Heimskringla - 15.04.1936, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.04.1936, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. APRÍL, 1936 HEIMSKRINGLA 8. SÍÐA og það liggi í orðunum: En bíð- ið þangað til leiðirnar opnast Ibetur. í>á síkuluð þið sjá á- framhaldið. Þá skuluð þið sjá, hvernig leg felli beil iheimsríki og steypi harðstjórum af stóli; hvernig eg kalla miljónir manna til þjónustu við málstað rétt- lætis og friðar; hvernig eg varpa ljósi vonarinnar inn í heimkynni syrgjenda og opna hlið dauðans, svo að þér fáið séð inn í veröld hinna upprisnu. Þó að þér hafið sært mig ólífis- sárum, sendi eg óteljandi lækna og græðara út um heiminn til að h'kna þeim, sem þjást. Og þó að þér þykkist hafa svift mér af sjónarsviðinu, þá á eg eftir að koma aftur og vera með þeim, sem elska mig, alla daga, til veraldar enda.” Vinir mínir! Hvorir sáu nú lengra fram, voru skarpskygn- ari eða skynsamari þama ■— sá, sem átti trúna, eða allir hinir vantrúuðu ? Vér skulum íhuga dæmi úr sögu yðar, Vestur-íslendingar. Öll þekkið þér, annaðhvort af eigin reynslu í bernsku, eða af annara sögn, landnemah'fið hér í landi. Fóllkið er umlkringt af örðugleikum; það er svo fátækt, að það hefir ekki til bráðustn lífsnauðsynja oft og tíðum; húsakynnin eru þröng og snauð af þægindum. Menn dreifast út um stórt og víðáttumikið land- flærni, þar sem þeir sýnast eiga fult í fangi með að vinna sér dagleigt brauð í baráttu við mýr- arfenin og mörkina órudda. — Það sýnast ekki vera mikil úr- ræði til neins félags- eða menn- ingarstarfs. Hvar eru peningar til að íbyggja kirkjur og sam- komuhús? Hvar eru tómstund- ir til andlegra iðkana eða lest- urs? Hvar eru tækifærin til að koma upp menningarstofnun- um, Mknarhælum, stórvirkum þjóðemislegum eða kirkjuleg- um félögum? — Það hafa vafa- laust ekki sýnst miklir mögu- leikar oft og tíðum. Æði- margur hefir haft ástæðu til að segja: “Ef það er mögulegt — þá skulum við gera þetta eða ihitt. En er það ekki eftirtekta- vert, að á þessum örðugu árum hrinda Islendingar af stað hverju fyrirtækinu öðru meira í félagslegu tilliti. í öllu basl- inu sjá þeir eina leiðina af ann- ari opnast til að koma upp kirkjum óg samkomuhúsum, stofna bókasöfn, sem notuð eru af a,lmenningi, síðan elli- heimili og æðri skóla, og að lokum em orðin til tvö stór kirkjufélög og voldug þjóðernis- leg samtök. — En hvað var það, sem gerði það að verkum, að menn áræddu að leggja út í þetta og sáu leiðimar til að framkvæma það? Það var trúin, bæði trú þeirra á sjálfa sig, landið og guð. Þessi trú — meðvitundin um mátt og möguleika — hún lét þá eygja leiðir, sem bömum vantrúarinnar hefðu verið alveg huldar. Þannig eigurn vér í vorri eig- in sögu staðfestingu á kenn- ingu Krists, að trúin geri það mögulegt, sem áður var ó- mögulegt. Sú kenning heldur áfram að sannast, að ef trúna ibrestur, þá er úti um oss, en trúin getur gefið oss krafta og úrræði til að siga þá örðug- leika, sem annars sýnast ósigr- andi. Alt það, sem þessi þjóð- flokkur hefir unnið sér ti| á- gætis, af m&nningarstarfi — alt sem hann hefir framleitt af því sem gildi hefir —< það er unnið í trú og vegna trúar. — Vegna trúar