Heimskringla - 15.04.1936, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. APRÍL, 1936
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA.
ÍSLANDS-FRÉTTIR
Þrír menn drukkna
Jóhann Eiríksson frá Alfta-
firði féll út af v/b. Gunnbirni
frá ísafirði síðastl. mánudag
og druknaði.
Albert Þorvaldsson, 35 ára,
og Kristinn Eyfjörð Antonsson,
30 ára, drukknuðu í fyrradag á
Ólafsfirði. Voru þeir að vitja
um hrognkelsanet, er slysið
vildi til. Mennirinr voru báðir
ókvæntir.—N. Dagbl. 19. marz.
* * *
Harðindin j
íSamkvæmt símtali norður í
Þingeyjarsýslu í gær hafði ver-
ið snjókoma þar undanfama
fjóra daga og hlaðið niður snjó.
í fyrradag var þar aftaka stór-
hríð.
Þess var einnig getið að upp-
selt væri alt rúgmjöl, sem til
væri á Húsavík, bæði hjá kaup-
félaginu og öðrum verzlunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni var í gær (kl.
5) hvöss norðaustanátt og snjó-
koma með 1—4 stiga frosti um
Norðurland og alt suður um
Snæfellsnes vestanvert.
—N. Dagbl. 22. marz.
* * *
Snjóbíll til Húsavíkur
Bráðlega verður snjóbíll send-
ur til Húsavíkur til þess að
flytja fóðurbæti til Bárðdælinga
og Mývetninga, en í sveitum
þeirra eru snjóþyngslin mest og
illfærust.
Nýlega voru taldir 26 sleðar
í lest á leið frá Húsavílk upp í
lágsveitir Suður-Þingeyjarsýslu,
með fóðurbæti, en þar er færðin
eitthvað skárri en í uppsveit-
unum.
Eftir fregnum að norðan má
það teljast prýðilegt, hvað menn
komast af með hey í þeim sveit-
um, sem lengst hafa búið við al-
gert jarðbann, svo sem í Bárð-
ardal og Mývatnssveit.
—N. Dagbl. 19. marz.
VIÐSKIFTA- OG ATVINNU-
LÍFIÐ 1936
Frh. frá 3. bls.
argjaldi,, 19,2 -aulruni. Skyr
liafa bændur fengið greitt með
68 aurum fyrir kg., og er það
allmi'kið hærra verð en áður. Að
öllu samanlögðu er því hægt að
fullryða, að árangurinn af
mjólkursöluskipulaginu hafi
verið góður, sérstaklega þegar
tekið er tillit til þess, að þetta
er aðeins eftir 11 mánaða starf-
semi.
Sala landbúnaðarafurða
á erlendum markaði
Sala á landbúnaðarafurðum
hefir gengið greiðlega, eftir-
spurn hefir verið töluverð og
verð yfirleitt hækkandi síðari
hluta ársins.
Ullarsalan. — Töluvert meira
hefir verið flutt út af ull en á
fyrra ári, eða hér um bil 200
þús. kg. meira. Samkv. skýrslu
gjaldeyrisnefndarinnar hafa 700
þús. kg. af ull verið flutt út
fyrir 1 milj. og 110 þús. kr. til
1. des. Öll ull er nú seld, svo
meira verður ekki flutt út á ár-
inu, og hefir verðið verið um
10% hærra heldur en í fyrra.
Töluvert er þó ennþá ógreitt af
þeirri ull, sem seld var til
Þýzkalands, sökum þess að ekki
hafa ennþá verið keyptar þar
vörur fyrir andvirði ullarinnar,
en öðruvísi fæst hún ekki
greidd.
Gærur og skinn hafa, samkv,
skýrslu gjaldeyrisnefndar 1. des.
verið flutt út 332,027 st. fyrir
kr. 1,006,500 og er það fyrir
rúm 400 þús. kr. meira en í
fyrra. Verð á gærum hefir verið
um 15% hærra heldur en í
fyrra. Sútuð skinn hafa í ár
verið flutt út samkv. skýrslu
gjaldeyrisnefndar 1. des., fyrir
kr. 30 þús., og er það næstum
þrisvar sinnum meira en í fyrra
á sama tíma. Önnur skinn hafa
verið flutt út fyrir rúm 100 þús.
kr. og loðskinn, refa- og minka-
skinn, fyrir 47 þús. kr. og er það
líka þrisvar sinnum meira held-
ur en í fyrra. — Gærur eru nú
allar seldar, nema þær, sem sút-
unarverksmiðjumar hafa tekið
til þess að vinna úr. Allmikil
eftirspurn hefir verið eftir nauts
húðum og hefir verð á þeim
verið um 30% hærra en í fyrra.
