hefir aftur á móti fækkað tölu- vert síðustu ár, og hefir haldið áfram að fækka á þessu ári. Á síðustu 10 árum hefir hrossum fækkað um 6—8 þúsund á öllu landinu. Þessi fækkun stafar aðaUega af því, að útflutning- ur á hestum hefir minkað mik- ið og notkun bíla í stað hesta mjög farið í vöxt í landinu. Refarækt fer altaf heldur í vöxt. Sérstaklega fjölgar nú silfurrefum. Einhver refarækt er niú þegar í flestum sýslum landsins, en mest í Mýrarsýslu. Á því ári, sem nú er að líða hefir refum fjölgað töluvert, en hve mikið, er ekki hægt að segja, þar eð skýrslur um það HON. J. S. McDIARMID náttúrufríðindaráðgjafi Brack- enstjórnarinnar. Hefir námuiðn- aðurinn tekið slíkum framför- um í stjórnartíð hans, að árið 1935 nam framleiðslan $12,000,- 000. eru ekki ívrir hendi. Hænsna- rækt fer og mikið í vöxt. Fjölg- fi!) hæu.-na hefir þó ekki venð eins mikil á þessu ári og und- anfarin ár, þar eð framleiðsla á eggjum er nú orðin það mikil, að eftirspurninni er fullnægt. Egg hafa því engin verið flutt inn á árinu. En alt fram tU þessa hafa egg verið flutt inn í landið og fyrir allmiklar upp- hæðir, en þó langminst í fyrra. Árið 1931 voru t. d. flutt inn egg fyrír nálega 170 þús. kr. Miklar framfarir hafa því orðið á þessu sviði á síðustu árum. Framh. Páskaguðsþjónusta Séra Eyjólfur J. Melan imess- ar í Sambandskirkjunni á Gimli á Páskadaginn kl. 2 e. h. Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaSarnefndin: Funcilr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuðl. Kvenfélagið: Fundlr annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. MISS WILLA ANDERSON Professional Hairdresser Lætur hér meS viCskiftavini sína vita atS hún hefir nú ráSitS sig vitS Nu Fashion Beauty Salon 32POIITAGE AVE. og starfar þar framvegis. BýSur hún alla fyrverandi viSskifta- vini sína velkomna þangatS. Um afgreitislu tíma símiti 27 227. t. —,ii Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 HAROLD ECGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCE Company Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company LABATTS /pokfbrthiíjabe/ on the Bott/e (Pale ÖÍVe Er alveg mátulegt að bragði, efni og styrkleika til þess að auka á gleði páskanma Fæst einnig á ölstofunum, klúbbum og í opin- berum vínsölubúðum. SÉRSTAKAR ÚTSENDINGAR FYRIR PÁSKANA Vöruhúsinu verður haldið opnu þangað til kl. 10.30 e. h. fimtud. 9. apríl og laugard. 11. apríl. Tekið verður á móti pöntunum fram á kl. 10.30 e. h. og sendar út sam- dægurs. PANTIÐ NÚ STRAX SÍMI 92 244 JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. Winnipeg (rétt við Main St.) This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. LANDNEMA MINNISVARÐINN Á GIMLI Ljómiandi Ijósmynd af Gimli minnisvarðanum íslenzka fyrir $1.00 send póstfrítt. Stærð 5 x7 þuml. á 9 x 11 þuml. spjaldi, á fagurbláum lit. Þessi mynd ætti að ve<ra á hverju,/íslenzku heimili, til minningar um fyrstu íslenzku landnemana í Manitoba 1875. ----Sendið pöntun og póstávísun til- THOMAS C. HOLMES 386 KENNEDY ST. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.