sinnar urðu hinir fáu og fátæku Islendingar máttugir í veikleika gínum. Vér höfum verið að íhuga á- hrif trúarinnar. En mig lang- ar að lokum til þess að fara fá- einum orðum um þá skoðun, sem eg mintist á áðan, að Jesús hafði meint orðin bókstaflega, er hann sagði: “Sá getur alt, sem trúna hefir. — Er það m. ö. o. hans álit, að trúin geti gert manninn færan um alt, gefi honum óendanlegan mátt? Geri honum alt mögulegt, nema auð- vitað það, sem felur í sér rök- fræðilega mótsögu, eins og til dæmig það að gera ljósið dimt eða vatnið þurt? Eg sagði áðan, að trúin væri meðvitund um mátt, ekki aðeins þann mátt, sem býr í þér sjálf- um íheldur þann, sem þú átt að- gang að. Jesús veit um upp- sprettu óendanlegs máttar og óendanlegrar vizku. Hann þelkk- ir guð. Fyrir samfélag sitt við guð verður hann sjálfur mátt- ugur. Afl hans er þáttur úr afli alföður, með almætti hans að ibaki. Þess vegna sé.r hann engin takmörk fyrir því, sem hægt sé að gera, ef menn viti um og treysti hinu guðdómlega í sjálf- um sér. Hver veit nema sú stund komi, að vér hin fáum fetað svo langt í fótspor hans, þó að það verði ekki fyr en annars heims, að vér einnig öðlumst meðvit- und um almættið í oss á sama hátt og hann. Vér eigum langt í land til þess enn. En upphaf þeirrar leitar eir trúin á guð, traustið til hans, sem hlýtur að vera grundvöllur allrar annar- ar trúar. Það guðstraust birtist í lífi Jesús frá Nazaret með meiri styrk og göfgi en nokk- urstaðar annarstaðar. Vér hin munum hinsvegar standa í spor- um mannsins, sem textinn segir frá. Hann sagði: ‘‘Eg trúi,” þ. e. a. s. hann hafði öðlast skiln- ing á þeim sannleika, að trúin veitir óendanlegan mátt, en jafnframt því bað hann: — “Hjálpa þú vantrú minni.” — Þessi maður Ibendir o&s, hvert bezt er að lelta til styrkingar trú sinni. Reynum að opna hugi vora fyrir áhrifum Jesú Kriists, eftir hvaða leiðum sem þau koma til vor. Þá munum vér komast að raun um, að enginn megnar, eins og hann, að glæða trú vora á guð, og sú trú mun opna oss óravíddir nýrra möguleika, sem oss grun- aði aldrei, að væru til. “í gegnum Jesú helgast hjarta í himininn inn eg líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta, ibæði fæ eg að reyna og sjá. Hrygðar-myrkrið sorgar svarta siálu minni hvertfur þá.” ÆSKU MINNINGAR Alinn var eg upp í sveit innan dailamóta, fjalladals í fögrum reit fyrstu dagsins skímu leit sólaryls og sælu fékk að njóta. Fossanna við fall og klið, fífusund og móa, vaktist hugans sjónarsvið svanaljóð og hrjóstur við dafna náði drengjalundin frjóa. Fuglar sungu frjálsum róm fjalls í grónum hlíðum. Sendu árdags ásta-hljóm út um fögur heiðablóm h'fsins gnótt var gjöful jörð og lýðum. Himininn blár og bhður hýr íbrosir á sumardegi, allri skepnu unað býr, lengin gróa og blómin dýr sefar hann svo heyrist enginn tregi. Fjmlldropans hið fagra skrúð fíngert eins og þelið, lífsins mikla krafti knúð, kjarnauðugt, sem aldrei flúð hefir þunga frosta og fannaélið. Dafnar hann við daggarflóð dýrlegum á grunni, áhlaup veðra öh hann stóð aldrei vék af helgri lóð, sínu hreina heimalandi unni. Lækur ofan á lárétt svið. leiðir vísar tíðum, syngjandi með silfur klið sinnir