Garnir. Af söltuðum gömum
hafa verið flutt út til 1. des.,
samkv. skýrslu gjaldeyrisnefnd-
ar, 39,290 kg., fyrir kr. 36,730,
en af hreinsuðum gömum
17,660 kg. fyrir kr. 201,660, og
er það 171 þús. kr. meira en í
fyrra. Verðið hefir verið 15%
'hærra en í fyrra. — Á hverju
ári er, eins og sést af skýrslun-
um, nokkuð flutt út af óhreins-
uðum görnum, og er verð á
ISLENZKAR BÆKUR
Enn vil eg leggja í þann kostnað, að auglýsa þær ís-
lenzkar bækur sem eg hefi til sölu og nú fyrirliggjandi:
Bréfasafn þjóðskáldsins af Guðs náð séra Matthíasar
Jochumssonar ................................. $8.00
Er þetta afarstór bók, 800 bls. í vandaðasta bandi.
íslenzkir þjóðhættir, eftir séra Jónas frá Hrafnagili .... 8.00
Þessi ágæta bók er yfir 500 bls. í stóru broti,
prýdd fjölda af myndum og prýðilega, inubundin.
Héraðssaga Borgarfjarðar, I. bindi, í góðu bandi .. 5.50
Verður þetta stórt og voldugt verk þegar það er
alt kom út, þar sem það á að ná yfir heila öld. Er
þetta ibindi 480 bls. í stóru broti, skreytt með
mörgum myndum og kort yfir hinn sögufræga
Borgarfjörð.
Myndir úr menningarsögu íslands, í góðu bandi ...... 2.75
í bókinni eru 125 ágætar myndir, góður formáli
og nánar skýringar.
Framhaldslíf og nútimaþekking, eftir sr. Jakob Jónsson 2.50
Þessi bók hefir fengið meiri útbreiðslu hér vestra
en nokkur önnur íslenzk bók, síðan hún kom út.
Saga Eiríks Magnússonar, eftir próf. Stefán Einarsson 2.25
Ágæt bók um framúrskarandi hetju og ættjarð-
arvin.
Land og lýður, eftir Sigurð frá Yztafelli, í bandi . 3.50
AJl-nákvæm lýsing af hverri, einustu sveit á Islándi,
og búskaparháttum hvarvetna. Margar myndir.
ÞjóðsögUr eftir Ólaf Davíðsson, I. bindi, í kápu ... 3.00
Þetta mikla og ágæta þjóðsögusafn á að koma út
í þremur stórum bindum og kemur 2. bindið á
þessu ári. Fylgir því mynd höfundarins.
Sjóferðasögur, eftit Sveinbjörn Egilsson, í kápu . 1.50
Skemtileg æfintýri og ódýr bók. \
“Rauðskinna”, fyrstu þrír árgangarnir, í kápu .... 3.50
Þetta sögusafn hefir náð mikilli hylli almennings
á íslandi, og er talið eitt hið bezta í sinni röð.
“Rauða hættan”, eftir Þorberg Þórðarson,ií j<ápu . 2.25
Ferðasaga höfundarins til Rússlands árið 1934.
“Og björgin klofnuðu”, eftir Jóhannes úr Kötlum,
í kápu ....................................... 2.75
Þessi Ibók hefir veirið bæði lofuð og skömmuð, en
engum dylst þar skáldskapar og frásagnarsnild
höfundarins.
Endurminningar, eftir Friðrik Guðmundsson, í kápu 2.50
Þetta er ódýr bók, lærdómsrík og skemtileg til
lesturs. í tveimur bindum, hvert bindi $1.25.
“Kak”, eftir dagbókum Vilhjálms Stefánssonar, í bandi 2.00
Þessi bók er bæði ágæt saga af Eskimóa dreng,
og fyrirtaks náttúrulýsing.