engri töf né ibið, ikominn ofan úr klettaurð og hlíðum. Aðalbláber einkar góð eru á runnum grænum, klæða frjógva fjallaslóð fersk í blíðri sólarglóð, vagga sér í værum árdags blænum Árnar renna um engi og gil eins og silfurþræðir, fram um sveitir sjávar til söngva snjallast þreyta spil, sumargróður grund og leiti klæðir. Gljúfrahallir þröngar þvær þrifinn foss og iðinn, hljómum signdur sveitabær, söngvaiúka gígju slær, lætur aldrei þagna þunga niðinn. Dynur hann sinn djarfa söng, dettur af bergi niður, daga og nætur, dægrin löng, drynja lætur hljómsins föng, frægður er sá fjahalanda kliður. Efst í hömrum byggja bæ ibústinn öm og hrafnar, ekki kasta efni á glæ út um sveitir fram um sæ, vistum hver að sínu hreiðri safniar. Breiður fjárs um fjalla hhð, finna næring góða, sumardaga blörgin bh'ð bætir vetrar gadd og hríð, — fjárhóparnir fegnir sumar- gróða. Dýrri inn í dala þröng djúpur er hfsins óður, ekki verður æfin löng árnið við og fuglasöng, blómgast þar hinn besti jarðar- gróður. Endurminningar æsku frá upp er ljúft að telja. Fomum slóðum ferðast á, fyllir dýpstu hugans þrá, hugrótt verður þreyttum þar að 4velja. M. Ingimarsson “TÁKN-PENINGAR” Það er margt skrítið, sem nú er skrifað, um það sem er að gerast í Albertafylki. Þar á meðal sú fregn er, síðasta blað Heimskringlu flytur um það, að stjómin í Aliberta ætli að mæta skuldum sínum með “token money”, tákn peningum. Marg- ir munu skilja þetta svo að fylkisstjómin ætli að gefa út peninga, til að greiða, eða “inn- leysa” þessi sfculdabréf (Bonds) sín, sem nú eru fahin í gjald- daga. Ef Alberta-fylki hefði rétt til slíkrar peninga útgáfu og gæti þröngvað handhöfum skuldabréfanna, til að taka þá peninga gilda, mundi stjórnin þar ekki þurfa á láni eða ríkis- lábyrgð að halda. En því þarf ekki svar að getfa. Það sem kom til orða, í sambandi við þessi skuldabréf, var það: að fylkið greiddi “token payment”. Það er að segja borgaði ein- hvem hluta af skuldinni, (sem því svarar er fylkið hefir í varasjóði) sem tákn þess að fylkisstjómin hafi þá trú að síð- ar geti hún borgað skuldina að fullu. Hér er því ekki um “token money” að ræða, heldur “token of faith”. Til frekari skýringar mætti geta þess að allir peningar, sem nú eru í umferð, manaa á milli, eru í raun réttri aðeins tákn- peningar, það er að segja þeir hafa ekkert eðlisgildi, ‘‘intrinsic value”, því líkt sem gull- og silfur peningar höfðu á frum- stigum þeirrar peninga menn- ingar, sem við nú hfum undir. Hugmyndir manna um það að einhverstaðar, bak við helgi- slæður úreltrar hagfræði, búi einhver miskunsamur og al- máttugur peninga-frelsari, sem með sínu guhna blóði muni burt þvo alla heimsins synd, er ekki annað en argasta hjátrú, sem eins og öll önnur hjátrú, hvflir á hornsteini fáfræðinnar. Þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum í Alta., eru alls ekki í því innifaldar að stjórnin ætli að gefa út nýja peninga, eða tákn- peninga, eftir gamaldags þýð- ingu þess orðs. Heldur miklu fremur ætlar hún að taka í sín- ar hendur þann rétt sem bank- arnir hafa nú, til þess að gefa ávísanir á auðæfi fylkisins og framleiðsluorku íbúanna. | En munurinn er sá að ávísanir þessar eiga að fara til fylkis- búa, en ekki til hins ímyndaðr frelsara bak við helgi slæðurn- ar. Stjórnendur Alberta-fylkis eru nefnilega, foringjar fyrir nýjum vantrúarflokki, ,sem þyk- ist hafa litið inn fyrir slæðum- og engan frelsara fundið, þess- vegna vilja þeir nú véfengja guðspjöh hinnar ríkjandi fé- sýslutrúar, kapitaliskrar hag- fræði. Þessi flokkur ætlar nú að útrýma fátæktinni og skort- inum, með krafti sinna eigin verka, í öruggri trú á frjósemi landsins og forsjón guðs. Hjálmar Gíslason Aths. Hkr.: Ofanskráð grein var ætlast til að birtist í síð- asta blaði, en varð vegna rúm- leysis, og með þvi að hún fcom einnig of seint, að bíða þessa blaðs. Með þessari skýringu vill Heimskringla geta þess, að hún áttar sig ekki á grein þessari, sem athugasemd við frétt henn- ar frá Alberta í blaðinu rétt áður. Orðin “token money” eru höfð blátt áfram eftir Alber- hart og ekki orð um það sagt, hvaða skilning hann lagði í þau. Ummælin er að því lúta, að Bretar hafi greitt stríðs- skuldir sínar með “token mon- ey”, eru einnig orðrétt tekin upp eftir Aberhart. Hvað höfundur ofanskráðrar greinar sér at- hugavert við þá frásögn “Hkr.”, eða annað sem hún hefir til Albertamálanna lagt, erum vér litlu nær um af þessari grein hans. Hafi hann annan skiln- ing á social credit stefnunni, en Aberhart, eða orðunum “token money”, er Heimskringlu ekki um það að kenna. Þetta skrif hans um Aiberta-málin, ber því á sér eins “skrítinn” blæ og það sem aðrir hafa um þau skrifað. Heimskringla hefir aldrei bor- ið á móti því, en einmitt hald- ið því fram, t. d. í “Stjómmála- pistlum”, er hún birti, fyrir nofckru, að viðskifti væru að meira og minna leyti rekin á tiltrú eða “tofcen of faith” enn- þá í þessurtí heimi, svo sem með viðurkendum gjaldeyri, láns- verzlun o. s. frv. S. E. VIÐSKIFTA- OG ATVINNU- LfFIÐ 1935 Eftir Guðlaug Rósinkranz, yfirkennara Framh. GarSyrkja Garðyrkja fer stöðugt vax- andi. Þótt ekki sé ennþá rækt- að hér nægilega mikið af kart- öflum og allmikið flutt inn af þeim, er það þó minna í ár en á undanfömum árum. í vor mun meira hafa verið sett niöur af kartöflum en nokkru sinni fyr og uppskeran í haust mun því hafa verið sú mesta sem hér hefir orðið. Kartöflusýki varð nú ekki vart svo heitið gæti. — Verð á kartöflum var í haust al- ment 12 kr. tunnan á Reykja- víkurmarkaðnum, og var það nokkuð lægra verð en í fyrra- haust. Allmikið vantar ennþá á að við framleiðum í landinu all- ar þær kartöflur, sem við notum en það ætti að verða auðvelt. Nýafstaðið Alþingi samþykti lög um framfeiðsluverðlaun fyrir kartöfluframleiðslu og má bú- ast við að það hafi nokfcur áhrif um aukna kartöfluræfct á næstu árum. Við þurfum raun- ar að gera meira en að rækta það mikið af kartöflum, að það nægi, með þeirri neyzlu, sem nú er á kartöflum. Við þurfum líka að auka kartöfluneyzluna. Hér á landi er kartöfluneyzlan ennþá meira en helmingi minni en í nágrannalöndum vorum. En kartöflur eru ein sú ódýrasta og bezta fæða, sem notuð er, svo ennþá er mifcið ógert og mikið má auka ftamleiðsluna svo vel sé. Ræktun á hvers- konar grænmeti fer árlega í vöxt, sérstaklega þar sem hverahiti er. Mjólkurbúin