“Böðullinn”, skáldsaga eftir Per Lagerquist ...... 1.00
“Sýnir”, stuttar greinar um ýms málef'ni, eftir Sig-
urð Eggerz ................................... 2.00
Bókmentafélagsbækur fyrir 1935, (íslenzkir annálar,
Safn til sögu íslands og Skírnir) ............ 3.00
“Mamma litla”, ágæt saga, þýdd úr frönsku, í bandi .. 1.75
“Sunnefurnar þrjár”, einnig fyrirtaks sögur, nær 200
bls., í kápu ................................. 1.75
“Þyrnar” hans Þorsteins Erlingssonar, í góðu1 bandi.... 2.00
Ljóðin sem aldrei gleymast, svo lengi sem íslenzk
tunga er töluð, og menn kunna enn að meta
hreinskilni og drenglund.
fslenzk Ijóð — lcelandic Lyrics. Ljóð eftir 30 íslenzk
skáld, á frummálinu og í enskri þýðingu. Alls 270
bls., með myndum af öllum höfundunum. Bókin
er f ágætu skinnbandi og allur frágangur hinn
prýðilegasti ................................. 3.50
Ljóðmæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Nafn
þessa íslenzka Ijóðsnillings eru nægileg meðmæli.
Enda varð hann hrókur allrar snildar við þúsund
ára þjóðhátíð íslands 1930. Þrjú bindi í góðu
bandi, $3.00 hvert. Öll keypt í einu á........ 8.00
“Samt mun eg vaka”, Ijóðabálkur e>ftir Jóhannes úr
Kötlum ........................................ 2.00
“Nökkvar og ný skip”, Ijóðmæli eftir Jóhannes Free-
mann, í skrautbandi ........................... 1.50
Skáldvek eftir Jakob Thorarensen:
1. Fleygar stundir, skáldsögur, í bandi ..... 1.50
“ “ “ í kápu ............. 1.00
2. Stillur, ljóðmæli, í bandi ................ 1.00
“ “ í kápu ...........................75
3. Kyljur, ljóðmæli, f bandi ....................75
“ í kápu ...........................50
Jakob Thorarensen er einstaklega “human” í öllu
er hann segir í bundnu eða óbundnu máli. Verðið
á þessum bókum hans er hér niðursett um meira
en helming.
Gamanvísur, eftir Bjarna skopleikara .................75
Æfisaga Gunnars Þorbergssonar, í kápu ................75
Góður spegill af þrautseigri baráttu íslenzku
í'rumbyggjanna hér vestra.
Gráskinna, 2. bindi — Gríma, 10. bindi — Stuðlamál
1. og 2. bindi — Æfintýraleikir fyrir ungmenni —
Ný skólaljóð — Uggluspegill (unglingssaga) —
hver ein af þessum bókum .........................75
Sagan af Svanhvít og Bakkabræður, hver á .............10
Hér eru taldar þær bækur er eg hefi fyrirliggjandi nú
sem stendur. En auk þess vil eg minna fólk á Eimreíðina
og Kvöldvökur, sem kosta: Eimreiöin, 4 stór hefti á ári,
$2.50. Kvöldvökur, nær 200 bls. í stóru broti, $1.75 árgang-
urinn. Bæði þessi rit eru góð, hvert f sinni röð, en einkum
á Eimreiðin það skilið að fá miklu meiri útbreiðslu hér
vestra, því að hún er nú veigamesta tímaritið sem kemur út
á ættjörðinni, og gefur Ijósastann spegil af öllum ftram-
kvæmduim þar. Og hún segir til synda þar sem henni virð-
ist þess þörf. Eg vil bjóða nýjum kaupendum tvo eldri ár-
ganga, frá 1921 til 1934, fyrir aðeins $1.00 báða árgangana
(menn geta valið um hverja þeir kjósa). Er þessi dollar
aðeins fyrir iburðargjald firá íslandi til kaupanda hér.
Og svo að endingu:—
Eg panta fyrir fólk hverja þá íslenzku bók sem fáanleg
er, og engin fyrirfram borgun nauðsynleg. En gleymið
aldrei að standa rækilega í skilum er þið fáið kröfu, og
sendið ekki bankaseðla í umslagi, heldur póstávísan eða
Express Money Order. Eg vil reynast drengur í viðskiftum,
en þið verðið einnig að standa rækilega við hvert loforð.
Með því einu móti verður þetta starfrækt eins og það átti að
vera frá fyrstu tíð.
MAGNUS PETERSON
313 Horace> St. Norwood, Man., Canada
þeim að nafninu til tiltölulega
hærra. En þess er að gæta að
meira gengur úr af þeim heldur
en úr þeim gömum, sem seldar
eru til hreinsunar hér í landinu,
auk þess eykur hreinsun garn-
anna hér vinnu í landinu, og
væri þess vegna rétt að hreinsa
þær allar hér heima.
Hross. Samkv. skýrslu gjald-
eyrisnefndar hafa til 1. des. ver-
ið flutt úr 977 hross fyrir 122
þús. kr. Verð á þeim hefir ver-
ið 15% hærra en í fyrra. Hross-
in hafa verið seld til Englands
og Norðurlanda. Til Þýzka-
lands hefir ekkert verið selt í ár.
Kjötsalan. Samkv. skýrslu
gjaldeyrisnefndar hefir, til 1.
des., verið flutt út 10,863 tn. af
saltkjöti fyrir kr. 845,000. Mest
af saltkjötinu hefir verið flutt til
Noregs, en þangað höfðum við
leyfi til þess að flytja 8500
tunnur á þessu ári, og mun það
leyfi hafa verið notað að mestu.
Hafa á þessu ári verið fluttar
út 3. þús. fleiri tn. en í fyTra.
Freðkjöt hefir til 1. des. verið
flutt út, 1530 tonn, fyrir 1 milj.
286 þús. kr. og er það um 300
tonnum meira en flutt var út á
isama tíma í fyrra, en þá var
búið að flytja út 1250 tonn fyr-
ir 947 þús. kr. Hér um bil ^
af freðkjötinu, sem út hefir ver-
ið flutt í ár, eða um 900 tonn,
eru af fyrra árs framleiðslu. —
Aðeins rúm 600 tonn af þessa
árs framleiðslu er selt, og meira
verður ekki selt af frystu kjöti
fyrir áramót, því innflutnings-
leyfi eru ekki fyrir hendi. Freð-
kjötið hefir verið selt til Eng-
lands. Verð á kjötinu var í
október, miðað við verð á sama
tíma í fyrra, 20—25% hærra.
Það, sem óselt er af þessa árs
framleiðslu af freðkjöti, mun
verða selt til Englands og Norð-
urlanda eftir nýárið.
Ostur. Út hefir verið flutt,
samkv. skýrslu Gjaldeyrisnefnd-
ar til 1. des., 50.5 tonn af osti
fyrir 67 þús. kr. Á undanföm-
uip árum hefir enginn oStur
veríð fluttur út, svo þetta er ný
útfluntingsvara.
Eins og; sést af þessu yfirliti
hefir verð á landbúnaðarvör-
um, sem út hafa verið fluttar
yfirleitt hækkað um 10—15%
og einstaka meira. En í fyrra
lækkuðu landbúnaðarvörur nær
því eins mikið, svo verðið er
nú aftur fyllilega komið upp í
það verð, sem var á þeim vör-
*m 19JJ. Framh.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Blclg.
Skrifstofusími: 23 674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Er að finni á skrifstofu kl. 10—12
í. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talsími: 33 158
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS BLDG.
Horni Kennedy og Graham
Stundar eingöngu augna-eyrna-
nef- og kverka-sjúkdóma
Er að hltta frá kl. 2.30—5.30 e. h.
Talsimi: 26 688
Heimili: 638 McMlllan Ave. 42 691
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Phone 35 909
Annast allskonar flutninga fram
og aítur um bœinn.
Dr. K. J. AUSTMANN
Wynyard —Sask.
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
854 BANNING ST.
Phone: 26 420
Dr. O. BJORNSSON
764 Victor St.
OPFICE & RESIDENCE
Phone 27 586
Gunnar Erlendsson
Pianokennari
Kenslustofa: 594 Alverstone St.
Sími 38181
YFIRLÝSING
Að gefnu tilefni verð eg að |
biðja yður herra ritstj. Hkr., að
Ijá þessum línum rúm í yðar
heiðraða blaði.
Fyrir nokkru síðan birti Hkr.
greinarstúfs-úrþvætti með und-
irskriftinni “Skjóða Tranasen”.