Framleiðsla mjólkurafurða hefir aukist allmikið á árinu, og lekkert smjör hefir verið flutt inn. Hægt hefir nú verið í fyrsta sinn að láta lögin um blöndun smjörh'kis með íslenzku smjöri, koma til framkvæmda. Frá 1. október hefir alt ísl. smjörlíki verið blandað 3% af íslenziku smjöri. Eykur þetta mjög mikið sölumöguleika á íslenzku smjöri og .gerir um leið smjörhkið að betri vöru en ella. Auk þess er nú einnig blandað A og D vitaminum í alt smjörh'ki. Eitt nýtt mjólkurbú hefir tek- ið til starfa á árinu, er það mjólkurbú Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Eitt rjóma- bú var reist á árínu á Grenjað- arstað í S.Þingeyjarsýslu. — Mjólkurbúið á Sauðárkróki er stórt og framleiðir allar venju- legar mjólkurafurðir, smjör, osta og skyr. En búið á Grenj- aðarstað er einungis rjómabú, tekur aðeins á móti rjóma og framleiðir smjör. Það er lítið rjómabú, rekið með rafmagni og hefir rekstur þess gengið á- gætlega. Þá hefir nokkur undirbúning- ur verið hafinn um framleiðslu þurrmjólkur. Dr. Jón Vestdal Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgtlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: • Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA hefir gert tilraunir um fram- leiðslu hennar og notkun í brauð. — í Húnavatnssýslu hef- ir þegar verið hafinn undirbún- ingur um stofnun mjólkurbús til þurrmjólkurvinslu. Mjólkursalan Þann 15. janúar tók Mjólkur- samsalan í Reykjavík til starfa, samkv. lögum um mjólkursöl- una. Frá 15. jan. til 13. des., eða 11 mánuði ársins, hefir Samsalan selt: 4,400,000 lítra mjólkur 145,000 lítra rjóma 190,000 lítra skyrs. Meðal útsöluverð mjólkurinn- ar hefir verið 37^ eyrir. Að frá- dregnum gerilsneyðingarkostn- aði, sem er 3 aurar, og verð- jöfnunargjaldi, 3 aura, hefir út- borgun mjólkurinnar til bænda verið 26 aurar á lítra, 29 aurar til þeirra, sem framleiða mjólk í bæjarlandinu, ef 1 hektari er á kú. iSamkvæmt skýrslu Mjólkurfélags Reykjavíkur, var útborgun hjá því til bænda 24 aurar á htra. Hefir því sam- salan getað hækkað útborgun- ina til bænda um 2 aura á htra, jafnframt því, sem mjólkin hef- ir lækkað u-m 2J ejrri. Þar eð M. R. telur meðalútsöluverð hafa verið hjá sér 40 au. 1. Það verð, sem Samsalan hefir greitt fram- leiðendum fyrir rjómann, er kr. 1.80, að frádregnu verðjöfnun- Frh. á 7. bls. Oviðjafnanleg bragðgæði! Það er eitt af leyndarmálunum við hylli moderh MJÓtLK RJÓMI SMJÖR Óviðjafnanleg nærgætni gerir vörumar óviðjafnanlega góðar Phone 201 101 MODERN DAIRIES LIMITED DAY SCHOOL for a thorough business training— NICHT SCHOOL for added business qualifications— The Domlnion Busincss CoUege, VVestem Canada’s Largest and Most Modem Commercial School, offers complete, thorough tralnlng in Secretaryship Stenography Clerlcal Efficlency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many other profitahle lines of work We offer you individual instruction and the most modem equipment for business study, and AN EFFECTIVF. EMPLOYMENT SEHVICE for the placement of graduates in business DOMINION BUSINES S COLLEGE On The Mall and at Elmwood, SL James, St. John’s

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.