Þessi skuggabaldur, hver svo
sem hann eða hún er, kastar
isteinum út úr myrkrinu að vor-
um mæta og merka kenni-
manni, séra Jakob Jónsson, og
svo er saklausu fólki kent um j
óhappaverkið. Það er í hæsta
máta ósamboðið íslenzku
drenglyndi að vega að heiðvirð-
um manni úr skúmaskoti, og
raunar að hverjum sem væri. ‘
Það lýsir ókindarlegu innræti. i
Mér sámar að verða að segja
það opinberlega að ónnefndur
landi hér í Wynyard hefir borið |
það á mig að eg hafi skrifað
þessa svokölluðu skjóðugrein,
en eg lýsi því hér með yfir fyrir1
guði og góðum mönnum að eg
á alls engan þátt í þessari
“Tranasens-grein”. |
Og nú sný eg mér að öðru
umtaJsefni sem almenning varð- \
ar. Hann er orðin ærið harð-|
drægur og langur þessi yfir-
standandi vetur. Hvíta snjó-
voðin lagðist hér yfir jörðina
27. okt. ef eg man rétt. Að
vísu voru hér ekki mjög hörð
frost fram að sólstöðum en úr
því og fram til í endaðan febr.
mátti heita að aftaka frosthörk-
ur héldust óslitnar. Það vottar
en (2. apríl) ekki neitt fyrir
blessuöu vorinu og hvergi sér
á dökkan dfl. Það má nærri
geta að það ollir fólki aukinna
erfiðleika að fá svona langan
og harðan vetur á þessum
ógna-krepputímum. Eg held þó
sem betur fer að landar yfirleitt
séu ekki en í neitt alvarlegri
þröng með bjargræði fyrir
menn né skepnur eða ekki hefi
eg heyrt þess getið. Heilsufar
mun hafa verið hér um slóðir
yfirleitt fremur gott á þessum
vetri og er gott til þess að vita
því heilsan mun þó þegar alt er
athugað vera dýrmætasta fast-
eignin flestra, ríkra sem
snauðra, ungra sem aldraðra
og konunga sem kotunga. Það
væri ótilhlýðilegt í sambandi við
'þessa harðýðgisfullu tíma og
erfiðleika að láta þess ekki get-
ið að hér í Wynyard og vatna-
bygðinni, eru starfandi kvenfé-
lög sem láta mikið gott af sér
leiða, einkum þar sem skórinn
kreppir mest að, sem vænta
mátti.
Það er ekki að því að spyrja,
að þegar konurnar bindast sam-
tökum sín á milli, með öll bless-
uð brjóstgæðin og líknsemina,
að þar nýtur margur sem bág-
ast á góðs af. Því það er sem
fconum sé í blóð borin meiri
miskunsemi og hjálpfýsi en oss
karlkyninu, en vitanlega að oss
karlmönnunum ólöstuðum.
Eg læt nú hér staðar nema
að sinni, og óska öllum íslend-
ingum, nær og fjær, árs og
friðar og gleðilegs sumars, en
umfram alt sæluríks sálarlífs.
M. Ingimarsson
—Wynyard, Sask.,
2. apríl, 1936.
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LögfrœSingur
702 Coníederatlon Life Bldg.
Talsími 97 024
w. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
lSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR
á öðru gólfi
325 Main Street
Talsími: 97 621
Hafa einnlg skrifstofur að
Lundar og Gimll og eru þar
að hdtta, fyrsta miðvikudaB í
hverjum mánuði.
M. HJALTASON, M.D.
ALMENNAR lækningar
Sérgrein: Taugasjúkdómar
Lætur úti meðöl < viðlögum
ViBtalstímar kl. 2—4 e. h.
7—8 að kveldinu
Siml 80 857 665 Victor St.
A. S. BARDAL
selur likkistur og annast nm útfar-
lr. Allur útbúnaður sá besti. —
Ennfremur selur hann nii«ir/ma.
mlrmisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phone: 86 607 WINNIPEG
Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsiml 80 877 ViOtalstími kl. 3—5 e. h.
Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave.- Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants ln Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken •
the watCh shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Dr. A. V. JOHNSON tSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegrnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agentt 8ími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnlpeg
RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 26 555
Orricx Phoni res. Phon* 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BtJILDING Orric* Hotrns: 12-1 4 r.M. - 6 p.m. AHD BT ArrOHfTMXNT
Dr. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Talsími 23 739 Viðtalstlmi 2—4 p.m. Heimili: 776 Victor Street Wínnipeg Talsími 22 168.